Mígreni - besta lyfið

Unnnnn | 25. nóv. '15, kl: 09:45:45 | 1149 | Svara | Er.is | 0

Góðan daginn
Ég er farin að fá mígreni mjög reglulega. Hef verið að fá það í hverri viku undanfarið og köst standa yfirleitt í tvo daga. Ég er samt ekki með svo slæmt mígreni að ég sé algjörlega off. Þetta er meira bara pirrandi og óþægilegt og hefur óhjákvæmliega áhrif á andlegu hliðina því helst vill maður bara vera upp í rúmi með breitt yfir haus sem er ekki í boði þegar maður er með stóra fjölskyldu og í vinnu. Þau lyf sem ég hef reynt hafa ekki náð að lina köstin nema að verulega litlu leyti. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur sem eruð með mígreni, hvaða lyf eru að virka best fyrir ykkur og hversu mikið af þeim? Forðist þið algjörlega rauðvín, kaffi, sítrónur , lauk og annað slíkt? Öll ráð mjög vel þegin :)

 

egveitekkineittumneitt | 25. nóv. '15, kl: 10:56:40 | Svara | Er.is | 0

Ég er á naproxen mylan. Forðast helst, kaffi, kulda, stress og svefnleysi.

Anímóna | 25. nóv. '15, kl: 21:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Naproxen er bólgueyðandi lyf og virkar takmarkað á mígreni sem slíkt.

fálkaorðan | 26. nóv. '15, kl: 08:43:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Væntanlega er naproxenið við vöðvabólgu sem er að valda spennuhöfuðverk. Hljómar allavega ekki eins og mígreni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 09:26:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega.

egveitekkineittumneitt | 27. nóv. '15, kl: 09:33:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Naproxen MYLAN er bara reyndar víst líka lyf fyrir mígreni og margir taka það vegna mígrenis, en ekki bara vegna bólgu.

fálkaorðan | 27. nóv. '15, kl: 12:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist að MYLAN er ekki einhver lyfjafræðileg virkni heldur bara heitið á fyrirtækinu sem framleiðir töflurnar. Svona eins og Radiopharma og Actavis.


En það er þá einhver sérstök tegund af mígreni sem bólgu eyðandi virkar á.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

egveitekkineittumneitt | 27. nóv. '15, kl: 12:54:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha okei nei vissi það reyndar ekki :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Ef þú myndir vilja vita hvað þú ert að tala um og læsir um lyfir þá myndirðu læra það að það er notað við bráðum verkjum, mígreni, tíðaverkjum, gigtsjúkdómum og hryggikt
(Bechterews sjúkdómi).

fálkaorðan | 27. nóv. '15, kl: 14:08:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, líka íbúfen en það er ekki ávísað af taugalækni til slíks brúks og hefur afskaplega takmarkaða virkni bæði á mígreni og túrverki.


Þeta er svona eins og að segjast nota paratabs við mígreni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Þjóðarblómið | 27. nóv. '15, kl: 16:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég nota paratabs og íbúfen við mígreni. Má ekki taka nein mígrenilyf og þetta er það eina í stöðunni fyrir mig.


Virkar sjaldan... en hey, það er ekkert annað í boði.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

fálkaorðan | 27. nóv. '15, kl: 17:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei einmitt. Ég tek stundum treo, það virkar lítið en smá.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Þjóðarblómið | 28. nóv. '15, kl: 00:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þegar það er það eina í boði þá er eins gott að þetta virki...


Ekki það, ég kvelst bara, nota kælipoka og allt sem ég veit að virkar með litlu aumingjalegu verkjatöflunum mínum.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 27. nóv. '15, kl: 17:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ bæði mígreni og vöðvabólguhausverk og stundum finn ég ekki hvort er að koma þegar hausverkurinn byrjar. Þá prufa ég að taka íbúfen. Ef það virkar þá er þetta ekki mígreni

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Þjóðarblómið | 28. nóv. '15, kl: 00:23:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fæ mígreni út frá vöðvabólgu meðal annars. Þá finn ég reyndar alveg smá mun, það léttir á.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 28. nóv. '15, kl: 02:15:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ahh mitt mígreni er alveg ótengt vöðvabólgu (hormónatengt mígreni) og því virka verkjalyf ekki jackshit á það. Ég reyndar meika ekki treo, kannski myndi koffínið í því hjálpa en þar sem ég kem því ekki niður þá er það ekki option.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fálkaorðan | 28. nóv. '15, kl: 07:10:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vildi óska að það væri hægt að finna triggera á mínu mígreni.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Felis | 28. nóv. '15, kl: 09:47:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mitt er hormónatengt en þó ég viti það þá hjálpar það ekkert til að hafa stjórn á þessu. Mér hefur amk ekki enn tekist að beisla hormónastarfsemina í mér (og hormónagetnaðarvarnir gera þetta verra)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

assange | 29. nóv. '15, kl: 15:50:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama her :/

Þjóðarblómið | 28. nóv. '15, kl: 09:59:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mitt er líka hormónatengt, fæ langverstu köstin þegar ég byrja á túr. Ég er líka með hormónatengdar frunsur og fæ ógeðslegar frunsur þegar ég byrja á túr. 


Ef ég passa ekki vöðvabólguna fæ ég mígreni og ef ég verð mjög þreytt og svöng þá fæ ég líka mígreni.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 29. nóv. '15, kl: 00:03:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hljómar ömurlega!

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Þjóðarblómið | 29. nóv. '15, kl: 00:30:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki skemmtilegt. Þær eru stórar og ljótar og neita að fara... oft er ég með sár eftir þær í 2-3 vikur (ég er kroppari og get ekki látið sár í friði).

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

teenzla | 30. nóv. '15, kl: 21:10:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alltaf hægt að taka bara 50 mg koffíntöflu og 500mg asprin til að fá það sama og er í treó. Að drekka treo er eins og að drekka vatn með dagblaði útí :S Ég á mjög bágt með það sérstaklega þegar ég er þunn eða með hausverk afþví ég verð svo klígjugjörn.

Blade runner | 30. des. '15, kl: 21:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

koffíntöflur? segðu mér meir!

teenzla | 4. jan. '16, kl: 06:46:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hægt að panta þær af netinu. Til dæmis hér  http://www.iherb.com/search?kw=caffeine+tablets#p=1 
Ég vel alltaf DHL sendingu því það tekur bara 3 daga sirka að koma hingað. 

Blade runner | 6. jan. '16, kl: 22:12:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

kúl, takk!

júbb | 14. jún. '16, kl: 13:38:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru til koffíntöflur í apótekum, fékk svoleiðis í garðsapóteki um daginn

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

egveitekkineittumneitt | 27. nóv. '15, kl: 21:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú ert semsagt mígrenissérfræðingur hehe..

Mér var ávísað þessu lyfi fyrir mígreni og ég skal alveg segja þér það að það virkar.
Og jú, þetta er mígreni, en ekki vöðvabólga.

Steina67 | 29. nóv. '15, kl: 01:14:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það sem virkar fyrir þig virkar ekkert endilega fyrir alla

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

passoa | 30. des. '15, kl: 22:44:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er upphafsnikk ekki að spurja um það, hún er bara að spurja hvað virki fyrir hvern og einn :)

egveitekkineittumneitt | 27. nóv. '15, kl: 09:33:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Naproxen MYLAN er bara reyndar víst líka lyf fyrir mígreni og margir taka það vegna mígrenis, en ekki bara vegna bólgu.

Abbagirl | 27. nóv. '15, kl: 22:01:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Bólgueyðandi lyf geta virkað vel á mígreni, ég hef tekið 2 parkódín og 1 voltaren rapid þegar ég finn að mígrenikast er yfirvofandi tek svo aðra Voltren 30 mín seinna. Þetta er skv læknisráði og virkar mjög vel.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

Mangan | 29. nóv. '15, kl: 19:16:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Nei láttu ekki svona þær segja að þá sértu ekki með mígreni ef þetta virkar á þig, þær vita þetta betur en læknarnir augljóslega.

Alfa78 | 3. jan. '16, kl: 13:24:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er efni í voltaren Rapid sem virkar vel á mígreni ef það er tekið nógu snemma. Ég er að taka þær sem fyrirbyggjandi

Þjóðarblómið | 3. jan. '16, kl: 15:45:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig er maginn á þér eftir að vera stöðugt að taka bólgueyðandi?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Kristabech | 25. nóv. '15, kl: 11:25:34 | Svara | Er.is | 3

Þú ættir alls ekki að forðast kaffi ef þetta er mígreni, Mígreni er hausverkur sem verður til þegar æðar í höfðinu þrengjast, Koffín víkkar þessar æðar og hausverkurinn minnkar. Koffín er aðal innihaldsefni í öllum mígrenislyfjum svo það að forðast kaffi er afar slöpp ráðlegging, Kv sú sem hefur verið með mígreni í 15 ár og farið til ótal lækna sem ráðleggja það sama :) Annars ef koffín hinsvegar fer illa í þig myndi ég tala við lækni og fá hann til að ráðleggja þér aðrar lausnir :)

júbb | 25. nóv. '15, kl: 17:51:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Koffín alls ekki aðal innihaldsefni í öllum mígrenilyfjum þó svo það séu til lyf ætluð við mígreni sem innihalda koffín. Og þetta er bara svo persónubundið að maður þarf að finna hvað hentar sér.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Kristabech | 25. nóv. '15, kl: 21:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Flest lyf sem eru gefin í byrjun af læknum hérna innihalda koffín, eftir því sem ég hef kynnst en vitlaust hjá mér að skrifa í öllum, fattaði það nú ekki einu sinni fyrr en eftir á

Nainsi | 25. nóv. '15, kl: 20:39:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvílíkt kjaftæði! Þetta er tekið beint af lyfju.is í lyfseðilslýsingu um mígrenilyfið Imigran Radis:  " Verkirnir sem fylgja mígreni eru taldir stafa af víkkun slagæða í heila." Víkkun slagæða í heila. VÍKKUN. 

Felis | 25. nóv. '15, kl: 20:50:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Koffín virkar því það þrengir æðar í heilanum.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Nainsi | 25. nóv. '15, kl: 20:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er hárrétt, eigandi athugasemdarinnar sneri þessu á hvolf og það fannst mér rétt að benda á, enda alger steypa. 

Anímóna | 25. nóv. '15, kl: 21:28:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Kannski fulldramatísk ábending.

Kristabech | 25. nóv. '15, kl: 21:14:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já afsakaðu ég sneri þessu við :) Hef ekki verið á mígrenislyfjum í mörg ár og nokkuð síðan ég heyrði þessa runu hjá lækni svo ég afsaka þann rugling hjá mér

daggz | 29. nóv. '15, kl: 13:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er bara ekki algilt. Koffín (kók) virkar að sumu leiti fyrir mig en ég má alls ekki drekka kaffi (og varla finna lyktina) þegar ég er tæp (finn að það er að koma kast). Og ég held ég sé bara orðin nokkuð sjóuð í mínu mígreni og hvað skal forðast enda þurft að díla við það frá mjög ungum aldri (23+ ár).

Triggerar geta bara verið svo misjafnir og margir (ég hef varla tölu á því lengur hvað ég þarf að forðast). En eitt veit ég, kaffi er algjört eitur fyrir mig, ma´bara leyfa mér það ef ég er mjög góð.

--------------------------------

kthor | 25. nóv. '15, kl: 13:20:40 | Svara | Er.is | 3

Hef verið með migreni í mörg ár og prufað ógrynni af lyfjum .. það sem hélt mér gangandi var að byrja hvern einasta dag á glasi með vatni 2 treo töflur útí og norgesic tafla með ... ég var að fá allavega 1 kast í viku en með seiðing alla daga ! Búin að prófa 3 vikna dvöl á bakdeildinni í stykkishólmi hjá Jósepi Blöndal þar sem eingöngu var verið að reyna að laga til hausinn á mér án nokkurs árangurns næsta skref vaar að slá út taugar í hnakkanum á mér en þar sem ég var ófrísk mátti það ekki strax svo þegar ég var tilbúin var læknirinn fluttur erlendis sem sá um þessar aðgerðir ... ssvo enn og aftur var farið að prófa áfram með Botox . hafði fyrir einhverjum árum fengið svoeliðis í hnakkann en það ekkert gert fyrir mig ... Núna fer ég til læknisins mín á 3 mánaða fresti fast og hún sprautar mig með botoxi í hnakkann, axlir og á 6-8 staði á enninu og stundum aðeins inn á hársvæðið ... og ég get sagt ykkur það að ég hef verið nánast höfuðverkjalaus núna í tæp 2 ár :D
Það þarf að fara hægt af stað í svona þar sem þetta er lamandi lyf og ef þú færð of mikið geturu lent í sama og ég en ég þurfti hálskraga heilt sumar hehe bæði ég og doxinn minn lærðum vel af því :)

en ég mæli hiklaust með því að þið migrenis pésar prófið að tala við taugasérfræðing og tékkið á botoxinu ... fáið slétt enni í kaupæti og stundum alveg óhaggandi augabrúnir haha en það eru aukaverkanir sem ég tek glöð við í staðinn fyrir óendanlega og lamandi höfuðverki..

ps... tek undir með koffinið ..... alltaf að taka verkjalyf með kóki eða kaffi .. ;)

Kisukall | 25. nóv. '15, kl: 18:07:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

2 Treo á dag er uppskrift að magasári og veseni.

Unnnnn | 30. des. '15, kl: 21:04:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

athlyglisvert, en ert þú þá með hormónatengt mígreni eða tengist mígrenið eingöngu spennu í vöðvum/vöðvabólgu hjá þér?

beee | 1. jan. '16, kl: 12:03:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver er það sem sprautar með botoxi? Væri til í að vita - mátt gjarnan senda mér skilaboð.

maísóley | 2. jan. '16, kl: 01:32:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff.. ég fékk einmitt magasár af því að blanda Treo og íbúfeni.. mígrenið mitt er mjög viðverandi og truflar mig mikið.


Ég hef farið til margra taugasérfræðinga og enginn sagt neitt um botox. Finnst eins og ég hafi prófað allt annað sem læknarnir hafa fundið upp á fyrir utan að fara á flogaveikislyf eða geðlyf sem er talið geta verið fyrirbyggjandi. Hef áhuga á að skoða þetta með bótoxið.  Getur þú sent mér skiló hvaða læknir er að gefa þér sprautur fyrir mígreni?  


ég væri til í að fórna því að geta hnykkt brúnum ef ég get losað mig við þennan sársauka! gæti jafnvel sætt mig við hálskragann :) 

assange | 2. jan. '16, kl: 09:48:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Teir sprauta tvi ekki i ennid a ter og tetta er uyttynnt botox svo tu missir enga hreyfigetu i andliti.. Yfirleitt gagnaugu og aftan a halsinn

kthor | 6. jan. '16, kl: 21:39:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Botox eru kristallar sem þarf alltaf að blanda ! Það er blandað mismikið eftir því hvort það a að fara i litla eða stóra vöðva.... og vist er þvi sprautað i ennið og vist missir maður hreyfigetu ... botox er lömunarefni !!

assange | 6. jan. '16, kl: 22:09:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki fyrir migrenismedferd.. Allavega ekki almennt.. Uttynnt botox er ekki tannig ad tu missir hreyfigetu.. Hefurdu farid oft i svona sprautur?

kthor | 7. jan. '16, kl: 01:19:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að vera i 3 ár núna á 3 mánaða fresti svo Já hef farið nokkrum sinnum í þetta ??
er með eitt glas inn i ísskáp hjá mér núna svo ég er ekkert að bulla neitt !

assange | 7. jan. '16, kl: 02:04:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og sprautar laeknirinn to outtynntu botoxi i ennid a ter til ad minnka migreni? Og tannig magni ad tu missir hreyfigetu?

gudruntomasd | 6. jan. '16, kl: 17:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög athyglisvert. Værir þú til í að segja mér hvaða læknir framkvæmir þessa bótox meðferð. Mín saga er ekki ósvipuð þinni.

assange | 6. jan. '16, kl: 22:09:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Taugalaeknir

Felis | 25. nóv. '15, kl: 13:51:33 | Svara | Er.is | 1

Almogran hefur virkað best fyrir mig.

Eins er gott að fá kók og dökkt súkkulaði þegar er að koma kast (btw. það er misjafnt hvað virkar fyrir fólk)

Rauðvín hefur engin áhrif á mígrenið mitt

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Anímóna | 25. nóv. '15, kl: 21:29:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyndið, súkkulaði er trigger hjá mér!

Felis | 25. nóv. '15, kl: 22:32:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Dökkt súkkulaði inniheldur koffín - þess vegna hjálpar það mörgum (en alls ekki öllum auðvitað)

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ólíva | 29. nóv. '15, kl: 13:49:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst voða gott rauðvín en var alveg hætt að drekka það vegna þess að ég fékk höfuðverk af því, en uppgötaði síðan að lífrænt rauðvín án rotvarnarefna og las mér til að oftast séu það rotvarnarefnin í rauðvíni sem triggeri höfuðverk. Ég prófaði mig áfram með það og finn ekki fyrir höfuðverk þegar ég drekk lífrænt rauðvín.

Felis | 29. nóv. '15, kl: 18:05:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð veik ef ég drekk rauðvín með myntu en það hefur ekkert að gera með rauðvínið

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ólíva | 29. nóv. '15, kl: 18:49:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef aldrei heyrt um rauðvín eð minntu :-) Alltaf er maður að læra eitthvað nýt :-)

ansapansa | 2. jan. '16, kl: 01:35:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sækist einmitt mjög mikið í kók og dökkt súkkulaði þegar ég fæ mígreni. Það linar sársaukann hjá mér en ein sem er að vinna með mér má alls ekki fá sér neitt með sykri, þá líður henni verr.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

Miss Littlebottom | 25. nóv. '15, kl: 15:56:39 | Svara | Er.is | 0

Er búin að vera með mígreni frá barnæsku og það sem mér finnst virka best (fyrir utan að borða ekki súkkulaði, osta, reykt kjöt eða drekka rauðvín sem eru allt mígrenivaldar) er það að þegar ég finn að ég er að fá kast, jafnvel þegar það er að byrja þá tek ég paracetamól í gostöflu heitir held ég parabrus, eina eða tvær og þá slepp ég við kast í 99% tilvika. 


Áður var ég á sterkum lyfjum sem ég svaf bara af heilu dagana og mér finnst þetta algjör lifesaver :) Ég tek þetta alls ekki daglega nema þá daga sem ég er með mígrenivaka. 
Þar fyrir utan hef ég prófað nálastungur (fyrst upp á Reykjalundi) og mér finnst fækka tilfellunum af mígreni þá þrátt fyrir að ég hafði á þessu litla trú.

*mín skoðun.... díl viþ it*

júbb | 25. nóv. '15, kl: 17:50:03 | Svara | Er.is | 0

Ég var sett á fyrirbyggjandi lyf, pranolol, þegar ég var farin að fá allt upp í 3 mígreniköst á viku. Það hefur reynst rosalega vel, fæ miklu miklu sjaldnar köst og þegar þau koma eru þau vægari og/eða ganga hraðar yfir. En ég hef ekki fundið neitt sérstakt matarkyns sem triggerar köst nema mikið salt en mér líður líka almennt illa af því. En lang best er að halda hausverkjadagbók til að sjá hvað maður var að gera, hvað maður hafði borðað og hvernig maður svaf í kringum köst, triggerarnir eru svo persónubundnir.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

lean | 25. nóv. '15, kl: 19:26:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt líka á pranolol sem fyrirbyggjandi. Ef ég fæ svo kast þá tek ég imigran radis og mígrenið fer yfirleitt á um klukktíma.

Anímóna | 25. nóv. '15, kl: 21:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég er líka á pranolol sem fyrirbyggjandi, og eina sem ég get tekið núna í brjóstagjöf (og reyndar þurfti ég það líka á meðgöngu) því súmatriptan er víst ekki í lagi.


Ég var líka sett á betablokka, minnir að það hafi samt verið atenólól en er ekki 100%, þegar ég var 11 ára vegna mígrenis, það var talið það besta fyrir barn.

Háess | 25. nóv. '15, kl: 22:39:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pranolol er betablokkari.

______________________________________________________________________
Kaffinörd | 19. feb. '16, kl: 15:23:06 |
„Það er eitt að mótmæla og annað að dæma án dóms og laga"

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 09:26:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit?

Anímóna | 26. nóv. '15, kl: 09:26:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

„Ég var líka sett á betablokka þegar ég var 11 ára...“ líka vísar til pranololsins í fyrri setningu.

Þjóðarblómið | 25. nóv. '15, kl: 22:21:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka á pranololol. Hef verið á því af og til síðan ég var 12 ára vegna mígrenis. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

krepill | 28. nóv. '15, kl: 12:16:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka á pranolol 4 sinnum á dag og imigran með. Þetta virkar ekki nægilega vel, er enn að fá köst með uppköstum og verkjum og phenergan áti. Þetta kombó er samt að milda aðeins þjáningarnar.
Er búin að vera með sólgleraugu inni sem úti í nærri því 2 ár. Rosa smart

Anímóna | 28. nóv. '15, kl: 12:32:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst alltaf jafnvandræðalegt að mæta í próf og Bónus og hitt og þetta um hávetur með sólglerauug.

júbb | 28. nóv. '15, kl: 12:35:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keyrði heim á fimmtudaginn í snjóbyl með sólgleraugu

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

krepill | 29. nóv. '15, kl: 20:17:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha já, ég er einmitt alltaf geðveikt vandræðaleg á kassanum í Bónus og svona, vinir barnanna minna spyrja líka oft út í þetta þegar ég er heima að þrífa og svona með sólgleraugu á mér

skiturinn | 25. nóv. '15, kl: 20:58:55 | Svara | Er.is | 0

Hef heyrt að kanabis virki þokkalega svona
Er samt ekki að segja þèr að byrja reykja..
Getur búið til kökumix..

raudmagi | 25. nóv. '15, kl: 21:00:55 | Svara | Er.is | 0

Ég hef prufað ýmislegt og það sem mér finnst virka best er imigran radis. Ég forðast kaffi þar sem ég fæ yfirleitt alltaf mígreni eftir einn bolla. Missvefn fer mjög illa í mig eins og svefnleysi og of mikill svefn.

assange | 25. nóv. '15, kl: 21:15:49 | Svara | Er.is | 0

Maltax smelt

Vidarsdottir1 | 26. nóv. '15, kl: 07:12:26 | Svara | Er.is | 0

Treo freyðitöflur- tvær í hálft lítið glas af vatni og 30-60 mín lúr og þú verður eins og ný manneskja. Þetta ólyfseðilsskylt, svínvirkar ég er með hræðilega slæmt mígreni að ég missi tal og sjón og þetta bjargar mér í hvert skipti.

daffyduck | 28. nóv. '15, kl: 00:27:39 | Svara | Er.is | 0

Prufaðu asperín og paratabs 2 asp + 2 parat.

daffyduck | 28. nóv. '15, kl: 00:30:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Asperin er ss æðaútvíkkandi

*vonin* | 28. nóv. '15, kl: 22:22:51 | Svara | Er.is | 1

Ég nota Maxalt smelt. Svínvirkar fyrir mig. Tek eina strax í byrjun þegar sjóntruflanirnar byrja. Hrikalega vont bragð af því, mjög sterkt mintubragð.

Kveðja, *vonin*

Ólíva | 29. nóv. '15, kl: 13:34:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hef farið í gegnum svipaðan feril og þú og verið með svona höfuðverki af og til í 10 ár.Búin að fara í skann og allskonar rannsóknir. Var á endanum sagt að þetta væri migreni, Var líka með þetta öðrum meigin og fannst það vera út frá auga. Ibufem hjálpaði mér þannig að það segir mér að þetta er vegna bólgna. Fór að nota vörur sem styrkja heilsu æðakerfisins, auka framleiðslu níturoxíðs í æðunum og eftir að ég fór að nota þær hefur þetta skánað. En það eykur teigjanleika æðanna og víkkar þær svolítð út og örfar þannig blóðflæði. Er núna bara að prófa mig áfram með þetta.

assange | 29. nóv. '15, kl: 15:51:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvada vorur eru tad?

Ólíva | 29. nóv. '15, kl: 18:53:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef verið að prófa mig áfram með nokkrar vörur frá mismunandi fyrirtækjum, það er ýmislegt í boði. Þá vörur sem innihalda til dæmis l-arginine. Það er líka hægt að vera á niíturoxíð hvetjandi og basandi matarræði. Mín leið er alltaf frekar þannig að gera það sem ég get gert sjálf, er alltaf hálf hrædd við lyf.

lyklaborð | 29. nóv. '15, kl: 17:34:48 | Svara | Er.is | 0

Það sem mér finnst virka best við mínu mígreni er cayenne pipar í vatn. Finnst það virka betur en imigran, parkotin ibufen. Treo virkar líka stundum.

hullabaloo | 29. nóv. '15, kl: 19:41:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað mikið þá?

lyklaborð | 29. nóv. '15, kl: 23:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2-5g eða u.þ.b hálfa til eina teskeið.

hullabaloo | 30. nóv. '15, kl: 00:10:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Lofarðu að þú sért ekki að plata? því þá er ég að hugsa um að prófa þetta

lyklaborð | 30. nóv. '15, kl: 20:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég lofa. Myndi samt byrja á að fá mér minna fyrstu skiptin það getur tekið tíma að venjast sterka bragðinu. Og passa að þetta sé hreint cayenne duft.

donaldduck | 30. nóv. '15, kl: 21:35:52 | Svara | Er.is | 0

sonur minn er búin að vera með mígreni frá uþb 6 ára og losnaði ekki við það fyrren hann prófaði hnykkjara. 

*Líf | 1. des. '15, kl: 20:14:31 | Svara | Er.is | 0


Ég tek Topimax sem fyrirbyggjandi 2x á dag og hefur það aðeins hjálpað. Maxalt Smelt við verstu köstunum og virka ær ágætlega en ég verð frekar sljó af þeim.
Annars fæ ég höfuðverki 2-3 í viku núorðið og hefur það skánað mikið frá því fyrir Topimaxið. Núna er ég á bið eftir að komast í Botox meðferð til að hjálpa með restina.

Miss Littlebottom | 30. des. '15, kl: 23:46:25 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera með mígreni frá því að ég var unglingur og er búin að prófa allan fjandann. Ég hugsa að þetta sé mjög persónubundið en það sem hefur hjálpað mér er að borða ekki súkkulaði *grát*, hangikjöt, osta  eða drekka rauðvín, það fækkar köstunum eitthvað. Persónulega er ég mjög mótfallin lyfjum og tek helst ekki svoleiðis, gerði það þó lengi þegar ég fékk verstu mígreniköstin en þá bara lá ég rotuð eftir. Það sem hefur bjargað mér algjörlega og komið mér í gegnum dagana er að þegar ég fæ mígrenivaka, dofa á undarlegan stað eða sjóntruflanir, stundum meira að segja svona drauga höfuðverk, að þá tek ég eina parasetamól en það verður að vera freyðitafla. Ef ég næ því ekki fyrr en kastið er að koma yfir þá tek ég tvær og þetta bara virkar í 90% tilfella. Stundum fæ ég samt kast og verð svona asnaleg einhvernveginn allan daginn en það verður oftast þá vægara en ella. 
Ég forðast ekki kaffi sítrónur eða lauk en viss ilmvötn geta komið af stað kasti sérstaklega ef ég hef stolilst í súkkulaði eða osta :)

*mín skoðun.... díl viþ it*

ny1 | 31. des. '15, kl: 00:37:08 | Svara | Er.is | 0

kann því miður ekki að skrifa það rétt en ég þurfti alltaf að taka norgesic þegar ég fékk köst..  tók 2 og lagði mig og var orðin þolanleg þegar ég vaknaði (þ.e. ekki góð en ég gat lifað við það)

Galieve | 31. des. '15, kl: 11:05:18 | Svara | Er.is | 1

Ég var á hjartalyfi sem ég man ekki hvað heitir en það endaði á -olol og imigran. Köstin voru mjög slæm hjá mér, entust í 2-3 daga og eftirköstin gátu verið í meiri en viku. Ég fékk 12-15 köst á ári. Í versta kastinu ákvað ég að fremja sjálfsmorð en gat sem betur fer ekki staðið upp. 


Eftir að ég tók út næstum alla triggera hjá mér, sem voru sígarettur, áfengi, óreglulegur svefn, sítrusávextir, kaffi og að miklu leyti súkkulaði hef ég fengið 3 köst á 5 árum og þau voru mjög væg.


Mér fannst mjög mikil breyting að hætta öllu þessu en vááá hvað lífið er betra núna, það er ekki hægt að líkja þessu saman.

Þjóðarblómið | 31. des. '15, kl: 12:35:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pranolol?

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ingbó | 31. des. '15, kl: 14:46:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Væntanlega pranolol - æðavíkkandi og oft gefið í tiltölulega vægum skömmtum og getur virkað fyrirbyggjandi á mígreniköst. Hins vegar verð ég að viðurkenna að sumar lýsingar hér á höfuðverk sem fólk kallar mígreni en sem fer með því að taka inn vægar verkjatöflur finnst mér nú miklu frekar benda til vöðvabólguhausverks. Og believe me  hann þekki ég líka og geri ekki lítið úr honum. En verkirnir og köstin eru ekki sambærileg.

Þjóðarblómið | 31. des. '15, kl: 15:01:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru samt ekkert allir sem hafa val um að taka neitt annað en bólgueyðandi og paratabs.
Ég MÁ ekki taka mígrenilyf og hef því ekki val um að taka neitt annað en íbúfen og paratabs. Það virkar ekkert alltaf en slær stundum á ef ég tek þær nógu snemma.... þegar það slær ekki á verkinn þá ligg ég í rúminu með kalt á enninu og dregið fyrir allt... og rembist við að æla ekki. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ingbó | 1. jan. '16, kl: 16:36:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðvitað alveg rétt, því miður. Og þegar mígreni er yfirvofandi þá reynir maður auðvitað allt - eða næstum allt.  Imigran, þegar það kom á markaðinn, reyndist fyrsta mígrenilyfið sem hjálpaði mér.  Þú segir rembist við að æla ekki - stundum hjaðnaði kastið þegar mér loksins tókst að æla. Ég gat aldrei notað mígrenilyf með koffeini og eins og mér finnst gott kaffi gott þá var það einn af öruggu fyrirboðunum um að kast væri í aðsigi að mér fannst lyktin af kaffi verða vond og gat ekki hugsað mér kaffisopa. 

Þjóðarblómið | 1. jan. '16, kl: 16:42:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara vont að æla, þess vegna reyni ég að sleppa við það. En stundum er það ekkert hægt. 


Ég lamaðist af imigran, í kokinu og andlitinu öllu, þess vegna m´aég ekki nota það.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

ingbó | 2. jan. '16, kl: 01:11:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Noh - þá skil ég að þú takir ekki Imigran. Ég fæ dofa í andlitið þegar ég fæ slæm mígreniköst - en, eins og ég segi, Imigranið bjargaði nánast lífi mínu - eða réttara sagt kannski færði mér eðlilegt líf á ný.

Þjóðarblómið | 2. jan. '16, kl: 13:03:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er meira en dofi, þetta er púra tímabundin lömun. 


Ég fékk einu sinni deyfilyf í kokið til að geta myndað ofan í lungu - það er sú tilfinning sem ég fæ þegar ég tek imigran, og í helminginn af andlitinu og efri líkamann.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

evitadogg | 2. jan. '16, kl: 02:08:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg verð eins af imigran en sumatriptan er galdralyf, virkar vel á mig.

Þjóðarblómið | 2. jan. '16, kl: 13:02:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef ekki prófað það. Var látin prófa Zomig en fæ líka aukaverkanir af þeim sem maður á ekki að fá svo læknarnir mínir settu stopp á mígrenilyf hjá mér. Ég ætti kannski að prófa að athuga hvort ég megi fá sumatriptan - hef heyrt mikið um það.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

assange | 2. jan. '16, kl: 13:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurdu profad maxalt smelt?

Þjóðarblómið | 2. jan. '16, kl: 13:30:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, það var bara sett stopp á öll mígrenilyf útaf þessum tveimur sem ég prófaði og fékk svo alvarlegar aukaverkanir af.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

assange | 2. jan. '16, kl: 15:11:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tad er eins sem eg meika.. Toli ekki immigran og fleiri.. Spurning um ad profa?

Þjóðarblómið | 3. jan. '16, kl: 13:12:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hugsa að ég athugi þetta næst þegar ég nenni til læknis. 


Þarf samt að finna mér nýjan taugalækni, minn hætti og dó svo.


Ég hef samt verið alveg rosalega góð í höfðinu eftir að ég hætti á pillunni í sumar. 

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

assange | 3. jan. '16, kl: 15:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Helv pillan.. Allt annad lif eftir ad eg haetti

Þjóðarblómið | 3. jan. '16, kl: 15:45:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega!

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Felis | 3. jan. '16, kl: 15:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

ingbó | 2. jan. '16, kl: 16:19:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

sumatriptan succinate  er virka efnið í imigran.

evitadogg | 2. jan. '16, kl: 17:41:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mmm ok? Lyfið sem ég tek heitir sumatriptan, en þoli ekki imigram radis.

Unnnnn | 31. des. '15, kl: 15:24:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefurðu þá tekið þessa triggera út algjörlega? Drekkurðu s.s. aldrei áfengi, kaffi o.s.frv.? Mitt mígreni er að miklu leyti hormónatengt, er mjög tæp dagana fyrir blæðingar en getur þó komið hvenær sem er. Sérstaklega þegar ég hef sofið lítið eða er undir miklu álagi. Ég get því stundum fengið mér triggera (áfengi, sítrus, lauk o.s.frv.) þegar ég er á réttum stað tíðahringsins og er vel sofin og almennt vel upplögð.

Galieve | 1. jan. '16, kl: 11:40:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tók allt alveg út en er farin að fá mér kaffi aftur, einn bolla á dag í stað 6-7. Og ég er farin að "detta í það" 2-3 á ári í stað 8 sinnum í mánuði. Ég held að það eina sem ég get alls ekki tekið inn séu sítrusávextir. En þetta er algjörlega hormónatengt, ég reyndar fattaði það ekki fyrr en að við vorum að skipuleggja kynningu og yfirmaður minn sagði að þessi tímasetning hentaði ekki því ég yrði veik þarna. 

maísóley | 2. jan. '16, kl: 01:26:45 | Svara | Er.is | 1

ohh mígreni.. ég hef verið með mígreni í 10 ár og á tímabilum voru köstin farin að vera allt að 3 í viku og einmitt stundum í 2 daga. Imigran virkar yfirleitt, nema í kringum blæðingar en því miður hef ég lent tvisvar í því að þurfa að fara í afeitrun og hætta að taka imigran vegna þess að ég var farin að framkalla mígreni. Ég reynt að finna alla triggera (súkkulaði, sítrúsávextir, áfengi, ilmvötn..) og forðast þá.

Hef einnig prófað ýmsar aðrar lausnir og fyrirbyggjandi lyf á borð við betablokkara og jurtalyf. En þegar ég stóð frammi fyrir því að fara á geðlyf eða flogaveikislyf til að fyrirbyggja mígreni ákvað ég að kafa dýpra á netinu og fann nálastungur. Hafði litla trú á þessu en ég fór á Reykjalund og nokkra vikna meðferð gaf mér mun meiri árangur en nokkuð annað sem ég hafði prófað. Bæði dró úr tíðni, lengd og skarpleika verkjanna. Kraftaverki líkast. Hinsvegar, er eins og þetta rann af mér eftir ár og núna er ég komin í annan vítahring. Þyrfti að finna aðra slíka meðferð.

Ég var á tímabili meira að segja farin að skoða skurðaðgerðir sem eru gerðar í Ástralíu þar sem ég bara gat ekki meira.. Ég fæ mígreni þar sem ég fæ skerta sjón og mjög næma skynjun á lykt og bragð. Skrítið bragð eða sterk lykt bókstaflega framkallar mikin sársauka. Svo virðist sem köstin mín eru líka þannig að sársaukinn stigmagnast út í hið óendanlega. Hef aldrei náð mér yfir kast án verkjalyfja og hef nokkrum sinnum fundið fyrir einkennum eitrunar af verkjatöflum. En þegar maður er í verkjamóki þá er erfitt að sýna hófsemi í því. Ég hef einnig farið á slýsó til að fá sprautu af imigran í neyð.

Gangi þér vel í þessu.

assange | 2. jan. '16, kl: 09:49:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu a getnadarvarnapillunni? Eg lagadist mikid tegar eg haetti, bananar eitur og kiropraktor hjalpadi mer mikid

maísóley | 3. jan. '16, kl: 04:57:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei nefnilega ekki. Hef ekki tekið pilluna í 7 ár. 

assange | 3. jan. '16, kl: 15:28:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok.. Og engin onnur hormona getnadarvorn?

maísóley | 4. jan. '16, kl: 02:19:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

bara au natural :) mígreni er sterkt í fjölskyldunni. Amma mín var með slæmt mígreni alveg fram að tíðarhvörfum.. ég á góð 20 ár eftir og þá get ég kannski vonað að losna við þetta

ansapansa | 2. jan. '16, kl: 01:37:42 | Svara | Er.is | 0

Ég tek inn pranonol daglega og þá fæ ég mun vægari köst og sjaldnar.

----------------------------------------------------
Ég á skilið Thule
....verst að ég drekk hann ekki :/

edeliaa | 2. jan. '16, kl: 10:27:45 | Svara | Er.is | 0

Eg fæ skelfileg kõst c.a 1-2 í mánuði.
Það semhefur hjálpað mer er að dæla í migg ógleðislyfjum.
Og 3-4 treo þegar eg finnað kõstin koma.
Ef eg dæli ekki ógleðislyfjum i mig þá æli eg eins og múkki, treo virkar adeins á verkina sjálfa en eg finnenþa rosalega vondan svona hamra slatt ef eg hreyfi mig.
Best er myrkur, þõgn 100% rólegheit svefn efmaður getur sofið fyrir verkjum.
Eg verd 100% off. I 1-2 daga.

♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥

assange | 2. jan. '16, kl: 11:22:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tengt blaedingum?

edeliaa | 4. jan. '16, kl: 11:24:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var læknir á bráðamótõku landsspitalans sem ráðlagði mer að prufa treo.
En hún sagði að eg yrdi að taka það. Um leið og eg finn hvad er í aðsygi.

♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥♡♥

xarax | 4. jan. '16, kl: 14:10:59 | Svara | Er.is | 0

Ég var á maxalt á táningsárunum, það virkaði mjög vel fyrir mig.

Tveggja gullmola mamma:)
15.05.09-01.03.11

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47941 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie