Maki í neyslu

Snubbi | 14. jún. '16, kl: 17:46:07 | 2057 | Svara | Er.is | 0

Ég ætla ekki út í smáatriði hér, en kallinn minn var í einhverri neyslu þegar við byrjuðum saman (amfetamín(án þess að ég vissi af því)) en hann hefur samt sem áður tekið sig nokkuð vel saman að ég hélt og ég hélt að hann væri hættur en nú var ég að komast að því að hann er að nota stera (sem kemur mér reyndar ekki á óvart þegar ég les um aukaverkanirnar) og er að reyna að redda sér læknadópi! Er einhver hér sem gefur verið í svipuðum sporum og ég og getur gefið mér ráð? Megið endilega senda mér skilaboð. Tek það fram að ég ætla ekki að fara frá honum án þess að reyna að gera eitthvað í málunum fyrst, ég vil trúa því að fólk geti bætt sig, mig vantar bara góð ráð til að nálgast hann með þetta.

 

Cheddar | 14. jún. '16, kl: 18:26:04 | Svara | Er.is | 4

Finnst þér þú og etv börnin ef þau eru til staðar ekki eiga betra skilið? eru aukaverkanir af sterum ekki m.a ofbeldisfull hegðun og óhemjugangur í skapi?

Snubbi | 14. jún. '16, kl: 18:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki spurning að þau eiga betra skilið... en er það endilega að fara frá honum? Mig langar bara til að hjálpa honum og ég veit ekki hvernig ég á að tala um þetta við hann þannig að ég nái til hans :/

veg | 14. jún. '16, kl: 18:45:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Annaðhvort samþykkirðu neysluna eða ekki. Ef þú samþykkir hana ekki, þarftu að setja úrslitakosti og standa við þá.

Snubbi | 14. jún. '16, kl: 18:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sammála. En ég get ekki neytt hann til að leita sér aðstoðar... ég veit bara ekkert hvað ég á að segja við hann, og ég er nokkuð viss um að hann neitar þessu og reynir að ljúga sig út úr þessu

veg | 14. jún. '16, kl: 18:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Þú getur sett honum þá kosti að annaðhvort fari hann í meðferð eða að hann fari út af heimilinu

solsumar | 22. jún. '16, kl: 12:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það ein og besta sem þú getur gert er að leita þér hjálpar hjá Alanon eða þá hjá sálfræðingi.

mars | 2. júl. '16, kl: 19:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég átti á sínum tíma maka í neyslu. Þegar dóttir okkar var um 2 ára pakkaði ég öllu hans í tösku (hafði áður reynt að ræða þetta við hann án árangurs) og sagði honum að annað hvort færi hann í meðferð eða bara færi.
Ég var skíthrædd enda bara 19 ára með 2 ára barn og enga fjölskyldu nálægt.
Hann fór í meðferð sem virkaði.
Ég ólst sjálf upp hjá alka og vildi ekki láta mín börn alast upp við neyslu af nokkru tagi.
Ef minn maki í dag færi út í neyslu af einhverju tagi þá myndi hann fá að fjúka ef hann vildi ekki gera neitt í málunum, sama þótt ég elski hann út af lífinu, það er bara einfaldlega ekki hægt að treysta fíklum.
Gangi þér vel.

Cheddar | 14. jún. '16, kl: 19:07:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

amk fara frá honum með börnin meðan hann er í þessari neyslu og að hætta neyslu er bara því miður ekki eins og að hætta að sækja moggann í póstkassann :/

Dalía 1979 | 14. jún. '16, kl: 19:40:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

þú hjalpar honum með þvi að fara

Toothwipes | 14. jún. '16, kl: 22:33:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það er ekki hægt að hjálpa fíkli sem vill ekki hjálp.

fálkaorðan | 14. jún. '16, kl: 18:26:48 | Svara | Er.is | 12

Það eru enign ráð handa þér annað en að passa þú upp á þig.

Hann verður að vilja sjálfur hjálp og vilja sjálfur hætta. Mér finnst það mjög ólíklegt af þessari sögu.

Ég mindi bara segja yfir kvöldmatnum á eftir, Hr Snubbi, nú hættir þú að dópa eða þetta er búið. Þú hefur hálftíma til að ákveða þig. Vaskaðu upp í leiðinni.

Svo mini ég pakka mér saman og fara því hann er ekki að fara að hætta.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Snubbi | 14. jún. '16, kl: 18:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil bara trúa því að ég geti náð til hans, ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því :( það eru margir sem hætta í neyslu... af hverju ekki hann?

veg | 14. jún. '16, kl: 18:50:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þeir sem eru í neyslu verða að vilja hætta sjálfir, það eina sem þú getur gert er að passa uppá sjálfa þig og börnin ef þau eru til staðar

musamamma | 14. jún. '16, kl: 18:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Hann getur einn svarað hvort hann vill hætta og ef ekki, þá hvers vegna. Ekkert sem þú getur gert til að láta hann hætta. Ákvörðunin verður að koma frá honum. Ef hann hættir af því þú gefur honum úrslitakosti þá skaðar það sambandið ykkar, þó það komi kannski ekki í ljós strax. Samband lifir sjaldan af hótanir eða afarkosti. Þú þarft að gera upp við sjálfa þig hvað þú ert tilbúin að samþykkja, hvað er dílbreiker hjá þér.


musamamma

Snubbi | 14. jún. '16, kl: 18:56:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega. Og ég vil ekki setja honum úrslitakosti, ég vil bara reyna að ná til hans því hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki vera í þessum pakka og ég trúi því en svo gerist þetta aftur... ég er bara alveg ráðalaus

veg | 14. jún. '16, kl: 19:01:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá verðuru að gera það upp við þig, hvað þú ert tilbúin að búa við

Dalía 1979 | 14. jún. '16, kl: 19:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Með þvi að setja honum úrslita kosti hjálpar þú honum ....

ert | 14. jún. '16, kl: 19:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8


Ef hann vill ekki vera í þessum pakka þá ertu að hjálpa honum með því að setja honum úrslitakosti.
Ef hann vill ekki vera í þessu en ræður ekki við sig þá þarf hann hjálp - ef þú setur honum úrslitakosti þá annað hvort sættir hann sig við að fá hjálp eða ekki. Ef ekki þá bitnar það ekki á þér. En ef þú ert reiðubúin að lifa við þetta árum saman þá gerir það svo sem ekkert til.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kaffinörd | 15. jún. '16, kl: 01:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

viltu ekki setja úrslitakosti heldur vera bara inn á heimilinu með honum og sýna meðvirkni ? 


Best væri myndi ég halda að hann flytti tímabundið út af heimilinu og færi í meðferð held að það sé lítiið annað í stöðunni. Það má kannski ýmislegt bjóða þér en þetta má ekki bjóða ungum börnum upp á.

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 18:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég sagði það nú ekki. Hef ekki í huga að vera inn á heimilinu ef hann leitar sér ekki hjálpar. Er einfaldlega að benda á að mig langaði til að nálgast hann öðruvísi en að segja ef þú ferð ekki í meðferð þá fer ég. Ég mun vissulega fara frá honum ef hann fer ekki í meðferð en mögulega væri einhver betri aðferð en önnur við að tala um þetta við hann.

Kaffinörd | 16. jún. '16, kl: 18:58:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


Þú sagðir þetta:

"Og ég vil ekki setja honum úrslitakosti, ég vil bara reyna að ná til hans" 


Jú þú verður að senda honum skýr skilaboð til þess að það hafi einhver áhrif. Og ég þekki til þar sem einmitt það að maki fór að heiman og bjó hjá foreldrum sínum í einhvern tíma og fór í meðferð bjargaði hjónabandinu.

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 19:07:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já kannski þarf ég bara að setja honum úrslitakosti, kannski er það eina ráðið...

fálkaorðan | 14. jún. '16, kl: 19:13:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú verður að velja fyrir þig. Þú getur ekkert valð fyrir hann.

Þetta er ekki þitt mál, þetta er ekki eitthvað sem þú getur gert eitthvað í, þetta er ekki eitthvða sem þú getur lagað.

Byrjaðu á að fara á coda fundi eða eitthvað, þú hljómar mjög meðvirk og það er hægt að vinna sig út úr því.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Cheddar | 14. jún. '16, kl: 19:16:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vegna þess að hann vill það ekki?

Gale | 14. jún. '16, kl: 20:31:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég vil bara trúa því að ég geti náð til hans
Já, já. Ég vil líka trúa alls konar hlutum. En því miður er ekki nóg að trúa einhverju, it does not make it so :(

stjarnaogmani | 15. jún. '16, kl: 19:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú veist ekki hvernig þú getur náð til hans og þú þekkir hann, Hvernig eigum við að vita það?

musamamma | 15. jún. '16, kl: 21:17:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er ekki allt fólk sem er í neyslu eins?


musamamma

stjarnaogmani | 16. jún. '16, kl: 00:54:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 18:26:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég bjóst nú ekki við að það væri til eitt rétt svar. Ég bað um ráð frá einhverjum sem hefur verið í svipaðri stöðu og ég. Fyrir suma er gott að heyra margar hliðar og fyrir nitt leyti þá hjálpar það mér.

Toothwipes | 15. jún. '16, kl: 21:27:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú ert ekkert ein um það að halda að þú getir "bjargað" makanum frá eigin sjálfseyðandi hegðun. En þú munt læra það fljótt að þetta er hans ákvörðun, sem hann þarf að taka á eigin vegum. Endilega segðu honum að þú munir styðja hann þegar hann tekur sig á, en ekki halda að hann muni hætta bara fyrir þig eða ykkar samband. Það er ekki af því að hann elskar þig ekki, fíknin er bara sterkari.

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 18:47:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég veit :/ Og ég veit að hann verður að fara fyrir sjálfan sig, ég vona bara að hann geri það...

jak 3 | 10. apr. '20, kl: 16:34:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það eru margir sem hætta neyslu en ef þú setur honum enga afarkosti afhverju á hann þá að hætta, Þú ert að leyfa honum að halda áframí neyslu með því að vera nice

GAMLA61 | 30. jún. '16, kl: 00:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Að vaska upp er nú ekki fyrir karlmenn. Við kerlingar eigum að vaska upp enda byggðar fyrir það. Leiðinlegt samt sem áður að drengurinn sé dottinn í djöfulinn. Í gamla daga voru nú karlangarnir í sveitinni sífellt upptjúnaðir og dýrvitlausir af gambra og oft fylgi vímudjöfullinn með. Sjálf var ég aldrei í djöflinum en ég kunni þó að elda annað en stúlkubörn í dag. Stutthærðar og ófrýnilegar eru þær margar, lítandi út eins og skópiltar í gamla daga. Gangi þér vel vina mín.

Venja | 30. jún. '16, kl: 10:37:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Til að þessi tröllaskapur virki þarftu að passa málfarið svolítið betur, sumt er bara alls ekkert nógu gamaldags

Dalía 1979 | 14. jún. '16, kl: 19:40:12 | Svara | Er.is | 1

Þú ert ekki að fara að gera neitt getur alveg eins farið strax nema hann sé tilbúinn að gera eitthvað sjálfur ..

Ragga81 | 14. jún. '16, kl: 20:09:05 | Svara | Er.is | 3


Þegar ég og maðurinn minn byrjuðum saman fyrir að verða 14 árum þá var hann nýlega kominnúr meðferð.  Hann var í mikilli neyslu og var hann mjög hreinskilinn með það strax frá byrjun.  Þar sem ég á systir sem er óvirkur fíkill þá sagði ég við hann eftir nokkra vikna samband að ef hann félli þá væri sambandið búið.  Sagði honum að ég væri hreinlega ekki tilbúin að takast á við það ef hann félli.


Hann var náttúrlega rosalega reiður við mig fyrst.  En þetta er eitthvað sem ég var tilbúin að standa við ef hann félli.  Og í dag segir hann að þessi orð hafi hjálpað sér rosalega mikið í gegnum árin.  En ég líka mæli með Al-anon fyrir þig.  Al-anon bjargaði lífi mínu bókstaflega á sínum tíma þar sem meðverkinin var að drepa mig þá meðvirkni með systur minni.


Ég segi samt ekki segja neitt eða gera neitt nema þú sért tílbúin að standa með því.

Jebb verð ein heima um jólin með dýrunum og finnst það æði

staðalfrávik | 14. jún. '16, kl: 20:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Segi sjálf svipaða sögu. Nema ég á ekki systur sem er óvirk og hann var ekki reiður við mig. Hefur haldið sér á mottunni í að verða 15 ár og ég er rosa sátt með að hafa tekið þennan séns.

.

gruffalo | 14. jún. '16, kl: 22:28:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Var hann náttúrulega rosalega reiður? Af hverju?

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 18:51:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nei algjörlega, ég er búin að tala við ráðgjafa hjá SÁÁ og hún sagði mér einmitt að ég þyrfti að vera tilbúin til þess að standa við það sem ég segði við hann og benti mér á að fara á CoDa fundi...

Toothwipes | 16. jún. '16, kl: 20:17:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er nákvæmlega það sem þú þarft að gera. Verst er þegar fíklar hætta í einu efni en taka eitthvað annað í staðinn. Vonandi nær hann ekki að blekkja þig með einhverju slíku. Gangi þér vel!

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 23:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir!

musamamma | 16. jún. '16, kl: 23:54:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Eins og til dæmis þeir sem færa fíknina yfir á guð?


musamamma

daffyduck | 15. jún. '16, kl: 07:36:00 | Svara | Er.is | 0

Er þetta eitthvað meira vandamál en ef hann neytti áfengis í meðalagi.

daffyduck
ert | 15. jún. '16, kl: 09:59:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9


redda sér læknadópi = neyta áfengis í meðallagi?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 16. jún. '16, kl: 20:50:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hva... fordómar eru þetta. Eins manns rítalín er annars manns rauðvínsglas...

LaRose | 15. jún. '16, kl: 07:50:36 | Svara | Er.is | 8

Þú hefur ekki rétt á því að bjóða börnunum þínum upp á þetta. Þetta snýst ekkert um þig og að þig langi að ná til hans og svo knúsist þið og hann hættir.

Þú ert umboðsmaður barnanna þinna og þau eiga skýlausan rétt á því að þú komir þeim úr þessum aðstæðum strax. Svo þú setur manninum afarkosti og lætur hann flytja út undir eins.

T.M.O | 15. jún. '16, kl: 13:13:17 | Svara | Er.is | 12

Þú ert frekar föst í að einblína á að sannfæra hann um að fara í meðferð. Ég hugsa að flestar okkar sem höfum staðið í sömu sporum höfum eytt löngum tíma í það án árangurs.

Eðli sjúkdómsins er þannig að þegar einhver ætlar að koma/hjálpa fíkli í meðferð þá verða samskiptin svona dans þar sem fíkillinn segir og gerir nóg til að viðhalda óbreyttu ástandi, með lygum og svikum og baktjaldamakki. Það þvingar enginn annan í meðferð og á meðan fíkillinn sér að hann kemst upp með það þá fer hann ekki sjálfviljugur. Grátandi makar sem hóta að fara eða henda fíklinum út í sprengingum eru úti um allan heim og það ástand getur varað í áratugi.

Þér finnst það sjálfsagt algjört overkill það sem margir eru búnir að segja þér að það besta sem þú gætir gert væri að henda honum út en það er af því að þetta millibilsástand eins og ég lýsi hérna fyrir ofan viðheldur neysluástandinu á fíklinum, gerir þig bitra, þreytta og vonlausa langt fyrir aldur fram og gerir líf barnanna að helvíti þar sem þau bæði upplifa óeðlilega ástandið á föðurnum og rifrildin sama hvað þú reynir að fela þau fyrir utan kerfisbundið niðurbrot á þér.

Þetta er það sem fólkið hér er að reyna að fá þig til að forðast.

Það eina sem getur fengið fíkil til að leita sér hjálpar af fullum heilindum er að það sé engin önnur leið.

Það sem þú getur gert er til dæmis að fara á al- anon eða coda fundi til að hjálpa þér að sjá ástandið með hlutlausari augum, þú ert örugglega komin inn í meðvirnisfléttu án þess að hafa tekið eftir því tilkomna af blekkingum og litlum vísbendingum sem þú hefur ósjálfrátt hunsað. Þú þarft líka að hafa ákveðna línu sem þú verður að standa við, sama hvað gerist, hvað þú ert tilbúin að sætta þig við og hvað ekki. Eins og "ef hann öskrar á börnin af litlu tilefni þá verður hann ekki hér" og standa svo við það.

Málið er að hann er mun líklegri til að leita sér aðstoðar ef þú hendir honum út en ef þú reynir að hjálpa honum heima. Á meðan hann er heima fer öll hans orka í að ná að gera það sem hann þarf fyrir fíknina og halda þér nógu rólegri á sama tíma.

Blandpía | 15. jún. '16, kl: 17:48:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef notað amfetamín og það ef þú notar það án þess að vera dópisti/stjórnlaus, siðlaus og svo áfram, fyrir mig þá er það afsökun til að vera fáviti en sterar eru stórhættulegir og taka yfir eins og margt annað dóp, t.d cola, pillur og ofdrykkja, svo fyrir mig væri það dílbreiker á nóinu.

T.M.O | 15. jún. '16, kl: 18:24:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú getur sagt nákvæmlega það sama um áfengi og gras ef því er að skipta en ef þú ert í feluleik og blekkingum með þitt drug of choice en fólk sér neysluna í hegðun þinni þá áttu við vandamál að stríða.

Blandpía | 15. jún. '16, kl: 21:28:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega, my pont.

T.M.O | 15. jún. '16, kl: 21:33:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú vildir semsagt koma því að, að þú gætir notað amfetamín þér til skemmtunar án þess að vera dópisti? Ok.

pragmatic | 16. jún. '16, kl: 15:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú verður að ákveða hvað þú ert tilbúin að sætta þig við og standa við. Það er mjög auðvelt að verða samdauna svona ástandi og finnast vandinn smávægilegri en hann er í raun og veru því að hann gerist ekki á einni nóttu. Það þekki ég eftir sambúð með manni sem misnotaði lyf og eftir að við skildum fór ég alltaf að sjá betur og betur hvað ástandið var óeðlilegt og hvað ég var meðvirk. Neyslan er líka yfirleitt meiri en aðstandendur gera sér grein fyrir þá og að ef hann viðurkennir eitthvað fyrir þér er óhætt að margfalda það að minnsta kosti með tveim.

Þú getur sett honum úrslitakosti á kærleiksríkan hátt með því að segja honum að þú elskir hann og sért tilbúin að styðja hann á allan hátt til að hætta neyslunni en taka um leið fram að virk neysla á heimilinu sé eitthvað sem þú getir ekki sætt þig við. Hver veit nema að hann langi til að hætta og þá getur verið að skýr skilaboð af þinni hálfu styrki hann frekar í því. Ef hann samþykkir að fara í viðtal til áfengis og vímuefnaráðgjafa gæti það líka verið byrjunin á því að takast á við neysluna. Ég vona að þér gangi vel með þetta og ekki gleyma að hugsa um sjálfa þig í þessu öllu.

T.M.O | 16. jún. '16, kl: 15:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta hefði skilað sér betur ef þú hefðir sent þetta á upphafsinnleggið en ekki mig ;)

Snubbi | 16. jún. '16, kl: 19:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk kærlega fyrir þetta! Það er akkúrat svona sem ég vil tækla þetta :)

vri | 17. jún. '16, kl: 19:32:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er ekki rétt að byrja á að spyrja hann hvort hann sé tilbúin að hætta, án þess að vera með hótanir um að fara. Kannski náið þið að ræða þetta mál af viti ef hann vill hætta. Ef hann hins vegar telur þetta ekki vera neitt mál er best að fara því oftast versnar þetta hratt.

Snubbi | 17. jún. '16, kl: 21:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega það sem er búin að vera að hugsa um. Ég ætla að byrja á því að athuga hvernig hann tekur í það að leita sér aðstoðar, láta hann vita að ég verði til staðar fyrir hann þegar hann kemur úr meðferð... ef það virkar ekki þá verð ég að setja honum úrslitakosti... fjölskyldan eða dópið, ég er ekki tilbúin til þess að bjóða börnunum okkar upp á þetta, ef ég næ ekki til hans með því þá er bara eitt eftir í stöðunni.

T.M.O | 21. jún. '16, kl: 19:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eitt sem þú þarft að hafa í huga er að hann getur farið út ì að fela betur fyrir þér. Þá getur þetta undist upp í að þú ert viss um að þú sjáir að hann sé að nota, hann sakar þig um paranoiju og þar sem þú hefur engin sönnunargögn þá myndast eitthvað ástand sem enginn getur lifað með. Ef þú ferð á coda eða Al Anon fundi þá hjálpar það þér að sjá í gegnum þetta og standa með sjálfri þér

ayahuasca | 30. jún. '16, kl: 19:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nákvæmlega. Mér finnst það skipta máli hérna hvort hann hafi ekki stjórn á neyslunni eða hvort hann hafi stjórn á henni. Er hann það djúpt sokkinn að það hefur áhrif á heimilislífið og börnin eða er hann að gera þetta spari? Alveg eins og fólk getur drukkið áfengi í hófi þá er hægt að nota önnur efni í hófi. Maður myndi ekki fara frá maka sem drykki áfengi af og til, afhverju eru þá allir á þeirri skoðun að fara strax frá makanum ef hann notar eitthvað annað en áfengi? Sem er eitt mesta eitrið btw. 

alboa | 2. júl. '16, kl: 19:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sumir vilja ekki maka sem drekkur, þó hann hafi stjórn á drykkjunni. Aðrir vilja ekki maka sem notar fíkniefni, sama hvort hann stjórni neyslunni eða ekki.

Ég myndi aldrei samþykkja maka sem notar fíkniefni af ýmsum ástæðum þó áfengi trufli mig ekki jafn mikið. Það sem truflar þig ekki getur truflað aðra. Hver og einn verður að finna hvað hann er tilbúinn að sætta sig við í sambandi.

kv. alboa

T.M.O | 2. júl. '16, kl: 23:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

eins og staðan er í dag þá þarft þú að brjóta lögin til að nota þau fíkniefni sem um er verið að ræða. Þú velur að brjóta lögin og ákveða að þú sért hafin/n yfir þau þar sem þín notkun sé undir stjórn. Fólk hefur fullan rétt á því að velja hvort það býr með einstakling sem reglulega brýtur lög sem gætu komið honum í fangelsi af því að þeim finnst lögin heimskuleg. Þetta eitt og sér segir meira um einstaklinginn heldur en efnin sem hann notar.

svartasunna | 3. júl. '16, kl: 11:53:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg er persónulega sammála. Hvert sem "eitrið" er, ef neyslan er orðin skemmandi þá skiptir ekki máli hvað það er sem fólk neytir.

Vonandi getum við einn daginn farið að tala um vímuefni sem sama "tóbakið" en ekki flokka þar sem að fólk höndlar sum efni betur en önnur.

______________________________________________________________________

jak 3 | 21. jún. '16, kl: 15:44:22 | Svara | Er.is | 0

Ef að hann er ekki tilbúinn að viðurkenna að þetta sé vandamál , þá geturðu næstum því gleymt þessu.

animea | 22. jún. '16, kl: 14:26:53 | Svara | Er.is | 1

Sæl maðurinn minn var algjört villidýr à sterum enda 4 teg i einu birjaði auðvitað bara a 1 teg svo bættist við hann varð frà þvì að vera yndislegur yfir ì að snapoa stundum utaf engu svo bættust við hörmuleg geðköst og pirringur þangað til èg þorði varla orðið að hreyfa mig þà gafst eg upp à honum og sagði þetta væri b\ið èg hefði ekki lengur àhuga @ að sofa hj@ honum þòtt hann væri svaka kroppur þà væri hann væri orðin svo geðillur og leiðilegur .þà hætti hann fòr à vog ì 10 daga svo bùin að vera duglegur à fundum og alveg klìn ì 1 àr ì þessum mànuði.Hann er harður andstæðingur srea og segir hiklaust sögu sìna à fundum öðrum til viðvörunar.Og èg hef aftur fengið yndislega manninn minn tl baka og ùff myndi ekki òska neinni stùlku harðbrjòsta barnalega geðfìlu gimpinu sem hann varð à sterum ??!Enn èg segi stattu með þèr samt! enn hann gæti alveg bjargast og orðið besti kærasti ì heimi.Òska ykkur alls hins besta.??

animea | 22. jún. '16, kl: 14:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afsakið stafsetninguna ,skrifað ì gsm.??

rangeygð og klaufaleg | 2. júl. '16, kl: 23:20:59 | Svara | Er.is | 0

Erfið staða :( Ég var svo vitlaus og trúði því í 10 ár að minn fyrrverandi myndi myndi bæta sig, og hætta og verða betri maður. Það varð aldrei, sé eftir tímanum sem ég eyddi í reiði og endalausum vonbrigðum og særindum. Margir lítrar af tárum sem runnu til sjávar. Er að reyna að fyrirgefa mér fyrir að hafa ekki farið strax vegna þess að börnin mín urðu vitni af ýmsu misjöfnu og samviskan nagar mig. Tími sem ég fæ aldrei til baka. En ég lærði af þessu, og mun aldrei koma mér né börnunum mínum í þessar aðstæður aftur. 
Ég segi hlauptu eins hratt og þú getur og líttu ekki til baka! Sendi þér risa kærleiksknús, og gangi þér vel <3

*þoldi ekki þegar maður fór í brúðkaup og gömul frænka mín sagði alltaf "Þú ert næst" þannig að næst þegar ég fór í jarðarför sagði ég við hana "þú ert næst" *

neutralist | 3. júl. '16, kl: 00:59:35 | Svara | Er.is | 0

Ég þekki eina konu sem var í þessum sporum. Það var ekki fyrr en að hún var tilbúin til að gera alvöru úr því að fara, farin að leita að leiguíbúðum og byrjuð að pakka niður, að hann áttaði sig og fór í meðferð. Þau eru enn saman í dag, mörgum árum síðar og hann edrú. En hún var líka búin að ákveða að fara ef hann færi ekki í meðferð. Það var ekki innantóm hótun.

Gudmunds19 | 10. apr. '20, kl: 12:44:33 | Svara | Er.is | 0

Ég er að ganga gegnum það nákvæmlega sama nuna :( hann segist lika vilja hætta en hann hefur verið í þessu soltið lengi og ég er farin að þekkja hvenær hann lygur og hvenær hann er að segja satt. Hann hefur á ævinni sinni farið 2x i meðferð, seinast fór hann fyrir hálfu ári og var alveg edru eftir það en svo féll hann aftur í þetta og reyndi fela fyrir mér. Ég vil ekki missa hann en heldur get ekki lengur þola það hversu mikið þetta hefur áhrif á andlega heildina mina. Hann segist lika vilja þetta ekki en gerir samt eg hef áður farið frá honum og flutt úr hann hættu þá og fór í meðferð nuna fyrir hálfu ári en svo er þetta allt að byrja aftur. Ég veit ekki hvað á ég að gera mér vantar hjálp eða rað:(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Síða 9 af 47630 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123, annarut123, Bland.is