MIS-nám í upplýsingafræði

sacha1987 | 4. mar. '15, kl: 10:43:22 | 344 | Svara | Er.is | 0

Hefur einhver verið í MIS námi í upplýsingafræði (áður bókasafns- og upplýsingafræði) sem vill deila reynslu sinni hér (eða í skilaboðum) af náminu? Ég er að velta því fyrir mér að fara í þetta framhaldsnám í haust. Einnig, við hvað starfið þið sem hafið klárað þessa framhaldsmenntun og hvaða í grunnnámi voruð þið?

 

scorpion86 | 4. mar. '15, kl: 12:48:55 | Svara | Er.is | 0

Væri líka til í að vita :) er eins og þú að pæla í þessu námi fyrir haustið. Hvaða grunn ert þú með? Sjálf kláraði ég BA í íslensku 2010.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

sacha1987 | 4. mar. '15, kl: 14:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er með BA í mannfræði :) var hja námsráðgjafa áðan og er bara orðin nokkuð ákveðin með framhald i upplýsingafræðinni. Námsráðgjafinn talaði um góða atvinnumöguleika eftir þetta nám og að eftirspurnin sé sívaxandi því að þetta nám hefur breyst ansi mikið og er ekki eins bókasafnsmiðað.

scorpion86 | 4. mar. '15, kl: 15:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æðislegt :) hvaða möguleikar eru með vinnu eftir svona nám? Er það meira en bókasöfn og skjalasöfn?

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

hanastél | 5. mar. '15, kl: 10:35:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mörg fyrirtæki bæði í opinbera og einkageiranum eru með (og þurfa) skjalastjóra.

--------------------------
Let them eat cake.

sacha1987 | 5. mar. '15, kl: 11:20:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=skoli&chapter=content&id=30922
Miðað við þessi þrjú kjörsvið er þetta ansi fjölbreytt, atvinnumöguleikar eflaust samkvæmt því.

scorpion86 | 5. mar. '15, kl: 11:22:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvaða kjörsvið þú myndir taka :) ? Ég þarf að drífa mig í að gera greinagerð og sækja um. Gaman að fleiri séu að pæla í þessu :D

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

sacha1987 | 5. mar. '15, kl: 11:32:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, Upplýsingafræði og þekkingarmiðlun :D

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:18:51 | Svara | Er.is | 1

Er með BA í þessu og mæli ekki með því ;) 
hrikalega skemmtilegt og nytsamlegt nam og allt það
en launin eru hörmuleg

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:21:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þegar ég var í þessu voru sömu áfangar í BA og MLIS (hét það þá) að mestu leyti en það er eitthvað breytt núna :)Kannski er þetta eitthvað nytsamlegra.. ég veit það ekki :) 

sacha1987 | 4. mar. '15, kl: 14:25:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er víst búið að breytast... vonandi verður eitthvað varið i þetta :)

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:26:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já kíkti á kennsluskrá og sé það eru mun nytsamlegri áfangar en áður voru. Mér fannst ég mikið vera að læra það sama alltaf í öllum áföngum

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Vil ítreka það samt að þetta er hrikalega skemmtilegt nám :) Mér fannst alltaf gaman að vinna verkefni og svoleiðis - Ég er að fara að sækja um framhaldsnám sem er frekar sérhæft á þessu sviði erlendis og hlakka mikið til 

sacha1987 | 4. mar. '15, kl: 14:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Snilld :)

saltstöng | 4. mar. '15, kl: 14:24:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið af BA námi veitir almennt ekki góð laun í dag, enda menntastig hér á Íslandi orðið mjög hátt. Sú staðhæfing að laun séu hörmuleg eftir MLS nám er kjánaleg, hver er sinnar gæfu smiður eins og með allt annað.

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:24:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá á ég að sjálfsögðu bara við um þá sem að ég þekki og hafa útskrifast með þetta nám og vinna við eitthvað tengt því :) 

saltstöng | 4. mar. '15, kl: 14:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stór hluti af því fólki sem þú þekkir hlýtur þá að vinna á bókasöfnum eða við skjalavörslu hjá hinum opinbera.

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkurat :) Ætlaði einmitt að fara að skrifa það að það er himinn og haf á milli þess að vinna hjá hinu opinbera eða einkafyrirtækjum og einkafyrirtæki virðast meira og meira vera að gera sér grein fyrir þörfinni fyrir aðila með þessa menntun 

saltstöng | 4. mar. '15, kl: 14:31:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að fæstir sem skrái sig í MLS nám hugsi þetta út frá bókasöfnum, hef hins vegar ekki skoðað hvernig námið er uppbyggt eftir að BA í bókasafns og upplýsingafræði var lagt niður :)

bababu | 4. mar. '15, kl: 14:35:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei það var skref í rétta átt að mínu mati að leggja BA námið niður - mun nytsamlegra og hentugra sem MIS nám þar sem fólk hefur meira val á sérhæfingu

saltstöng | 4. mar. '15, kl: 14:39:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því, það hefði samt mátt vera 60 eininga aukafag í grunnnámi finnst mér :)

krola90 | 4. mar. '15, kl: 15:16:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála, væri til í að fá smjörþefin af þessu áður en ég fer í framhaldsnám.

bababu | 5. mar. '15, kl: 00:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála með það - hefði viljað sjálf taka þetta sem 60 einingar :) Langaði s.s. að taka aðra aðalgrein en endaði með að taka bogu sem aðalgrein og hitt sem auka

tjúa | 4. mar. '15, kl: 16:59:30 | Svara | Er.is | 1

Ég er í þessu námi og fíla það alveg í botn. Mér finnst það miklu skemmtilegra en ég hélt það yrði, og atvinnumöguleikarnir góðir. Ég er með BA í ensku. 
Ég er í fullu námi og klára vonandi í sumar. Vinn hlutastarf með og vonast til að fá framtíðarstöðu þegar ég útskrifast (við skjalastjórn). 

scorpion86 | 4. mar. '15, kl: 17:12:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mætti ég forvitnast hvaða kjörsvið þú valdir þér?

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú verður að vakna til að draumar þínir rætist

tjúa | 4. mar. '15, kl: 17:31:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

fyrst ekkert, en svo breytti ég yfir í skjalastjórn :) Núna er lítill munur á milli, en skv kennsluskránni árið sem ég fylgi þá er munur á skyldufögum oþh sem varð til þess að þetta kjörsvið hentaði mér betur. 

emma1234 | 5. mar. '15, kl: 01:04:39 | Svara | Er.is | 0

Ég er búin með einn vetur og líkar bara mjög vel. Var með BA og MA í öðru áður en ég byrjaði. Ég er samt svolítið ráðvillt í því hverju sé skynsamlegast að sérhæfa sig í. Finnst eiginlega allt skemmtilegt.

sacha1987 | 5. mar. '15, kl: 11:19:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Geggjað! Þarf maður sem sagt ekki að velja sér sérhæfingu þegar maður sækir um? Er það eitthvað sem maður ákveður bara eftir að maður byrjar í náminu?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46387 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, annarut123, tinnzy123, Kristler, paulobrien