Maðurinn minn þegir bara ef ég reyni að tala um það þegar mér líður illa.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:06:08 | 1213 | Svara | Er.is | 0

Þó það líði margir mánuðir á milli þess að mér líði illa yfir einhverju, það er ekki eins og ég sé alltaf að þessu. Svo sat ég núna með grátstafinn í kverkunum og ympraði á því sem var að, og hann bara þegir. Horfir á mig stórum augum. Við höfum verið saman í 20 ár, hann er ekkert barn. Stundum vildi ég bara geta talað við einhvern. Ég er bara ráðalaus. Þetta er enginn heimsendir, ég fór í keppni og það klúðraðist, eins og oftast þegar ég fer í keppni. Hafði ekki keppt í mörg ár þegar ég dreif mig, allt átti að ganga vel, allt gekk vel nema hlutur sem ég þurfti að nota skemmdist og ég þurfti að fá lánað, það passaði ekki og allt klúðraðist. Ég er bara svekkt og mig langaði að tala um það.
Æ hann er ágætur og mér þykir ósköp vænt um hann. Það er bara magnað hvernig hann bara verður alveg stjarfur ef mér líður illa yfir einhverju. Ef hægt er að laga það með hamri og skrúfu, ekkert mál. Er hægt er að fara með mig til læknis út af því, ekkert mál. Ég fékk þunglyndisköst í gamla daga og ég hef hann stundum grunaðan um að reikna bara sjálfkrafa með þunglyndi. En líður ekki öllum illa stundum yfir einhverju, og þurfa að tala um það? En verst er að ég get ekki bara talað við einhverja vinkonu, hann þekkir þessa íþrótt sem ég klúðraði þarna, það skilur ekki hver sem er hvað þetta var svekkjandi, eftir margra mánaða vinnu og æfingar. Þumbi.

 

------------------------------------
Njótum lífsins.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:12:27 | Svara | Er.is | 1

Ég hefði alveg þegið bara knús, og hvatningu áfram, að reyna aftur. Eða hvatningu í að fara aðrar leiðir til að sjá að ég sé að gera ágæta hluti, fara í tíma í þessu eða eitthvað. Bara til að fá smá sjálfstraust, það hrundi bara. Ég hefði stungið upp á þvi og við getað rætt það. En þetta deyr bara út þegar ég sit og segi aðeins frá svekkelsinu, snöktandi og hann þegir, svo ég fórna höndum eftir 2-3 mínútur og fer bara fram. Á svona stundum er þetta eins og að tala við lofttæmi, eða ofan í tóman plastpoka, það skiptir engu máli.
Kannist þið við svona? Eru karlmenn oft svona? Eða fólk almennt? Fá litlir krakkar knús og klapp á bakið en það hættir bara þegar maður verður fullkomin?

------------------------------------
Njótum lífsins.

T.M.O | 11. maí '15, kl: 23:20:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

mín reynsla að karlmenn eru bara svona, þeir bara kunna þetta ekki, verða hræddir og vita ekki hvað þeir eru að gera. Það er engin leið að breyta þessu nema þeir vilji breyta þessu sjálfir og séu tilbúnir að leita sér aðstoðar.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já strákgreyið (á fimmtugsaldri :) ef hann sér ég er leið fer hann að sópa gólf og brjóta saman þvott og eitthvað, að reyna að friða mann, ef það skyldi vera að hann hafi ekki staðið sig í húsverkum. Eða spyrja mig einu sinni höstuglega, hvað er nú að (Hljómar eins og "er nú kvensan að verða vitlaus"). örugglega vel meint, en ekki hvetjandi heldur. Ég held ég hafi verið síðast skælandi yfir einhverju í ágúst. Svo þarf maður bara að muna öll hinu góðu atriðin í hjónabandinu, en á þessum tímapunktum finnst mér hjónabandið óttalega grunnt.
En, ég reyni að gera það upp við mig hvort ég haldi þessu keppnisbasli áfram. Það væri svo hvetjandi að lenda einhvers staðar fyrir miðju, bara með öðrum sem eru að gera góða hluti. Ég ætla ekkert að vinna, geri mer ekkert vonir um það. Það væri bara svo gaman að geta sýnt sig og folk sæi, "já gott hjá henni". Æ ég þarf bara að ræða þetta við kennara í faginu. Reyni að hætta þessu væli og gera það.
Einræður starkaðar hér :) Nema ein mad :) Æ þetta er sosum ekki uppbyggjandi rugl, takk MadOne .)

------------------------------------
Njótum lífsins.

T.M.O | 11. maí '15, kl: 23:39:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta er samt maðurinn sem þú valdir og var örugglega búinn að sýna þessa takta á fyrrihluta sambandsins ;) Stundum hafa hlutirnir breyst og það þarf að taka nýjar ákvarðanir, stundum þarf bara að neyða þessa tarfa til að setjast niður og ræða málin, hvort sem það er með aðstoð eða ekki. Ég hef líka séð sambönd bara batna eftir svona millibilskrísu og fólk fundið nýjar sameiginlegar leiðir í lífinu. (fyrir utan að það er ekkert spennandi þarna úti)

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei mig langar ekkert í annan mann, hef ekki fundið annan betri, var í mörg ár að finna þennan :) Hann er ágætur greyið. Við erum góðir vinir. Hann hefur alltaf verið svona. Svo byggist upp saga, maður var hálf ruglaður í þunglyndisköstum stundum, og þá hjálpaði þetta freð ekki, en breytti kannski ekki öllu. Hann rúllaði mér amk. til læknis þegar þurfti og ég vildi ekki fara. En eg hef haft lyf í nokkur ár, sem virka alveg. Þá verður þetta einmitt enn meiri höfnun þegar maður er bara svekktur og langar að tala um það og kannski ákveða með honum hvaða stefnu maður tekur í þessu st'0ra hobbíi.

------------------------------------
Njótum lífsins.

Ananus | 12. maí '15, kl: 19:17:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Ég vil að þú takir eintakið þitt af "karlar eru frá mars, konur eru frá venus" og troðir því upp í óæðri endann á þér. 

T.M.O | 12. maí '15, kl: 19:46:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veistu ég las hana aldrei, ég tala bara útfrá minni eigin reynslu.


gott að vita á hvaða þroskastigi þú ert, þú getur látið þig hlakka til þess næsta en það er kallað völsastig og því fylgja ný og spennandi verkefni.

Ananus | 12. maí '15, kl: 19:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Alhæfingar um hálfan hnöttinn eru ekki kúl. 

T.M.O
Ananus | 12. maí '15, kl: 19:56:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ertu til í að setja fullyrðinguna: "karlmenn eru bara svona" í samhengi fyrir mig? 

T.M.O
Ananus | 13. maí '15, kl: 10:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, þú ert rosa kúl og alveg sama þó fólk misskilji alhæfingarnar þínar. 
http://new1.fjcdn.com/comments/4911236+_2a2c2a4b9cd604b6069a15448a13da5c.jpg

T.M.O
Ananus | 13. maí '15, kl: 14:32:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hef aldrei talið mig neinn sérstakann talsmann fólksins. Það liggur samt í augum uppi að flestir læsir einstaklingar eiga erfitt með að skilja fullyrðinguna " karlmenn eru bara svona" öðruvísi en " karlmenn eru bara svona". Það eru engin önnur viðhorf sem er hægt að lesa á milli línanna þarna, hvorki í þessari fullyrðingu né restinni af þessari athugasemd þinni, sem snýst öll um vanhæfni og hræðslu karlmanna á þessu tiltekna sviði. 

Ananus | 13. maí '15, kl: 14:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-n

T.M.O | 13. maí '15, kl: 14:33:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok

Ananus | 13. maí '15, kl: 14:35:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok

elinnet | 13. maí '15, kl: 13:30:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ef við segjum t.d. "karlmenn eru aumingjar, þeir geta ekki þrifið", þá erum við að gefa öllum karlmönnum tækifæri til að spila sig aumingja svo þeir þurfi ekki að þrífa af því að þeim finnst það kannski bara jafn leiðinlegt og konum getur fundist það (sem dæmi, getur verið hvað sem er annað, geta ekki átt í almennilegum samskiptum, geta ekki eldað, etc)

Ananus | 13. maí '15, kl: 14:23:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það hossar fáránlegum og úreldum kynjahlutverkum sem eru hvorki nauðsynleg né holl.

elinnet | 13. maí '15, kl: 15:27:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

nkl! Fæ grænar bólur þegar svona alhæfingar koma, sem gera ekkert annað en að viðhalda fáránlegum staðalímyndum um kynjahlutverk. 

T.M.O | 13. maí '15, kl: 19:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það hefur algjörlega farið fram hjá ykkur þetta "mín reynsla er..." og það er ótrúlegt að það hafa nokkrar konur hérna talað um að þeirra reynsla er nákvæmlega eins.  


En auðvitað eru karlmenn og konur alveg eins og strákar og stelpur alveg eins. Furðulegt að nokkrum detti í hug að þeir séu að upplifa sig annað kyn en líkaminn sem þau fæddust í þar sem það er engin munur

Ananus | 14. maí '15, kl: 13:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Það er klassísk réttlæting á fordómum og alhæfingum. 
Dæmi: "Mín reynsla er sú að svertingjar eru bara svona". 

Það er fáránlegt að draga transfólk inn í umræðuna sem einhvers konar réttlætingu á þessari ömurlegu kynjahlutverkaþvælu sem er sprottin af sama meiði og "konur kunna ekki að keyra" -mýtan. 

NöttZ | 15. maí '15, kl: 12:50:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég get ekki hætt að þumla þig. Eða putta þig, kannski kominn tími til að fara að nota þá góðu sögn meira.

Felis | 15. maí '15, kl: 08:21:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er bara rosalega óraunhæft allir karlmenn sem þú hefur haft samskipti við hafi verið svona, það er alveg jafn óraunhæft einsog að segja "mín reynsla er að allar stelpur elska bleikt".

Mengið "karlmenn" inniheldur ansi marga einstaklinga, það er ekki hægt að generalisera neitt yfir svona stóran hóp. Ekki einu sinni að þeir hafi typpi. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

T.M.O | 15. maí '15, kl: 11:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er greinilegt að ég og þú notum tungumálið á ólíkan hátt. Ég lít ekki á það eins og stærðfræðiformúlu en það er bara ég.

SteinunnA | 16. maí '15, kl: 16:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stráknum mínum finnst gaman að elda, baka og þrífa og elskar að laumast með tusku og sóp eitthvert svo kemur hann "mamma komdu aðeins, er með smá óvænt"
Get ekki sagt að mamman hafi jafngaman af þessu en mamman er miklu flinkari í "karlastússinu" og myndi sko ekkert leiðast það að skrúfa hluti saman eða hafa olíu á höndunum.
Enda yfirleitt verið "karlmaðurinn" í mínum samböndum miðað við staðalýmindir.
Karlinn þá verið meira í þrifum, eldamennsku gera rómó (kertaljós og freyði) og þetta meðan ég hef verið meira um bókhaldið og þessháttar og rómó hjá mér er að gefa sem dæmi síma eða eitthvað þannig.

NöttZ | 15. maí '15, kl: 12:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

<3

Felis | 12. maí '15, kl: 19:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

mín reynsla er að karlmenn eru misjafnir, einsog kvenfólk.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ananus | 15. maí '15, kl: 08:16:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl

ræma | 11. maí '15, kl: 23:30:21 | Svara | Er.is | 5

Biddu um knús og segðu að þér líði betur ef hann faðmar þig. Þeir lesa ekki hugsanir.

Helgust | 11. maí '15, kl: 23:32:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Stundum segi ég við minn "knúsaðu mig"!! Og þá rofar til.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:37:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Stundum hjálpar það.

------------------------------------
Njótum lífsins.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:34:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef oft reynt það. En það verður pínu lamað að segja" Knúsaðu mig nú, og hvettu mig aðeins. " Það virkar oft, ég veit hann les ekki hugsanir, það þurfa allir í sambandi að læra. En í svona tilfelli þá segir hann bara "Hvaðð á ég að segja? Ég veit ekkert hvað ég á að segja"Þá líður mér enn meir eins og ég tali við holrými. Takk samt, þetta var þarfasta ábending í heimi í upphafi sambands okkar, að maður þarf að segja hlutina, fólk les ekki hugsanir :)

------------------------------------
Njótum lífsins.

muu123 | 12. maí '15, kl: 20:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sumir eru ekki svona knústýpur .. ég átta mig ekki endilega á ef einhverjum vantar einhverja nánd og knús og finst það oft mjög vandræðalegt að taka af skarið 

Helgust | 11. maí '15, kl: 23:32:06 | Svara | Er.is | 1

Hann er að hlusta?

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:37:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held hann hlusti, en sé eiginlega þreyttur, mögulega pirraður, á einhverri svona geðshræringu. Verður voða sáttur þegar ég róast aftur og hætti þessu bara.

------------------------------------
Njótum lífsins.

orkustöng | 12. maí '15, kl: 10:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hann upplifir þetta eins og þú sért hrærð eða æst við hann , reið eða fúl við hann. kannski og finnst það óþægilegt.

1122334455 | 11. maí '15, kl: 23:38:17 | Svara | Er.is | 1

Ég veit ekki hvað hægt er að gera. En ég á svona mömmu og langaði bara að senda þér rafrænt knús, maður upplifir svakalega höfnun trekk í trekk við svona aðstæður.

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:42:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ takk :) Takk. Þetta var mikils virði. Bara smá speglun á tilfinninguna. Ég vildi bara að við gætum farið á eitthvað lífsleikninámskeið. Æ þetta líður hjá, svo líða vonandi margir mánuðir að næsta skæli hjá mér. En svo sitja í manni niðurdrepandi hugsanir áfram, því þeim var aldrei mótmælt, það er eiginlega svo sárt í þessu.

------------------------------------
Njótum lífsins.

1122334455 | 11. maí '15, kl: 23:55:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eina "lausnin" sem ég hef fundið hingað til er að REYNA að sætta mig við þetta. Það er erfitt og stundum gleymi ég því að ég eigi öðruvísi mömmu og verð þá fyrir sérstökum vonbrigðum. Ég er líka að æfa mig í að finna annan en hana til að leita til, þar sem ég get víst ekki breytt henni. Er það möguleiki sem er fyrir hendi hjá þér, að þú eignist einhvern trúnaðarvin eða vinkonu sem gæti hálfpartinn bætt upp þessa hlið sem vantar í ykkar samband? Ég veit að það yrði aldrei eins að pústa við vin eða vinkonu og fá knús miðað við það að gera það við og með makanum, en kannski það sé besta eða eina lausnin til að ná jafnvægi.

gangnam | 12. maí '15, kl: 00:02:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kannski. Ég veit það ekki, hvort ég sé til í að hleypa nokkurri þannig inn í viðkvæmustu undir og sár. Ég a samt alveg tvær vinkonur sem ég get einhvern tíman fjasað með og hlegið að þessum drumbsskap í bóndanum :) Þær myndu ekki skilja þetta tiltekna mál þar sem þær eru ekki í þessarri iþrótt og lífsstíl Gæti farið til sálfræðingsins frá því í gamla daga, en boy o boy að borga 1ö þús fyrir það að segja hvað maðurinn minn sé freðinn þegar ég er tapsár :) Það er nú orðið frekar léttvægt og asnalegt tilefni.

------------------------------------
Njótum lífsins.

Kaffibætir | 13. maí '15, kl: 16:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skil þig mjög vel.
Sjálf er ég mjög tapsá í minni íþrótt. Minn fór gjörsamlega í kleinu þegar á bjátaði hjá mér, klappaði mér jú svo svipað og hundinum og fór svo bara að vinna.

Dæmi: Ég fór að versla í matainn og gleymdi gemsanum. Þegar ég kem heim er hann saltvonur og skammar mig eins og hund fyrir að gleyma símanum. Ástæðan jú pabbi minn dó.... og hann ætlaði virkilega að tilkynna mér andlátið í Bónus. Hann er samt mjög ástríkur og frábær á svo margan hátt. Í dag hlæ ég af þessu viðbrögðum.

Fórum til sála útaf þessum tjáskiptarvanda og maður lifandi hvað ég sé eftir að hafa ekki drifið það í gegn fyrr. Það hreinlega opnuðust nýjir heimar fyrir okkur, ekki síst fyrir hann. Skortir hreinlega lýsingarorð hvað ég blessa sálann og breytinguna hjá okkur.

fálkaorðan | 11. maí '15, kl: 23:46:38 | Svara | Er.is | 3

Hvað gerist ef þú segir.


"Herra gangnam nú líður mér illa og mig vantar knús og fá að tala aðeins um það."

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

gangnam | 11. maí '15, kl: 23:56:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann knúsar mig og hlustar.býst ég við. En ég fór til hans áðan og sagði í rólegheitum eitthvað frá þessu. Hann sagði "en þú varst ekki svona í gær". Ég sagðist bara vera búin að melta þetta lengur... En ég má alveg tala og tala, hann er ósköp góður og leyfir mér að tala og tala. Ég má líka tala og tala við hitabrúsann frammi, en einhvern veginn hættir maður þegar hvorugur svarar neinu, og hvorugur eltir mann þegar maður fer fram að sofa (já við sofum í sitt hvoru rúmi, eigum annars við svefnvandamál að etja). Ég held hann bara kunni þetta ekki, sé ráðalaus, og hugmyndalaus, um það hvað sé hægt að segja. Ég held að einhver tár og vanlíðan bara frysti á honum heilann. Hann er skýr og ráðagóður dagsdaglega, en algerlega lost, týndur í sjónum, þegar eitthvað tillfinninga eitthvað kemur.

------------------------------------
Njótum lífsins.

gangnam | 12. maí '15, kl: 00:05:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Æi jæja, best að hætta þessu rausi :) Þið elskurnar hafið komið því til leiðar að ég er farin að hlæja að þessum freðhaus í stað þess að skæla í frústrasjón :) Kærar þakkir fyrir það, þið hafið unnið góðverk dagsins og ég vona að þið fáið flosmjúkan kodda að sitja á í himnaríki þegar þar að kemur (já þið ráðið hvort þið trúið því :) takk takk :)

------------------------------------
Njótum lífsins.

hullabaloo | 12. maí '15, kl: 02:24:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ, veistu, ég er pínu eins og maðurinn þinn. Stundum finnst mér ég bara ekki hafa neitt að segja sem leysir vandamálið fyrir þann sem er dapur og þá veit ég ekkert hvað ég á að segja eða gera og verð bara tilfinningalega fötluð og klaufaleg og vandræðaleg fyrir allan peninginn. Ekkert mál að leysa vandamál sem hafa lausn en eiginlega óskiljanlegt fyrir mér að vilja ræða í þaula eitthvað "sem er ekkert um að segja". Ég get aftur á móti alveg faðmað og faðmað og gefið öll þau knús sem þarf þangað til sá sem er sorry fær sjálfstraustið aftur svo lengi sem ég þarf ekki að segja neitt meira en "svona, svona". Kannski er maðurinn þinn eins og ég. Kannski getur hann gefið orðalaus knús og hjálpað þér þannig en kann ekki að tala um það "sem leiðir ekki til neins". Kannski getur hann betur hjálpað þér ef þú lætur hann vita að hann þurfi ekki að segja neitt?

orkustöng | 12. maí '15, kl: 10:39:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

segðu honum að hann verði að koma í allskonar keppnir við þig og leyfa þér að vinna sig

presto | 12. maí '15, kl: 12:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sko það er svo margt sem má ekki segja að stundum er betra að þegja, hann má ekki vera of jákvæður- gengur betur næst, þú gerðir þitt besta, flott hjá þér að drífa þig, þú kláraðir þrátt fyrir erfiðleikana, þú ert á réttri leið (þ.e.a.s ef þú ert mega neikvæð)
Svo má ekki vera of neikvæður- það rakkar þig niður (asnaleg íþrótt, ömurlegar græjur, fokkings bilun, hættu bara að keppa....)

Þönderkats | 13. maí '15, kl: 17:31:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér hefði fundist þetta jákvæða bara fullkomið. Hef aldrei heyrt að ekki megi vera of jákvæður.

presto | 14. maí '15, kl: 19:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í þínum þunglyndisköstum eða alltaf?

Þönderkats | 15. maí '15, kl: 19:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara alltaf held ég, alltaf gott að fá hughreystingu og pepp finnst mér.

presto | 16. maí '15, kl: 15:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sumir upplifa það sem skilningsleysi/skort á samúð ef hinir deila ekki svartsýni þeirra/virðast gera lítið úr vandamálum sem þeim finnast óyfirstíganleg.

Þönderkats | 16. maí '15, kl: 15:50:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okei, ég kannast allavega ekki við þetta viðhorf í kringlum mig. Mér finnst hughreysting og pepp ekki eiga mikið sameiginlegt með því að gera lítið úr vandamálum.

presto | 16. maí '15, kl: 15:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

gangnam | 16. maí '15, kl: 01:45:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hefði ekkert tekið illa á smá hvatningu. Eða þó það væri bara sagt jæja, þetta hentar þér ekki, hvað með aðrar leiðir til að finna einhverja endurgjöf á að þú sért að ná árangri í íþróttinni? Líka bara að segja að já þetta sé auðvitað svaðalega svekkjandi en svona er nú lífið. Æi þetta tilfinningamál hjá mér stóð nú bara eitt kvöld og er löngu búið. Eftir stendur að það er aðeins leitt að vita að ég sé bara ein í heiminum ef ég er leið, þannig séð, engan til að tala við um það sem eru svona mjög persónuleg mál eða sérhæfð vandamál eins og þetta íþróttamál. Ég er ekkert viss um að allar eigi þannig trúnaðarvinkonur að geta farið skælandi til þeirra út af einhverju sem er stórmál fyrir mér en auðvitað ekkert stórmál í raun. Það væri bara indælt að geta fengið einhverja útrás við að ræða við einhvern þegar það vefst eitthvað svona inni í mér í staðinn fyrir að skæla mig grátbólgna ein og yfirgefin.

------------------------------------
Njótum lífsins.

presto | 16. maí '15, kl: 15:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinur í faginu? 

miramis | 12. maí '15, kl: 19:24:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu rætt þetta við hann? Þ.e. ekki þegar þú ert akkúrat í þessum aðstæðum að vera leið, heldur þegar þú ert í betra jafnvægi? Semsagt virkilega rætt það við hann hvernig þú upplifir þessi viðbrögð hans og hvaða viðbrögðum þú ert að leitast eftir?

gangnam | 16. maí '15, kl: 01:47:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei kannski ekki nema þegar ég er í þeim aðstæðum að vera leið, ég man það ekki, kannski samt. Kannski ég gæti prófað aftur þó ég sé ekki bjartsýn á það.

------------------------------------
Njótum lífsins.

presto | 12. maí '15, kl: 12:51:07 | Svara | Er.is | 1

Flott hjá þér að drífa þig aftur í keppni! Það er áfangi útaf fyrir sig! Ekki svekkja þig meira á því!
Hann veit etv. Ekki hvort hann má vera jákvæður eða neikvæður? Æfðu ykkur í góðum samræðum þegar tilfinningarnar eru í betra jafnvægi. Segðu honum líka hreint út þegar þú vilt samúðarknús.

nefnilega | 12. maí '15, kl: 13:02:13 | Svara | Er.is | 0

Fólk les ekki hugsanir. Segðu honum hvernig stuðning þú vilt þegar þér líður illa. Hvort sem það er knús, að hann gráti með þér eða hvetji þig áfram með orðum.

GuardianAngel | 12. maí '15, kl: 13:11:18 | Svara | Er.is | 2

Maðurinn minn er fullkominn i að hugga og peppa mig upp. Virðist alltaf vita hvenær hann "á" að þegja og knúsa mig og hvenær hann á að segja eitthvað uppbyggjandi og lang oftast finnur hann alltaf réttu orðin. Eg þarf stundum ekki einu sinni að segja að eitthvað se að þvi hann bara veit það. Merkilegt nokk. En svo kem eg og verð eins og hálfviti ef honum liður illa, veit aldrei hvað eg á að segja eða gera og kem oft út veit eg eins og mer se alveg sama sem er EKKI raunin. Eg þarf að fá að vita HVAÐ eg á að gera/segja þvi eg bara hef ekki þennann hæfileika sem hann hefur. Ligg stundum hja honum og knúsann og er að hugsa "vá segðu eitthvað kona segðu eitthvað!" og það hefur komið fyrir að eg segi eitthvað en þá hljóma eg eins og eg se að skamma hann og stundum þa þegi eg bara og hlusta. Sem er glatað þvi eg vil ekkert meira en að segja og gera allt rétt. En á alveg min goðu moment sem betur fer. En eg reyni allavega :/ kannski þarftu baea að segja honum hvað það er sem þu vilt fra honum a svona timum. efast um að honum se alveg sama.

-----------------------------------------------------------------
Skilaboðin mín eru í rugli, ef þú sendir mér skiló láttu mig þá vita á spjallborðinu, þarf að leita þau sérstaklega uppi.

gangnam | 16. maí '15, kl: 01:51:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já honum er ekki sama. En sagði einmitt höstuglega "HVAÐ er NÚ að" og ég sagði gratbólgin æiii ekkert..... og þá var það útrætt. Prófaði svo nokkru seinna að segja nokkuð róleg hvað væri að og þá kom hræðslulega augnaráðið og þögnin *bros+. Æ takk fyrir þetta verndarengill, skýrir hlutina svolítið fyrir mér :)

------------------------------------
Njótum lífsins.

ÓRÍ73 | 12. maí '15, kl: 17:31:13 | Svara | Er.is | 1

Af minni reynslu er ekki bests lausnin að :reyna að sætta sig við þetta.Heldur fara i sambandsraðgjof og ræða hlutina þar,mikið auðveldara

strákamamma | 12. maí '15, kl: 20:06:19 | Svara | Er.is | 0

getur verið að honum finnst hann máttlaus vegna þess að honum finnst hann eiga að laga vandamálið...í stað þess að vera bara til staðar fyrir þig?    stundum þarf maður bara klapp á bakið en ekki allskonar lausnatillögur

strákamamman;)

úlfsa | 13. maí '15, kl: 17:01:48 | Svara | Er.is | 0

Æ, þetta er leiðinlegt. Maðurinn minn þagar líka þegar ég vil ræða um ákv. hluti t.d. hvernig tengdamamma hagar sér t.d. þegar hún gaf bara stráknum jólagjöf en ekki stelpunni. Stelpunni sárnaði en maðurinn minn sagði ekki orð þegar ég vildi ræða þetta við hann. Sumt bara ræðir maður ekki lengur ef maður fær svona framkomu. Maður verður bara að sætta sig við visa hluti sem maður getur ekki breytt. Endilega ekki gefa keppnina upp á bátinn. Stundum vill maður bara ræða eitthvað og það þarf ekki að felast í því nein lausn, bara að ræða það en sumir karlar skilja það ekki.

randomnafn | 14. maí '15, kl: 02:52:44 | Svara | Er.is | 1

Myndi tala við manninn þinn um þetta og jafnvel spyrja hvort hann sé tilbúinn til að breyta þessu og leita sér stuðnings í þeim málefnum (mundi gæta að orðalagi "að leita sér hjálpar" gæti hljómað í hans eyrum sem hann ætti við geðræn vandamál að stríða.

Ef þú getur rætt þetta við vinkonu eða annan náinn væri það frábært.
Svo þegar þú hefur yfirstigið þetta eða komist yfir erfiðasta hlutann á þessu (búin að jafna þig) talaðu þá við hann á stóískum nótum og talaðu bara um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru og sjáðu hvaða viðbrögð þú færð.

Skil þetta mjög vel að þetta sé óþægilegt en myndi eiga bara blákalt og hreinskilið samtal sem inniheldur ekki ásakanir eða tilfinngahita heldur bara "taka út stöðuna".

gangnam | 16. maí '15, kl: 01:53:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða eins og ég ætti við geðræn vandamál að stríða *bros*. Æi þetta er kannski ekki svo stórkostlegt vandamál. Og þó. Kannski. Ég hugsa þetta ráð ;)

------------------------------------
Njótum lífsins.

joeiaf | 16. maí '15, kl: 01:55:06 | Svara | Er.is | 0

https://www.youtube.com/watch?v=q9xNhcvZ6UI

gangnam | 16. maí '15, kl: 01:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En sætt :) Á þetta að vera í orðastað bónda míns, eða var þetta sett óvart inn á ranga umræðu? :

------------------------------------
Njótum lífsins.

joeiaf | 16. maí '15, kl: 02:00:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Röng umræða en þetta er samt gott lag.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Síða 10 af 47861 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Bland.is, annarut123, Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien