Mögulega trans barn, vantar ráðleggingar.

trans parent | 2. mar. '15, kl: 12:17:26 | 1782 | Svara | Er.is | 2

Góðan dag, ég leita hingað vegna gruns um að 5 ára sonur minn sé trans og veit í raun ekki hvað ég á að gera til að vera hvorki of neikvæð né að ýta undir eitthvað sem er svo kannski ekki eins og ég hélt.


Hann hefur sagt hluti eins og þegar ég verð stór ætla ég að verða kona og af hverju er ég með stutt hár en hún sítt mig langar að vera með svona sítt hár og mig langar að fá svona kjól og mig langar að fá svona pils og bleikt og fjólublátt er uppáhaldið, ég hef aldrei beint bannað neitt af þessu því mér finnst eðlilegt að strákar eigi bleikt dót og bleik föt og þeir mega alveg vera í pilsum og kjólum og safna hári en hvar sér maður mörkin á hvort barnið sé trans? Hann segir einnig að hann sé stelpustrákur og hann er mjög greindur og gerir sér fulla grein fyrir því bæði að hann sé strákur og að samfélagið gefi oft til kynna að strákar "eigi ekki" að ganga í pilsum og kjólum en honum er alveg sama. Hann biður oft um teygju í hárið líka og spennur og þegar hann leikur sér þá er hann t.d. Anna systir Elsu og svo framvegis.


Ég hef tvær spurningar á hvaða aldri er hægt að vita hvort barn sé trans?
Og hvað get ég gert til að hjálpa og hvar get ég lesið mér til um þetta?

 

~~~~~~~

Ziha | 2. mar. '15, kl: 12:26:19 | Svara | Er.is | 26

Leyfðu honum bará að vera barn núna......myndi bará halda áfram svona og athuga svo stöðuna eftir nokkur ár.....

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Felis | 2. mar. '15, kl: 13:00:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

nákvæmlega, og leyfa honum að fara í kjóla ef hann vill og leyfa honum að vera með sítt hár ef hann vill. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Pippí | 2. mar. '15, kl: 12:35:26 | Svara | Er.is | 11

Ég myndi prófa að hafa samband við samtökin 78 og athuga hvort að einhver þar geti talað við þig eða bent þér á vetvang til að ræða þetta við aðra foreldra sem eiga transbörn.

Noja | 2. mar. '15, kl: 12:43:32 | Svara | Er.is | 2

Ég segi eins og Ziha...leyfðu honum bara að vera barn og ekki hafa áhyggjur af því í dag, sem að kannski verður svo aldrei.

Strákar vilja oft fá að prufa og leika sér með dúkkur og dót stelputengt. Það þarf ekkert að þýða neitt :)
Ef hann vill fara í kjól, leyfðu honum þá að fara í kjól. Svo með tímanum líður þetta eflaust hjá. '
Nú ef ekki, þá tekur þú á því þegar að því kemur :)

Vinskapur og ást....er salt lífsins !

zkitster | 2. mar. '15, kl: 12:48:47 | Svara | Er.is | 12

Hafðu samband við Samtökin 78, þau eru með félagsráðgjafa, sálfræðinga og fjölskyldumeðferðarfræðinga. Ráðgjafa teymið hjá þeim hefur reynslu. Þau væru best í stakk búin til að veita þér góðar upplýsingar.
En ef hann er Trans, sem er ekkert eina skýringin, að þá svo lengi sem barnið upplifi bara stuðning og opið umhverfi í kringum sig þá er þetta ekki stórt mál á þessum aldri.

Ég hef ekki trans reynslu en ég er intersex. Það situr rosalega í mér ennþá þegar pabbi skammaði mig á unglingsárum fyrir að vera ekki nógu kvenleg..

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

LadyGaGa | 2. mar. '15, kl: 15:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er intersex?

zkitster | 2. mar. '15, kl: 15:46:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Intersex er regnhlífaheiti yfir einstaklinga sem búa yfir kyneinkennum sem falla ekki alveg í xx+ákveðin hormónastarfsemi= kona og xy+ákveðin hormónastarfsemi = karl. Td getur verið munur á litningum (x, xxx, xxy, xxxy, xx/xo osfrv) munur á ytri eða innri kynfærum og líka munur á hormónastarfsemi.
Við eina af hverjum 1500/2000 fæðingum sést munur strax við fæðingu. Hins vegar er mun algengara að intersex formgerð uppgötvist seinna. Talið er að um 1,7% fæddra barna búi við intersex formgerð, hjá sumum uppgötvast það í barnæsku eða við kynþroska, öðrum á fullorðinsárum og það eru aðrir sem greinast aldrei. 1,7% er fengið frá Anne Fausto Sterling.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

LadyGaGa | 2. mar. '15, kl: 15:50:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok. en ef það sést á kynfærum hverjar geta þá verið ástæður fyrir því að það greinist ekki?  Veistu það?

zkitster | 2. mar. '15, kl: 15:55:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tja almennt ef það sést og er ekki greint að þá myndi ég segja að þar byggi þekkingarleysi lækna á bakvið.Þegar kemur að minni formgerð þá er þekking íslenskra lækna nær engin.  Því miður er þekking á þessum málaflokk takmörkuð og útum allan heim er verið að senda börn í óþarfar kynfæaraðgerðir vegna þess að það er verið að byggja intersex meðferð á mjög gamalla lækna arfleið eða rannsóknum John Money´s sem hafa í þokkabót verið hraktar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf út þessa skýrslu þar sem er krafist breytinga:  http://www.who.int/reproductivehealth/publications/gender_rights/eliminating-forced-sterilization/en/

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

assange | 2. mar. '15, kl: 16:08:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad er intersex?

zkitster | 2. mar. '15, kl: 16:09:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Intersex er regnhlífaheiti yfir einstaklinga sem búa yfir kyneinkennum sem falla ekki alveg í xx+ákveðin hormónastarfsemi= kona og xy+ákveðin hormónastarfsemi = karl. Td getur verið munur á litningum (x, xxx, xxy, xxxy, xx/xo osfrv) munur á ytri eða innri kynfærum og líka munur á hormónastarfsemi.
Við eina af hverjum 1500/2000 fæðingum sést munur strax við fæðingu. Hins vegar er mun algengara að intersex formgerð uppgötvist seinna. Talið er að um 1,7% fæddra barna búi við intersex formgerð, hjá sumum uppgötvast það í barnæsku eða við kynþroska, öðrum á fullorðinsárum og það eru aðrir sem greinast aldrei. 1,7% er fengið frá Anne Fausto Sterling.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

assange | 2. mar. '15, kl: 18:49:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok.. Takk fyrir tetta.. Mjog ahugavert.. Hvad tydir tetta td fyrir tig ef eg ma spyrja? Tarft ekki ad svara..

zkitster | 2. mar. '15, kl: 22:19:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 22

Ég er xy kona, ónæm fyrir androgenum (testesterone). Við fæðingu var ekki hægt að sjá neinn mun, ég greindist í kviðslitsaðgerð 6 vikna, þá voru hvorki eggjaleiðarar né eggjastokkar en ég var með eistu. Við kynþroska fara eistun að framleiða testesterone sem ég er ónæm fyir, líkaminn aromatisar því í estrogen. Því fylgir kvenkynþroski án blæðinga.
Kynvitund er svo annað mál, nær allir með mitt form upplifa kynvitund sína sem kvenkyns, ég upplifi mig mest allan tímann bara frekar neutral, en stundum kvenlegri og stundum strákalegri, bara frekar fluid. Ef við hugsum kyn sem skala þá dvel ég mest allan tíma frekar nálægt miðju en fer svo í allar áttir þegar mér leiðist.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

fálkaorðan | 2. mar. '15, kl: 22:30:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úh töff. Takk fyrir að deila.


Líkaminn er dásamlegt fyrirbæri.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 3. mar. '15, kl: 01:47:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ég spyrja, heitir þú kvenmannsnafni? Og segir fólk ''hún'' við þig?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

zkitster | 3. mar. '15, kl: 09:57:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Engum dettur nokkuð annað í hug en að ég sé kona nema að ég tjái mig eitthvað um þetta.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 10:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áhugavert en varstu alin upp sem strákur?

zkitster | 3. mar. '15, kl: 10:26:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Nei að sjálfsögðu ekki, það datt engum neitt í hug annað en ég væri bara standard xx stelpa fyrr en ég er skorin upp 6 vikna. Fólk með mitt form greinist oft ekki fyrr en um kynþroska, þ.e þegar kynþroskinn fer af stað en blæðingar láta standa á sér. Ein vinkona mín vissi ekki að hún heyrði undir intersex regnhlífina fyrr en hún var búin að vera gift í einhver ár. Þá höfðu eistun hennar verið fjarlægð en henni sagt að hún hefði fengið krabbamein í eggjastokka og þurft að láta fjarlægja stokka og leg. Hana grunaði ekkert. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

assange | 3. mar. '15, kl: 11:27:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Va

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:14:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já ok skildi þetta eitthvað vitlaust. En Ha vá þetta er mjög merkilegt. Er það alveg vitað hvort kynið maður er í þessu eða getur það bara orðið 50/50 - og ákváðu foreldrarnir þetta bara fljótlega eftir að hún fæddist. Fyrirgefðu spurningarnar en mér finnst þetta bara mjög áhugavert.  

zkitster | 3. mar. '15, kl: 16:45:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ok mitt form AIS skiptist í 8 stig. Ég er á 8. stiginu, algjört androgenónæmi, þú getur sprautað í mig fullum testesterone skammti og það gerist ekkert, nada, zilch. Líkaminn breytir bara hluta í estrogen. Ég er líkamlega ófær um að breyta líkama mínum í karlmanns líkama. Hann hefur ekki líffræðilegar forsendur til að vera öðruvísi en hann er. Þinn líkami (ætla bara að gefa mér að þú sért cis kona, þ.e með kvenkyns kyneinkenni og kynvitund) er líffræðilega fær um að breytast í karlmannslíkama (með hjálp ;)
Svo eftir því sem það færist neðar í stigum því meiri næmni. 
8 stig er nær alltaf kvenkynskynvitund og alveg kvenkyns ytra útlit.
7 stig oftast. kvk kv væg stækkun á sníp (seriously, this can be a good thing ;)
6 stig oft kvk kv 
5 stig meira 50/50   Ytri kynfæri eru almennt óræð
4 stig  meira 50/50  Ytri kynfæri eru almennt óræð
3stig ost kk kv
2 stig ofast kk kv
1 stig nær alltaf karlkynskynvitund og meira og minna alveg karlkyns ytra útlit

Intersex er svo regnhlífarheiti yfir tugi mismunandi formgerða, konur með x þrístæðu td myndu heyra undir intersex regnhlífina þar sem eitt kyneinkenna þeirra væri aðeins örðuvísi en hjá flestum konum. Samt sem áður er nær enginn munur á konu með xx eða konu með xxx.  Sumir eru með xxy litninga, oftast karlmann ytri líkama. Áður fyrr var haldið að ýmislegt fylgdi almennt því að vera xxy eins og námsörðugleikar, oftar á einhverfurófinu ofl. Svo fór að koma í ljós að það væru þeir sem voru að greinast á þeim tíma en í dag er vitað að fullt af fólki er með xxy litninga samstæðu án þess að þetta komi til. Sumir kjósa smá auka hormónagjöf við kynþroska, aðrir ekki. 
Intersex fólk er almennt bara konur og menn eins og allir aðrir, bara eitthvert kyneinkenni er frábrugðið því sem er algengast er.  Intersex er ekki nýr kynflokkur, intersex sýnir bara að líffræðileg fjölbreytni sé meiri en okkur er kennt í grunnskóla. Kynflokkarnir okkar eru síðan byggðir á félagslegum hugmyndum um kyn og þar sem flest intersex fólk eru jú konur eða menn að þá er eðlilegt að úthluta kyn við fæðingu. Með sumar formgerðir þá eru læknarnir bara ansi nálægt því að vera 100% nákvæmir. hjá öðrum þá er nákvæmnin ekki jafn mikil og allt frá 8-20% er úthlutað vitlausu kyni við fæðingu. Þegar kemur að einni formgerð þá fer það hlutfall upp í 40%
Talað er um að við 1 af hverjum 1500/2000 fæðingum sé sjáanlegur munur strax við fæðingu en hinsvegar sé í raun 1-2 af 100 börnum intersex, sum greinast í barnæsku, sum á kynþroskaldri, sum á fullorðinsárum og sumir aldrei. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

EvaMist | 4. mar. '15, kl: 00:02:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk kærlega fyrir allar þessar áhugaverðu upplýsingar. Það er allt of lítið talað um fjölbreytileikann okkar allra. Við erum ekki öll eins og það er bara frábært. Vildi að samfélagið væri ekki með þennan þrýsting um að fólk eigi að vera svona eða hinsegin. Það ætti ekki einu sinni neinn að vera að spá í hvort fimm ára barn sé Trans. Því það ætti bara að vera allt í lagi allsstaðar og enginn ætti sérstaklega að vera spá í því.

zkitster | 4. mar. '15, kl: 00:52:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nákvæmlega, ef einhver grunur vaknar hjá foreldri þá leita sér upplýsinga, S´78 eru með mjög góðar. Svo lengi sem barnið er ánægt þá er allt í góðu en meðð upplýsingar að vopni er fólk í stakkbúið til að meta hvenar þarf að gera eitthvað. Ef nærumhverfi barnsins er traust og víðsýnt þá þarf hvort sem er lítið sem ekkert sem þarf í raun að gera ef úr reynist og barnið finnst því geta beðið um það sem það vill þegar það vill.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

staðalfrávik | 8. mar. '15, kl: 02:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virkilega áhugavert. Getur Intersex fólk, segjum á 8. stigi, verið trans veistu?

.

staðalfrávik | 8. mar. '15, kl: 02:32:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Never mind, fatta núna.

.

zkitster | 8. mar. '15, kl: 11:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þessi stig koma bara mínu formi af intersex við, það er andógenónæmi. Intersex er regnhlífaheiti yfir tugi mismunandi formgerða. En nei það er nefnilega málið, ég fæddist með minn líkama og ólíkt öðrum líkömum þá er ekki hægt að breyta utliti hans með hormónum, sama hvort ég fæ testeterone eða estrogen þá nýtir líkaminn minn þau bæði, á endanum, eins.
Hins vegar gæti td einstaklingur með xxy litninga verið líka trans þar sem sá einstaklingur væri með næmni fyrir bæði E og T. 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:17:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þú ert auðvitað að tala um ytri og innri kynfæri - það er það sem ég er að misskilja. En ég er samt áhugasöm hver ákveður að taka eistu.

Ziha | 3. mar. '15, kl: 19:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skilst að þau hafi yfirleitt verið tekin á þessum tíma vegna hættu á krabbameinsmyndun.   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

svartasunna | 4. mar. '15, kl: 19:03:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veistu hvort það er auðvelt að sjá þessi mismunandi stig hjá fólki eða hvort þetta er dýr og flókin rannsókn sem er ekki auðsótt?

______________________________________________________________________

zkitster | 4. mar. '15, kl: 22:21:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er reyndar ekki rétt. Því var haldið fram lengi en engar rannsóknir voru á bakvið þær alhæfingar. Það var verið að yfirfæra aðrar rannsóknir yfir á okkur.  Krabbameinshætta er innan við 1% fram yfir kynþroska hjá flestum. Hún fer svo upp í 10% á fullorðinsárum og þess vegna er mikilvægt að fara í tékk á eistum í staðinn fyrir leghálskrabba tékk. Gert með sónar. Þá framleiðir maður bara sína hormóna sjálfur, ekkert mál.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

hillapilla | 3. mar. '15, kl: 13:20:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvers vegna ætti hún að hafa verið alin upp sem strákur..?

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:15:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Því það voru ekki eggjaleiðarar en voru eistu rugluðu mig. Þetta eru náttúrlega innri kynfæri sem hún talar um. Er alveg búin að gleyma að það fylgi ekki endilega. 

trans parent | 3. mar. '15, kl: 07:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir að deila þessu.

~~~~~~~

hanastél | 3. mar. '15, kl: 10:35:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Takk fyrir að deila og fræða :)

--------------------------
Let them eat cake.

bababu | 3. mar. '15, kl: 10:54:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sry!!! Skroll minus

assange | 3. mar. '15, kl: 11:28:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir ad deila og fraeda... ;)

lalía | 2. mar. '15, kl: 12:58:27 | Svara | Er.is | 2

Eins og aðrir hafa bent á eru Samtökin '78 með ráðgjafaþjónustu sem þú skalt endilega nýta þér. Samtökin eiga líka rosalega gott bókasafn um hinsegin málefni og þar geturðu örugglega fundið lesefni.

zkitster | 2. mar. '15, kl: 13:12:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Bókasafn Samtakanna er komið annars vegar á Borgarbókasafnið (skáldverk) og hins vegar á þjóðarbókhlöðuna (fræðirit).

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

lalía | 2. mar. '15, kl: 13:31:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok, takk fyrir leiðréttinguna :)

zkitster | 2. mar. '15, kl: 13:34:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýlegt, var bara í haust. Tengist flutningunum. :)

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

isora | 2. mar. '15, kl: 13:16:57 | Svara | Er.is | 0

http://trans.samtokin78.is/

Maríalára | 2. mar. '15, kl: 14:08:02 | Svara | Er.is | 1

Dóttir mín vildi vera stutthærð, elskar bláan lit og finnst gaman að vera superman og spiderman, ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Myndi bara vera róleg og leyfa honum að vera eins og hann vill, kemur í ljós síðar á ævinni ef þetta er eitthvað sem þarf að skoða nánar. 

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 22:34:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá er hún ábyggilega trans :) Eða nei það er bara þegar strákur vill vera í kjólum :)

trans parent | 3. mar. '15, kl: 07:57:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er nú ekki satt það truflaði mig ekki eitt og sér en að strákur segist ætla að vera kona þegar hann verður skór er eitthvað sem má alveg taka alvarlega eða alla vegana undirbúa sig.

~~~~~~~

Felis | 3. mar. '15, kl: 09:27:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

ég er alveg sammála - líka fínt að undirbúa sjálfan sig andlega og svona án þess að endilega vera að ota einu né neinu að barninu. Bara leyfa því að vera einsog það er og ala það upp með vitneskjuna að fjölbreytileikinn er bestur og það eiga allir að fá að vera einsog þeir vilja vera (meðan það skaðar ekki aðra) og að maður verði alltaf til staðar, hvað sem framtíðin ber í skauti sér

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 10:24:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En þarf eitthvað að spá í þessu núna með svona ungt barn? Má hann ekki bara klæða sig eins og hann vill? Skiptir þetta einhverju máli fyrr en hann verður eldri? Ef stelpa segist vilja vera karl myndi sennilega enginn spá ínþetta svona snemma. Barnið er bara barn og þarf ekkert að kyn gera sig strax. Samfélagið á bara að samþykkja öll börn sama hvernig þau vilja klæða sig.

trans parent | 3. mar. '15, kl: 12:34:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það þarf ekki að spá í þessu en ég kýs að afla mér upplýsinga.

~~~~~~~

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:18:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú getur alveg gert það ef þetta truflar þig en ekki fara með hann sjálfan neitt til að byrja með allavega. 

Ziha | 3. mar. '15, kl: 19:08:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Tek undir þetta.... má alls ekki rugla neitt í svona... sérstaklega ekki ef hætta er á því að eitthvað sé gert sem er óafturkræft. 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

þreytta | 3. mar. '15, kl: 15:25:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Er það?? Ég held þetta séu ekkert óalgengar pælingar hjá börnum á þessum aldri?? Tala nú ekki um ef að flestir sem hann umgengst svona dagsdaglega eru kvennmenn.
Þau eru oft að spá og spökulera. Þegar ég var að vinna með elstu börnunum á leikskólanum þá voru oft pælingar í þessa veru og líka að vilja bara giftast besta vini sínum.  Þetta var meira að segja áður en það var svona mikil umræða um þessi mál í samfélaginu. 


En það er um að gera að vera bara opin fyrir þessari umræðu, ræða við hann afhverju hann langi til að vera kona ef hann talar aftur um þetta og fræða hann ef hann spyr, já það eru til hommar og lesbíur og svo hafa sumir fæðst sem strákar en látið breyta sér í konu, án þess þó að fara eitthvað í details. En hafa bara umræðuna miða við hans þroska og skilning. Ef þú gerir þetta þá mun hann vita ef til þess kemur að hann vilji láta breyta sér, eða ef hann er trans eða hommi, þá veit hann að hann getur rætt þessi mál við þig. 


En ég held það sé ekkert sem foreldrar eiga að styðja eitthvað sérstaklega við, ekkert frekar en ef hann segðist vilja vinna í búð þegar hann er stór og væri alltaf í búðaleik, eða kennari og væri alltaf í kennaraleik. 

Þönderkats | 3. mar. '15, kl: 20:15:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já allt í lagi að vera undirbúin og afla sér fræðslu. Það er ekki svo óalgengt að börn segi svona. Ég ætlaði alltaf að verða karlmaður þegar ég væri stór.

presto | 4. mar. '15, kl: 18:54:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefur þú spurt "hvernig kona" ? Hvaða mun sér hann á karli og konu? Finnst barninu allar konur eins?

Kaffinörd | 2. mar. '15, kl: 14:52:06 | Svara | Er.is | 2

Mæli eindregið með heimsókn í Samtökin 78

everything is doable | 2. mar. '15, kl: 15:07:53 | Svara | Er.is | 4

Ég á frænda sem í dag er eins mikill gaur og mögulegt er en þegar hann var lítill þá lét hann sér bara með barbí, gekk um í kjólum og safnaði hári svo hann gæti verið með fasta fléttu eins og systir hans. Hann er í dag trúlofaður með barn og það getur engin beðið eftir brúðkaupinu þegar á að grafa upp myndböndin af honum þar sem hann biður um kjól og barbí í jólagjöf svo ég myndi bara leyfa honum að vera barn og bara hvorki ýta undir þetta né draga úr þessu. 

EvaMist | 2. mar. '15, kl: 22:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú jú bara drífa sig með hann í Samtökin 78 um leið og hann sýnir áhuga á því að vera í kjólum og lakka neglur og svona :)

HollyMolly | 3. mar. '15, kl: 01:11:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvernig veistu nema hann sé að berjast við þetta inn í sér? Kannski er hann í afneitun því hann vil falla undir "normið".. kannski kemur hann svo eftir mööörg ár og segist vera kona.... You never know.

♥ 15.6.11 fríkkaði heimurinn um 100% ♥
♥ Enn meiri fegurð bætist við í júní 2016 - 35v+ ♥

presto | 4. mar. '15, kl: 18:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst það reyndar sorglega fordómafullt af vilja hæðast sð því að lítill dengur (í fortíð) hafi sótt í kjóla og barbí. Segir meira um fólkið í kringum hann en hann sjálfan. 

everything is doable | 4. mar. '15, kl: 19:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var fyrstur til að biðja um að við myndum draga fram þessi myndbönd svo þetta er nú ekkert verið að hæðast að honum ef honum þætti þetta óþæginlegt eða vandræðalegt. 

presto | 4. mar. '15, kl: 20:02:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ef þú ert  að tala um heila brúðkaupsveislu máttu ekki gleyma öllum hinum. Hvers vegna ætti þetta að vera fyndið/aðhlátursefni?

EvaMist | 4. mar. '15, kl: 23:06:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það þætti ekki aðhlátursefni að stelpa gengi í strákafötum og léki sér með bíla og byssur eða hvað það er sem strákar eiga eingöngu að leika sér með. Hvað þá að það þætti efni í brúðkaupi. DÆS

everything is doable | 5. mar. '15, kl: 19:07:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef nú ekki séð þessi myndbönd sjálf enda er þessi maður jafnaldri minn en þetta er eitthvað sem honum finnst fyndið og því ekkert að því að hann sýni þetta, það voru margir búnir að skrifa hann samkynhneigðan eða trans og ætli þetta sé ekki hans að vilja gera meira gys að þessu fólki heldur en sjálfum sér. 


Og jú það eru einstaklega margar af mér sem voru nú meðal annars sýndar í mínu brúðkaupi þegar ég ákvað að ég ætlaði að klippa mig stutt eins og strákur og neitaði að vera í kjól því eldri bróðir minn þurfti ekki að vera í kjól og frænkur mínar spurðu mig þegar ég var orðin 24 ára einhleyp hvort ég ætlaði ekki að fara að finna mér kærasta eða jafnvel kærustu. 


Mér finnst allt í lagi að fólk geri nákvæmlega það sem það vill í sínu eigin brúðkaupi og sæll ég gerði mikið grín af sjálfri mér í gamla daga það gerir mig ekki fordómafulla og heldur ekki fólkið sem hló þegar myndir og myndbönd voru sýnd.

hillapilla | 2. mar. '15, kl: 15:19:06 | Svara | Er.is | 6

Þó að þú hafir aldrei bannað hárspennur, pils og stelpudót eða ýtt meðvitað undir ákveðna kynhegðun þá er það alls staðar í kring um hann. Það er sérstaklega auglýst stelpudót annars vegar og strákadót hins vegar, stelpuföt annars vegar og strákaföt hins vegar. Krakkar og kennarar í leikskólanum ætlast (kannski ómeðvitað, kannski ekki) til eins af stelpum og annars af strákum. Það er ekkert skrýtið að barn sem fellur ekki í steríótýpuna af stelpum/strákum finnist þetta skrýtið og gæti dregið þá ályktun að "hann langi að vera kona" því þær fá allt sem hann langar helst í.

Ég myndi bara halda áfram að ítreka það við hann að hann þurfi ekkert að vera stelpa/kona til að gera og vera eins og hann langar, vera í bleiku eða með teygju í hárinu. Hann getur vel verið strákur sem er í bleiku og með teygju í hárinu. En hann er bara barn og það ætti að koma fram við hann eins og barn (en ekki eins og "strák" eða "stelpustrák", hvað þá "stelpu í strákalíkama"...).

trans parent | 2. mar. '15, kl: 15:29:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo satt hjá þér ég sé oft að þegar hann er að spá af hverju hann er ekki eins og hinir strákarnir þá er það útaf því að aðrir strákur eru búnir að vera að spyrja af hverju ertu svona? Eða af hverju ertu eins og stelpa og af hverju ertu í bleiku eða fjólubláu hann efast ekkert um að hann sé strákur nema þegar utan að komandi fara að böggast í honum með spurningum sem hann kann ekki svar við. Ég spurði hann finnst þér þetta ekki flott og hann segir jú þá segir ég honum að svara bara þessum spurningum með , því mér finnst það flott.

~~~~~~~

hillapilla | 2. mar. '15, kl: 15:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Strákurinn minn er svolítið svona líka, var meira þegar hann var yngri, þ.e. í bleiku og lék við stelpur og var alveg sama þegar aðrir gerðu athugasemdir við það. Hann var t.d. einhvern tímann með bleika prinsessuhúfu í leikskólanum og þegar einhver strákurinn spurði furðu lostinn hvort hann væri með stelpuhúfu þá svaraði hann "Já, systir mín á hana" og þar með var það útrætt. Hann er sjö ára núna og farinn að leika meira við stráka, sækir ekki eins mikið í bleikt og stelpuhluti en samt eitthvað. Massa mikill legógaur.

Mér finnst samt eiginlega pínu sorglegt að það sé búið að "berja þetta" úr honum (þá meina ég bara samfélagið sko).

Ziha | 2. mar. '15, kl: 17:55:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst þetta einmitt líka um minn gaur..... honum fnnst einmitt bleikt rosalega fallegt.... en út af stríðni vill hann ekki fara í svoleiðis. Ég fæ hann samt ennþá til að fara stundum í bleika sokka.. honum finnst það allt í lagi og öllum held ég.... en hann vill samt ekki Dóru sokka... því það er sko "bara stelpu"... samt fannst honum alveg gaman að horfa á Dóru.... mun meira en Diego.. :-/  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

amazona | 2. mar. '15, kl: 18:28:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á Ítalí er ljósblátt litur Maríu meyjar og litlar stelpur mikið í þeim lit og strákar í bleiku. karlmenn eru mikið í beikum skyrtum þar.

hillapilla | 2. mar. '15, kl: 18:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, heh, mínum fannst Dóra líka æðisleg á tímabili. Ég var reyndar frekar fegin þegar því lauk... *taskataska... jaaaáh*égerkortégerkoerégerkort* GAAAH!

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 10:27:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Óþolandi þessi samfélagslegi þrýstingur. Börn eiga að klæða sig eins og þeim langar og aðrir eiga ekki að skipta sér af því.

trans parent | 2. mar. '15, kl: 18:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

haha já skil þig.

~~~~~~~

lalía | 2. mar. '15, kl: 16:01:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Mér finnst þetta svar, og reyndar bara sú staðreynd að þú pælir í þessu og vilt gera hlutina 'rétt' ef tilfellið er að barnið sé trans, gefa virkilega sterkt til kynna að þú ert gott foreldri og að barnið þitt komi til með að eiga gott bakland, hvernig svo sem það kemur til með að verða í framtíðinni. Það skiptir verulega miklu máli og því miður ekki allir foreldrar sem geta sýnt stuðning en um leið leyft barninu sínu að blómstra í þann einstakling sem það er. Mér finnst þú æði!

trans parent | 2. mar. '15, kl: 18:45:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Æ takk fyrir,  en þetta barn er svo æðislegt og verður ekki minna æðislegt sama hvernig hann kýs að vera ég mun alltaf taka honum og öllum börnunum mínum opnum  örmum sama hvað þau kjósa að gera eða vera.

~~~~~~~

JungleDrum | 2. mar. '15, kl: 19:22:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Held ég hafi gefið þér mínus þegar ég ætlaði að plúsa þig, sorry.

trans parent | 2. mar. '15, kl: 20:57:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert mál ;)

~~~~~~~

staðalfrávik | 2. mar. '15, kl: 16:26:20 | Svara | Er.is | 4

Æðislegt nikk! Annars myndi ég bara vera dugleg að fullvissa hann um að hann sé fullkominn eins og hann er og segja honum að ef hann er enn sama sinnis þegar hann eldist geti hann orðið kona. Bara vera róleg, ef þetta vex af honum þá bara gerir það það, annars bara verður hann stolt og flott transkona vegna þess hve þú studdir hann og efldir sjálfstrausti hans.

.

trans parent | 2. mar. '15, kl: 18:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst ég geggjað sniðug þegar ég valdi nikkið og fattaði svo að þættirnir á stöð 2 heita það sama en það minnir mig á að ég ætlaði að fara að kynna mér þessa þætti líka gæti verið fróðlegt að skoða þá.

~~~~~~~

óvissan
zkitster | 3. mar. '15, kl: 15:39:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Þú ýtir ekki undir þessar kenndir hjá börnum. Ef einstaklingur er Trans, samkynhneigður, intersex osfrv þá er það alla ævina. 

Það hefur verið reynt að taka barn, úthluta því nýju kyni með skurðaðgerðum þegar það var ungt, setja það á hormónameðferð við kynþroska og ala það að öllu leyti upp sem hið nýja kyn án þess að segja því frá. Sú tilraun mistókst hrapalega, kynvitund barnsins breyttist ekkert við þetta. Um leið og hann fékk að vita að honum hefði verið breytt í stelpu þa´snéri hann bakinu við því hlutverki. Þetta var gert á John Hopkins um miðja tuttugust öldina. 

Pabbi minn taldi sig einmitt hafa skyldur að "rétta mig við" þ.e ég fór yfir HANS þægindaramma. Það situr ennþá í mér að hafa verið skömmuð af honum fyrir að vera ekki nógu kvenleg, en eftir það varð hann frekar marklaus í mínum huga og ég missti nær alla virðingu fyrir honum. Forledrar verða líka að muna að börnin verða fullorðin og eiga eftir að hafa skoðanir á uppeldi sínu, flest börn sem búa við aðra kynhneigð, kunvitund eða kyneinkenni en almennast er muna viðhorf og gjörðir foreldra sinna í tengslum við þessi mál hvort sem það sé á jákvæðan eða neikvæðan máta. 

Mér sýnist Trans Parent vera að taka vel á þessum málum, ekkert að kippa sér of mikið upp við hlutina en hefur áhuga á að fræðast meira, allir hafa gott af fræðslu.
En ráðleggingarnar sem hún er að fá hér eru að mestu á þann veg að vera ekkert að spá og mikið í þessu, leyfa barninu að vera eins og það er en leita sér upplýsinga sjálf, þ.e án þess að blanda barninu inn í málin.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Ziha | 3. mar. '15, kl: 19:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig minnir reyndar að akkúrat þetta dæmi sem þú talar um hafi verið mikið meira en þetta........ rámar eitthvað í að þessi ákvörðun hafi verið gertð út frá misheppnaðri umskurn... og að læknirinn hafi látið hann og bróður hans snerta hvort annað kynferðislega til að hann(eða hún þá) þegar þau urðu eldri til að ýta undir kynvitund þeirra....  


Þarna var s.s. um að ræða kynferðislega misnotkun sömuleiðis...... :-(


En í dag eru annars slatti af strákum að alast upp t.d. í Indlandi sem fæddust sem stelpur.... foreldrarnir vildu s.s. stráka og létu því bara breyta þeim í stráka.... :-(  Strákar sja náttúrulega fyrir fjölskyldunni á meðan stelpurnar eru byrði.....


Spurning hvað gerist hja þeim í framtíðinni?  



-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

zkitster | 3. mar. '15, kl: 19:39:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er mál Davids Reimer,typpið var brennt af í umsurði með tilraunakenndri aðferð, aðferð sem læknirinn var ekki nógu kunnugur. Aðgerðin fór fram við eins árs aldur. 
Ekki bara kynferðislega misnotkun heldur fékk hann líka Trans konur til að kenna honum að vera kona. Þetta var málið sem "sannaði" kenningar John Money þannig að það var farið að vinna eftir þeim markvisst og framkvæmdar voru margar aðgerðir. Þessi arfleið er ennþá að hafa áhrif í dag. Mörg dæmi til um fólk sem var úthlutað kyni eftir þessum kenningum td:  

Jim Ambrose
 

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Þönderkats | 3. mar. '15, kl: 20:20:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vel sagt zkitster!

Vasadiskó | 3. mar. '15, kl: 15:41:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Hvað í ósköpunum er sambærilegt milli fólks sem hengir sig upp á húðinni og fólks sem er að kanna kynvitund sína og/eða kynhneigð?

óvissan
zkitster | 3. mar. '15, kl: 15:52:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Hvaða báðar áttir?
Þetta er nákvæmlega sama gerð af rökum og "ef við leyfum hommum að giftast hvað næst, leyfum fólki að gistast hundum" eða "kannski ætti að vera leyfilegt fyrir konur að vera berar að ofan í sundi eins og karlmenn, hvað næst berar að ofan í kirkju?" 
Almennt eru þetta rök sem eru til þess eins fallin að láta einhvern ákveðin málstað líta verr út, verið að koma inn tilfinningum hjá fólki um að það eigi að upplifa sambærilegar tilfinningar ganvart báðum þáttum.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

Felis | 3. mar. '15, kl: 15:50:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

uhh það er fullkomlega eðlilegt að ræða trans, kynhneigðir, gender spectrumið ofl við börn - ekki endilega til að ýta undir neitt (eða draga úr neinu) heldur einfaldlega til að kynna þau fyrir heiminum. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

EvaMist | 3. mar. '15, kl: 16:19:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Rétta barn við ?? Heldur þú að þú hafir stjórn á kynhneigð barna?

lalía | 3. mar. '15, kl: 17:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Þannig að börnin þín, og aðrir í þínu umhverfi, fá þau skilaboð að halda sig bara inni í skápnum af því að það hentar þér betur en að styðja þau í því að vera eins og þau eru, sama hvernig það er? 
Það er í alvörunni ekki hægt ýta undir samkynhneigð eða trans eða hvað það nú er sem þér finnst svona skrítið og/eða óþægilegt, með því einu að vera opinskár í kringum börn sem eru ekki þannig í grunninn. Það er aftur á móti hægt að ýta undir vanlíðan og andlega erfiðleika hjá þeim sem eru á LGBT-rófinu með því að líta á það sem skyldu sína að 'rétta þau við'.

trans parent | 3. mar. '15, kl: 17:15:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er LGBT?

~~~~~~~

zkitster | 3. mar. '15, kl: 17:31:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég notast almennt við LGBTQIA sem væri þá Lesbian - Gay- Bisexual- Trans- Queer- Intersex-Asexual

Svo er líka hægt að bæta við P2 sem væri þá pan- mögulega poly- two spirit og kannski kæmi einnig  inn Agender á A bókstafinn einnig.

-----------------------------------------------------------------------------------------

Friendship is like peeing in your pants, everyone can see it but only you can feel the warmth.

http://krakkamatur.blogspot.com/

Glúten, mjólkur og reyrsykurlaus matur, einnig laus við ýmsa aðra ofnæmisvalda.

trans parent | 4. mar. '15, kl: 22:12:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er búin að læra svo mikið hérna síðustu daga.:)

~~~~~~~

pragmatic | 4. mar. '15, kl: 22:47:43 | Svara | Er.is | 2

Sem náin aðstandandi transmanneskju skil ég vel að þú viljir ræða þetta við fagfólk og fá speglun á þínar áhyggjur. Nú til dags er alveg verið að greina börn sem trans og ég veit að yngsta barnið sem hefur verið greint í Noregi er 4 ára.

Í fræðunum er talað um trans 1 og trans 2. Fyrri hópurinn eru einstaklingar sem fá greiningu sem trans á barnsaldri. Þeim eru oft gefnir stopparar á kynhormón svo að þau verði ekki kynþroska í ranga kyninu sínu. Þegar þessir einstaklingar verða sjálfráða geta þeir svo byrjað á hormónameðferð. Seinni hópurinn eru einstaklingar sem koma út sem trans á fullorðinsárum og hafa tekið kynþroska út í sínu líffræðilega kyni. Fyrri hópurinn hefur því ákveðið forskot og gengur mun betur að falla í fjöldann þar sem útlitið kemur yfirleitt ekki upp um að viðkomandi sé trans.

Ég ráðlegg þér að hafa samband við Bugl og athuga hvert væri best fyrir þig að leita til að ræða málin. Barnið þitt getur alveg fengið að vera barn þó að þú rannsakar þessi mál og reynir að kynnast barninu þínu betur hvort sem það er trans eða ekki. Gangi ykkur vel :)

blimp | 8. mar. '15, kl: 00:31:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sem modir transbarns ta get eg sagt ter ad tetta kom i ljos mjog snemma eda tegar hann ( sem er hun i dag ) var ca 2 ara .

Tad er mikid og strangt ferli sem tau turfa ad fara i gegnum ,tar a medal innlogn a Bugl ,alls kyns spurningar baedi fyrir bornin og foreldrana ,..

Tau eru ekki sett a STOPPARA tetta heita blokkerar og tad sem tessar sprautur gera er ad haegja a kyntroska tessara barna ,sem ta audvelda teim ferlid sem koma skal seinna ,min er a tessum sprautum nuna og gengur rosalega vel hja henni .....

Helgi Gardar og Henny a Bugl eru frabaer og tau eru i tessu teymi barnanna ,myndi maela med ad fa tima hja teim og raeda malin :)
Gangi ter ,ykkur ,rosa vel og ef tu tarf ad tala vid einhvern ( foreldri ) ta mattu ( upphafsinnlegg ) hafa samband :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Síða 1 af 47924 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien