Modafinil við ADHD

bjarkihb | 7. mar. '15, kl: 01:13:44 | 644 | Svara | Er.is | 0

Góða kvöldið!

Hefur einhver langa reynslu af Modafinil við ADHD? Ég er að taka 2*2 töflur á dag af þessu en finnst þetta ekki virka nógu lengi. Það er kannski gallinn við þessi lyf, þ.e. hvað þau virka stutt.

Ég var samt að velta því fyrir mér hvort einhver væri að taka hærri skammta af þessu en 400 mg á dag, sem er skv. fylgiseðlinum hámarksskammtur, til þess að láta þetta virka lengur?

Mér finnst þetta ekki virka eins mikið og sumir hafa talað um þetta lyf á netinu. Ætli maður byggi upp almennt þol gagnvart lyfjum, þ.e.a.s. að þar sem ég er með mjög mikið lyfjaþol bæði morfin, Gabapentin og líka stesolid þá kannski myndast almennt þol við öðrum lyfjum, og þar með talið þessu líka?

Mig langar svo að geta náð að einbeita mér yfir allan daginn, þar sem ég er í lögfræði og verð stundum að lesa eða leysa úr verkefnum í mjög langan tíma í einu.

Ef einhver er með góð ráð þá væru þau vel þegin! :)

 

svarta kisa | 7. mar. '15, kl: 01:17:46 | Svara | Er.is | 0

Bíddu vó, hvaða lyf eru þetta, er þetta nýtt??? Er þetta eitt af þessum örvandi lyfjum eins og rídalín og conserta???
Langar að vita því ég er með rosalegan athyglisbrest sem ekki hefur verið hægt að tríta með lyfjum því ég er líka með Tourette. Hef reyndar prófað strattera og það virkaði ekki neitt á mig. Hef aldrei heyrt um þetta sem þú talar um...

skófrík | 7. mar. '15, kl: 01:26:49 | Svara | Er.is | 0

segi það með svarta kisa, er einmitt búin að vera prófa allt sem geðlæknirinn minn segir að það sé til við athyglisbrest en ekkert hefur virkað út af aukaverkunum, ætla spyrja út í þetta lyf næst þegar ég fer

bjarkihb | 7. mar. '15, kl: 01:29:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þekkja þetta lyf mjög fáir, en þetta þykir mjög "töff" lyf í bandaríkjunum. Þetta er örvandi lyf og virka efnið heitir modiodal. Ef þið googlið það þá sjáið þið strax fullt af fólki sem fílar þetta. Þetta er mjög gott lyf myndi ég segja

skófrík | 7. mar. '15, kl: 01:32:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fann þetta á lyfjabokin.is
Virkar þetta vel við athyglisbrestinum?

Modiodal inniheldur virka efnið módafíníl. Lyfið er notað við svefnflogum með eða án máttleysiskasta. Svefnflog er það þegar fólk á í erfiðleikum með að halda sér vakandi að degi til án þekktrar undirliggjandi orsakar og sofnar jafnvel hvenær sem er eða hvar sem er. Virkni módafíníls virðist að hluta tengd sértækri örvun á adrenvirkum taugaboðum í heila. Með því að örva þessi taugaboð í heila eykur það eftirtekt og auðveldar mönnum að halda sér vakandi að degi til. Þar sem módafíníl hefur mjög sértæka örvun á adrenvirk taugaboð hefur það ekki áhrif á hjarta og æðakerfi og fólk virðist ekki verða vart við vanabindingu af lyfinu.

bjarkihb | 7. mar. '15, kl: 01:37:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta virkar vel á hann á meðan lyfið er í kerfinu, og það á að vera mun lengur í kerfinu en ég upplifi. Svo er líka mjög athyglisvert að íslenskir læknar segi að fólk eigi það ekki á hættu að ánetjast þessu því allar enskar síður sem ég skoðaði þá var það alltaf tekið mjög skýrt fram að þetta væri ávanabindandi o.s.frv. Ég upplifi reyndar ekki neitt þannig af þessi lyf.
Ég er búinn að prufa Strattera (virkaði ekki!) en langar ekki á concerta vegan kvíðans, því concerta á að auka hann.

skófrík | 7. mar. '15, kl: 01:39:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já concertað jók alveg rosalega á kvíða hjá mér, fékk hvert kvíðakastið ofan í annað og stratterað hafði engin áhrif á athyglisbrestinn :(

Dalía 1979 | 7. mar. '15, kl: 10:36:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ánetjast ertu þá að meina að manneskja með adhd  geti ánetjast eða bara orðið fýkill

bjarkihb | 8. mar. '15, kl: 01:53:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég held að það sé aðalega verið að meina fólk sem notað þetta til þess að halda sér vakandi á óheilbrigðan hátt.
Einnig er það þekkt að fólk geti einfaldlega ekki hætt að nota þetta vegna þess að þá finnur það svo neikvæðan mun á sér (verður aftur eins og það var áður).

sorry | 7. mar. '15, kl: 15:33:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eykur þetta lyf ekki kvíðann ?

bjarkihb | 8. mar. '15, kl: 01:51:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, þetta lyf hefur mjög góð áhrif á kvíða og ofur góð áhrif á þunglyndi.

skófrík | 7. mar. '15, kl: 01:37:43 | Svara | Er.is | 0

en til að svara þessari spurningu þinni, þá myndi ég hvorki auka við skammt né minnka skammt nema í samráði við geðlækninn þinn/ eða heimilislækni...eða hvaðan sem þessi lyf eru skrifuð út fyrir þig :)

bjarkihb | 7. mar. '15, kl: 01:38:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ég geri það ekki. En mér finnst gaman og gott að ræða þetta við aðra.

skófrík | 7. mar. '15, kl: 01:40:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

skiljú :) ég hef takmarkað vit á þessu, en ég vona að þú fáir einhver góð svör hér ;)

bjarkihb | 7. mar. '15, kl: 01:43:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehe já ég veit voða lítið um þetta allt, stundum líður mér eins og ég sé tilraunadýr hjá geðlækninum mínum haha. Ég var á öðru lyfi áður sem voðalega fáir hafa prufað og það var rosalegt haha. Ég breyttist einn daginn og fór að haga mér mjög undarlega. Þá vildi ég ekki sjá það lyf lengur. Það heitir Edronax og var fyrir ADHD hjá mér, en ég er líka með mjög mikinn kvíða sem veldur stundum þunglyndi

Dalía 1979 | 7. mar. '15, kl: 10:34:30 | Svara | Er.is | 0

hvaða lyf er þetta hef ekki heyrt um það er þetta sama og ritalin 

bjarkihb | 8. mar. '15, kl: 01:50:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er ekki af sama flokki og ritalin. Þetta er aðalega notað gegn "svefnlogi", hvað svo sem það er, líklega fyrir fólk sem getur ekki haldið sér vakandi á daginn. Svo hefur komið í ljós að sumir með ADHD finna fyrir jákvæðri breytingu með athyglinga sína ef þeir taka þetta lyf.
Það eru þrír lyfjaflokkar skv. lyfjabókinni undir flokknum "örvandi lyf".

1. Flokkur lyfja eins og ritalin og conerta
2. Flokkur lyfja eins og Strattera.
3. Modiodal (Modafinil) --> en það er lyfið sem ég er núna að taka.

johnsupercash | 16. des. '15, kl: 14:27:37 | Svara | Er.is | 0

https://www.youtube.com/watch?v=PAKS0aVhGto
þetta er sama lyfir

johnsupercash | 16. des. '15, kl: 14:30:33 | Svara | Er.is | 0

búið að vera til á íslandi frá 2009

johnsupercash | 16. des. '15, kl: 14:32:32 | Svara | Er.is | 0

https://www.youtube.com/watch?v=JiY5uFLQG2E

Fæst í öllum betri Apótekum

grannmeti | 16. des. '15, kl: 16:06:15 | Svara | Er.is | 0

Ég hugsa ad þad sé best ad tala vid lækninn þinn um hvort þessi lyf henti þér í raun og veru. Og svo getur verid munur á lyfjum eftir því hvada fyrirtæki framleidir þad

------------------------------------------------------------------
Eignaðist dóttur 5 Júlí '08:D 13 merkur og 50 sentimetrar og sætust í heimi!
------------------------------------------------------------------

gydaolv | 17. des. '15, kl: 14:45:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá hvaða geðlæknir fékst Modiodal?

gydaolv | 17. des. '15, kl: 14:46:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef trú á að það hjálpi við ADHD þeim sem passar það. :)

Dabbistebbasson | 31. júl. '17, kl: 15:16:31 | Svara | Er.is | 0

Löngu dauður post en sakar ekki að prufa. Fékkstu eitthverntíman modafinil og hvernig fór það í þig? hjálpaði það? Ég er sjálfur með Adhd og er að fá nýja greiningu núna svo ég komist á lyf en ég man bara hversu óþægilega manni leið oft á rítalíninu og conserta.

hvaðerþað | 18. mar. '19, kl: 11:47:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Èg veit að þetta er gömul umræða en langar að heyra fleiri reynslusögur af þessu lyfi. Dabbistebvasson fékkst þú þetta lyf og ef svo er hvernig var að vera á því?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 28.3.2024 | 10:53
jaðraka & _svartbakur JonThor1234 9.2.2024 28.3.2024 | 10:51
Tinder olla2 23.3.2024 28.3.2024 | 10:49
Endurfjármögnun biðtími? Norðlenska mærin 27.3.2024 28.3.2024 | 10:44
Palestínumaður ekki með Íslenskt ríkisfang krefst þess að verða framlag Íslands í Erovision jaðraka 4.3.2024 28.3.2024 | 10:20
Sjónin komaso 28.10.2008 28.3.2024 | 10:20
Að láta loka fyrir tímabundið mánaskin 27.3.2024 28.3.2024 | 09:52
Krít - hótel á góðum stað hildur789 27.3.2024
Einhver með reynslu af stefnumótasíðum? olla2 25.3.2024 27.3.2024 | 18:01
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024
Er um þungun að ræða verorun 27.3.2024
Hvar er best að versla glugga og hurðir? AGests 26.3.2024
Vöðvakippir og óþægindi Pookie 19.2.2007 25.3.2024 | 22:04
Er ríkissjóður að borga flutninga flug og annað fyrir ættingja hælisleitenda til Íslands ? jaðraka 13.2.2024 25.3.2024 | 10:36
Berlín Ròs 25.3.2024
Barnabækur alltafmamman 13.3.2024 24.3.2024 | 20:53
Endurfjármögnun Norðlenska mærin 22.3.2024
Parketleggja 70 fm Norðlenska mærin 18.3.2024 22.3.2024 | 03:41
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 20.3.2024 | 13:10
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 19.3.2024 | 19:14
Rauða serían djabbar 10.6.2014 17.3.2024 | 23:45
Vindmyllu framtíð íslands Zjonni71 5.3.2024 17.3.2024 | 23:24
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 17.3.2024 | 11:21
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 17.3.2024 | 10:54
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 16.3.2024 | 14:36
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 16.3.2024 | 12:12
Kjop.is inanna 13.6.2023 16.3.2024 | 10:56
Lagið í Nova auglýsingunni... Alison 14.3.2012 15.3.2024 | 22:41
Hvar finn ég Fljótandi Lesitín eða duft? Brekster 14.3.2024
leit af vinnu :o) Emmapigen 7.11.2005 12.3.2024 | 15:01
Leigubílafyrirtæki Stefan F 27.2.2014 12.3.2024 | 13:06
Nýtt fjórflokka mynstur jaðraka 10.3.2024 11.3.2024 | 19:57
óska eftir stundirnar með gunna og felix á dvd Selströlm200 10.3.2024
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024
vélindakrampi heida4 21.11.2008 9.3.2024 | 14:04
Wolt dvdrom 20.1.2024 8.3.2024 | 23:29
Leiguverð b82 5.2.2024 8.3.2024 | 23:21
LEITA AF SJÓNVARPSSERÍU marf 28.6.2023 7.3.2024 | 10:36
Facebook 12strengja 5.3.2024 7.3.2024 | 03:34
Putin verðu vart á lífi þessi jól. _Svartbakur 19.11.2022 6.3.2024 | 02:33
Hollur skyndibiti úr krónunni eða Bónus xflexx 27.2.2024 5.3.2024 | 21:19
Omeprazole isaac 4.3.2024
Abilify KuTTer 16.7.2010 4.3.2024 | 03:03
Vita konur hvad Femdom er. Bland1975 22.11.2020 3.3.2024 | 18:29
Kavenpenin olzo1951 2.3.2024
Palestinumenn í Gasa og Hamas er það ekki hið sama ? jaðraka 29.2.2024 29.2.2024 | 16:13
Háls- nef og eyrnalæknir Hilda á Hóli 28.2.2024
Snyrtistofa mjòdd Ròs 28.2.2024
Er haegt ad eyda Helloyou 28.2.2024
Síða 1 af 46386 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Paul O'Brien, Hr Tölva, tinnzy123