melatonin , börn ?

fröken | 30. nóv. '15, kl: 20:36:16 | 550 | Svara | Er.is | 0

hæ, ég lét kaupa fyrir mig melatónin (naturemade) frá usa, 3 mg. Planið var að gefa dóttir minni þetta á kvöldin þar sem hún á erfitt með að sofna. Hún er 10 ára og þegar ég var að lesa utan á dolluna stendur að þetta sé ekki ætlað yngri en 18ára??

er einhver hér að gefa sínu barni þetta? og stendur samt á smáa letrinu að það sé bannað? eitthvað pínu nervus

 

Maríalára | 30. nóv. '15, kl: 20:39:13 | Svara | Er.is | 1

Myndi nú ekki gefa svona nema í samráði við lækni. Þú getur líka hringt á læknavaktina. 

saedis88 | 30. nóv. '15, kl: 20:39:16 | Svara | Er.is | 0

ertu búin að tala við lækni? 




Ég á 4ra ára stelpu sem fékk circadin (sem er melatonin) hjá lækni. fékk svo melatonin frá USA sem hún er að taka. 

fröken | 30. nóv. '15, kl: 20:41:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hef ekki talað við lækni, en tekur hana óralangan tíma að sofna. Var búin að heyra að svo margir væru að nýta þetta, en varð eitthvað stressuð þegar ég sá þessi orð á dollunni. Hvaða melatonin er þín að taka frá usa og hversu mörg mg?

saedis88 | 30. nóv. '15, kl: 20:44:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

man ekki hvaða tegund þetta er, er í grænni krukku með gulu loki og er 3mg.  Ég mundi alltaf hafa svona í samráði við lækni. Dóttir mín hefur átt við svefnvandamál frá fæðingu og alltaf átt erfitt með að ná sér niður á kvöldin. Hún er í greiningaferli og er klárlega með adhd og möguleiki á einhverfurófi (erum að bíða eftir lokagreiningu) 

fálkaorðan | 30. nóv. '15, kl: 20:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég mindi ekki fara að gefa barninu lyf nema að tala við lækni. 


Þó að þetta sé flokkað sem fæðubótarefni í USA þá er þetta nú samt hormónalyf.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 30. nóv. '15, kl: 21:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Af hverju ertu ekki löngu búin að fara til læknis? Hvernig eru það fyrstu viðbrögð foreldris við vandamál barns að fá fólk til að kaupa hormónalyf úti í landi þar sem lyfsala er að margra mati allt of frjálsleg?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

fröken | 30. nóv. '15, kl: 21:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef alveg rætt þetta við lækni og annan heilbrigðisstarfsmann og gerði því ráð fyrir að þetta væri í lagi. En settum ekki neitt plan upp. Fór svo að lesa á dósina og sá þetta. Þannig ég varð nervus og því spurði ég :) þannig er það nú bara

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 1. des. '15, kl: 19:52:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú svara sædísi ''nei ég hef ekki talað við lækni''


Hvað á maður að halda?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

musamamma | 30. nóv. '15, kl: 23:10:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gefur barninu þínu ekki lyf án þess að tala við lækni.


musamamma

mariamey | 1. des. '15, kl: 11:54:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er ekki lyf!!!

Felis | 1. des. '15, kl: 12:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er jafn mikið lyf og insúlín... Myndirðu gefa barninu þínu insúlín án samráðs við lækni?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

mariamey | 1. des. '15, kl: 12:23:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er insúlín lyfseðilskylt? En Melatonin?

nefnilega | 1. des. '15, kl: 12:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, bæði insúlín og melatonin eru lyfseðilsskyld á Íslandi.

Felis | 1. des. '15, kl: 12:36:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bæði er lyfseðilskylt. Bæði eru hormón.
Ég er nokkuð viss um að hvorugt er gott fyrir mann ef maður þarf ekki á því að halda.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

mariamey | 1. des. '15, kl: 12:54:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Melatonin er hvergi lyfseðilsskyld nema þá á Íslandi.

Felis | 1. des. '15, kl: 12:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er pottþétt rangt hjá þér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

mariamey | 1. des. '15, kl: 13:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú kaupir þetta í öllum búðum í USA....

Felis | 1. des. '15, kl: 13:21:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Er semsagt bara til USA og Ísland?

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 1. des. '15, kl: 13:22:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars er hægt að kaupa allskonar eitur út um allt í BNA sem er ekki hægt að kaupa lyfseðilslaust annarsstaðar

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 1. des. '15, kl: 19:52:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já enda er alger klikkun hvers konar lyf er hægt að fá án lyfseðils í USA

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

ÓRÍ73 | 1. des. '15, kl: 13:04:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bara i Ameriku,Er lyfseðulskylt a oðrum stoðum

minx | 1. des. '15, kl: 13:44:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki á Spáni. Kaupi mitt þar.

ÓRÍ73 | 1. des. '15, kl: 18:00:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok, ég spurðu í sumar þegar ég var á spáni og þeir sögðu að ég þyrfti lyfseðil

minx | 1. des. '15, kl: 20:39:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti síðast í maí og þá var þetta í hillunni með vítamínunum...

kynstur | 30. nóv. '15, kl: 20:44:10 | Svara | Er.is | 0

Þetta er lyf og ætti ekki að gefa nema í samráði við lækni. 

ÓRÍ73 | 30. nóv. '15, kl: 20:55:08 | Svara | Er.is | 0

Min tekur þetta að læknisraði,myndi aldrei gera annað

pragmatic | 30. nóv. '15, kl: 21:34:34 | Svara | Er.is | 2

Læknir sonar míns ráðlagði okkur að fá einhvern sem væri á leiðinni til USA að kaupa þetta fyrir okkur því það er miklu ódýrara þar. Hann sagði líka að munurinn á Cirkadin (sem er lyfseðilsskylda útgáfan af melantónín og seld hér heima) væri meira forðaverkandi á meðan þessar bandarísku töflur væru miklu fljótari að virka en virknin varir skemur.

Kattarskott | 30. nóv. '15, kl: 23:11:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sama ráðlegging og ég fékk frá mínum heimilislækni fyrir mína dóttur sem var þá 12 ára við höfum notað bæði Circadin og svo amerískt og það ameríska virkar fínt á hana.  

Gale | 1. des. '15, kl: 01:05:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Hef heyrt margar svona sögum. Og ég trui því að þetta sé rétt.

Degustelpa | 1. des. '15, kl: 14:04:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en það var gert í samráði við lækni. Myndi gera það sama með mitt barn ef það þyrfti.

staðalfrávik | 30. nóv. '15, kl: 22:10:06 | Svara | Er.is | 0

Mitt barn fær öðru hvoru og læknirinn okkar allavega segir að það megi en ég veit ekki hvort ég myndi gefa svona nema með samþykki. Við pöntum svona á netinu, ég átti það upphaflega til því ég flaug frekar oft milli tímabelta og svo þegar til tals kom að gefa svefnlyf spurði ég bara hvort það mætti ekki bara gefa þetta fyrst ég ætti það.

.

fröken | 30. nóv. '15, kl: 22:25:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk, ætla að bjalla í lækni á morgun

Skreamer | 1. des. '15, kl: 00:06:51 | Svara | Er.is | 0

Vá ég trúi því ekki að það sé leyfilegt.  3 mg er nóg til að rota mig ansi vel.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Tipzy | 1. des. '15, kl: 01:05:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert óeðlilegur skammtur, en algjörlega tala við lækni fyrst. Minn var fyrst á Circadin, en fór svo 5mg Melatonin frá usa en það var samkvæmt læknisráði af sama lækni og ávísaði Circadinið.

...................................................................

daffyduck | 1. des. '15, kl: 00:16:40 | Svara | Er.is | 0

Í guðanna bænum vertu ekki að gefa barninu þínu þetta.

mariamey | 1. des. '15, kl: 11:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geturðu rökstutt þetta svar þitt? Veistu hvað Melatonin er?

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 13:07:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veist þú það?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 13:17:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og skilur þú það sem stendur þarna?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

mariamey | 1. des. '15, kl: 13:18:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Ég hefði verulegar áhyggjur af þér ef þú skilur það ekki...Ertu kannski lítið lærð?

Bakasana | 1. des. '15, kl: 13:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef þú hefðir lesið þennan texta sjálf þyrftir þú ekki að kalla eftir rökstuðningi hér ofar. Það stendur einmitt í þessari grein hvers vegna ekki ætti ekki að skammta börnum þetta hormón. 

daffyduck | 1. des. '15, kl: 19:50:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu kannski lítið lærð......Væri nú ekki gáfulegra að segja "ertu kannski illa menntuð". Það er nú bara betri íslenska og ef þú ætlar að vera slá um þig með svona menntasnobbi. Þá er betra að tala góða íslensku.

nefnilega | 1. des. '15, kl: 21:58:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað ert þú lærð?

daffyduck | 1. des. '15, kl: 23:57:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Allavega ekki í íslensku

presto | 1. des. '15, kl: 00:59:29 | Svara | Er.is | 0

Ræddu þetta við lækninn. 

hka2 | 1. des. '15, kl: 07:25:10 | Svara | Er.is | 1

Ekki gefa barninu þetta nema í samráði við lækni. Minn 10 ára fékk þetta að læknisráði og fékk miklar aukaverkanir (sem fáir virðast vita að geti gerst, þar sem þetta er bara vitamin) Urðum snarlega að hætta á þessu.

Frú Bjóla | 1. des. '15, kl: 09:55:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er samt ekki "bara vítamín". Þetta er hormón.

hka2 | 1. des. '15, kl: 15:41:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda áttu að koma gæsalappir þarna utanum hjá mér, var buin að heyra þessa fullyrðingu svo oft og eru þetta viðbrögðin sem ég fæ þegar ég segi fólki frá okkar reynslu.

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 13:07:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er EKKI vítamín.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

hka2 | 1. des. '15, kl: 15:42:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda áttu að koma gæsalappir þarna utanum hjá mér, var buin að heyra þessa fullyrðingu svo oft og eru þetta viðbrögðin sem ég fæ þegar ég segi fólki frá okkar reynslu.

fálkaorðan | 1. des. '15, kl: 15:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

:)

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

minx | 1. des. '15, kl: 09:45:29 | Svara | Er.is | 0

Minn tekur 1 mg einstöku sinnum. Dugar honum vel. (Er með ADHD)

karamellusósa | 1. des. '15, kl: 16:57:23 | Svara | Er.is | 0

tek undir með flestum hér að gefa ekki svona ungu barni þetta nema í samráði við lækni,


hinsvegar gætirðu nýtt þér magnesíum duft sem er sett í heitt vatn eða te og virkar slakandi, til að drekka á kvöldin.  líka til í freyðitöflum og er eflaust með sömu virkni þannig.  

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

stjörnuþoka123 | 1. des. '15, kl: 18:12:10 | Svara | Er.is | 1

Ég á 8 ára kvíða strák sem fær melatonin fyrir svefn. Læknirinn hans ráðlagði mér að fá einhvern til að kaupa það fyrir mig í USA. Hann fær 3 mg.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Síða 1 af 47652 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, annarut123, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie, tinnzy123, paulobrien