Minnkandi einkenni?

Inferno | 22. apr. '15, kl: 14:35:22 | 367 | Svara | Meðganga | 0

Hæhæ,
Ég er komin rúmlega 9 vikur og búin að fara í snemmsónar þar sem allt leit bara rosalega vel út.
Núna seinustu viku sirka hafa einkennin verið að minnka svo mikið, var með bullandi ógleði daglega, mikla brjóstaspennu og fleira en núna nánast ekkert.. Hafa fleiri lennt í þessu svona snemma? Vara einkennin ekki oftast fram á 12 viku?
Kv stressuð!

 

Tipzy | 22. apr. '15, kl: 15:11:00 | Svara | Meðganga | 0

Ég bara hef ekki fengið nein einkenni, mest mjög væga brjóstaspennu og einstaka lystarleysi á ákveðnum mat. Er komin 13 vikur og allt saman í himnalagi, en ég skil þig vel er búin að vera mjög stressuð yfir þessu einkennaleysi því ég var sko ælandi hægri vinstri á hinum tveimur meðgöngunum.

...................................................................

Felis | 22. apr. '15, kl: 15:59:57 | Svara | Meðganga | 0

ég fæ alltaf 1-2 daga inn á milli þar sem einkennin minnka og svo koma þau á fullum krafti aftur. Er yfirleitt slæm í 4-5 daga og svo koma 1-2 dagar góðir (er samt ekki laus við einkennin) 


ég er komin 10v6d

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 22. apr. '15, kl: 16:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

en já ég er líka samt pínu stressuð um að eitthvað sé að, hlakka til að fara í hnakkaþykktarmælinguna í næstu viku og sjá krílið 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Inferno | 22. apr. '15, kl: 20:38:56 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Oh já maður er eitthvað stressaður! Er búið að vera óglatt núna í kvöld þannig að róast smá :)

Mae West | 23. apr. '15, kl: 15:21:33 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Lol pínu skondið að vera rólegri og líða betur af því þér líður nógu illa :P 

Inferno | 23. apr. '15, kl: 18:09:07 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Nákvæmlega, var að enda við að æla útá götu og það róaði mig slatta, svolítið spes haha! :)

Kríli5 | 22. apr. '15, kl: 18:06:11 | Svara | Meðganga | 0

Er i sama pakka komin 11vog 5daga og einkennin minnkuðu i síðustu viku en mer finnst það fint :) held að allt se i lagi og fint að vera ekk óglatt allan daginn :)

ursuley | 22. apr. '15, kl: 19:48:40 | Svara | Meðganga | 0

Kvennsjúkdómslæknirin sem ég fór til í snemmsóna í gær spurði mig hvort ég væri með mikið af óléttu einkennum og ég svaraði neittandi þá sagði hann að það væri frábært og allt í himna lagi með kúlubúan 7v+5d núna.
Hann sagði að ef maður færi engin einkenni eða lítið sem enga þá væri það því litningar frá móður og föður bumbubúans passa vel saman.
Ef maður fær mjög mikil einkenni og mjög mikla ógleði væri það því litningarnir séu of ólíkir og líkamin hjá okkur konunum líti á fóstrið sem mun meiri aðskotahlut.
Þannig verið þið fegin að hafa lítið af einkennum og njótið þess að vera þungaðar :)

Inferno | 22. apr. '15, kl: 20:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já ætli ég njóti þess ekki að þetta sé að minnka, get loksins gert eitthvað annað en að liggja í rúminu en þá koma áhyggjurnar haha :) Best að slaka bara á og sjá hvað kemur út úr 12 vikna sónarnum!

MUX | 22. apr. '15, kl: 21:47:32 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 5

Hef aldrei heyrt þetta. Finnst þetta voðalega skrítið þar sem ég á 3 börn með manninum mínum og einkennin verið rosalega mismunandi allt frá engum einkennum í öll einkenni í bókinni;-)

because I'm worth it

Ziha | 24. apr. '15, kl: 20:54:20 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Enda held ég að þetta hafi nú bara verið sagt til að róa viðkomandi...... einkennin eru bæði einstaklings og meðgöngubundin.... og ekkert hægt að segja um það meira.  


Ég á líka mörg börn með sama manninum (fjögur) og engin meðgangan var eins.... þótt morgunógleðin hafi reyndar bankað uppá með fyrstu þrjá í þrjá mánuði, ég var hinsvega bara lystar og orkulaus með nr.4.  Mamma var hinsvegar með sólarhringsógleði mestallan tíman held ég með okkur systurnar.... 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

muu123 | 23. apr. '15, kl: 01:29:54 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ljosmoðirin min sagði að það væri oftast tenging á milli mikillar ógleði og að það væri allt á fullu í bumbunni og allt í lagi .. sagði að ógleðin væri góðs viti þó hún væri leiðinleg

Felis | 30. apr. '15, kl: 12:52:08 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

það passar við rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

baun14 | 30. apr. '15, kl: 16:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hef aldrei heyrt það að það sé meiri merki um að allt sé í goðu ef maður er með mikil einkenni Á samt þrjú börn og geng með það fjórða. Sjálf hef ég alltaf fengið lítil einkenni og aldrei ógleði. Kvensjúkdómalækni sem ég hef farið til þar á meðal art hafa sagt við mig að þetta sé bara misjafnt eftir konum hvernig líkaminn bregst við og í raun séu þær konur bara heppnar sem sleppa við ógleði því meirihlutinn fær einhverja ógleði. Ég Held að einhverjar fullyrðingar um að það séu minni líkur á að sé í lagi ef kona er einkennalaus séu ekki til fess fallnar að geta gott fyrir sálartetrið á þeim konum sem upplifa lítil einkenni. Konur eru bara misjafnar og mikil einkenni eru ekki alltaf merki um að allt sé í lagi. Maður getur aldrei verið alveg safe.

muu123 | 30. apr. '15, kl: 19:19:45 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

að sama skapi er ekki gott fyrir sálartetur þeirra sem eru að deyja úr ógleði að segja að litningarnir passi ekki saman .. ég er með rosaleg einkenni og fanst ekkert gaman að lesa að ég og maðurinn minn pössum bara ekkert vel saman ..
best að fara bara varlega í allar svona yfirlysingar 

baun14 | 30. apr. '15, kl: 20:25:23 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég sagði það aldrei bara að einkenni væru mismunandi eftir konum. Ég talaði aldrei um litninga sem passa ekki saman.??

baun14 | 30. apr. '15, kl: 20:29:47 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Og ég er alveg sammála um að það sé ekki gott að færa einhverjar staðhæfingar fram hér sem einhver kannast við að hafa heyrt ef það er ekki algjörlega sannað. Slíkt elur bara á óöryggi og getur gert bumbulínur áhyggjufullir.

muu123 | 1. maí '15, kl: 11:08:37 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Su sem við vorum að svara sagði það

Felis | 30. apr. '15, kl: 21:16:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Það hafa verið gerðar bönns af rannsóknum um þetta, lestu þér bara til.

Anyway þá eru engin einkenni ekki merki um að eitthvað sé að þó að mikil einkenni séu gott merki um að allt sé í lagi.

Þetta eru bara einfaldar fylgnisrannsóknir, ekki orsakakenningar.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Ziha | 24. apr. '15, kl: 20:49:41 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Held að þetta virki ekki alveg svona....... en það er ekkert verra samt að hafa minni einkenni en meiri, ef maður er  með litil einkenni er bara um að gera að njóta þess að vera til á meðan... flestar finna nefnilega vel fyrir óléttunni þegar bumban fer að þyngjast.... :o)

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Felis | 30. apr. '15, kl: 12:51:24 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

allstaðar þar sem ég hef lesið um ógleði og einkenni er talað um að mikið af einkennum séu almennt merki um að allt sé í lagi, og rannsóknir hafa staðfest það. Semsagt meðgöngur þar sem hefur verið mikil ógleði eru líklegri til að vera farsælar en þær sem eru einkennalausar (þó að einkennaleysi þurfi ekkert að merkja að eitthvað sé að). 


Það er líka meiri líkur á að maður gangi með stelpu (again rannsakað) ef maður er með mikla ógleði - ca. 2/3 líkur á stelpu. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

baun14 | 30. apr. '15, kl: 16:18:43 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ekki hér á bæ. Á þrjú börn. Allar meðgöngur einkennalitlar og án ogleði. 2 stelpur og einn strákur. Ég hef voða litla trú á svona rannsóknum því það er hægt að gúggla upp svo mörgum kenningum og rannsóknum sem margar hverjar eru byggðar á hálfgerðum sandi og ekki margvísindalega kannaðar.

Felis | 30. apr. '15, kl: 21:18:10 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Það er voða einfallt að kanna svona atriði þar sem þetta er bara fylgni. Semsagt konur sem eru með mikla ógleði eru í 2 af hverjum 3 skiptum óléttar af stelpum. Þó að það passi ekki við þína reynslu þá þýðir það ekki að þetta sé ekki rètt.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Tipzy | 30. apr. '15, kl: 16:58:07 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Var að lesa þetta um daginn að það séu auknar líkur á fósturláti ef það er engin ógleði eða einkenni.

...................................................................

baun14 | 30. apr. '15, kl: 18:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hvaða rannsókn er það? Svo er örugglega aðrar sem segja eitthvað annað. Að slá þessu svona fram eins og fullyrðingu á meðgöngu vefnum finnst mér ekki sniðugt og bara til þess fallið að stressa einkennalitlar konur upp.

Tipzy | 30. apr. '15, kl: 18:16:48 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 1

Ég var ekkert að slá þessu upp sem fullyrðingu, bara að ég hafi verið að lesa þetta og man ekki rassgat hvar enda búin að vera gúgla fram og til baka þarsem ég er einkennalaus sjálf.

...................................................................

baun14 | 30. apr. '15, kl: 18:17:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Auk þess sem þetta er sennilega vegna þess að konur með dulið fósturlát missa oft niður einkenni og það finnst mér líklegt að séu þessi blessuðu tengsl. Upplifði sjálf dulið fósturlát á síðustu meðgöngu og þá minnkuðu einkennin mín mikið

Hilda90 | 22. apr. '15, kl: 20:12:17 | Svara | Meðganga | 0

Ég er að lenda í því nkl sama! Er reyndar komin styttra, eða 7v3d. Hef haft slatta af einkennum. Búin að vera ógeðslega þreytt síðan áður en é gkomst að því að ég væri ólétt, er búið að vera óglatt reglulega og langa allt í einu ekki í neinn mat og sísvöng. Svo allt í einu í dag og í gær þá er ég bara aum í brjóstunum og allt annað horfið... Fór í snemmsónar fyrir viku þar sem hjartsláttur var og bara allt í góðu en maður stressast samt svo mikið. Gott að vita að þetta getur alveg gerst.

myrkva1 | 24. apr. '15, kl: 17:48:52 | Svara | Meðganga | 0

ég skil þig rosalega vel, Ég er komin 9v+2daga og ég er mjög hress, fæ enga morgunógleði. Reyndar minnkandi núna... fékk rosalega meðgönguþreytu fyrstu 3 vikurnar... og svo varð allt í lagi.. nuna pissa ég bara oftar :)

stelpuskjáta95 | 30. apr. '15, kl: 09:20:59 | Svara | Meðganga | 0

Ekki hafa ahyggjur, þetta er eðlilegt og engin meðganga er eins, ogleðin hja mer varði t.d bara i viku og svo fann eg ekkert fyrir meðgönguni nema með vaxandi bumbu ;)

stelpuskjáta95 | 30. apr. '15, kl: 09:22:26 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Mer varð i raun bara oglatt þvi eg var að vinna a veitingarstað hehe

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8001 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien