Lofa en svíkja

Júlí 78 | 18. jún. '21, kl: 14:40:51 | 222 | Svara | Er.is | 0

Þessi frétt vakti athygli mína: "Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu."


Þar segir meðal annars:  Þingheimur  samþykkti í fyrra  að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir.  En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar.

„Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta?"

Þarna greinilega sannast að Bjarni Ben stjórnar málum. En samþykktu ekki þingmenn hans eigin flokks málið? Var það til að þykjast? Getur bara fjármálaráðherra stoppað málið ef þingmenn allra flokka samþykkja það? 

Mér sýnist þetta vera ein stór sýndarmennska, stórnarþingmenn þykjast vera voðalega góðir og segjast ætla að koma þessu máli áfram en svo er ekki að marka neitt sem þeir segja. Það er alltaf möguleiki á að sprengja stjórnina ef eitthvað gengur ekki eftir sem þykir mikilvægt en greinilega þykir þetta mál ekkert merkilegt í þeirra augum sem stjórna þarna. Ef ég segist ætla að gera eitthvað en geri það svo ekki þá er ekkert að marka mig.

https://www.visir.is/g/20212123771d/engin-studningur-fylgir-samthykkt-things-um-aukna-salfraedithjonustu 

_Svartbakur | 18. jún. '21, kl: 20:57:39 | Svara | Er.is | 0

Það var svipað með tannlækningar fullorðinna.
Ríkið (Alþingi) samþykkti að hið opinbera borgaði tiltekna prósentu í vissum tannlækningum.
Þaðvoru ekki til peningar og þannig var málið statt í nokkur ár.
Í fjárlögum er útbýtt tilteknum upphæðum og þeir peningar nægja ekki alltaf.
Ég veit ekki hver er sökudólgurinn.

neutralist | 25. jún. '21, kl: 10:24:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist ekki hver er sökudólgurinn? Mjög augljóslega er það fjármálaráðherra og flokkur hans. Þeim lá á í upphafi þessa kjörtímabils að lækka veiðigjöld. Einnig hefur Sjálfstæðisflokkurinn og meðreiðarflokkar hans lagt áherslu á að leggja niður hátekjuskatt og hafa sem lægstan skatt á fyrirtæki, mun lægri en t.d. á hinum Norðurlöndunum.

Ef við værum með svipaða prósentu veiðigjalda og t.d. Færeyjar, hærri skatta á fyrirtæki og hátekjuskatta, hefðum við peninga til að framkvæma ýmislegt, þar á meðal að greiða niður tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu. Fólk þarf að vera verulega blint eða heilaþvegið til að sjá ekki samhengið.

_Svartbakur
Júlí 78 | 22. jún. '21, kl: 08:40:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eigum við að tala um þá sem stjórna málum núna? Er það ekki alveg vonlaust lið? 
visir.is : 

"Heil­brigðisráðherra verður af­hent áskor­un og und­ir­skriftalisti á miðviku­dag, sem um þúsund lækn­ar hafa lagt nafn sitt við. Skorað er á ráðherra að bæta veru­lega stöðuna á Land­spít­al­an­um og í heil­brigðis­kerf­inu öllu.

„Það er ein­hver tregða í kerf­inu. Við sjá­um þetta ár eft­ir ár, ávallt kall­ar Land­spít­al­inn eft­ir fjár­magni. Stjórn­mála­menn segj­ast vera bún­ir að setja fjár­muni í kerfið, en við á gólf­inu – við sjá­um ekki þessa pen­inga,“ seg­ir Theó­dór Skúli Sig­urðsson, lækn­ir og upp­hafsmaður und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar."

Bjarni Ben fjármálaráðherrann gefur svo alltaf í skyn að það þurfi að hagræða, allt annað en meiri peninga er nefnt sem þarf. Veit maðurinn ekki að það er búið að hagræða endalaust og það í mörg ár? Svo kom fram í Bítinu áðan hjá einum lækni að Landspítalinn er ekkert að fara að vinna á biðlistum miðað við ástandið í dag.

Já lausnin hjá ríkisstjórninni er bara skoða, hagræða og skoða og eiginlega skoða endalaust! En ríkisstjórnin hefur ekki hundsvit á málunum en læknarnir hafa það en lítið hlustað á þá. 

"Fólkið á gólf­inu bet­ur til þess fallið að meta stöðuna

Theó­dór bend­ir einnig á að það þurfi að vera sam­ráð við fagaðila þegar komi að heil­brigðis­kerf­inu. Ekki sé nóg að vera að miða við ein­hverja ákveðna tölu.

„Það þarf að setja pen­ing í þetta þangað til við á gólf­inu finn­um fyr­ir mun.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/22/um_thusund_laeknar_skrifad_undir_a_fjorum_dogum/

_Svartbakur | 22. jún. '21, kl: 15:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Júlí mín þjóðinni okkar hefur aldrei liðið betur en núna.
Samt hefur gengið yfir faraldur já heimsfaraldur og pest.
Þú hefur fengið besta bóluefni sem heimurinn býður Pfizer.
Sennilega myndu 95% jarðarbúa gefa aleigu sína fyrir að vera í þinni stöðu.
Og já merkilegt þú myndir ekki vilja skipta á bóluefninu þínu fyrir aleigu þeirra.
Hvar erum við stödd Júlí mín eiginlega ?

Júlí 78 | 22. jún. '21, kl: 16:21:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ég veit að okkur líður betur heldur en þeim sem búa þarna í Afríku eða á einhverjum svæði þar sem hungur geisar. ruv.is : " Um 350.000 manns búa við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu um þessar mundir og milljónir til viðbótar eru í brýnni þörf fyrir mataraðstoð ef ekki á að fara eins fyrir þeim. Þetta er niðurstaða úttektar neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt henni búa um 350.000 þúsund manns í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði við „skelfilegan matarskort“ sem ekki verður skilgreindur öðruvísi en sem hungursneyð."


En segðu nú sjúklingunum hér heima að þeir hafi það gott og líka þeim sem þurfa að bíða á endalausu biðlistunum. Já eða læknum í vinnunni sinni. " Vil­hjálm­ur Ari Ara­son, 65 ára lækn­ir á bráðamót­töku Land­spít­al­ans, hef­ur sagt upp eft­ir 40 ára starf. Hann seg­ir neyðarástand ríkja á deild­inni þar sem fjöldi lækna segi upp og álag auki lík­ur á mis­tök­um."
„Við sér­fræðing­arn­ir höf­um verið að benda á að það rík­ir neyðarástand á bráðamót­tök­unni í dag. Við erum að sigla inn í sum­arið í verri stöðu en nokk­ur sinni fyrr.“

"Tal­ar fyr­ir dauf­um eyr­um

Vil­hjálm­ur seg­ir heill­brigðisráðherra ekki hafa veitt sér áheyrn þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. „Mín skoðun er sú að það sé spírall­inn í stjórn­sýsl­unni sem veld­ur því að ekki sé brugðist við. Það eru þess­ir mill­i­stjórn­end­ur sem buf­fera alltaf vand­ann og ráðherra snýr sér und­an og neit­ar að tækla vand­ann. Ég hef reynt að ná til Svandís­ar í tvö ár með póst­um en hún vís­ar þessu frá, land­lækn­ir hef­ur held­ur ekki sýnt þessu áhuga. Þeirra aðferðir eru að láta stjórn­sýslu­spíral­inn bara vinna þetta eins og skipu­ritið seg­ir til um.“

Hann lýs­ir einnig áhyggj­um af þeirri áhættu sem heil­brigðis­starfs­fólk er komið í vegna mistaka og mála­ferla í kjöl­far þeirra. „Það hafa orðið mjög sorg­leg til­vik sem tengj­ast nátt­úru­lega þessu gríðarlega álagi og má að hluta til rekja til þreytu starfs­manna. Við erum að út­setja okk­ur þannig fyr­ir gríðarlegri áhættu því ein mis­tök geta skilið á milli lífs og dauða. Það má ekk­ert út af bregða, jafn­vel í venju­legri af­greiðslu.“

Segðu mér svo Svartbakur, myndir þú vilja verða fyrir læknamistökum vegna álagsins þarna? Jafnvel svo að þú yrðir í lífshættu vegna einhverra mistaka þarna?

https://www.ruv.is/frett/2021/06/11/um-350000-bua-vid-hungursneyd-i-tigray-heradi

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/02/sjuklingurinn_er_heilbrigdiskerfid/

Júlí 78 | 23. jún. '21, kl: 14:31:29 | Svara | Er.is | 0

Svo segja læknarnir þetta:

"Til stjórnmálamanna á Íslandi

Íslenskir læknar mótmæla langdregnu sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins.

Ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafa verið svikin.

Ábyrgð stjórnmálamanna og embættismanna virðist lítil sem engin á Íslandi og heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins.

Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft stigið fram og látið í ljós áhyggjur sínar yfir þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilbrigðismálum.

Íslensk stjórnvöld hafa valið að hlusta ekki á raddir heilbrigðisstarfsfólks.

Íslenskir læknar vísa því allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála á stjórnvöld og krefjast þess að stjórnmálamenn og embættismenn á Íslandi fari loksins að axla þá ábyrgð sem þeim ber."

https://www.visir.is/g/20212125603d/maelirinn-fullur-hja-eitt-thusund-laeknum

_Svartbakur | 23. jún. '21, kl: 18:01:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil hafa minn lækni hafinn yfir svona þras.
Ég held að ég hafi verið nokkuð heppinn með mína lækna.
Læknar sem eru sifellt uppteknir af umgjörð heilbrigðismála geta ekki
sinnt sínum sjúklingum.

Júlí 78 | 24. jún. '21, kl: 02:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Heldurðu að læknarnir séu bara að láta bera á sér og þetta snúist um einhverja "umgjörð heilbrigðismála" ? Auðvitað snýst þetta um sjúklingana en einnig um lækna og hjúkrunarfólk, eins og þeir segja: " heilbrigðisstarfsmenn endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfsins." Það þarf að vera aðstaða til að geta sinnt sjúklingunum, þú veist alveg hverning ástandið er t.d. á bráðamóttöku. Læknarnir vilja sinna sjúklingum vel og segja:  „Okkur finnst við ekki geta þjónað sjúklingum okkar með þeirri getu sem við búum yfir vegna ytri aðstæðna. Við erum hugsi yfir réttarstöðu okkar og hver beri ábyrgðina þegar ytri aðstæður gera þetta að verkum. Við erum ítrekað að benda á þetta en enginn hlustar,“


Ekki gleyma Svartbakur að þú sjálfur getur þurft að leita til bráðamóttökunnar. En nú er svo komið að það getur ekki haldið áfram þetta sinnuleysi hjá stjórnmálamönnum, að gera ekkert raunhæft í málunum. Búið að humma það fram af sér, ár eftir ár eftir ár að byggja nóg af hjúkrunarheimilum og spítalinn situr uppi með fullt af gömlu fólki sem hefði verið hægt að setja á hjúkrunarheimili ef þau væru næg.....En í stað þess að gera svo eitthvað almennilegt í þeim málum líka heyrir maður bara í fréttum að það þurfi að efla heimaþjóðunstuna. En það dugar ekkert "heimaþjónusta" á fólk sem þarf hjúkrun jafnvel allan sólarhringinn. Það þarf að komast á hjúkrunarheimili! Og af hverju er ekki talað við læknana? Ef þetta væri fyrirtæki út í bæ, væru það ekki góðir stjórnunarhættir að hlusta á starfsmennina, a.m.k. heyra hvað þeir segja um málin?

_Svartbakur | 24. jún. '21, kl: 08:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Árinni kennir illur ræðari!
Þetta lið er sífellt að kenna öðrum um.
Til hvers erum við með alla þessa stjórendur innan heilbrigðiskerfisins ?

_Svartbakur | 24. jún. '21, kl: 09:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú vissulega er heilbrigðisþjónustan illa rekin.
En þar er fyrst og fremst um stjórnunarvanda að ræða.

Júlí 78 | 24. jún. '21, kl: 11:15:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvelt að kenna bara stjórnendum um. Ef það fer meiri peningur til spítalans og ástandið batnar ekkert, jafnvel versnar þá er ekki þar með sagt að um sé að kenna stjórnuninni. Á nokkrum árum hefur orðið gríðarleg fjölgun ferðamanna og þeir slasast og veikjast eins og innfæddir og kostnaðurinn hækkar þar með á spítalanum. En ríkið líka fær meiri pening í kassann vegna fjölgunar þeirra. Það þýðir ekki bara að vera gráðugur og þiggja peninginn vegna ferðamanna, það er líka einhver kostnaður vegna þeirra, ekki bara meiri átroðningur á náttúru Íslands. 
Svo sé ég inn á vef Landspítala 2012 ályktun:  "Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala hvetur til þess að nauðsynleg endurnýjun á tækjabúnaði spítalans fari fram. Gömul og úr sér gengin tæki á háskólasjúkrahúsi eru ógnun við meðferð og öryggi sjúklinga og gerir starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks erfiðara en ella." Kannski er líka búið að endurnýja einhvern tækjabúnað núna, hann kostar líka peninga. 


Það mun aldrei ske neitt af viti í þessum málum ef það er bara bent á stjórnendur spítalans, að þeir kunni ekki að stjórna, ef það er vandinn af hverju er þá ekki skipt um stjórn?. En ég veit fyrir víst að það er búið að vera að hagræða endalaust í mörg ár á spítalanum. Alltaf verið að gera kröfu um sparnað. En ef það þarf að sinna fleira fólki, kostar það þá ekki meira? Gamla fólkið lifir meira að segja lengur en áður var. Og tæki þarf að endurnýja, kosta þau ekki heilmikið?


Hvernig væri fyrir Svandísi og Bjarna Ben og Landlækni að setjast niður með stjórnendum og læknum og ræða málin? Alveg ótrúlegt að heilbrigðisráðherrann var ekki einu sinni að taka á móti þessum undirskriftarlistum. Skyldi þetta fólk á spítalanum kjósa þetta fólk til valda næst þegar verður kosið? Mér myndi þykja skrítið ef það yrði raunin.

_Svartbakur | 24. jún. '21, kl: 14:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eina svarið við þessu sem þú segir. "Það eru settir meiri peningar í spítalann en ástandið batnar ekkert."
Svarið er að opna fyrir að fleiri aðilar fái að spreyta sig á verkefninu.
Það þarf að opna fyrir útboð á þessum rekstri. Sjálfstæða lækna og fyrirtæki lækna.
Var að heyra að um 24 +islenskir sjúklingar séu núna inniliggjandi á sænskum spítala.
Íslenskir læknar í Svíþjóð eru að skera upp þessa sjúklinga sem eru margir með stoðkerfisvandamál.
Þannig er þetta við getum leyst þessivandamál og stytt biðlista með því að opna fyrir íslenska þjónustu á Íslandi t.d. í Klínikinni.

Júlí 78 | 25. jún. '21, kl: 20:04:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo voru þingmenn sem lofuðu því að hætta á þingi ef þeir fengju ekki tiltekið sæti á lista. En auðvitað er ekkert að marka þeirra loforð frekar en loforð Sjálfstæðisflokksins oft og tíðum. Brynjar Nielsson og Haraldur Benediktsson eru hættir við að hætta á þingi þó þeir fengju ekki það sæti á lista sem þeir óskuðu sér. 


https://www.ruv.is/frett/2021/06/24/brynjar-haettur-vid-ad-haettahttps://www.visir.is/g/20212126508d/haraldur-haettur-vid-ad-haetta-lika

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Covid Sóttvarnar teymið - Kára vantar í hópinn. _Svartbakur 21.7.2021 24.7.2021 | 18:50
Atvinnuleysisbætur fyrir fyrirtækjaeigendur dreamspy 21.7.2021 24.7.2021 | 12:02
Flugferðirnar nauðsynlegar? VValsd 23.7.2021 24.7.2021 | 10:00
Meðal laun smiða Soluadili 1.7.2021 23.7.2021 | 17:27
Covid Hundar VValsd 22.7.2021 23.7.2021 | 14:54
Framhjáhald Gúnda 14.6.2021 23.7.2021 | 02:02
Húfa með pífu- plís einhver!!! Bdur 24.1.2010 23.7.2021 | 00:43
Ray cup VValsd 22.7.2021
Hjálp , flug til Alicante um helgina Helga31 22.7.2021
Laun hjúkrunarfræðinga lime16 15.7.2021 22.7.2021 | 16:37
Laun fyrir vélamaður Uillas 21.7.2021 22.7.2021 | 06:28
Starcraft fellihýsi reynsla? mercury 17.5.2010 21.7.2021 | 14:03
Reynslan kennir okkur VValsd 19.7.2021 21.7.2021 | 13:59
Hundaganga melmel096 6.10.2020 21.7.2021 | 09:57
Eliza Reid forsetafrú vá góð VValsd 20.7.2021 21.7.2021 | 00:56
Minna fólk á Ferðagjöfin VValsd 21.7.2021
Hvar kaupi ég leður. jondahl 28.4.2010 20.7.2021 | 23:59
Þórarinn sóttvarnarlæknir að hugsa sitt ráð. _Svartbakur 14.7.2021 20.7.2021 | 16:38
Kosningar, fátækt útrýmt strax á næsta ári? Júlí 78 14.7.2021 20.7.2021 | 08:38
Þriðja sprautan við Covid. _Svartbakur 16.7.2021 19.7.2021 | 12:20
Fiskveiðiauðlindin - Laxeldi í sjókvíum í eigu Norðmanna ? _Svartbakur 19.7.2021 19.7.2021 | 11:45
Má setja hvað sem er í auglýsingar? Hvar finn ég lögin? AriHex 16.7.2021 18.7.2021 | 22:37
Mótorhjól og læti Twitters 16.7.2021 17.7.2021 | 20:50
Cleaning of tombstones African Bliss 17.7.2021
Kombucha, Kefír African Bliss 17.7.2021
Konungsdæmið Ísland - Hreppur í norður Noregi ? jaðraka 17.7.2021 17.7.2021 | 18:00
Fólki sem er sama um sitt eigið útlit? Hugs. AriHex 13.7.2021 16.7.2021 | 22:06
Smartbílar K Smith 16.7.2021
Bárujárnsrúlla atv2000 2.7.2021 15.7.2021 | 00:03
Mótmæli á Austurvelli í dag og Útlendingastofnun. _Svartbakur 11.7.2021 14.7.2021 | 17:08
Selja giftingahring qetuo55 14.7.2021
Er eðlilegt Twitters 13.7.2021
METOO Júlí 78 4.7.2021 13.7.2021 | 18:08
Leiga á bíl Prakkarapjakkur 13.7.2021 13.7.2021 | 12:15
Alþingiskosningar í september - Samfylking í frjálsu falli. _Svartbakur 7.7.2021 12.7.2021 | 08:48
Hjolafesting á skott með fellihýsið í afturdragi?? Dundri 11.7.2021
Rafbílar og gjöld Júlí 78 10.7.2021 10.7.2021 | 18:09
Mannauðsstjórnun á mannamáli hjá NTV febrero 10.7.2021
Kyssa börn á munninn allian 4.7.2021 10.7.2021 | 08:53
Aztra - bólusetning 2 bland20 7.6.2021 10.7.2021 | 08:00
Ertu vakandi... Fannar úlfur 10.7.2021
Rafhlaupahjól Júlí 78 7.7.2021 8.7.2021 | 20:30
Hybrid bílar chokolade02 4.7.2021 8.7.2021 | 18:52
Hvaða háls, nef- og eyrnalækni var sviptur starfsleyfi? wiiii 8.7.2021 8.7.2021 | 18:36
æðarungar gudnydogg 8.7.2021 8.7.2021 | 18:21
stærð á brjóstahaldara. Fíasól 28.7.2005 8.7.2021 | 15:59
fresta blæðingar í frí Helga31 8.7.2021 8.7.2021 | 10:48
augun eftir augnlokaaðgerð..? kLeSsAn 11.5.2009 7.7.2021 | 17:53
Heimaþjònusta aldraðra Janef 7.7.2021
Þvottur á rúmfötum, sængum, koddum... EarlGrey 6.7.2021 7.7.2021 | 07:43
Síða 6 af 56304 síðum
 

Umræðustjórar: Coco LaDiva, vkg, tinnzy123, aronbj, rockybland, Bland.is, mentonised, ingig, karenfridriks, Krani8, barker19404, krulla27, superman2, flippkisi, Atli Bergthor, anon, joga80, Gabríella S, MagnaAron