Lyf

vigfusd | 5. feb. '19, kl: 21:06:04 | 229 | Svara | Er.is | 0

Þeir sem mig þekkja vita að ég tek aldrei verkjalyf og þannig hefur það verið lengi. Í vinnunni minni um daginn var ég spurð hvenær ég hefði tekið seinast verkjalyf, en það var 2008 eða 2009 þegar ég fór í aðgerð og var tilneydd til éta verkjatöflur. Eftir þetta spjall í vinnunni heyri ég í móður minni og spyr hana um hvenær hún man eftir því að ég hafi fengið verkjalyf og hún segir að það hafi líklega verið á Akureyri þegar ég datt og tognaði illa þegar ég var 9 ára. Mörgum (allavega vinum og vinnufélugum) þykir þetta pínu merkilegt en mig langar að tékka, eru einhverjir hér sem taka aldrei lyf?

 

Volgayno | 5. feb. '19, kl: 21:36:04 | Svara | Er.is | 1

Mér finnst nú hálf kjánalegt að viljandi setja sig í gegnum sársauka til þess að viðhalda orðspori sínu sem gaurinn-sem-tekur-ekki-verkjalyf... Annars hef ég alveg hitt fólk sem gerir þetta líka, og montar sig af því við hvert tækifæri auðvitað ??

vigfusd | 5. feb. '19, kl: 21:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi sársauki er reyndar samt ekki neitt til að tala um. Smá hausverkur hér og þar, finn fyrir því en langt því frá að það sé að trufla mig ??. Ég er reyndar svoltið þessi mont týpa, samt samspil af smá monti og forvitni. Myndi segja 30/70

leonóra | 5. feb. '19, kl: 22:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það eina sem þetta segir mér um þig er að þú hefur aldrei orðið verulega veik.  Þú ert ekkert öðruvísi en annað fólk.  Þegar fólk verður veikt og mikið verkjað eru verkjalyf  nauðsynleg sama hver á í hlut.  

TheMadOne | 5. feb. '19, kl: 22:36:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir utan lyfin sem ég verð að taka til að eiga mér eitthvað eðlilegt líf tek ég sárasjaldan verkjalyf ef ég fæ höfuðverk sem er ekki farinn eftir einhverja klukkutíma eða bakverk sem er ekki farinn eftir dag eða svo...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 5. feb. '19, kl: 22:57:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rétt hjá þér. Ég hef fengið þessar flensur eina og gengur og gerist en aldrei orðið mikið veik.

Twitters | 5. feb. '19, kl: 22:48:13 | Svara | Er.is | 0

ég er alveg í hina áttina - tek 11 tegundir af lyfjum en þau eru mér lífsnauðsynleg

daggz | 5. feb. '19, kl: 23:14:37 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þetta ekki merkilegt, ekki forvitnilegt og ekki skrítið. Segir mér bara að þú glímir ekki við mikinn heilsubrest eða veikindi og megir bara telja þig heppna.


Maðurinn minn er svona. Tekur bara aldrei verkjalyf (eða önnur lyf). Ég tek mikið af þeim svona inn á milli (ekki ofnotkun eða bilaðslega sterk). Ég er bara búin að þola svo þúsund sinnum meira en hann og þarf að yfirstíga endalausar hindranir á hverjum degi. Verkjalyf gera mér lífið bærilegra og gera mér kleift að njóta þess betur en ella. Ég er samt týpan sem að bara úps... æi tók ég puttann úr lið fyrir þrem árum, ég hefði kannski átt að fara til læknis... eða týpan sem brýtur sig og það þarf að draga mig til læknis. Verkjalyfjanotkun segir ekkert um sársaukaþröskuld. Kallinn minn er t.d. týpan sem deyr næstum við ælupest. Hann tekur samt aldrei lyf en guð ég get svo svarið það að næst þegar hann fær ælupest eða verður veikur þá flyt ég að heiman.

--------------------------------

vigfusd | 5. feb. '19, kl: 23:24:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki engan af vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum sem taka ekki stundum og stundum verkjalyf. Þess vegna finnst mér þetta merkilegt. Kannski er þriðji eða fjórði hver maður sem tekur aldrei lyf en ég þekki bara pillusjúklingana ??

TheMadOne | 6. feb. '19, kl: 00:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér þetta fólk í kringum þig taka lyf þegar það þarf ekki á því að halda? Ég velti fyrir mér hvað þú flokkar undir pillusjúklinga. Það er himin og haf á milli fólks sem tekur verkjalyf vegna höfuðverkja vegna álags, kvefs, jafnvel óþæginda í ennis og kinnholum eða krónískra bakverkja vegna setu í vinnu eða gamalla meiðsla eða fólks sem er étandi pillur upp á grín. Þú færð ekki verkjalyf sem eru ávanabindandi frá lækni ástæðulaust og endalaust og ekki út úr apóteki án lyfseðils.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. feb. '19, kl: 01:01:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sjúklingar sem taka pillur = veikir sem taka verkjalyf. Ætla samt að setja sokk upp í þig varðandi að fá ekki uppáskrifað ávanabindandi verkjalyf að ástæðulausu því ég veit um nýlegt dæmi þar sem systir vinar míns gerði sér upp veikindi og fékk uppáskrifað ávanabindandi lyf

TheMadOne | 6. feb. '19, kl: 02:20:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla að afþakka sokkinn, það er auðvitað hægt að búa til eitthvað leikrit og fá lækni til að skrifa upp á eitthvað sem maður þarf ekki en ef þriðji, fjórði hver maður sem þú þekkir gerir það þá þykir mér líklegt að jafn stórt hlutfall af þínu fólki stundi þjófnað úr verslunum, jafnvel skjalafals og fleira. Þú þarft ekki að vera sjúklingur til að taka íbúfen einu sinni eða tvisvar, jafnvel fimm sinnum í mánuði ef þú ert með bakvandamál.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

vigfusd | 6. feb. '19, kl: 03:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að tala um að þriðji eða fjórði hver maður sem ég þekki taki út ávanabindandi lyf sem hann/hún þurfi ekki?

TheMadOne | 6. feb. '19, kl: 03:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú það er ágætt ef það er ekki þannig. Þú virðist samt vera að reyna að setja eitthvað samasem merki á milli þess að þurfa stöku sinnum eða reglulega lyf sem fást án lyfseðils og sjúklinga sem þurfa að taka lyf daglega eða fólks með ákveðna sjúkdóma sem eru ekki sjúklingar en þurfa að taka lyf reglulega og jafnvel fólks sem misnotar lyf. Ég er kannski að misskilja þetta allt hjá þér.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

daggz | 6. feb. '19, kl: 12:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski er það bara málið. Ég allavega þekki þónokkra sem taka aldrei lyf, suma sem hata það og geta ekki kyngt töflum. Aðra sem bara þurfa aldrei á því að halda. Mér finnst það núll merkilegt.


Ég reyndar þekki held ég ekki marga sem taka lyf að óþörfu. Ekki það, ég spái bara rosalega takmarkað í lyfjum annarra. Mér finnst þessi lenska bara mjög þreytandi. Að verkjalyf séu endalaust stimpluð sem vond og fólk sem þarf á þeim að halda dópistar eða eitthvað minni en ,,hörkutólið" sem þarf aldrei að taka verkjatöflur. Þegar staðreyndin er kannski sú að hann fær mesta lagi hausverk af og til en er ekki með gígantíska stoðkerfisverki, mígreni, gigt eða hvað sem er sem gæti verið að hrjá hinn aðilann. Og það er bara ekki sambærilegt.

--------------------------------

Júlí 78 | 6. feb. '19, kl: 08:49:20 | Svara | Er.is | 0

Gott hjá þér að taka bara inn verkjalyf þegar þú neyðist til þess. Í raun og veru er ekki æskilegt að vera á verkjalyfjum lengur en viku eða 10 daga í einu, a.m.k. þyrfti þá að ræða við lækninn ef fólk er að hugsa um að nota þau í lengri tíma. Þegar ég les til dæmis um Íbúfen sem er bólgueyðandi og verkjastillandi með hitalækkandi verkun þá segir þetta: " Við langtímanotkun getur lyfið valdið magasári og magablæðingu. Því getur verið nauðsynlegt að fara reglulega í eftirlit til læknis sé lyfið notað í langan tíma." Paratabs sem er verkjastillandi og hitalækkandi segir líka í lyfjabokin.is varðandi langtímanotkun: Án vandræða. Sjálf tek ég bara inn bólgueyðandi eða verkjalyf einstaka sinnum og þá helst bara eina töflu yfir daginn. Það kemur helst fyrir ef ég hef eitthvað ofreynt mig. 


En mér finnst þetta nú svolítið lygilegt hjá þér vigfusd ef þú hefur aldrei þurft að taka inn önnur lyf um ævina. Hefurðu aldrei orðið það veik til dæmis að þú hafir þurft á sýklalyfjum að halda?


vigfusd | 6. feb. '19, kl: 13:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú, tók sýklalyf eftir aðgerð fyrir c.a 10 árum og mamma talaði um að þegar ég var sjö eða átta ára hafi ég farið á sýklakúr. Veit ekki um fleirri en þessi tvö skipti.

vigfusd | 7. feb. '19, kl: 21:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju finnst þér það svona lygilegt? Volgayno sem commentar hér að ofan hefur hitt fólk sem tekur ekki lyf. Því ætti þetta að vera þvæla og annað, ef ég ætti að búa eitthvað til til að upphefja sjálfa mig, þá kæmi ég nú með eitthvað annað en þetta ha ha ha

Júlí 78 | 7. feb. '19, kl: 22:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef líka hitt konu sem hefur helst ekki viljað taka inn lyf jafnvel þó hún hafi þurft þess. Ætlað að lækna "þetta sem hefur hrjáð hana" með einhverju allt öðru en lyfjum. Þessi blessaði kona er núna með heilsubrest einmitt út af hennar viðhorfi, hún hefði getað komið í veg fyrir það sem kom fyrir þennan heilsubrest ef hún hefði fylgt læknisráðum. Stundum eru lyf nauðsynleg, það er bara þannig. En ef eitthvað fólk hefur ekki þurft á neinum lyfjum að halda, verður aldrei veikt, fær ekki flensu eða neitt þá er það fínt. Ég hef hins vegar ekki hitt neina manneskju sem ekki hefur einhvern tímann þurft á sýklalyfi að halda. 

vigfusd | 7. feb. '19, kl: 23:13:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tek lyf ef ég virkilega þarf þess eins og ég nefni hér að ofan þegar ég fór í aðgerð fyrir sirka 10 árum. Ég veit um mjög margar manneskjur sem hafa aldrei tekið sýklalyf en þær manneskjur eru í yngri kantinum en þekki aðeins eina fullorðina manneskju sem aldrei hefur tekið sýklalyf.

Júlí 78 | 7. feb. '19, kl: 23:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit nú um börn sem hafa þurft sýklalyf, fengið slæman hósta og á endanum þurft sýklalyf. Ég þurfti sjálf sýklyf þegar ég var innan við 18 ára af sömu ástæðu en reyndar komu veikindin upphaflega vegna þess að ég hafði ekki klætt mig nógu vel. Þetta er sjálfsagt allvega hjá fólki, börn og fullorðnir geta þurft á svona lyfjum að halda þó það sé ekki stöðugt heldur eingöngu þegar læknir metur það að það sé nauðsynlegt að taka inn svona lyf.

vigfusd | 7. feb. '19, kl: 23:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit líka um fullt af börnum sem hafa þurft sýklalyf og ég er sammála að ef læknir metur það þannig að þá á maður að hlusta á það eina og ég gerði og auðvitað fleirri.

mirror | 7. feb. '19, kl: 23:33:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj æj æjh! Fólk er misjafnt sem andskotans betur fer! Sumir segja að það séu bara aumingjar sem taka verkjalyf... Ef ég baaaara gæti lánað þeim verkina mína þegar ég fæ verkjakast. Það væri ekki lengi að svelgjast á þessarri sýndarmennsku! Sumt fólk þarf verkjalyf a hverjum degi, og sumir ekki. Það fauk bara í mig... held ég verði bara að taka verkjalyf.. (djók)

Júlí 78 | 7. feb. '19, kl: 23:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef það er í samráði við lækninn þinn þá hlýtur það að vera í lagi.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Barnsmóðir er bæjarhóran Wowww 19.3.2019 21.3.2019 | 01:20
Ísland meðal hamingjusömustu þjóða heims. kaldbakur 20.3.2019 21.3.2019 | 01:18
Ég er kynseginn spikkblue 18.3.2019 21.3.2019 | 00:56
Listi yfir topp 10 stríðshrjáð lönd (ásamt trúarbrögðum sem þar eru ríkjandi) spikkblue 19.3.2019 21.3.2019 | 00:54
Losna við lyfseðilskyld lyf Ruðrugis 20.3.2019 20.3.2019 | 23:29
Kostnađarliđur tannholslæknis Renzo 20.3.2019 20.3.2019 | 21:58
Er í lagi að lögreglan hegði sér svona? BjarnarFen 16.3.2019 20.3.2019 | 21:22
Litlu snillingarnir (little Einsteins) á DVD? gerrard 21.1.2013 20.3.2019 | 21:00
Varðandi pungsvita sem maður ætlar að nota í súpu??? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Lof mér að falla? Olithorv 20.3.2019 20.3.2019 | 20:49
Spurning varðandi tvítóla fólk? Lýðheilsustofa 20.3.2019 20.3.2019 | 19:07
Linsuvökvi Swarovski 20.3.2019
Ráðningastofur/þjónustur ? tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:17
Kynningarbréf með ferilskrá. tégéjoð 20.3.2019 20.3.2019 | 17:16
Innflytjendur er skríll? Sessaja 20.3.2019 20.3.2019 | 17:08
Tannlæknanám? flauma 20.3.2019
Spakmæli um barneignir til að tí ilkynna óléttu? Fudge 18.3.2019 20.3.2019 | 15:56
SOS.. Hefur einhver vitneskju um.. SOS14 20.3.2019 20.3.2019 | 15:38
Hvenær verður sýking hættuleg? capablanca 20.3.2019 20.3.2019 | 13:26
Skríllinn á Austurvelli kaldbakur 16.3.2019 20.3.2019 | 13:09
Að versla með hlutabréf í dag JeyLi 20.3.2019 20.3.2019 | 12:51
Innflytjendavandamál í t.d. Svíþjóð spikkblue 19.3.2019 20.3.2019 | 01:42
Barn í jarðaför Skrattastrumpur 18.3.2019 19.3.2019 | 23:22
Hvenær "má" barn vera eitt heima? Móðirjörð 23.2.2019 19.3.2019 | 23:02
Hvar fæst hveitigras? garfield45 18.3.2019 19.3.2019 | 20:55
Ofnæmislæknir asta76 19.3.2019
Hvatning til Garðbæjinga! BjarnarFen 19.3.2019
Eurovision - Hatrið mun sigra Sessaja 16.3.2019 19.3.2019 | 17:30
Hvaða ryksugu róbót mælið þið með? filifjonka 19.3.2019 19.3.2019 | 09:51
Vinna með atvinnuleysisbótum rwg 18.3.2019 19.3.2019 | 00:37
Vændisþjónustu þarf að lögleiða - að minnsta kosti í einhverri mynd spikkblue 27.12.2018 18.3.2019 | 23:59
nintendo wii Twitters 13.3.2019 18.3.2019 | 23:36
Þegar tveir leigja saman, námslán og skatraskýrsla rokkari 12.3.2019 18.3.2019 | 21:36
Evrópu dómstóllinn Mannréttindadómstóll Evrópu ESB og yfirgangur þessara aðila kaldbakur 14.3.2019 18.3.2019 | 20:44
Öryrki sem vinnur hoppaskoppa 16.3.2019 18.3.2019 | 20:31
Albufeira - Portugal Anna 18.3.2019 18.3.2019 | 16:32
Baðlínan eða baðverk hhdis 17.3.2019 18.3.2019 | 16:16
GERLAUSAR PIZZUR kollagb 18.3.2019
Champix í póllandi sumarfugl 17.3.2019 18.3.2019 | 12:07
Modafinil við ADHD bjarkihb 7.3.2015 18.3.2019 | 11:47
Bílamyndavélar sig2 18.3.2019
Útskriftarveisla - Vantar hugmyndir! bryndiselsa 17.3.2019 18.3.2019 | 09:40
Hvað er mest borgaðasta starf á íslandi Eldur Árni Eiríksson 15.3.2019 18.3.2019 | 08:53
Er hægt að fela GSMnúmer þegar maður sendir SMS? GullaHauks 17.3.2019 18.3.2019 | 03:37
flóttamenn omaha 16.3.2019 18.3.2019 | 00:05
góður heila og taugalæknir Jósafat 20.3.2009 17.3.2019 | 22:07
Má leigjandi vera gjaldkeri húsfélags láv 17.3.2019 17.3.2019 | 15:59
Góður húðsjúkdómalæknir? Ljufa 16.3.2019 17.3.2019 | 13:08
Bílvelta -Túrrist Sessaja 17.3.2019
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 17.3.2019 | 10:35
Síða 1 af 19692 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron