Miklar blæðingar

LaRose | 8. feb. '16, kl: 11:18:45 | 382 | Svara | Er.is | 1

Er einhver hérna sem hefur fengið einhver lyf til at minnka heavy blæðingar?

Ég hef alltaf verið á miklum túr en eftir að ég átti börnin (og sérstaklega síðasta fyrir tæpum 2 árum) hefur þetta verið rugl.

Ég er ekki hætt í barneignum og ætla að fá hormónalykkju þegar ég er búin og pillan minnkar þetta mikið...en meðan ég er að reyna við annað barn get ég jú ekki verið á hormónagetnaðarvörn.

Hef alveg rætt við lækni af og til í gegnum árin en oftast fengið að heyra: Þetta eru ekki meira en 50 ml....þetta virkar bara meira!

Ég svona....50 ml? Já, þegar ég hnerra!

Ég þarf að ganga með bleiur orðið því ekkert dömubindi er nógu stórt fyrir fyrstu 3 dagana. Ég tók mig til og vigtaði (grós I know) bindin fyrir og eftir til að slá á magnið því ég á tíma hjá lækni bráðum og mér reiknaðist að á fyrstu 3 dögunum sé ég að missa um 300 ml af blóði!!


Ég hef haft alvarlegan járnskort út af þessu...en finnst samt enginn hlusta á mig.

Sem sagt...eru til lyf sem eru ekki getnaðarvörn sem geta minnkað þetta túrógeð. Ég er að verða geðveik á þessu.

 

nixixi | 8. feb. '16, kl: 13:45:57 | Svara | Er.is | 1

"Þetta eru ekki meira en 50 ml....þetta virkar bara meira!" 

Það er alveg eitthvað til í þessu þar sem við missum ekki bara blóð heldur er slímhúðin í leginu að brotna niður og megnið af "blóðinu" er ekki bara blóð...

nixixi | 8. feb. '16, kl: 13:47:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þýðir samt ekki að þetta sé eðlilegt magn svo já, endilega drífðu þig til læknis! Mér finnst reyndar alveg óþolandi hvað læknar humma allt af sér sem tengist blæðingum. Segja manni bara að þetta sé eðlilegt, brosa og klappa manni á kollinn. Arrrg.

LaRose | 8. feb. '16, kl: 13:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann meinti að ég væri örugglega ekkert með miklar blæðingar...þetta virkaði bara svo mikið í klósettvatninu eða álíka.


Tipzy | 8. feb. '16, kl: 17:25:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Óþolandi svona, ég þekki konu sem þurfti stærstu tappana og stærstu bindin og samt fór í gegnum þetta allt eftir 1 klst. GAt ekki farið út úr húsi, það skal engin segja mér að það hafi bara verið 50ml. Hún fór á endanum í legnám enda löngu hætt barneignum og meira að segja búin að fara í ófrjósemisaðgerð.

...................................................................

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 00:19:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er svona fyrstu 2-3 dagana. Get varla farið út úr húsi og engin bindi nógu stór eða þykk. Ég er alvarlega að spá í legnám fyrst að ég ætla ekki að eignast fleiri börn. 

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 9. feb. '16, kl: 00:21:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig langar ógeðslega mikið i legnam og ætla reyna fá það í gegn þegar vel stendur á hjá mér, er búin að fara í ófrjósemisaðgerð svo ég er ekkert að fara nota þetta bilaða líffæri mitt neitt frekar.

...................................................................

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 00:26:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér skildist á kvensjúkdómalækninum mínum að það væri ekkert svo svakalega dýrt og að þar sem að ég er með lítið leg að þá væri hægt að gera aðgerð neðan frá og þá er maður fljótari að ná sér. Ég var hjá henni síðasta haust og ætla að melta þetta fram á næsta haust. Hugsa að ég stefni á aðgerð því að þetta er alveg hrikalega mikil lífsgæðaskerðing að vera svona. Ég byrjaði á túr 11 ára og ef ég er eins og mamma þá fer ég seint á breytingaskeiðið. Ég væri alveg til í að vera fúnkerandi 4 vikur í mánuði í staðinn fyrir 2 eins og núna ( fæ pms dauðans og sjúklegar skapsveiplur og kvíða og þunglyndistendensa viku áður en ég byrja. 


Þetta er ógeð!

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 9. feb. '16, kl: 00:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG hef einmitt haldið niðri einkennum með að vera á pillunni og taka sjaldan hlé, en núna er ég ekki lengur á henni og langar ekki að þurfa vera á henni alla ævi með tilheyrandi kostnaði svo einkenni eru að aukast smátt og smátt eins og gerist með þennan sjúkdóm.

...................................................................

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 00:39:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þoli ekki hormónagetnaðarvarnir svo að ég er með koparlykkju. Verst að blæðingarnar jukust aðeins við að fá hana en fyrir mig er allt betra en hormónar.

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 9. feb. '16, kl: 00:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil bara alls ekki fá neinar lykkjur þarna upp í allan örvefin sem er þar, vil bara láta taka þetta áður en það gerir einhvern óskunda.

...................................................................

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 00:46:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er náttúrulega ekki með legslímuflakk né pcos. Kvensinn minn útilokaði það á síðasta ári.

,,That which is ideal does not exist"

Tipzy | 9. feb. '16, kl: 00:55:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jamm ég er með legslímuflakk og það elskar örvefi og auðvitað er ég þá búin að fara 3x í keisara, get rétt ímyndað mér ástandið þarna. Man einmitt í síðasta keisara þegar það var verið að púsla mér aftur saman, þá voru læknarnir alverg uhh já þetta á að fara hér held ég og mmm þetta tvennt fer örugglega saman. Og auðvitað til að bæta ástandið þá voru þeir í vandræðum með að stoppa blæðinguna eftir keisarann þegar ég var kominn inn á herbergi, þurfti að liggja alveg flöt og mátti ekkert hreyfa mig í nokkra klukkutíma. Og blæddi því helling innvortis og fyrir vikið var ég með stóran blóðköggul í maganum í langan tíma á eftir með tilheyrandi verkjum.

...................................................................

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 14:34:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úff!

,,That which is ideal does not exist"

LaRose | 9. feb. '16, kl: 07:47:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla á pilluna fram á sumar, taka smá hlé í barneignarreyneríi og fá smá frí frá þessu rugli.

Ef ég ætlaði ekki að eignast eitt barn enn myndi ég fá mér hormónalykkju undir eins. Hún reddaði mömmu minni sem var með sömu einkenni en endaði svo með fullt af hnútum í leginu seinna meir (ekki tengt lykkjunni) og í legnámi. Amma fór líka í legnám...ætli þetta sé genetískt? Grey dóttir mín....systir mín er nefnilega líka svona :(

Tipzy | 9. feb. '16, kl: 08:47:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Minnir að legslíuflakk sé genatískt allavega.

...................................................................

júbb | 9. feb. '16, kl: 11:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hnútar geta verið það og er eitt af því sem þarf að skoða þegar svona er

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

LaRose | 9. feb. '16, kl: 11:32:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, ég fer í að láta skoða þetta :)

puki83 | 9. feb. '16, kl: 12:10:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég held ekki svona miklar blæðingar séu genatengdar ég er einmitt svo slæm og hef verið síðan ég var krakki og versna með hverju barni. ég þarf að sofa í sófanum í furðulegri stellingu og vakna á 2 tíma fresti til að skipta með systir mín rétt svo notar næstu stærð fyrir ofan innlegg í 1 og hálfan dag og verkir koma í 5 mínútur.

LaRose | 9. feb. '16, kl: 07:49:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ertu búin að vera svona frá byrjun? Ég byrjaði líka 11 ára og var regluleg um leið og á túr í 8-10 daga og þannig magn að ég komst varla í skólann plús verkir dauðans sem fóru ekki fyrr en ég eignaðist fyrsta barnið.

Svo hefur þetta farið versnandi, er 35 ára og finnst þetta verða verra by the day.

Louise Brooks | 9. feb. '16, kl: 14:41:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég varð líka regluleg mjög fljótt og blæddi alltaf í ca 7-9 daga. Ég missti mikið úr skóla og varð alltaf eins og ég væri veik með flensueinkenni + miklir verkir. Ég fæ einmitt ekki eins mikla verki í dag/eftir barneign en missi mikið blóð, verð náföl og fæ væg flensueinkenni þegar ég byrja. Ég fæ líka alltaf ibs einkenni í kringum blæðingar, ekki er það til að bæta ástandið.

,,That which is ideal does not exist"

LaRose | 10. feb. '16, kl: 13:10:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kannast líka við IBS einkenni....blæs öll út og fæ mikið loft í magann og hálfgerðan niðurgang. Allar buxur þröngar um magann osfrv.

Louise Brooks | 10. feb. '16, kl: 13:15:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nákvæmlega!

,,That which is ideal does not exist"

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 8. feb. '16, kl: 22:39:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hann? Sorrý, nú ætla ég að viðra óvinsæla skoðun, en mín reynsla er að kvenkyns læknar séu opnari og skilningsríkari fyrir svona vandamálum

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Skreamer | 8. feb. '16, kl: 14:54:48 | Svara | Er.is | 0

Farðu til kvensjúkdómalæknis, miklar og erfiðar blæðingar geta valdið alvarlegum járn og blóðskorti.  Það þarf að skoða hvað er í gangi, hvða veldur og þannig.

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

júbb | 8. feb. '16, kl: 16:16:35 | Svara | Er.is | 1

Ræddirðu þetta við kvensjúkdómalækni? Ef svo er myndi ég skipta um lækni og ræða þetta við annan lækni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessu sem þeir vilja útiloka og ef ekkert slíkt er líkleg ástæða geta þeir skoðað lyf. Stundum bara einföld lyf eins og íbúfen og naproxen ásamt því að taka járnkúr í kringum blæðingar.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

evitadogg | 9. feb. '16, kl: 08:22:59 | Svara | Er.is | 0

Eg var með svona svakalegar blæðingar (fór í gegnum tappa, bindi, föt og skildi jafnvel eftir bletti í stólum á 40-60 mínútum) og þekki hvað þetta getur verið rosalegt og þreytandi. En eg hef aldrei heyrt um lyf. Mer fannst blæðingarnar minnka ef eg tok ibufen en bara rett a meðan það var að virka. En eg myndi heyra i öðrum lækni. Það hlytur að vera eitthvað sem er hægt að gera!

LaRose | 9. feb. '16, kl: 09:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Til að gera þetta ennþá betra er ég með viðkvæman maga og fékk magasár einu sinni og er alltaf í fyrirbyggjandi meðferð....og það þýðir að ég má ekki taka bólgueyðandi lyf eins og íbúfen og naproxen

evitadogg | 9. feb. '16, kl: 20:41:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Uff :/ þær minnka lika þegar eg fæ mer i glas. Það er kannski lausn? Vera full í viku.

Abba hin | 9. feb. '16, kl: 21:00:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Djöfull finnst mér það góð afsökun. On it!

-------------
„Varið ykkur, flestir hér eru konur með leggjastokka sem skilja ekki hugmynd hvað þú ert að tala um...“ - Meistari Niklez90

„Er næst mesta drusla sem ég þekki meðal minna vina og er komin eitthvað yfir 100 bólfélagana, kvenhyllina vantar mig ekki.“ -bfsig

LadyGaGa | 9. feb. '16, kl: 11:46:49 | Svara | Er.is | 0

Ég þarf einmitt að taka sterkar járntöflur á meðan, helst 2-3 dögum áður ef ég veit hvenær þetta byrjar.  Mæli alveg með því.  Það tapast svo mikið járn á blæðingum.

nefnilega | 9. feb. '16, kl: 12:33:19 | Svara | Er.is | 0

Hefurðu prófað taubindi? Blæðingar minnka oft hjá konum sem fara yfir í tauið.

LaRose | 9. feb. '16, kl: 13:22:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig ætti það að minnka blóðflæði?

nefnilega | 9. feb. '16, kl: 16:25:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo segja þær á taubindatjattinu.

Daisyd | 9. feb. '16, kl: 22:10:49 | Svara | Er.is | 2

Búin að vera með cyklokapron lyfið núna reglulega i nokkur ár vegna mikilla blæðinga , hjálpaði mikið því var orðið þannig að eg hrundi niður i járni i hv mánuði .
En ákvað svo að drífa i legnami fyrir stuttu og hlakka til að fara upplifa blóðlausa mánuði núna :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47905 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Guddie, Bland.is