Millilenda alein í fyrsta skipti! HJÁLP! D:

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 11:33:03 | 603 | Svara | Er.is | 0

Núna í ágúst er ég að fara ein út og þarf að millilenda einu sinni í Þýskalandi. Ég er algjör núbbi við að flúgja og hef aldrei þurft að millilenda áður og er alveg með í maganum yfir þessu. Ég flýg með sama flugfélagi alla leiðina á áfangastað(og til baka mánuði seinna) með AirBerlin. Á leiðinni út stoppa ég í einhverja 8 klukkutíma eða svo. Hvernig fer þetta process fram? Ég þarf væntanlega að tékka mig aftur inn, en fer ég aftur í gegnum security check? Og hvernig er það, check in byrjar varla svona snemma fyrir flug? Hvar á ég að vera þessa 8 tíma? Ég get varla tjillað í fríhöfninni án þess að hafa tékkað mig inn og farið í gegnum allt check?

Oooog með töskuna, þeir sem ég þekki segja mér að láta tékka hana inn alla leið á áfangastað í KEF þannig ég þurfi ekki að eyða tíma í að ná í hana. Gengur það alveg þó það sé svona langur tími á milli fluga?

Og alveg í síðasta lagi :s hehh
Er að leita mér að nýrri ferðatösku. Var að skoða í rúmfó 28" tösku og svo aðra eins 24". Hvað mega þessar blessuðu töskur vera stórar? Kíkti á nokkur flugfélög, sleppur hjá flestum en t.d. hjá Icelandair þá má samanlagt mál (lengd, breidd og hæð) ekki vera meira en 158 cm og 28" taskan sem ég var að skoða var 163 cm eða svo. Eru þeir alveg með málbandið: "heyðu nei þessi taska er 5 cm umfram!"

Afsakið spurninga flóðið!
Ein stressuð :$

 

Bakasana | 19. apr. '15, kl: 11:45:58 | Svara | Er.is | 0

Ætlarðu að vera á vellinum í biðinni? Þú getur að öllum líkindum tékkað bæði þig oh töskuna inn alla leið á upphafsstað. Færð þá einn boarding pass fyrir bæði flugin, eða tvö brottfararspjöld í hendurnar. Þá þarftu ekkert að gera í biðinni nema finna góðan stað með bók, súkkulaði og þolinmæði að vopni. 

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 12:29:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einn passi fyrir bæði flugin hljómar mjög þægilegt! En já hafði hugsað mér að vera á flugvellinum allan tíman :) Svo ég fjórfaldi ekki stressið hahah :')

MUX | 19. apr. '15, kl: 11:56:59 | Svara | Er.is | 0

Stundum er hægt að tékka töskurnar alla leið, stundum ekki, finnst líklegt að það sé hægt að gera það þar sem um sama flugfélag er að ræða alla leið.  Hvort þú þurfir að fara aftur í gegnum security og allt það fer líka eftir því hvort þú þarft að skipta um terminal, ef ekki þá áttu ekki að þurfa að fara í gegnum neitt svoleiðis.
Þetta er ekkert stórmál, auðveldara en þú heldur, og svo er starfsfólk út um allt á vellinum sem hægt er að leita til ;)

because I'm worth it

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 12:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já grunar að ég sé að mikla þetta fyrir mér haha, takk fyrir hjálpina! :D

flal | 19. apr. '15, kl: 12:09:27 | Svara | Er.is | 0

Viltu ekki bara senda fyrirspurn á flugfélagið til að fá þetta á hreint?

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 12:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eina leiðin sem ég fann til að hafa samband við flugélagið er í gegnum síma. Virðist ekki vera hægt að senda stuttan póst.

fálkaorðan | 19. apr. '15, kl: 12:22:47 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég flaug ein í fyrsta skipti og millilennti þá gat ég ekki tékkað töskuna alla leið á leiðinni út, þurfti að sækja hana á flugvellinum í maryland og gat svo tékkað hana alla leið í innanlandsfluginu úti. Á leiðinni heim gat ég tékkað alla leið í upphafi, ss gegnum bæði stoppin.


Á leiðinni heim hangsaði ég svo í 6 tíma á flugvellinum, hafði ekkert að gera nema hanga, gat fengið mér að borða á einum veitingastað og það hefði ekki verið hægt að fara eitthvað út af flugvellinum að skoða. Komst ekki inn á "fríhafnarvæðið" fyrr en klukkutíma fyrir brottför og það var ekkert spennandi þar, ein búð sem seldi ilmvötn og áfengi punktur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Dalía 1979 | 19. apr. '15, kl: 12:28:29 | Svara | Er.is | 0

Þú tékkar töskurnar inn alla leið og tékkar  þig bara inn í flugið þú ferð ekkert í gegnum security check  dóttir mín fer á hverju sumri erlendis til föður hann býr í mexico og hún þarf alltaf að millilenda hún er 16 ára í dag og finnst þetta ekkert mál hún eiðir alltaf bara tímanum í flugstöðinni sama hversu lengi hún bíður þannig að ég mæli með að þú chillir bara í þessa 8 tíma í frýhöfninni 

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 15:06:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábært :3

labbi86 | 19. apr. '15, kl: 13:16:29 | Svara | Er.is | 0

Varðandi töskuna þá skaltu hafa hana innan marka, það er ekki þess virði að lenda í veseni með hana. Eins skaltu athuga hvað taskan sjálf er þung, það munar um hvert kg sem er hægt að spara. Persónulega nota ég bara Samsonite ferðatöskur, þær endast vel og þola mikið hnjask (færð þær í a4), ég hef átt ódýrari ferðatöskur sem entust bara tvö flug eða svo og sparnaðurinn við að kaupa þær var þar með horfinn. Ég hef svo fengið Samsonite tösku til afnota, sem hefur farið í mörg flug og hlotið misjafna meðferð á flugvöllum og er alltaf jafn fín.

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 15:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir, skoða þetta :)

muu123 | 19. apr. '15, kl: 15:53:53 | Svara | Er.is | 0

Keypturu flugið i einhverju pakka .. As in þu bokaðir ekki flug ser til þyskalands og svo fra þyskalandi til næsta lands?
Ef þetta er svona flug fra isl til bla bla með millilendingu þarna þa ertu automatically tjekkuð inn alla leið og þarft ekki að spa i töskunum i milli lendingunni ..

A flestum flugvöllum eru matsölustaðir og jafnvel fritt wifi fyrir utan frihöfnina svo þu getur allavega dundað þer a svoleiðis stað ..
Eg þarf alltaf að biða i dk i 8-9 tima og þetta er mun styttra en maður byst við

muu123 | 19. apr. '15, kl: 15:55:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og eg mæli ekki með töskunum ut rumfatalagernum.. Þær endast aldrei meira en eitt flug hja mer (sko eitt af þremur bara a leiðinni ut þa er heimleiðin eftir)

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 19:19:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þetta er á mínum eigin vegum, en ég bókaði í gegnum dohop/travellink og bókaði/borgaði öll flugin á sama stað.

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 19:20:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og öll í einu

muu123 | 19. apr. '15, kl: 19:21:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æ veit ekki hvernig ég get komið þessu fra mer .. ég boka lika alltaf bara á eigin vegum .. frá islandi til danmerkur og svo fra danmörku til tyrklands með stoppi í istanbul aður en eg fer á leiðarenda og frá dk - tyrklands þarf ég ekkert að spa i töskunum .. en i dk verð ég að na i þær og tjekka þær inn aftur 

littlemary | 19. apr. '15, kl: 17:43:58 | Svara | Er.is | 0

Á hvaða flugvelli millilendirðu? Ef það er Tegel þá þarftu að fara aftur í gegnum öryggistékkið. Það er samt ekkert mál :)

mindpalace | 19. apr. '15, kl: 19:22:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég millilendi í Tegel(TXL). En þarf ég nokkuð að pikka töskuna upp og allt það?

littlemary | 19. apr. '15, kl: 21:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú getur athugað bara þegar þú tékkar þig inn hvort þú getir tékkað töskurnar alla leið. Air Berlin er alveg með einhverja lágmarks þjónustu svo ég er ekki viss. En ef þú þarft að sækja töskurnar og tékka þig inn aftur á tegel er það ekkert mál. Þetta er tiltölulega þæginlegur flugvöllur og fullt hægt að dunda sér við þarna. Og ég held þú getir leigt skáp til að geyma töskurnar í þar til þú getur tékkað þið inn aftur. Ef þú þarft að bíða þarna svona lengi, 6 tíma þar til þú getur tékkað þig inn í næsta flug, þá myndi ég taka TXL niðrá friedrickstrasse og skoða þig um Berlin. 1 strætó niðrí bæ og sama til baka. 

Gladis | 19. apr. '15, kl: 23:41:59 | Svara | Er.is | 0

Myndi nú bara taka þessu rólega, tækla þetta þegar þú kemur á staðinn. 8 tíma bið á milli fluga kallar ekki á stress, mátt vera stressuð ef þetta eru 2 tímar. 


Slaka á segi ég bara :)

Hada | 20. apr. '15, kl: 13:23:23 | Svara | Er.is | 0

Ég flaug með AirBerlin í fyrra og millilenti í Þýskalandi. Flugið var keypt beint af heimasíðunni þeirra. Biðin á milli flugleggja var reyndar ekki nema 2,5 klst og 1,5 klst en það var hægt að tékka töskurnar inn alla leið á áfangastað svo það var ekkert vesen með að tékka töskur inn og út þar sem var millilent. Fór heldur ekki í gegnum nein öryggishlið, var bara inná flugstöðinni og fann rétta hliðið.

Þar sem biðtíminn var svona stuttur á milli flugleggja var ég smá stressuð með hver myndi bera ábyrgðina ef það yrði seinkun á flugi og næði ekki næsta legg, fann enga leið til að fá svör í gegnum netið svo ég hringdi bara í þjónustuverið þeirra og talaði ensku. Fékk öll svör sem ég þurfti þar :)

Hafðu bara með þér bók, krossgátu, spilastokk, tölvu, síma eða eitthvað sem styttir þér stundir :) Gott ef þú ert með tölvu/snjallsíma að vera búin að setja inn bíómynd eða þætti svo þú sért ekki háð nettengingu og muna eftir að hafa hleðslutæki með í handfarangri líka!
Mér finnst líka snilld að vera með flísteppi (ódýrt úr rúmfó eða e-ð) þegar ég veit að það er svona bið. Ef það er ekki pláss fyrir það á heimleiðinni þá bara skil ég það eftir....

mindpalace | 20. apr. '15, kl: 14:33:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er einmitt með bara einhvern 1 og hálfann tíma í bið á leiðinni heim aftur, hvernig var það hjá þér þegar það var svona stutt, var ekkkert tæpt? Og hver ber ábyrgð ef flugi seinkar svona fyrst öll flugin mín eru hjá Airberlin? :)
Ég leitaði og leitaði að öðru flugi heim en það var annaðhvort 15+ klst í bið eða rándýr flug! Flestir sögðu mér að þetta myndi svosem ganga það mætti bara eiginlega ekkert koma uppá.

ÓRÍ73 | 20. apr. '15, kl: 15:47:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef öll leiðin er á sama miða, ætti flugfélagið að bera ábyrgðina ef flugi seinkar. 

GUX | 20. apr. '15, kl: 19:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

1 miðanúmer (ekki bókunarnúmer endilega) = ábyrgð á tengingum.

Hada | 20. apr. '15, kl: 20:28:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk símleiðis hjá AirBerlin bóka þeir mann í næsta flug á þeirra kostnað ef maður nær ekki tengifluginu útaf seinkun á fyrri fluglegg. Það reyndi sem betur fer ekki á þetta þar sem flugtímar stóðust svo það var nægur tími til að rölta á milli inná flugstöðinni. Ég millilenti í Düsseldorf.

Ef það er stutt í næsta bæ einsog einhver sagði hérna, bara einn strætó, þá myndi ég alveg íhuga að tékka á því :) Myndi stytta biðina töluvert að hafa eitthvað fyrir stafni!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Töll á Shein Byzuls 25.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
Síða 1 af 47963 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, tinnzy123, Kristler, Bland.is