Mexíkönsk kjúklingasúpa-Besta uppskriftin!

Louise Brooks | 21. maí '15, kl: 09:50:48 | 226 | Svara | Er.is | 0

Ég er að fara að halda veislu á laugardaginn og er fyrir löngu búin að ákveða að elda mexíkanska kjúklingasúpu nema að allt í einu núna er ég eitthvað að vesenast með að finna nýja uppskrift. Sú sem ég hef notað hingað til er ekki með neinum rjómaosti eða öðrum mjólkurvörum í nema það sé sett út í eftir á á diskinn. Ég er með mjólkuróþol og a.m.k. einn annar gestur líka.  


Ég hef tekið eftir að í langflestum uppskriftum er einhverskonar rjómaostur og hef ég alveg smakkað svoleiðis og finnst voða gott en er eitthvað efins um að búa svoleiðis til sjálf því að ég hef ekki reynslu af neinni svoleiðis uppskrift. Ég væri til í að fá uppskriftir bæði með og án mjólkurvara ef þið nennið að koma með uppástungur. 


Þetta er eitthvað svo mikið lúxusvandmál hjá mér en ég er óttalega stressuð fyrir þessu partíi og ætti einmitt ekki að vera það þar sem að það verða max 15 manns sem mæta. Vil bara að allir skemmti sér vel :)

 

,,That which is ideal does not exist"

Mainstream | 21. maí '15, kl: 09:59:07 | Svara | Er.is | 0

Ég myndi frekar elda eitthvað annað. Það er alveg tonn af hugmyndum með mat sem er góður og inniheldur ekki mjólkurvörur. Hver vill t.d. ostalausa pizzu?

Felis | 21. maí '15, kl: 09:59:40 | Svara | Er.is | 0

hehe besta svoleiðis súpa sem ég hef smakkað var með folaldagúllasi en ekki kjúkling - veit samt ekki hvernig uppskriftin er nákvæmlega en þetta var "sama" súpan í grunninn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svampur sveins | 21. maí '15, kl: 10:00:07 | Svara | Er.is | 0

Mér finnst þessi rosalega góð en hún er bæði með rjóma og rjómaosti. Það er að vísu sett út í síðast en ég veit ekki hvort hún myndi virka án þess. Svo er auðvitað alltaf hægt að nota kókosmjólk í stað rjómans og sleppa rjómaostinum fyrir þá sem að eru með mjólkuróþol. Persónulega finnst mér betra að nota kókosmjólk frekar en rjóma og þá er það bara rjómaosturinn sjálfur sem munar um en ég veit svo sem ekki hvernig hún bragðast án hans ;)


http://www.evalaufeykjaran.com/2012/05/mexikosk-kjuklingasupa.html

Lljóska | 21. maí '15, kl: 12:15:27 | Svara | Er.is | 0

mín uppskrift er úr Disney uppskrift bókinni,engin rjómaostur. var með hana í veislu um daginn og hún rann vel ofan í gestina.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Louise Brooks | 21. maí '15, kl: 14:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hún ekki með nautahakki? 

,,That which is ideal does not exist"

Lljóska | 21. maí '15, kl: 17:33:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei kjúkling.

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

Gunnýkr | 21. maí '15, kl: 13:37:04 | Svara | Er.is | 0

mér finnst þessi best 

1 stk kjúklingur
3 stk paprika
1 ½ púrrulaukur
6 hvítlauksrif
2 öskjur rjómaostur
2 flöskur chili sósa frá Heinz
½ - 1 tsk svartur pipar
2 bollar vatn
2 bollar mjólk
1 – 2 pelar rjómi
3 tsk karrý
Kjúklinga tening


Rjóminn settur í síðast

tweety83 | 21. maí '15, kl: 14:24:10 | Svara | Er.is | 0

Það er spurning að prufa að setja kókosmjólk í staðinn fyrir rjóma, veit svosem ekki hvernig það kemur út, hef ekki prufað sjálf, kókosbragðið getur verið svolítið yfirgnæfandi, þá er bara að setja svolítið af karrý á móti.

Skreamer | 21. maí '15, kl: 14:49:40 | Svara | Er.is | 0

Ef þú ert með laktósaóþol þá er hægt að fá laktósafrían rjóma.  Það er líka hægt að fá laktósafrían rjómaost í Philadelphia merkinu...þessir ostar hafa fengist í Hagkaup.

https://www.philadelphia.co.uk/Products/Philadelphia%20Lactose%20Free?depth=1&categoryId=3498&provider={031ACA54-1573-43D9-9196-71AA1B8E3384}

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Louise Brooks | 21. maí '15, kl: 18:09:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vissi af rjómanum en ekki ostinum


Takk æðislega fyrir þetta :)

,,That which is ideal does not exist"

Steina67 | 21. maí '15, kl: 16:07:16 | Svara | Er.is | 1

Ég var með svona súpu á mánudaginn og var með ca 20 gesti bæði börn og fullorðnir og pottarnir voru sleiktir að innan, sumir fóru þrjár ferðir að fá sér.

Uppskriftin er Toro tómatsúpa, kjúklingur í litlum bitum sem búið var að steikja og ég nota reyndar rjóma en má vel nota kokosmjólk eða eitthvað þannig. Svo var ég bara með rifinn ost og dorotos ásamt niðurskornu baguette með hvítlaukskryddsmjöri hitað í ofni. Ég gerði súpu fyrir 25 manns með extra mikið af kjúkling og súpuna þykka og góða og það var ekki arða eftir. Svo gerði ég Toblerone ís með heitri mars sósu og það kláraðist líka og samt voru börnin búin að fá íspinna og einhverjir gestir farnir.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

júbb | 21. maí '15, kl: 16:27:11 | Svara | Er.is | 0

Ég hef bara gert með rjómaosti þegar ég gerði risapott fyrir veislu, aðeins meiri matur í henni. Annars geri ég alltaf án rjómaosts. Þetta er mín uppskrift nema ég set meiri cayenne þegar ég er bara að gera fyrir mig og þá sem þola sterkt:
2 laukar  
4 hvítlauksrif  
2 msk olía  
2 dósir niðursoðnir tómatar  
1 teningur kjúklingakraftur + 1/2 lítri vatn  
1 teningur nautakjötskraftur + 1/2 lítri vatn (ég nota reyndar fljótandi kraft, ekki tening)  
1 lítri tómatdjús  
1 msk kóríander  
1 1/2 tsk cayennepipar (getur sett meira ef þú vilt sterkari)  
1 grillaður kjúklingur eða steikt hakk  
Nýrnabaunir  
Nachos og sýrður rjómi til að skreyta og borða með:)  

Skerð laukinn, hvítlaukinn og svissar í olíunni með kryddinu í góðan tíma við lágan hita (á að mýkja laukinn, ekki brúna). Vatni, krafti og tómatdjús bætt út í og látið malla í góðan tíma. Kjúklingi og hakki bætt út í og látið hitna vel í gegn.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Louise Brooks | 21. maí '15, kl: 18:16:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti einmitt lífrænan tómatsafa í dag en ég vil ekki hafa baunir í súpunni. Þessi uppskrift er mjög girnileg ég gæti kannski bara prufað að sleppa baununum. Er mikið að spá í að gera bara í tveimur pottum og hafa aðra mjólkurlausa. Veit nefnilega að rjómaostur og rjómi gera súpuna matarmeiri. Þá hefur fólk líka val um rjómalagaða og með grænmeti eða mjólkurlausa og án grænmetis (nema lauks og hvítlauks). Verð svo með nýbakað brauð með súpunni og auðvitað sýrðan rjóma, rifinn ost og doritos snakk.

,,That which is ideal does not exist"

júbb | 21. maí '15, kl: 18:22:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur alveg sleppt baununum og haft kannski meiri tómata og kjúkling til að gera matarmeiri. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
mávar bigballin 15.5.2011 15.7.2023 | 13:12
Síða 9 af 47616 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien