Mygluruglið - augljóst hvað veldur

_Svartbakur | 6. apr. '21, kl: 14:46:08 | 246 | Svara | Er.is | 1

Mygluruglið - augljóst hvað veldur.
Já það hefur lengi legið ljóst fyrir að myglan sem hrjáir okkur í íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og skólum er til komin af augljósum ástæðum.
1. Loftræstingu er ábótavænt.
2. Röng byggingarefni valin.
3. Sóðaskapur

Fólk er og kulsækið og vill hafa mikinn hita og lokar því gluggum og loftræstingu vantar.
Húsin eru kynnt mikið og á skilum milli hita og kulda myndast loftmettun og raki og þar vill myglan vera.
Í nýrri húsum (síðustu 25 -35 ár) er farið að nota gypsplötur í stað múrs eða timburveggja.
Gypsið er þétt og þolir illa raka og heldur raka inní sér - gyps er "mygluvænt".
Þar er gifurleg raka og myglumyndun.
Síðan er í stað mótatimburs farið að nota stórar plötur úr krossvið til að þylja þak undir tjörupappa og bárujárn. Þar verður langtum minni öndun þar sem stórar plötur skortir raufar sem er milli borða á timbri.
Sennilega er langtum meiri loftun miilli furðuborða en svokallaðra lofttúða úr plasti sem er sett undir þakskegg.
Allt stuðlar þetta að minni öndun í þaki og myndar raka og myglu.
Svo má nefna að innveggir húsa eru ekki múraðir heldur oft steinull og stoðir úr málmi sem riðga og síðan settar gypsplötur.
Áður var einangrun "límd" innanhúss plast eða korkur og síðan múrhúð sem var loftþett.
Hús byggð á Íslandi frá 1900 til 1985 eru ekki mygluhús.
Timburhús eru síður mygluhús en steinhús, en ef mikil notkun þéttra krosviðsplatna í þaki á timburhúsun þá eru þau mygluvæn.
Þannig að hús byggð uppúr 1985-1990 til þessa dags eru stór gölluð - mygluhús.
Íbúðarhús byggð í dag eru ekki vænleg Þar er búið að búa til ýmsa nýja galla í viðbót við myglu.

 

_Svartbakur | 6. apr. '21, kl: 15:27:40 | Svara | Er.is | 0

Það er auðvitað augljóst að það hafa ýmis samtök brugðist vegna þessa ástands vegna myglu.
Byggingariðnaðurinn þurfti að fást við mikinn vanda vegna "alkali" skemmda þar sem steypa molnaði niður og
steinhús urðu nánast ónýt. Rannsóknarstofnun Byggingariðnarins (RB) var stofnun sem vann mikið gagn varðandi byggingarefni og skynsamlegar aðferðir við byggingu húsa.
Einhverra hluta vegna var þessi starfsemi lögð niður.
Síðan fengum við þessi stórkostlegu myglumál uppí fangið og enginn virðist skilja vandann.
Það er augljóst að Skólakerfið (Iðnskólinn/tækniskólinn) hefur engan veginn staðið sig.
Fólk sem hefur staðið fyrir byggingarframkvæmdum undanfarin 35 ár hefur ekki áttað sig á
hættunni af myglu Þetta fólk hefur hft ofurtrú á nýjum efnum eins og gyfsi og stórum bygginarplötum til að flýta fyrir vinnu
Þetta fólk hefur ekki skilið að loftmettun/rakamettun verður innan veggja steinhúsa einangraðra með steinull sem gefur lofti tækifæri til að koma að köldum steinvegg. Þetta fólk hefur ekki áttað sig á að málmstoðir í stað trévggja við þessar aðstæður riðga og verða vandamál innan fárra ára. Þetta fólk áttar sig ekki á að stórar krossviðsplötur til a' þylja þök eru ekki æskilegar vegna minni loftræstingar. Þessir iðnaðarmenn þétta samskeytin á krossviðsplötunum og auka enn á vandann. Já auðvitað er ástæðan að hluta að tækniskólinn/iðnskólinn er ekki að standa sig.
Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins með hámenntuðu fólki var góð lausn og við þurfum að vekja upp þannig stofnun á háskólastigi.

Rós 56 | 7. apr. '21, kl: 23:56:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ekki má gleyma þessari arfavitlausu klikkun að byggja nánast ÖLL HÚS Í DAG MEÐ " FLÖTU ÞAKI " Það segir sig sjálft, að þau koma til með að leka með samskeitum inn í steipuna mjög fljótlega og þar mindast mygluvandamál fyrir íbúðir hússins. Fólk á ekki að kaupa í svoleiðis húsnæði :(  Verktakar byggja húsin svona vegna þess að það er mun ódýrara fyrir þá, svo eru þessar íbúðir seldar á UPPSPRENGDU VERÐI!!

leonóra | 8. apr. '21, kl: 08:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já og gluggalaus þvottahús og baðherbergi svo rakinn dreifist um allt.  Hér áður fyrr voru bæði þvottahús og baðherbergi alltaf með gluggum og gjarnan voru þurrkloft í húsum. Hef heyrt kenningu um að gríðarleg fjölgun raftækja á heimilum og stofnunum með tilheyrandi rafsegulmengun hafi áhrif á raka og auki líkur á myglu.  Kann ekki að útskýra það nánar en sá var efnaverkfræðingur sem sagði mér þettta.

_Svartbakur | 8. apr. '21, kl: 11:52:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er eitt sem getur verið hættulegt í húsbyggingum eru flötu þökin og stórar svalir sem eru yfir innrými næstu íbúðar. Við sjáum svona útfærslur víða í nýjum hvrfum þar sem svalir eru geysistórar og íbúðarrými fyrir neðan.
Nær öruggt að þarna koma lekavandamál upp eftir 10 -15 ár og vandræði um hverjum að kenna og viðgerðir tefjast.
Lekar með gluggum eru algengir og geta því valdið skemmdum og hugsanlga síðar myglu.
Þetta snýr jú allt að því að vanda til verka.
En alvarlegasta vandamálið í dag er að ég held rangar byggingaraðferðir með of mikilli notkun á gupsplötum sérstakla á útveggjum og baðherbergjum.

darkstar | 6. apr. '21, kl: 17:51:42 | Svara | Er.is | 0

byggingarhraðinn sem hefur öll áhrif á þetta, krafan er að allt gerist helst strax, verktakar taka lán til að byggja og þurfa að greiða vexti af þeim, þrýstingurinn er að klára allt eins hratt og mögulegt er, það er verið að steypa hús á veturnar, steypan nær ekki að þorna 100% áður en þetta er einangrað.

t.d er jafnvel verið að setja gólfefni örfárum dögum eftir að það er flotað, þetta er jafnvel ekki orðið 100% þornað þegar gólfefni eru sett yfir og þetta einángrar svo vel að rakinn nær ekki að gufa upp eða komast neitt, þannig byggist upp mygla með tímanum, t.d í dag er oft lítið hugsað um loftun á þökum, þetta er allt frussað saman gríðarlega einángrað og jafnvel loftþétt og með tímanum byggist upp raki eitthvað sem gerist ekki ef loftun er til staðar, þetta er helst hægt að sjá í gömlum timburhúsum þar sem fólk lét forskala húsin það er setja net og múra þunna húð yfir, þessi hús eru öll ónýt, timbrið fyrir innann er allt morknað, á sama tíma geturðu litið á 100 ára hús sem var klætt með járni, þegar það er tekið af er timbrið í góðu standi þar sem það hefur alltaf fengið að lofta um það í gegnum tíðina sökum þess að járnið hleypir alltaf lofti um timbrið fyrir innan.

99% af rakavandamálum í dag eru fljótfærni, 1% felst í mistökum, þar sem vitlaust timbur er valið sem er þétt og nær ekki að anda nóu vel, þetta sést í kanadískum einingarhúsum þar sem það er ódýrara að flytja þaug að hluta til og kaupa svo timbur sem uppá vantar hér á landi til að klára smíðina, í þessum tilfellum eru plötur keyptar sem eru ódýari en valda því að húsin eru of einángruð og yfir vissann tíma myndast mygla.

mygluvandamálið er ekki nýtt af nálinni, bara nýlega farið að greiða þetta sem orsok veikinda, ég hugsa að margir hafi þjást af þessu í gegnum tíðina án þess að vita hvað er að og enginn fundið lausnir við því.

virðast vera mismunandigerðir af myglu, sumar jafnvel skaðlausar hver veit, í denn voru hús ekki svona ofboðslega heit og þau eru í dag, það er kannski einn partur af vandamálinu, annað er að það fór ekki alltaf öll fjölskildan í sturtu dags daglega þannig að rakamyndun inni var ekki eins há og hún er í dag.

en eins og ég segi, ég held að þetta vandamál hafi alla tíð verið til staðar, bara nýlega búið að finna leið til að greina það.

_Svartbakur | 9. apr. '21, kl: 08:51:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hér er minnisblað frá hópi verkfræðinga, tæknifræðinga, líffræðinga og annarra sérfræðinga varðandi vandamálið.
Minnisblaðið er frá árinu 2014 en á alveg við í dag varðandi vinnubrögð við byggingar.

http://ai.is/wp-content/uploads/2014/03/Minnisbla%C3%B0-fyrir-h%C3%B6nnu%C3%B0i-um-einangrun-%C3%BAtveggja.pdf

Þetta minnisblað sýrir með ótvíræðum hætti að aðferðir við nýbygginar var ábótavant. Mynnisblaðið er frá 2014.
Þarna virðast húsin ekki með nægjanlega góðri rakavörn og kaldir útveggir náð að "slaga" þ.e. heitt rakt loft þéttist þegar kemur að köldum útvegg og verður því rakamyndun við útvegginn. Stoðir og skilveggir úr járni og festingar riðga og mygla og sveppagróður er sýnilegur á útveggjunum.
Þetta eru ekki gömul hús sem þarna eru sýnd.
En útveggir nýrra húsa í dag eru einangraðir að utan og ætti það að bæta ástandið verulega.
En engu að síður geta myndast svona aðstæður þó að einangrað sé utanfrá.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
"Gosinu" við Grindavík er lokið - gosið fór fram undir yfirborði. jaðraka 12.11.2023 3.12.2023 | 21:23
Galdrabúðin í Reykjavík???????? Coco LaDiva 1.6.2006 2.12.2023 | 07:59
Hraðbanki án korts batomi 1.12.2023 2.12.2023 | 07:39
fituæxli brillerar 3.7.2014 30.11.2023 | 08:27
SCAM ALERT, Verið varkár með furðulegar sölur Auddio 29.11.2023 29.11.2023 | 03:41
Femdom Bland1975 25.11.2023 26.11.2023 | 15:25
Er hann nógu hrifinn? olla2 20.10.2023 24.11.2023 | 21:36
Geymsla á Fellihýsi stellys 18.10.2023 24.11.2023 | 21:32
Já Dagur B Eggertsson er einn froðukjaftur. jaðraka 27.9.2023 24.11.2023 | 21:31
þrif á hansagardínum Metrola 25.7.2005 24.11.2023 | 02:47
kínamatur í köben, comment handa mér lady 11.9.2013 23.11.2023 | 10:57
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 21.11.2023 22.11.2023 | 03:51
Matareitrun fishermansfriend 3.6.2007 21.11.2023 | 11:21
Nýr lýtalæknir skranprinsessan 20.11.2023
Pústviðgerðir Lilith 4.1.2012 20.11.2023 | 07:56
Hyundai stepwgn Kormákur Breki 20.11.2023
Flugvöllur í Hvassahrauni jaðraka 9.11.2023 19.11.2023 | 16:46
Screen Printing Kit set nörd2 18.11.2023
Sorphirða í Reykjavik jaðraka 20.10.2023 17.11.2023 | 09:39
Norskunámskeið??? alm1989 10.5.2012 15.11.2023 | 07:37
Júní 2024 bumbuhópur Herra hvutti 14.11.2023 15.11.2023 | 07:19
Ee sikorwawa 14.11.2023
Ee sikorwawa 14.11.2023
HJÁLP - LEIKRITSGREINING valurhvalur 13.11.2023
Versti Forsætisráðherra Íslands frá upphafi Hauksen 11.11.2023 13.11.2023 | 21:05
Veisla-party-game Catalyst 23.10.2010 13.11.2023 | 04:35
Einhver game? juferta 13.8.2007 13.11.2023 | 04:34
"Gosinu" við Grindavík er lokið jaðraka 12.11.2023 12.11.2023 | 15:01
Sala á uppstoppuðum fugl FJ-101 2.11.2023 12.11.2023 | 08:52
Nýtt fangelsi??? amma Hulda 25.9.2023 9.11.2023 | 11:48
Hvar fæ ég mjóar og langar ljósaperur? olla2 4.11.2023 8.11.2023 | 07:42
Langalangafi eða -amma hillapilla 25.2.2013 8.11.2023 | 07:12
Dofi í höku og kinnum olla2 7.11.2023 8.11.2023 | 04:47
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 8.11.2023 | 04:44
Hverng væri að allir reportuðu þann sem er Mswave 4.11.2023
Reynsla af uppeldisráðgjöf eða foreldrafræðslu? dagbjortosp 1.11.2023
Langar að gifta mig ...... cambel 30.10.2023 1.11.2023 | 13:31
Tjón, húseigendatrygging eða? adrenalín 31.10.2023
Sojalesitín Gallía 7.6.2011 31.10.2023 | 11:22
boðskort - þvers og krus Harðfiskur 13.8.2015 30.10.2023 | 12:24
Voruð þið ekki svakalega Reva Lewis 10.10.2005 30.10.2023 | 05:59
Bakkabræður í ríkisstórn Íslands ? jaðraka 16.10.2023 27.10.2023 | 20:34
Stefnumótasíður. Frigg 9.1.2012 26.10.2023 | 12:39
Verðbólga - vextir - afborganir jaðraka 25.10.2023 25.10.2023 | 17:11
Egg fitandi? þaþað 13.9.2023 23.10.2023 | 17:40
margskipt gleraugu stubban 22.10.2023
Að vera bráðkvödd/kvaddur perla82 21.7.2014 21.10.2023 | 02:09
Krullurnar og úfið hár eru að gera mig.......... Teralee 21.10.2023
Fermingakjólar sveitastelpa 15.2.2016 19.10.2023 | 07:13
Að mótmæla sektarboði?? ís í boxi 25.4.2005 18.10.2023 | 20:45
Síða 6 af 47637 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Hr Tölva, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie, tinnzy123