Maki á íbúð en ekki ég

ólukka | 23. feb. '19, kl: 21:56:46 | 627 | Svara | Er.is | 0

Ég og barnsfaðir minn vorum að taka saman en við eigum lítinn strák saman. Við erum búin að búa saman í rúmlega ár núna í íbúðinni hans sem hann keypti sér fyrir tæpum tveimur árum. Ég hef ekki borgað “leigu” eða hvað maður ætti að kalla það en nú er ég samt búin að leggja til pening til þess að breyta íbúðinni. Til dæmis nýja innréttingu í þvottahúsið og laga baðherbergið. Ég borga alla reikninga tengda barninu, eins og dagmömmu og allan fatakostnað. Ég borga meirihlutann, nánast allan hluta af matarkostnaði heimilisins. Ég borga sjónvarpið. Hann er að borga um 170 þúsund í reikni ga tengda íbúðinni. Mér reiknast til að ég borgi svipað í dagmömmukostnað og matarkostnað+sjónvarp á mánuði. Kannski um 150-160 þúsund. Nú finnst mér frekar ósanngjarnt að minn peningur “hverfi” í dagmömmukostnað og mat á meðan hann eignast meira og meira í íbúðinni og á þar að auki allan rétt á henni ef við skyldum hætta saman. Mig langar til þess að skrá mig á lánið og borga af því 50/50 til móts við hann og eignast eitthvað í íbúðinni og skipta útgjöldum heimilisins jafnt. Nú á ég ekki margar milljónir inná bankabók í útborgun en er ekki hægt að gera það þannig að hann eigi það sem hann borgaði í útborgun alveg sér?

 

ólukka | 23. feb. '19, kl: 21:57:24 | Svara | Er.is | 0

Ohh ég gerði greinaskil :(

katash | 23. feb. '19, kl: 22:02:09 | Svara | Er.is | 1

Af hverju talarðu ekki við þennan mann og segir að þér finnist þetta ósanngjarnt? Ertu að vonast eftir enhverju lögráði sem þú getir slengt framan í hann?

ólukka | 23. feb. '19, kl: 23:38:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei alls ekki enda slengi ég almennt ekki hlutum framan í hann. Hélt það væri ekki nauðsynlegt að taka það fram að auðvitað hef ég rætt við manninn um þetta. Við töluðum um þetta við hann þegar ég flutti inn til hans um hvort ég myndi ekki borga á móti honum en hann vildi bíða með það því við vorum ekki búin að vera lengi saman. En núna erum við búin að búa saman þetta lengi og hann hefur alltaf beygt af þegar ég hef minnst á þetta og því er ekkert óeðilegt við þessar pælingar mínar. Enda vil ég passa minn rétt ef við hættum saman þar sem við erum ekki gift en við eigum barn saman. Þetta snýst bara um fjàrhagslegt öryggi.

spikkblue | 23. feb. '19, kl: 23:49:36 | Svara | Er.is | 0

Hvað myndirðu þurfa að borga í leigu ef þú byggir ekki í íbúðinni sem hann keypti?

Væntanlega eru tvær hliðar á öllu, en ertu að segja að þú borgir meira en hann dags daglega?

ólukka | 24. feb. '19, kl: 00:07:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í íbúð sem ég hafði leigt í 5 ár með mjög hagstæðri leigu en ég borgaði um 80 þúsund í leigu eftir húsaleigubætur, reyndar bara 2 herbergja en þessi íbúð er 3 herbergja. Borga næstum helmingi meira til dagmömmu eftir að við skráðum okkur í sambúð. Matarkostnaðurinn hefur hækkað mikið enda borðar hann mikið haha :’) og tekur líka með sér nesti að heiman. Ég fæ hádegismat í vinnunni. Ég borga líka nànast allan fatnað á strákinn okkar. Það komst einhvern veginn í vana bara að ég borgaði alla reikninga af því ég var ekki að borga af íbúðinni. Myndi segja að við borgum svipaða upphæð. Mér finnst bara ekki sanngjarnt að minn peningur hverfi í mat og daggæslu. Èg væri frekar til í að splitta öllum reikningum 50/50 og eignast eitthvað í íbúðinni, heldur en að borga jafn mikið og hann og eignast ekkert.

BjarnarFen | 24. feb. '19, kl: 01:08:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég mundi fara yfir bókhaldið. Skoða hvað er 50% af heimilisútgjöldum. Finna svo út hvað þú getur lagt í sparnað. Svo geturu sagt honum að hann borgi í íbúðaröryggið og þú sérð um að þið hafið varasjóð. Ef hann vill að þú farir að borga með í íbúðarkostnað, þá endurskoðið þið málið. Svo geturu alltaf bara beðið hann að giftast þér. Ef hann tekur ílla í það, þá er hann kannski ekki að spá í framtíð með þér og kannski tími til að hugsa framtíðina uppá nýtt. Ómögulegt að vera í sambandi þar sem hinn aðilinn er bara volgur.

seljanlegt | 24. feb. '19, kl: 21:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér Finnst þetta góður punktur. Þið borgið útgjöldin saman 50/50 og hann íbúðina sína og þú safnar varasjóð á þinn einkareikning. Þà átt þú varasjóð ef uppúr slitnar eða ef þið viljið stækka við ykkur og passar þá að eiga hlut í íbúðinni.

Splæs | 24. feb. '19, kl: 11:44:46 | Svara | Er.is | 0

Gifta ykkur og málið er dautt, eignalega séð.
Vissulega getið þið gert kaupmála fyrir því sem hann var búinn að greiða af íbúðinni fram að því að þið hófuð sambúð ef ykkur finnst það skipta máli. Ef þið giftið ykkur þarf ekki að skrá þig inn á lánið. Eignir og skuldir hjóna eru sameiginilegar þó til þeirra hafi verið stofnað fyrir hjúskap nema gerður sé kaupmáli
Það er alveg ómögulegt að hann forðist að taka á þessu. Þú skrifar "hann hefur alltaf beygt af þegar ég..." Að beygja af þýðir að fara að gráta. Ef hann fer að gráta er eitthvða mikið meira að en íbúðin. En sennilega meintirðu eitthvað annað, t.d. að hann skiptum umræðuefni. Það gegnur ekki að hann byggi upp eign með sínum tekjum í ykkar sambúð á meðan þínar tekjur fara bara í kostnað. Með hjúskap án kaupmála skiptir ekki máli eignalega séð hver borgar hvað.

ólukka | 25. feb. '19, kl: 13:30:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha æjji þetta var bara autocorrect, átti að vera beint annað. Ss. fer að tala um annað sem mér finnst frekar óþæginlegt. Mér finnst almennt óþæginlegt að tala um peninga og þess háttar mál.

kaldbakur | 24. feb. '19, kl: 14:22:51 | Svara | Er.is | 0

Þið eigið að vera með sameiginlegan fjárhag. Sameiginlegan sjóð og borga það sem skal orga sameiginlega. Ef eitthvað er eftir í þessum sjóð eftir hvern mánuð þá fer það fé bara í geymslu eða spanað.
 Íbúðin á auðvitað að vera sameign ykkar 50/50. 

bfsig | 24. feb. '19, kl: 19:23:05 | Svara | Er.is | 0

Eins og ég og ex höfðum þetta þá borgaði hún helmingin á móti mér í vöxtum lánsins, restina af reikningum var splittað fiftí fiftí. Höfuðstóls innborgun (sparnað) borgaði ég þannig sjálfur og hún safnaði pening til hliðar sjálf, sem nýttist henni þegar við hættum saman, eða gæti í framhaldi verið góð fjárfesting fyrir þig fyrir framtíðina að kaupa þér íbúð og setja hana í útleigu. Viðhald er svona smá spurningarmerki með sanngirni en ég persónulega lét það liggja milli hluta og borgaði sjálfur. (eins og nýjar innréttingar). Það er flækjustig þarna ef þú vilt fara út í úbernákvæmni á sanngirni niður í krónutölu, þ.e.a.s hann hefur tekið á sig áhættuna við íbúðarkaup og hans innborgun (sparnaður) er til lækkunar á húsakostnaði fyrir ykkur. Það má því í raun segja að það sé ósanngirni falin í því að hans sparnaður væri til minnkunar húsakostnaðar fyrir þig á meðan þú værir að spara og fjárfesta til hliðar.... Ég persónulega var á hærri launum, var búinn að borga íbúðina þó nokkuð niður og tel mig hafa verið mjög sanngjarn við hana með hvernig reikningum var skipt, enda allt í góðu, var á hærri launum. Hvað varðar það sem annað fólk hér inni segir um sameiginlegan fjárhag, ég gæti það persónulega ekki. Ég er mjög stífur við sjálfan mig með sparnað og að byggja upp framtíðar eign, það myndi pirra mig ef makinn spreðar peningum á meðan maður er sjálfur að beita hörku á sjálfan sig hvað framtíðar pælingar varðar.... Núna er vaninn í okkar hagkerfi að húseign hækki í krónutölum. Þ.e.a.s ef hann keypti íbúð á 10 milljónir og átti 2 fyrir innborgun og þú vilt ganga inn í lánið, þá er ekki alls ólíklegt að eftir 5-10 ár þá yrði sú húseign metin á 20 milljónir. Í slíku tilviki þá værir þú að casha út einhverjar millur þegar þið hættið saman þrátt fyrir að hafa ekki lagt neina innborgun inn. Þ.e.a.s þú værir ekki að ávaxta þína fjármuni eins og hann væri að gera með sitt sparifé, þú værir einfaldlega að ganga inn í kaupin nokkuð hættulaust því ef það kemur upp sú staða að þetta gengur illa þá verður gengið á hans innborgun ef húseignin er leist til lánseiganda eða ef hann neyðist til að selja með tapi. Ég veit ekki alveg hvað mér finndist um það persónulega í hans stöðu en ef það væri barn í spilinu þá myndi maður líklega vera opnari fyrir því enda farið að snúa að miklum hluta til um hag barnsins..... 2 cents for you.

ert | 24. feb. '19, kl: 19:37:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig þætti þér að vera í þeirri stöðu að maki ætti húsnæði, þið ættuð barn saman, maki félli frá, húsnæðið væri selt, andvirði væri sett í á lokaða bók og þú þyrftir að finna húsnæði fyrir þig og barnið? Hvernig þætti þér að vera i hinni stöðunni, að átta þig á því að dauðastríðinu að barnið þitt yrði húsnæðislaust við andlát þitt? Það er nefnilega hægt að gera kaupmála við hjúskap þannig að eitt gildi við skilnað og annað við andlát. En það er ekki hægt að semja erfðarrétt af barninu í óvígðri sambúð. Barnið breytir öllu. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 24. feb. '19, kl: 19:40:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda sagði ég að ég myndi líklega horfa á þetta öðrum augum við barneignir. Það er samt ekkert lítið skref að hleypa kærustu eftir ár inn í fasteignarkaupin hjá sér. Tel mig hafa útskýrt nokkuð vel áhrifin af slíku sem eru ekki beint sanngjörn gagnvart þeim sem setti sparifé sitt í íbúðarkaupin.

ert | 24. feb. '19, kl: 19:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins og ég segi kaupmáli við hjónaband sem kveður á um mismunandi leiðir eftir því hvort til skilnaðar eða andláts kemur getur leyst það vandamál.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 00:56:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég reyndar tel þetta ekki alveg rétt hjá þér. Við giftingu er ekki hægt að koma með þannig skilmála að eignamyndun í hjónabandinu sjálfu skiptist ekki jafnt, svo ég viti til. Þ.e.a.s ef hann eignast eitthvað í hjónabandinu þá á hún helmingin í því. Með því væri óþarfi að skoða einhverjar lánapælingar osfrv, því við skilnað ætti hún alla eignamyndun til helmings á móti honum frá þeirri dagsetningu sem giftingin átti sér stað.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 00:58:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég hefði sem dæmi gifst minni kærustu fyrsta daginn sem við hittumst sem ég síðan hætti með, þá hefði það þýtt að ég skuldaði henni um 4 millur í dag við lok sambandsins, við að kaupa hana út úr eignarmyndun minni í krónum talið í íbúðinni. Bara útaf giftingunni...

ert | 1. mar. '19, kl: 13:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar góður punktur en ef þú vilt ekki deila fjárhag með maka þínum af því að þú ert á hærri tekjum og þú vilt að þær tekjur renni til þín en ert reiðubúinn að deila uppeldi á barni ykkar og setja hag barnsins í

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 1. mar. '19, kl: 13:19:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hættu ef til fráfalls þíns kemur þá er bara spurning hvort þú eigir að vera í sambandi.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 19:35:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla aldrei að gifta mig þannig það kemur svosem málinu ekki við. Spurning hvort það sé ekki hægt að binda þannig um hnútana að í erfðaskrá standi að makinn búi í óskiptu búi. Maki erfir einnig 50% á móti börnum ef ég man rétt, ef fólk er búið að búa X lengi saman í sambúð.

ert | 1. mar. '19, kl: 19:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei sambúð jafnvel þótt hún hafi staðið í 200 ár gefur engan erfðarrétt. Þannig skapast enginn réttur til setu í óskiptu búi. Það er hægt að ráðstafa hluta til annarra en skyldu erfingja 33% minnir mig. Það er það eina sem hægt er að gera.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 19:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rétt hjá þér. 33% duga þó til þess að viðkomandi þyrfti ekki að hafa áhyggjur að hafa þak yfir höfuðið í mínu tilfelli þannig ég myndi þá láta það duga. Furðulegt að þessum lögum sé ekki breytt. Eðlilegast væri að geta ráðstafað meiri parti í erfðarskrá til annars foreldris ef maður kysi og/eða fara fram á óskipt bú.

BjarnarFen | 1. mar. '19, kl: 20:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef hann hinsvegar fer frá þér. Nær sér í aðra konu og giftist henni og eignast með henni börn. Þá getur hún og börnin hennar gert 100% kröfu í dánarbúið og fengið því framgengt. Börn úr óvígðri sambúð geta átt einhverja kröfu, en það er ekkert öruggt hvað það varðar. En fyrrum sambýliskona hefur engann rétt í þeim málum. Ekkert nema hjónaband getur tryggt erfðarrétt barnanna þinna í þannig málum og þinn réttur væri enginn. Jafnvel þótt erfðarskrá liggi fyrir, þá er hægt að hrekja hana fyrir dómi.

BjarnarFen | 1. mar. '19, kl: 20:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þ.e.a.s. þinn réttur væri enginn nema þið hafið verið gift.

ert | 1. mar. '19, kl: 20:10:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki allir sem eiga vel yfir 100 millur í hreinni eign

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 21:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geng nú ekki alveg svo langt, en leiga yrði í það minnsta borguð næstu 10 árin, ef fólk getur ekki höndlað lífið í slíkri stöðu þá væri það ekki manneskja sem ég myndi vera í sambandi með hvorteðer.

ert | 1. mar. '19, kl: 21:36:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Tja 250 þús í  leiguu i 10 ár eru 30 millur sem gerir 90 millur eftir erfðafjárskatt sem gerir 100 millur fyrir erfðafjárskatt. Með kostnaði við útför c. 102 millur.
Ég myndi personulega gera kröfu upp á 45 milljónir eftir erfðafjárskatt ef ég ætti að samþykkja að vera í sambúð með aðskilin fjárhag og ungt barn eða 135 millur fyrir erfðafjárskatt eða 150 milljónir fyrir erfðarfjárskatt eða c. 152 milljónir með kostnaði við útför. Þú með 102 millur ert vissulega meira en hálfdrættingur á við það en bara með 2/3 af minni kröfu. Ég myndi segja bless við þig. Þar fór ástin í lífi okkar ;)

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 22:19:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahahahhaa. Shit. Það liggur við að ég bjóði þér á deit. Þetta var brilliant.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 22:20:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver sagði að þú ættir skilið 110 fermetra íbúð anyway ? Getur alveg lifað í holu þarna ;)

ert | 1. mar. '19, kl: 22:24:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


hó, ef ég ætla að búa með einhverjum öðrum en afkomendum þá er það í 110fm lágmark. Ég nenni ekki hafa einhver ofan í mér alltaf!
þetta allt minnir mig á helvítis skattskýrsluna - best að opna hana aftur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 22:35:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pældu, ef þú værir ekki svona mikil rauðsokka þá værum við á Hereford á morgun.

ert | 1. mar. '19, kl: 22:45:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hereford - nei ég myndi kenna þér að borða DÝRT

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 22:48:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hve dýrt erum við eigilega að tala um ?

ert | 1. mar. '19, kl: 22:52:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


grillamarkaðinn t.d.  dýrasti aðalréttur 10 þús
Ef við erum tvo með almennilegar tekjur þá er það ekki Hereford - sorrí

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

 
bfsig | 1. mar. '19, kl: 23:01:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætlar þú að borga eitthvað ?

bfsig | 1. mar. '19, kl: 23:02:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarna skín í rauðsokkuna.

ert | 1. mar. '19, kl: 23:04:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helming að sjálfsögðu - ég ætla spara á samlegðaráhrifum af sambúðinni 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 1. mar. '19, kl: 23:07:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

annars þarf ég að fara að sofa - þetta yrði merkileg sambúð hjá okkur fjárhagslega séð, ég er bæði mjög nísk og mjög laus með peninga

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

bfsig | 1. mar. '19, kl: 23:18:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Untill next time.

bfsig | 2. mar. '19, kl: 02:45:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

(ég er reyndar eins, mjög nískur hvað varðar sparnað, mjög laus hvað varðar að eyða í aðra en sjálfan mig)

nurgissol | 25. feb. '19, kl: 22:53:13 | Svara | Er.is | 0

Í samböndum þá eru peningamálin mjög mikilvæg og að báðir aðilar séu sáttir um rekstur heimilins.
Þú getur prófað að hætta að kaupa í matinn - lagt þann pening til hliðar og sjá hvernig viðbrögðin verða þá hjá manninum. Verður hann sáttur við það ?

Þið getið líka prófað að leigja ykkur saman íbúð í einhvern tíma og sjá hvernig gangi að skipta þessu niður í 50/50. Betra að fá þetta á hreint sama hvað þið gerið því óánægjan mun halda áfram að vella hjá þér og smita það út í sambandið ef ekkert breytist. Gangi þér vel :)

darkstar | 2. mar. '19, kl: 08:59:28 | Svara | Er.is | 0

til að koma þínu nafni á þetta þá þurfið að fara til fasteignasala, þarf að taka ný lán, í raun endurfjármagna þetta allt, þurfið bæði að fara í greiðslumat og fá ný lán, það er tölvuverður kostnaður í þessu.. það sem þið þurfið að greiða er í raun eins og þið væruð að kaupa íbúð, greiða fasteignasalanum, þinglýsingar, lántökugjöld og allt það.

þetta er ekkert quickfix þar sem bara þínu nafni er bætt við og þetta kostar bara nokkra þúndundkalla.

þannig til að svara þessu hjá þér þá er þetta jú hægt en þetta kostar slatta... hvað varðar einhvern sér kaupsáttmála að hann eigi það sem hann hefur greitt í íbúðinni veit ég ekki enda þá ætti hann í raun allt nema skuldina á þeim tíma sem þið mynduð endurfjármagna.. segjum að íbúðin yrði metin á 40 milljónin og lánið er bara 20.. þá ættir þú í þessu dæmi ekkert en hann 20 milljónir og skuldaði 10 miljónir á móti þér og þín eign eftir nokkur ár væri engin því lánin jú hækka þannig að ef þið myndum skilja þá fengirðu ekkert úr íbúðinni.. hann gæti boðist til að yfirtaka þína skuld og þar með væri það búið.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Kulnun janefox 22.10.2022 2.2.2024 | 21:13
Að gefa úr læðingi kraftinn í ChatGPT: Nýstárlegar vinnuaðferðir ElysiaElysia 19.1.2024 2.2.2024 | 20:50
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 2.2.2024 | 15:26
Borgarlínan og gjaldþrota bogarsjóður Reykjavíkur _Svartbakur 1.2.2024 2.2.2024 | 02:23
Hitastig snjóbræðslu Begónía 1.2.2024
Veit einhver um góða saumakonu??? Nottin 7.11.2009 31.1.2024 | 07:15
Gátur Sætúnið 30.1.2024
Könnun fyrir háskólann, vantar KK AlexandraEFox 30.1.2024
Ávaxtaflugur ThorunnElla 24.8.2011 29.1.2024 | 09:52
Sjóngler atv2000 10.11.2023 29.1.2024 | 08:55
Viðgerð á bílskúrshurð 141414 28.1.2024
Hvað er um að ske ? Zjonni71 25.1.2024 27.1.2024 | 21:17
Tannlækningar í Búdapest Bella2397 12.1.2022 27.1.2024 | 09:42
Ég er að verða svo þreytt, barnið mitt er alltaf pirrað gosdrykkur 26.3.2012 26.1.2024 | 18:31
Berjast við félagsbústaði vegna leiganda Norðlenska mærin 25.1.2024 26.1.2024 | 16:13
Clear Eyes augndropar! Kastalavesen 26.1.2024
Danska - Hvar finnur maður dönskukennara? ingimarrag 7.6.2023 26.1.2024 | 08:20
hvað heitir lagið? Jónbóndi3 26.1.2024
Rafvirki oliorn1 25.1.2024
Hliðra til rafmagnstöflu oliorn1 25.1.2024
elda hafragraut aquamilk 3.6.2010 25.1.2024 | 21:19
Tjaldbúðir á Austurvelli _Svartbakur 9.1.2024 25.1.2024 | 00:14
Alþingi og flokkarnir þar. _Svartbakur 23.1.2024
upper/lower secondary school 22sept2009 10.11.2010 23.1.2024 | 10:45
Sorg áin 22.1.2024 22.1.2024 | 14:59
Húsnæðislausir Íslendingar gista sumir í Laugardal í húsbílum _Svartbakur 17.1.2024 21.1.2024 | 23:19
boðskort í fermingu... heimatilbúin lifebook 10.1.2006 20.1.2024 | 02:04
Boðskort í afmæli Sauma Konan 10.10.2004 20.1.2024 | 02:02
Hress heilsurækt vor156 30.12.2023 19.1.2024 | 13:40
Útleiga íbúðarhúsnæðis _Svartbakur 18.1.2024
Stutt klipping hugmyndir mamma Málfríðar 17.1.2024
Rjómasalat Mouse 23.12.2010 17.1.2024 | 07:44
Tannréttingar Litli maðurinn 15.1.2024 16.1.2024 | 22:41
Grindavík flekahreyfingar _Svartbakur 13.1.2024 16.1.2024 | 19:23
Aumustu fyrirtæki landsins Sorpa og Strætó eru enn einu sinni búin að skíta uppá bak. _Svartbakur 4.1.2024 16.1.2024 | 14:47
Ömurlegt comment frá Páli Óskari Vínberið 21.1.2005 16.1.2024 | 01:55
Míron Smelt Aerie 26.10.2011 16.1.2024 | 00:35
Rússland Putins og Ukranie - stærsta orrustan um Kherson við Dnipro River. _Svartbakur 23.10.2022 15.1.2024 | 04:29
brotinn framstuðari á bíl Degustelpa 23.3.2015 13.1.2024 | 22:33
Auka vinna HM000 12.1.2024 13.1.2024 | 22:31
adhd greining steini91 9.1.2024 13.1.2024 | 20:09
vantar alit (trigger warning) johnsg 13.1.2024
Fúkkalygt Helgi Helgason 10.1.2024 11.1.2024 | 15:46
Hvar fær maður þvottaefni arial i dufti kolmar 12.11.2023 11.1.2024 | 10:06
Barnateppi - hjálp firstbaby 4.7.2009 10.1.2024 | 03:59
barnateppi rúmsí 19.8.2005 10.1.2024 | 03:55
Barnateppi 2169 18.9.2012 10.1.2024 | 03:53
Hafnarfjarðarbrandarar silfurskuggi 12.7.2004 10.1.2024 | 03:49
saltkeramik ups3 9.12.2008 10.1.2024 | 03:49
skyldmenni Jackie O 28.4.2004 10.1.2024 | 03:48
Síða 4 af 47891 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, Guddie, tinnzy123