Mig vantar pínu pepp

eplapez | 27. feb. '16, kl: 22:28:26 | 116 | Svara | Þungun | 0

Æji, mér tókst laglega að klúðra prófinu sem ég tók áðan.
Ætti semsé að byrja á blæðingum í dag en ekkert hefur gerst þannig að ég tók próf.
Mér tókst hinsvegar ekki að miða almennilega á prófið þannig að nokkrir dropar fóru á litla gluggann þar sem að línurnar birtast. Ég reyndi að þurrka það burt með pappír en gerði víst bara illt verra. Control línan birtist alveg skýr en prófið var merkjanlega neikvætt nema fyrir örlítið dauft rautt blek (ekki lína eða neitt, meira svona eins og pínkulitlir blettir) þar sem að Test línan ætti að vera :(

Ég veit innst inni að prófið er neikvætt og að þessi hringur mistókst. Eeeen samt reyni ég að blekkja mig með "hvað ef" hugsunum. Vildi bara óska að blæðingarnar byrjuðu, svo ég gæti svekkt mig á því og byrjað upp á nýtt! Ég er venjulega regluleg upp á klukkutíma!

(Svo á ég eftir að taka annað próf í fyrramálið og það verður líka neikvætt en ég á eftir að stara á það heillengi og gera sjálfa mig geðveika)

 

donnasumm | 28. feb. '16, kl: 09:51:33 | Svara | Þungun | 1

Æji ég skil þig svo vel, ég er í smöm sporum og þú ég átii að byrja í gær en er ekki byrjuð en, mér finnst ekkert bóla á rósu ég er ekki búin að taka próf, ég bara einhvernveginn þori því ekki hahhahha vonbrigðin eru alltaf svo erfið, en ég ætla að bíða í 2 daga í viðbót og ef ég byrja ekki þá ætla ég að taka próf, ég er alveg komin með einkenni, þreytt, velgju, hauverk og svima.

+Eg er einmitt í þeirri hugsun að þetta hafi ekki gerst bara að ég sé eitthvað sein. En ef ég byrja á túr þá er bara halda áfram í næsta hring þetta kemur á endanum.
Við verðum að passa okkur að vera ekki með þetta á heilanum og gera bara illt verra fyrir okkur sjálfa. En gangi þér rosalega vel ég veit að þetta á eftir að koma hjá þér, ég veit þetta er erfitt og tekur á sálarlífið ég þekki það vel. ÁFRAM ÞÚ og knús á þig.

eplapez | 29. feb. '16, kl: 16:51:58 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Æ, takk. Ég þurfti á þessu að halda. Ég byrjaði á túr í gær en þá er einmitt bara að halda áfram með næsta hring og vona það besta.
Vonandi færðu jákvætt próf núna! :)

Hedwig | 28. feb. '16, kl: 12:54:43 | Svara | Þungun | 2

Alltaf jafn svekkjandi en eitt ráð sem ég notaði alltaf en það er að eiga þvagprufuglas  (getur skolað það bara á milli notkunar), pissa í það og dýfa svo prófinu ofaní.  Fannst það mun þægilegra en að reyna að hitta á það og pissa svo óvart yfir allt eða álíka :P.

eplapez | 29. feb. '16, kl: 16:52:17 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

úff já, það er góð hugmynd!

Mukarukaka | 1. mar. '16, kl: 09:16:42 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Varstu búin að taka nýtt próf? Vona að þetta hafi tekist í þetta sinn.
Ég á að byrja næsta fimmtudag en ef ekkert gerist fyrir helgina ætla ég að taka próf þá. Eins og donnasumm segir, þá er best að vera bara slakur í þessu og reyna að láta þetta ekki yfirtaka lífið, það er erfitt en þess virði að reyna :)

_________________________________________

Mukarukaka | 1. mar. '16, kl: 09:14:43 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Já það er sama aðferð og ég nota, hvort sem er við egglospróf eða þungunarprófin, aðeins snyrtilegra og heppnast betur, ekki eins og þessi próf séu gefins ;)

_________________________________________

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4813 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, annarut123, tinnzy123, Paul O'Brien, Kristler, Bland.is, paulobrien