Markþjálfi

Teralee | 6. mar. '15, kl: 17:21:05 | 475 | Svara | Er.is | -1

Hefur einhver hér inni reynslu af markþjálfa ?

Hvernig nýttist sú reynsla ?
Varstu ánægð(ur) ?
þurftir þú að fara marga tíma ?

 

Zagara | 6. mar. '15, kl: 17:26:51 | Svara | Er.is | 6

Nei ég myndi líklega frekar tala við Júlíus og pendúlinn hans.


Þetta er bara ein tegund af fólki sem vill fara í bréfaskóla og fá einhvern undarlegan starfstitil fyrir litla áreynslu.

Teralee | 6. mar. '15, kl: 17:29:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig veistu það akkeri - hefuru eitthvað kynnt þér þetta ?

Zagara | 6. mar. '15, kl: 17:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Alveg nóg já.

Teralee | 6. mar. '15, kl: 17:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju segiru ekki frá því - ég er einmitt að spyrja um það.

Zagara | 6. mar. '15, kl: 17:37:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég sagði þér það. Þetta er algjört kjaftæði og voða lítið á bakvið þennan titil. Það sést líka mjög vel á týpunum sem titla sig sem markþjálfara. Svo er bara hlægilegt að lesa hvað það fólk segir um þetta "starf".


En fólk má eyða peningunum sínum í hvaða bull sem er. Svo veitir blandið álíka ráðgjöf frítt ef út í það er farið og miklu fleiri álitsgjafar.

Maríalára | 6. mar. '15, kl: 17:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað segir fólk um þetta starf? Í hverju er það flókið?

Teralee | 6. mar. '15, kl: 17:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég er bara að spyrja þá sem hafa nýtt sér aðstoð markþjálfa.

Zagara | 6. mar. '15, kl: 17:44:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda er augljóst að þú ert búin/n að ákveða þig. Ekki eyða tímanum í að spyrja hér, skelltu þér bara strax. Þú getur sagt okkur að ári hvað lífið þitt breyttist til muna.

Maggalena | 6. mar. '15, kl: 18:33:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

ég hef farið til markþjálfa og myndi mæla hiklaust með því. Þetta fólk fer í nám til þess að vera markþjálfarar. Ég tók nokkra tíma og fékk 100% það sem ég vildi og þurfti útúr því, en væntanlega er það misjafnt hvað fólki finnst og hvort það lendi á "rétta markþjálfanum"
Finnst akkeri bara mjög dómharður á eitthvað sem hann/hún virðist ekki hafa prufað né hafa vit á því miður, það eru allavega engin rök :)

Louise Brooks | 7. mar. '15, kl: 18:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hef farið á námskeið hjá markþjálfa og það hjálpaði mér alveg rosalega mikið. 

,,That which is ideal does not exist"

Trunki | 6. mar. '15, kl: 22:42:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Markþjálfi er á engan hátt álitsgjafi eða ráðgjafi, það að þú skulir segja það sýnir að þú hefur ekki reynslu af Markþjálfa nema þá kannski einhverjum sem ekki hefur verið starfi sínu vaxin.

Til upphafsinnleggs: ég hef ágæta reynslu af markþjálfa.

___________________________________________

She is | 7. mar. '15, kl: 09:23:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nám í markþjálfun hefur m.a verið kennt við Háskólann í Reykjavík: http://www.ru.is/haskolinn/frettir/nr/25009

MadKiwi | 6. mar. '15, kl: 18:31:01 | Svara | Er.is | 3

Ég prófaði eina og fanst hún mjög góð. Besta við það var að mér fanst hún svo klár og spurði spurningar sem ég hafði aldrei velt fyrir mér og fékk mig til að sjá hlutina öðruvísi og sjá ljósið. Ég hitti hana 1x í mánuði í klst sem ýtti á mig að gera það sem var planað að gera því það var n.k. deadline fyrir mig og það var gott. Ég tók fyrir allt í mínu lífi, maður stjórnar sjálfur hvað maður vill breyta og hún hjálpar manni og styður. Sambönd, feril, fjölskylda, heilsa, mataræði ofl. Fanst frábært að tala við aðila sem var ótengdur manni og séð hlutina óhlutbundið. Hún er enskumælandi og ég hitti hana á kaffihúsum en svo flutti hún til Hollands og við Skypuðum og hún tekur að sér fólk í gegnum Skype og ég mæli hiklaust með henni. nio.luan@gmail.com">nio.luan@gmail.com Éf fór í 6-8 tíma ég man ekki alveg, 1x í mánuði, maður getur líka haft samband á milli funda og hún minnir mann á hlutina líka, með sms eða tölvupóst. Ég breytti um vinnu og breytti áherslum í mínu lífi, fanst þetta einsog svona tiltekt í lífinu sem mér fanst sniðugt að fá aðstoð við.

zkitster | 6. mar. '15, kl: 18:39:58 | Svara | Er.is | 1

Já, það er að nýtast mér vel, markmiaðsetning og skipulag. Ekkert af þessu er eitthvað sem ég gæti ekki gert sjálf ef ég virkilega vildi hins vegar er það að gera mikið fyrir mig að vera með fastann tíma til að vinna í þessu og speglunin sem ég fæ er að spara mér tíma sem annars færi í að hugsa í hringi.
Ég er reyndar ekki að leggja út kostnaðinn sjálf, þá myndi ég líklegast bara eyða aðeins meiri tíma í að setjast niður í þetta sjálf.
Á tveimur tímum náði ég samt að koma niður miklu og tókst að fá aðeins skýrari langtímasýn, ég geri ráð fyri að vera hjá honum vikulega út vorið allavega.

Nú er misjafnt afhverju fólk leitar til markþjálfa, ég er að leita til marþjálfa til þess að aðstoða mig við að vinna og setja niður langtímasýn fyrir verkefni sem ég er að vinna að. Ef ég væri að íhuga markþjálfa útaf persónulegum ástæðum þá myndi ég allavega skoða sálfræðing eða félagsrágjafa frekar.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Teralee | 6. mar. '15, kl: 22:03:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kostar tíiminn hjá markþjálfa ?

zkitster | 6. mar. '15, kl: 22:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ ekki reikninginn þannig að ég er ekki viss, mér finnst mjög líklegt að það sé ekki undir 5000. Eins og ég segi, mér bauðst þjónusta markþjálfa, ef það væri ekki alveg svona brjálað að gera hjá mér og ég væri ekki að halda svona mörgum boltum á lofti þá myndi ég líklegast gera það sem er að gerast í markþjálfun bara sjálf. Akkúrat núna finnst mér gott að hafa einhvern til að spegla aðeins, hef tilhneigingu til að flækja aðeins hlutina fyrir mér, og þessi dedicated tími, þar sem ég þarf að hitta einhvern á fyrirfram ákveðnum tíma til þess að koma heildrænu skipulagi á hlutina hjá mér er að koma í veg fyrir að ég ýti því á undan mér og sé bara farin að garfa í hlutunum í staðinn fyrir að vinna markvisst. Það er það sem markþjálfun gengur út á að setja sér markmið og framfylgja þeim á skipulegan hátt, með smá aðhaldi. Fyrir þá sem eiga erfitt með það bara vegna smá skipulagsleysis og agaleysis þá gæti markþjálfi verið málið. Markþjálfi vinnur samt ekki á öðrum mögulegum undirliggjandi ástæðum, því gætu td kvíði og þunglyndi, mögulega bara mjög vægt, spilað inní, þá væri sálfræðingur alveg málið.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

She is | 7. mar. '15, kl: 09:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

líklega á bilinu 8000-12000, ódýrara að kaupa fleiri tíma í einu.

hjarta17 | 7. mar. '15, kl: 09:54:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ódyrara að fara í sund og göngutúra

She is | 7. mar. '15, kl: 09:55:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki svaravert og sýnir bara vanþekkingu þína!

hjarta17 | 7. mar. '15, kl: 09:57:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei systir mín er með þennan titill og ég veit ýmislegt

She is | 7. mar. '15, kl: 09:58:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

óheppin hún að eiga þig sem systur! gott að hún er markþjálfi og getur unnið úr því böli.

She is | 7. mar. '15, kl: 10:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú ættir kannski að reyna eigin ráð, sund og gönguferðir við þessari neikvæðni þinni!

Teralee | 7. mar. '15, kl: 11:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

þú talar um systur þína einsvo hún sé að blekkja fólk.

theisi | 7. mar. '15, kl: 13:51:34 | Svara | Er.is | 2

Ég hef bara góða reynslu er búin að vera í markþjálfun í 3 mánuði núna og þetta hefur hjálpað mér helling, hefði aldrei trúað því.

Teralee | 7. mar. '15, kl: 18:06:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það væri gaman að heyra í fleyrum sem hafa reynt markþjálfun.

Teralee | 7. mar. '15, kl: 20:08:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nú tók ég eftir hræðilegri stafsetningarvillu - fleyrum - ........langar að heyra í fleirum hér inni

Teralee | 8. mar. '15, kl: 11:02:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langar að heyra í fleirum hér inni - ef þeir hafa einhverja reynslu eða hafa heyrt af markþjálfum :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46392 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, paulobrien, Guddie, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien