Mæli þið með einhverjum lækni?

bm890 | 10. ágú. '16, kl: 19:37:48 | 133 | Svara | Þungun | 0

Hæ hæ,

Mig langar aðeinst að forvitnast þar sem ég og kærastinn minn (bæði 25 ára) erum búin að vera að reyna að eignast barn í 2 og hálft ár.
Við erum búin að fara á Art og athuga með okkur bæði, ég fór í allskonar frekari skoðanir en það kom gott út hjá okkur báðum.
En þau á Art fannst glasafrjóvgun það besta í stöðunni hjá okkur en ég var ekki tilbúin í það strax og langaði að reyna sjálf aðeins lengur og núna hálfu ári seinna og ekkert gerist er ég orðin mjög þreytt á þessu og langar að tala við einhvern lækni sem mögulega getur hjálpað okkur eitthvað meira áður en við skoðum glasafrjóvgun en ég hef aldrei farið á nein frjósemislyf eða neitt svoleiðs og ég veit ekki til hvaða lækni ég á að fara til? Mæli þið með einhverjum lækni? trixum? hvað sem er, er vel þegið.

Fyrirfram þakkir.

 

Mukarukaka | 10. ágú. '16, kl: 20:19:23 | Svara | Þungun | 0

Ertu að mæla alveg egglosið og kemur það alveg á réttum tíma? Ef ekki þá mæli ég með að prófa Femar eða Pergotime og það eru bara venjulegir kvensjúkdómalæknar sem gefa það út. 

_________________________________________

bm890 | 10. ágú. '16, kl: 22:11:27 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir svarið. En hef ekki verið að mæla egglosið

Mukarukaka | 10. ágú. '16, kl: 22:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég mæli með því að þú farir að mæla egglosið, reikna út tíðahringinn og egglos kemur 14 dögum FYRIR blæðingar, s.s ef þú ert t.d með reglulegan 30 daga hring, þá er egglosið sirka á 16. degi. Hægt að fá egglosstrimla ódýrt á netinu, einnig mæla margar með að nota preseed sleipiefni en það getur hjálpað sundköppunum að komast sína leið. Gangi ykkur vel :)

_________________________________________

bm890 | 10. ágú. '16, kl: 22:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég ætla prufa það takk kærlega fyrir að svara :)

secret101 | 11. ágú. '16, kl: 18:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Ég mæli klárlega með Ólafi Hákonarsyni í lækningu. Ef ég væri þú að eftir 2 1/2 ár að þá væri fínt að prufa frjósemislyf. Við reyndum í rúm 4 ár og ART búin að segja okkur að það væru sáralitlar líkur á því að við gætum þetta sjálf.
Ég tók endalausa frjósemislyfjakúra en þann hring sem þetta gekk loksins að þá hafði ég drukkið frjósemiste frá jurtaapótekinu. Tekið inn royal jelly ásamt evening primrose oil frá 1 degi tíðahrings fram að egglosi og keypti pree seed sæðisvænt sleipiefni frá frjósemi.is og eftir öll þessi ár gekk þetta loks upp og er ég gengin rúmar 12 vikur í dag.
Ekki missa móðinn og ef þú vilt spurja mig að einhverju meira að þá sendiru mér bara línu :)
p.s. þetta hljómar allt yfirþyrmandi en ég hugsaði með mér að ég vildi prufa allt áður en ég færi í glasa.

bm890 | 12. ágú. '16, kl: 01:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Frábært að heyra innilega til hamingju og takk kærlega fyrir svarið viljum einmitt líka prufa allt áður en ég fer í glasa :)

secret101 | 13. ágú. '16, kl: 16:05:24 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Gangi ykkur alveg ótrúlega vel :D

everything is doable | 14. ágú. '16, kl: 16:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Ég er bara orðin forvitin hvaða frjósemis te er þetta?

TazmanianDevil | 15. ágú. '16, kl: 14:26:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Hvernig te var það ? 

secret101 | 15. ágú. '16, kl: 19:20:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

http://jurtaapotek.is/verslun/te-blondur/freyja-70-gr

Heitir Freyja og fæst í jurtaapótekinu

TazmanianDevil | 16. ágú. '16, kl: 08:42:59 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Takk fyrir svarið, fer í verslunarferð :) 

everything is doable | 11. ágú. '16, kl: 17:25:59 | Svara | Þungun | 0

Ég myndi mæla með Ólafi í lækningu ég var hjá honum áður en við fórum á IVF, erum einmitt búin að reyna jafn lengi og þú og erum á leið í glasa en ég efa að ég væri tilbúin í það ef ég hefði ekki tekið rúmt ár á frjósemislyfjum =) 
Egglosprófin eru annars rosalega góð og ég myndi klárlega prófa þau ef þú hefur ekki nú þegar gert það. 
Gangi ykkur vel!

bm890 | 12. ágú. '16, kl: 01:04:23 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já núna ætla ég að prufa allt. Takk kærlega fyrir svarið og gangi þér vel :)

kimo9 | 12. ágú. '16, kl: 15:23:03 | Svara | Þungun | 1

Arnar Haukson í kringlunni er einn sá færasti og yndislegasti ! Honum að þakka að ég á mitt yndislega kríli í dag án þess að þurfa að fara í glasa eða tækni :D Hann kenndi mér einmitt að mæta egglosið og setti mig svo á pergotime. Svo prufaði ég Royal jelly og preeseed sleipoefni og varð ófrísk í fyrsta hring eftir að ég byrjaði á því.

bm890 | 14. ágú. '16, kl: 16:50:28 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk fyrir :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
vefjagigt/gigt og meðganga mialitla82 26.9.2016 27.9.2016 | 06:23
LISTINN 26. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 26.9.2016
Hópur? sykurbjalla 20.9.2016 25.9.2016 | 00:39
LISTINN 24. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 24.9.2016
PCOS SnoFlake 15.9.2016 23.9.2016 | 00:03
Femar enn ekkert egglos... thorabj89 26.8.2016 21.9.2016 | 21:25
LISTINN 11. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 11.9.2016 21.9.2016 | 13:10
LISTINN 21. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 21.9.2016
hvað ætli sé málið? eb84 20.9.2016
LISTINN 20. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Unicornthis 20.9.2016 20.9.2016 | 21:41
Skammtastærðir á Pergotime fjaly 19.9.2016 19.9.2016 | 23:26
LISTINN 19. september ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 19.9.2016 19.9.2016 | 10:27
2 vikna biðin.... kzsm 3.9.2016 16.9.2016 | 09:40
2x jákvæð egglospróf? valinsnera 25.2.2015 15.9.2016 | 15:25
Royal Jelly Verka 15.9.2016 15.9.2016 | 15:20
skemmtilegt frjósemisapp einkadóttir 13.9.2016 15.9.2016 | 09:06
þungunar og egglosatest til sölu. skvisa93 11.9.2016 11.9.2016 | 16:45
Glasafrjóvgun - 2016 niconico 6.9.2016 11.9.2016 | 16:12
5 dagar framyfir blæðingar Jolablom 7.9.2016 11.9.2016 | 16:11
LISTINN 9. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 9.9.2016 9.9.2016 | 13:40
Jákvætt egglospróf ?? Jezebel 28.8.2016 9.9.2016 | 12:04
LISTINN 7. september ***FRJÓSEMISDUFT*** UPPFÆRT. Grasker00 7.9.2016 8.9.2016 | 19:43
LISTINN 7. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 7.9.2016
Egglosstrimlar í Clearblue egglospróf FoxyBrown 6.9.2016 6.9.2016 | 20:08
Art Medica vs. IVF klíníkin Noro 6.9.2016
IVF klinikin smá hjálp ág16 4.9.2016 5.9.2016 | 22:17
LISTINN 4. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 4.9.2016
LISTINN 2. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 2.9.2016 4.9.2016 | 16:03
Ófrjósemissnapparar einkadóttir 3.9.2016
Clearblue digital, exacto þungunarpróf ofl. til sölu. ledom 24.8.2016 2.9.2016 | 11:02
LISTINN 1. september ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 1.9.2016
Held ég sé með jákvætt egglospróf? Unicornthis 31.8.2016 31.8.2016 | 20:45
LISTINN 31. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 31.8.2016 31.8.2016 | 14:08
LISTINN 30. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** Grasker00 30.8.2016
er hægt að gera það of oft? sigga85 9.8.2016 29.8.2016 | 08:44
Engin örvun fyrir glasameðferð... Lynghreidrid 17.8.2016 29.8.2016 | 08:39
LISTINN 27. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 27.8.2016
LISTINN 24. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 24.8.2016 26.8.2016 | 18:09
Of sein samt ekki jákvætt? Glas1994 24.8.2016 25.8.2016 | 22:40
Ný hérna, egglos-spurning! Ritzkex12 23.8.2016 25.8.2016 | 13:20
Egglos, engin rósa eftir Femar HelgaS13 15.8.2016 25.8.2016 | 11:45
Neikv óléttupróf 23 dögum eftir egglos groska 22.8.2016 25.8.2016 | 11:44
Egglospróf til sölu ? Jezebel 24.8.2016
forvitin batman12 24.8.2016 24.8.2016 | 17:15
LISTINN (NÝR) 19. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 19.8.2016 22.8.2016 | 12:33
LISTINN (NÝR) 21. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 21.8.2016 22.8.2016 | 11:50
ljósbrún útferð - egglos sigga85 17.8.2016
LISTINN (NÝR) 12. ágúst ***FRJÓSEMISDUFT*** spij 12.8.2016 17.8.2016 | 11:33
Mæli þið með einhverjum lækni? bm890 10.8.2016 16.8.2016 | 08:42
Eggjagjöf EvaKaren 15.8.2016 15.8.2016 | 20:24
Síða 6 af 4803 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Bland.is