margra barna mæður

Helgust | 12. mar. '15, kl: 15:25:16 | 5174 | Svara | Er.is | 0

hvenær verður hægt að horfa á nýjasta þáttinn?

 

Steina67 | 12. mar. '15, kl: 15:33:22 | Svara | Er.is | 0

Ég sagði við dóttur mína að gvuð hvað ég myndi ekki nenna að eiga svona mörg börn og hún spurði, mamma hvað varstu með mörg börn á tímabili, þú átt nú fjögur.  En samtals var ég STUNDUM með fimm í allt þegar stjúpsonurinn kom og var hjá okkur, var alltaf aðra hverja helgi og svo komu tíma bil allt upp í 3-6 mánuði sem hann var hjá okkur.


En það er áttúrúlega ekkert á við 8 eða 9 börn

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

tjúa | 12. mar. '15, kl: 17:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þegar ég kynntist fyrrverandi áttum við samtals 5 börn undir 8 ára. 3 árum seinna bættist okkar sameiginlega barn við og þau voru orðin 6. Þegar ég hugsa til baka til pabbahelgana og við þá með þau öll þá vorum við aktíf og dugleg að gera hluti saman og ég hálfpartinn dáist að sjálfri mér því núna er bara yngsta heima og ég er heimakærari en allt. 


Það er samt kannski ekkert að marka, ég las yfir viðskiptafræði glósurnar mínar frá 2003 í vetur og sjitt hvað ég var einu sinni klár. Þetta var skriftin mín en ég veit ekkert hvað sum af þessum dæmum var að gera. Annaðhvort var ég ógó öflug einu sinni, eða þá maður kemur sér bara í gegnum það sem maður þarf að gera án þess að hugsa of mikið út í það at the time :) 

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 18:41:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Úfff já, ég var eitt sinn að taka til í skúffum hjá mér og fann blað með yfirliti yfir þarfir eins barnsins og hvaða lausnir væru til að uppfyllaþær í skólanum. Mundi bara alls ekki eftir að hafa fengið þetta frá skólanum eða skólasálfræðingi oog fór að ræða þetta við vinkonu mína og hún benti mér á að ég hefði skrifað þetta sjálf fyrir fund í skólanum. Mér fannst þetta blað nefnilega alveg brill og Það varð til þess að farið var að taka öðruvísi á málunum hjá honum í skólanum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Snobbhænan | 12. mar. '15, kl: 15:41:40 | Svara | Er.is | 10

8-9 börn eru bara geðveiki. pjúra geðveiki.

Helgust | 12. mar. '15, kl: 17:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þessvegna verð ég að sjá þáttinn!

*vonin* | 12. mar. '15, kl: 20:02:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég horfði á þáttinn. Börnin eru öll "látin" hjálpa til við nánast allt á heimilinu strax frá mjög ungum aldri svo þetta virkar vel hjá þeim. Í raun öll fjölskyldan að ala börnin upp saman, s.s. börnin líka að ala upp systkini sín.
Hún er m.a.s. alveg opin fyrir að eignast fleiri börn.

Kveðja, *vonin*

Felis | 12. mar. '15, kl: 21:23:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

ég sá bara auglýsinguna en það stakk mig hvernig var talað um að krakkarnir væri að hjálpa til á heimilinu til að létta undir fyrir mömmunni. Einsog pabbinn væri stikkfrír bara. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Anímóna | 12. mar. '15, kl: 21:33:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

Einhverra hluta vegna heitir þátturinn líka margra barna mæður sem mer finnst undarlegt, af hverju ekki bara „margra barna fjölskyldur“

Felis | 12. mar. '15, kl: 21:34:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

svo reyndar fór ég líka að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum þau hefðu efni á því að vera bara með eitt útivinnandi foreldri - sem væri kennari í þokkabót. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Anímóna | 12. mar. '15, kl: 21:45:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ja, það er góð spurning. Himinháar barnabætur?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 13. mar. '15, kl: 00:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég opnaði þennan þráð til að skrifa svona komment, en þú varst á undan mér :)


Mjög gamaldags og halló....

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

*vonin* | 12. mar. '15, kl: 22:01:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

M.a.s. eru þau með tíma fyrir sig sjálf og börnin passa á meðan hin börnin svo þau eigi tíma bara út af fyrir sig. Að vísu var talað um að pabbinn er duglegur við að gera við hluti og smíða hluti, t.d. eldhúsborðið þeirra.

Kveðja, *vonin*

gruffalo | 12. mar. '15, kl: 22:05:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Hversu oft þarf að gera við hluti vs. setja í þvottavél og almenn þrif? Think about it.

*vonin* | 12. mar. '15, kl: 22:28:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og börnin sjá um uppvaskið að mestu sem og þrifin. Skiptast á á vöktum. Hluti af börnunum var að baka brauð og gera hádegismatinn á meðan mamman var í viðtali við sjónvarpið, hinn hlutinn var uppi þar sem þau eldri (man ekki 8-9 ára) voru að sjá um þau yngri, lesa fyrir þau og svoleiðis

Kveðja, *vonin*

Frystikista | 12. mar. '15, kl: 22:43:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

þetta er brútal;/

Ziha | 12. mar. '15, kl: 23:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff..... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Myken | 17. mar. '15, kl: 08:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vildi óska að mér hafi tekist að ala mín börn svona vel upp..þó eru þau nokkuð góð..Myndi létta undir heila helling ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Eine kleine | 14. mar. '15, kl: 14:03:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pabbinn er útivinnandi. Mamman heimavinnandi.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

Felis | 14. mar. '15, kl: 16:37:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

þegar fólk á 9 börn þá er það mjög ósanngjörn verkaskipting (og óeðlileg og gamaldags)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Eine kleine | 15. mar. '15, kl: 15:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þeim finnst það greinilega eðlilegt og eru sátt við sitt.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 14:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

börnin vita auðvitað ekkert betur. Svo eru þau nú varla mikið spurð um hvernig þau vilji hafa hlutina. Fyrir utan að þau geta vel verið ósátt án þess að það hafi komið fram í þessu viðtali. Svona viðtöl eru meira pr heldur en algjör raunveruleiki.

Eine kleine | 17. mar. '15, kl: 23:15:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um foreldrana ekki börnin.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

gruffalo | 17. mar. '15, kl: 16:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er  það greinilegt?

Eine kleine | 17. mar. '15, kl: 23:16:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af því hvernig þau tala.

*************************
Pælið í því sem pælandi er í...

Glosbe | 18. mar. '15, kl: 00:02:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig vilt þú að þau að þau hafi þetta?

kærleiksbjörn | 16. mar. '15, kl: 20:27:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

reyndar er pabbinn í fullri vinnu og er smíðakennari í grunnskólanum í mínu sveitafélagi og hann er fyrirvinnan á heimilinu. 


Hann gerir ýmislegt líka á heimilinu eins og til dæmis með að smiða flest á heimilið til að rúma alla betur og nýta allt miklu betur. þannig að hann er ekkert stikkfrír. 


Börnum er kennt strax frá upphafi að það þarf að hjálpast að og þau gera það með ánægju því þau þekkja ekkert annað. Enda elsta barnð býr ennþá heima alveg að verða 20ára og hjálpar mikið til þegar að hún er ekki í skólanum og með vinum sínum.

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 20:38:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það getur vel verið að hann sé í fullri vinnu en so what? Maðurinn hefur feðrað 9 börn, honum ber skylda til að sjá um þau. Fyrir utan að börnin hans eru mörg hver í skóla og það í fullan skóladag. Elsta stelpan er í framhaldsskóla og í fullu námi myndi ég giska. Af hverju sleppa þá ekki börnin við að gera heimilisstörf eins og pabbinn? 


Nei málið er að ef þú eignast börn að þá er það þitt hlutverk að sjá um þau. Menn komast ekkert framhjá því bara af því að menn eru í fullri vinnu.

kærleiksbjörn | 16. mar. '15, kl: 20:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 24

Vandamálið er með þig Nói22 er að ef að það snýst ekki að ÞÍNUM hag þá eru allir fávitar miðað við hvernig þú svarar oftast í umræðum sem koma hingað inn.. 


Pabbinn er í vinnu og hann tekur fullann þátt í heimilinu með konu sinni þegar að hann kemur heim til sín. Elsta stelpan VILL hjálpa til og vill EKKI flytja að heiman hún VILL vera heima og hjálpa mömmu sinni og pabba með systkinin. 

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 20:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvar kemur það fram að hann tekur fullan þátt í heimilisstörfunum þegar hann kemur heim? Eins og hann talaði og eins og skemað sem sýnt var var sett upp að þá nei þá tekur hann ekki fullan þátt þegar hann kemur heim.

Myken | 17. mar. '15, kl: 08:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

heldurðu að þetta viðtal eða sjánvarpsþáttur sýni hvernig þetta er alla daga allan dagin..
Maðurinn minn gerir helling hérna heima enef við kæmumfram í tv þætti liti ut fyrir að henn gerði lítið sem ekkert.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 11:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu horft á þáttinn?

Myken | 17. mar. '15, kl: 12:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

nei það hef ég ekki enda ekki með Rúv..en ég geri mér grein fyrir að það sem gerist í sjónvarpi hvort sem það eru viðtölöl, raunveruleika þættir eða annað er ekki "allur" sanleikurinn. hlutir eru kliptir og skornir til

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er alveg rétt en ég myndi ráðleggja þér að horfa á þáttinn. Því að annars er ansi erfitt að tjá sig um þetta.

Myken | 17. mar. '15, kl: 12:41:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

s+ynist nú ansi marigr vera tjá sig hérna bæði með og á móti sem hafa ekki séð þáttin ;)


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:42:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og hverjir þá?

Myken | 17. mar. '15, kl: 12:50:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nenni ekki að fara í gegnum þráðin áftur..einhverjar sem sögðu þ.að jfnvel sjálfar ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég man allavega eftir einni og svo sagðist ein bara hafa séð auglýsinguna. 

Myken | 17. mar. '15, kl: 12:55:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er hægt að sjá þetta einhverstaðar á netinu


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 15:28:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko það á að vera hægt á vísis síðunni en þessi umræddi þáttur er ekki kominn inn ennþá. Fer vonandi að detta inn.

Myken | 17. mar. '15, kl: 14:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Ok búin að hrofa á fyrsta þáttin og kynninguna fyrir þáttin sem var núna. Og ég get ekkert séð að þessu systemi sem hun hefur á þessu. Greinilega að virka fínt fyrir þau.
Krakkarnir hafa greinilega gaman að þessu og finnst þetta ekkert mál og sjálfsagt. Vildi óska að ég væri jafn dugleg að halda mig við ákveðið prógram með þetta. 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 15:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Maður þarf samt eiginlega að horfa á allan þáttinn til að fá fulla mynd af þessu. Auglýsingin gefur bara litla vísbendingu.

LadyGaGa | 19. mar. '15, kl: 17:15:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vildi að ég gæti plúsað þig nokkrum sinnum fyrir þetta svar.

þreytta | 18. mar. '15, kl: 18:02:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hvernig veistu að pabbinn "sjái ekki um þau"? Sest hann með tær uppí loft þegar hann kemur heim? Þó svo að mamman og börnin skipti á milli sín þrifum og eldamennsku þá er bara ýmisslegt annað sem þarf að gera.

Grjona | 17. mar. '15, kl: 14:40:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það að hugsa um fjölda barna er rúmlega full vinna líka. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helgust | 12. mar. '15, kl: 21:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

það finnst mér óréttlát krafa, börn eiga ekki að ala upp systkini sín.
minnir mig á Duggar fjölskylduna!

Frystikista | 12. mar. '15, kl: 21:52:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er verið að leggja alltof mikla ábyrgð á svona unga krakka,, ;s. 

Kammó | 12. mar. '15, kl: 23:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Æ kommon þau eru ekkert að ala þau upp þó þau hafi ofan af fyrir þeim og lesi fyrir þau.

Nói22 | 15. mar. '15, kl: 18:08:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Jú þau eru að því. Ég var aldrei látin lesa fyrir mín systkin, hvað þá þrífa og vaska upp. Jú jú einstaka sinnum. En þetta var aldrei svona svakalegt.

Kammó | 15. mar. '15, kl: 23:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Það að þú hafir ekki þurft að lesa eða vaska upp daglega eða þrífa reglulega í þinni æsku þýðir ekki að þetta sé eitthvað rangt.
Konan er heimavinnandi og mér finnst mjög eðlilegt og nauðsynlegt að börnin hjálpi til.
Mín börn taka úr uppþvottavél, ryksuga, fara út með ruslið, taka til í herbergjunum sínum, fara út í búð og margt fleira, þetta heitir að taka þátt í heimilislífinu.

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 00:02:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

Jú það er rangt ef að börnin fá ekki að vera börn því að það er búið að setja þau í hlutverk uppalanda og þess sem þrífur og eldar af því að mamman ræður ekki við að ala upp börnin sjálf. Ef að mamman ræður ekki við að ala upp börnin sjálf og ef pabbinn getur lítið gert á heimilinu því að hann er alltaf að vinna að þá ætti fólkið ekki að vera að eignast öll þessi börn.


Ég er ekki að segja að börn eigi ekkert að taka til hendinni en þau eru samt börn. Og fólk á ekki að eignast fleiri börn en þau ráða við að ala upp sjálf. 

Kammó | 16. mar. '15, kl: 00:06:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En hvernig veistu að það er þannig á þessu heimili? 

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 00:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Af því að það kemur fram í þættinum að börnin eru látin hjálpa til frá unga aldri til að létta undir með mömmunni.

Trunki | 16. mar. '15, kl: 08:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Já þau hjálpa til, en eru ekki látin eyða öllum sínum tíma í húsverk.

___________________________________________

Snobbhænan | 16. mar. '15, kl: 14:49:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Mín börn eru látin hjálpa til frá unga aldri. Mér finnst það eðlilegasti hlutur í heimi.  Að taka til, að setja í uppþvottavél og taka úr henni. AÐ fara m óhreina þvottinn í körfuna og ganga frá  hreinum þvotti.


Að ryksuga gólf.


Að bera ábyrgð á þrifum herbergis.


Og svo auðvitað út m rusl og svoleiðis.


Mér finnst eðlilegt að börn létti til undir - finnst það bara hluti af uppeldinu að kenna þeim að taka þátt í því að halda heimili.

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 15:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Enda finnst mér ekkert að því. En það eru mörk og þessir foreldrar fara yfir þau big time.


Sonur minn getur t.d farið að ryksuga einhvern tímann en í dag er það ekki að fara að gerast.

Snobbhænan | 17. mar. '15, kl: 09:58:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jájá, hér með viurkennist að ég hef ekki séð þáttinn. Var svo sem bara að benda á að mér finnst það hluti af uppeldishlutverkinu að láta börn hafa hlutverk inn á heimilum og létta undir.  En öll börn verða að fá sinn eigin frítíma.

miramis | 16. mar. '15, kl: 18:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ég er alveg 100% sammála. En þegar fólk getur ekki lengur séð um uppeldi eigin barna án þess að setja hin börnin "í vinnu" þá ertu komin yfir þau mörk að geta séð um þetta sjálf. Mér finnst þetta ekki vera sami hlutur. 

kærleiksbjörn | 16. mar. '15, kl: 20:36:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Bæði mín börn hjálpa til við að gera heimilisverkin líka að skipta á sínum rúmum. Sonurinn gerir það einn enda að verða 12 ára og dóttirin fær aðstoð þegar að hún getur ekki gert það og hún er 6ára. Þau hjálpa mér með matinn og baksturinn. Þau fara út með ruslið, og margt fleira. Meira að segja strákurinn blautmoppar oft yfir gólfið ef ég er upptekin og get það ekki akkúrat þá. 


SAMT eru þau mikið úti að leika sér með vinum sínum eftir skóla og leikskóla 


Þetta var það sem ég gerði frá unga aldri og ekki var mér meint af 

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Grjona | 17. mar. '15, kl: 14:41:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Kammó | 16. mar. '15, kl: 19:09:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

En af hverju er það óeðlilegt?
Það kemur hvergi fram að þau geti ekki leikið við vini sýna vegna vinnuálags eða séu yfirleitt að sligast undan því.

Kammó | 16. mar. '15, kl: 20:02:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vini sína á það að vera ;)

kærleiksbjörn | 16. mar. '15, kl: 20:33:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það segir líka í byrjun þáttar að þegar að fréttamaður kom í heimsókn þá var VETRARFRÍ í skólanum og ALLIR heima annars er hún ein með yngstu börnin sem eru ekki komin í grunnskóla því að krakkarnir ganga ekki í leikskóla. Og þá er eðlilegasti hlutur í heimi að börnin hjálpi til á heimilinu.


Svo líka til að upplýsa þig meira um þau þá eru krakkarnir mikið úti eftir skóla og leika sér við vini sína. Þótt að þau hjálpi til á heimilinu þegar að þau eru heima þá er ekki þar með sagt að börnin séu alltaf heima. 

Ég er bangsi besta skinn.
Börnum veiti ylinn minn.
Kann ég kærleika að sá
Kærleiksbjörn ég kallast þá.

Höf: Mjallhvít og dvergarnir 5

♥ Orðin 2 barna móðir ♥


♥ Það er auðveldara að sjá flísina í augum annara en bjálkann í sínum eigin ♥

http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061027154143_7.jpg

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 20:42:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það sem ég er að segja að börnin virðast vera sett í hlutverk sem eiga að vera foreldra. Já já börn geta alveg hjálpað til á heimili en þetta er ansi mikið meira en það.


Ástæðan fyrir því að þetta er svona þarna er vegna þess að mamman ræður ekki við allt ein (enda pabbinn ekki mikið að gera) og þá er ábyrgðin sett á börnin. Og mér finnst það bara ekki í lagi. Ef að þau geta ekki haldið heimili án þess að reiða sig svona mikið á börnin að þá hafa þau eignast of mikið af börnum. 

Lilith | 17. mar. '15, kl: 11:15:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú getur haft þína hentisemi, þessari fjölskyldu hentar annað. 

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 11:52:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei þessum foreldrum hentar annað.

Lilith | 17. mar. '15, kl: 11:53:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Ah, ég gleymdi að þín leið er alltaf sú rétta.

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 11:56:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Telur ekki hver sína leið rétta?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 11:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Eflaust flestir, en ekki allir telja allar aðrar leiðir rangar.

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:00:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er rangt að láta börnin taka svona mikinn þátt. 

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Afhverju ert þú hæfasti dómarinn?

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:01:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Um hvað ertu eiginlega að tala?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:04:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Nú, þú ert að dæma uppeldisaðferðir og heimilishald þessarar fjölskyldu sem kolranga. Hvað gerir þig hæfa til þess? þekkir þú fjölskylduna? Eru þessu börn mjög óhamingjusöm og vanrækt? Hafa skólar og leikskólar áhyggjur af þeim?

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:04:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju ertu í svona mikilli vörn fyrir þessa fjölskyldu?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:07:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 18

Mér bara leiðast sjálfskipaðir dómarar sem þykjast vita allt betur en aðrir. Sérstaklega þegar þeir þekkja ekkert til í raun.

Blah!

 
Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:07:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Again, af hverju ertu í svona mikilli vörn fyrir þessa fjölskyldu?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:08:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég var að svara því. Skildirðu þetta ekki?

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:09:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Ekki alveg verð ég að segja. Þú virðist vera alveg ægilega mikið í vörn fyrir þau. Þekkirðu þau?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:12:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Þekki þau ekki neitt, en dettur ekki í hug að dæma þau fyrir að hafa sitt heimilishald svona. Get ekki séð að þessi börn séu eitthvað ægilega illa haldin eða illa farið með þau.

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ókei þá ert þú með þá skoðun. Ég er með aðra. Deal with it. 

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:15:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Úúú, þú ert svo mikill töffari. 

Again, hvað gerir þig að hæfasta dómaranum?

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:16:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Líður þér eitthvað illa?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:16:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ok, þú getur sem sagt ekki svarað. Allt í lagi.

Blah!

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 12:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég spyr aftur, líður þér eitthvað illa?

Lilith | 17. mar. '15, kl: 12:18:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Takk fyrir að sanna mál mitt.

Blah!

LadyGaGa | 19. mar. '15, kl: 17:21:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau voru einmitt svo róleg og undu sér einstaklega vel.  Ég dáðist að þessari fjölskyldu.

Myken | 17. mar. '15, kl: 08:17:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég las, passaði, þreif og eldaði og tel mig bara hafa lært af því..Ég var að minnstakosti betur búin udnir að flytja að heiman en margir bekkjafélagar minir sem þurftu ekki að gera neitt

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 17. mar. '15, kl: 10:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

ég gerði afskaplega lítið af þessu og ég var bara ágætlega búin undir að flytja að heiman. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Myken | 17. mar. '15, kl: 10:53:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þó þú hafir komið nokkuð vel frá þessu þá á það alls ekki við um alla.
Allir hafa gott af því að læra að hlutirnir gerist ekki að sjálfum sér og ætlast til að allir aðrir og þá sérstaklega foreldrar geri hlutina fyrir sig.
Er ég var að vinna í heimaþrifum fyrir gamalt folk er ég var 19 ára var mér sagt frá öðrum stúlkum sem komu að þrýfa hjá þeim sem kunnu ekki og þá meina ég bókstaflega vinda tusku.
Þegar börn þurfa að gera eitthvað af verkunum sjálf þá bæði læra þau að gera það og eins eru meiri líkur að þau beri meiri virðingu fyrir því sem er gert.

Þetta þarf ekki að vera barnaþrælkun heldur meiri hluti af því að alast upp og þroskast og læra.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Felis | 17. mar. '15, kl: 10:58:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ég er bara alls ekki á því að það sé algilt. 


Annars sá ég ekki þáttinn heldur bara auglýsinguna. Þetta var einsog að fylgjast með heimili fyrir 60-70 árum síðan. 


Það er líka stór munur á því að þurfa að gera eitthvað af verkum og að vera með fasta vakt í eldhúsinu þar sem 10-12 ára krakki þarf kannski ekki bara að taka ábyrgð á því að að elda eða vaska upp heldur líka að taka ábyrgð á því að kenna litlu systkinum sínum, sem eru jafnvel enn hálfgerðir óvitar. Það finnst mér hrikalegt. 


Og svo er alveg vitað mál að gamalt fólk nöldrar yfir ungu fólki ansi oft alveg sama hversu vel það gerir. Ef það er ekki með réttu klippinguna eða klæðir sig á ákveðinn hátt þá var unga fólkið bara ómögulegt. Það hefur sem betur fer skánað en fólk sem var gamalt þegar við vorum unglingar það var oft ótrúlega fordómafullt og hreint út sagt hundleiðinlegt við ungt fólk - sérstaklega ókunnugt ungt fólk sem átti að gera eitthvað fyrir það. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Myken | 17. mar. '15, kl: 11:07:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

ég er ekki að tala um hárgreiðslu eða fatnað heldur um ungar stulkur sem kunnu bókstaflega ekki að vinda tusku. Kreystu þær aðeins og voru svo að nota þær RENANDI blautar þart sem ekki má hafa renandi blaut..og þetta var bara fyrir rétt 20 árum siðan.

og að kenna krökkum byrjar leið og þau fæðast eða það er mín skoðun. ÞUm leið og við leyfum þeim að ganga með bleyjuna sína í rusliuð sjálf eða hjálapa til við að tína úr uppþvottar´velini þá erum við að kenna þeim og svo með tíð og tima stækka hlutverkin og abyrgiðn eftir aldri og getu.

ég reyndar sá ekki heldur þennan þátt, bý ekki á íslandi og er í raun bara tala ut fra sjálfum mér. í dag er elsta mín 21 í seft og yngsta verður 8 í jul ;)

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Kentár | 17. mar. '15, kl: 10:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Einmitt sama hér. 
Ég tók oftast til í herberginu mínu, en foreldrar mínir hjálpuðu mér oftar en ekki. Setti diskinn minn í uppþvottavélina þegar ég var búin að borða (þegar ég var hætt að vera smábarn) og byrjaði að þvo fötin mín þegar ég var í menntaskóla. Ég get alveg sagt að ég var bara mjög vel undir það búin að flytja að heiman, enda fannst mér mörg heimilisverk bara mjög spennandi þegar ég fór að reka eigið heimili.


En annars var maðurinn minn alinn upp við að hjálpa endalaust til heima hjá sér, mikil fýlustjórnun þar á bæ ef hann bauðst ekki til að hjálpa til sem barn. Honum finnst hann enn í dag eiga endalaust að bjóðast til að hjálpa til, ég er einmitt að hugsa til hans barnæsku þegar ég les sum inleggin hérna. Hann fann fyrir miklum kvíða í sambandi við ábyrgð sem hann tók á litlu systkinum sínum og sjálfum sér og er enn í dag að vinna úr sinni meðvirkni sem að miklu leyti stafar af þessu uppeldi.

Felis | 17. mar. '15, kl: 11:03:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég einmitt þurfti að taka til í herberginu mínu einstaka sinnum, ég lærði líka alveg að vaska upp og setja í þvottavél og svoleiðis þó að það hafi ekki verið eitthvað verk sem ég átti. Ég hengdi líka upp þvott og gerði allskonar hluti, og ég gerði líka allt til að komast hjá því að gera þessa hluti. En þegar ég flutti að heiman þá vissi ég alveg hvað þyrfti að gera og hvernig - og við hvern ég ætti að tala ef mig vantaði einhverjar upplýsingar. Ég hef alltaf verið afskaplega sjálfbjarga. 


Kærastinn minn þurfti svo að gera allskonar verk á sínu æskuheimili, hann hefur svosem ekki slæmar minningar af því og finnst bara notalegt að dunda sér en hann er samt miklu blindari á það sem þarf að gera. Og miðað við sögur af því þegar hann fór að búa sjálfur þá var hann frekar lélegur í því. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Mangan | 23. mar. '15, kl: 10:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þurftir þú bara að taka til í herberginu einstaka sinnum?

Charmed | 17. mar. '15, kl: 09:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Er ég þá hræðileg móðir vegna þess að stelpurnar mínar hjálpa hérna heima?
Börn hafa gott af því að læra að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér og að það sé ekki sjálfsagt að fá 100% þjónustu.
Fyrir utan það að þá taka létt heimilisverk ekki mikinn tíma frá krökkum.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 11:55:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er enginn að segja að börn eigi ekkert að taka til hendinni. Minn sonur t.d hjálpar mér eins ungur og hann er með að brjóta saman þvott, setja í og taka úr uppþvottavél, elda og baka etc. 


Við erum ekkert að tala um að börn eigi ekkert að gera. en þarna var þetta bara á allt öðru leveli.

Lilith | 17. mar. '15, kl: 11:14:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég og bróðir minn tókum mikinn þátt í svona verkum með yngri systur okkar. myndi aldrei viljað hafa haft það öðruvísi. Dásamlegur tími og samvera.

Blah!

Máni | 12. mar. '15, kl: 21:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara eins og í gamla daga

Grjona | 14. mar. '15, kl: 10:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei Snobba, það er dugnaður að eiga mörg börn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 10:34:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég gubba þegar fólk segir að ég sé dugleg með mín 3.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Grjona | 14. mar. '15, kl: 10:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Helgust | 14. mar. '15, kl: 13:54:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

og þau eru öll gjöf Guðs

Grjona | 14. mar. '15, kl: 13:54:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og koma þegar þau eiga að koma.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 13:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og svo mikil hamingja að þau séu heilbrigð og ófötluð.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Helgust | 14. mar. '15, kl: 14:37:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

svo geta elstu börnin tekið á móti þeim yngri þegar þau fæðast, því þau koma bara þegar þau eiga að koma 

fálkaorðan | 14. mar. '15, kl: 14:40:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elstan mín tók á móti bræðrum sínum.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 16:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvernig þá? Ertu að meina að þau hafi verið í hlutverki ljósmóður??

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Ice1986 | 12. mar. '15, kl: 17:13:26 | Svara | Er.is | 23

Ég held ekki. Mig langar líka að sjá hann. Fannst fyrsti þátturinn mjög góður. 


Horfði hins vegar á klippuna úr honum og það fór rosalega í mig þegar konan segist ekki skilja afhverju konur taki vinnu fram yfir börnin sín. Ég held að það séu fáir sem gera það en fólk hefur kannski gaman af störfunum sínum og langar að geta veitt fjölskyldunni sinni gott fjárhagslegt öryggi. 
Hef svo sem ekki séð þáttinn og séð allt samhengið en mér fannst þetta voða hrokafullt eitthvað af henni. 

tjúa | 12. mar. '15, kl: 17:27:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Æ, sagði hún það? 
Ég t.d. tek ekki vinnuna fram yfir börnin mín at all. Ég aftur á móti er að nærast á því að vera innan um fólk eftir að hafa verið af vinnumarkaði í mörg ár. Ég tel mig vera að gera börnunum mínum stóra greiða með því að halda áfram að mennta mig og stefna eitthvert í lífinu. Þá er mér sama hver stefna annars fólks er, en ég hef mína ákveðna stefnu, sem er ekkert háfleyg eða neitt, heldur bara að komast í öruggt starf sem hentar mér. Ég vil heldur ekki vera slipp og snauð á gamalsaldri með engar lífeyristekjur og ekkert net. 

Hula | 12. mar. '15, kl: 17:40:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég horfði á þáttinn og mig minnir að þessi ummæli hafi komið í kjölfar þess að rætt var um að eitthvað stórt erlent þekkt fyrirtæki (man ekki hvaða) hafði boðið starfskonum sínum að frysta egg til að hægt væri að fresta barneignum.  Var nú reyndar eitthvað hálfsofnaði yfir þættinum og man þetta ekki alveg.

Frystikista | 12. mar. '15, kl: 18:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sá þáttinn, er algjörlega sammála þér, fannst frekar hrokafullt af henni að láta svona útúr sér, lika þegar þau bæði sögðust vera orðin þreytt á ónærgöngulegum spurningum frá fólki út í bæ. Þá getur hún auðveldlega dæmt aðra. 
Eins fannst mér alltof mikil ábyrgð lögð á börnin.. En engu að síður vel upp alin börn...

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 18:36:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst þetta ekkert endilega of ,ikil ábyrgð á börnin og á móti læra þau að bera ábyrgð.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 13. mar. '15, kl: 18:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Ég var einmitt að hugsa það líka, þetta er ekkert of mikil ábyrgð. Meina mínar eru bara þrjár og þær hjálpa mér með öll heimilisverk hvort sem það er að setja í þvottavél, þurrkara, uppþvottavél eða ganga frá úr þessum tækjum.
Eins hafa þær verk eins og að þrífa hurðahúna, ljósrofa og dyrakarma svo eitthvað sé nefnt.
Og ekki heyri ég þær kvarta, ein þeirra meira að segja reynir alltaf að vera fyrst að þvottavélinni þegar ég nefni það að nú eigi að setja í vél svo gaman finnst henni að flokka þvottinn og setja í vélina.
Ég hef reyndar ekki enn leyft þeim að setja þvottaefnin í þvottavélina eða uppþvottavélina.
Börn hafa bara gott af ábyrgð svo lengi sem þetta er líka gaman og þau fá laun í einhverri mynd (alltaf hrós og svo t.d. klukkutími í tölvunni eða eitthvað annað sem er eftir sóknarvert) fyrir vinnu sína.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 18:59:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Frystikista vill kanski senda BVN á þig. Mér finnst ekkert að þessu, mín eru nýfarin að setja efnin sjálf í þvotta og uppþvottavélina og þau eru 14 og 16 ára.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 13. mar. '15, kl: 19:02:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hahah jah ég held það bara miðað við að ég fæ mínus fyrir svar mitt. En fólk hefur missjafnar skoðanir og svo lengi sem ég er ekki að pína eða neyða mínar stelpur til að taka þátt bið ég þær um að taka þátt.
Við græðum meira að segja gæða tíma saman ég og sú sem aðstoðar hverju sinni :)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 19:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég gaf þér óvart viljandi mínus ha ha ha, þáð sjást ekki táknin og ég hélt að plúsinn væri hægrameginn sem ég áttaði mig strax á að væri ekki rétt.

Þetta er góður tími sem maður kennir börnunum sínum ábyrgð. Sonur minn fær stundum að kaupa tölvuleiki á netinu og hann borgar það með extra heimilisstörfum í x tíma. Það er ekkert frítt í þessum heimi en hann tekur fyrir utan þetta reglulega úr uppþvottavélinni eða setur í hana.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Charmed | 13. mar. '15, kl: 19:09:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lol ok ;)
En já ekki viljum við að börnin okkar standi uppi án nokkurrar þekkingu þegar þau fara að heimann um hvernig á að halda heimilinu við svona eins og ég þegar ég fór að kvarta undan lykt í þvottavélinni minni heheh þá bara fór það framhjá mér að mamma þrifi gúmmíhringinn eftir hvern þvott svo ég vissi ekki neitt  :)

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 19:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega, mitt markmið er að börnin mí geti verið sjálfbjarga með allt þegar þau flytja að heiman, sama hvort þau eru strákar eða stelpur. Það tóks með eldri strákana, þeir voru þvottavéla og eldhúsfærir þegar þeir fluttu.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

strákamamma | 13. mar. '15, kl: 19:35:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

ég er svo svakaleg að mér finnst það skylda og ábyrgð okkar foreldra að neyða börnin okkar til þáttöku á eigin heimili...


Þetta verða fullorðnir einstaklingar einhverntíma sem þurfa að kunna þessa hluti.   Minn sem verður 13 í nóvember sér sjálfur um sinn þvott...fær auðvitað leiðsögn og svoleiðis ef hann þarf en hann sér um þetta sjálfur

strákamamman;)

Steina67 | 14. mar. '15, kl: 00:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég er sammála þér í því og verð með þér í greinilega leiðinlega liðinu

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Allegro | 14. mar. '15, kl: 10:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega.
Ég reyni að gefa börnunum tíma og nennu til að hjálpa til við heimilisstörfin þó mér langi stundum til að drífa þau af sjálf. 

dekkið | 14. mar. '15, kl: 13:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Eg er brútal íþessu. Minn næstum 9 ara er vakin hálf sjö á morgnana. Sér alveg um að fá sér að borða, hafa til ofan í tösku sem þarf, gerir nesti og skipurleggur daginn sinn miðað við hvað hann er að æfa eftir skóla. Sturtar sig líka sjalfur. Hann sér líka um að þvo af sjálfum sér. Hjálpar mér að brjóta saman fötin sín og gengur sjalfur frá þeim. Hann ryksugar stundum og sér alveg um að sjónvarpsholið og andyrið sé fínt. Hann er ótrúlega duglegur að hjálpa til með matinn og að leggja á borð og ganga frá. Finnst þetta bara hluti af því að gera hann að sjálfstæðum einstaklingi sem getur reddað sér einn í framtíðinni. Hann sýnir líka áhuga og þá leggur maður meiri áherslu á að kenna honum.

alboa | 14. mar. '15, kl: 13:52:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Börn þurfa nú líka að fá að vera börn. Það er eitt að kenna þeim ábyrgð og annað að gera þau íþyngjandi.


kv. alboa

dekkið | 14. mar. '15, kl: 13:59:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það er ekkert iþyngjandi með það sem hann gerir. Hann vill þetta sjálfur. Hann er aldrei einn að gera þessa hluti. Hefur sig til í eldhúsinu meðan pabbi hans hefur sitt til svo þeir eru að gera þetta saman. Þegar hann setur í þvottavél er ég hjá honum. Hann vill sjálfur oft hjálpa okkur að elda matinn og við kennum honum þegar það á við. Allir á heimilinu hjálpast svo við að leggja á borð og ganga frá eftir matinn. Hvort sem sá aðili er 5 ára eða 35 ára. Varðandi að hann hafi ábyrgð með að taka til frammi á gangi þá er það aldrei neitt vandamál nema kannski að raða skónum eftir sjálfan sig eða ganga frá húfu. Trúðu mér hann er mikið barn og leikur sér mikið og hefur gaman. 


Þegar e´g les yfir þetta er eins og hann sé að allan daginn og að ég sagðist vera brútal var ég nú að meina það í djóki því mér finnst hann ofurduglegur að vera sjálfstæður. Hann setur í þvottavél föt af sér einu sinni í viku ;) Þarf ekki oftar. En hann hefur alltaf verið rosalega ábyrgðarfullur varðandi sjálfan sig á morgnana á virkum dögum og sé ekkert að því að hann geri þetta sjálfur. Að sjálfsögðu förum við foreldrar svo yfir þetta með honum, hvort hann sé ekki með allt. Hann finnst bara gott að klára þetta sjálfur og vakna snemma og fá að leika sér eða spila í tölvu áður en hann röltir í skólann. Hann er A manneskja og vaknar alla daga klukkan sjö.


En eins og ég sagði hann er ekki einn að gera þetta. Við erum alltaf nálægt eða með honum og því verður þetta gæðastund með okkur foreldrum í leiðinni.

Ziha | 14. mar. '15, kl: 14:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvort vaknar hann hálfsjö eða sjö?  Er hann vakinn hálf sjö en vaknar samt ekki fyrr en sjö eða?  Ekki það að það skipti öllu sko....... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

æj nei hann er vakin hálf sjö. Átti að standa að hann vaknar UM sjö. Gleymdi að setja sjö. Hann vaknar við það að pabbi hans segir Góðan daginn xxx og við það er hann komin á fætur.

Helgust | 14. mar. '15, kl: 14:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ertu að reyna krafsa yfir það sem þú skrifaðir?

Helgust | 14. mar. '15, kl: 14:38:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nkl, það má flétta saman ábyrgð og barnæsku.

Alpha❤ | 14. mar. '15, kl: 16:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég man þegar ég var barn og ein stelpa í skólanum átti mörg systkini og alltaf þegar einhver vildi leika við hana eftir skola þá gat hún það ekki því hún þurfti að fara heim og gera húsverkin sín (allir með sína verkaskiptingu). Meðal annars setja í uppþvottavél, ryksuga, taka til, gefa systkinum að borða og fleira og hún barn sjálf. 

Helgust | 15. mar. '15, kl: 15:36:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

sorglegt

Alpha❤ | 15. mar. '15, kl: 15:44:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

já mér finnst það :S og man hvað krökkunum fannst það leiðinlegt. Hlytur að hafa veirð leiðinlegt fyrir hana þegar vinkonurnar fóru að leika sama eftir skóla en hún heim að gera húsverkin sín... 
Sorry en mér finnst þetta ekki í lagi og margt hér sem konurnar segja ekki í lagi:S 

Góa | 17. mar. '15, kl: 15:56:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég átti líka vinkonu í grunnskóla sem þurfit að gera þetta en hún átti ekki mörg systkini, held að þetta sé bara mismunandi uppeldisaðferðir og kannski verið það sem stelpan notaði til að koma sér hjá því að gera eitthvað með vinunum.

Ég minnist þess einmitt að meira að segja í hennar eigin afmæli fékk hún ekki frí frá því að þurfa að taka eitthvað til, á meðan við vinkonurnar biðum í herberginu hennar og skildum eiginlega ekki hvað hafði gerst. Það er hægt að fara með allt í öfgar.

Ekkert í þesssum þætti gaf hins vegar til kynna að þetta væri svona hjá þessari fjölskyldu.

Alpha❤ | 17. mar. '15, kl: 16:09:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég man eftir að við vinkonurnar fórum stundum með henni heim og hjálpuðum henni með húsverkin svo hún gæti verið fljótari og komið eitthvert með okkur. Var engin afsökun. 

Nói22 | 15. mar. '15, kl: 18:14:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Akkúrat. Að setja svona ábyrgð á barn/börn er ekki eðlilegt. Það er verið að taka svona mikið af barnæskunni með því að setja barnið sífellt í hlutverk uppalands og í að þrífa og elda. börn eiga að fá að vera börn og fá að vera að leika með vinum sínum (innan vissra marka auðvitað).

Nola | 15. mar. '15, kl: 19:58:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég þurfti alltaf að sjá um heimilisverk og passa systkin mín og samt á ég ekki mörg systkin. Fannst það alveg ömurlegt, gat aldrei farið út að leika eftir skóla.
Börnin mín aðstoða við heimilisverk en bara af og til svo þau læri að sinna heimilisverkum og séu tilbúin að aðstoða þegar þess gerist þörf. Þau fá vasapening vikulega fyrir að fara með blaðarusl í blaðatunnuna og halda herbergjum sínum hreinum. Annað gera þau þegar mér dettur til hugar að fá aðstoð. 

Nói22 | 15. mar. '15, kl: 20:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat. Mér finnst eðlilegra að barnið geri eitthvað þegar foreldrið biður það. Eins og sonur minn. Ég bið hann oft um að hjálpa mér að brjóta saman þvott með mér (pabbi hans gerir það líka). Eða að við setjum saman í uppþvottavélina/tökum úr henni saman. Eða að við bökum saman eða eldum saman. En það er engin dagskrá og ekkert plan eða einhver fyrirfram ákveðin húsverk sem hann þarf að ljúka.

Snobbhænan | 16. mar. '15, kl: 14:50:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minir EIGA að taka úr uppþvottavél og setja í hana, þeir eiga sína ryksugudaga og så videre. 

Felis | 16. mar. '15, kl: 08:11:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

það eru svona krakkar til í dag, þeir eru samt yfirleitt ekki að gera húsverk heldur á íþróttaæfingum. 
Sonur minn á alveg nokkra svona vini, þeir geta aldrei leikið eftir skóla því að þeir eru stanslaust á einhverjum æfingum og námskeiðum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alpha❤ | 16. mar. '15, kl: 11:21:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er samt eitthvað sem þeim þykir gaman og oft er félagslegt. Það er ekkert félagslegt að fara heim einn að þrífa.

Felis | 16. mar. '15, kl: 19:20:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er reyndar hellings félagslegt að vera heima með böns af systkinum og vinna húsverkin með þeim - það gerir þetta ekkert betra samt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

leigubílstjóri dauðans | 16. mar. '15, kl: 14:43:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það skyldi þó ekki vera að þeim þyki gaman á þessum æfingum?
Skondið að líkja íþróttaæfingum við húsverk.

-----

Felis | 16. mar. '15, kl: 14:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 19

mér finnst fáránlegt að börn á yngsta stigi grunnskólans eigi ekki frítíma, hvort sem það er vegna íþróttaæfinga eða húsverka. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

miramis | 16. mar. '15, kl: 18:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. 

Frystikista | 16. mar. '15, kl: 14:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er fáránlegt að líkja þessu saman. Það kom fram í þættinum að börnin gætu ekki verið í tómstundum eða íþróttum og aðeins elsta barnið hefði lært á píanó og væri að kenna þeim yngri sem langaði líka að læra á hljóðfæri

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 17. mar. '15, kl: 00:44:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er hrikalegt að láta þá ábyrgð að kenna á hljóðfæri í hendurnar á krakka sem hefur lært eitthvað smá.... 

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 11:56:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eh já. Ég kann að spila á píanó en það gerir mig ekki að góðum kennara. Hvað þá þegar ég var yngri.

assange | 14. mar. '15, kl: 14:34:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sjit.. Greyid krakkinn.. Ert tu bara sofandi a medan?

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:36:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

A meðan hvað? Lestu svarið mitt við Alboa hér fyrir ofan. Þar kemur fram að barnið er með pabba sínum að fá sér morgunmat og hafa sig til fyrir skólann þó svo að hann geri sjálfur að útbúa nestið sitt og setja leikfimis/sundföt í tösku. Pabbinn er alltaf frammi með honum þegar hann gerir þetta. En já ég sef sjálf til sjö þó þeir vakni hálf sjö og er komin fram þegar pabbinn fer í vinnu, þannig barnið er aldrei eitt.

Allegro | 14. mar. '15, kl: 14:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvað heldur þú að hrjái barnið?
Hvaða máli skiptir hvað mamman er að gera á meðan? Skiptir öllu hvort hún sé að græja sig til í vinnu, sinna yngri börnum, sofa eða skúra.

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:47:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eg játa það alveg að ég er SOFANDI þegar hann græjar sig ;) En hann er með pabba sínum frammi og þeir eiga mjög góða feðgnastund saman á meðan við mæðgur erum enn í rúminu

Allegro | 14. mar. '15, kl: 14:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannast vel við svona morgna. Ég reyni að koma morgun rútínuni snemma í þennan farveg, þ.e að hver sjái um sjálfan sig. Ég er með aðeins frjálsari vinnutíma en aðrir á heimilinu og því er mikilvægt að hlutirnir gangi án mín. 

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:59:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. En svo er yngsta barnið sem verður sex ára í sumar allt öðruvísi. Hún á mjög erfitt með að vakna. En það er örugglega því hún þarf að taka svefnlyf og þau gera hana þyngri ámorgnana. Og ég þarf að vekja hana oft og mörgum sinnum. Mjög oft þarf ég bara að klæða hana svo hún komi á réttum tíma í leikskólann. Finnst skipta svo miklu máli að koma rútinu á hana áður en hún fer í skóla svo þetta verði ekki vesen þá. Þess vegna erum við líka aðeins lengur í rúminu því margar nætur hjá okkur fara í flakk og að reyna fá hana til að sofa.


Hann er bara svo ótrúlega duglegur! Ef hann t.d. sér mig binda ruslapoka þá kemur hann mamma á ég að fara út með ruslið fyrir þig. Eða ef það er hakk í matinn, mamma má ég elda hakkið. Mamma má ég gera samlokur og þá vill hann gera fyrir alla. Finnst svo frábært hvað hann hefur mikinn áhuga á að gera hlutina sjalfur og svo auðvitað hjálpast allir að hér heima eftir getu og aldri. Þetta er mikill munur frá því hann var þriggja ára og sagði að það væri bara konur sem ættu að þrífa og elda :/ Verst er að yngsta er algjör dekurrófa og er bara nýbúin að læra hvernig á að kveikja á sjónvarpinu sjálf. Hún er mjög ósjálfsætð miðað við hin börnin.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 16:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Fólk er fáránlega dómhart hérna.... spurning hvort afstaðan myndi mildast svolítið ef þetta væri 9 ára stelpa sem vaknaði með mömmu sinni og tæki til nesti og leikfimisdót undir eftirliti mömmu sinnar

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

assange | 15. mar. '15, kl: 18:00:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei breytir engu.. Upphafsinnleggid hja dekkinu kom mjog illa ut fyrir hana og tad var tad sem eg var ad svara.. Hun dro verulega ur og breytti i naestu innleggjum

Allegro | 15. mar. '15, kl: 18:03:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Ég held að málið hafi líka verið að sumir hafi verið að oftúlka það sem hún skrifaði.

dekkið | 15. mar. '15, kl: 21:27:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já maður gleymir stundum að kaldhæðni nær ekki alltaf í gegnum internetið.....

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 18:11:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 13

Alls ekki. Fólk dró þá ályktun að foreldrarnir (allavega mamman) væru bara sofandi. Enginn gerði rað fyrir því að PABBINN væri kannski í uppeldishlutverkinu *ANDKÖF*

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

assange | 15. mar. '15, kl: 18:42:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tad var ekkert i textanum sem benti til annars en krakkinn vaeri einn

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 19:04:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Nei, það stendur að hann sé vakinn. Hvernig er hann vakinn ef allir eru sofandi?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

assange
Grjona | 15. mar. '15, kl: 20:07:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Í fyrsta innleggi segir hún reyndar þetta:

Minn næstum 9 ara er vakin hálf sjö á morgnana. 

Vakinn.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 20:53:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Áttu eitthvða erfitt...?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Innkaupakerran | 16. mar. '15, kl: 08:55:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki sá ég það. Skildi vel hvað hún meinti. Datt ekki í hug að barnið væri eitt.

strákamamma | 15. mar. '15, kl: 22:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

við erum oft bæði sofandi á meðan minn sem er 12 ára fær sér morgunmat.   stundum er hann farin þegar við vöknum ef við vöknum kl 7, ef við þurfum að vakna fyrr þá erum við að hafa 0kkur og litlu strákana til á´meðan hann er að klára að græja sig og koma sér út. 


8áringurinn sem verður 9 í sumar hann græjar sig líka alveg sjálfur nema hvað við græjum nestið hans enn sem komið er.   Hann er yfirleitt klæddur og komin á ról þegar við vöknum, búin að fá sér að borða og alles, líka þegar við þurfum að vakna kl 6.   hann er úber morgunmanneskja.  

strákamamman;)

dekkið | 15. mar. '15, kl: 21:27:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Eg skil ekki hvað ég dró úr. Hann er vakin kl hálf sjö af pabba sínum. Hann fær sér sjálfur morgunmat og býr til nestið sjálfur. Hann sér sjálfur um það að hafa til leikfimisfötin og að allt sé í skólatöskunni. Hann sturtar sig sjálfur þegar sturtudagar eru (kveikir á sturtunni því hann er búin að læra að stilla hana og sér um það sjálfur), hann ryksugar stundum (stundum þýðir ekki alla daga eða endilega 1 x í viku), hann  hefur það hlutverk að sjá um að holið og tv holið sé ekki út í drasli. ( það þýðir samt ekki að það sé brjálað drasl þar og þurfi að taka til þar á hverjum degi), alveg eins og systir hans hefur sín verkefni, hann hjálpar oft við að elda enda finnst honum það gaman. Ef hann eldar sjálfur þá er hann ekki einn við það. Hann leggur á borð og tekur af borðinu, eins og systir hans og við foreldrar. 


Ég dró ekki úr neinu en ég þurfti greinilega að útskýra það að hann er ekki einn að gera þessa hluti heldur er annað hvort ég eða pabbi hans með honum. Einnig þurfti ég ða útskýra það að þessir hlutir eru ekki margir klt af hans degi og að hann situr ekki heima og þrífur og sinnir systir sinni heldur er eins og hvert annað barn. Leikur sér óhemjumikið með sjálfum sér eða vinum sínum.


En ég skil alveg að kaldhæðnin sem átti að koma þarna með brútal orðinu hafi verið tekin bókstaflega og að hægt sé að miskilja þetta. En ég missi ekki svefn þó fólk finnist ég vera taka barnæskuna af barninu mínu því að klt af hans dag fer í það að sinna sínum verkum/sjalfum sér hér heima.

Helgust | 14. mar. '15, kl: 14:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta finnst mér nær vanrækslu en sjálfstæði, sorry

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:39:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

HVar er vanrækslan? 
Lestu það sem ég skrifaði aðeins neðar. Barnið er aldrei eitt að gera þessa hluti heldur með mér eða pabba sínum.

Helgust | 14. mar. '15, kl: 14:41:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það kom fram síðar eftir að fólk svaraði fyrra innlegginu

dekkið | 14. mar. '15, kl: 14:43:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Já ég veit það. Enda sagði ég sjálf að þetta kom ekki sem best út eins og ég kom þessu frá mér. Að ég skrifaði að ég væri brútal í þessu átti að vera kaldhæðni við svörin hér fyrir ofan. Þetta eru ekki fangabúðir. Heldur voða venjulegt heimilislíf þar sem allir taka þátt eftir getu. Hann vill bara gera meira en ég hef yfirleitt látið bróður hans gera á þessum aldri. Annars hefur þú nýlega komið heim til mín. Spurning hvort þér fannst ég algjör harðstjóri varðandi börnin ;)

strákamamma | 15. mar. '15, kl: 22:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

vá...það finnst mér ekki.    mér finnst það nær vanræsklu ef að 8 ára gamalt barn getur ekkert gert sjálft. 

strákamamman;)

Felis | 16. mar. '15, kl: 08:14:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það er munur á að gera allt sjálfur og að geta ekkert gert sjálft. 
Mér finnst eðlilegt að hafa einhvern milliveg. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Myken | 17. mar. '15, kl: 11:18:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hehe ég vek min kl 6 þau eru misdugleg að koma sér á fætur samt sem áður, þau fá oftar en ekki að gera sitt eigið nesti og fá sér morgunmat. Sturta sig sjálf og gera töskur tilbúnar og líka íþrótta og leikfimisföt. Þessi elsta þarf að vera farin út kl 7:15 þar sem hun þarf að ná rútuni kl 7:40 og ef eg er ekki á leiðinni út og hún biður mig að keyra sig þá segi ég nei. Vegna þess að ef hún er sein þá er það vegna þess að það tók hálftíma að draga hana á fætur ;)..Svo hún fær að ganga niður eftir 500M ca. og ef hún missir af rútunni fær hún að ganga uppeftir aftur svo get´eg keyrt hana. Já ég veit að þetta er refsing.
Stundum þarf ég að fara út úr húsi kl 6 þar sem ég þarf að keyra í vinnuna og vek þau þá áður en ég fer út. Og þau eru það sjálfstæð með þetta að ég veit að þau geta gert sig sjálf tilbúin án þess að ég þurfi að hafa áhyggjur. Ef þau væru ekki svona sjálfstæð og eins ef þau hefðu sérþarfir þá gæti okkar heimilishald ekki gengið upp þar sem ég vinn mikið vaktavinnu og maðurinn minn mikið í burtu.
Ef eg þarf ekki að fara út á undan eða á sama tíma og þau þá geri ég oft nesti fyrir þau og það er líka allt í lagi.

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

gruffalo | 12. mar. '15, kl: 21:27:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Lol hvaða hundrað ára gamla viðhorf er það eiginlega. Sumir vilja vinna og sumir hafa ekki val um annað en að vinna allan daginn, efast ekki um að það séu margir þarna úti sem vildu óska þess að geta bara unnið 5-6 tíma á dag í staðinn fyrir 8-9.

Steina67 | 13. mar. '15, kl: 18:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Sumir eru vinnualkar og aðrir geta verið barnaalkar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

sigmabeta | 14. mar. '15, kl: 13:50:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já það fór líka í mig.

Er EINHVER sem tekur vinnuna fram yfir börnin? Ég þekki engan svoleiðis og ekki geri ég það. Ég hef unun af mínu starfi og hef engan áhuga á að vera heimavinnandi samt. Kannski það sé það sem hún á við?

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 17:15:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þekki þannig fólk.

sigmabeta | 16. mar. '15, kl: 20:21:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú þekkir kannski fólk sem þú heldur að sé þannig.

1122334455 | 16. mar. '15, kl: 21:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég bjó með svoleiðis einstakling, ég sá það með eigin augum.

Kentár | 12. mar. '15, kl: 17:27:02 | Svara | Er.is | 15

Ég skil bara ekki afhverju þetta heitir ekki frekar 'Margra barna foreldrar' eða 'Barnmargar/stórar fjölskyldur', finnst svo gamaldags að láta þetta vera sérstaklega um mæðurnar enda eru feður alveg jafn virkir uppalendur í dag og mæður. Svo fannst mér líka á fyrsta þættinum, og klippunni úr næsta, að þetta sé alveg jafn mikið um báða foreldra.

chiccolino | 12. mar. '15, kl: 19:46:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, hvað ég er sammála, þetta er ótrúlega úrelt viðhorf eitthvað

Orgínal | 14. mar. '15, kl: 10:15:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki séð þessa þætti en miðað við umræðuna hér er mjög skýr verkaskipting hjá þessu fólki. Konan heimavinnandi uppalandi og pabbinn útivinnandi.

HvuttiLitli | 12. mar. '15, kl: 19:49:28 | Svara | Er.is | 0

Hvar er hægt að sjá þetta? Eru þættirnir á vísis síðunni?

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

bababu | 12. mar. '15, kl: 19:50:34 | Svara | Er.is | 0

Loksins kominn inn i frelsið

computermania | 13. mar. '15, kl: 19:17:22 | Svara | Er.is | 16

Ég sá þáttinn þar til hann læstist. Ég dáðist að þessu fólki og finnst þau vera orginal. Vandamál er ekki í þeirra orðaforða heldur tækla þau ólík verkefni. Finnst þau vera til fyrirmyndar miðað við þjóðfélagið sem við erum að smíða okkur í dag. Við erum svo komin langt frá öllu eðlilegu. Hér birtast þræðir um hvenær fólk lét börnin sín hætta á bleyju og snuði! Fólk þorir orðið varla að ala upp börnin sín eða setja þeim mörk. Vinkonur mínar sem vinna í leikskólum þurfa iðulega að ala upp börn foreldra og setja þeim mörk. Foreldrar mæta með dót í leikskólann þó svo að þeir séu beðnir að sleppa því. Þeir höndla ekki að segja nei við barnið sitt og setja ábyrgðina á leikskólann.
Einhver sagði hér að ábyrgðin væri of mikil á börnum þessara konu. Það er alger fjarstæða við setjum hinsvegar ekki næga ábyrgð à börn og höndlum ekki að setja þeim mörk.

Fannst þetta flott fjölskylda og held að mörg okkur gætum lært helling af henni.

miramis | 14. mar. '15, kl: 06:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Oh, svona innlegg.

Allegro | 14. mar. '15, kl: 10:33:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já, þegar ég horfði á þáttinn sá ég síður en svo þessi þjökuðu börn sem einhverjir virðast hafa séð. 

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 16:59:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Af hverju alltaf þessir öfgar?


Jú jú vissulega er allt of algengt að fólk virði ekki reglurnar í skólum og sendi börnin inn með dót jafnvel þótt að það standi á stóru skilti á hurðinni að það megi ekki


En mér persónulega finnst samt verra að börn alist upp við það að það sé eðlilegt árið 2015 að mamman sé húsmóðir og pabbinn vinni úti og smíði og lagfæri en snerti ekki uppvaskið

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 14:07:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Já því að ég tók eftir því að hann  var ekkert inni á "eldhúsplaninu" sem búið var að búa til heldur voru það bara börnin (og svo mamman).


Heimilisstörfin virðast meira og minna lenda á börnunum og mömmunni. Pabbinn virðist sleppa mjög vel. Alveg sama þótt hann tali í viðtalinu um að heimilið sé ein skúta og allir verði að hjálpast að við að stýra henni. Hans partur í er ansi lítill.


Já já hann er að vinna úti en so what? Við erum að tala um 9 börn (brjálað álag) + að mörg þeirra eru í skóla og eru þar af leiðandi með fullan skóladag. Af hverju sleppa þau þá ekki eins og pabbinn?

Felis | 16. mar. '15, kl: 14:10:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nákvæm-fokking-lega

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Frystikista | 16. mar. '15, kl: 14:38:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

4 yngstu börnin eru ekki í leikskóla. Mamman er með þau alla daga á meðan pabbinn vinnur plús allt heimilið sem hún skiptir niður verkum með börnunum

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 14:43:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat. Og svo er maðurinn alveg ægilega grobbinn talandi um að heimilið sé skúta og að það þurfi verkaskiptingu til að létta undir með mömmunni. en að hann komi þar að? Eh nei. betra að setja börnin í það bara. Og svo var talað um eitthvað borð sem hann bjó til og hann að tala um einhverjar viðgerðir og eitthvað sem hann segist gera. Eins og það sé ekki smotterí þegar það er borið saman við það sem konan hans og börn eru að gera. Ég meina bara þvottur af 9 börnum alone er svakamál. Ég var alveg bara "kommon maður" þegar ég var að horfa á þetta.

Frystikista | 16. mar. '15, kl: 14:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elstu börnin sjá um þvottinn með mömmunni 

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 15:24:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Æi mér finnst þetta svo hræðilegt. Þetta fólk er að gera svo hrikalega margt rangt. 


Mér finnst ekkert að því að fólk eigi mörg börn. En það verður að geta séð fyrir þeim og alið þau upp. Þetta fólk getur hvorugt. Þau geta ekki leyft börnunum að stunda tómstundir eða íþróttir, það eru engar tölvur eða símar eða neitt (bæði kostur og galli auðvitað) og svo þessi ömurð þar sem maðurinn gerir sama og ekkert sem þýðir að börnin eru sett allt of snemma og allt of mikið í uppalendahlutverk og í það að þrífa og elda.


Maðurinn ætti að láta aðeins minna eins og þau séu að gera æðislega hluti og fara að verða almennilegt foreldri.

Trunki | 16. mar. '15, kl: 15:31:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Ég mundi fara varlega í að alhæfa og muna að þetta er einungis 30 mínútna þáttur sem við sáum sem getur engan veginn gefið alveg rétta mynd af því sem er í gangi þarna.

Ég reyndar fékk ekki sömu upplifun af pabbanum og þú eða bara fjolskyldunni yfir höfuð.

___________________________________________

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 15:32:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hver er alhæfingin?

hullabaloo | 17. mar. '15, kl: 01:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alhæfing hjá þér er t.d. "þetta fólk er að gera svo margt rangt".

dekkið | 16. mar. '15, kl: 15:56:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg skil bara ekki hvernig þau fara að þvi að lifa á einum kennaralaunum með 9 börn. Jú þau baka sjálf brauð og eiga hænur en samt....Við eigum þrjú börn, eru sparsöm en vá mér finnst bara að koma 3 börnum upp rosalega dýrt. Ætli börnin stundi engar íþróttir? Fótbolti hjá mínum gutta er úr mínum vasa 40þ bara æfingagjöld fyrir árið, svo eru mótin sem eru frá 0-20þ kr hvert. Fötin sem þarf, skór og þess háttar. Svo er hann reyndar í skólahljómsveit svo hann æfir á hljóðfæri sem kostar ekki mikið. En segjum að öll börnin mín vilji æfa á hljóðfæri og fótbolta er þetta fljótt að tikka inn. Eins með afmælisgjafir, afmælin sjálf og þess háttar sem kostar.

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 16:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei börnin fá ekki að stunda neinar íþróttir. Ein stelpan fékk að æfa á píanó en var svo sett í að kenna yngri systur sinni sem vildi líka læra á píanó. Allt til að spara peninga.

Alpha❤ | 16. mar. '15, kl: 17:00:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það getur ekki annað verið en að þessi börn missa af ótrúlega miklu

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 17:02:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei einmitt. Finnst þetta alveg agalega sorglegt.

Góa | 17. mar. '15, kl: 20:02:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 14

Já það er vissulega agalega sorglegt að börnin skuli eiga foreldra sem elska þau, systkini sem elska þau og að þau kenni svo hvert öðru og leiðsegi í þokkabót, þetta er bara alveg hrikalega sorglegt allt saman, tek undir með þér Nói22. Svo fá þau bara að stunda íþróttir sem þeim langar til, ef þau hafa efni á því (ég meina öll börn ættu að fá að gera ALLT sem þau vilja). Svo sá ég þau líka lesa bækur, ég meina það, hvar voru I-padarnir og playstationið. Það sem þessi börn eru að missa af, þetta er hrikalegt!

Þau hefðu það svo miklu miklu betra ef þau ættu færri systkini, ættu meiri tíma til að vera í tölvu og hangsa eitthvað, þyrftu sko ekki að miðla þekkingu sinni til einhvers annars (hversu ömurlegt er það, ég meina það er náttúrulega ekki séns að stelpunni þyki gaman að kenna litlu systur sinni á píanó). Ég meina ábyrgðartilfinning er eitthvað sem börn eiga ekki að finna til, hvað þá að þau sýni hana á einhvern hátt, þau gætu alveg bara orðið ábyrgðarfullir einstaklingar sem kunna að láta sér þykja vænt um aðra, kunna jafnvel að skipuleggja sig og vera ekki alltaf með sig í fyrsta sæti. Algör hörmung.

Þetta er náttúrulega ekkert nema vanræksla af þessum foreldrum. Ég held ég hafi sjaldan sé jafn ástríkt heimili og það ætti bara að vera bannað að sýna svoleiðis í sjónvarpi. Ég meina mamman setur börnin sín í fyrsta sæti og sinnir uppeldi þeirra af mikilli ástúð og kennir börnunum sínum góð gildi eins og það að vera nægjusamur og að láta sér annt um aðra (eins og t.d. mömmu sína, s.s. hún er ekki bara vinnukonan þín sem sér um þig frá A-Ö). Pabbinn græjar svo hluti bara sjálfur í staðinn fyrir að fara í IKEA bara (hvað er málið með það). Þetta er skandall, eins gott að flest heimili eru ekki svona og flestir foreldrar setja sig í fyrsta sætið og börnin stíga varla fæti inn á heimili sitt nema til að sofa, það er sko eina rétta leiðin í uppeldi! Ungum þessu út og látum svo aðra sjá um þetta, er það ekki ;) Það skiptir náttúrulega öllu að geta keypt allt fyrir börnin sín, og veitt þeim allt sem hugur þeirra girnist, það er aðalmálið, þetta fólk kann svo greinilega ekki að forgangsraða.

Zagara | 17. mar. '15, kl: 21:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Já rosalega væri sældin hér á landi mikil ef við færum bara öll aftur í torfkofana.

Allegro | 17. mar. '15, kl: 21:05:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er einhversstaðar verið að dásama það?

Góa | 17. mar. '15, kl: 21:18:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

akkeri þú ert yndisleg/ur/t Já veistu hvað ég held að það væri algjör sæla, þá væri ég t.d. ekki að svara svona ótrúlega vitlausu kommenti akkaúrat núna, ég væri kannski bara að spinna ull og hafa það notalegt í baðstofunni minni ;)

Nói22 | 18. mar. '15, kl: 03:11:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Já veistu, það væri betra ef þau ættu færri systkini. Ef foreldrar þurfa að setja börnin í vinnu á heimilinu til að halda því gangandi að þá er um of mörg börn að ræða.


Fyrir utan að við erum að tala um 11 manneskjur sem þurfa að lifa á einum kennaralaunum. Það er bara rugl. Þetta fólk er ekki nægjusamt, þetta fólk er fátækt. Og ætlar sér jafnvel að eignast fleiri börn. Og þú lætur eins og þetta sé eitthvað ægilega sniðugt allt saman hjá þeim? 


Nei þetta er ekki sniðugt.

Lilith | 18. mar. '15, kl: 09:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Þú ert alveg merkilega hrokafull. Mér finnst alveg magnað að þú getir bara fullyrt að það væri betra ef systkinin væru færri. Þú getur nefninlega ekkert sagt til um það þar sem þú ert ekki hluti af þessari fjölskyldu og veist bara ekkert hvernig þeim líður með þetta. Svei mér þá, sumir meta jafnvel bara meira að eiga stóra og ástríka fjölskyldu heldur en alla veraldlegu hlutina. Sjokkerandi fyrir þig kannski, en það hafa ekki allir sömu gildi og væntingar.

Blah!

Góa | 18. mar. '15, kl: 09:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Veistu mér má alveg þykja þetta sniðugt hjá þeim.:) Nægjusemi er held ég einn stærsti kostur sem hægt er að kenna einstaklingi, því þá mun hann sjaldan skorta nokkuð. Fólk sem sífellt vill meira og meira er það sem er hvað óánægðast. Ef þér finnst það að börn sinni einhverjum nokkrum verkum á heimili og taki þátt´eitthvað svakalegt mál þá má þér alveg finnast það, mér finnst það aftur á móti eðlilegsti hlutur í heimi.

Ég mæli með að þú horfir á þáttinn aftur og þú mátt endilega segja mér hvar þú sást illa haldin, vansæl, útþrælkuð, fátæk börn.

Það hvað við búum á miklu forréttindalandi, þar sem matur, vatn, húsaskjól, hiti, rennandi vatn, rafmagn og menntun þykja orðið svo sjálfsagðir hlutir að fólk telst fátækt ef það getur ekki veitt sér auka -lúxus (sem byggir ekki á neinum þörfum heldur löngunum) segir bara meira um þig en nokkurn tíma þetta fólk. Hversu stór prósenda fólks í heiminum myndi horfa upp til þessa fólks og hugsa hvað það væri ríkt, gæti búið í stóru húsi, fætt og klætt öll þessi börn og veitt þeim menntun? Þessum börnum virtist ekki skorta neitt og því skil ég þig einfaldlega ekki.

Fólk hefur mismunandi gildismat og þitt er greinilega mjög fjarri því sem þetta fólk hefur tileinkað sér, mér þykir þeirra hins vegar áhugavert og get samsamað mig því, ég vildi alveg vera enn nægjusamari en ég er.

Nói22 | 18. mar. '15, kl: 13:37:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er ekkert verið að tala um auka lúxus. Það er verið að tala um hjón sem eiga 9 börn og reyna að lifa á einum kennaralaunum og eru að tala um að eignast fleiri börn. Mér finnst þetta bara rugl. Kennaralaun eru fáránlega lág og það að 11 manns séu nú þegar að lifa á þeim er bara brjálæði.


Þetta er ekki nægjusemi. Þetta er brjálæði.

þreytta | 18. mar. '15, kl: 21:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú hefur ekki hugmynd um á hvaða launum þau eru að lifa á, eða yfirhöfuð hver þeirra fjárhagsstaða er! Það eina sem þú veist er að þau hafi ekki efni á því að leyfa börnunum að stunda íþróttir eða fara í tónlistarskóla. 
Nú erum við hjónin sæmilega efnuð, en við höfum samt ekki efni á því að börnin okkar 3 fari í tónlistarskóla. Og að segja að af þeirri ástæðu hefðum við kannski átt að eignast bara 1 eða bara tvö, finnst mér fáránlegt!


Tónlistarnám og íþróttir eru vissulega góð forvörn og hreyfing er holl og góð. En gott fjölskyldulíf og gott uppeldi er ekki síður góð forvörn. 


Það er á engan hátt hægt að dæma fjölskyldu af 1 þætti. 

bogi | 19. mar. '15, kl: 10:31:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er tónlistarnám eitthvað dýrara en aðrar tómstundir? Ég hef ekki séð það - td. er forskólinn ódýrari en að æfa fimleika og fótbolta. Það eru engar keppnisferðir, búningar eða neitt slíkt sem þarf að kaupa. Hljóðfæri eru líka misdýr, hægt er að fá notuð og líka leigja.

 

Hef ekki séð þennan þátt en sýnist hér á umræðunni að maðurinn sé kennari og konan heimavinnandi. Þau hljóta að hafa einhverjar auka tekjur, það bara stenst ekki að það sé hægt að lifa á einum kennaralaunum með 9 börn.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 11:49:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú er það ekki. Finnst ég alveg hafa heyrt að önnin kosti 70 þús + í tónlistarskóla, en árið í t.d. boltaíþróttum er oft ca 70-80 þús ( er að miða við  ca 10 ára aldur)

bogi | 19. mar. '15, kl: 13:04:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst það skrítið - er með minn yngri í suzuki sem er held ég það dýrasta og það kostar einhverjar 120 þús árið. Hins vegar er tónlistarskóli ódýrari, sérstaklega hjá yngri krökkum.

Fimleikar kosta td. 40 þús önnin hjá þeim sem æfa tvisvar í viku, það er miklu miklu dýrara hjá þeim sem æfa hvað mest. Plús keppnisferðir og búningar.

Snobbhænan | 19. mar. '15, kl: 13:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, er bara m heimildir í kringum mig og þeirra reynsla var að tónlsitarnámið væri dýrara en æfingagjöldí boltaíþróttum.     

Máni | 19. mar. '15, kl: 14:11:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allegrotónskólinn er svona dýr ef ég man rétt.

niniel | 23. mar. '15, kl: 09:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Boltaíþróttir eru held ég reyndar oft ódýrari en t.d. fimleikar, dans, sund o.fl.

niniel | 23. mar. '15, kl: 09:02:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

...vantaði: líklega af því það eru oftast stærri hópar.

dekkið | 19. mar. '15, kl: 14:04:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur maður notað frístundakortið til að niðurgreiða tónlistarnám?

Máni | 19. mar. '15, kl: 14:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Máni | 19. mar. '15, kl: 14:10:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég borga 120 þúsund fyrir veturinn minnir mig. Er með tvö börn í tónlistarnámi og er á endurhæfingarlífeyri. Maður forgangsraðar bara.

dekkið | 19. mar. '15, kl: 14:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er þetta peningur sem þú borgar eftir að hafa notað frístundakortið? 
Minn var að byrja í fótbolta núna í haust. Strax farið að kosta. Kaupa skó, hlífar og búnað . Mót í maí sem kostar 20þ og svo fullt af öðrum sem eiga eftir að koma upp.


Svo var hann að byrja í skólahljómsveit. Hann elskar það líka. Besta við það er að það er einkaæfing á skólatíma tvisvar í viku og svo reyndar hljómsveita æfing eftir skóla tvisvar. Hann er semsagt í fótbolta 3x í viku og svo hina tvo dagana er hann á hljómsveitaæfingu. Mér finnst þetta rosalega mikið að hann sé á æfingu alla virka daga en hann er ekki tilbúin að hætta í hvorugu.

Máni | 19. mar. '15, kl: 14:16:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei svo kemur frístundakortið til frádráttar. Mín eru reyndar líka í íþrótt og ég notaði afsláttinn í það þetta árið.

þreytta | 23. mar. '15, kl: 08:35:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já tónlistarskólinn er miklu dýrari. Ég hef allaveg ekki fundið tónlistarskóla undir 70.000 á önn, og jafnvel dýrari ef það eru fleiri en 1 tími í viku. 
Mín börn hafa verið að stunda íþróttir svo kosta um 50 - 60 þús á ári. Tómstundastyrkurinn dekkar yfirleitt aðra önnina. 
En svo eru vissuleg boltaíþróttirnar aðeins dýrari, en það eru líka æfingar 4 sinnum í viku og svo allt sumarið líka inní verðinu.

Nói22 | 19. mar. '15, kl: 11:49:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þau segja það sjálf í þættinum af hvaða launum þau lifa.

Frystikista | 16. mar. '15, kl: 17:01:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já spara peninga til að eignast fleiri börn,, Þau útiloka ekki frekari barneignir!

Nói22 | 16. mar. '15, kl: 17:04:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Akkúrat. Ég skil bara ekki hvað þetta fólk er að hugsa. Er með 9 börn og sér fyrir þeim á einum kennaralaunum og eru að hugsa um að eignast fleiri? þetta er bara geðveiki.


Minnir mig svolítið á Octomom. Svona svakaleg þörf á að eignast börn og ekkert hugsað út í hvort hægt sé að sjá fyrir þeim eða sjá um þau.

dekkið | 16. mar. '15, kl: 17:58:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uff :( Ég enmity get ekki hugsað mér fleiri börn því ef við færum út í það gætum við ekki boðið börnunum sem nú þegar er einmitt þetta og fleira. Tónlistarnám, tómstundir, ferðalög innanlands (einstaka sinnum utanlands) og það sem mér finnst skipta mestu máli, tíma. Við reynum að eiga góða stund öll saman relgulega en einnig að ég taki eitt barn alveg sér og geri eitthvað skemmtilegt. Göngutúr, kaffihús eða eitthvað og svo gerir maðurinn minn það sama, þannig að börnin fái one on one tíma með okkur. Væri aldrei hægt ef maður ætti 9 börn...

strákamamma | 16. mar. '15, kl: 18:13:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við eigum 5 stykki, og ákváðum að skella í 6.  


Stór hluti af því sem gerir okkur það mögulegt er að það eru í rauninni 9 foreldrar í kringum þessi bráðum 6 börn.   Væri auðveldara ef það væru bara 8 að vísu en á milli þessara átta (sem allir mætast á mínu heimili en hafa ekki neitt með hvert annað að gera þar fyrir utan) ríkir engin togsreita eða vesen.


Börnin þrífast, allir stunda tómstundir, fá einkatíma með foreldrum, systkinatíma með systkinum sínum og hanga með vinunum.  Eins leggja allir eitthvað til heimilisins, alveg frá þeim yngsta til þess elsta. 


Ég efast um að við hefðum metið að við hefðum tíma, orku og fjárráð fyrir 6. barnið ef við værum ein með þessi fimm sem við eigum saman. 

strákamamman;)

dekkið | 16. mar. '15, kl: 18:53:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef fólk hefur tíma, pening og orku í mörg börn þá er það flott. En vá ég verð bara hvíthærð við tilhugsunina að koma með fjórða. Ég er líka alveg viss að ef ég myndi koma með 4 myndi nr 5 laumast með í leiðinni. Yngsta barnið er að byrja í skóla og æj mér finnst gott að vera búin með ungbarnapakkann ;) 

staðalfrávik | 16. mar. '15, kl: 20:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þér á ekki eftir að leiðast næstu árin :) Ég er bara með 3 heima og ég vildi að mér gæti leiðst meira. Eða þú veist, me time er eitthvað sem ekki vex á trjánum.

.

strákamamma | 17. mar. '15, kl: 22:27:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef alveg me time, og maðurinn minn líka.  Plönum soldið í kringum að geta átt það. 

strákamamman;)

staðalfrávik | 18. mar. '15, kl: 01:06:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já en yngsta mitt er bara 12 vikna. Hef einhvernveginn ekki komið mér upp neinum tíma því hans er svo óútreiknanlegur...

.

strákamamma | 18. mar. '15, kl: 12:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ah...   þú ert auðvitað með svona lítið, gleymdi því :P


Þá er alone time í mesta lagi að komast í sturtu aleinn eða hálftíma göngutúr eða eitthvað.     Það lagast :)   

strákamamman;)

staðalfrávik | 18. mar. '15, kl: 20:31:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í hvert skipti sem þú getur sest niður ein (eða með makanum, vinum eða e-ð) með te eða kaffiskaltu njóta þess hehe.

.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 17. mar. '15, kl: 00:46:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst reyndar 6 samtals (sem ég geri þá ráð fyrir að sum eiga tvö heimili) vera klikkun en langt frá því eins mikil klikkun og 9 and still counting OG ein fyrirvinna

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

strákamamma | 17. mar. '15, kl: 19:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

öll eiga tvö heimili, nema það nýjasta sem er væntalegt í sumar.  


Við erum aftur á  móti hætt eftir þetta, og erum bæði fyrirvinnur.

strákamamman;)

áslaugb | 16. mar. '15, kl: 17:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þau hljóta að fá slatta í barnabætur...með eina innkomu og átta börn undir átján árs.

áslaugb | 16. mar. '15, kl: 17:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ára :)

nerdofnature | 17. mar. '15, kl: 22:04:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

samt. setti inn í reiknivélina miðað við enga tekjuskerðingu og 8 börn undir 7 ára (veit frekar hæpið, en þá reiknast viðbótin)
þá eru hámarksbætur sem þau geta fengið 2,7m á ári (rúmlega 200þ á mánuði), en sú upphæð lækkar um 115þ fyrir hvert barn sem er eldra en 7 ára.
Þó svo þetta sé slatta upphæð í bætur, þá er þetta rétt rúmlega það sem konan fengi fyrir að vera í starfi á lágmarkslaunum og ég myndi seint kalla þetta nóg til að ala upp 9 börn. Bara matarreikningurinn hlýtur að vera mun hærri þó svo þau væru hagsýnustu foreldrar á landinu hvað varðar innkaup.


Þau hljóta að vera með annan tekjustofn eða mjög gjafmilda fjölskyldu.

anarcomax | 14. mar. '15, kl: 00:41:40 | Svara | Er.is | 1

bótapakk.is

Allegro | 14. mar. '15, kl: 10:37:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með það á hreinu eða ertu bara þessi típa?

Charmed | 14. mar. '15, kl: 13:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Bótapakk.is?
Horfðir þú á þáttinn eða ertu einfaldlega Gróa á leiti sem hefur ákveðið að það sé ekki hægt að lifa á kennaralaunum með svona mörg börn.
Hvað sem þú ert búin að ákveða þá ætla ég að benda þér á nokkra hluti.
1. Laun kennara fara yfir viðmið félagsþjónustunnar um hverjar heildartekjur hjóna mega að vera svo þau eigi rétt á fjárhagsaðstoð.
2. Börn þeirra eru ekki í leikskóla sem sparar þeim pening.
3. Börn þeirra áttu ekki mikið af dóti og hvað þá dýru eins og sást vel á heimilinu

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Abbagirl | 14. mar. '15, kl: 13:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það er óþarfi að svara þessu nikki, þetta er tröll.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

anarcomax | 14. mar. '15, kl: 17:25:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allir sem eru ekki sammála þér eru tröll. Got it.

Helgust | 14. mar. '15, kl: 13:56:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti þetta ekki, hvað kostar matur ofan í liðið og fatnaður?

Charmed | 14. mar. '15, kl: 14:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau eru bókað sparsöm þegar kemur að mat. Baka brauðið sjálf, eru með hænur sem gefa þeim hluta af þeim eggjum sem þau þurfa. Hún sagði það sjálf að þau kaupa fötin á nytjamörkuðum til að spara.
En nei ég gæti þetta ekki heldur, finnst nógu erfitt að vera með þrjú börn sem stutt er á milli.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

Helgust | 15. mar. '15, kl: 15:36:43 | Svara | Er.is | 2

er hvergi hægt að nálgast þáttinn? Ég er orðin spinnigal hérna.

bleika mamma | 15. mar. '15, kl: 15:52:28 | Svara | Er.is | 0

Er hann ekki sýndur á fimmtudögum og endurtekinn á einhverjum öðrum dögum. Ertu kannski að tala um VOD ið eða eitthvað svoleiðis?


Ég horfði á þennan þátt. Mér finnst/fannst pínu að vera gera lítið úr okkur hinum mömmum sem eiga "bara" 3 börn td. Mér finnst ég eiga nóg með mín 3.

Allegro | 15. mar. '15, kl: 16:13:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hver fannst þér vera að gera lítið úr mömmum sem eiga "bara" 3 börn, mamman í viðtalinu eða þáttarstjórnandi?


Mér finnst ég stundum eiga nóg með mitt. Enn þeim skiptum fer hratt fækkandi. Ekki út af því að börnunum hafi fækkað eða því sem ég þarf að sinna, heldur vegna þess að ég er hætt að setja sömu pressu á sjálfa mig. 

Grjona | 15. mar. '15, kl: 17:03:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nú hef ég ekki séð umræddan þátt en ég giska á að hún sé að meina þetta viðhorf að það sé svo mikill dugnaður að eiga mörg börn eða eitthvað slíkt. Ég á tvö börn og finnst ég alveg dugleg með þau. Mér finnst reyndar barnafjöldi koma dugnaði ekkert við. 

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

Allegro | 15. mar. '15, kl: 17:11:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er algjörlega sammála því að mér finnst það að eiga mörg börn ekki vera merki um meiri dugnað. Það er kannski þess vegna sem ég upplifði mig ekki minni eftir að hafa horft á þennan þátt, veit ekki.


En ég hef heyrt  fleyrir mærður tala um það sama og belika mamman eftir að hafa horft á þennan þátt og eins þáttinn sem var sýndur á undan. Því fór ég að velta þessu fyrir mér.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 18:12:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ég átti frænku sem eignaðist aldrei börn en hún var ein duglegasta manneskja sem ég hef hitt

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

bleika mamma | 16. mar. '15, kl: 09:04:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég meinti bara að vera með heilan þátt um mæður sem eiga fleirri börn en flest allar mömmur. Eins og þær séu eitthvað betri mæður en við  hinar.

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 18:50:58 | Svara | Er.is | 1

Þið sem segist ekki vera hetjur eða duglegar og eigið mörg börn, finnst ykkur þetta bara eðlilegt líf? Ég er ekki að skilja af hverju það fer svona í taugarnar á mörgum þegar þau eru kölluð dugleg eða hetjur að eiga mörg börn. Það tekur svakalega fórnfýsi og tíma, peninga og bara næstumþví allt lífið þitt. Ég hef reynt að hætta að líta á margra barna fólk sem hetjur en það virðist ætla að verða erfiðara en ég hélt.

Allegro | 15. mar. '15, kl: 18:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér áttburamamman í USA  hetja?

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 18:59:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já að vissu leyti, það sem ég hef séð af henni. Það er ekkert grín að sjá um öll þessi börn, ég væri farin á hæli.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 19:05:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Uuu.... lestu nú aðeins um hana fyrst

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 19:08:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef séð einhverja þætti um hana, hvort það var Oprah eða Dr Phil.
Kannski asnalegt að spurja mig útí konu sem við persónulega þekkjum ekkert. 


Ég þekki konu sem hefur fætt þónokkur börn og er ekki með forræðið yfir neinu þeirra. Mér finnst hún nú bara samt hetja.

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 15. mar. '15, kl: 19:09:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þessi kona lét meðvitað frjóvga 8 egg til að fá athygli....

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 19:10:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vissi það ekki, því hefur alveg verið sleppt úr þegar börnin voru komin í heiminn.
Er það samt staðfest? Slúðurpressan getur verið gríðarlega óvægin.

Ziha | 15. mar. '15, kl: 20:08:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var allavega staðfest að hún lét frjóvga alt of mikið af eggjum..... og minnir jafnvel að læknirinn hennar hafi misst leyfið en þori samt ekki alveg að fara með það....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ziha | 15. mar. '15, kl: 20:13:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

 

Og já, læknirinn hennar missti leyfið.... en ekki fyrr en 2 árum eftir að hún átti börnin. 



-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hedwig | 15. mar. '15, kl: 21:30:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var það ekki frekar þannig að hún vildi láta upp svo mörg egg, ekki eins og maður geti ráðið því hvað mörg egg frjóvgast, þau frjóvgast bara ef þau frjóvgast og ekkert sem maður getur gert í því. 

Ziha | 15. mar. '15, kl: 23:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má ekki setja upp svona mörg egg samkvæmt verklagsreglum lækna.... enda missti læknirinn leyfið.  Meinti s.s. að hún hafði látið setja upp of mörg egg, ekki frjóvga...:oP  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Felis | 16. mar. '15, kl: 08:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei því hefur nefnilega ekki verið sleppt - það hefur yfirleitt verið mjög áberandi hluti af allri umfjöllun um konuna. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

1122334455 | 16. mar. '15, kl: 08:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því hefur að minnsta kosti verið sleppt í þeim þáttum og fréttum sem ég hef séð um hana. 

Allegro | 15. mar. '15, kl: 19:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju finnst þér þessi kona hetja?

1122334455 | 15. mar. '15, kl: 19:12:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vegna þess að meðgöngur geta verið erfiðar bæði líkamlega og andlega. Það tekur verulega á að koma þessum krílum í heiminn og svo finnst mér hetjulegt hvernig hún tekur æðruleysið á það sem hefur gerst.

Allegro | 15. mar. '15, kl: 19:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meðgöngur og fæðingar geta verið það já, algjörlega burt séð frá fjölda þeirra. 

Allegro | 15. mar. '15, kl: 19:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1



Eins gerir það manneskjku ekki endilega að hetju þó að hún gangi í gegnum eitthvað sem er líkamlega og andlega erfitt. 

Nefertiti | 15. mar. '15, kl: 22:43:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Held það sé kominn tími til að þú lesir þér til um hvað hetja þýðir í raun og veru. Það að hrúga niður krökkum er enginn hetjuskapur.

Lljóska | 16. mar. '15, kl: 01:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

mikið er ég samála þér, finnst orðið ansi mikil ofnotkun af orðinu hetja.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

1122334455 | 16. mar. '15, kl: 08:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL, óki, af því að konurnar á barnalandi eru ósammála mér þá ætla ég að breyta skoðun minni á hetjuskap :)

gruffalo | 17. mar. '15, kl: 16:42:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL. Hetja fyrir hvað?

1122334455 | 18. mar. '15, kl: 09:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég svaraði því neðar.

EvilKitty | 19. mar. '15, kl: 14:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Mér finnst meiri hetjuskapur að taka ábyrgð á eigin frjósemi og koma ekki með einstakling í heiminn sem þú ert ekki öruggur á að geta hugsað vel um og búið vel að alla ævi.

1122334455 | 19. mar. '15, kl: 17:18:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því er ég sammála, en við erum víst ekki að keppast um hver er mesta hetjan. Svo breytast stundum aðstæður, fólk veikist og slíkt.

Nefertiti | 23. mar. '15, kl: 14:53:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einmitt ennþá meiri ástæða til að hugsa út í fjölda barna. Fólk gæti alveg spáð meira út í að aðstæður geta breyst t.d. ef maki fellur frá eða veikist hvað treystir maður sér til að sjá fyrir mörgum börnum í þeim aðstæðum.

strákamamma | 23. mar. '15, kl: 17:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

vá...   ekki ætla ég að plana mitt líf út frá því að maki minn gæti dáið...


Þá myndi ég allavega ekki eignast nein börn því ég vill ekki að nein börn þurfi að upplifa dauða foreldris síns.

strákamamman;)

Nefertiti | 23. mar. '15, kl: 18:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eða bara ef fólk skilur, hvað treysti ég mér til að sjá fyrir mörgum börnum ein. Finnst bara sjálfsagt að fólk pæli alveg í því þar sem það er yfir 30% í skilnaðartíðni.

strákamamma | 23. mar. '15, kl: 19:55:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá á í rauninni engin að eignast börn...þar sem skilnaðir eru jú eitthvað sem maður sér ekki fyrir í allri giftingahamingjunni...

strákamamman;)

Nefertiti | 23. mar. '15, kl: 20:00:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú ert engan veginn að skilja hvað ég er að skrifa. Margar konur sem ég þekki og þar með talið ég sjálf ákveð barnafjöldann út frá því hvað þær treysta sér til EF til þess kæmi að skilja eða maki fellur frá eða bara hvað eina sem getur komið uppá. Sumar vilja eða eiga 3 börn og gætu vel haft tíma og efni á því einar á meðan aðrar eiga eitt eða tvö börn því þær treysta sér í að framfleyta þeim fjölda einar. 


Barneignir er ekki bara eitthvað sem reddast alltaf endalaust og fólk bara lifir endalaust á hamingjunni einni saman. Og líka það eru ekki allir sem bara eiga börn þegar þau koma heldur eru bara alveg slatti sem notar getnaðarvarnir og pælir í þessu áður en slegið er til. 

strákamamma | 23. mar. '15, kl: 20:06:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

mér finnst vera ljósár á milli þess að nota getnaðarvarnir og pæla aðeins í hlutunum eða þess að ákveða að eignast ekki fleiri börn en maður treystir sér til þess að sjá um sjálfur.


margir ákveða barnafjölda út frá því hvað fólk treystir sér til saman, án þess að lifa alltaf með það í kollinum að maður gæti skilið eða orðið ekkja.


pant ekki plana lífið út frá "hvað ef ég skil"  hugsuninni...

strákamamman;)

Nefertiti | 23. mar. '15, kl: 20:14:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er alls ekki að meina þetta með að vera stöðugt að hugsa "hvað ef ég skil" ég pæli í raun ekkert í því frekar en vinkonur mínar. Þetta snýst meira um að vera bara meðvitaður um barneignir og hvað fylgir þeim ekki bara hrúga þessu niður og hugsa "þetta reddast". Ég er bara mjög raunsæ manneskja og ég treysti mér ekki í að sjá um 3 börn með betri helmingnum hvað þá ef ég endaði ein, mundi lenda í slysi eða maki falla frá. Ég kýs að veita börnunum mínum 1-2 íþróttir að iðka + hljóðfæri og þetta kostar sitt, þetta er ekki auðvelt með 2 innkomur hvað þá einfalda eða þaðan af verra.


Mér finnst bara alltof algengt að konur hrúga niður börnum og svo bara voða hissa að þetta reddast ekkert alltaf og eins og hefur komið fram hér að ofan eru jafnvel að neita börnum um tómstundir því það hefur ekki efni á því. Til hvers að eignast börn ef maður getur ekki séð fyrir þeim?


En þetta er bara mín skoðun.

strákamamma | 23. mar. '15, kl: 20:40:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nú verð ég að játa að ég þekki barasta held ég engan sem eignast fullt af börnum og hugsar bara " þetta reddast"  


Ég á 5 stykki og þau iðka öll íþróttir og einn er í tónlistarnámi og annar í listnámi þar fyrir utan....ég hef samt líka verið ein með með þau (þá voru þau samt bara 4)   ég planaði samt ekki mínar barneignir út frá því að geta séð um börnin mín ein.


Maður getur það sem maður þarf...eða flestir allavega.   




Annars finnst mér ekkert agalegt að þurfa að neita börnum um tómstundir vegna fjárhagserfiðleika....fullt af börnum frá vel stæðum heimilium vantar í rauninni mikið meira en börn sem koma kannski frá fátækum heimilium.   (svo lengi sem allir fá að borða)   


það er hægt að vanta svo margt annað en tómstundir....

strákamamman;)

Nefertiti | 24. mar. '15, kl: 15:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig geturu fullyrt að "f ullt af börnum frá vel stæðum heimilium vantar í rauninni mikið meira en börn sem koma kannski frá fátækum heimilium." Hvað er það sem þessum fullt af börnum frá vel stæðu heimilunum vantar? Finnst þetta ansi sterk fullyrðing með ekkert því til stuðnings.


Það sem ég sé voða mikið inná hinum ýmsu FB hópum og hérna inná Bland og í fjölmiðlum er mjög illa statt fólk og oft eru þetta einstæðir foreldrar sem geta ekki gefið börnunum sínum að borða eða keypt viðeigandi fatnað. Ég sé sjaldan eitthvað frá vel stæðu heimilunum og skil því ekki alveg hvað þú ert að fara þarna?


En fólk þarf bara að plana sínar barneignir út frá sér og sínum maka, hvað fólk treystir sér til án þess að þetta verði of mikil byrði fyrir systkini eða fjárhaginn eins og er verið að ræða hér í þessum þræði. 

strákamamma | 24. mar. '15, kl: 20:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af því að fullt af börnum  +i heiminum vantar nálægt, umhyggju, tíma með foreldrum og allskoanr svona....og sum þeirra eru frá vel stæðum heimilum alveg eins og sum þeirra eru frá fátækum heimilium og flest þeirra líklega frá millistéttarheimilium þar sem það eru flest þannig heimili. 





fjöldi íþrótta segir ekkert til um tilfinningalega næringu sem barn fær heima hjá sér. En vel stæð heimili þurfa ekki að lýsa eftir barnabílstólum eða fatnaði...þessvegna sést það ekki á facebook...

strákamamman;)

Nefertiti | 24. mar. '15, kl: 21:01:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta meikar ekkert sens hjá þér. 


Ertu með eitthvað fyrir þér í þessu annað en "mér finnst"? Það er fullt af börnum sem vantar nálægð, umhyggju, tíma með foreldrum og alls konar svona frá alls konar fjárhagslega stæðum heimilum bæði illa og vel stæðum. 


Fjöldi íþrótta segir ekkert um tilfinningalega næringu nei en það eru til ótrúlega margar rannsóknir á áhrifum tómstundaiðkunar á börn og það er klárt mál að það eru bara jákvæð áhrif á sjálfsmynd barna og námsframvindu. 


Það að maður kjósi að hvetja barnið sitt í að æfa íþróttir og læra á hljóðfæri er einmitt pening varið í að efla barnið sitt í sjálfstæði, sjálfsmynd og jákvæð áhrif á nám. Þetta er fjárfesting sem maður gerir fyrir börnin sín til að gera vel við þau og hvetja félagslega áfram. 




Hvað kallar þú vel stæð heimili? Mér finnst vera pínu fordómar í þessu hjá þér hvað varðar millistéttarfólk og vel stætt fólk. Eiga bara allir að hafa það skítt og hrúga niður krökkum?

strákamamma | 24. mar. '15, kl: 21:31:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil ekkert um hvað þú ert að tala sko.....     hef aldrei talað fyri rþví að allir eigi að hafa það skítt og hrúga niður krökkum....




er einfaldlega að benda á það að það að eiga fá börn...og veita þeim allt efnislegt segir ekkert til um hvort börnin vanti í raun eitthvað...hvort sem það sést á facebook eða ekki. 


Þess má geta til gamans að ég tilheyri efri millistétt í því landi sem ég bý

strákamamman;)

Helgust | 24. mar. '15, kl: 21:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara. Ég man þu sagðir mér einu sinni að þú teldir það sonum þínum til mannkosta í framtíðinni að alast upp við fátækt...ég væri alveg til í að fá aðeins nánari útskýringu á því sem þú meinar, finnst þetta áhugaverð pæling :)


strákamamma | 24. mar. '15, kl: 21:29:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er kannski bara svona gamaldags...  nú fá þeir ekki að alast upp við raunverulega fátækt eins og gerðist hér áður fyrr td. þar sem þeir eiga alltaf þak yfir höfuðið, mat á borðum, fatnað, tómstundir, internet, félagslíf og allt þetta sem normalt þykir.


En ég tel það sem jákvæðan hlut að alast ekki upp við "allsnægtir"   það er persónulegt mat byggt á eigin reynslu.  Að vita að það þarf að hafa fyrir hlutunum, að eiga ekki altlaf allt það nýjasta, eða flottasta og geta ekki alltaf gert allt sem mann langar heldur að verða að læra að mamma og pabbi redda ekki alltaf bara öllu sem mann langar, heldur er sumt ekki hægt, ekki hægt núna eða mun aldrei vera gert.  Þannig er lífið bara. 


Þar sem ég bý er mikið af fjölskyldum þar sem börnin eru bara 1-2 og foreldrarnir eru langskólagengnir og eignuðust börnin sín seint.  Þessi börn hafa aldrei þurft að vinna fyrir hlutunum, hafa fyrir hlutunum eða átta sig á því að það gerist ekki allt að sjálfu sér mörg hver...  mér finnst sjaldgæft að hitta skemmtileg börn úr fjölskyldum sem eru þannig samsettar...þýðir ekki að þau séu ekki til, en ég hitti þau sjaldan.




Sonur minn gengur td í einkaskóla þar sem hann er eina barnið í sínum bekk sem ekki kemur frá fjölskyldu með þess lags dínamík...  það er sérstakt og ég er mjög fegin að hann sé ekki "þannig" barn.




en þetta er eins og ég segi byggt á eigin reynslu, sem er fengin í öðru landi en á Íslandi

strákamamman;)

Nefertiti | 24. mar. '15, kl: 21:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Sorry en vá fordómarnir sem skína í gegn hjá þér. Ef mig minnir rétt býrðu í Danmörku? Þetta er bara svo rangt að alhæfa svona út frá því sem þú upplifir í kringum þig.


Sjálf er ég búsett í Svíþjóð þar sem ég er í námi, ég var ung þegar ég átti börnin mín og hef verið svona að koma undir mig fótunum á sama tíma og ég el börnin mín upp og þetta hefur ekkert alltaf verið leikandi létt en ég veiti þeim íþrótt+hljóðfæri og þau fá oft merkjavöru sem þau vilja en ekkert strax og þurfa oft að bíða. Þau fá leikjatölvur og síma sem þau vilja með því að safna sér og svona með aðstoð okkar. 


Mér finnst ekki að börn eigi að fá að alast upp við fátækt, finnst það bara stórkostlega undarlegt viðhorf. Að alast upp við fátækt er ekki sem maður kýs eða vill.


Alsnægtir er mjög teygjanlegt hugtak og undir hverjum og einum komið hversu mikið hann/hún vill moka undir börnin sín. Alveg hægt að gera það skítblankur með allt á lánum. 


Hérna eru foreldrar fullorðnir og langskólagengnir þegar þeir fjölga sér eins og þú lýsir hjá þér. Ég sé þetta ekki sem vandamál heldur ofboðslega mikla kosti sem Íslendingar mættu nú alveg taka sér til fyrirmyndar m.a. til að sporna gegn fátækt. Það má alveg eignast börn eftir 30 ára og þegar námi er lokið, maður er ekkert á lokametrunum 20 ára. 


Það er fullt af moldríku fólki þarna úti sem hugsar eins og þú og vill að börnin sín fái ekki allt sem þau vilja og þurfa að hafa fyrir hlutunum. Það að vera ríkur þýðir ekkert endilega að börnin fái bara allt og verði leiðinleg. 


Mér finnst rosalega furðulegt að vilja alast upp við fátækt og finnast það voða manndómsvígsla, einnig er efnahagur foreldra ekkert ávísun á skemmtilegheit barnanna. Ég hitti rosalega mikið af ótrúlega leiðinlegum börnum og illa öguðum með enga virðingu fyrir hlutunum og flest eru þau frá illa stæðum heimilum þar sem eru foreldrar sem sinna ekki börnunum sínum.


En já við erum greinilega bara ósammála og það er svosem ekkert að því :)

strákamamma | 24. mar. '15, kl: 22:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þegar ég tek fram að þetta er bara byggt á minni reynslu eru þetta einmitt ekki fordómar, heldur mat á aðstæðum og samfélagi.


fordómar eru að dæma eitthvað sem maður þekkir ekki....ég er ekki að því, ég er bara að leggja mat á umhverfi MITT.


ég hef hitt langtum fleiri krakka frá mjög vel stæðum heimilium með miðaldra eða eldri foreldrum sem eru algerlega óþolandi dekurdýr sem bera enga virðingu fyrir neinu,  ekki heldur foreldrum sínum og eru frek, yfirgangsöm, kröfuhörð og "entitled"  en ég hef hitt börn frá efnaminni heimilium með sama vandamál. 


út frá því er þetta mat mit gert.   mér prívat og persónulega hefur þótt börn betur upp alin þar sem ekki er alltaf til allt af öllu þó svo að nóg sé til, viðhorf erfast og í stéttaskiptu danmörku finnst mér almenn viðhorf þeirra sem telja sig til efnafólks ekki öfundsverð eða eitthvað sem ég vill at börnin mín læri td.  (pabbi eins sona minna tilheyrir svona fjölskyldu, og á svona fjölskyldu sjálfur í dag... það er bara öðruvísi)  


en ég held hreinlega að ég þekki engan sem elst upp við raunverulega fátækt svo ég get ekki svarað neinu um fólk sem elst upp við fátækt eða  hvort það eigi að vera einhver manndómsvíglsa eins og þú segir



strákamamman;)

Nefertiti | 24. mar. '15, kl: 22:13:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú segir þetta sjálf " ég er kannski bara svona gamaldags...  nú þeir ekki að alast upp við raunverulega fátækt eins og gerðist hér áður fyrr td. þar sem þeir eiga alltaf þak yfir höfuðið, mat á borðum, fatnað, tómstundir, internet, félagslíf og allt þetta sem normalt þykir. " 


Og talar um að alast upp við alsnægtir sé bara skelfilegur hlutur þannig að ég skildi þig þannig að það væri jákvætt að alast upp við að hafa fyrir hlutunum og vera blankur/fátækur.


Mín reynsla er komin frá Svíþjóð og Íslandi, kannski eru Danir bara svona leiðinlegir? Nei segi bara svona :) 



Allegro | 26. mar. '15, kl: 17:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri ráð fyrir að börnin mín eigi annað foreldri þrátt fyrir skilnað.

Helgust | 24. mar. '15, kl: 13:57:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu samt aldrei spáð i að  EF eitthvað kæmi uppá því þá færu börnin þín á 5 mismunandi heimili?



leigubílstjóri dauðans | 24. mar. '15, kl: 14:07:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og hvað með það? 

-----

Helgust | 24. mar. '15, kl: 14:30:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er æskuvinkona mín og ég veit að hún hefur gegnið í gegnum ýmislegt með barnsfeður og stjúpur barna sinna. 



strákamamma | 24. mar. '15, kl: 15:10:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helgust má alveg spyrja :)   góð pæling líka

strákamamman;)

strákamamma | 24. mar. '15, kl: 15:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú hef spáð í það út frá því sjónarmiði, en þeir færu samt "bara" á fjögur mismunandi heimili ;)  Þar sem tveir elstu færu saman til pabba síns. ég hef einmitt rætt það við feður drengjanna minna að ef svo illa færi að ég verði fyrir strætó eða eitthvað að þeir þá hjálpi drengjunum að halda sambandi hvorum við annan á  meðan þeir eru það ungir að þeir þurfi hjálpina.


Nú eru 3 þessara manna í góðu sambandi, með hvorn annan á facebook og svoleiðis svo við erum nokkuð örugg á því að það gengi vel upp ef til þess kæmi. 


6. drengurinn færi ekki eitt né neitt þar sem hann er stjúpsonur minn og myndi halda áfram að eiga heima hjá mömmu sinni og pabba til skiptis. 

strákamamman;)

Helgust | 24. mar. '15, kl: 21:16:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ ég var eitthvað með ófædda krílið í huga líka :) En þetta er alveg rétt hjá þér, þeir verða í góðum höndum.

strákamamma | 24. mar. '15, kl: 21:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er einmitt MEÐ litla ófædda krílinu sem börnin færu á 4 heimili ;)

strákamamman;)

Allegro | 15. mar. '15, kl: 19:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem ég hef séð af henni finnst mér mjög óabyrgt og dugnaður er ekki eitt af því sem mér dettur í hug. En hæli eða einhver meðferð hefði verið heppilegt fyrir hana.

fálkaorðan | 17. mar. '15, kl: 09:06:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég á 3 með stuttu millibili og fólk kallar mig duglega og allt þar frameftir götunum. Þegar ég geri bara það sem þarf að gera. Verð að gera. Þegar að lamandi þunglyndið ætti að láta mig liggja í rúminu dögum saman þá bara verð ég að fara á fætur og sinna börnunum, þegar strákarnir voru litlir þá gat ég ekki beðið eftir því allan daginn að þeir tækju lúr svo að ég gæti lags undir sæng og þóst ekki vera til.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

snsl | 17. mar. '15, kl: 22:20:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

En þú beiðst eftir að þeir tækju lúr, þú sinntir þeim, fórst á fætur. Það er lýjandi að eiga handfylli af börnum. Mér finnst flott að það sé loks viðurkennt að foreldrahlutverk felur í sér vinnu.

Angelina2014 | 16. mar. '15, kl: 21:00:38 | Svara | Er.is | 0

Er þetta íslenskur þáttur? hvar get ég fundið þættina?

Góa | 17. mar. '15, kl: 16:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 16

Þetta er íslenskur þáttur er sýndur á stöð 2

Verkaskiptingin sem sýnd er í þessum þætti er sú að börnin hjálpa til við uppvaskið, hugsa um hvert annað stundum (eins og systkini gera og hafa gott af), Þau laga til á föstudögum og elsti strákurinn tók sig til og bjó til kerfi þannig að þau skiptu verkunum á milli sín þannig að þau gætu verið fljót að þessu, minnir að hann hafi talað um að allir löguðu til í 15 mín, svo pása og svo aftur 15 mín, þeir sem náðu að klára verkin sín á þessum tíma fengu svo eitthvert stig sem var víst voða sport.

Svo sýndist mér bara að þau væru alin þannig upp að þau gangi frá eftir sig og ef eitthvað er erfitt þá er það rætt og jafnvel haldnir fjölskyldufundir til að finna lausnir. Sé ekki alveg hvað fólki finnst svona hrikalegt við þetta allt saman, fannst þessi fjölskylda virka mjög heilsteypt og ánægð.

Svo þoli ég ekki þessa umræðu um að það sé verið að fara aftur í tímann þegar að kona KÝS að vera heimavinnandi. Kvenfrelsisbaráttan átti ekki að verða til þess að SKYLDA allar mæður til að skilja börnin sín eftir á stofnunum svo þær gætu fari til vinnu. Það átti að vera til þess að konur hefðu þetta VAL! Það sem hentar einum, hentar ekki öllum.

Og ef fólk er að sjá ofsjónum yfir barnabótum þá skal það hafa í huga að sveitarfélög greiða yfirleitt stærstan hluta leikskólakostanaðar hvers barns, eða um 2 milljónir per barn síðast þegar ég vissi á hverju ári.(sennilegast orðnar hærri upphæðir í dag) Þannig að ef eitthvað má segja þá er þetta fólk að spara ríki/sveitarfélögum gríðarlegar upphæðir með að hafa börnin heima ;)

Og áður en einhver hendir því fram þá Nei þekki ekki fólkið, bý ekki nálægt því eða veit nokkuð um það umfram þennan þátt.

Og já mér finnst að börn eigi að hjálpa til á heimilum og frábært þegar það er gert eins og þessi fjölskylda gerir það, þ.e. með lausnaleit, hlýtur bara að búa börnin mjög vel undir lífið að þjálfast í slíku. Vantar alltaf fleira fólk sem hugsar í lausnum, nýtist á öllum sviðum lífisins :)

Nói22 | 17. mar. '15, kl: 17:31:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þau gera meira en hjálpa við til uppvaskið. Það er þeirra að sjá um uppvaskið. Fyrir utan að það þarf auðvitað að gera meira en bara taka til á föstudögum. Þetta eru 11 einstaklingar. Bara þvotturinn einn og sér er stórmál. Svo þarf að þurrka af gólfunum örugglega á hverjum degi (eru með nokkur lítil sem sulla alveg örugglega). 


Það kemst engin 11 manna fjölskylda upp með að þrífa bara einu sinni í viku.

Góa | 17. mar. '15, kl: 17:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Og hvar sástu það í þættinum að börnin sæu um allt, heldur þú virkilega að foreldrarnir sitji bara með fætur upp í loft á meðan börnin sjái um þetta allt. Og já börnin hjálpast að með uppvaskið, það er ekki eins og það sé eitthvað svakalegt að sjá um uppvask. Það er ekki eitt barn að vaska upp eftir alla hina.

Nói22 | 18. mar. '15, kl: 03:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hvar sagði ég að foreldrarnir sætu með fætur uppi í loft? Nei þeir eru að gera sitt (allavega mamman). En það er bara alveg brjálæðisleg vinna að sinna 9 börnum og því þarf konan hjálp. og þá er gripið til að láta börnin sjá um þá hjálp. 



Og það eru 3-4 börn sem sjá um uppvaskið eftir hverja máltíð.

Góa | 18. mar. '15, kl: 09:25:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Æ þú veist þér má bara alveg finnast þetta, ég ætla ekki að reyna sannfæra þig um hið andstæða, en mér og eflaust mörgum öðrum finnst þetta bara svoooooo í lagi og eðlilegt. Ef börnin eru vel upp alin, gott skipulag á heimilinu, þá er þetta ekki svona brjálæðisleg vinna eins og þú heldur. Mitt álit er reyndar það að öll börn eigi að létta undir og hjálpa til á heimilum sínum (miðað við aldur), sama hversu mörg þau eru, 1 barn eða 10.

Nói22 | 18. mar. '15, kl: 13:38:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er enginn að tala um að börn eigi ekkert að gera. Þetta er ekki allt eða ekkert.

Myken | 18. mar. '15, kl: 08:45:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

syndist þetta uppvask bara vera ágætis fjölskyldustund

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Allegro | 17. mar. '15, kl: 17:54:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda datt mér ekki til hugar að halda að það væri aldrei þrifið þarna nema á föstudögum. 

bababu | 17. mar. '15, kl: 20:59:16 | Svara | Er.is | 5

Aðalpunkturinn sem situr með mér eftir þennan þátt er 11 manns á einum fokkinn kennaralaunum
Hvernig fúnkerar það? Ég myndi líklega ekki treysta mér til að framfleyta mér einni svo vel væri á einum kennaralaunum..

GustaSigurfinns | 17. mar. '15, kl: 22:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það gleymist alveg í þessari umræðu að ástæðan fyrir þessum ótakmörkuðu barneignum og verkaskiptingunni milli karls og konu er sú að þau eru iðkendur í sértrúarsöfnuði.

Allegro | 17. mar. '15, kl: 22:48:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða söfnuði?

Medister | 17. mar. '15, kl: 23:31:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Það kemur einhvernveginn ekki á óvart.

Myken | 18. mar. '15, kl: 08:46:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

meðan að ALLIR í FJÆLSKYLDUNNI eru sáttir sé ég það ekki skifta máli

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Zagara | 18. mar. '15, kl: 19:10:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4



Allir? Hafa börnin eitthvað val?

Myken | 19. mar. '15, kl: 10:40:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau eru greinilega alin upp við að þetta er norm.
Gat ekki séð að þau þjáðust voðalega 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Góa | 18. mar. '15, kl: 09:28:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það kom hvergi fram í þættinum, þekkirðu s.s. eitthvað til fólksins, ég vona það allavega því það er svolítið mikið að skella svona fram ef ekki er fótur fyrir því.

Þau virkuðu trúuð og biðja bænir í upphafi hverrar´máltíðar og höfðu þetta viðhorf að börnin kæmu þegar þau kæmu. En töluðu ekki um trú þess utan.

strákamamma | 18. mar. '15, kl: 12:09:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

töluðu ekki um trú þess utan?   


Það er nú bara hellings trúartal...að biðja bænir oft á dag og "börnin koma þegar þau koma"...

strákamamman;)

Helgust | 18. mar. '15, kl: 12:21:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

mér finnst nú bara magnað að hafa tíma til að ríða þegar maður á 9 börn!



strákamamma | 18. mar. '15, kl: 20:33:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

you said it sista...

strákamamman;)

Helgust | 18. mar. '15, kl: 12:21:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þau töluðu um að hafa ákveðið þetta eftir að hafa hitt þýskan prest var það ekki?


Ég er að drepast mig langar svo að sjá þetta!

dekkið | 18. mar. '15, kl: 12:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú. Bjuggu í Þýskalandi og þar var predikari/prestur og frú sem áttu bunch af börnum og þau dáðust að þeim og ákváðu að prófa þetta líka....

Helgust | 18. mar. '15, kl: 12:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

prófa? fliss... 

dekkið | 18. mar. '15, kl: 12:41:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb. prófa. þú veist hvað ég meina. Byrja á einu barni og svo halda bara áfram ;) Þetta hljómaði voðalega svona bara líbó og hey sjáðu hvað þau eru sniðugt, gerum þetta líka!

Helgenberg | 18. mar. '15, kl: 13:44:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

bænir við upphaf máltíða...það er gríðarlega trúarlegt og intens á íslandi, og verkaskiptingin er líka gamaldags og engar getnaðarvarnir og...

Glosbe | 18. mar. '15, kl: 00:03:04 | Svara | Er.is | 0

Ég hef ekki sé þáttinn. Vá, get ekki sett mig í þessi spor.

isbjarnamamma | 18. mar. '15, kl: 13:25:27 | Svara | Er.is | 0

Þettað verður svakalegt þegar öll börnin eru komin með unglingaveikina, lítið hús og lítið af peningum

Lljóska | 18. mar. '15, kl: 18:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fá öll börn unglingaveiki?

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

isbjarnamamma | 18. mar. '15, kl: 19:51:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég slæ þessu bara svona fram í algeru kæruleysi,það var reyndar bara einn af mínum sem fékk svakalega"alvarlega unglingaveiki"

Mrs Skandal | 18. mar. '15, kl: 18:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að vera að hugsa einmitt þetta síðan fyrsti þátturinn var sýndur,hvað þegar krakkarnir eldast og verða unlingar.Ég á ekki mörg börn en það var lítið mál að vera með þau penginglega þegar þau voru lítil en ómæ það breyttist verulega þegar þau urðu eldri.Matarkaup jukust mjög,fatakaup sömuleiðis.Líka dýrara að hafa þau í tómstundum.
Skil bara engan veginn,þrátt fyrir aðhald og sparnað hvernig er hægt að framfleyta svona stórum fjölskyldum í dag.

isbjarnamamma | 18. mar. '15, kl: 20:00:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sjálf er úr mjög stórri fjöldskyldu, það var ekkert sérlega skemmtilegt, nú á ég 3 syni og ég setti mér að veita þeim það sem ég fékk ekki , það er bara mjög dýrt að koma þeim til manns

JungleDrum | 19. mar. '15, kl: 08:29:31 | Svara | Er.is | 0

Hefur þú komist að hvat hægt er að horfa á þáttinn/þærtina?

Helgust | 19. mar. '15, kl: 08:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei en þú? Haha...

JungleDrum | 19. mar. '15, kl: 10:28:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nibb. Skemmtileg umræða samt í gangi hér.

Myken | 19. mar. '15, kl: 10:43:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég gogglaði og fann (ótrúlegt þar sem google og ég er ekki vinir ;) ) þar geturu séð þátt 1 í heild en bara trailerinn af þessari

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

1122334455 | 19. mar. '15, kl: 17:20:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst líklegt að fyrsti þátturinn hafi átt að vera opinn fyrir öllum en núna er afgangurinn af seríunni læst til að fá sem flesta til að kaupa sér áskrift.

Sarabía | 19. mar. '15, kl: 09:24:54 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst ég algjör lúser þegar ég sá mömmuna sem átti 5 börn á tæpum 3 árum og var alltaf hreint hjá henni ég á 5 á tæpum 11 árum og alltaf allt í drasli sama hvað ég tek til. Og sama hvað allir hjálpast mikið að.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

tjúa | 19. mar. '15, kl: 10:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Mér finnst tiltekt ekkert merki um gæði foreldra. Af hverju ættu börn sem koma af spikk og span heimilum að vera betur innrætt en þau sem koma af heimilum þar sem þvotturinn fær aðeins að viðra sig áður en hann er brotinn saman?


Ég segi þetta nefnilega sem kona sem hefur alltaf tilheyrt fyrri hópnum þar til fjölskylduráðgjafi benti mér á að kröfur mínar skiluðu sér afskaplega litlu og heimavinnan mín var að minnka þrifin og auka gæðastundirnar með börnunum. 
Ég er því að færa mig yfir í hinn flokkinn hægt og rólega :) 

Charmed | 19. mar. '15, kl: 11:45:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef gert það sama fært mig rólega yfir í afslappaða hópinn. En það er samt ekki drasl hjá mér íbúðin hætti bara að líta út eins og klippt útúr tímariti ;)
En stelpurnar mínar þurfa samt að taka þátt í heimilisverkum eins og ég sagði frá hér ofar.

"Arguing with a fool proves there are two." - Doris M. Smith

tjúa | 19. mar. '15, kl: 11:54:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég virkjaði eldri börnin mun meira (þau voru líka fleiri en ég og ég var algjörlega "out-numbered") en þessi yngsti á alfarið að ganga frá eftir sjálfan sig og sér sjálfur um eigið herbergi. Þori samt að veðja að eldri systkinin líti svo á að hann sé týpískt yngsta barn sem ekkert þarf að gera ;) 
Hann er á 11. ári og fær að hjálpa til við mat og svona ef hann vill, en það fer annars svo rosalegur tími í heimanám og tómstundir hjá honum að ég er ekkert að stressa mig á því að láta hann fá verkefni. Kannski breytist það þegar ég fer að vinna, en eins og staðan er í dag er frábært að fá smá pásu frá lærdómi þó það sé bara til þess að ryksuga eða vaska upp. Geri það alveg með glöðu geði :) 

Felis | 19. mar. '15, kl: 13:44:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

ahh ég er alveg í þeim hóp sem kemur heim og sér allt sem þarf að gera og stingur svo upp á að fara bara í sund og jafnvel panta pizzu á eftir. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Sarabía | 24. mar. '15, kl: 23:02:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Satt ??

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

niniel | 23. mar. '15, kl: 09:09:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hugsaði þetta smá líka þegar ég sá þann þátt (nú á ég þrjú á sama aldri og hennar fimm og nóóóóg af drasli)... 


En svo hugsaði ég með mér að það væri þannig lagað ekkert mál fyrir mig að gera hreint og halda hreinu í 1-2 daga fyrir svona upptöku (og ég myndi pottþétt gera það, stæði til að fá sjónvarpsupptökulið inn á heimilið!) og það mátti alveg lesa milli línanna í þættinum að það væri alls ekki alltaf allt svona fínt. Sem er ekkert minna en eðlilegt! En meina bara að það er kannski ekki raunsætt að bera sjálfan sig saman við svona TV presenterað fjölskyldulíf ;)

Sarabía | 24. mar. '15, kl: 23:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var tekið fram að það var alltaf hreint þegar öll 5 börnin voru undir 3 ára og öll heima allan daginn og þau bjuggu úti og engin að aðstoða hana (viðtal við kallinn hennar) Ég gæti þetta aldrei hehe.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

*vonin* | 23. mar. '15, kl: 12:16:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er með hjálp. Alltaf. Kom fram í þættinum.

Kveðja, *vonin*

Sarabía | 24. mar. '15, kl: 23:11:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki úti þá vann kallinn allan daginn og hún ein og öll börnin heima.

Litill strákur fæddur 08.09´16
-------------------------------------
Facebook spjall síða fyrir foreldra gleraugnabarna
https://www.facebook.com/groups/222457807904141/

Undirskriftalisti um hækkun styrks til foreldra barna með gleraugu.
http://www.ipetitions.com/petition/haekkum-gleraugnastyrk-til-barna-og-unglinga/?utm_medium=social&utm_source=facebook&utm_campaign=butt

Ice1986 | 24. mar. '15, kl: 13:53:37 | Svara | Er.is | 15

Loksins búin að sjá þennan þátt. Og þetta var ótrúlega áhugaverður þáttur. Verð að segja að mér fannst þetta vera ástrík og samheldin fjölskylda. Börnin vel upp alin og ofboðslega kurteis. 


Ég er hins vegar ekki sammála því að þetta séu heppilegar uppeldisaðferðir árið 2015. Rosalega mikið vinnuálag á börnunum. Auðvitað á að kenna krökkum heimilisverk og láta þau bera ábyrgð á sínum hlut en mér fannst þetta nú langt yfir öllum skynsemismörkum.  Elsti strákurinn þarna var búinn að taka við mömmu sinni í einhverri vikulegri ábyrgð á yngri börnunum varðandi tiltekt. Og mamman voða ánægð með þetta og talaði um að strákurinn hefði gaman af þessu. Getur svo sem vel verið en ég hugsaði nú að þarna gæti líka spilað inní smá meðvirkni með mömmu sinni. 


Annað sem stakk mig var að ekkert barnanna á farsíma né tölvu. Nú er ég á móti því að ung börn séu að fá rándýra snjallsíma og fleira sem þau ráða ekkert við. En núna er bara 21 öldin. Flestar skólastofnanir og störf byggja á því að fólk hafi lágmarkskunnáttu á þessi tæki og kunni t.d. að vélrita frekar hratt ( og nota internetið). Mér finnst bara frekar slæmt að þau séu algjörlega að missa af þessari þjálfun. Flest heimili geta nú samtvinnað vel bókalestur og tölvunotkun, og það er bara kjánalegt að halda því fram að börn læri ekkert af því að nota tölvur. 
Sama með farsíma, elsta stelpan er 20 ára gömul. Ég myndi hafa áhyggjur af því að dóttir mín á þessum aldri myndi bara verða útundan ef hún ætti ekki síma og gæti haft facebook aðgang ef hún vildi. 
Og mér finnst persónulega leiðinlegt að öll föt komi af nytjamörkuðum. Enginn þarf að eiga allt nýtt en að geta ekki einu sinni átt örfáar fallegar flíkur sem maður á alveg sjálfur. ( Ég fékk t.d. jakka frá mömmu minni þegar ég var 19 ára sem ég mun alltaf eiga, ofboðslega falleg of vönduð flík sem mér þykir vænt um)


Svo er ég reyndar á þeirri persónulegu skoðun að fólk eigi ekki að eignast börn nema geta gefið þeim ákveðna lágmarkshluti, bæði veraldlega og bara uppá þeirra andlega og félagslega þroska. Inní því er að fá að stunda amk 1 tómstund að eigin vali. Og hvað ef allir vinirnir eru að fara í bíó? Veit svo sem ekki með þessa fjölskyldu en mér finnst ofboðslega sorglegt ef fólk getur ekki borgað einstaka bíó eða skemmtiferðir fyrir börnin sín með vinum. 
Og mér finnst líka að fólk eigi að geta stutt börnin sín í gegnum nám - bæði andlega og fjárhagslega. Veit svo sem ekki með aðstæður þarna en geta þau staðið undir því að hjálpa 9 börnum í gegnum menntaskóla og svo mögulega einhvern smá stuðning í háskóla?


Að þessu sögðu þá eru til margar mun verri fjölskylduaðstæður en þessi. Ég held það skorti ekkert uppá ást og umhyggju þarna en ég er bara ekki sammála að þessi leið eigi við í nútímaþjóðfélagi og mér finnst foreldrarnir örlítið eigingjörn með þetta. 

Alpha❤ | 24. mar. '15, kl: 21:50:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar get ég séð þennan blessaða þátt?:(

Ice1986 | 26. mar. '15, kl: 13:54:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er inná frelsinu hjá Stöð 2 - verður að fá einhvern með áskrift til að sýna þér þetta :)

Allegro | 26. mar. '15, kl: 17:18:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kom fram í þættinum að það væri ekki tölva á heimilinu? Það er dálítið síðan ég horfði á hann og mér fannst eins og það væri sagt að börnin leiki sér ekki í leikjatölvum og ipad. Eins að mamman væri ekki með gsm. Það getur vel verið að ég hafi ekki tekið nógu vel eftir.


Eins tekur þessi sameiginlegi þriftími á föstudögum klukkutíma. Ég er með svoleiðis á laugadögum og síðan eru börnin dugleg að hjálpa til við að ganga frá í eldhúsinu. Ég get svo svarið að þau eru ekki þjökuð af vinnu.


Mér fannst þetta reyndar bara áhugaverð fjölskylda og allir vitust sáttir. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47823 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, annarut123, Bland.is, paulobrien, Guddie