Magabolir í Háteigsskóla

Petrís | 25. sep. '15, kl: 17:30:28 | 1348 | Svara | Er.is | 0

Ég er ekki hrifin af magabolum á unglingsstelpum en erum við ekki komin á hálan ís þegar kennarar og skólastjórar fara að ákveða hvað sé viðeigandi fatnaður og unglingsstelpur ásakaðar fyrir að "trufla" aðra nemendur þ.e.a.s. stráka kynferðislega með klæðnaði sínum.


http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/25/thetta_eru_bara_fot_2/

 

GoGoYubari | 25. sep. '15, kl: 18:07:50 | Svara | Er.is | 6

stelpurnar eru væntanlega að trufla strákana eða hvað? af hverju fer aldrei nein umræða fram um það að ef strákum (tja eða kennurum eða bara einhverjum) finnst magabolir truflandi þá verði þeir bara gjörasvovel að hemja sig?

hef lesið böns af greinum um svonalagað í öðrum löndum og klæðabann af ýmsu tagi virðist vera að færast í aukana sem mér finnst ömurleg þróun, það er farið að banna ótrúlegustu hluti og stelpur skammaðar og reknar heim af minnstu ástæðu, jafnvel þó þær fari eftir reglunum! mér finsnt frekar glatað að þetta sé að gerast hérna á íslandi þar sem ekki eru skólabúningar og hafa aldrei verið neinar sérstakar reglur um klæðaburð svo ég viti um amk.... eina sem mér dettur í hug að mig minnir að það hafi verið bannað að hafa húfu í tíma, ég veit svosem ekki af hverju

þessi umræða lyktar alltaf af sexisma þar sem stelpurnar eru gerðar af einhverju vandamáli og frelsi þeirra skert en enginn minnist á hversu óviðeigandi það er að vera að hlutgera ungar stelpur, hvort sem það eru kennarar eða samnemendur

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:16:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst samt allt í lagi að hafa svona aðhald utan um krakka.
Sama gildi líka um strákana þeir séu ekkert að sýna heldur.

En það á enginn síðan að skipta sér af því hvað lögráða fólk gerir.

Petrís | 26. sep. '15, kl: 11:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já aðhald er nauðsynlegt en af hálfu foreldranna, það er ekki skólastjóra eða kennara að sjá kynferðislegan flöt á fatnaði barna.

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:08:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

magabolir og kynferðisumræðan finnst mér skrýtin reyndar.
En fleygin börn finnst mér allt í lagi að draga úr ef að tilgangur þeirra er að fá kynferðislega athygli mjög ung...

LadyGaGa | 26. sep. '15, kl: 14:40:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ekki sjást í maga?

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Finnst magi kannski fulllangt gengið að það sé bannað.
En eins og þegar börn (krakkar vel undir 18 ára; 11-15 ára í þessu tilfelli) fara kannski í flegið til að fá kynferðislega athygli finnst mér allt í lagi að reyna amk hafa áhrif á fatavalið.

Aðalpointið mitt var þó við erum ekki að tala um fullorðna einstaklinga.
Mér finnst fullorðnir einstaklingar eigi að fá að gera hvað sem þeir vilja hvenær sem þeir vilja meðan það skarast ekki á við hagsmuni annara.

Grjona | 1. okt. '15, kl: 06:48:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þegar einhver er farinn að veita 11 ára barni kynferðislega athygli þarf sá hinn sami að skoða sinn gang. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

randomnafn | 2. okt. '15, kl: 04:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Fer eftir því hvað þú meinar.
Að laðast kynferðislega að barni er bara viðbjósðlegt punktur.
En það eitt og sér að veita kynferðislegri hegðun athygli án þess að hún kveiki í þér eða þú sért meðvitað að reyna að taka eftir slíku er ekki siðlaust.
Börn byrja að hegða sér kynferðislega fyrir 18 ára aldurinn hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Stundum mun fyrr.
Þó þetta sé óskemmtileg tilhugsun börn og kynferði.

Þess vegna er Sigga Dögg o.fl. að fara í 7. bekk til að fræða en ekki 10. bekk eða 1. bekk í menntaskóla.

Grjona | 2. okt. '15, kl: 06:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fer reyndar í menntaskóla líka.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

randomnafn | 8. okt. '15, kl: 19:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já algjörlega.
Pointið mitt var þá að fólk byrjar fyrst að hugsa um og pæla í kynlífi sem börn (niður í 11 ára) og fljótlega þróa með sér kynhvöt.

Grjona | 8. okt. '15, kl: 21:35:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú fullyrtir reyndar að Sigga Dögg færi ekki í menntaskóla með fræðsluna sína, ég var bara að leiðrétta það. 


Og ég stend við það sem ég sagði, það er eitthvað mikið að fullorðnu fólki (og hálffullorðnu) ef það lítur á 11 ára börn sem kynverur. Það hvort þau sjálf finni (ekki þrói með sér) kynhvöt á þeim tíma kemur málinu ekki við.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

strákamamma | 9. okt. '15, kl: 15:09:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en ef maður er sjálfur bara 11 ára....eða 12 ára...

strákamamman;)

Grjona | 9. okt. '15, kl: 22:09:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu að spyrja í alvöru?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

raudmagi | 25. sep. '15, kl: 18:10:17 | Svara | Er.is | 2

Jú mér finnst þetta vera komið út á mjög hálann ís. Margir strangtrúaðir kristnir söfnuðir fara t.d. fram á það að konur séu ekki í pylsi fyrir ofan hné ( eða jafnvel ökla) til þess að karmennirnir í söfnuðinum geti einbett sé að tilbeðslunni. Mér finnst það ekki vera á ábyrgð stelpnanna hvort að strákarnir láti eitthvað í umhverfinu trufla sig. Ég er ekki hrifin af magabolum en mér finnst þetta allt of mikið!!!

raudmagi | 25. sep. '15, kl: 18:11:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þó svo það sjáist aðeins í magann þá sé ég ekkert að því.

Brindisi | 25. sep. '15, kl: 18:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

síðan hvenær var líka magi eitthvað kynferðislegur, tja eða hné nema auðvitað að einhver sé með þannig blæti en það er þá þeirra vandamál

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:11:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sömuleiðis en skilst á einhverjum sem sagði að þetta hafi verið meira en smá og eins frekar opin í hálsi svo þegar það er beikt sig fram sást frá hálsmáli og niður að maga..en veit ekki hvort það sé satt..en annars já magabolir almennt sé ekkert að þeim 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:18:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru samt krakkar og mér er sama hvort strákur eða stelpa sé að bera sig að einhverju leyti allt í lagi að hafa smá aðhald í kringum það.
Þau eru ekki lögráða.

Það er enginn að banna þeim að gera neitt saman eða slíkt það mun enginn koma í veg fyrir það en óþarfi í skólanum.

Skil samt alveg mótmælin segji það ekki að þau séu ekki sátt en þau eru börn.

þreytta | 26. sep. '15, kl: 14:08:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hvað með bera handleggi? Bera kálfa? 
Hvar eigum við að draga mörkin?
Verðum við ekki að treyst foreldrum til að ala upp börnin og þá raða þannig upp stofunni að strákarnir séu ekki að truflast af beru holdi stelpnanna. 

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

magabolir líklega ok en fleygið og minipils finnst mér neikvætt þar sem það er held ég mjög oft notað til að kynferðislega athygli (erum ekki að tala um lögráða einstaklinga sem mega gera nokkurn veginn hvað sem er).
Ber magi hendur og kálfar er nú ekkert issue.

Ekki alveg sammála frístundagellunni í íslandi í dag að kynfærinn væri eina sem ætti ekk að vera bert (aftur þetta eru börn sem eru kannski í fleygnu, g-streng, minipillsi osfrv yfirleitt ekki af því þeim finnist fötin þægileg eða töff).

randomnafn | 14. okt. '15, kl: 01:18:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei fullyrti það ekki en gleymdi reyndar einu orði, átti auðvitað að vera:

"Þess vegna er Sigga Dögg o.fl. að fara í 7. bekk til að fræða en ekki BARA 10. bekk eða 1. bekk í menntaskóla.".
Pointið var að unlingar hugsa kynferðislega flestir byrja að sofa hjá 15-17 ára; sumir fyrr.

Það var svarið mitt við við "Þegar einhver er farinn að veita 11 ára barni kynferðislega athygli" er að það er ekki eðlilegt að laðast kynferðislega að barni en það eitt og sér að taka eftir kynferðislegri hegðun barns eða unglings er ekki óeðliegt.
Nema náttúrulega þú tengjir allt eða flest sem barnið gerir við eitthvað kynferðislegt.

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:09:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já en þetta eru samt börn sem eru að byrja kynferðislega hegðun mjög ung (magabolir eru ekki kynferðisleg hegðun en er meira að tala um flegið og minipils ofl sem er náttúrulega ekki í þessu tilfelli en tengt þessari umræðu "eigum við að leyfa börnum að klæðast bókstaflega hverju sem er?"...

T.M.O | 14. okt. '15, kl: 01:22:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

minipilsi? sér maður mikið af stelpum í pilsum sem eru styttri en stuttbuxur? 

randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:10:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.
Pointið var bara magabolir væri ekki beint klæðnasður ætlaður til að fá kynferðislega athygli en flegið og minipils og annað sem sýnir meira skin en flest föt myndu flokkast sem svoleiðis.

Grjona | 14. okt. '15, kl: 08:20:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert stórundarlegur.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:10:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú?

Máni | 25. sep. '15, kl: 18:35:08 | Svara | Er.is | 14

Undanfarna daga hefur orðið áberandi, meðal unglinganna bæði stúlkna og drengja, krafan um að þeir eigi að fá að vera í svokölluðum magabolum.

Okkur fullorðna fólkinu þykir þetta ekki viðeigandi klæðnaður í skóla. Þá koma til álita kynferðislegar vísanir slíks klæðnaðar en þó kannski öllu heldur að ekki er hægt að athafna sig með góðu móti í skólaumhverfi án þess að viðkomandi beri sig við eðlilegar hreyfingar.

Ég vil vekja á þessu athygli og óska eftir viðbrögðum frá foreldrum, því að ekki vil ég á þessari stundu gefa yfirlýsingu um bann við slíkum klæðnaði án þess að umræða fari fram meðal foreldra og barna.


Ég fékk þetta frá skólastjóranum og er frekar brjáluð. Þarna eru fullorðnir karlmenn að skilgreina grunnskólabörn og klæðnað þeirra kynferðislega. Að slötsheima stelpur og gera klæðnað þeirra ábyrgan fyrir því að karlkyns nemendur og starfsmenn geti ekki hamið sig.

Petrís | 25. sep. '15, kl: 18:37:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já þetta bréf sló mig rosalega, greinilega þessi glennuleguunglingsstúlkurtælasaklausakarlmenn dæmið og ótrúlega ógeðslegt

fálkaorðan | 25. sep. '15, kl: 20:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

grrr

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

evitadogg | 25. sep. '15, kl: 21:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég trúi því vel, mér finnst þetta bréf fyrir neðan allar hellur!

piscine | 25. sep. '15, kl: 22:11:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig hreyfingar fara fram í þessum skóla? Ég gekk nú alveg í magabolum sem unglingur og man ekki til þess að þeir hafi neitt skoppað af mér í dagsins önn. 

ComputerSaysNo | 26. sep. '15, kl: 13:37:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannski sést upp á brjóst þegar krakkarnir halla sér fram á borðið hjá bekkjarfélaga?

þreytta | 26. sep. '15, kl: 14:10:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu þá að meina ef einhver horfir undir bolinn?

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:22:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru samt börn komin mörg á kynþroskann og farinn að horfa á hluti kynferislega (stelpur víst farnar að ganga í g-strengjum 14 ára o.fl.).
Rökin að einhverjir geti ekki hamið sig eru frekar kjánaleg.
En að grunnskólabörn að bera sig að litlu eða miklu leyti á að fara fram annar staðar en í skólanum.

Ef starfsmenn geta ekki hamið sig þýðir að þeir örvast kynferðislega við að sjá 13 ára stelpur í magabolum eiga þeir ekki að vinna með börnum.

Felis | 26. sep. '15, kl: 09:52:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þarna sjást kannski örfáir cm af magaholdi. Hvernig er það verra en berir handleggir eða sýnilegir ökklar?

Það er bara ekkert dónalegt við þennan klæðnað.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

randomnafn | 14. okt. '15, kl: 01:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er reyndar ekkert á móti því.
En staðhæfingin að börn eigi að klæða sig hvernig sem þau vilja og jafnvel hvar sem þau vilja gæti þurft endurskoðun og rúmlega það.

raudmagi | 26. sep. '15, kl: 12:03:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað kemur öðrum við hvernig nærbuxum stelpur ganga í. mín dóttir gekk í g-steng 14 ára og gerir enn af því að henni þykir þær þægilegri. ég geng í g-streng af sömu ástæðu og ég skil ekki að það komi neinum við.

randomnafn | 14. okt. '15, kl: 01:23:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er ekki viss um að allir klæði sig í það af þeirri ástæðu.
En ég hef ekki gert rannsókn (hvorki formlega né óformlega) þannig ég get hvorki mótmælt né samþykkt þessa staðhæfingu.

Veit samta að sumt kvenfólk á ýmsum aldri gerir það í öðrum tilgangi.

Grjona | 14. okt. '15, kl: 07:01:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu virkilega að reyna að halda því fram að 11 ára stelpur velji sér fatnað með eitthvað kynferðistengt í huga?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei.

Hvar sagði ég það?
Ég var að svara því áðan áðan "sá sem tengir eitthvað kynferðislegt við börn þarf að hugsa sinn gang"
ég sagði "ef þú laðast að börnum þá já ef þú tekur eftir kynferðislegri hegðun barna þá nei
(við vorum flest börn þegar við byrjuðum kynferðislegar vangaveltur og byrjuðum að þróa með okkur kynvhöt).
Það var ástæðan fyrir ég talaði um 11 ára.


Hugsa fæst 11 ára börn klæði sig með kynferðislega athygli í huga.
En unglingar gera það klárlega. Það gerðu mínir jafnaldrar í unglingadeild og virðast gera í dag.

Grjona | 26. sep. '15, kl: 12:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bera sig? Er fólk ekki minna klætt í sundi?

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. sep. '15, kl: 14:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég heyrði af sundkennara um daginn sem gat ekki hamið sig og var næstum búinn að fremja kynferðislega áreitni! Grey hann

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

raudmagi | 8. okt. '15, kl: 20:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

usss, var stelpan kannski í bikini?

randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:31:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú fólk er minna klætt í sundi og það af góðri ástæðu.
Bera sig var aðeins of ýkt orðalag.

En kjarninn er þessi:
Hvar viljum við draga mörkin hvernig börn (ekki fullorðnir) klæði sig?
Mér er skítsama um þessa magaboli (truflar mig ekki neitt að börn séu í því) en ég er ekki sammála því að þau eigi að fá að klæða sig bókstaflega hvernig sem þau vilja verandi bara börn þó takmörk séu nú fyrir bönnum.

Grjona | 26. sep. '15, kl: 12:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Oj bara :/

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

þreytta | 26. sep. '15, kl: 14:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er gapandi!

randomnafn | 1. okt. '15, kl: 05:14:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get verið sammála því.

Þætti samt annað væru þær í fleygnu, minipilsi eða sjáanlegum g-strengjum.
Mér finnst allt í lagi að hafa aðhald í kynferðislegri virkni "pre-teens" eða unglinga..


http://researchnews.osu.edu/archive/adoldel.htm

Felis | 25. sep. '15, kl: 19:57:47 | Svara | Er.is | 0

Það er bara ekkert óviðeigandi varðandi klæðnaðinn hjá þessum krökkum. Þau rökstyðja sitt mál líka vel og ég vona að foreldrarnir séu stoltir af þeim. Stórt hrós til drengjanna líka að taka þátt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 25. sep. '15, kl: 20:40:14 | Svara | Er.is | 0

ég hugsa að ég myndi setja línu sjálf sem foreldri að ekki mætti sjást í brjóstin/rassinn í skólanum. En annars eru þessir bolir ekker meira kynferðisörvandi en vel þröngir og oft hálf gegnsæir bolir. Þetta er bara tískan í dag og ég sé ekkert að því

Allegro | 25. sep. '15, kl: 21:14:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég var unglingur þótti flott að láta sjást í brjóstin. Það var bara tískan í þá daga.

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 10:12:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þá finnst mér að tískan sé farin aðeins of langt verð ég að segja.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 26. sep. '15, kl: 14:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvað finnst þér þá um ættbálka í hinum ýmsu löndum þar sem tískan er að vera bara í pilsi eða mittisskýlu?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 17:43:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æhh ég veit það ekki. Finnst ekkert að því þar, en þar er líka klámvæðing ekki í gangi heldur frekar bara venjulegt.
Vestræn tíska er oft kynferðisleg og þar finnst mér við vera komin út fyrir siðferðislegan ramma.

Ziha | 26. sep. '15, kl: 19:00:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held nefnilega að þetta sé allt í kollinum á fólki.. það er búið að kynferðistengja allt.... við erum lika orðin svo hrædd við misnotkun að það má ekkert gera lengur, karlmaður má t.d. ekki horfa á litla stelpur, þá er hann orðinn barnaperri.... stelpa má ekki ganga lítið klædd um, þá er hún orðin kynferðislega freistandi fyrir alla greyið strákana/karlana sem gætu verið að horfa eða komi til með að horfa!   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 19:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já svona eiginlega það sem ég var að reyna að koma út úr mér :)

Nói22 | 9. okt. '15, kl: 15:20:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það nú reyndar ekki í kollinum á fólki ef stelpa (12 ára kannski) er í magabol og kannski flegnu líka. Þetta er auðvitað kynferðislegur klæðnaður. 

Grjona | 9. okt. '15, kl: 22:15:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Svona í alvöru talað, hvað er að magabol sem m.a.s. mögulega nær niður að nafla? Og hvaða fatnaður er í lagi, má vera í stuttbuxum? Ermalausu? Hvítu? Svörtu? Gulu?... 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kaffinörd | 25. sep. '15, kl: 23:08:01 | Svara | Er.is | 1

Vá barasta mér finnst þetta ekki vera mál sem foreldrar eiga að skipta sér af og allra síst skólastjóri og kennarar. Sé ekkert óviðeigandi við þetta og fólk á að fá að vera eins það vill í friði fyrir öðrum.

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:23:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta eru samt ekki lögráða einstaklingar.
Rök skólans eru kjánaleg en það eru líka þó önnur og betri rök fyrir þessu.

raudmagi | 26. sep. '15, kl: 12:06:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei þau eru ekki lögráða en ég sé samt sem áður ekkert að þessum klæðnaði. að þau séu ekki lögráð kemur því ekkert við.

randomnafn | 8. okt. '15, kl: 19:48:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Staðhæfingin "Þau mega klæða sig eins og þau vilja, þau ráða því sjálf" kemur lögræði við.

Þau ræður ekki yfir sjálfum þér fyrir 18 ára aldurinn.
Svo eru takmörk fyrir boðum og bönnum annað mál.

Bara pointing I'm out að þetta sé þeirra mál og enginn eigi að skipta sér af þeim er pínu súrt.
Nema þú teljir barnið fullorðið um 12 ára...

raudmagi | 8. okt. '15, kl: 20:09:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru þá foreldrarnir sem setja einhverjar reglur um það hvernig barnið á að vera til fara en ekki skólinn. Og sérstaklega ekki á þeim forsendum að aðrir nemendur geti ekki einbeitt sér.

randomnafn | 14. okt. '15, kl: 01:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hömluleysis-rökin eru fáránleg.
En jú foreldarnir ættu að vera í þessu en skólinn er nú oft álitinn sem einksonar uppeldisstofnun (fyrst og fremst menntastofnun) þannig það er spurning hvar línan á að vera.

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrsta skipti ever sem ég plúsa þig.

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 23:11:33 | Svara | Er.is | 0

Æi mér finnst þetta vera stórt spurningamerki. Af hverju eru stelpurnar í magabolum? Þær voru það svo sannarlega ekki þegar ég var í skóla. Þannig að eitthvað hefur breyst. Og það sem hefur breyst að núna eru unglingsstelpur miklu klámvæddari en þær voru þegar ég var ung. Allt snýst núna um að vera sexí og sýna á sér líkamann. Krafa sem strákarnir þurfa ekki að uppfylla. Þeir geta verið í sínum hettupeysum áfram. En stelpurnar, nei þær þurfa að vera sexí.


Þess vegna er ég á móti þeirri þróun að það að þær séu klámvæddari sé einhvern veginn samþykkt. Að það sé ekki sagt "hey það þarf að gera eitthvað í þessu."

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 23:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það hefur alveg verið í tísk áður, ég man eftir þessu frá því ég var unglingur.

...................................................................

Allegro | 25. sep. '15, kl: 23:46:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já, þeir hafa sko verið í tísku áður og verða aftur. Þegar ég var unglingur var kvartað yfir brjóstaskoru, þegar mamma var ung voru það lærin og nú er það maginn sem dóttir mín sýnir of mikið af. Ótrúlegt að mín kynslóð sé að agnúast út í magaboli. Ekki gengum við í síðbuxum og rúllukragapeysum sjálf.

Tipzy | 25. sep. '15, kl: 23:49:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl!

...................................................................

Nói22 | 25. sep. '15, kl: 23:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á hvaða aldri ert þú? þegar ég var ung og unglingur voru stelpur ekkert að sýna mikið af líkamanum. Ég var í skóla í the 90's og þá voru stelpur í peysum. Oft hettupeysum. Levi's voru rosalega vinsælar buxur. 

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 00:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það voru stutt pils þegar ég var unglingur, það var in the 80's

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 00:05:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þá varla í skólanum.

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 00:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá var skólinn búinn í maí og byrjaði ekki fyrr en í september... reyndi ekki mikið á það

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 00:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist alveg hvað ég var að meina. Varstu í stuttu pilsi í skólanum?

T.M.O | 26. sep. '15, kl: 00:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var ekki stutt pils týpan, en eins og ég segi þá reyndi ekki á það vegna veðurs

hillapilla | 26. sep. '15, kl: 00:05:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Bert-á-milli er langt frá því að vera eitthvað nýtt fyrirbrigði. Það var mjög vinsælt á níunda áratugnum og þeim tíunda reyndar líka.

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 00:13:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki í skólanum. Ég var í skóla í the 90's og þar voru stelpur bara í peysum. Oft hettupeysum. 

hillapilla | 26. sep. '15, kl: 00:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jújú, alveg eins í skólanum. Auðvitað ekkert allir og auðvitað ekkert alltaf. En föt eins og flest þeirra eru í þessari frétt voru bara mjög venjuleg í skólanum.

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 00:16:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það var ekki svona mikið verið að sýna. Stelpurnar voru flestar bara í peysum. Þetta var tími marglitu peysanna og þá voru ekki stuttar. 

hillapilla | 26. sep. '15, kl: 00:18:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Marglitu peysurnar voru ekki allsráðandi, þaðan af síður í 20 ár. Magabolir voru vinsælir á bæði níunda og tíunda áratugnum þó að þú hafir ekki verið í svoleiðis.

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 16:45:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er að tala um í 20 ár? 'eg er að tala um í grunnskólanum á þeim aldri sem þessar stelpur eru. Á þeim aldri voru stelpur á mínum aldri í hettupeysum eða marglitum peysum. Þær voru ekki með bert á milli.

hillapilla | 26. sep. '15, kl: 19:39:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var að tala um það. Ég sagði að þetta væri ekki nýtt fyrirbrigði, hefði verið í tísku á bæði níunda og tíunda áratugnum. Það eru samtals tuttugu ár (þó þetta hafi ekki verið í tísku öll tuttugu árin). Þú sagðir nei, ég sagði jú, and so on.

ullarmold | 1. okt. '15, kl: 05:41:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrir 10 árum voru allar stelpur með bert á milli

Mammzzl | 26. sep. '15, kl: 11:27:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

ég er fædd 1982 - það var oft bert á milli í gangi hjá okkur. Suma daga mætti maður með bert á milli - næsta dag í hettupeysu og gallabuxum og þann næsta í stuttum kjól - eða pilsi yfir buxur jafnvel... Það var allskonar og sko alveg bert á milli...

Tipzy | 26. sep. '15, kl: 00:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man eftir minipilsum, sokkum sem náðu upp á læri, stuttum bolum osfrv. Er fædd 79.

...................................................................

Nói22 | 26. sep. '15, kl: 00:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá í skólanum?

Tipzy | 26. sep. '15, kl: 00:25:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já en þá sérstaklega magabolum og peysum við buxur á skólatíma, enda ekki beint veðrátta hérna fyrir minipilsin nema í stuttan tíma.  En allt þetta sást á diskótekum í skólunum. Að maður gleymi nú ekki tískunni að skera gat við rasskinnina svo það sjáist í hanat og það já sást alveg í skólanum. 

...................................................................

Ígibú | 26. sep. '15, kl: 12:47:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Og stuttum bolum við víðar íþróttabuxur. Og stutt pils við húðlitar sokkabuxur. Spice girls tískan fallega ;)

Svo komu náttúrlega mjaðmabuxurnar sterkar inn svolítið seinna og þá voru bolirnir ekkert síðari.

tennisolnbogi | 26. sep. '15, kl: 09:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er fædd 1986 og man reyndar bæði eftir tímabili hettupeysanna og magabolanna, meira að segja g-strengurinn upp úr tímabilinu líka. Allt á meðan ég var í grunnskóla (síðastnefnda þó bara alveg í restina, myndi segja að ofangreint væri í tímaröð).

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 18:31:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég og mínar vinkonur vorum oft í magabolum og oft stuttum pilsum, vorum í unglingadeild 1995-1998.

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er fædd '74 og magabolir voru í tísku þegar ég var unglinfur..minir að þessi peissa hafi verið frekar stutt þó það sjáist ekki hérna
https://scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/1979471_10152084524298742_1922982863_n.jpg?oh=be6f8928442f8410f2440410115e6b83&oe=568F8C4C
Annars var ég meira fyrir svona boli..var nú ekki orðinn nógu brjóstastór 16 ára til að það komi bjóstaskora en í dag er brjóstaskora þó ég sé í rúllukragabol (sem já voru líka í tísku haha
https://scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xft1/v/t1.0-9/10004036_10152084404323742_876182567_n.jpg?oh=27d4c15eb263f0f9f517c4189ad4301d&oe=5687EEA0

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:33:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

haldið ég hafi ekki fundið magabola mynd..minn er jafn stuttur og af systir minni sem er í græna og sést í magan á ;)
https://scontent-ams3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xfa1/v/t1.0-9/10356347_10152186431033742_5274072798113552352_n.jpg?oh=04293b52fc9167ade35a43ddaa834623&oe=56A044E8


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

evitadogg | 26. sep. '15, kl: 10:08:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

bull. Tískan í dag er mjög svipuð tískunni í kringum 2000 og hvernig hún var í byrjun 10. áratugarins. Magabolir eru ekkert ný uppfinning heldur tíska sem hefur gengið í hringi þó nokkrum sinnum. 

Pippí | 26. sep. '15, kl: 14:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nkl! Ég var 12 ára árið 2000 og mér finnst fötin sem þessir krakkar eru í í dag vera alveg eins og þau sem við vorum í. 
Við stelpurnar fengum einmitt að heyra að við ættum að hylja okkur því að við værum að trufla strákana, ég verð ennþá reið að hugsa út í það.

raudmagi | 8. okt. '15, kl: 20:19:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man einmitt eftir þessu þegar ég var að kenna í unglingadeild árin 2000-2001. Þá voru reyndar mjaðmabuxur og flottir g-strengir upp ur ;)  Man vel eftir þessair umræðu þá líka og hvað þetta hefði slæm áhrif á strákana. Er sömu skoðunar nú og þá að það eru strákarnir sem eiga að hafa hemil á sér hvernig sem stelpa er klædd og þá kemur því ekkert við hvort að mér finnist þetta viðeigandi klæðnaður. Í þessum sama sóla var svo einn kvenkyns kennari sem klæddi sig í magabol og mjaðmabuxur á skólatíma en það var víst allt í lagi af því að hún var fullorðin. Þessi sami kennari hafði hæðst í umræðunni um klæðaburð.

hillapilla | 8. okt. '15, kl: 22:16:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hæddist hún að stelpunum fyrir að klæða sig eins og hún gerði sjálf..?

raudmagi | 9. okt. '15, kl: 14:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, han hæddist ekki að stelpunum heldur fannst þetta ekki viðeigandi klæðnaður fyrir 15-16 ára stelpur og að það hefði áhrif á einbeitningu strákanna.

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:34:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

held að tískan kemur aftur á hverjum áratug ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Ígibú | 26. sep. '15, kl: 12:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og hjálpar að kenna stelpunum um að karlmennirnir í skólanum ráði sér ekki þegar þær koma með beran maga í skólann?

þreytta | 26. sep. '15, kl: 14:12:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Magabolið voru í tísku þegar ég var unglingur 1992-1994

randomnafn | 26. sep. '15, kl: 02:15:41 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst bull að vera að banna fólki að klæðast hinu eða þessu eða setja út á það.
En þetta eru þó krakkar.
Ekki sjálfráða fullorðnir einstaklingar.

Skil samt vel krakkana að mótmæla.
En að þetta trufli einhverja við námið efast ég um kynferðislegur klæðaburður 13 ára finnst mér samt eitthvað ósmekklegt (krakkar séu að sýna of mikið hold).

Finndist fáránlegt ef þetta væri í framhaldsskólum þar sem um það bil talsvert prósenta nemenda er sjálfráða (18-20 ára auk þess sem fullorðnara fólk sækir líka framhaldsnám).

þreytta | 26. sep. '15, kl: 14:16:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ekkert kynferðislegt við svona stutta boli

randomnafn | 14. okt. '15, kl: 01:29:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei akkúrat þessir bolir eru ekki kynferðislegir.

En ef að á að leyfa krökkum að klæðast fleygnu ofl finnst mér það dálítið mikið.
Efast um að það sé vegna þæginda sem þau gera það.

Raw1 | 26. sep. '15, kl: 10:33:20 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst þetta út í hött, að banna stelpum að klæða sig í magabolum, ég man þegar Spice Girls tímabilið var, þá voru nánast allar stelpurnar í magabolum og enginn sagði neitt.
Það að kenna stelpunum um að strákarnir geta ekki hamið sig í tíma er ekki í lagi.. Þetta er bara magi, eru ekki allir með maga?


http://illtalkyouwritethisdown.files.wordpress.com/2009/02/belly_shirt.jpg ég man eftir þegar stelpur voru að mæta svona í skólann í gamladaga.

veg | 26. sep. '15, kl: 12:19:38 | Svara | Er.is | 2

Slagur við unglinga um klæðaburð er nú eiginlega fyrirfram tapaður, og það ættu skólayfirvöld að vita.
Þar fyrir utan hef ég alltaf gaman af réttlætisdrama unglinga gegn ætluðu óréttlæti.

Funk_Shway | 26. sep. '15, kl: 12:24:14 | Svara | Er.is | 4

Það ætti líka að banna sund, hvorki stelpur né strákar geta einbeitt sér að því að synda vegna holdar hvers annars og drukkna bara, búið að vera vandamál frá því skólasund hófst.

Grjona | 26. sep. '15, kl: 12:55:36 | Svara | Er.is | 0

Þetta er fáránlegt og heimskulegt. Ef stelpurnar mega ekki klæða sig í magabol vegna þess að það trufli hitt kynið, þá er eitthvað mikið að - og ekki að stelpunum.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru vægast sagt skrýtin rök að þetta trufli einhverja.

ComputerSaysNo | 26. sep. '15, kl: 13:36:21 | Svara | Er.is | 0

En ef þetta væru fullorðnir einstaklingar, er þetta þá allt í lagi að vera í magabol ?
Samstarfsfólk þitt á skrifstofunni?
Starfsfólk á leikskólanum?
Eru magabolir gúdderaðir á 30 ára og eldri ?
Smá pælingar...

Felis | 26. sep. '15, kl: 13:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sé ekki vandamál við að fullorðið fólk klæði sig svona

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ert | 26. sep. '15, kl: 14:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það sem ég hef á móti magabolatískunni er að ef þú er 13 ára og 80 kg þá ertu hallærisleg ef þú ert í magabol. Magabolatískan er fyrir grannar stelpur - aðrar stelpur eru ógeðslegar ef þær láta sjást hvað þær eru ógeðslega feitar.

Fyrir mér er þessi tíska eitt af mörgum fyrirbærum sem styrkja fitufordóma.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Petrís | 26. sep. '15, kl: 14:25:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá feita unglingsstelpu, kannski 17-18 ára, í hópi með öðrum krökkum um daginn. Hún var í magabol og leggings, hvorug flíkin leyndi nokkru. Enginn horfði sérstaklega á hana né gerði grín að henni. Besta ráðið gegn fitufordómum er að klæðast því sem maður vill alveg sama þó ert eða einhverjum öðrum finnist flíkin vera "bara fyrir grannt fólk"

ert | 26. sep. '15, kl: 14:42:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er gott en því miður er ég ekki að sjá "feitar" stelpur í sama fatnaði og grönnu stelpurnar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

lalía | 2. okt. '15, kl: 06:00:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessar voru í breska X-factor um daginn, þessar tvær til hægri eru langt frá því að vera mjónur og eru með bert á milli. Fyrir framan alþjóð og meira til! Þetta sá maður aldrei síðast þegar magabolir voru í tísku svo eitthvað hlýtur að vera að breytast..


http://static.tellymix.co.uk/ts/800/450/www.tellymix.co.uk/files/2015/09/x-factor-2015-contestants-tx5-04.jpg

ert | 2. okt. '15, kl: 07:32:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lifi ekki í breskum X-factor

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Myken | 2. okt. '15, kl: 08:35:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyndar þekki ég margar sem voru unglingar seinast þegar þetta gekk yfir sem eru já 10 ár sirka og þær voru margar vel þétta svo já þetta er ekki alveg rétt ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Alpha❤ | 26. sep. '15, kl: 14:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég ætlaði akkurat að segja það sama. Ef grönn stelpa er í magabol er það flott og allt í lagi en ef þykk stelpa færi í svoleiðis væri það viðbjóður, augngotur og hún ætti að finna föt í stærð sem passar. 
Alveg eins og með þarna free the nipple. Flottar stelpur með ung stinn brjóst eru velkomnar en hinar eiga að halda sig við brjóstahaldara. Ykkur finnst það ekki en það er mjög algengt viðhorf. 

ert | 26. sep. '15, kl: 14:43:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammál þér með free the nipple.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 17:06:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kjánar sækja kjána heim.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 17:04:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er nú bara tilbúningur þinn.
Ef þú skoðar myndir frá free the nipple daginum sést strax að öll brjóst voru velkomin þar.

ert | 26. sep. '15, kl: 17:07:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sýndu mér c. 10 myndir af sködduðum brjóstum .

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 26. sep. '15, kl: 17:09:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þær mega vera af brjóstum þar sem eru mikil brunaör, eða önnur ör.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 17:12:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona er ekki hægt að svara.
Ég verð evil bitch í öllum kringumstæðum

ert | 26. sep. '15, kl: 17:13:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú svaraðir samt. *confused*

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 17:15:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki spurnigunni fíflið þitt.
Þú veist muninn á svari og commenti?

ert | 26. sep. '15, kl: 17:15:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var engin spurning. *still confused*

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Klingon | 26. sep. '15, kl: 17:17:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja góða
have it your way

Alpha❤ | 26. sep. '15, kl: 19:03:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyndar skoðaði fullt af myndum til þess eingöngu að finna "síðri" brjóst og ég fann þau ekki. 

evitadogg | 26. sep. '15, kl: 16:58:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo sannarlega ekki vandamal þar sem eg bý. Hér eru allskonar stelpur í magabolum, af öllum stærðum og gerðum

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 18:33:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er ekkert við tískuna sjálfa að sakast. Fitufordómar eru sjálfstætt mál sem verður ekki tækluð með síðari bolum.

ert | 26. sep. '15, kl: 18:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ertu viss um að það sé ekki samband á milli á tísku, hugmynda um hvað er sexí og hugmynda um hvernig er æskilegt að fólk sé? Ég efa að við getum aðskilið þetta þrennt

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 18:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ákveðnar líkamsgerður eru alltaf í tísku, sem og hugmyndir um hvað er sexý. Þær líkamsgerður þykja boðlegar í td sundfötum og efnislitlum klæðnaði. Það er asnalegt, en það getur varla gagnast í baráttu gegn fitufordómum að vinna gegn efnislitlum fatnaði. Frekar að koma því að að feitir líkamar séu alveg jafntöff.

ert | 26. sep. '15, kl: 18:49:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en sú líkamsgerð var einu sinni kona sem nú væri talin allt of feit.

Ég skil ekki alveg af hverju þú ert að tala um baráttu gegn efnislitlum fatnaði. Eina afleiðingin af banni á magabolum í skólum er gífurlegar auknar vinsældir magabola. Ég er ekki hrifin af magabolum og styð því alls ekki bann gegn þeim.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 19:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er að tala um baráttuna gegn efnislitlum fatnaði út af því sem þessi þráður fjallar um, sem er bann við magabolum í Háteigsskóla!


Og þegar ég tala um ákveðnar líkamsgerðir sem eru alltaf í tísku er ég ekki að segja að sú tíska breytist ekki. Einhvern tímann var Marilyn Monroe líkamsgerðin í tísku. Á 10. áratugnum var heróínlúkkið inn, líkamsgerð sem þætti of grönn í dag.

Ég vil að bæði feitir og grannir líkamar þyki töff, bæði í efnislitlum og -miklum fatnaði.

ert | 26. sep. '15, kl: 19:49:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Barátta sem skilar því einu að það sem þú berst við styrkist og það er hverjum vitibornum manni augljóst frá upphafi er í mínum ekki barátta gegn neinu heldur mikið frekar barátta fyrir einhverju.

Þessi blessaður skóli er fremstur í baráttu fyrir magabolum og mun eflaust ná að gera þá afar vinsæla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 20:11:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kalla þetta baráttu gegn magabolum því það tel ég vera tilgang þeirra sem eru að reyna að hindra að nemendur gangi í þeim.


Annars tek ég undir að þetta virkar þveröfugt. Aldrei að vita nema ég mæti sjálf í magabol í vinnuna á mánudaginn, vegna þessarar hvatningar.

ert | 26. sep. '15, kl: 20:15:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þeir halda að þetta skili öðrum árangri en að gera magaboli afskaplega vinsæla þó eru þeir heimskir.

Ég held að þeir vilji gera magaboli vinsæla hjá strákum. Því ef þeir verða nógu stífir á þessu banni þá mæta strákarnir í magabolum.

Það getur ekki verið að skólastjóri í unglingadeild viti ekki hvernig unglingar hugsa. Það bara getur ekki verið! ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Ígibú | 26. sep. '15, kl: 18:32:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að ekki nokkur maður myndi setja út á að ég væri í magabol í vinnunni. Eða hettupeysu. Eða kjól. Ekki það að ég myndi vera í magabol i vinnunni þar sem mér fiinnst ég vera svona 20 kg of þung til að vera í þeim (en það er allt annað mál).


Mammzzl | 26. sep. '15, kl: 17:58:53 | Svara | Er.is | 3

Konur/stelpur mega semsagt ekki sýna hold, nema það séu "réttir" staðir, en þær mega samt ekki hylja sig heldur - nema "rétta" staði, spurning hvort þessir kennarar létu svona líka yfir búrkum/hijab og hvað það heitir allt saman... Það er bæði truflandi að sjást og sjást ekki!

Það er eitthvað mikið að í þessum heim!


randomnafn | 19. okt. '15, kl: 00:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En með það að leiðarljósi að þetta séu börn viltu leyfa allt?
Ekkert aðhald?
Finnst þessir magabolir í fínu lagi fyrir mér ekkert ósiðlegt þar en umræðan að leyfa krökkunum að klæðast hverju sem er?
Engin mörk?

Ef þeir væru í eins fleygnu og þú getur ímyndað þér, með slæðu, í búrku, í trúðabúning?
Finnst þetta bréf skelfing þeas. að skólastjóranum finnist þetta en umræðan um hvort börn eigi að vera alveg free með klæðnað og líka skólanum finnst mér á pínu hálum ís.

Ég er á því að einstaklingar eigi að fá að gera hvað sem þeir vilja á meðan þeir skaða ekki næsta mann en börn þurfi að búa við aðhald í uppeldinu.

sigmabeta | 26. sep. '15, kl: 18:28:07 | Svara | Er.is | 0

Ég var oft í magabolum á þessum aldri. Kláraði 10.bekk 1998. Það var aldrei amast við því þá.

Ég er hlynnt skólabúningum en ekki því að láta unglingsstúlkur halda að naglar þeirra og hné séu truflandi dónastaðir.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47847 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, paulobrien, tinnzy123, Kristler, Guddie