Missir

skellibjalla7 | 7. ágú. '15, kl: 00:13:51 | 176 | Svara | Þungun | 0

Þið sem hafið misst. Ég er nokkuð viss um að ég sé að missa. Fór í snemmsónar í gær komin 6v3d samkvæmt fyrsta degi síðustu blæðinga og það sást bara tómur sekkur og hcg gildin voru bara um 200. Fer ekki aftur að láta mæla þau fyrr en á mánudaginn. Eruð þið til í að deila ykkar reynslu? Er alltaf að bíða eftir rosa blæðingu en enn sem komið er þá kemur bara brún útferð með smá bleiku inni á milli, er með smá verki í kviðnum en enga rosalega. Finnst þetta gerast svo hægt en samt svo hratt. Væri alveg til í reynslusögur frá ykkur.

 

notandi19 | 7. ágú. '15, kl: 10:05:57 | Svara | Þungun | 0

Sæl,

Mér finnst svo leiðinlegt að heyra að þú haldir að þú sért að missa og sendi þér mína hlýjustu strauma. Þetta er drulluerfitt fyrir sálina.

Ég komst ekki að því fyrr en í 12 vikna sónar að það væri dáið en það hafði þá verið dáið í einhvern tíma. Gildin mín þegar ég var komin um 6 vikur voru held ég 900. Ég fékk aldrei neina verki nema þá kannski aðallega að legið harðnaði svolítið en ég hélt að það væri eðlilegt því það væri að stækka.

Það kom við og við smá blóð hjá mér en það fór aldrei almennilega fyrr en ég fékk töflur til að hreinsa það út.

Kvensjúkdómalæknirinn hafði samt haft orð á því í snemmsónarnum að fóstursekkurinn væri óreglulegur og það gæti verið merki um yfirvofandi fósturlát.

Gangi þér vel. ;*

títluskott | 7. ágú. '15, kl: 10:09:39 | Svara | Þungun | 0

Vona innilega að þú sért ekki að missa. Gekk í gegnum það sjálf fyrr á þessu ári og það er svo sárt og ömurlegt. Mitt fósturlát var dulið.

Gæti verið að egglosið hafi verið seinna á ferð og þú sért í rauninni komin styttra? Er þessi útferð búin að vera í einhverja daga? Á þessum tíma er maður með svona túrverkjaseyðing því legið er allt að stækka og það er að teygjast á öllu þarna, gæti auðvitað verið svoleiðis verkur.  

skellibjalla7 | 7. ágú. '15, kl: 10:42:50 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Í dag er þriðji dagurinn með þessa útferð. Miðað við hvenær ég fékk brjóstaspennuna og jákvætt próf þá er mjög ólíklegt að ég sé komin svona stutt. En ég fæ að vita það á mánudaginn, finnst bara heil eilífð þangað til :-/

skellibjalla7 | 7. ágú. '15, kl: 15:38:53 | Svara | Þungun | 0

Mjög miklir verkir og blæðing, alveg dökk rautt blóð. Býst við því að þetta sé búið :-(

sellofan | 7. ágú. '15, kl: 21:54:38 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 1

Æ :( Leyfðu þér að gráta og syrgja, þetta er rosalega sárt. Ég missti komin 5 og svo 6 vikur. Maður leyfir sér að dreyma um leið og línurnar birtast á prófinu og það er svo sárt að missa draumana og vonina :( Samhryggist! 

skellibjalla7 | 8. ágú. '15, kl: 00:17:11 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk <3

everything is doable | 8. ágú. '15, kl: 00:35:57 | Svara | Þungun | 0

Ég samhyggist innilega að þú sért að ganga í gegnum þetta. 
Ég fékk brúna útferð í sirka 2 daga og svo semí rautt í 2 daga og svo alveg búið fékk bara rosalega væga túrverki með (var komin 6+2). Mánuði seinna þegar ég fór aftur á túr var ég í 8 daga sem er mun lengra en vanalega en það var samt alls ekkert meira en vanalega. Þetta er ótrúlega erfit og maður fattar það kannski ekki alveg strax ég héllt að það væri allt í lagi með mig þar til ég fékk fyrstu óléttutilkynninguna mína eftir að ég missti og ég fraus gat varla hreyft mig og tárin bara streymdu niður andlitið (ég var í vinnunni svo þetta var frekar óþæginlegt) svo gefðu þér tíma til þess að syrgja og farðu rosalega vel með þig.  

skellibjalla7 | 8. ágú. '15, kl: 11:41:02 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk <3

títluskott | 8. ágú. '15, kl: 22:27:11 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Samhryggist þér innilega. Þetta er svo hrikalega erfitt og sárt.

skellibjalla7 | 9. ágú. '15, kl: 00:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk <3

Napoli | 12. ágú. '15, kl: 00:18:39 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

mætti ég spyrja? var þetta missir eftir allt? :( 

Bambaló
Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á ódýrar en góðar vörur fyrir þig og barnið! ♥
https://www.facebook.com/pages/Bambal%C3%B3/1382324582095907?fref=ts

skellibjalla7 | 12. ágú. '15, kl: 01:05:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Samkvæmt samtali við ljósuna, verkjunum og blæðingunum, þá er þetta staðfestur missir. Einkennin eru líka farin svo að það eru allar líkur á því. Ég fer samt til kvennsa eftir rúmlega viku til að gá hvort allt hafi ekki örugglega skilað sér. En ég er vongóð að þetta gangi aftur seinna <3

ullarmold | 12. ágú. '15, kl: 01:35:00 | Svara | Þungun | 0

próf geta skilað sér jákvæð í einhvern tíma eftir á. Ég hef misst tvisvar 9 og 5 viku. Fann varla fyrir því á 5 viku. En gangi þér allt í haginn :)

skellibjalla7 | 12. ágú. '15, kl: 02:14:10 | Svara | Fyrri færsla | Þungun | 0

Takk <3

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Ráð fyrir frjósemi? Kúld 16.3.2018 24.5.2018 | 22:19
Where to go? prinsia 1.11.2010 23.5.2018 | 20:59
Barn nr 3 hugleiðingar. donnasumm 22.1.2018 23.5.2018 | 11:48
Mjög furðulegar linur á ólettuprófi umraeda 15.5.2018 15.5.2018 | 21:52
spurning stebbikarl 4.2.2018 9.5.2018 | 13:22
Er þetta jákvætt? starrdustt 4.5.2018 9.5.2018 | 13:16
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018
Aumar geirur eftir egglos adele92 23.4.2018
Stingur/sviđi? Crispypuff 18.4.2018
egglos-og þungunarpróf til sölu BHHB 15.4.2018
Ólétt eða? starrdustt 24.1.2018 10.4.2018 | 00:18
Annað barn agustkrili2016 28.3.2018 6.4.2018 | 10:48
Á einhver Pergotime eða Femara að lána mér? flúríbúrí 30.3.2018
Smásjàfrjóvgun fireice 22.3.2018 29.3.2018 | 23:00
Svo skrítið donnasumm 9.3.2018 16.3.2018 | 09:28
Blæðingar viku eftir tíðarblæðingar alltsukkar 25.2.2018
ólétt eða ekki? míísla 25.2.2018
Stuttur tíðarhringur, (22d) Stella í orlofi 24.2.2018
Reynslusögur af Yasminelle. Ars17 15.2.2018
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Jákvætt ?? mammútur 12.2.2018 14.2.2018 | 22:29
Snemmsónar of snemma? Sveitungur 26.1.2018 11.2.2018 | 15:20
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Óreglulegar blæðingar-Hjálp anitapanita 13.1.2018
Veikindi og hiti á egglosatimanum 😔 eb84 12.1.2018
letrozole eb84 13.10.2017 7.1.2018 | 22:18
2 jákvæð próf Rhodia 6.1.2018
Einkenni, letrozole ?? soolh 3.1.2018 5.1.2018 | 23:30
Ákvað að leita til ykkar hér.. 4422 9.12.2017 5.1.2018 | 11:44
Lína? silly1 14.12.2017 18.12.2017 | 11:06
sperm friendly sleipiefni Currer Bell 26.11.2017 16.12.2017 | 16:20
Kynjapróf molinnn 2.8.2017 9.12.2017 | 23:28
Þungun? Krunka78 9.12.2017
Þungunarpróf ?? soolh 5.12.2017 6.12.2017 | 16:38
Missir ungalambid 6.12.2017 6.12.2017 | 16:33
Hvert á ég að fara einkadóttir 11.7.2017 6.12.2017 | 14:44
@~~~ Áætlunin - alltaf á bls 1.~~~@ ekkilesa 15.7.2010 5.12.2017 | 21:20
Vitex - agnus cactus / Á einhver? flúríbúrí 5.7.2017 3.12.2017 | 17:18
Sæðisgjöf/co-parenting sgjsgj 2.12.2017
Primolut catty 25.11.2017
Stór pæling Sumarjakki8 23.10.2017 22.11.2017 | 17:24
hverjar eru líkurnar? eb84 22.10.2017 21.11.2017 | 15:36
furðulegt þungunarpróf hvít lína molinnn 7.11.2017 17.11.2017 | 16:16
Jákvæð þungunarpróf hvert svo Sumarjakki8 9.11.2017 9.11.2017 | 22:10
Ekki tilbúin í barn nr 4... Nottin 4.10.2017 25.10.2017 | 23:16
Hvar kaupi ég næm þungunarpróf? hbv123 19.10.2017 24.10.2017 | 09:59
Lestu þetta – MIKILVÆGT trumbera 20.10.2017
Clearblue Digital Sunnan 18.10.2017
brúnt slím er það eðlilegt, ekki á túr? gaumur13 18.10.2017
Kaupa alvöru vegabréf, ökuskírteini, kennitölur, vegabréfsáritanir, USA grænt kort, falsa penin rosabarreto 10.10.2017
Síða 2 af 4852 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, tinnzy123, Hr Tölva, Kristler, annarut123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien