Misskildir textar

The Queen | 19. nóv. '03, kl: 12:56:24 | 1078 | Svara | Er.is | 0

Ég hef alltaf verið svolítið gjörn á að misskilja texta í lögum og svo var ég í gærkvöldi að hlusta á jólalög með dóttur minni og þá kom lag með Helgu Möller sem heitir Aðfangadagskvöld. Ég hef alltaf haldið að það væri í laginu "er eldvarnarhátíðin mest, tralalala varnahátíðin mest" en þá fór kallinn minn að hlæja og sagði það er "er enn barna hátíðin mest". Mér fannst þetta svolítið skondið því ég hef svo oft misskilið texta.
Svo var lag í gamla daga sem hét Freak out og var sungið svona "aaaa freak out" en ég söng alltaf "Afríka".
Svo fannst mér svo fyndið um daginn í Idolinu þegar krakkarnir voru að syngja lagið "I´m all out of faith" með Natalie Imbruglia í Austurbæ, þá sagði Jói, ó ég hélt alltaf að hún segði "I´m a leather face". Mér fannst þetta alveg brilliant:)
Hafið þið misskilið texta svona?
Kv.
Rúna

 

tenchi okasan | 19. nóv. '03, kl: 13:02:34 | Svara | Er.is | 0

LOL ég geri þetta alltaf.... reyndar heyri ég oft bara ekki orðaskil ítextum og get ég t.d. ekki horft á bíómyndir án texta.... meira að segja íslenskar myndir.... strax betra ef textinn er á ensku bara að ég geti verið viss um að hafa náð því sem sagt er!!!!

kv Ranný :)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

fancy pants | 19. nóv. '03, kl: 13:03:20 | Svara | Er.is | 0

hihihi skondið ,veistu ég hélt líka að það væri AFRÍKA hahah
hvað mar getur verið klikkaður

Bót | 19. nóv. '03, kl: 13:06:52 | Svara | Er.is | 0

Mikið ofboðslega er ég glöð að heyra að það eru fleiri en ég hvað þetta varðar, ég bara heyri ekki orðaskil þegar verið er að syngja og ég verð að hafa texta á myndum því ég heyri ekki orðaskil. Ég hef líka alltaf haldið að það sé sungið "Afríka" í þessu lagi sem þú varst að tala um áðan runajo hehe Maðurinn minn gerir óspart grín af mér fyrir þessa fötlun mína ;o) en ég sé að ég er ekki ein með þessa fötlun sem betur fer.

Sunnasól | 19. nóv. '03, kl: 13:09:05 | Svara | Er.is | 0

Já mér finnst þetta alveg frábært. Maðurinn minn söng alltaf í laginu með Síðan skein sól, Mér finnst rigningin góð, hann söng alltaf " ég íslendingur fæ græna fingur" en það er auðvitað "grænlendingur" og svo lagið " It's raining men..." vinkona mín söng alltaf " It's raining heaven.." algjör snilld og svo eitt í viðbót sem maðurinn minn söng alltaf, muni þið eftir laginu " He's on the phone" hann söng alltaf " Pease on the phone"
hehehehehe......

Blómadís

The Queen | 19. nóv. '03, kl: 13:25:28 | Svara | Er.is | 0

Ég man eftir einu sem vinkona mín söng alltaf. Ég man ekki hvað lagið hét en það er eldgamalt en í því var "kiss me with your mouth" en hún söng alltaf "kiss me cos you´re my aunt".
Svo var ein vinkona mín sem söng alltaf "Komdu Hilmar" í laginu "Konur ilma" með Nýdönsk.
Hehe
Kv.
Rúna

amlehT | 19. nóv. '03, kl: 13:49:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ hæ
Maðurinn minn fékk kast hérna eitt kvöldið því ég var að syngja lag með Sálinni. Ég sagði alltaf "aukanína" en það er auðvitað "hey kanína" *roðn* Ég eins og fífl búin að syngja þetta vitlaust í mörg ár.
Kveðja, tb

Bestu kveðjur
*amleht*

oskis | 29. nóv. '05, kl: 21:27:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahahahaha kærastinn minn söng alltaf lika aukanína :) hehehe :)

hvellur | 19. nóv. '03, kl: 21:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

frænka mín söng alltaf lagið mað Ace of base : ó mexy box !!! sem átti að vera ALL THAT SHE WANTS :)

Unun | 19. nóv. '03, kl: 14:48:54 | Svara | Er.is | 0

LOL
Vinkona mín söng alltaf "Gefðu mér hey" í staðin fyrir "keyrðu mig heim" í laginu Fullur. Hún hélt að þetta ætti að vera e-ð dóp.



╦╦╦╦╦╦╦╦╦
svo sæt & mjúk

Steina | 19. nóv. '03, kl: 14:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha mér fannst hún líka alltaf segja "eldvarnarhátíðin..." og ég bara gat ekki skilið pointið í þessum texta :)

www.skrapp.is

BirkirogEmbla | 19. nóv. '03, kl: 16:39:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahaha, það er EKKI "hey kanína" heldur "eikar Nína" ég söng líka alltaf "hey kanína" þegar ég var yngri.

_____________
• kv..Blær.. •

jofiba | 19. nóv. '03, kl: 18:32:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu viss um að það sé eikar Nína.... hvað er það haha?? 'Eg syng allavega hei kanína og allir sem hér hafa skrifað ;) Hef reyndar oft oft sungið vitlaust svo það kæmi nú ekkert á óvart ef það væri vitlaust í þetta skiptið - heldur bara vegna þess að allir hinir segja hei kanína líka :)

Súbba | 19. nóv. '03, kl: 18:59:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lagið heitir Kanínan!!

Þannig að þetta hlýtur að vera rétt

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 14:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

lagið er alltaf kynnt sem hei kanína.....hahaha

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Gabrielle | 29. nóv. '05, kl: 21:46:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er hey kanína

fiona2 | 19. nóv. '03, kl: 15:04:00 | Svara | Er.is | 0

Hehe ég heyrði þetta líka alltaf sem "I´m a leather face"..... Og svo þegar ég var yngri söng ég alltaf gömlu útgáfuna af gamla Nóa sem "guðhræddur á víxl" en ekki "guðhræddur og/á vís"...

Örugglega hellingur í viðbót!

AleciaBethMoore | 19. nóv. '03, kl: 16:07:31 | Svara | Er.is | 0

Ég komst að því um daginn að lag sem var í uppáhaldi hjá mér lengi heitir ekki það sem ég hélt;) Var reyndar alltaf að spá í að það meikaði engan veginn sens! Every dog needs a lady heitir lagið en ég söng alltaf "every dog is a lady"
og svo "final cont down" = Its a fire down down;) hey kanina= feita nína:) En best finnst mér samt það sem ein kom með áðan "komdu Hilmar" (konur ilma)

Blind | 19. nóv. '03, kl: 16:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði líka alltaf Feita Nína í staðinn fyrir Hey Kanina ;) Fyndnasta finnst mér samt það sem fyrrverandi kærastinn minn söng... lagið þarna "Blítt og létt, báran skvett, bátnum gefur..." Hann söng það "Blítt og létt, báran slétt, BANKINN SEFUR" Hhehehehe.. svo var hann ekkert að skilja af hverju bankinn var sofandi ;)

skinder | 19. nóv. '03, kl: 16:43:10 | Svara | Er.is | 0

ég er svona líka, kannast við margt hér að ofan. Get bætt einu við, ég söng alltaf Það er fallegt í Kína, keisarans appelsína.... í stað keisarans hallir skína.

Benedikt búálfur | 19. nóv. '03, kl: 17:19:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Guð þetta er frábært.

Ég söng líka alltaf keisarans appelsína. Svo í lagi með Phil Collins man ekki hvað það heitir allavega söng vinkona mín það alltaf vitlaust. Textinn er "just the memory of your face" en hún söng "just a memory out of space"

Svo var einn færeyingur hérna sem var að syngja með bubba og Rúnari.
Man ekki heldur hvað það lag heitir en textinn er "ísköldu hlekki" en hann söng "ískótilettur"

Takk fyrir þessa umræðu, hún er frábær.



Kveðja

Álfurinn

hvaermalid | 30. nóv. '05, kl: 00:18:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

veit um eitt um þetta líka. það var ungur stákur sem saung alltaf ís kók og pepsí í staðin fyrir ísköldum hlekki. og ´siðan " og hvergi spólu að fá í staðin fyrir og ekkert skjóla að fá.

En þegar ég var lítil þá söng ég alltaf hástöfum lagið með stuðmönnum "taktu til við að tvista teigja punginn og hrista :)

Gunnýkr | 19. nóv. '03, kl: 17:14:22 | Svara | Er.is | 0

Heyrðu já muniði eftir sigga/búdda sem fór í bæin og fór í búð. Sat síðan á torginu og var að éta snúð. Þá kom löggumann og hirti hann og stakk honum ofaní rassvasann. Ég hélt alltaf að löggann hefði tekið Búdda og stundið honum ofaní rassvasann og fannst það mjög fyndið. Síðan var mér sagt í fyrra að það væri auðvita snúðurinn sem fór í rassvasann. Þar með er lagið ekkert fyndið lengur. Oj að setja snúð í rassvasann. Frekar klístrað sko. Síðan skildi ég aldrei þessa setningu ..kemmétimanna.. í jólasveinar ganga um gólf. Var ekki að fatta hvað þetta þýddi sko. (auðvita kem ég til manna).
Síðan í laginu skólaball með Bó. Þá sagði ég alltaf ´,, ég misteig mig og til hennar gekk. Um axlir hennar greyp og á hana féll,, Voða misheppnaður gaur eitthvað. ( er auðvita ég missti mig og til hennar gekk. Um axlir hennar greyp það á hana fékk).
Vá og örugglega fleira.
held að þetta sé fínt í bili ha

Anja | 19. nóv. '03, kl: 17:17:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki "´ég hristi mig og til hennar gekk"? Ég hélt alltaf að það væri "missti" en fyrir nokkrum árum sagði einhver að það væri "hristi".

________________________
Been there...broke that.

jofiba | 19. nóv. '03, kl: 18:34:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe anja, ég söng líka alltaf ég missti mig og til hennar gekk þar til akkúrat NÚNA lol hahahaha snilld ;) Hef oft spáð í þessu... hvað missti maðurinn sig bara hahaha :)

Ranja14 | 19. nóv. '03, kl: 21:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er "ég missti mig" :) Er með textann fyrir framan mig:)

Kveðja

jofiba | 19. nóv. '03, kl: 22:19:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha frábært, gaurinn hefur þá bara misst sig eftir allt saman ;)

Furonda | 20. nóv. '03, kl: 13:38:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef alltaf haldið að það væri ég MISSTEIG mig og til hennar gekk. Sá hann fyrir mér koma haltrandi hahaha!

Lilith | 20. nóv. '03, kl: 09:22:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahahahaha, nú fæ ég kast. Lagið er ekki þannig að hann stakk honum ofan í rassvasann, það er bara bullútgafa sem kom seinna. Upphaflega er þetta svona:

Búddi fór í bæinn og Búddí fór í búð
Búddi sat á torginu og var að éta snúð
Þá kom löggumann og hirti hann
og stakk honum ofan í kjallarann

Kjallarinn er slangur fyrir fangelsi ;)

En ROFL þetta er alveg brill misskilningur með klaufann í Skólaballslaginu :D

Blah!

háskólapía | 29. nóv. '05, kl: 20:21:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svara Snarsvar Fyrri færsla Tilkynna
Gling | Hahahahaha, nú fæ ég kast. Lagið er ekki þannig að hann stakk honum ofan í rass...
Gling | 20. nóvember '03, kl: 09:22:12

SV: Misskildir textar
Hahahahaha, nú fæ ég kast. Lagið er ekki þannig að hann stakk honum ofan í rassvasann, það er bara bullútgafa sem kom seinna. Upphaflega er þetta svona:

Búddi fór í bæinn og Búddí fór í búð
Búddi sat á torginu og var að éta snúð
Þá kom löggumann og hirti hann
og stakk honum ofan í kjallarann

Kjallarinn er slangur fyrir fangelsi ;)

En ROFL þetta er alveg brill misskilningur með klaufann í Skólaballslaginu :D


Nei elsku dúllan mín, hann tók ekki Búdda,heldur snúðinn.
Snúðurinn fór í rassvasann!!!!

Tipzy | 29. nóv. '05, kl: 20:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hélt einmitt alltaf að hann hefði tekið snúðinn og stungið honum ofan í rassvasann. :)

...................................................................

Día | 20. nóv. '03, kl: 11:57:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þvílík snilld!!

ég missteig mig og til hennar gekk, um axlir hennar greyp og á hana féll!!!!!!!!

spurning um að breyta bara alvöru textanum.. þetta er miklu flottara svona.... :)

Gunnýkr | 20. nóv. '03, kl: 13:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held samt að sá maður yrði að eilífu einhleypur hmmm.
sonur minn söng líka alltaf ,, afi minn fór ofaná brauð,,. Það var reyndar ekki misskilningur bara kunni ekki betur. Var tveggja

eyelet | 29. nóv. '05, kl: 20:14:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Textinn er réttur SVONA: "ÉG MISSTI MIG og til hennar gékk, um axlir hennar greip ÞAÐ Á HANA FÉKK"

shiva | 29. nóv. '05, kl: 15:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

NEEEII... þetta áttiru ekki að segja mér.... Búddi fór í rassvasann, ég sætti mig ekki við neitt annað!

_________

Herra bækur til sölu
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2590247
_________________________________

Alsæla Englaryk.
_________________________________
Judge if you want, we are all going to die. I intend to deserve it!

-----Feministapíka-----

The Queen | 19. nóv. '03, kl: 17:42:23 | Svara | Er.is | 0

Ég mundi allt í einu eftir einu. Lagið með Paul Young, Every time you go away, you take a piece of me with you. Ein stelpa söng það alltaf "Every time you go away, you taka a piece of MEAT with you". Mér fannst það alveg brjálæðislega fyndið, eins og hún tæki bara kjötstykki og slengdi upp á öxlina og færi svo :)
Kv.
Rúna

garri | 19. nóv. '03, kl: 18:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já vá
í laginu this monkey´s gone to heaven með pixies sem er einnig titillinn á laginu hélt ég að það væri this wasn´t supposed to happen
svo gamla góða meatloaf lagið two out of three aint bad: i want you, i need you, there aint no way i´m ever gonna leave you..sem er auðvitað there aint no way i´m ever gonna love you so don´t be sad two out of three aint bad....
svo er örugglega miklu fleiri

juni | 19. nóv. '03, kl: 18:14:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elsti sonur minn byrjaði að glamra á gítar þegar hann var 13 ára gamall og fljótlega fór hann að spila lagið Stairway to heaven en hann sagði alltaf Stay away from heaven :þ

jofiba | 19. nóv. '03, kl: 18:38:31 | Svara | Er.is | 0

Lagið "kúmela" (vonandi rétt skrifað hehe) með Daysleeper er gott dæmi um lag sem ég bara söng hástöfum með án þess að skilja nokkuð hvað ég var að syngja haha

Ég gerði bara ráð fyrir því að þar sem nafnið meikar ekki sens þá bara gerði textinn það ekki heldur :) Fékk svo diskinn með textum og alles og úps....... það er alvöru texti með laginu, ekkert smá erfitt að breyta þvi þegar maður syngur með, búin að vera að bulla í marga mánuði :s

skinder | 19. nóv. '03, kl: 18:45:13 | Svara | Er.is | 0

Ég kenndi einu sinni 1. bekk. Þau fóru aldrei í stafrófsröð heldur Star Wars röð. Ekki nokkur leið að breyta því hjá þeim!

MoonBootZ | 19. nóv. '03, kl: 18:59:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe!
Minnir mig á þegar ég var úti að djamma með frænku minni. Hún er nú ekki sú besta í ensku, hvað þá að skilja lög.
Vorum á einum stað sem það var spilað danslag sem innihélt textanum "Put your hands up in the air" .. og allir settu auðvitað hendurnar upp í loft, NEMA hún.. hún setti puttana í eyrun !! hahahaha... hélt að þetta væri "Put your hands up in the ear" .. ! alveg frábært.. :D ég þurfti að pikka í hana, og benda upp í loft! híhí...

Kveðja,
··MoonBootZ··

Kiss your children goodnight,even if they are already asleep
¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤

Perlukonan | 19. nóv. '03, kl: 20:22:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki beint um texta heldur orð
ein sem ég þekki og vinnur í kirkju segir erfiðisdrykkju ekki erfdrykkju
Mamma segi þollláksmessa ekki þorláksmessa.
hún segir uppstillingadagur ekki uppstigningardagur
og svo segir hún að klukkan sé kortel í

Iron Maiden | 20. nóv. '03, kl: 21:57:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha findið! því mamma mín segir líka alltaf kortel í og ég er alltaf að skamma hana fyrir það LOL

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ranja14 | 19. nóv. '03, kl: 21:10:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var líka einu sinni að passa strák sem sagði alltaf "alls ekki" ef hann ropaði, í staðin fyrir afsakið:)

tenchi okasan | 19. nóv. '03, kl: 20:31:57 | Svara | Er.is | 0

oooohhhh þetta er sko gaman :)

en ég á vinkonu sem söng svo vitlaust við Subway lagið....

textinn er "subway's the place where fresh is the taste"
en hún söng "Subway's the place where FRIENDS ARE THE TASTE"

ég hélt ég myndi truflast þegar hún söng þetta svona..... jámmm Subway eldar vini þína ofan í þig ;)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

sidney | 19. nóv. '03, kl: 20:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinkona mín eldar og borðar kjúttling:) allveg sama hvað maður seigir við hana hún seigir alltaf KJÚTTLINGUR.
svo heyrði ég eina stelpu spyrja túrisa sem bjuggu á farfuglaheimili do you live in the birdhouse:) ég hélt ég myndi kafna úr hlátri
kveðja sidney

spurdu | 26. nóv. '03, kl: 14:36:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona mín er líka svona. Ég væri stundum til í að eiga svona gullmola bók með það sem kemur stundum upp úr henni. Hún tekir BEINSÍN enn ekki bensín, drekkur VOGGA enn ekki Vodka. Svo eru það ARÐIR enn ekki aðrir. Svo er líka stundum frábært þegar hún talar enski, kemur stundum svo brenglað eitthvað út úr henni. Var einu sinni í vandræðum með MSN hjá sér og sagði við mig, ég get ekki SINGAÐ mig inn í staðin fyrir sign- að mig

Það er fræbært að eiga svona vini sem gefa manni góðan hlátur

kv
Særós

mamma Málfríðar | 19. nóv. '03, kl: 21:02:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég man bara eftir einum í augnablikinu, ég veit ekki hvað lagið heitir en brot úr textanum er svona "komdu niður, kvað hún amma, komdu niður sögðu pabbi og mamma...." en ég söng alltaf "komdu niður kakómamma.."

tenchi okasan | 20. des. '03, kl: 01:23:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

.....

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Ida | 19. nóv. '03, kl: 20:55:36 | Svara | Er.is | 0

Hahahaha ojá ég er snillingur í þessu. Einmitt þetta með eldvarnarhátíðina !
Ég virðist ekki geta náð textum rétt, þarf alltaf að misskilja eitthvað og yfirleitt er það út í hött.

Það getur víst verið algjör brandari að hlusta á mig *roðn*

Eins og t.d ástarlagið "I wan´t to wake up with you" söng ég "I wan´t to break up with you".

Ég á margar,margar svona sögur..ehemm

Kv. Ida

bangsamamma | 19. nóv. '03, kl: 21:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn sem söng alltaf vitlaust lagið með sálinni "enginn reisir fangelsismúr úr æðadún" hann hélt að það væri "enginn reisir fangelsismúr með æðahnút"!!!

Dizzy | 19. nóv. '03, kl: 22:24:22 | Svara | Er.is | 0

hahahah.. frábær umræða!
Vinkona mín söng alltaf "horfðu til himins-loftið er blátt" úr lagi með Ný-dönsk!
Kallinn syngur alltaf " i´ve got broken NOSE" í staðinn fyrir broken bones.... Bara fyndið!!!!

Kveðja Dizzy

Unun | 20. nóv. '03, kl: 00:29:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit um tvær manneskjur sem segja alltaf "veröld" í staðin fyrir "verönd".
"Það er svo gott að liggja úti á veröld með góða bók" Haha

╦╦╦╦╦╦╦╦╦
svo sæt & mjúk

Harpo | 20. nóv. '03, kl: 00:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

juni | 22. nóv. '03, kl: 21:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Pabbi minn segir einmitt alltaf veröld í staðinn fyrir verönd :)

Día | 20. nóv. '03, kl: 02:06:11 | Svara | Er.is | 0

Ha ha þvílík snilld :)
ég man eftir nokkrum gullmolum í augnablikinu.. en fáu sem ég sjálf hef misskilið.. heldur eitthvað sem aðrir sem ég þekki hafa misskilið.. ætli málið sé ekki bara að ég sé ekki enn búin að uppgötva að ég einhver syngji lög vitlaust..haha

það minntist einhver áðan á lagið stairway to heaven.. með Led Zeppelin.. Þetta var uppáhalds lagið hjá einum strák sem ég heyrði af.. nema hvað að hann kallaði það Stay out of heaven.. með What´s happening!!

Algengur misskilning með Michael Jackson lagið.. er að það sé sagt "but the chair is not my size"! (stóllinn er ekki í minni stærð).. sem meikar ekki mikið sens..

Lag með Pearl Jam.. sem inniheldur setninguna "can´t find a better man" (finnur ekki betri mann) hefur oft verið sungið sem " can´t find the BUTTER man" ( finn ekki smörið, maður).

Fyndið samt með Búdda lagið.. Búddi fór í bæinn, Búddi fór í búð.. búddi sat á torginu og var að borða snúð.. þá kom löggumann og hirti hann og stakk honum í rassvasann eða kjallarann.. eða hvernig sem þetta lag er.... ég hef ekki sungið þetta lag í mörg ár.. en ég var að lesa það hér ofar að það væri "snúðurinn" sem hefði verið stungið í rassvasa og kjallara (og hennt út í sjó og alles).. ég hélt alltaf að það hefði verið Búddi.. hehe.. að hann hefði ekki mátt vera í bænum eða borða snúð eða eitthvað álíka og þá hefði löggann hirt hann og gert þetta við hann!! híhí... svona textar.. sem meika ekkert sens hvort sem er ... (afhverju að setja snúð eða Búdda í rassvasa eða kjallara.) bjóða samt upp á að maður misskilji þá!

Jú jæja nú er ég farin að muna miklu meira sem ég sjálf hef misskilið... ég hélt einu sinni að "nostradamus er ekkert merkilegri en ég.. ég get spáð um framtíðina alveg eins og hann" í sálar lagi... væri "Nóttin dansar ekkert merkilegra en ég....." komst að hinu rétta eitthvertíma þegar ég heyrði þetta lag aftur þegar ég var eldri og vissi hver nostradamus er.. og þá meikaði þetta lag loksins eitthvað sens... hehe

kem örugglega með meira seinna :)

garri | 20. nóv. '03, kl: 08:51:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er væntanlega ný dönsk lag þ.e. nostradamus

Día | 20. nóv. '03, kl: 11:28:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hmm.. hóst ... já meinti það ;)

appelsína | 20. nóv. '03, kl: 09:36:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er búin að hlæja mig máttlausa á öllum þessum ruglingi. Ég söng alltaf á jólaböllunum í gamla daga "gekk ég yfir sjóaland" sem mér fannst sem krakki ekki meika sens en fattaði fyrir nokkru að þetta er náttúrlega sjó OG land.

kveðja Sigga
http://www.barnaland.is/barn/4141
http://www.barnaland.is/barn/15033

Á | 20. nóv. '03, kl: 09:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahhah eg er skellihlægjanndi.Ég söng alltaf hauka nína. helt þetta væri bara fótboltalag

bangsamamma | 20. nóv. '03, kl: 11:18:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í sambandi við skólaball á það ekki að vera "ég BYRSTI mig og til hennar gekk..." en ekki "missti mig" eða "hristi mig". Af hverju ætti gaurinn að missa sig eða hrista sig?!!! Held örugglega að þetta sé "byrsti mig" þ.e. hann sagði"humm" eða svona hljóð sem heyrist þegar maður byrstir sig, áður en hann labbaði til hennar...

jofiba | 20. nóv. '03, kl: 11:40:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einhver sagðist vera með textann fyrir framan sig og þar stæði missti.... sel það ekki dýrara en ég keypti það hehe en syng missti mig þar til annað kemur í ljós ;o)

Anja | 20. nóv. '03, kl: 17:56:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Byrsti mig??? Að byrsta sig þýðir að æsa sig eða vera reiður eða skamma....!!!

Mér finnst hristi mig það líklegasta en syng alltaf missti mig því ég byrjaði á því þegar ég var svo lítil þannig að ég get ekki hætt því ;o)

Kveðja, Kristín

________________________
Been there...broke that.

gæsamamma | 20. nóv. '03, kl: 13:58:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefði hann þá ekki verið að ræskja sig? ;-)

Lilith | 20. nóv. '03, kl: 14:00:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er það ekki "missti sig" af því að hann ætlaði að vera voða sterkur og ignora hana, en þegar hann sá hana missti hann sig (þ.e. stjórnina) og fór samt sem áður til hennar. Svoleiðis hef ég alltaf skilið það.

Blah!

jofiba | 20. nóv. '03, kl: 11:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe ég hélt einmitt að Nostradamus hjá ný dönsk væri "nostra dansar ekkert merkilegar en ég.." var ekki alveg að skilja þetta en velti því samt ekkert mikið fyrir mér, maður bara syngur eitthvað bull eins og ekkert sé sjálfsagðara ;o)

Franny | 29. nóv. '05, kl: 16:16:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég heyri alltaf "ég missteig mig og til hennar gekk"
hahahhahahaha

.................................................................................................................................

Litla sæta ljúfan góða.

tenchi okasan | 20. des. '03, kl: 01:07:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyndnasta og skemmtilegasta umræðan sem komið hefur upp hér..... ég vildi ýta henni upp aftur þar sem það virðist vera svo mikið rifist hérna núna!????

jólakveðja

Kv Ranný

www.barnaland.is/barn/11323 Birta
www.barnaland.is/barn/14307 Bræður

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Sarabía21 | 2. apr. '04, kl: 00:36:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

**upp**

Sarabía, ég fyrir 9 árum síðan.

kramiz | 29. nóv. '05, kl: 15:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Roflmao... þetta var æði

~~~ þriggja barna móðir ~~~

MoonBootZ | 20. nóv. '03, kl: 11:16:11 | Svara | Er.is | 0

hehe.. þið kannist kannski líka við fólk sem segir "Minsla" í staðin fyrir "Milsna" :)

Ein vinkona systir minnar var í heimsókn um daginn, hún svoleiðis þrætti fyrir að það ætti að segja milsna :D
Og svo eru margir sem segja "ég kunnti þetta ekki".. :)

Kveðja,
··MoonBootZ··

Kiss your children goodnight,even if they are already asleep
¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤

Benedikt búálfur | 20. nóv. '03, kl: 11:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL Mamma mín segir alltaf "kotterasósa" í staðinn fyrir kokteilsósa

Hún segir líka "handborgarar" en ekki hamborgarar og "túmasósa" en ekki tómatsósa.

Brjáluð umræða, ég er farinn að grenja úr hlátri.



Kveðja

Álfurinn

dollý | 20. nóv. '03, kl: 11:49:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhí, vá hvað þetta er gaman!
I´m a leather face er algjör klassíker, svo átti ég uppáhaldslag þegar ég var lítil með Creedence, Down on the corner. Í byrjuninni segir hann "Early in the evening, just for supper time...", en ég söng alltaf "early in the evenging, jabba dabba da"!
En skólaballalagið... Einhver segir að það sé "Ég byrsti mig og til hennar gekk..." Af hverju ætti hann að byrsta sig? Maður byrstir sig á börn og þegar maður er að rífast og svona... ;)
Man samt ekki fleiri "misskilninga" í augnablikinu. ;)
Kveðja, Maja.

bæjarsvalan | 20. nóv. '03, kl: 11:49:41 | Svara | Er.is | 0

Þetta er meiriháttar umræða! lol... Ein vinkona mín söng um daginn: "remote control to Major John" (Ground control to major Tom, David Bowie) Það bilaðist allt úr hlátri, hehehe :oD

Kv, Lillý

bína | 20. nóv. '03, kl: 12:02:45 | Svara | Er.is | 0

ha ha ligg í kasti hér! Amma mín sagði alltaf pissa í sataðin fyrir pizza

Iron Maiden | 20. nóv. '03, kl: 22:16:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

je findið, amma mín sagði þetta líka hahaha semsagt pissa í staðin fyrir pizza

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Día | 20. nóv. '03, kl: 12:06:40 | Svara | Er.is | 0

Fyndið samt meðan við erum að tala um þetta..... að ég held að það séu mikið af textum sem ég syng enn.. sem ég veit ekki alveg hvað er sagt í.. og oft getur maður bara inn í eyðurnar....

munið þið eftir einhverjum lögum sem þið kunnið ekki textann við?

Kunnið þið allan textann í viðlaginu á "Billie Jean" með Michael Jackson :)

hehe ég held ég kunni hann en þori ekki að setja inn vitlaust hér ;)

jofiba | 20. nóv. '03, kl: 13:25:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Billie Jean

Held að þetta sé textinn.... er ekki með hann svo þetta er bara það sem ég held haha ;)

Billie Jean is not my lover, she's just a girl who thinks that I am the one, but the kid is not my son!!

Hún er ein af þeim sem súgað hafa Jackson..... en hafði ekkert á hann, þetta var ekki sonur Jacksons, hana vantaði bara peninga ;o)

MoonBootZ | 20. nóv. '03, kl: 12:07:33 | Svara | Er.is | 0

heheh,, hve margar ykkar segja PYLSA ? ég segi reyndar alltaf pulsa :) þótt að rétta orðið sé pylsa..

Kveðja,
··MoonBootZ··

Kiss your children goodnight,even if they are already asleep
¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤♥¤

Iron Maiden | 20. nóv. '03, kl: 22:24:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég segi alltaf pYlsa, enda er ég Akureyringur ;o) og svo er þetta líka skrifað pYlsa en ekki pUlsa LOL

Eitt findið! að þegar ég og maðurinn minn fórum einusinni í sjoppu að kaupa okkur pylsur þá sagði maðurinn minn (sem segir alltaf pulsa) ég ætla að fá eina pulsu en hún (og bennti á mig) ætlar að fá eina pylsu, hahahaha

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

dúkkulísur | 20. nóv. '03, kl: 12:21:07 | Svara | Er.is | 0

hahahaha þetta er snilld
Nostradamus er ekkert merkilegri en ég=komdu að dansa það er ekkert merkilegra að gera... Maðurinn minn segir að ég sé Bibba á Brávallagötunni :o) Ég hélt alltaf að það væri sagt að það sé ekki hundur í hættunni=hundrað í hættu Híhí
Svo finnst mér snilld jólasveinar ganga um gólf....upp á stól stendur mín kanna=stend ég og kanna á það auðvitað að vera...

jofiba | 20. nóv. '03, kl: 13:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe ég var einmitt að fara að setja inn hundur í hettunni ;) Vissi ekki hvert vínkona mín ætlaði þegar hún heyrði mig segja þetta hahahaha fyndið hvað margir misheyra það sama ;)

BirkirogEmbla | 22. nóv. '03, kl: 11:13:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhíhí, ég segi alltaf "stendur mín kanna" og svo var ég að komast að því um daginn að það er "með gyldan staf í hendi" en ekki "með gylltan staf í hendi" hehe, þetta er æðisleg umræða :oþ

_____________
• kv..Blær.. •

jofiba | 22. nóv. '03, kl: 11:36:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já já ég syng líka upp á stól stendur mín kanna haha og gylltan staf í hendi... ég syng greinilega allt vitlaust ;s

Elsaros | 24. nóv. '03, kl: 13:00:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hundur í hettunni... LMAO !!!
Vinkona mín sagði einu sinni ´Nú sit ég ein eftir með súrt eplið" ( sitja eftir með sárt ennið blandað saman við að þurfa að bíta í það súra epli = sætta sig við eitthvað).

Barbavís Barbavís | 24. nóv. '03, kl: 13:01:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er tryllt fyndið :o)

blomid | 21. nóv. '03, kl: 23:57:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Margir sem halda að það sé Upp á stól stendur mín kanna en það er: Upp á HÓL stend ég og KANNA ... ;)

__________________________________________________________
“Beneath the makeup and behind the smile I am just a girl who wishes for the world.” Marilyn Monroe

jofiba | 22. nóv. '03, kl: 11:41:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

blomid

Ég kannaði þetta, fannst svo skrítið að hafa misskilið þennan texta svona mikið, maður heyrir svo mikinn mun á "upp á hól" og "upp á stól"...... og það er upp á stól ;) En það er gildan staf en ekki gylltan!!


Hér kemur textinn:

Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi,

móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.

:/: Upp á stól stendur mín kanna,

níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna:/:

Lilith | 22. nóv. '03, kl: 15:44:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar talið að upphaflega hafi þetta verið "upp á hól stend ég og kanna", en síðan hafi þetta smám saman breyst. Þessi texti var örugglega ekki settur á blað fyrr en löngu eftir að hann var saminn. Annað lag sem alltaf er sungið vitlaust er Afi minn og amma mín. Þar segja eiginlega allir "þau eru bæði sæt og fín" en mun líklegra er að það hafi verið "þau eru bæði þæg og fín". Enda passar það mun betur við stuðla og höfuðstafi, sem voru nú mjög mikilvægir í skáldskap á þessum tímum.

Blah!

Hér | 30. nóv. '05, kl: 00:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef reyndar heyrt að það eigi að vera "þau eru bæði þekk og fín"

Hugfangin | 24. nóv. '03, kl: 13:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með könnuna er reyndar rökrétt, þar sem drykkjarkrúsir förumanna voru iðulega geymdar á kolli/stól á bæjum í gamla daga. Þannig að báðar útgáfurnar geta verið réttar.
Bkv. Hugfangin

jofiba | 24. nóv. '03, kl: 18:22:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er nú bara sátt á meðan ég syng það sama og allir hinir haha ;) Svo ég syng bara áfram upp á stól, það virðast allir sem ég þekki syngja það!!

Barbavís Barbavís | 24. nóv. '03, kl: 18:31:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég las líka í blaði um daginn að það hafi sennilegast verið átt við biskupsstólana til forna. Þar stoppuðu förumenn stundum og fengum sér eitthvað að drekka. Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 14:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

stendur mín kanna var alltaf sungið hér á jólaböllunum í gamla daga og stendur líka í gömlum textabókum. stend ég og kanna er bara eitthvað nýtt einsog gildan staf það var alltaf gylltan staf....það stóð allavega í gömlu bókinni með þessum texta í...annars getur þetta bara verið rugl í mér einsog þegar ég söng skipið stígur prjála undir.....skipið stígur frá landi......með skellum við skundum á braut

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Barbavís Barbavís | 20. nóv. '03, kl: 12:56:53 | Svara | Er.is | 0

Ég er hreinlega komin í gólfið eftir þennan lestur og og á margt sameiginlegt með mörgum ykkar.

Ég veit um strák sem hélt að textinn " í kvöld ég verð að fá að finna fyrir fiðurmjúkum örmum þínum" með Sálinni væri " í kvöld ég verð að fá að finna fyrir fiðurmjúkum þörmum þínum". Ég veit ekki hvert fólk ætlaði þegar hann söng þetta einu sinni í partýi.

Svo söng litla frænka mín alltaf "Fruit Loops" í staðinn fyrir "Footloose". Fruit Loops var uppáhaldsmorgunkornið hennar svo hún greip þetta á lofti þegar hún heyrði lagið.

Kaninan | 20. nóv. '03, kl: 13:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hæ.
Ég hélt alltaf að jólalagið flotta "White Christmas" væri "Wild Christmas" og söng það alltaf hástöfum með þegar þetta var í útvarpinu yfir jólin en enginn leiðrétti mig.
Það er ekki langt síðan ég fattaði misskilninginn.
Fjölskyldan mín missti sig þegar ég sagði þeim þetta.
Frekar mikill lúði sko :)

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 14:52:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ojojojojojojojojojoj þörmum.....perri

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Fanney | 20. nóv. '03, kl: 13:10:36 | Svara | Er.is | 0

Vá, mikið er langt síðan ég hef lesið svona skemmtilega umræðu hérna á Barnaland, þetta er toppurinn:

Maðurinn minn er snillingur í að tala, það kemur allt öfugt út úr honum en þar sem ég er snillingur í að gleyma þá mam ég bara eitt sem ég hlæ að á öllum jólum.
"Adam átti syni sjö...... og allir elskuðu Adam, HANN SÁ ÞIG ....... geggjað fyndið.

En varðandi "skólalagin" þá á ég þetta í söngbók og þar stendur "missti mig"!
Þetta er mjög algengt orðatiltæki, sem sé að missa sig er að gera eitthvað sem maður ætlaði ekki að gera t.d ef einhver segir eitthvað fáránlegt og þú ætla alls ekki að hlæja en gerir það samt þá bara "misstir þú þig"
Hann var að fylgjast með henni og ætlaði ekki að láta hana sjá sig og svo "missti hann sig og til hennar gekk" OK


Kveðja Fanney
Hreinskilni er ekki að segja allt sem maður hugsar,
heldur að meina allt sem maður segir.

Lilith | 20. nóv. '03, kl: 14:03:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nákvæmlega eins og ég hef alltaf skilið þetta ;)

Blah!

Heksen | 20. nóv. '03, kl: 13:35:06 | Svara | Er.is | 0

Pabbi söng alltaf: "It´s raining PAIN" en ekki : "It´s raining MEN". Hann vill ekki viðurkenna að það sé rangt. Frábær umræða, kveðja yoa

pepper | 20. nóv. '03, kl: 13:48:02 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég var lítil söng ég Lóan er komin......þar til kom að "og blómstur í tún", þá söng ég BLÓÐNASIR í tún. Vissi ekkert hvað blómstur var en kannaðist vel við blóðnasir.

www.barnaland.is/barn/3136
www.barnaland.is/barn/3137

bjagre | 20. nóv. '03, kl: 14:27:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá hvað þetta er skemmtileg umræða :)

Hér koma nokkur svona sem ég man. : úr Nýdönsk laginu, "alelda, sáldrandi brjáli" (veit að þetta er rugl en þetta er svona í textanum) þá söng einn, "að elda, sjálfan sig bjáni"

Hef líka heyrt af einum 5 ára sem byrjar faðir vorið á, "það er vor" (faðir vor - hvað er það!!!) segir svo líka "eigi legg þú oss í frysti" í staðin fyrir "eigi legg þú oss í freistni"(veit hvað frystir er en ekki freistni)

Líka mörg börn sem gera í jólalaginu, taka í nefið, er þá verið að meina gamla kalla sem taka neftóbak í nefið þá klípa krakkarnir bara í nefið - orðið svo sjaldgæft að taka neftóbak í nefið.
Man ekki fleira í bili

~~~~ c",) ~~~~

barney | 20. nóv. '03, kl: 15:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eitt barn sem var spurt fyrir páska af hverju páskarnir væru haldnir hátíðlegir og þetta var eitthvað svo flókið... kvöldmáltíðin... lærisveinar... allt komið í einn hrærigraut. Svarið kom svona út:

[hugs, hugs] Það var þegar Jesú borðaði allar lærisneiðarnar sína og dó síðan.

tinna

Candy Darling | 21. nóv. '03, kl: 21:07:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhí fyndin umræða... Ég sagði alltaf "eigi leið þú oss í kristni" Þegar ég fór með faðirvorið þegar ég var lítil. Frekar mikil öfugmæli, enda hef ég verið trúlaus síðan..hehehe.
Sigga

-------------------------------------------------------------------------
We can hear the night watchman click his flashlight,
asks himself if it's him or them that's really insane
(Bob Dylan)

eyelet | 29. nóv. '05, kl: 20:28:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er nú reyndar "... sáldrandi PRJÁLI.."

Pretty Penny | 29. nóv. '05, kl: 22:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Brjáli. Ég átti diskinn, textarnir voru inní. ;)

23 vikur, sett 30. mars skv. 20 vikna sónar
http://www.themaja.blogspot.com

Lilith | 20. nóv. '03, kl: 14:05:18 | Svara | Er.is | 0

Ég var eitt sinn að sækja dóttur mína á leikskólann og þar stóð ein lítil og söng hástöfum MÁ ÉG PISSAAAAA, MÁ ÉG SOFA HJÁ ÞÉR. Mun eðlilegra fyrir þenna aldurshóp að pissa en að gista ;)

Blah!

Gyssa | 20. nóv. '03, kl: 14:09:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lítill strákur söng hástöfum í Bónus 'ég vil ekki vera svona, með hárið eins og gömul kona...' Þetta er nottla lagið með Írafár, ég vil ekki vera svona...

Bethany | 20. nóv. '03, kl: 14:50:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvort að þið hlustið mikið á Foo Fighters hérna, Það er eitt lag með þeim sem setningin ain´t it a lie, kemur fyrir, ég söng alltaf, angel eyes.

Svo er það einn málsháttur sem ég misskildi alltaf, "að sníða sér stakk eftir vexti", ég sagði alltaf, "að sníða sér stakk eftir VESTI. Þetta er búið að kosta miklar rökræður.

BirkirogEmbla | 22. nóv. '03, kl: 11:17:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhí, ég var að vinna á leikskóla og þar voru einmitt allir krakkarnir að syngja "ég vil ekki vera svona með hárið eins og gömul kona"

_____________
• kv..Blær.. •

juni | 22. nóv. '03, kl: 21:43:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta var einhverntíman sungið svona í einhverjum skemmtiþætti í sjónvarpinu, spaugstofunni eða einhverjum svoleiðis þætti. :)

Día | 22. nóv. '03, kl: 21:48:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil ekki vera svona.. með hárið eins og gömul kona..
Þetta var í áramótaskaupinu :)

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 14:56:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er beint úr áramótaskaupinu þegar ólafur ragnar var með hárið einsog gömul kona

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Violet | 20. nóv. '03, kl: 17:38:35 | Svara | Er.is | 0

Muniði eftir laginu með Tori Amos sem var rosa vinsælt á öllum skemmtistöðunum fyrir einhverjum árum ..... "its gotta be big"? Ég söng alltaf... "he´s got a big dick".. og skildi ekkert í því að fólk dó alltaf úr hlátri þegar ég byrjaði að syngja þetta lag:o/
Kveðja
Violet
p.s. ekkert smá fyndin umræða!

Unun | 20. nóv. '03, kl: 21:04:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svolítið skondið að ég var í bílnum í dag að hlusta á jólastöðina og þá kom lagið Ég hlakka svo til... með Svölu Björgvins.
Ég hækka í botn og fer að syngja hástöfum og fatta svo að það er alveg helling í þeim texta sem er alveg pottþétt bull hjá mér.
Ég þori ekki einu sinni að skrifa hérna hvað ég hef verið að syngja því þau orð eru held ég ekki til!!! LOL
Ég hef aldrei pælt í þessu fyrr, ekki fyrr en þessi umræða kom í loftið :)
Ef þið kunnið textann að því lagi þá megið þið alveg endilega senda mér hann í skilaboðunum.

Það var líka e-r að spyrja um textann að viðlaginu í Billie Jean en hann er svona:

Billie Jean Is Not My Lover
She's Just A Girl Who Claims That I Am The One
But The Kid Is Not My Son

Og eitt annað, systir mín söng líka hástöfum á jólunum í fyrra: "Skreytum hús með grænum baunum..." við hreinlega "misstum" okkur úr hlátri.

╦╦╦╦╦╦╦╦╦
svo sæt & mjúk

Gunnýkr | 22. nóv. '03, kl: 09:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur minn sagði þetta líka en síðan breytti hann því í skreytum hús með dauðum hænum. Þá var hann nú stoppaður af og leiðréttur.

skinder | 20. nóv. '03, kl: 21:10:22 | Svara | Er.is | 0

upp - þetta er svo skemmtilegt!!!

Súbba | 20. nóv. '03, kl: 22:15:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að láta eitt fylgja með, því börn eru svo saklaus og yndisleg.
Einn lítill em ég var að passa einu sinnu var voðalega duglegur að fara með faðirvorið á kvöldin.

Og sagði það einhvernvegin svona; Faðir vor....og allt það var rétt en svo kom; Eigi leið þú oss í frysti heldur frelsa ost frá öllu.

Hélt að ég myndi ekki jafna mig úr hlátri :-D

Börnin eru svo saklaus!!!

2íeinu | 20. nóv. '03, kl: 23:32:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


LOL :)

egj | 21. nóv. '03, kl: 13:41:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lag sem var vinsælt fyrir löngu og var í textanum "stay with me baby" söng ég hástöfum "still in the navy"
Vinkona mín fór í snyrtivörubúð og spurði: Áttu maskara frá Helenu Frankenstein? (Helenu Rubinstein)
Hef líka sagt í sjoppu: Ég ætla að fá nizza með súkkulaði og rúsínum (hnetum og rúsínum, nizza án súkkulaðis væri frekar dapurt)
og á McDonalds: Ég ætla að fá einn skammt af litlum frönskum (lítinn skammt af frönskum...)
Hollenskur kærasti kunningjakonu minnar fór í jarðarför ömmu hennar og tók alvarlegur í bragði í hönd ekkilsins og sagði hátíðlegur "Ég samþykki." (ég samhryggist...)
Systir mín fór einu sinni sjúskuð inn í bakarí og sagði "Ég ætla að fá einn Winston Light" (Þetta er kannski ekki mismæli en þetta er bara það fyndnasta sem ég hef nokkurn tímann vitað....kannski af því þetta var systir mín....)

Sarabía21 | 21. nóv. '03, kl: 13:56:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get ekki lært texta og sýng bara steypu

Sarabía, ég fyrir 9 árum síðan.

Frú Dinda | 2. apr. '04, kl: 00:10:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ákvað að uppfæra þetta.... og vona að það takist :)

Frú Dinda | 2. apr. '04, kl: 00:10:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ákvað að uppfæra þetta.... og vona að það takist :)

Frú Dinda | 2. apr. '04, kl: 00:11:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

UPP

The Queen | 21. nóv. '03, kl: 14:00:39 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í bíó um daginn og sagði í sjoppunni þar "ég ætla að fá kokk og póp" og fattaði lengi vel ekkert að ég hefði sagt eitthvað vitlaust.
Kv.
Rúna

Snæfinna | 21. nóv. '03, kl: 15:24:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að viðurkenna eitt á mig.
Lengi vel söng ég við lag Macey Gray, í staðinn fyrir "my world tumbles when you are not here" heyrði ég (og það meikaði alveg sens fyrir mér) "I wear goggles when you are not here".

Kallinn fer og upp með sundgleraugun.

Vinkona mín sem er mikil Bibba, söng alltaf "you can leave your HEAD on" í staðinn fyrir "your HAT" í laginu úr 9 og hálfri viku.

Þetta getur verið endalaust fyndið.

Kata

Gonsla | 21. nóv. '03, kl: 16:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jiminn, ég söng líka alltaf "er eldvarnarhátíðin mest"! Meikaði ekki alveg sens. En ég á eina góða: Maðurinn minn var staddur erlendis, væntanlega í kringum fermingaraldurinn og er að fara að kíkja á græjur í hljómflutningsverslun. Nema hvað að minn maður gengur upp að sölumanninum og spyr: Do you have any stereo græs! Bara fyndið!

dollý | 21. nóv. '03, kl: 20:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki einn sem var einhvern tímann í skólaferðalagi í Svíþjóð, og hann og fleiri fóru á hamborgarastað til að fá sér snæðing. Þegar kemur að því að panta ætlaði þessi sakleysingi að biðja um semsé hamborgara með engu grænmeti, þannig að hann sagði: "I´ll have one cheeseburger, and no testicles...!"
Ruglaðist aðeins á testicles og vegetables. ;)
Kveðja, Maja.

bjagre | 21. nóv. '03, kl: 21:35:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ahahahahahaha :)

Veit líka um einn í þýskalandi sem spurði : Can you tell me where I can find speetbank!!!!!!!!
bara þýða hraðbanka - beint :)

~~~~ c",) ~~~~

Destiny | 21. nóv. '03, kl: 22:17:38 | Svara | Er.is | 0

ha ha þetta er frábært, en kærastinn minn sem er svona ekki alveg íslendingur þó hálfur en bjó bara svo lengi úti þurfti að hringja í bankann og fá að framlengja yfirdráttarheimildinni á debetkortinu okkar eða hans og ég var að reyna að segja honum hvað hann átti að segja svo hringdi hann og sagði alveg geggjað kurteis "já góðan daginn, ég er með svona heimili og var að spá hvort ég mætti fá að hafa það lengur" LOL ég vissi ekki hvert ég ætlaði úr hlátri!!





tenchi okasan | 21. nóv. '03, kl: 22:47:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

æi Hhahahahah sætur :):):) ekki taka af mér heimilið híhí

en annars mikið er þetta skemmtileg umræða :)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

kory | 21. nóv. '03, kl: 23:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjálp ég er búin að veina úr hlátri....

Kveðja Kory


Barbavís Barbavís | 21. nóv. '03, kl: 23:29:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tek undir það :o) Kemst ekki einu sinni á klósettið því þá pissa ég í mig!!

BirkirogEmbla | 22. nóv. '03, kl: 11:23:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sverða ég er að detta niður dauð af hlátri

_____________
• kv..Blær.. •

juni | 22. nóv. '03, kl: 21:49:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði einhverntíman um útlending sem ætlaði að taka leigubíl til Hveragerðis, en ruglaðist svolítið á því orðinu Hveragerði og Fyrirgefðu og þegar hann kom í taxann sagði hann : Fyrirgefðu. Og leigubílstjórinn spurði hann hvert hann vildi fara og þá sagði hann aftur: Fyrirgefðu, en átti þá við Hveragerði :þ

Plg | 29. nóv. '05, kl: 23:36:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha Þetta minnir mig á eitt
Í sumar var ég úti í sjoppu hérna í Sandgerði og kemur svo frekar gamall maður (túristi) og spyr mig hvort ég viti hvar Havragarður er og ég alveg vissi ekkert hvað hann var að tala, datt fyrst í hug að hann væri að tala um Garðinn og ætlaði að vísa honum þangað og svo kemur hann útúr bílnum og með landakort af Íslandi og bendir á Hveragerði og ég alveg bara ó og benti honum á hvar á landinu það væri og hversu langt hann þurfti að keyra og greyjið kallinn fékk næstum hjartaáfall þar sem hann ætlaði í Hveragerði en keyrði í vitlausa átt og endaði í Sandgerði.

Fannst þetta geðveikt fyndið eftirá. :-þ
kv. Plg

kory | 21. nóv. '03, kl: 23:29:54 | Svara | Er.is | 0

Ein vinkona mín hún var að syngja lagið by the rivers of babylon með bony m, enn hún söng by the rivers of bobby brown. Ég hélt ég yrði ekki eldri, svo segir hún líka draga sig á alpa eyrunum í stað asna eyrum.

Kveðja Kory


kory | 21. nóv. '03, kl: 23:37:33 | Svara | Er.is | 0

Ég segji alltaf ristabrauðsvél í staðin fyrir brauðrist, mamma var alltaf að leiðrétta mig og skildi ekkert afhverju ég væri alltaf að láta þessa vél fylgja með.

Kveðja Kory


Gunnýkr | 22. nóv. '03, kl: 09:44:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ég segi alltaf dósahnífaopnari. glúpp

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 15:03:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svitafýlulyktarspreyeyðir.....fundum við eitt sinn upp í einhverju viltleysiskastinu

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

garri | 22. nóv. '03, kl: 15:37:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég segi alltaf ristavél

Barbavís Barbavís | 21. nóv. '03, kl: 23:37:36 | Svara | Er.is | 0

Ég á líka vinkonu sem er algjör Bibba, svo ekki sé meira sagt. Þegar við vorum unglingar notuðum við mikið orðtök og málshætti í okkar tali. Hún var nú fljót að grípa það en snéri því alltaf í þvílíkt rugl. Eitt sinn sagði hún að hún alltaf að hún hefði séð eitthvað í rós. Þar var hún að blanda saman "að sjá í hillingum" og "að sjá í gegnum rósrauð gleraugu".
Eitt skipti toppaði hún allt þegar hún blandaði saman "allt annað í honum hljóðið" og "upp á honum typpið" og sagði þá að það hefði heldur betur verið allt annað á honum typpið. Hefði geta látið lífið á þeirri stundu.

GamlaGeitin | 21. nóv. '03, kl: 23:43:15 | Svara | Er.is | 0

LOL!!!!

Stelpur ég er að missa mig hérna úr hlátri ein inní herbergi og tengdaforeldrar mínir halda að ég sé klikk :D

Ég veit um eitt sem að vinkona mín söng alltaf hástöfum þegar hún var að djamma :D Það var eitthvað danslag eða eitthvað og það var semsagt "Were going to Ibiza" og mín söng rosalega ánægð "We´re going to EAT Pizza"!!!! LOL við dóum vinkonurnar úr hlátri :D

Og munið þið eftir "Peaches" laginu? "Millions of Peaches , Peaches for me" Well hún söng "Millions of Pizzas , Pizzas for me" LOL

Æji þessi umræða er BARA æðisleg :D

San

*** I´m a unique snowflake ***




Frú Dinda | 22. nóv. '03, kl: 00:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er sko bara fyndið!!!

En mamma vinkonu minnar er pínu Bibba í sér... hún fór eitt sinn í sjopp og bað um eplaskertan sykursvala og endurtóka það meira að segja 2 án þess að fatta að hún væri að biðja um sykurskertan eplasvala!!!!!!!!!!!

Svarti sauðurinn | 24. nóv. '03, kl: 00:40:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ehemmm.... hérna.. hvað er bibba??

Kveðja
www.barnaland.is/barn/4931

Barbavís Barbavís | 24. nóv. '03, kl: 00:42:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Manstu ekki eftir útvarpsleikritinu um Bibbu og Halldór á Brávallagötunni? Þetta var á Bylgjunni á seinnihluta 9. áratugarins. Edda Björgvins lék Bibbu en Júlíus Brjánsson lék Halldór.

Sunndís | 22. nóv. '03, kl: 00:59:54 | Svara | Er.is | 0

HAHAHA, ég er alveg að MISSA mig yfir þessari umræðu, man reyndar ekki neitt svona, en þetta er æðislegt:o)

kv. Sunndís

Unun | 22. nóv. '03, kl: 04:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Spakk og hakettí, þetta kemur oft upp úr mér :)

╦╦╦╦╦╦╦╦╦
svo sæt & mjúk

Hringar | 22. nóv. '03, kl: 05:56:40 | Svara | Er.is | 0

d

...once upon a time...

Hringar | 22. nóv. '03, kl: 05:58:29 | Svara | Er.is | 0

úpps! aðeins of fljót á mér :)

kom bara inn á vefinn áðan til að skoða og er gjörsamlega búin að liggja í krampa úr hlátri, algjör snilld! hlakka til að koma og fylgjast með ykkur :D

kv,
X

...once upon a time...

AldaK | 22. nóv. '03, kl: 06:43:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég ætla nú ekkert að fara að þylja upp einhverja texta úr lögum hérna,er nú ansi góða að bulla þeim útúr mér,hehe!

En ég verð nú að segja ykkur smá sögu af henni mömmu minni! Hún er alveg milljón,og við systkynin oft spáð í að skrifa niður í bók öll orðatiltækin sem koma útúr henni,hún er þekkt fyrir að vera doldið fljótfær þessi elska,og oft segir hún hluti án þess að hugsa fyrst,hehe!

Eitt skiptið,þá var hún úti í Glasgow ásamt fullt af konum og ´henni vantar svo penna og hún vindur sér að barþjóninum með sína ensku spyr hún han rosalega kurteysislega "hi,do you have a penis??!" hann lítur niður og segir rosalega ánægður "yes I have" HAHAHAHAH!

Svo deyr gömul kona hérna í bænum og ég spyr hana hvort að hún ætli nú ekki að fara í jarðaförina,þá svara hún "Æji nei,ég nenni ekki núna" eins og hún gæti eitthvað farið seinna! hehehe!

Svo kann hún ekki að segja folaldakjöt,hún segir foraldakjöt!

Það er alveg hellingur sem ég get skrifað um hana,en ég ætla að hætta hérna :)

Kv. Alda

www.barnaland.is/barn/11522

Kveðja,

Alda.

jofiba | 22. nóv. '03, kl: 10:03:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vínkona mín var einu sinni að deita útlending og eitt kvöldið vildi hann gera smá dodo en ekki heppilegur tími fyrir hana og þegar hún útskýrði fyrir honum hversvegna sagði hún " not tonight, I´m in labor" hahahahaha og hann hló og hló en hún skildi ekkert hvað hún hafði sagt LOL þetta er það fyndnasta sem ég veit um q;o)

Súbba | 22. nóv. '03, kl: 10:21:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að vinna í ísbúð, og þar kom inn maður sem bað um ís með hrífu og dís, (ís með dýfu og hrís)

Winnie the Pooh | 22. nóv. '03, kl: 10:59:03 | Svara | Er.is | 0

eitt í viðbót við þessa misskilda texta =o}
dóttir mín sagði fyrir nokkrum árum þá ekki nema 6-7 ára og hélt mikið upp á Spice girls: mamma hvað þýðir "give it to me"? og ég setti ekkert í samhengi við þessa spurningu og sagði náttúrulega að það þýddi "gefðu mér það" og hún fór í herbergið sitt mjög sátt við þetta, kemur svo skömmu síðar og segir mamma hvað þýðir þá "baby"? ég að sjálfsögðu sagði að það væri barn á Íslensku....og svo nokkrum mínútum síðar þá labba ég frammhjá herberginu hennar og heyri hana syngja hástöfum með Spice girls "gefðu mér það barn...aha aha!" ég vissi ekki hver ég ætlaði =oþ

sidney | 22. nóv. '03, kl: 11:24:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef oft sagt rúfaðu upp skrúfuna (skrúfaðu upp rúðuna). svo söng ég alltaf aukavinna í staðin fyrir hey kanína.
kveðja sidney

BirkirogEmbla | 22. nóv. '03, kl: 11:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Æ vá, þetta er besta umræðan sem hefur komið hérna upp. Höldum henni ofarlega.
Maðurinn minn er nú algjör snillingur í mismælum, hehe. Hann sagði t.d um daginn "á ég að setja hann í samfellinguna" og meinti þá hvort hann ætti að setja son okkar í samfelluna, híhí, ég sprakk hreinlega :oþ

_____________
• kv..Blær.. •

The Queen | 22. nóv. '03, kl: 14:01:53 | Svara | Er.is | 0

Ég held að mamma mín sé orðin eitthvað meira en lítið kölkuð. Um daginn var dóttir mín nýbúin að borða sleikjó og fór að suða um meira nammi. Þá sagði mamma "en þú varst að borða strokleður". Svo vorum við að horfa á víkingalottóið og talan 1 kom upp og þá sagði mamma "vá, 1 kemur eiginlega aldrei upp, allavega ekki í laugardagsjógúrtinu". Þetta meikar náttúrlega engan sens svo það eru greinilega einhverjir vírar farnir að víxlast í hausnum á henni.
Svo er eitt sem ég hef alltaf ruglað saman og ég skil ekki afhverju en það eru orðin apótek og bakarí. Ég segi t.d. oft ég þarf að fara í bakaríið og kaupa verkjalyf.
Kv.
Rúna

Anja | 22. nóv. '03, kl: 14:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ha ha ha :o) fyndið!!!

Ég rugla líka alltaf saman apóteki og bakarí...... ég er alltaf á leiðinni út í bakarí að kaupa pensilín og apótek að kaupa kjallarabollur ;o) Ég hélt að ég væri sú eina!!!

Kveðja, Kristín

________________________
Been there...broke that.

bjagre | 22. nóv. '03, kl: 14:17:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

he he he þið eruð sko ekki einar um þetta - alla vegna er ég í þessum hóp líka -

~~~~ c",) ~~~~

jofiba | 22. nóv. '03, kl: 14:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jebb mí tú og þetta er ótrúlega algengt....... skrítið.....??

The Queen | 22. nóv. '03, kl: 14:33:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já í alvöru, ég hélt að ég væri eitthvað skrítin að rugla þessum orðum saman.
Ji gaman að heyra að ég er ekki svo skrítin :)
Kv.
Rúna

Barbavís Barbavís | 22. nóv. '03, kl: 16:42:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er líka ein af þeim sem rugla þessu alltaf saman :o)

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 15:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ÉG RUGLA ALLTAF SAMAN APÓTEK OG BAKARÍ

SNILLDAR UMRÆÐA....ELSKA ÞETTA

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

túrkís | 29. nóv. '05, kl: 15:52:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

heehehe:-D
Ég rugla þessu líka alltaf saman, tek samt aldrei eftir því sjálf. Fatta það bara því fólk leiðréttir mig.

Sigga2 | 22. nóv. '03, kl: 22:37:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta með apótek og bakarí er alveg ótrúlegt. Ég hef tekið eftir þessu hjá fullt af fólki (ég þar með talin). Mín kenning er að þetta sé fælað á sama stað í hausnum og svo bara verði einhvað svona skammhlaup.

kv. Dasi

oskis | 29. nóv. '05, kl: 22:29:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahaha þetta er bara æðisleg umræða.. ég veltist hérna um af hlátri hahahaha... ég ruglast alltaf líka á apotek og bakarí :)

Nóvember | 22. nóv. '03, kl: 14:48:22 | Svara | Er.is | 0

HAHA LOL - eplaskertan sykursvala, þetta fannst mér alveg milljón, ég hélt að myndi springa úr hlátri, og líka ís með hrífu og dís LOL, þetta er algjör snilld.
Það er ágætt að fleiri en ég ruglast á apóteki og bakarí, hvað er eiginlega málið ??? Ég lendi svo oft í að segja "Heyrðu ég ætla út í bakarí að kaupa nefsprey" eða " ég er að spá í að fara út í apótek að kaupa kleinuhring" Einu sinni sagði ég við kallin " 2ég ætla út í bakarí að kaupa dömubindi" ég hélt að hann ætlaði að æla !! heheh

frábær umræða by the way

Ég man eftir einum strák sem söng í partý fyrir framan fullt af fólki, æi muniði lagiði þarna " excuse my while i kiss the sky " hann söng þvílíkt hátt greyið " excuse my while i KISS THIS GAY (strákur á þetta að þýða, man ekki hvernig það er stafað)" Æi greyið ég vorkenndi honum svo. Allir strákarnir fóru þvílíkt að stríða honum. Einhverntímann heyrðu ég að það væri til síða sem héti eimitt þessu nafnið sem hann söng, og það væri svona sögur af fólki sem hefði miskilið texta :O

penninn | 22. nóv. '03, kl: 15:17:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ohhh ég er búin að hlæja svo mikið......

Ég er einmitt líka ein af þessum sem rugla bakarí og apótek.
Ég á margar svona sögur af sjálfri mér...hér kemur ein. Ég var upp í skóla og var að bíða eftir að komast í ljósritunarvélina, en það standa nokkrar stelpur við vélina, en mér sýnist að þær séu búnar, svo ég geng að vélinni og ætla að fara að byrja að ljósrita þegar ég fatta að ég hafi kannski verið að troða mér fram fyrir þær, ég sný mér að þeim og spyr (á ensku) Was I cheating on you? ( Var ég að halda framhjá þér) en það sem ég ætlaði að segja "Er ég að troðast fram fyrir þig? stelpan verður voðalega skrýtin á svipin og segir No no

Ég gjörsamlega "dó" þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt

sírena123 | 22. nóv. '03, kl: 15:31:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

man eftir einu úr skóla þá var ein stelpa sem kom svolítið seint inn í enskutíma og þegar hún rauk inn um dyrnar sagði hún... do I get late? (do I get layed?)

Sírena í smá heimsókn

Srah | 22. nóv. '03, kl: 16:37:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábær umræða :) hihi
Ein vinkona mín var stödd í Englandi og vantaði filmu í myndarvélina. Hún vatt sér inn í næstu búð og bað um 36 mynda filmun með þessum orðum :)
"Hello I need thirty sex films thank you"
Held að ég hafi aldrei hlegið eins mikið :)

Sarabía21 | 24. nóv. '03, kl: 11:54:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

GAY er hommi hahaha guy er strákur LOL

Sarabía, ég fyrir 9 árum síðan.

Barbavís Barbavís | 22. nóv. '03, kl: 16:50:29 | Svara | Er.is | 0

Í gærkvöldi fór ég og hitti vinkonur mínar og fór að segja þeim frá þessarri umræðu. Það ætlaði allt að verða vitlaust úr hlátri. Þá sagði ein vinkona mín mér að hún þekkti stelpu sem talaði alltaf um að rembast eins og rækja við staur.
Svo mundi ég eftir því að ég á eina vinkonu sem hélt að orðtakið "skrattinn úr sauðaleggnum" væri "skrattinn úr Sauðalæknum"

Queen7 | 22. nóv. '03, kl: 17:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahaha! Vá hvað ég er búin að hlægja! En þetta með " Ég vil ekki vera svona.. hárið eins og gömul kona". Litla frænka mín söng þetta alltaf líka svona.. og ég held að þetta hafi verið í Spaugstofunni. :) En ég er mamma mín er snillingur í mismælum og bara ruglast í öllu.. man bara ekkert núna.. ;)

Barbavís Barbavís | 22. nóv. '03, kl: 17:23:56 | Svara | Er.is | 0

Var að raula þetta lag rétt í þessu og áttaði mig þá á því að ég hef alltaf sungið "ungbarnahátíðið mest"

Destiny | 22. nóv. '03, kl: 17:32:00 | Svara | Er.is | 0

ha ha einn frændi minn var að reyna að fara á hotmail.com en skrifaði hotmale.com og ha ha þið getið bara séð sjálfar hvað kom upp he he





Barbavís Barbavís | 22. nóv. '03, kl: 17:41:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinkona mín lenti einu sinni í einu ótrúlegu í tölvustofu upp í skóla þegar ég var í Kennó. Hún ætlaði að fara á www.msn.com en sló óvart inn www.men.com. Upp á skjáinn kom fremur stór mynd af berum mönnum í fullri reisn. Hún panikkaði og reyndi að loka myndinni en það var ekki hægt með nokkru móti. Ég sagði henni að prófa að hægri smella á myndina og sjá hvort ekki væri hægt að losna við hana. Hún gerði það og rak sig í eitthvað þannig að myndin varð að Wallpaper í tölvunni og hún gat ekki með nokkru móti breytt því. Ég sturlaðist úr hlátri, hreinlega lá fram á borðið og vakti þar með athygli kennarans sem vildi endilega fá að sjá hvað var svona fyndið.

tenchi okasan | 22. nóv. '03, kl: 18:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

GARRRRGGG þetta er svoooo fyndið.....

greyið stelpan... hún hefði bara átt að blikka kennarann hehe

og dömubindi í bakaríi jesús!!! :D

en þegar ég var lítil fengum við frændsystkinin (hann er ári eldri en ég) bakteríu og vírus í augun okkar..... svo við fórum til læknis með mæðrum okkar.... og þegar við svo komum heim sagði ég pabba mínum "ég er með batterí í auganu og Danni er með vír... og við erum að fara í apatekið að kaupa meðal!"
þetta er enn gegt fyndið í okkar fjölskyldunni!

kv Ranný.... er að pissa í sig!

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

BirkirogEmbla | 22. nóv. '03, kl: 18:58:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég rugla líka oft apóteki og bakarí saman. Við systir mín héldum að við værum þær einu, hehe, en það er víst fullt af svona rugludöllum ;)

_____________
• kv..Blær.. •

Kommastrik | 22. nóv. '03, kl: 19:47:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

He he þetta er snilld.

Það er bara daglegt brauð hjá mér að segja vitlausa hluti. T.d spakk og hagetí (hakk og spaghettí), fyrirvaraskegg (yfirvaraskegg), begg og eikon (egg og beikon).

En frænka mín var algjör snillingur þegar hún var lítil, hún bjó á Akranesi og talaði alltaf um Apaborgina (Akraborgina) og svo var hún svo sjúklega hrædd við flugur en kallaði alltaf randaflugur BRANDARAFLUGUR!!;)

Barnsfaðir minn segir alltaf sjervettur þegar hann talar um servíettur...er alltaf að reyna að leiðrétta hann en honum finnst þetta bara rétt svona!!!

Er búnað sytja hér ein og grenja úr hlátri yfir þessari umræðu...:)

Kær kveðja

Mary Stuart | 22. nóv. '03, kl: 19:55:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði einu sinni lifrarskorpa í staðinn fyrir skorpulifur ;o)

Frænka mín sagði alltaf viskýflugur í staðinn fyrir fiskiflugur, þegar hún var lítil ;o)

kory | 22. nóv. '03, kl: 21:30:57 | Svara | Er.is | 0

Litla frænka mín sagði alltaf síríussprengja í stað síríuslengja

Kveðja Kory


áaá | 22. nóv. '03, kl: 22:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er mjög algengt að ég og vinkona mín segjum sokkafalll á lykkjubuxunum, sem á auðvitað að vera lykkjufall á sokkabuxunum

marilyn | 22. nóv. '03, kl: 22:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ein umræða hérna sem heitir "Barnvæn jólahlaðborð" en alltaf þegar ég sé hana les ég "BANvæn jólahlaðborð"
Vinkona mín talaði einu sinni alltaf um að "leggja eitthvað á Klámbekk"
Og frænka mín er mjög mikið fyrir að blanda saman málsháttum og orðatiltækjum. Sagði t.d einhverntíman að ég og systir hennar værum eins og "ljón í flagi" og þegar hún var að lýsa mér í æsku sagði hún að ég hefði verið "hrokkinhærð og með krullur"
Kveðja
Marilyn

tenchi okasan | 23. nóv. '03, kl: 03:43:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég er einmitt líka búin að vera að lesa það alltaf sem BANvænt jólahlaðborð hehe

en svo ef ég keyri framhjá Sporhömrum hérna í Grafarvoginum þá les ég það alltaf sem SORPhamrar!
og alltaf vorkenni ég fólkinu eða hneykslast á því að vilja búa í götu með þessu nafni.... þetta er ég búin að gera síðan ég er 11 ára gömul!!!!!

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Allegro | 22. nóv. '03, kl: 22:35:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frábær umræða :o)

Einu sinni þegar ég var í Svíþjóð kom ég að manni sem var að fá hjartaáfall. Ég kallaði á sænsku til manns sem stóð rétt hjá og bað hann að hringja á "sjukbil" (smá panik sko). Hann bara horfði á mig eins og ég væri fáviti. Sem betur fer var kona þarna sem var ágætlega að sér í íslensku og því fattaði hún að ég átti við ambulans.

ap | 23. nóv. '03, kl: 00:36:09 | Svara | Er.is | 0

Ég er alveg búin að veltast um af hlátri hérna eftir að hafa lesið þessa umræðu, mér er illt!!! ;)
Eini misskilningurinn sem ég man eftir í augnablikinu er þegar ég var unglingur og bjó hjá foreldurm mínum og fór til dyra einn daginn, en þar var heyrnarlaus maður að selja happdrættismiða. Ég kalla í mömmu og spyr hvort hún vilji kaupa miða í happdrætti heyrnarlausra, hún var frekar upptekin, en kom fram í dyr leit á miðann sem maðurinn hélt uppi og sagði við manninn "já nei takk ekki núna" svo var eins og hún áttaði sig á að maðurinn heyrði ekki í henni, eða skildi hana allavega ekki og fór þá að tala við hann á ensku... eins og heyrnarlausir heyri ensku eitthvað betur en íslensku!!!

tenchi okasan | 23. nóv. '03, kl: 03:41:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahah LOL jú hvað meinaru þau heyra auðvitað miklu betur á ensku ;P

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Máni | 23. nóv. '03, kl: 09:22:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jamm, vinkona mín ætlaði svo að verða góð og slá fram málshætti:

Sjaldan launar músin ofbeldi

Ég: hmm, það er kálfur

Hún: kálfur?? hann getur alveg launað ofbeldi

Ég: hmm það er ofeldi

Hún: hvað er það????

Henni fannst mjög rökrétt að músin launaði ekki ofbeldi því hún væri bara allt of lítil til þess:-D

Lísalotta | 24. nóv. '03, kl: 09:27:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var í innanlandsflugi um daginn og flugfreyjan gólar yfir allt: " there are two emergency exits... one in the front and one in the "aft." Ég funkeraði ekki allt flugið af hlátri!

marilyn | 24. nóv. '03, kl: 12:10:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehemmm... "aft" er alveg viðurkennt enskt orð. Þær segja þetta alltaf.
Kveðja
Marilyn

spenna | 24. nóv. '03, kl: 12:43:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á dóttir sem býr í Noregi, ég hreinlega veina þegar hún talar, þau komu seint inn hjónakorninn og ég fer fram og tékka á þeim þá segir hún finnst þér hann ekki rómatískur (eiginmaðurinn) hann fór með mér að sjá SÓLNIÐURGANGINN ég gjörsamlega veinaði og hún fattaði ekkert og henni finnst þetta ekkert fyndið. svo sagðist hún hafa þurft að standa við talkassann í staðinn fyrir ræðupúlt ég get svarið það ég held hún sé farin að tala færeyskuna.

Lebowsky | 24. nóv. '03, kl: 13:36:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frænka mín frá noregi misskildi textann hjá stuðmönnum, taktu til við að tvista.

Henni heyrðist textinn vera:
"taktu til við að tvista, að teygja punginn og hrist´ann"

Hún var mjög hneiksluð og fannst þetta dónalegt lag.. :)

FranzaEmma og Hörður Frans
http://www.barnaland.is/barn/12710

kv lebowsky

http://lebowski.blog.is

Sarabía21 | 24. nóv. '03, kl: 16:16:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe frábær umræða
p.s. ég rugla saman apótek og bakarí (orðunum bara hehe) og mamma mín líka :)

Sarabía, ég fyrir 9 árum síðan.

VII | 24. nóv. '03, kl: 19:33:39 | Svara | Er.is | 0

Hæ hæ. Þetta er ekkert smá fyndið.. he he.

Ég kom einu sinni inn í búð og steig í poll fyrir innan dyrnar svo ég rann á gólfinu. Þegar ég stóð svo í lappirnar aftur sagði ég hátt yfir fulla búð af fólki: Vá maður, ég er bara eins og svelja á belli! Frekar neyðarlegt..

Maðurinn minn spurði mig um daginn hvað hann ætti að setja margar skeiðar af kaffi í könnuna. Ég sagði honum það og hann spurði hvort þær ættu að vera kúgaðar(!) í staðinn fyrir kúfaðar..

Hann hefur líka beðið um rakklís í bílalúgu og fyrir stuttu komst ég að því að hann sagði áfrýja með v hljóði, sem sagt ávría. Hann er lögfræðingur by the way... : )

Dizzy | 24. nóv. '03, kl: 21:03:01 | Svara | Er.is | 0

Mamma mín er algjör snillingur í að mismæla sig! Í dag hélt hún að hún væri búin að týna veskinu sínu.
Systir mín var að hjálpa henni að fara yfir það hvert hún hafði farið í gærkvöldi, hún hafði farið í grundaval (búð) og svo í bónusvideo. Mamma var svo að segja mér í morgun að hún hefði farið " í bónusval og grundavideo, nei videobónus og ...." Hún má heldur ekki missa af "bákxélor" (bachelor)

Kveðja Dizzy

Ida | 24. nóv. '03, kl: 22:22:52 | Svara | Er.is | 0

Ég var að passa einn lítinn sem var að syngja fyrir mig... ætlaði að syngja sunnudagaskólalagið "Djúp og breið..." en söng hástöfum "súpa og brauð"... Ég hélt ég yrði ekki eldri

Gonsla | 25. nóv. '03, kl: 00:18:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég kom að dóttur minni liggjandi á gólfinu í herberginu sínu að lita í litabók. Hún var að hlusta á geisladisk og varð ekki vör við mig. Svo leit hún upp og sá mig og henni krossbrá og hrökk við. Svo sagði hún frekar reið: Mamma, þú brást mér!

BirkirogEmbla | 26. nóv. '03, kl: 11:34:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upp!!!

_____________
• kv..Blær.. •

Máni | 26. nóv. '03, kl: 11:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er alltaf verið að taka fram úr mínum 6 ára, það er grípa fram í:-D

Hansol | 26. nóv. '03, kl: 12:04:19 | Svara | Er.is | 0

það sem ég hló á laugardagskvöldið seinasta, slysaðist inn á Barnaland og grenjaði úr hlátri.

Haldið endilega áfram:-)

Pollíana | 26. nóv. '03, kl: 12:25:26 | Svara | Er.is | 0

Já skemmtileg umræða :)

Ég var nú lögð i einelti i mörg ár af fjölskyldunni einu sinni , eg söng eitt jólalag svo vitlaust ,en eg tek þó fram að ég var kanski 13 ára :)
Lagið þarna
Jólagjöfin mín í ár ,ekki metin er til fjár ,,,,,,,,
ég söng : Jólagjöfin bít í hár la la la al al

dúkkulísur | 26. nóv. '03, kl: 12:57:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

upp

tjörnin | 26. nóv. '03, kl: 13:28:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er rosalega mikið gert í því að brengla texta með vilja, hér í Danmörku.
Þá hljómar textinn voða svipað því sem sungið er á enskunni en er samt orðinn að dönskum orðum og kemur ferlega fyndið út. Man bara því miður ekki neina texta í augnablikinu.
Ég hef einmitt oft velt því fyrir mér af hverju liðið á Íslandi ekki gerir miklu meira af þessu.

bangsinn | 26. nóv. '03, kl: 14:13:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vá hvað ég er búin að hlæja mikið :o) Frábær umræða, maður kannast við marga miskilda texta hér inni. Hvað varðar brauðristina, þá segji ég alltaf ristavél. Einnig segi ég rambelta (vega salt) og að ramba, enda sannur Hafnfirðingur. Svo segi ég alltaf "jólaskreyta" en ekki skreyta fyrir jólin, og "fægiskófla" en ekki sópskúffa.

Þegar ég var lítil sagði ég líka alltaf kókóbíll (krókódíll) og gírkaffi (gíraffi). Lengi vel sagði ég staðengill í staðinn fyrir staðgengill - þarf enn að hugsa þegar ég segi það í dag.

Maðurinn minn sagði alltaf "einreið brú" en ekki einbreið - fattaði það fyrir 3 árum og ég er enn að hlæja að því :o)

BirkirogEmbla | 26. nóv. '03, kl: 14:36:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hélt að það væri bara fægiskófla en ekki sópskúffa, hef aldrei heyrt það.

_____________
• kv..Blær.. •

tenchi okasan | 26. nóv. '03, kl: 19:10:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef nú bara aldrei heyrt um sópskúffu!!!! :)

ég brosi því ég er mamma þín
ég hlæ því þú getur ekkert gert í því

Barónessa von Himpigimp | 29. nóv. '05, kl: 16:30:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe ég sé að þetta innlegg er ævafornt, en mér datt bara eitt skondið í hug... Þegar strákurinn minn var að læra að lesa þá las hann ALLT. En þegar hann nennti ekki meira þá giskaði hann bara á hvað hann hélt að stæði.
Einhvern tímann keyrðum við einmitt yfir brú og hann las á skiltið "einbreið brú". Allt gott og blessað með það, nema við keyrum svolítið lengra og hann fer að þreytast. Þegar við komum að næstu brú spurði ég hvað stæði á skiltinu (það stóð bara "einbreið brú" aftur) og hann svaraði: "Nú, önnur breið brú!"
Sem sagt:
Ein breið brú
Önnur breið brú...

___________________________
Prjón er þerapía: http://www.flickr.com/photos/pjusken/

Tipzy | 29. nóv. '05, kl: 20:21:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe ég elska rökhugsun hjá börnum. :)

...................................................................

+++++ | 26. nóv. '03, kl: 14:42:18 | Svara | Er.is | 0

Ég var með mömmu í strætó þegar ég var c.a 3-4 ára. Þar var maður sem var bara í skyrtu og það var kalt úti. Ég benti á hann og sagði við mömmu hátt og skýrt: "Þessi maður fær sko blöðruhálsbólgu".....c",} Ég hef líklega verið að tala annaðhvort um blörubólgu eða hálsbólgu - veit ekki hvort!??!

Kommastrik | 26. nóv. '03, kl: 14:56:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði alltaf heimalingur þar til fyrir nokkrum árum að ég var leiðrétt þar sem þetta er náttla heimalningur...:) (enda heima-alinn..)

He he glötuð sveitakona..;/

Bethany | 26. nóv. '03, kl: 15:51:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Híhí ég hef alltaf haldið að það væri heimalingur.

Anja | 26. nóv. '03, kl: 15:58:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

*hóst* ég líka :o) og líka skrattinn úr sauðalæknum!!!!! *roðn*

________________________
Been there...broke that.

bangsinn | 26. nóv. '03, kl: 15:55:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyndið, ég hélt það líka - þangað til núna :o)
Frænka mín segir líka alltaf "flétta" í staðinn fyrir "fletta" þegar hún er að fletta bókum og blöðum. Hún er alveg staðráðin í því að það sé líka rétt :o)

Anja | 26. nóv. '03, kl: 16:28:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maðurinn minn segir líka alltaf "flétta" í staðinn fyrir fletta. Svo segir hann "engnar og engnir" í staðinn fyrir engar og engir.... ég þoli það ekki!!!!

Kveðja, Kristín

________________________
Been there...broke that.

kjólafrík | 26. nóv. '03, kl: 16:13:55 | Svara | Er.is | 0

*lol*

ég héllt líka að það væri eldvarnar hátíðin messt *lol*

er að vita það fyrst núna að svo er ekki HAHAHA

kjólafrík | 26. nóv. '03, kl: 16:19:42 | Svara | Er.is | 0

Ég hélt líka alltaf að eitt lag með Bítlunum væri svona ..síróp í jé jé jé... síróp í jé jé jé en það er she loves me é é é *lol*

The Queen | 26. nóv. '03, kl: 16:42:05 | Svara | Er.is | 0

Ég sagði alltaf "þetta er sko fyrir neðan allar hillur" í staðinn fyrir hellur og það er ekki langt síðan ég fattaði að það var vitlaust.
Svo sagði ein stelpa sem ég þekki alltaf að "hún ætlaði að grípa gæsina meðan hún væri volg".
Ég er þvílíkt búin að skemmta mér við að lesa þetta, bjóst ekki við að þetta yrði svona skemmtileg umræða.
Kv.
Rúna

BarnagælanGóða | 26. nóv. '03, kl: 18:09:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk kærlega þið allar fyrir frábæra skemmtun!
Mitt uppáhald var mamman sem ruglaði strokleðri við sleikjó!
Sem minnir mig á það þegar maður er að hugsa um eitthvað, og ætlar svo að segja eitthvað, en segir þá það sem maður var að hugsa um. Hafiði aldrei lent í þessu? Ég var einhvern tíman í sundi þegar ég var lítil og var eitthvað voða mikið að hugsa um töluna sautján. Svo ætlaði ég að kalla á pabba sem var í hinum enda laugarinnar og kallði svona yfir allt: "Sautján!" En samt svona í þeim tón eins og ég væri að kalla á einstakling sem virkilega héti sautján. Svo er alltaf klassísk sagan af manninum í útvarpinu sem sagði "í kvöld mun rólega tónlistin ríða rækjum"

Móðir með margra ára reynslu af barnauppeldi og öllu því sem viðkemur tekur að sér að passa börn á þeirra eigin heimilum þegar pabbi og mamma vilja skjótast út.
Frábær lausn í staðinn fyrir að senda þau alltaf til ömmu og afa að gista.
Skjótist út! Ég kem mér sjálf til og frá og börnin eru í frábærum höndum!

fruharny | 26. nóv. '03, kl: 18:38:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hélt að ég væri sú eina sem ruglaðist á bakaríi og apóteki. kallinn minn gerir mikið grín af mér útaf þessu. :)

Kveðja; Hárný
Ég á 3 litlar prinsessur og 2 litla prinsa :)

Yxna belja | 26. nóv. '03, kl: 19:42:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe ég er víst sek um þann rugling líka..... ótrúlegt hvað þetta er algengt!

_____________________________________
Varúð yxna feminísk belja á ferð

jofiba | 26. nóv. '03, kl: 22:30:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á svolítið erfitt með orðið að athuga..

ég athuga en "við öthugum"....... er að reyna að venja mig á "við athugum" en það gengur illa, skil það ekki :(

Svo hélt ég að ég og maðurinn minn myndum deyja úr hlátri um daginn þegar við vorum að horfa á popppunkt og komið var að liðnum "hljómsveitin spreytir sig" Felix lítur á hljómsveitina Vínyl og segir svo "og nú er komið að liðnum hljómsveitin SPRAUTAR sig.." hahahaha mér fannst það ógó fyndið

mars | 26. nóv. '03, kl: 23:32:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talandi um að brengla texta viljandi, þetta var gert á áruð áður t.d. : "Þrjú tonn af sandi" (Return to sender) lol

elinmarkus | 26. nóv. '03, kl: 23:56:18 | Svara | Er.is | 0

Hahahaha þetta er ekkert smá fyndið:)

Ég var einu sinni stödd í vinnunni minni fyrir framan fullt af fólki. Svo eftir langa vakt var ég orðin ansi þreytt og sagði "guð ég er svo þröng og sveitt" !!!! Í staðin fyrir "svöng og þreytt" Ég hélt ég yrði ekki eldri!!! Þetta mun aldrei gleymast hjá þeim sem þekkja mig:)

Kv *elma*

Barbavís Barbavís | 27. nóv. '03, kl: 00:17:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef aldrei heyrt neitt eins fyndið!!!! Veltist hér um og er í vandræðum með að vekja ekki fjölskyldumeðlimina :o)

Barbavís Barbavís | 27. nóv. '03, kl: 00:41:16 | Svara | Er.is | 0

Var allt í einu að muna eftir einu sem mér finnst alveg sprenghlægilegt :o)

Var í partýi ekki fyrir alls löngu þar sem partýgestir voru m.a. frá Íslandi, Danmörku og Japan. Upp hófst ógurlega málefnaleg umræða um einræðisherra og beindist aðallega að Jósef Stalín. Þá segir allt í einu ein dönsk stelpa sem var þarna "mér finnst Adam Sandler líka alveg ógeðslegur". Það kom dálítið á alla og við vorum ekki alveg með á nótunum því hún væri að blanda honum inn í umræðuna. Þá spyr ein stúlka hana því henni finnist Adam Sandler svona ógeðslegur, og þá segir hún "ó sagði ég Adam Sandler, æ ég meinti Adolf Hiltler". Við gjörsamlega trylltumst úr hlátri.

4rassálfar. | 2. apr. '04, kl: 18:00:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dóttir mín sem er 2 ára singur líka altaf ''afi min fór á honum brauð''
ég komst að því fyrir nokkrum árum að ég söng kem ég heim í búðardal vitlaust.
ég söng ''kem ég heim í buðardal bíður mín brúður þar'' það á aðvera brúðar val
svo kom þær migvöldu ég var altaf að pæla hvað migvöldu væri héld að þetta væri enhver virkjun eða enhvað auðvitað var þetta mig völdu

Blebbína | 29. nóv. '05, kl: 14:24:59 | Svara | Er.is | 0

bwahahahahhaa

~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
*******************Krapp and jú nó itt********************

eyelet | 29. nóv. '05, kl: 14:33:06 | Svara | Er.is | 0

He he ég hef greinilega ekki verið ein um að halda að það væri sungið "eldvarna hátíðin mest".
Ég var bara krakki þegar þetta lag kom út og mér fannst þetta alveg rökrétt því það var alltaf talað svo mikið um bruna út frá kertaskreytingum og að fólk ætti að passa upp á þetta (s.s. eldvarnir á heimilum) :D

Píkusleikir | 29. nóv. '05, kl: 14:34:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

LOL

************************************************************

AFP | 29. nóv. '05, kl: 15:19:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bróðir minn var einu sinni að syngja Þingmaður og svarið er og ég fór að hlusta og hann söng Kynfæri og svarið er og ég Hló MJÖG mikið Hann var 7.ára

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 15:22:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

BRILLÍANT

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Yrpa | 29. nóv. '05, kl: 15:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sonur minn söng altaf:
Hera ég vaknaði um morguninn
er þú kooomst inn til mín
Höfuð þitt eins og kitli
andlitið eins og pósturinn....

kisustrákurinn | 29. nóv. '05, kl: 16:11:01 | Svara | Er.is | 0

hehe já t.d eins og jóla lagið ..... uppá stól stendur mín kanna.... söng ég alltaf en maðurinn minn segir að þetta eigi að vera : uppá hól stend ég og kanna ..níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna ..
Sem meikar audda frekar sens en að "kaffi"kanna standi á stól ....... hehhe

Franny | 29. nóv. '05, kl: 16:18:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

svo er það lag með ELO man ekki hvað það heitir.
en það er sungið í viðlaginu"jólasveinn" finnst mér hahahhahahaha

.................................................................................................................................

Litla sæta ljúfan góða.

pjharvey | 29. nóv. '05, kl: 16:18:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og líka "ganga um gólf með GILDAN staf..." ekki gyltan staf :)

eyelet | 29. nóv. '05, kl: 20:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það var verið að tala um almenn mismæli hérna fyrir ofan.

Við erum í bílstólapælingum núna, þurfum að kaupa nýjan og stærri bílstól fyrir strákinn. Og ég sagði að við þyrftum að fá að máta bílinn í stólinn.

Corsa | 29. nóv. '05, kl: 20:19:54 | Svara | Er.is | 0

Í lagi með Celine Dion sem heitir I'm your Angel" söng vinkona mín alltaf "I'm your reindder" ... Og var svo alls ekki að kaupa það þegar henni var bent á að það væri ekkert verið að tala um hreindýr heldur engla :P

Skógardýrið Húgó | 29. nóv. '05, kl: 20:20:06 | Svara | Er.is | 0

Mamma er inní eldhúsinu eitthvað að fá sér mat.....eða var það að FÁST VIÐ MAT!!! =op

Skógardýrið Húgó & aparnir Zikk & Zakk

Loðinnrass | 29. nóv. '05, kl: 20:30:55 | Svara | Er.is | 0

Kannist þið við lagið "Hey Joe" með Hendrix?

Ég hef alltaf heyrt: "you know I kinda like messing 'round with another man", sem mér þótti alltaf mjög skrítið....Hendrix? Fílar aðra karlmenn?

Mér var bent á fyrir nokkrum árum þegar ég var að raula lagið, að textinn er: "you know I caught her messing 'round with another man".

Það er enn verið að gera grín að mér. Ég þakka Guði fyrir að hafa ALDREI sungið þetta á fylleríi.

_____________________________________________

"Ra Ra Rassputin, Russia's greatest Love Machine"

buslan | 29. nóv. '05, kl: 20:51:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki eina snúllu sem syngur hið vinsæla Írafáslag Ég sjálf og hún syngur viðlagið svona : ég vil ekki vera svona, ekki eins og gömul kona, ég vil bara....... og svo fr.

*busla*

SilverQueen | 29. nóv. '05, kl: 22:10:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég söng einmitt alltaf "eldvarnarhátíðin mest" og svo með þetta hundur í hættunni er auðvitað hundrað í hættunni, en fegin að ég er ekki ein um að misskilja.

Vinkona mín söng alltaf "þú ert eins og traktor það eru álfar inn í þér" í staðinn fyrir "þú ert eins og klettur það eru álfar inn í þér" í laginu með SSSól.

Brilliant umræða, er búin að liggja í kasti hérna.
Upp...

g

Qusmo | 29. nóv. '05, kl: 21:43:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ein sem ég veit um söng altaf lag með Páli 'oskari 'ljúfa líf ljúfa líf eins og vangefið svín' en á að vera ' ljúfa líf ljúfa líf burt á vængjum ég svíf

the muppets | 29. nóv. '05, kl: 21:22:41 | Svara | Er.is | 0

Bara að lesa þessa texta fynst mér lýsa mér *roðn* en munið þið eftir lagi sem Stefán Hilmarsson söng og byrjunin er svona (held ég) Hey Kanína....Kondu í Partý... ég söng allavega alltaf,auka Nína....

SkarpaHarpa | 29. nóv. '05, kl: 21:29:36 | Svara | Er.is | 0

svo var það Waterloo sem varð honey glue

hunangs lím? hvað er það

_____________________________________
Whatever total behavior we choose, it is always our best attempt to gain effective control of our lives, which means to reduce the difference between what we want at the time and what we see is available in the real world.
William Glasser - control theory

strákamamma | 29. nóv. '05, kl: 21:39:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH þetta er bara tær snild, er búin að sitja hér og hlægja upphátt ein inni í stofu, að reyna að vekja ekki krakkana, hehehe

strákamamman;)

Straujárn frá Helvíti | 29. nóv. '05, kl: 21:57:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

talandi um Mýrdalssand....

ískaldri rekkju...og hún sleppur sér...

á einhver kók?

Straujárn frá Helvíti | 29. nóv. '05, kl: 22:00:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo einskonar ást...

því betra er að þjást...en kvelja og sjást af einskonar ást....

á einhver kók?

Tipzy | 29. nóv. '05, kl: 22:04:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe á samt vel við sum sambönd, þarsem er betra er að vera einn og þjást en með einhverjum og kveljast í einhverju love/hate dæmi. :)

...................................................................

Gabrielle | 29. nóv. '05, kl: 22:16:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fleiri fræg mismæli:
Final Countdown=It's a fire downtown
Sódóma=svo kom maaaaaaaðurinnn

Gabrielle | 29. nóv. '05, kl: 22:16:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég meina svo dó maaaaaaðurinn

bvd | 29. nóv. '05, kl: 22:48:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hey kanína (sálin)= sveitaglíma.......

Kruzlan | 29. nóv. '05, kl: 22:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eða sódavaaaaaaaatn

******************************
DÆGURLJÓÐSKÁLD ÁRSINS 2006
*****************************
http://www.barnaland.is/album/img/8354/20061026142939_0.jpg
gildur limur á beibílend

Loðinnrass | 30. nóv. '05, kl: 00:01:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég heyrði þetta líka alltaf úr "The final countdown":

"We're heading for peanuts".

Mér skylst að það sé "We're heading for Venus"...

_____________________________________________

"Ra Ra Rassputin, Russia's greatest Love Machine"

Lebowsky | 29. nóv. '05, kl: 23:40:38 | Svara | Er.is | 0



Ég man ekki hvað lagið heitir en ég söng lagið svona

ég gekk áfram minn veg
til þess að dvelja hér um bil (en ekki niður til heljar hér um bil)

svo var einhver sem söng í vöðvastæltur með landi og sonum í staðin fyrir "Lóðin ráðast á mig" þá söng hann "blómin ráðast á mig"


kv lebowsky

kv lebowsky

http://lebowski.blog.is

BikBok | 29. nóv. '05, kl: 23:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hahahaha! þetta er snilldar umræða! Amma vinkonu minnar er dáldið í því að mismæla sig hún til dæmis talar alltaf um Pizza PORNO í staðin fyrir Pizza Pronto og svo sagðist hún hafa keypt PlayBoy handa barnabörnunum í jólagjöf..Hún meinti GameBoy!

Tipzy | 30. nóv. '05, kl: 00:26:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rofl sé fyrir mér upplitið á foreldrum eftir að amma hefur verið að passa ''jájá þau voru ofsa þæg, ég pantaði handa þeim porno og leigði playboy'' . :)

...................................................................

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47824 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Bland.is