Menntun og laun? við hvað get ég menntað við mig sem gefur góð laun?

tsk | 25. feb. '15, kl: 12:56:22 | 1740 | Svara | Er.is | 0

Sælar, nú er ég í námshugleiðingum fyrir næstkomandi haust. laun eru víða illa aðgengileg og erfitt að komast að hve byrjunalaun eru í hverri vinnu f. sig. draumurinn er að fara í nám sem að gefur af sér góð laun (hver vill ekki það? ;) ) og hefur helst hefðbundinn vinnutíma og frí um helgar. þegar að ég tala um góð byrjunar laun væri ég til í lágmark 500-550þús fyrir skatt. Við hvað get ég menntað mig sem að ekki tengist tölvum eða stærðfræði? :)

 

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 12:58:51 | Svara | Er.is | 1

Alveg þangað til ég las síðustu setninguna ætlaði ég að stinga upp á verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði... en jú, lögfræði og læknisfræði líka.

Ice1986 | 25. feb. '15, kl: 13:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hann/hún þarf að byrja á að standa í röð með svona 200 atvinnulausum lögfræðingum fyrst og búast við atvinnuleysi í jafnvel 1-2 ár eftir útskrift. Og við erum almennt ekki með 500+ fyrr en eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Byrjunarlaun eru almennt í kringum 400 þ. 
Plús það að það er mikið vinnuálag á þeim sem fá vinnu en almennt er yfirvinna óborguð. Hefðbundinn vinnutími er því ekki alveg að ganga og það er ekkert endilega frí hverja helgi. Eftir útskrift unnu flestir í kringum 10-12 tíma á dag á lágum launum. Það er grínlaust betra að verða kennari eða hjúkrunarfræðingur heldur en lögfræðingur núna. 


Sammála þér með hina valmöguleikanna samt, þeir gefa líka fólki tækifæri á að vinna erlendis. 

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 13:21:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hólí krapp! :o

Leiga111 | 25. feb. '15, kl: 17:12:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

dóttir mín 11 ára stefnir í lögfræðina (i know svolítið ung en þetta er það sem henni langar að gera) og ég sagði henni að það væri örugglega best fyrir hana að mennta sig úti hjá pabba sínum í USA og vinna við það þar

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 09:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

af hverju segiru henni að frekar vinna þar? hélt að þar væru lögfræðingar í verri málum en hér ef eitthvað er.. 

Leiga111 | 26. feb. '15, kl: 19:11:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki ef maður hefur góð tengsli úti.
Hugsa að  það myndi vera miklu betra að vera úti heldur en hérna

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

ComputerSaysNo | 27. feb. '15, kl: 22:31:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún fengi kannski góð laun úti ef hún verður heppin en þarf að vinna 10 tíma á dag.

Leiga111 | 28. feb. '15, kl: 09:31:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvað ætli lögfræðingar séu að vinna lengi á Íslandi?
fyrir glötuð laun og flest allt bara eitthverjir skuldalögfræðingar 

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bíddu, var pabbinn ekki týndur og ekki hægt að finna hann?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Leiga111 | 28. feb. '15, kl: 09:30:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú fyrir eitthverjum árum síðan :)
Hann kom inn í líf hennar á 10 ára afmælisdaginn hennar og hún var hjá honum í allt sumar :)


Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 11:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æj, en æðislegt! :)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Leiga111 | 28. feb. '15, kl: 17:15:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eiginlega sannkallað happily ever after :)

Sometimes I wish I was smarter... But most of the time I just wish other people were.

Helvítis | 28. feb. '15, kl: 20:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það má sko segja það.

Er hún ekki himinlifandi?

(sorrí, ég virðist ekki fá tilkynningar þegar mér er svarað í umræðunni)

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Chaos | 26. feb. '15, kl: 20:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Laun laganema hjá lögmannsstofum eru ekkert rosalega mikið yfir lágmarkslaunum og sumir vinna frítt. 

eradleita | 25. feb. '15, kl: 19:56:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þekkirðu marga lækna og lögfræðinga sem eiga alltaf frí á kvöldin og um helgar?

______________________________________________________________________________________________

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 20:22:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jájá...

Helgenberg | 25. feb. '15, kl: 12:59:45 | Svara | Er.is | 1

flugmaður eða tannlæknir

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 13:01:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held samt að flugmenn þurfi að læra á allar tölvunar sem stýra vélinni...

Helgenberg | 25. feb. '15, kl: 13:06:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nei kvaaaa, já satt.


reyndar þarf maður núorðið að kunna á tölvur í mjög mjög mörgum störfum

Triangle | 25. feb. '15, kl: 13:15:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er eins og að læra á reiknivél. Ekki alveg það flóknasta, og myndi aldrei stöðva neinn sem er með ofnæmi fyrir tölvum sem slíkum.

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 13:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Well... ég væri allavega ekkert svakalega spennt að fljúga með tölvuhræddum flugmanni :/

Felis | 25. feb. '15, kl: 13:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og það eru til nóg af flugmönnum sem actually hafa ánægju af tölvum o.þ.h

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 13:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer svo ekki stór hluti námsins fram í flughermi (tölvu)? En ég veit svo sem ekki hvað upphafsmanneskja á við með "tengist ekki tölvum" því eins og einhver segir þá sé ég eiginlega ekki hvað það ætti að vera. Hárgreiðslumeistari kannski en það eru örugglega ekki þessi laun nema þú sért Simbi og hvað þessir frægu nú heita :)

Felis | 25. feb. '15, kl: 13:28:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nú bara er ég ekki með neina reynslu af flugnámi en ég man samt eftir að mágur minn talaði um það á sínum tíma (þegar hann var í þessu námi) að það sem tæki mest á var stærðfræðin því að það voru svo mörg mælieiningakerfi (metrakerfið, bandarískt, breskt, land- og sjó osfr. ) sem þeir þyrftu að læra að nota við rétt tækifæri og kunna að breyta á milli og eitthvað fleira svoleiðis crap. Hann er reyndar stærðfræðigaur svo að honum fannst þetta (held ég) skemmtilega erfitt. 


Man ekki eftir að hann hafi talað um flugherma - en again þá er hann líka tölvugaur svo að það hefur sennnilega ekki vafist fyrir honum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 13:28:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já akkúrat, auðvitað hellings stærðfræði líka.

eradleita | 25. feb. '15, kl: 19:57:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og vinna ekki bara á vikrum dögum frá 9-5

______________________________________________________________________________________________

hillapilla | 25. feb. '15, kl: 20:23:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei tæplega. Nema útsýnisflugmenn kannski.

choccoholic | 25. feb. '15, kl: 17:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flugmenn eru mjög vel launaðir en erfitt að fá vinnu við það. Þeir tannlæknar sem hafa það gott eru þeir sem eru búinir að vera lengi starfandi og komnir með traustan kúnnahóp. Margir eiga erfitt með að rukka inn það sem er útistandandi auk þess sem sjúklingarnir mæta oft seint og illa. Veit um 2 sem hafa farið í gjaldþrot á síðastliðnum 3 árum :/

sakkinn | 25. feb. '15, kl: 17:58:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Erfitt að fá vinnu sem flugmaður? Þú hefur greinilega aldrei komið til Asíu.

choccoholic | 25. feb. '15, kl: 18:01:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Jújú, ég hef alveg komið til Asíu. Gerði bara ráð fyrir að upphafsnikkið vildi búa á íslandi.

jolly8 | 27. feb. '15, kl: 08:21:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Plús thad er massív stærdfrædi sem tharf i flugmanninn... ooog vaktavinna ef atvinnuflugid er um ad ræda... thannig thad er nowayjose ad fa vinnu sem er bara dagvinna og frí allar helgar;)

Gladis | 28. feb. '15, kl: 06:03:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

flugmannsnám er bara rosalega dýrt og dýrt að halda réttindunum við líka.

AyoTech | 25. feb. '15, kl: 13:00:32 | Svara | Er.is | 1

Það er sama í hverju þú menntar þig það er ekkert örruggt að þú komist inn á þessi laun eða fáir réttu atvinnutækifærin. Það sem væri hægt að stóla á í þessum launaflokki og atvinnutækifærum er forritun, tölvunarfræði.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Felis | 25. feb. '15, kl: 13:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það eru ógeðslega margir í tölvunarfræði, og það eru ógeðslega margir að klára tölvunarfræði. Fyrir 2 árum þegar ég kláraði þá gátu tölvunarfræðingarnir nánast valið hvar þeir vildu vinna (amk þeir sem eru "bara" almennir tölvunarfræðingar en ekki sérfræðingar) en núna þá geta hugbúnaðarfyrirtæki valið úr stórum hóp hverja þeir vilja ráða. 


Ég held að ef maður ætlar að ná eitthvað áfram í tölvunarfræði í dag þá þurfi maður að vera framúrskarandi, það er amk tilfinningin sem ég fæ í vinnunni. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helgenberg | 25. feb. '15, kl: 13:27:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

sonur minn er í þessu námi núna, það er verið að biðja gaura sem eru ekki búnir að klára að plííís hætta i náminu og koma að vinna strax, semsagt af svona fyrirtækjum í app og leikjabransanum

Felis | 25. feb. '15, kl: 13:29:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok - það er ekki þannig hérna. Það eru óteljandi umsóknir sem berast og hægt að velja rjómann til að prufa að vinna. Það er reyndar líka mikið lagt upp úr því að fólk afli sér menntunar og fólk stutt til að bæta við sig.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ingbó | 26. feb. '15, kl: 18:25:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvar er hérna?   Tölvu/hugbúnaðarfyrirtæki eru að "stela" fólki alveg hægri, vinstri. 

Felis | 26. feb. '15, kl: 20:00:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"Hérna" í þessu tilfelli er í vinnunni minni

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

nefnilega | 25. feb. '15, kl: 13:46:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margt af þessu tengt öppum eru samt afmörkuð verkefni og ekki hægt að stóla á sem framtíðarvinnu. Nokkurs konar verktakavinna. Og þar sem ég þekki aðeins til hefur ekki alltaf gengið eftir að fá greitt fyrir vinnuna.

miramis | 28. feb. '15, kl: 19:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru það e-ð sérlega solid fyrirtæki? Ekki mörg leikjafyrirtæki á Íslandi á Íslandi sem eru að gera rífand hluti held ég.

Helgenberg | 1. mar. '15, kl: 15:28:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

plain vanilla t.d

miramis | 1. mar. '15, kl: 16:02:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, plain vanilla er eitt en það veit enginn hvernig gengur í alvöru hjá þeim held ég, og svo ccp. 

Langflest önnur fyrirtæki eru lítil, því miður. 

Grjona | 1. mar. '15, kl: 15:58:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sá fyrir stuttu síðan auglýsingu frá einhverju leikjafyrirtækju, nýju reyndar. Þeir voru að leita að partnerum, þ.e. einhverjum sem var til í að vinna frítt fyrir þá í einhvern tíma í von um mögulega hlutdeild í hagnaði. Mér fannst það ekki spennandi.

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

miramis | 1. mar. '15, kl: 16:09:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt. Ég held að þessi bransi sé bölvaður hark heima, fullt af strákum, 3 - 4 að sýsla í kjallaranum en minna um fyrirtæki sem maður getur treyst á að borgi manni laun í alvöru. 

Grjona | 1. mar. '15, kl: 16:11:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nkl

♥♥♥♥♥♥♥♥Joðvillingur♥♥♥♥♥♥♥♥
Við erum ríkið, ríkið er við.
http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13498192&advtype=52

„I hate football. It‘s primitive, dull, pathetic and cruel.“ Mikey H

miramis | 1. mar. '15, kl: 16:15:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bölvað hark btw. Kræst. 

AyoTech | 25. feb. '15, kl: 13:58:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það bætast við ný og ný stöðugildi með hverju árinu fyrir þennan hóp, þetta er sífellt stækkandi geiri og mér finnst það sjást í auglýstum störfum hvað mikið er auglýst í tölvugeiranum.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Felis | 25. feb. '15, kl: 14:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vissulega - ég myndi samt ekki treysta á að fá vinnu nema maður sé með góðan áhuga á þessu.


Annars er ég tölvunarfræðingur án þess að hafa tekið rosalega stærðfræði, en ég er líka sérfræðingur (lærði erlendis) og þurfti að hafa pínu fyrir að finna mér vinnu því að ég vildi ekki vera code monkey :-p 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 26. feb. '15, kl: 11:20:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Code monkey?

Maðurinn minn vinnur í tölvugeiranum, netkerfum. Samkvæmt honum er mikið verið að fækka mönnum og meira álag á þeim sem nú þegar eru. Þessi geiri býður ekki upp á mjög öruggt starfsumhverfi. Menn þurfa að vera á tánum og endurmennta sig.

Felis | 26. feb. '15, kl: 11:24:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

code monkey er í raun forritari sem er að byrja (eða það er minn skilningur á þessu hugtaki), svo er misjafnt hversu fljótt fólk er að komast áfram og fara að fá meiri ábyrgð. 


En já í minni vinnu er einmitt mikið álag, en svo rosalega mikið að gera að það er frekar verið að ráða inn en fækka fólki. EN það er samt það sama, fyrirtækið hefur ekki efni á að hafa þá sem standa sig ekki nógu vel og þeir eru hiklaust látnir fara - og það er ekki bara hver sem er ráðinn inn heldur er fólk vandlega valið. 


Ég myndi alls ekki halda að fólk geti bara orðið tölvunarfræðingar og fengið automatískt góða og vel launaða vinnu. Mér finnst það mjög hæpið þó að það sé mikið að gerast í þessum bransa. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Catalyst | 26. feb. '15, kl: 11:30:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei enda hefur minn maður verið að vinna sig upp í það sem hann hefur núna, tekið hann 11 ár. ÞEgar hann kláraði (reyndar tölvunarbraut úr iðnskólanum ekki háskóla) þá var einmitt þegar hann byrjar vöntun, en þegar hann klárar þá var allt fullt. Hann komst þó inn í fyrirtæki á svo skítaskíta launum (eiginlega grátbað þá að taka sig inn haha) en var líka fljótur að sína að hann hefði getu og hæfni í starfið og var fljótlega kominn í betri stöðu og hækkaði slatta í launum fyrsta árið sitt. Síðan þá hefur hann tekið ýmsar gráður og próf til að fá meiri þekkingu og færni og það hefur hjálpað til við launin.
En þessi tölvugeiri sem hann er í er mjög furðulegur oft. Vil ekki fara nánar út í það hér samt.

hagamus | 1. mar. '15, kl: 22:11:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nóg að gera fyrir netsérfræðinga, kerfisstjóra og þá sem eru með tækniþekkingu aðra en forritun.

GoGoYubari | 25. feb. '15, kl: 13:12:07 | Svara | Er.is | 0

Ég held að það sé bara engin auðveld leið að þessu. Ef þú vilt þessi laun þá verðuru að vinna fyrir þeim með krefjandi námi og svo að koma þér á framfæri á vinnumarkaðnum. Miðað við það sem þú setur upp myndi ég halda lögfræði (held að það sé engin stærðfræði, veit ekki með tölvur), annars virðist tölvnnarfræði vera það nám sem er mesta chinga ching eins og er.

yoooooo | 25. feb. '15, kl: 13:22:37 | Svara | Er.is | 0

farðu í styrimannaskóla

yoooooo | 25. feb. '15, kl: 13:23:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei, djók, hélt að þú vildir e-ð tengt tölvumog stærðfræði

tsk | 25. feb. '15, kl: 13:40:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

í tölvunarfræði er mikil stærfræði sem að er ástæða þess að ég vel hana ekki stærðfræði er mer hundleiðinleg og algjörlega óskiljanleg svo að ég færi alls ekki af stað í nám sem að ég þyrfti virkilega að hafa mig alla við að komast í gegnum og finnast það svo hundleiðinlegt í þokkabót ;) Krefjandi nám er alls ekkert eitthvað sem að ég set fyrir mér og ég tel mig hafa upp á helling að bjóða á vinnumarkaði :) vandamálið er að finna það rétta ;) erfitt val :)

EvilKitty | 25. feb. '15, kl: 15:53:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Af hverju pantarðu þér ekki bara tíma hjá námsráðgjöfum HÍ eða HR og færð að taka Strong áhugasviðsprófið? Það er eitt besta áhugasviðspróf sem völ er á, kostar 12 þús í HÍ og 9 þús í HR ef mig minnir rétt.

JungleDrum | 26. feb. '15, kl: 17:41:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fékk ekkert sem meikaði sens úr STRONG prófinu og er engu nær hvaða nám myndi henta mér.

Felis | 26. feb. '15, kl: 18:05:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér - algert kjaftæði

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Alpha❤ | 26. feb. '15, kl: 18:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki ég heldur. Svo mikil peningasóun:/

fálkaorðan | 28. feb. '15, kl: 07:34:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fekk td líksnyrtir. Höhö hö.


En ég fekk sterkast það sem mér fannst þá fáránlegt en 10 árum seinna fattaði ég að ég var að vinna akkúrat það djobb og stóð mif frábærlega. Var samt ekki að fíla álagið svo ég færði mig til.


Núna er ég að fara að mennta mig í því sem var næststerkast.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

JungleDrum | 28. feb. '15, kl: 08:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti annað hvort að opna blómabúð eða vera optiker,  það eru ca 10 ár síðan.
Hljómaði undarlega.

Vinn í tækniumhverfi í dag og það á vel við mig.

Alpha❤ | 1. mar. '15, kl: 22:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eg fékk hermaður

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 2. mar. '15, kl: 00:23:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha miðað við þín skrif hér, þá er það rosalega mikið þú. Og auðvitað alltaf verið að leita að góðum hermönnum á Íslandi ekki satt?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 00:57:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

lol já þetta er svakalega mikið ég og fullt af hermannsstörfum lausum hér á íslandi;)... ég eiginlega bara skil ekki hvernig þeir fengu þetta út. Kannski því ég er hrifin af því að hafa reglu og skipulag í kringum mig eða eitthvað
Svo fékk ég líka yfirmaður á elliheimili. Af hverju elliheimili? og hvernig fá þeir það svona svakalega specific út??':O
j

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 2. mar. '15, kl: 01:02:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Undarlegt.... 


ég hef unnið á elliheimili og einn yfirmaðurinn var reyndar hermannatýpan, en það var líka ekkert mjög gaman að vera í vinnunni þegar hún var að stjórnast :)

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Alpha❤ | 2. mar. '15, kl: 01:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég reyndar er ekki þessi hermannatýpa þess vegna skil ég þetta ekki nema þá að ég vil hafa reglufast í kringum mig því þá líður mér betur. þá er ég að meina að vakna á svipuðum tíma, borða svipuðum tíma og svona. 

passoa | 26. feb. '15, kl: 10:08:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sjitt, eins gott að fara ekki í neitt nám sem maður  virkilega þarf að hafa sig allan við að komast í gegnum, nám á jú bara að vera auðvelt og létt ;)


Sorrý, bara varð :p

Catalyst | 26. feb. '15, kl: 11:21:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún er meira að segja að það væri allt í lagi að þurfa að hafa svona mikið fyrir því ef henni þætti það gaman.

Steina67 | 27. feb. '15, kl: 14:13:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það er alltaf viss hluti af náminu sem manni þykir ekki skemmtilegur, þurr og leiðinleg námskeið stundum sem maður þarf líka að hafa fyrir því þau eru ógeðslega leiðinleg.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Ice1986 | 25. feb. '15, kl: 13:49:16 | Svara | Er.is | 3

Sko, þú ert í raun að biðja um leið til að fara í auðvelt nám, fá fínan vinnutíma og nóg frí og samt vera með hálfa milljón í byrjunarlaun. 
Þetta mun bara takast með brjálaðri vinnu. Þú þarft í fyrsta lagi að fara í langt nám sem verður kostnaðarsamt og svo er það ekki þannig að nýútskrifaðir krakkar vinni bara einhverja stutta vinnudaga. Ég á marga vini sem hafa verið að klára nám á síðustu árum, þ.á.m. ég sem lögfræðingur, verkfræðingar, viðskiptafræðingar, kennarar og læknar. Og trúðu mér - við vinnum öll mjög mikið. Það tekur tíma að fá reynslu og sanna sig í starfi og þá þarf maður bara að leggja helling á sig. 
Bara þau sem eru verkfræðingar og læknar fengu yfir 500 þ. í laun. Hin fengu mun minna í byrjunarlaun og eru flest ekki komin yfir 500+ í dag. Læknirinn vinnur vaktavinnu og verkfræðingarnir fara sko ekki heim kl 16:00 á daginn og vinna margar helgar.


Þú þarft líka að skoða annað. Ef þú ferð t.d. í lögfræði eða viðskiptafræði þá ertu að fara á markað þar sem er mikil samkeppni. Það er samkeppni á vinnustöðum um hver vinnur mest, hver nær að taka námskeið með vinnu (verðbréfamiðlun, hdl námskeið o.fl) og það er  ekki næg vinna í boði fyrir alla. Þú getur hvenær sem er misst vinnuna og það er ekkert gefið að þú fáir strax aðra. Það er líka hægt að fara í aðra starfsgeira sem eru með aðeins meira starfsöryggi og stundum aðeins lægri laun. 

tsk | 25. feb. '15, kl: 13:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er 29 ára svo að ég verð nú hæpast ný útskrifaður krakki en ný útskrifuð verð ég jú:) ég vinn vaktavinnu í dag með menntun sem sjúkraliði og stúdent með tvö börn og heimili. geri mér grein f því að nám er eitthvað sem að ég kem til með að leggja á mig og verður ekki auðvelt :) svo að ég er ekkert endilega að biðja um hugymdnir að auðveldu námi alls ekki. veit líka að stæ er hluti af mörgu námi t.d. hjúkrunarfræði sem að ég stefndi alltaf að en eins og staðan er núna í heilbrigðisgeiranum heillar mig alls ekki að fara að læra það svo að ég er að skoða alla möguleika :) mörg nám eru krefjandi og erfið þó að þau innihaldi ekki stærðfræði :) má láta sig dreyma allavega :)

tsk | 25. feb. '15, kl: 13:59:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stæ má jú alveg vera einhver partur af námi en bæði tölvunafræði og stærðfræði sem og verkfræði er í megindráttum bara stærðfræði og það heillar mig ekki ;)

labbi86 | 26. feb. '15, kl: 18:17:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og talandi um námskeiðin sem lögfræðingar eru að taka með vinnu, þá er t.d. búið að auka kröfurnar gríðarlega og fyrri hluti hdl. námskeiðsins orðinn gríðarleg eldraun, sem hann var ekki fyrir örfáum árum. Ég er orðin svo þreytt á þessari mýtu að lögfræðingar fái alltaf vinnu og séu með svo há laun. Ég plúsaði einmitt það sem þú settir efst. Það er fásinna að byrja að læra lögfræði í dag, fólk með reynslu er margt ekki einu sinni að komast í viðtöl og þeir sem fá vinnu eru að fá vinnu eftir krókaleiðum. Þetta er hrikalega erfiður samkeppnismarkaður og margir að bítast um fáa girnilega bita.

Chaos | 26. feb. '15, kl: 20:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sóttu hvað yfir 50 manns um hlutastarf hjá útfarastofu og vel yfir hundrað hjá vegagerðinni. Það er svakalegt. 

labbi86 | 27. feb. '15, kl: 17:52:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sóttu sömuleiðis yfir 100 manns um lögfræðistarf hjá Fangelsismálastofnun sem er ekki einu sinni 100% lögfræðingsstaða, heldur blanda af lögfræðingsstöðu og starfi annars eðlis. Þetta er bilun.

bogi | 28. feb. '15, kl: 19:07:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er rosalegt - það eru kannski 8-20 aðsækja um verkfræðistörf hjá Vegagerðinni en 120 um stöðu lögfræðings. Spurning hverjir ættu að hafa hærri laun ;)

miramis | 28. feb. '15, kl: 19:18:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hversu stór hluti ætli sé reynslulaus og nýutskrifaður?

bogi | 28. feb. '15, kl: 19:36:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki - örugglega stór. En það er það sama íverkfræðinni.ö, og bestu umsækjendurnir hætta svo alltaf við þegar launin eru rædd.

miramis | 28. feb. '15, kl: 19:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aðeins heyrt af svona stórum umsækjendahópum og þar hrfur mér verið sagt að langflestir séu alveg reynslulausir. Semsagt oft bara lítill hópur m e-a haldbæra reynslu. Vona það mín vegna ef mig langar e-n tíman að koma heim aftur.

bogi | 28. feb. '15, kl: 20:40:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já það er erfiðast fyrir þann hóp.

Humdinger | 25. feb. '15, kl: 14:17:48 | Svara | Er.is | 0

tölvunarfræði og stærðfræði til dæmis.

Humdinger | 25. feb. '15, kl: 14:18:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha úps, ég las "Við hvað get ég menntað mig SEM að tengist tölvum eða stærðfræði". Sorrý! En þá veit ég ekki

sigurlas | 25. feb. '15, kl: 15:10:37 | Svara | Er.is | 0

Flugumferðarstjóri. 1.800.000 á mánuði

Moogy | 25. feb. '15, kl: 16:01:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

what ?

AyoTech | 25. feb. '15, kl: 16:07:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Jebb. Það getur ekki hver sem er orðið flugumferðarstjóri og það fylgir því gríðarlegt álag og er mjög streituvaldandi starf.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Moogy | 25. feb. '15, kl: 16:10:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ok vá

eradleita | 25. feb. '15, kl: 20:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brjálað álag, vaktavinna (allan sólarhringinn), alls ekki fjölskylduvænt starf og margir þola ekki álagið og endast stutt.

______________________________________________________________________________________________

Ibba Sig | 27. feb. '15, kl: 14:01:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En bara sex mánaða námskeið, eða eitthvað svoleiðis. Og ert á launum í náminu. 

1122334455 | 27. feb. '15, kl: 22:34:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Námið er núna kennt í Keili, rándýrt og fólk er á námslánum á meðan.

Abbagirl | 28. feb. '15, kl: 17:24:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekkert bara við að taka flugumferðarstjórann. Fyrir nokkrum árum, áður en Keilir fór að kenna þetta, þá sóttu kannski um 100 manns um og 4 teknir inn. Þeir sem komust inn voru oft að dúxa í framhaldsskólum.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

yogo | 25. feb. '15, kl: 17:08:12 | Svara | Er.is | 0

Má ég aðeins troða minni spurningu inn í umræðuna þína. Hvernig er staða þeirra á vinnumarkaði sem útskrifast úr verkfræðilegri eðlisfræði, veit það einhver ?

Humdinger | 25. feb. '15, kl: 17:30:45 | Svara | Er.is | 0

Launakannanir VR gætu hjálpað þér að meta meðallaun í hinum og þessum geirum:

http://www.vr.is/kannanir/launakonnun-2014/launatolurnar-2014/...-atvinnugrein-og-starf/

Maríalára | 25. feb. '15, kl: 17:58:47 | Svara | Er.is | 0

Hvað með einhvers konar iðnmenntun sem þú getur unnið sjálfstætt, s.s. ráðið vinnutímanum sjálf?

Tengiliður | 25. feb. '15, kl: 19:27:31 | Svara | Er.is | 0

Spurðu námsráðgjafa í HÍ. Þau gefa góð no-nonsense svör og vita um hvað þau eru að tala. http://nshi.hi.is/namsradgjof

eradleita | 25. feb. '15, kl: 20:04:43 | Svara | Er.is | 3

Hverju hefurðu gaman af og við hvað myndi þig langa að vinna ef launin skiptu engu máli?  það skiptir miklu meira máli að velja starfsvettvang sem þér líkar við en að velja eitthvað bara vegna launa og komast svo að því að þú þolir ekki vinnuna. 

______________________________________________________________________________________________

diorio | 26. feb. '15, kl: 09:52:54 | Svara | Er.is | 5

Þú vilt örugglega ekki heyra þetta en ég verð að fá að segja þetta: ff þú vilt ná árangri, sama á hvaða sviði, þarftu að búa að brennandi áhuga og eldmóði. Sum svið skila þér augljóslega meiri peningum en öruggasta leiðin til að verða þér út um peninga, sama á hvaða sviði, er að hafa upp á eitthvað að bjóða sem enginn annar hefur. Þú nærð engum árangri í starfi með því að vinna bara 8-4 á virkum dögum og leggja aldrei neitt aukalega að mörkum. Ef þú leggur fyrir þig fag sem virkilega vekur áhuga þinn þá telurðu ekki eftir þér að vinna á kvöldin og um helgar einfaldlega vegna þess að þú færð svo óendanlega mikið út úr því. Ef þú vinnur við eitthvað sem þú elskar þarftu ekki að vinna dag af ævi þinni - þetta er klisja af góðri og gildri ástæðu.

Persónulega sit ég á kvöldin með þykkar námsbækur og fræðibækur og les mér til skemmtunar. Ég er ekki einu sinni byrjuð í háskólanámi við það fag sem ég stefni að en eyði glöð mínum frítíma í að læra og læra þó ég fái enga gráðu út á það næstum því strax. Þegar ég var á náttúrufræðibraut á leið að verða læknir var ég gersamlega að klepra af áhugaleysi og óhamingju. Í dag get ég ekki beðið eftir að vakna og halda áfram að stúdera það fag sem raunverulega vekur áhuga minn.

Ef við tölum aðeins um peninga þá er eitt hæst launaða og hamingjusamasta fólk sem ég þekki með brennandi áhuga á sínu fagi og situr öll kvöld og helgar að vinna. Einfaldlega vegna þess að þeim finnst það gaman. Þau vinna sína vinnu á daginn en eru að græða mest á eigin hugmyndum sem þau hafa hrint í framkvæmd í sínum frítíma. Maður hefði haldið að þau væru úrvinda eftir alla þessa vinnu en þegar þú elskar það sem þú gerir þá færðu meira út úr vinnunni en hún tekur af þér.

bogi | 26. feb. '15, kl: 11:15:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Ég held nú að það sé allur gangur á þessu - auðvitað þarftu að hafa áhuga en það er heldur ekki rétt að vinnuveitendur séu að ætlast til þess að fólk af áhuganum einum saman sé að eyða öllum sínum frítíma í að vinna, jafnvel kauplaust.

QI | 26. feb. '15, kl: 17:57:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já áhugin ætti að stýra manni í rétta átt,, kannski búa til öpp, kannski mála myndir, kannski eitthvað annað.. áhugi á einhverju er lykill af farsælum ferli.  :)

.........................................................

josepha | 1. mar. '15, kl: 11:59:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

 "Hamingjusamasta fólk sem þú þekkir" er s.s. heltekið af vinnunni sinni og eyðir ÖLLUM sínum tíma í vinnuna. Það á ekkert við um alla að vilja helga sig framanum 100% og eiga ekkert líf utan við hann. Ég var einu sinni svona og endaði á því að brenna út. Núna er ég farin að sjá hvað ég gerði rangt og það var s.s. að halda að með því að eyða öllum mínum tíma í framann og það sem "elskaði" þá væri ég að gera rétt. Það voru mjög mikil mistök. Auðvitað þarf maður að vera áhugasamur og duglegur en það er bara rugl að gera sig að einhverjum þræli og lifa í þeirri blekkingu að það sé eina leiðin til árangurs. 

Triangle | 2. mar. '15, kl: 12:35:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða fagi varstu í?

KilgoreTrout | 26. feb. '15, kl: 18:22:40 | Svara | Er.is | 6

Lærðu það sem þú hefur áhuga á. Annars áttu ömurlega leiðinlega framtíð í námi og eftir nám og líklega tilvistarkreppu upp úr 35 ára.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Jules Cobb | 26. feb. '15, kl: 18:29:56 | Svara | Er.is | 0

Hvað er það eftir skatt?

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
,, My level of sarcasm is to a point where I don't even know if I'm kidding
or not"

Fagmadur | 27. feb. '15, kl: 04:36:52 | Svara | Er.is | 3

Fáðu þér sveinspróf í pípulögnum, fáðu þér kennitölu og voila ! Útseldur dagur hjá pípara með reynslu er 60 þúsund fyrir 8-9 tímana. Talan í þessu tilfelli endar reyndar í yfir 1,3 millum en svo gott hef ég það ekki. En 5-600 er ekkert mál með engri yfirvinnu og engri helgarvinnu

Hada | 27. feb. '15, kl: 05:01:57 | Svara | Er.is | 1

Það gæti líka verið sterkur leikur að kíkja á framboðið á Háskóla daginn sem er næsta laugardag. www.haskoladagurinn.is

kisasegirmja | 27. feb. '15, kl: 07:10:35 | Svara | Er.is | 0

Tek undir þetta með lögfræðinga, þekki marga atvinnulausa og marga óánægða í starfi. Vinna fram á kvöld, enginn tími með fjölskyldu og erfitt að fá vinnu við annað en lögfræðistörf (nýjirnvinnuveitendur halda að þú hættir og farir aftur að vinna lögfræðivinni).
Á Íslandi snýst margt um tengsl, spyrðu þig hvað þig langar helst, notaðu útilokunaraðferðina og ræddu viðsem flesta. Annars er háskólapróf ekkert 'merkilegt' i dag - reynsla og þekking á starfi-vinnustað vegur oftast hærra. Það er allavega mín reynsla.

Horision | 27. feb. '15, kl: 09:29:46 | Svara | Er.is | 1

Geimréttarhagfræði.

tjúa | 1. mar. '15, kl: 16:07:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er framsýni! Þegar fólk flytur á tunglið verður þetta ekkert smá sniðugt ;) 

Helvítis | 27. feb. '15, kl: 18:18:52 | Svara | Er.is | 0

Ef þú hefur hæfileika sem skara framúr, notaðu þá og farðu í sjálfstæðan rekstur eða finndu vinnu hjá fyrirtæki sem borgar þér föst laun og árangurstengd.

Þú getur líka gert hvorutveggja og haft það mjööööög næs.

En það kemur ekki af sjálfu sér, þú þarft að hafa fyrir hlutunum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

choccoholic | 1. mar. '15, kl: 20:40:50 | Svara | Er.is | 2

Ef ég væri að fara í nám í dag, og vildi ekki leggja á mig 5-6 ára háskólanám, þá myndi ég fara í iðnnám eins og rafmagnsfræði eða pípulagnir. Þá geturðu unnið sjálfstætt, launin eru nokkuð góð, námið ekki of langt osfrv.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46370 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Bland.is, Guddie, tinnzy123, paulobrien, Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien