mígreni hjá barni

Bragðlaukur | 18. apr. '15, kl: 17:36:41 | 334 | Svara | Er.is | 0

10 ára dóttir mín er svo oft með mígreni. Við erum að tala stundum alveg einu sinni í viku á tímabilum. Hún fær höfuðverk sem versnar og versnar alveg upp í 10 (ef maður tekur skalann 0-10).
Og er flökurt og líður svo illa. Oft kastar hún svo upp og stundum alveg þrisvar, fjórum sinnum. Mígrenið varir í minnst einn sólarhring og stundum tvo daga.

Við erum búnar að fara til læknis. Hún er búin að fara í blóðprufu og þær sýna engin frávik.
Hún er búin að fara í ct - scanning og það er allt í góðu.

Nú er bara í stöðunni að fá lyf.

En þið ykkar sem hafið börn með mígreni - er eitthvað annað að virka, eitthvað sem ég veit ekki um?

 

donaldduck | 18. apr. '15, kl: 17:39:50 | Svara | Er.is | 0

mitt barn fékk ekki lausn frá mígreninu sínu fyrren hann fór að fara reglulega til hnykkjara. 


ertu búin að skoða vel hvað gæti verið trigger, hjá mínum er það kvíði og svefnröskun - þ.e. ef hann er ekki að sofa nóg og reglulega. hjá mér sjálfri var það sítrus ávextir. 

dísadísa | 18. apr. '15, kl: 17:41:45 | Svara | Er.is | 0

Ég var með mígreni sem barn sem fannst heldur engin skýring á. Það eina sem virkaði fyrir mig var að taka lyf og leggja mig um leið og ég fann að kastið var að koma. Lyfin hjálpuðu til við að stytta köstin en komu ekki í veg fyrir þau. Mígrenið eltist síðan af mér og ég hef ekki fengið kast síðan ég var 15-16 ára.

Bragðlaukur | 18. apr. '15, kl: 17:48:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohh, ég vona líka að þetta eldist af henni. Það er algert kvalræði að hlusta á hana og horfa á - og finnast maður ekkert geta gert.

nerdofnature | 20. apr. '15, kl: 22:53:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hjá mér. Alls konar rannsóknir en engin útskýring. Lyf virkuðu ekki, en það hjálpaði helling þegar ég var farin að geta fattað einhverja af triggurunum. Þá fækkaði allavega köstunum. Ég þurfti t.d. að passa vel upp á vatnsdrykkju, sérstaklega fyrir og eftir sund/bað/sturtu. Að hafa of heitt í bílnum triggeraði líka köst. Ónægur svefn. og mikil birta, sérstaklega á veturnar.

Anímóna | 20. apr. '15, kl: 23:00:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

-II- nema ég fékk bara tímabundna hvíld á unglingsárum og svo kom þetta af fullum krafti og rúmlega það eftir að ég átti barn.
Og núna fúnkera ég illa nema taka betablokka að staðaldri.

dísadísa | 20. apr. '15, kl: 23:26:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff, nú langar mig aldrei að eignast barn!

nerdofnature | 21. apr. '15, kl: 22:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mitt mígreni hvarf að vísu aldrei (minnkaði bara niður í nánast ekki neitt) en það hefur ekkert aukist aftur eftir meðgönguna.

júbb | 18. apr. '15, kl: 17:50:42 | Svara | Er.is | 0

Hafiði haldið dagbók? Oft besta leiðin til að finna út hvort það eru einhverjir triggerar. Skrifa niður hvað er borðað, hvað er gert og hvernig er sofið ásamt því hvenær eru köst. Ef maður skrifar ekki niður er maður oft svo fljótur að gleyma mögulegum triggerum. Svo er þetta skoðað til að sjá hvort eitthvað er hægt að forðast.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

assange | 18. apr. '15, kl: 20:50:32 | Svara | Er.is | 0

Haltu matardagbok og reyndu ad finna ut eitthvad sem hun tolir ekki- bananar og sitrusavextir eru td mjog typiskur triggerar..

tarantúla | 19. apr. '15, kl: 00:22:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minn fór á fyrirbyggjandi mígreni lyf. Tók það reglulega í um 6 mánuði og fékk aldrei kast. Hættum svo og hann fær mjög sjaldan mígreni núorðið

assange | 19. apr. '15, kl: 00:20:38 | Svara | Er.is | 0

Passa sd sofa reglulega og ekki of lengi og gott loft. Geta tetta verid hormonar- semagt byrja a kyntroska?

hillapilla | 19. apr. '15, kl: 00:39:58 | Svara | Er.is | 0

Dóttir mín fékk líka mígreni svona rétt fyrir kynþroskaskeið. Hún fékk sjóntruflanir, höfuðverk og endaði svo á uppköstum en oft var það "bara" vanlíðan og svo uppköst. Eftir uppköst steinrotaðist hún svo venjulega og svaf í nokkra klukkutíma. Á rúmlega hálfu ári sem ég skráði þetta niður þá var þetta að meðaltali á tveggja vikna fresti, bilið var 10-19 dagar.

Hún er hjá lækni út af öðru og hann var farinn að tala um að setja hana á mígrenilyf en það kom ekki til þess þar sem þetta fór aftur að minnka og minnka og ég er að vona að þetta sé bara hætt..! Held að það hafi bara verið tvö köst síðasta árið. Hún er að verða tólf ára.

Er ekki með neina töfralausn. Ef þetta er svo truflandi að hún þarf lyf, og þetta hljómar mjög truflandi, þá hlýturðu að fá þau fyrir hana.

normal | 19. apr. '15, kl: 03:20:24 | Svara | Er.is | 1

Hafiði prufað að taka magnesium inn í daglega neyslu? Og D- dropa? Það hefur hjálpað migrenisjúklingum

bellwiig | 19. apr. '15, kl: 03:27:32 | Svara | Er.is | 0

systir mín fékk mígreni um 9, eina sem virkaði var að liggja heima og hvílast

daggz | 19. apr. '15, kl: 09:57:50 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin að vera með mígreni frá því ég man eftir mér. Það eina sem virkaði var að fá smá kók (koffínið hjálpar mér, get samt ekki drukkið kaffi), verkjatöflu og leggjast fyrir. Það er líka mikilvægt að passa upp á að það sé gott loft í herberginu og algjört myrkur.

En hafið þið fundið einhverja triggera? Ég má t.d. ekki borða lakkrís, alls ekki appelsínusafa eða mjög súra safa. Svo eru ákveðnir hlutir sem ég má ekki borða þegar ég er svöng. Það er t.d. nammi (sérstaklega hlaup), banani (áferðin og bragðið utan á bananum er trigger hjá mér), ýmsir ávextir og ekki hrár laukur. Ég verð líka að passa mig á að borða alltaf reglulega ef ég verð of svöng verð ég miklu viðkvæmari fyrir kasti.

Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað litlir hlutir geta haft mikil áhrif. Það hjálpar mikið ef maður finnur út hvað er best að forðast. Þetta er auðvitað mjög misjafnt eftir fólki.

Ég fór á lyf um tíma en þau gerðu ekki mikið gagn, þau hjálpuðu bara ef ég tók þau strax (mátti ekki fara á fyrirbyggjandi lyf) og virkuðu ekki heldur alveg, ég varð alltaf að leggja mig þannig góðar verkjatöflur voru alveg að gera það sama.

--------------------------------

Þjóðarblómið | 19. apr. '15, kl: 10:51:06 | Svara | Er.is | 1

Er búið að athuga í henni sjónina? Þannig byrjaði mitt höfuðverkjamígreni, með því að ég varð nærsýn og reyndi svo mikið á augun og fékk þar af leiðandi hausverk. Ég fékk gleraugu en mígrenið lagaðist ekki. Fram að því hafði ég verið með magamígreni sem orsökuðu endalaust af gubbupestum - miklu meira en eðlilegt getur talist.


ég man að þegar ég var í barnaskóla þá voru nokkrir vetur þar sem ég fékk alltaf mígreni á þeim dögum sem smíðatímar voru í skólanum. Það var eitthvað við loftið inni í smíðastofu sem fór svo illa í mig. 



_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

Bragðlaukur | 20. apr. '15, kl: 20:25:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er að fara til augnlæknis eftir nokkrar vikur. Við erum búnar að eiga pantaðan tíma í alveg einhverja mánuði en tekur langan tíma að komast að hjá þessum augnlækni.

Triggerar? Hún stundaði skemmtilegt áhugamál og var ánægð. Svo kom að því að hún átti að sýna saman með stelpunum sem voru saman með henni.
Henni fór að líða illa í maganum og svo kastaði hún upp, rétt áður en hún fór á svið.

Hún hélt upp á eigið afmæli og var mikið búin að hlakka til en eftir því sem nær leið að gestirnir kæmu, fór henni að líða illa, fékk mígreni - og kastaði upp.

Á skólatímabilinu getur hún verið að koma með mígreni einu sinni í viku stundum. En í fríum gengur það betur.

Við vorum á leiðinni í jólaboð hjá ömmu og afa og á leiðinni þangað byrjar hún að fá mígreni og - kastar upp.

Við erum reyndar búin að sjá að hún þolir illa að vera svöng í lengri tíma, miðað við hin börnin okkar.
Að hún þarf mikla reglu þegar kemur að matmálstímum og það má lítið bregða út af.
En það dugar ekki til...

Nei - hef ekki haldið dagbók reyndar.

Abba hin | 20. apr. '15, kl: 20:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta hljómar svolítið eins og kvíði...

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

Anímóna | 20. apr. '15, kl: 23:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Sammála því.

Anímóna | 20. apr. '15, kl: 23:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því.

Hygieia | 21. apr. '15, kl: 13:06:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Einstaklingar með mígreni eru reyndar iðulega mjög viðkvæmir fyrir spennu. Bara venjuleg spenna getur komið af stað kasti, en svo getur líka myndast vítahringur - einstaklingur fer að verða kvíðinn vegna mögulegra afleiðinga spennunnar.

holyoke | 20. apr. '15, kl: 21:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gæti verið uppsöfnuð spenna?
Ég fæ slæm köst þegar stórir viðburðir eru á sveimi, eitthvað sem mig hlakkar mikið til eða kvíði smá fyrir. Svona uppsafnaðar tilfinningar úr öllum áttum. Hefuru látið taugasérfræðing kíkja á hana? Það var í boði þegar ég var sem verst en í dag er reyndar erfitt að komast að nema með endalausri bið..

donaldduck | 20. apr. '15, kl: 23:05:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kvíði er örugglega einn af triggerunum

strákamamma | 20. apr. '15, kl: 20:37:17 | Svara | Er.is | 0

ég var svona....einmitt á þessum aldri og frameftir unglingsárum.  ég fann út að þegar ég hætti að drekka kókómjólk þá hætti ég að fá svona tíð köst...voru alveg oft uppí 3 sinnum í viku.


eftir að ég hætti að drekka kókómjólk og borða ost og egg snarminnkað þetta og eftir það dugaði að taka Treo þegar ég fann að kastið var að koma og draga mig í hlé...þá slapp ég yfirleitt..

strákamamman;)

karamellusósa | 20. apr. '15, kl: 21:23:51 | Svara | Er.is | 1

mín fór á lyf (amilín) þgar hún var ca 9 ára (hún er tvítug núna)     og svo fann hún út hvað triggeraði köst hjá henni.  hún fór alltaf snemma að sofa. spenna var ekki góð.    hún þoldi illa tómatsósur (pizzasósur og aðrar unnar tómatvörur), osta og lakkrís, þá fékk hún nánast alltaf hausverk.    við byrjðuðum á að skrifa smá matardagbók, þá daga sem hún fékk hausverk fórum við yfir hvað hún hafði borðað og skrifuðum það niður til að sjá hvort það væri eitthvða spes sem hún þoldi illa.  


hún var með sólgleraugu og derhúfur þegar það var mjög bjart úti og sól.  þaðer mjög vont fyrir mígreinsjúklinga að þurfa að píra augun.  og fékk nánast alltaf dúndrandi mígrenikast eftir sólardaga ef hún var ekki með neitt á hausnum. 

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Cocolina | 20. apr. '15, kl: 23:11:17 | Svara | Er.is | 0

Minn strákur er búin að vera með mígreni síðan hann var 4-5 ára.  Oft kom það einu sinni í viku og oft kastaði hann upp.  
Við vissum að þetta var mígreni því þetta er sterkt í föðurættinni hjá honum , föðuramman, pabbi hans og bróðir voru með þetta sem börn. 

Fórum með hann til barnalæknis þegar hann var eitthvað um 8 ára því þá var hann mjög slæmur.  Sá læknir greindi hann með mígreni eftir að hafa gert nokkur test á honum og hann fékk mígrenislyf.  Notuðum það reyndar ekki mjög oft því okkur var ráðlagt að prófa að gefa honum eina Treo og það virtist virka svona vel .  Hann getur yfirleitt alltaf sofnað eftir að hafa fengið það, sefur í nokkra tíma , vaknar svolítið þungur en á batavegi.  

brekihelga | 20. apr. '15, kl: 23:12:20 | Svara | Er.is | 0

strákurinn minn er búin að vera á lyfjum í ca 2 ár og það var rosalega gott þegar hann fór á lyfin hann er á lyfjum sem hann tekur á hverjum degi til að koma í veg fyrir að hann fá kast, kannski var þetta extreme migreni hjá honum en hann var búin að vera í mígreniskasti í nokkrar vikur (meira og minna) þegar hann fór á lyf og þegar hann fékk kast þá ældi hann oft og hann var meira og minna með blóðnasir á meðan kastið varði. áður en þessar tvær vikur byrjuðu þá fékk hann mígreni 1-2 í viku.

assange | 21. apr. '15, kl: 08:22:07 | Svara | Er.is | 0

Va hvad eg finn tiled tessum bornum herna.. Gaeti grenjad.. Tetta er svo mikill vidbjodur. Var sjalf greind mjog ung

Hygieia | 21. apr. '15, kl: 13:18:13 | Svara | Er.is | 0

Á dóttur með mígreni og það snarlagaðist eftir að við fórum með hana til osteopata. Förum svo með hana 1-2 tvisvar á ári núna, en það dugir til að halda þeim í skefjum, annars er hún með mígreniskast allt að nokkrum sinnum í viku sem standa misjafnlega lengi. 


Auk heimsóknanna til osteopata, héldum við um tíma dagbók þar sem við skráðum hjá okkur m.a. mataræði (lauslega hvað hún borðaði) en komumst að því að það væri meira óreglulegar máltíðir og annað sem ýtir undir blóðsykursveiflur sem var kveikja að köstum. Eins skráðum við niður ýmsa daglega þætti, ss svefn, almenna líðan og hvað átti sér stað yfir daginn. Þá sáum við önnur mynstur, td spennu, há hljóð eða viðvarandi hávaði og ljósnæmi.


Þegar hún byrjar að kvarta undan höfuðverk fær hún strax verkjalyf (panodíl) og leggst í kjölfarið fyrir með kaldan þvottapoka yfir augum. Þá náum við að stytta kastið heilan helling, en hún sefur jafnvel í 4-5 tíma um miðjan dag þegar hún leggur sig í byrjun verkjakasts.

Bragðlaukur | 22. apr. '15, kl: 16:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

osteopati ... kallast það það á íslensku? Svona, ef maður myndi vilja prófa það? Einhver var líka að benda á hnykkjara/ kírópraktor?

assange | 22. apr. '15, kl: 16:39:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hnykkjari bjargadi mer

Aditi | 22. apr. '15, kl: 16:47:22 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi fara með hana til hómópata. Það hjálpar mjög oft. Þú verður samt að fara í nokkur skipti

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hælisleitendur ofl reyna að taka Alþingi í gíslingu ? Hver leyfir að tjalda á Austurvelli ? jaðraka 29.12.2023 30.12.2023 | 00:24
er megastore hætt eða flutt? ny1 11.10.2016 29.12.2023 | 03:02
Dachshund KuTTer 20.7.2009 28.12.2023 | 12:40
UMRÆÐA ???? sælll1 1.6.2007 28.12.2023 | 10:56
Lyf notað í heilbrigðisgeiranum sem hefur áhrif á skammtímaminnið Kalishi 2.7.2014 28.12.2023 | 09:43
Bílasölur agustab 25.4.2004 28.12.2023 | 00:11
Búa á Selfossi Lovlyrose75 27.11.2023 27.12.2023 | 23:57
Plaströr sem verður til úr sjó-laxeldunum hér á landi KolbeinnUngi 27.12.2023
Nýja vínbúðin Inngangur 24.11.2021 27.12.2023 | 22:35
Aumingjavæðingin heldur áfram _Svartbakur 27.12.2023
Endajaxlar Sardína 25.3.2011 27.12.2023 | 13:34
Lögreglan að mæla black_star 26.12.2023 27.12.2023 | 01:29
Death at a funeral.... icyspicy 24.1.2008 25.12.2023 | 12:39
aroma therapy maur 27.1.2005 25.12.2023 | 12:37
Íslensku vigtarráðgjafarnir maíbumba 4.6.2012 25.12.2023 | 07:51
Málarar mugg 19.11.2023 25.12.2023 | 03:06
Dagatöl bankarnir henrysson 23.12.2023 23.12.2023 | 21:33
Eldgos á Reykjanesskaga og vara flugvöllur í Reykjavík. jaðraka 23.12.2023
Staðgöngumóðir PolyCatzz 23.12.2023
Reykjavík Sterling silfur armband Dagnybirg 21.12.2023
Hár og litun heimaþjónusta Madurinn00 19.12.2023
Hangikjöt hdfatboy 10.12.2023 17.12.2023 | 23:32
húðsjúkdómalæknir Aura Pain 16.12.2023 17.12.2023 | 23:30
Herbergi til leigu DB.art 16.12.2023
INNA sboh 13.11.2012 13.12.2023 | 18:54
Rafhleðslustöðvar Dísar 11.12.2023 12.12.2023 | 10:22
Heimta að lífeyrissjóðir breyti stefnu og styrki ýmislegt sem reglur sjóðsins leyfa ekki jaðraka 11.12.2023
Skólp skessa60 18.5.2018 11.12.2023 | 09:22
Perluprjón í staðinn fyrir stroff í hálsmál ! brussann 7.5.2010 9.12.2023 | 09:22
Perluprjón fram og tilbaka fancy pants 10.11.2012 9.12.2023 | 09:20
Katrín Jakobsdóttir væri frábær formaður Sjálfstæðisflokksins jaðraka 8.12.2023 8.12.2023 | 13:49
fallegt ljóð/texti í fermingarkort... hvellur 27.3.2010 7.12.2023 | 22:20
Er einhver að flosa. Lydía 24.2.2009 7.12.2023 | 22:19
Vöðvakippir Kakóland 27.11.2013 7.12.2023 | 14:32
Vmst dvdrom 21.1.2012 7.12.2023 | 13:36
FEÐRADAGURINN blómsturbarn 12.11.2006 6.12.2023 | 02:50
Silfurskottur milky way 18.2.2015 5.12.2023 | 04:40
Skyldmenni Krystal Carey 20.7.2006 5.12.2023 | 04:39
Augnmígreni FrúFiðrildi 10.9.2009 4.12.2023 | 10:00
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Síða 5 af 47440 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, paulobrien, tinnzy123, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, Guddie