Myglu-og rakaskemmdir

Millie04 | 9. maí '16, kl: 13:41:21 | 320 | Svara | Er.is | 0

Við vorum að kaupa hús og fórum í gær að skoða það aftur. Við fyrri skoðun í kjallara hússins var stórt rúm við vegg í svefnherbergi sem var búið að fjarlægja í gær og sáum við þá slæma sprungu sem var greinilega full af vatni því málningin bólgin og dúaði.

Mygluskemmd í horni og mygluskemmd í gluggakörmum. Eigendurnir vissu af þessu en létu okkur ekki vita við fyrstu skoðun, skrifleg svör við spurningum um leka voru neikvæð og minntust ekki á þetta við kaupsaming.

Hefur einhver hér lent í þessu eftir kaupsamning og vitið þið hver réttur okkar sem kaupanda er í svona málum? Getið þið líka mælt með fyrirtæki sem gerir við svona og hvernig er það gert?

 

donaldduck | 9. maí '16, kl: 13:44:35 | Svara | Er.is | 0

tala við fasteingna salan, hann á að veita ráðgjöf. 

Millie04 | 9. maí '16, kl: 13:53:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fasteignasalinn segir bara að þetta sé á milli mín og seljandans svo ekki mikil hjálp :(

Triangle | 9. maí '16, kl: 17:25:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Haha what. Hvaða fasteignasala er þetta?

Stakfell allavega gekk á eftir ágreiningsmáli fyrir mig eftir að ég keypti.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 17:39:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég var mjög hissa, hélt að fasteignasalinn ætti að vinna fyrir kaupandann líka.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 17:43:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var þitt ágreiningsmál svipað þ.e. þú taldir að viðgerð þyrfti að vera kostuð af seljanda?

Triangle | 9. maí '16, kl: 18:16:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki viðgerð nei, en seljandi tók hluti sem ég taldi að ættu að fylgja með.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 19:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

OK ég skil, kannski ég reyni fasteignasöluna aftur. Takk fyrir upplýsingarnar.

T.M.O | 9. maí '16, kl: 21:19:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þá er hann bjáni og þú klagar hann í félag fasteignasala. þetta kemur honum víst við. Ég lennti í svipuðu en var reyndar ekki alveg augljóst að seljandinn vissi af lekanum (ekki hægt að sanna neitt) en fasteignasalinn hjálpaði ekkert endilega eins mikið til eins og hann hefði getað en miðlaði málum og hélt fundi út af málinu.

donaldduck | 9. maí '16, kl: 13:56:26 | Svara | Er.is | 1

spurning hvort þetta falli á ykkur vegna þess að skoðunarskyldan er mikil í svona samningum. talaðu við lögfræðing ef fasteignasalan vill ekki gefa neinar upplýsingar. 

Ziha | 10. maí '16, kl: 18:15:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Varla er hægt að ætlast til þess að þau færi til rúm við veggi?

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

silly | 9. maí '16, kl: 14:26:12 | Svara | Er.is | 1

Leyndur galli þarf að vera um 10% af  kaupverði til þess að eitthvað sé gert.


Ég held að þið eigið erfitt með að sanna að fyrri eigendur hafi vitað af sprungu/skemmdum/svepp þar sem að eins og þú skrifar sjálf/ur þá var rúm fyrir og alveg líklegt að þeir hafi ekki verið búnir að taka eftir þessu sjálfir.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 15:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú þau vissu af þessu, annar eigandinn staðfesti það við okkur þegar við sáum rakaskemmdina og mygluna. Þau höfðu sagt fasteignasalanum frá þessu þegar húsið fór á sölu en sögðu okkur aldrei frá þessu bæði við skoðun, svari við skriflegum spurningum um hvort leki væri í húsinu eða við kaupsamning. Þannig að þetta er ekki leyndur galli.

Rós 56 | 9. maí '16, kl: 20:04:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þar sem eigendur höfðu sagt fasteignasalanum frá þessum leka þá átti hann klárlega að láta ykkur vita og jafnvel sýna ykkur hann líka, þar sem myglusveppur er fljótur að myndast ef ekki er gert við skemdirnar strax :o(
Hamraðu á fateignasalanum þar sem hann leyndi þessum upplýsingum og hefur kannski ráðlagt seljendunum að minnast ekki á lekann heldur.
Mér finnst að fyrri eigandi eigi að bera kostnað af viðgerðinni eða a.m.k. að hann lækki verðið á húsnæðinu sem því nemur.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 21:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta leysist vonandi farsællega, fasteignasalinn er að hjálpa okkur með þetta núna og indælt fólk sem við erum að kaupa af og vilja gera sitt besta :)

T.M.O | 9. maí '16, kl: 21:24:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta er einmitt leyndur galli. Það er vísvitandi búið að halda honum leyndum. Þú getur jafnvel verið með mál gegn fasteignasölunni, þess vegna eru þeir ekki að bregðast við.

T.M.O | 9. maí '16, kl: 21:22:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það sem er kallað "leyndur galli" er þegar seljandi veit af honum en segir ekki frá. Þetta er sakamál og skiptir engu máli hversu mikið hlutfall þetta er. Þegar seljandi veit ekki af einhverju sem kemur í ljós þá þarf viðgerðarkostnaðurinn að vera yfir 10% og helst yfir 15% af kaupverði. Það er ekki leyndur galli.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 21:45:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mjög áhugavert, ekki vissi ég þetta, takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Hvernig fór þetta í þínu máli, fékkstu í gegn að láta lagfæra gallann/lekann á fullnægjandi hátt?

T.M.O | 9. maí '16, kl: 23:04:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég fékk lækkun á verðinu sem náði ekki helmingnum af viðgerðarkostnaðinum og af því fékk lögfræðingurinn 40%. Ef fasteignasalinn hefði unnið vinnuna sína þá hefði ég ekki þurft að nota lögfræðinginn svona mikið af því að hann var í raun að díla við hann á sama tíma. Eitt sem fasteignasalinn gerði sem ég ætla að benda þér á var að alltaf þegar ég sendi honum einhverjar fyrirspurnir þá hringdi hann alltaf í mig, eftir smá tíma fór ég að taka eftir að hann sagði mér aldrei neitt skriflega, ég hafði ekkert í höndunum frá honum.

Millie04 | 9. maí '16, kl: 23:07:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir góð ráð, ég þarf greinilega að vera á varðbergi með þetta og passa upp á að fá skrifleg svör. Ekki beint það sem maður vill lenda í ofan á allt venjulega stressið við að selja, kaupa og flytja.

T.M.O | 10. maí '16, kl: 01:19:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta eru nokkur ár síðan, ég er ekki búin að jafna mig á þessu ennþá og það sem átti að vera nothæft þegar ég flutti inn er ennþá hálfklárað að stórum hluta

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
En tad rugl a Islndi... kmarus21 30.5.2023 30.5.2023 | 19:56
Allir að vesenast yfir verðbólgu á Íslandi. _Svartbakur 30.5.2023 30.5.2023 | 14:58
NORNIN : leiðinleg comment Nornin 31.1.2006 29.5.2023 | 01:23
Wellbutrin Yfirhamsturinn 28.5.2023
Síða 10 af 47526 síðum
 

Umræðustjórar: Bland.is, annarut123, Guddie, tinnzy123, Paul O'Brien, Hr Tölva, Kristler, paulobrien