Límmiðar á hönnunarvörum

babymani | 4. maí '15, kl: 09:43:04 | 237 | Svara | Er.is | 0
Tekur þú límmiðan af?
Niðurstöður
 Já 31
 Hef aldrei pælt í því 25
 Nei 8
Samtals atkvæði 64
 

Ég er smá forvitin með þetta en mig langar að vita hvort þið takið límmiða af t.d. iittala skálunum og kertastjökunum ykkar og/eða sambærilegum merkjavörum eða hvort þið hafið þá á. Og þá endilega kommenta af hverju/ af hverju ekki? :)

Ég og kærastinn minn höfum oft rætt þetta, því hann vill hafa alla svona límmiða á en ég hef svo mikla þörf fyrir að taka alla límmiða af öllu ALLTAF :)

 

Máni | 4. maí '15, kl: 09:46:34 | Svara | Er.is | 1

á ekkert límmiðadót en myndi kroppa af hliðum að minnsta kosti. Þeir á botninum fengu líklega frið.

nefnilega | 4. maí '15, kl: 09:48:39 | Svara | Er.is | 3

Ég tek miðana af. Mér finnst eitthvað kjánalega smáborgaralegt við það að þurfa að hafa miðana á til að sýna öðrum að leirtauið sé hönnunarvara. Hef orðið vitni að því þegar fólk festir miðana aftur á eftir að þeir hafa dottið af í uppvaski.

smusmu | 4. maí '15, kl: 09:50:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha, ég er einmitt alltaf voða fegin þegar miðarnir detta af í uppvaski, þá er oftast ekkert lím eftir til að bögga mig x)

bogi | 4. maí '15, kl: 09:49:48 | Svara | Er.is | 4

Ég kaupi hönnunarvörur af því að mér finnst þær fallegar - ekki til að aðrir sjái hvað ég eigi flott dót :P

smusmu | 4. maí '15, kl: 09:50:06 | Svara | Er.is | 0

Ég gleymi því oft og svo nenni ég því ekki á sumu því þá þarf að hreinsa límið af. En ég á ekkert merkilegt með límmiða, bara eitthvað ódýrt drasl :Þ

minnipokinn | 4. maí '15, kl: 10:03:54 | Svara | Er.is | 0

Á ekkert ittala en giska á að ég myndi hafa límmiðann á (þangað til hann dettur eflaust af) bara uppá lookið ekki eitthvað hæ ég á sko ittala. Enda koma fáir í heimsókn hvort sem er svo væri bara aðallega fyrir mitt auga. 

☆★

lýta | 4. maí '15, kl: 10:04:59 | Svara | Er.is | 0

Alltaf, um leið og ég tek dótið úr umbúðunum, hvort sem um er að ræða hönnunarvörur eða bara hvað sem er, límmiðar á hlutum fara svakalega í taugarnar á mér.

Það var ekki fyrr en fyrir bara örfáum árum að ég komst að því að sumir hafa miðana á viljandi, las það hérna. Ég fatta ekki af hverju, fallega hannaður hlutur er falleg hönnun sama hvað, og ef málið snýst um að monta sig af merkinu, þá þekkja nú flestir hvernig Iittala og það allt lítur út. Mögulega hef ég "eyðilagt" glös fyrir einhverjum í gegnum tíðina með því að taka límmiðann af áður en ég drakk úr þeim.

ilmbjörk | 4. maí '15, kl: 10:19:54 | Svara | Er.is | 0

Tek límmiðana strax af glösum eða einhverju svona sem er í mikilli notkun.. en á vösum, skálum og einhverju svona punti þá bíð ég bara eftir að þeir detti af.. en flest iittala draslið sem ég á hef ég keypt notað og með engum miða, þannig að það er ekki eins og þeir séu að flækjast fyrir mér..

Mrsbrunette | 4. maí '15, kl: 10:58:31 | Svara | Er.is | 0

Ég tek límmiðana af.

superbest | 4. maí '15, kl: 11:05:59 | Svara | Er.is | 0

tek af því mér finnst hitt hallærislegt. Annaðhvort finnst manni hluturinn fallegur eða ekki, ekki útaf límmiða.

donaldduck | 4. maí '15, kl: 12:30:28 | Svara | Er.is | 0

hann fer bara þegar hann fer. 


á reyndar gömul Thule glös þar sem merkið er "brætt" inní glerið. 

GoGoYubari | 4. maí '15, kl: 12:34:43 | Svara | Er.is | 0

Ég held að eina hönnunarvaran sem ég eigi séu múmínbollar og ég næ ekki helvítis miðanum af botninum á þeim (undir bollanum notabene, ekki ofaní hehe)

Ígibú | 4. maí '15, kl: 12:38:15 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað ekki! hvernig á fólk þá að fatta að draslið mitt er einhver svaka fín og flott merkjavara ??

Kammó | 4. maí '15, kl: 12:49:20 | Svara | Er.is | 0

Já tek þá af, á fullt af glösum frá Iittala og tek alla miða af.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47640 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien