Neikvæður maki - er eitthvað sem ég get gert??

Saraswati | 27. mar. '15, kl: 12:47:09 | 1019 | Svara | Er.is | 0

Ég er í pínu vandræðum og veit hreinlega ekki hvað ég á í þessu að gera.

Ég á yndislegan mann. Hann er svo góður við mig og alltaf tilbúinn í málamiðlanir og að sjá mína hlið þegar upp kemur ágreiningur og við erum að mestu leyti voðalega ánægð saman.

En maðurinn er svo neikvæður að ég er stundum við það að gefast upp. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þarf ég að hlusta á ræðurnar um þjóðfélagsástandið, þetta og hitt fólkið sem er nú meiru fíflin, hvað þetta er ómögulegt, hvað hitt er ómögulegt, hvað lífið hefur nú leikið hann grátt og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég er að verða geðveik á þessu. Ég hef alltaf verið jákvæð og séð jákvæðu punktana á lífinu og tilverunni og já, meira að segja erfiðu hlutunum. En núorðið þá er farið að malla í mér æ meiri neikvæðni og svona bara pjúra óánægja með lífið og tilveruna. Það er oft sem ég upplifi mig ekki glaða lengur.

Hann veit alveg af þessu og nei hann er ekki þunglyndur, bara með almennt neikvætt viðhorf, og segist alltaf vera að vinna í þessu og honum líði í alvörunni langoftast vel og hann sé að reyna að venja sig á að sjá frekar jákvæðu hliðarnar á tilverunni, og ég styð hann þegar honum líður illa, sem gerist auðvitað stundum því það er ekki beinlínis auðvelt að vera svona neikvæður út í allt og alla. En seriously stundum líður mér eins og ég taki bara og taki og taki við neikvæðni og ég sé farin að geyma hana inní mér og hún sé farin að eitra mig að innan.

Við erum á leiðinni í pararáðgjöf og vonandi í framhaldinu fer hann til sálfræðings, sem getur mögulega hjálpað honum eitthvað.

En mig langaði bara að athuga hvort einhver hér inni hefur gengið í gegnum svipað og hvernig það hafi ferið? Getur neikvætt fólk orðið jákvætt? Eða þarf ég bara að verða neikvæða Ninna með honum alla ævi ef ég ætla mér að vera með honum? ?

 

visindaundur | 27. mar. '15, kl: 12:59:17 | Svara | Er.is | 3

Ég held að vandamálið sé tvíþætt og legg til 2 lausnir:


1.  Þegar hann fer að röfla um þetta.......................segðu honum að þú nennir ekki að ræða þetta núna, viljir tala um eitthvað skemmtilegra, útskýra fyrir honum að þetta hafi neikvæð áhrif á þína líðan...þó honum líði kannski betur eftir að hafa keyrt þetta út úr systeminu þá skilur hann þig eftir með öll þessi issue.  Þó að þú sért maki þá áttu ekki að þurfa að taka við endalausum málum frá honum, biddu hann um að ræða þetta frekar við aðra en þig.


2.  Vinna í því að láta þetta röfl um eyru þjóta og hafa ekki svona mikil áhrif á þína líðan.  Þetta er í raun aðal liðurinn, best að byrja bara hjá sjálfum sér.  

Saraswati | 27. mar. '15, kl: 13:41:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Púff, þetta er svo satt hjá þér, og ég reyni að halda báða liðina í heiðri, en það er erfiðara að segja en gera... stundum er ég voða góð í að setja mörk og segjast ekki nenna að hlusta á þetta, en oft hlustar maður og tekur við og "styður" (ýtir undir þessa hegðun?) og svo verður maður bara meðvirkur með þessu og segir æjæj ástin mín og verð svo bara pirruð og niðurdregin sjálf ... virðist einhvern veginn eiga erfitt með að detta ekki alltaf í sama hjólfarið varðandi þetta...

visindaundur | 27. mar. '15, kl: 13:43:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil alveg að þetta sé mjög erfitt í framkvæmd...ég lenti í svona gífurlega neikvæðum vinnufélaga og það þurfti hellings orku á hverjum degi að reyna að beina þessu frá mér....er dauðfegin að vera laus þennan vinnufélaga úr mínu umhverfi.

Saraswati | 27. mar. '15, kl: 13:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Úffff. Já þetta er svo brjálæðisleg orkusuga þegar fólk lætur svona.

spert | 28. mar. '15, kl: 07:21:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er einmitt að vinna með svona manneskju í dag sem er neikvæð útí allt bara frá því að hún labbar inn um dyrnar á morgnana og talar illa um alla. Finn hvernig þetta sogar úr manni alla orku. Hvernig getur maður lifað við þetta án þess að klikkast eða hætta?

torat | 27. mar. '15, kl: 13:35:50 | Svara | Er.is | 0

Úfff, er alveg á sama báti og þú!!

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Saraswati | 27. mar. '15, kl: 13:42:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvað hefur þetta verið lengi svona? Eitthvað búin að gera/prófa/reyna? Hvernig líður þér með þetta? Líður þér svipað og mér?

Mig langar í alvörunni stundum að skrá hann í sjálfboðaliðastarf til Afríku svo hann fái pínu perspective á hvað það þýðir raunverulega að eiga erfitt líf.

torat | 27. mar. '15, kl: 14:00:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nokkur ár, búin að reyna að tala við hann. Hann er á þunlyndislyfjum og hittir sálfræðing, reyndar ekki oft. Hann er mikið skárri á lyfjum, en samt er þetta mjög slæmt. Ég er einmitt eins og þú með jákvæðnina og þetta er að drepa mig! Ég er farin að vera svo andlega þreytt, eða löngu orðin. Hann er einmitt líka ljúfur og góður og eins og þú lýstir þínum manni, en einhverra hluta vegna er hann reiður og bitur alla daga og það dregur svo úr manni.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Saraswati | 27. mar. '15, kl: 14:46:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við ættum að stofna sjálfshjálpargrúppu. Annað hvort fyrir þá eða okkur. Haha.

donaldduck | 27. mar. '15, kl: 20:05:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

látiði þá hittast og tuða og nöldra í hvor öðrum, þið fáið ykkur hvítt á meðan

torat | 27. mar. '15, kl: 14:02:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég held að þetta sé að stóru leyti hugarfar sem þeir hafa vanið sig á.

-------------
Ég fíla ekki kaldhæðni.

Ice1986 | 27. mar. '15, kl: 13:50:44 | Svara | Er.is | 1

Við erum svolítið svona - nema öfugt. Manninum mínum finnst ég vera neikvæð. Hins vegar held ég að munurinn sé að mér finnst þetta bara umræða, þ.e. þegar ég er að kvarta undan fólki sem ég vinn með eða þess háttar. Það sest ekkert á mig og ég er oft bara eitthvað að pirra mig og jafna mig svo 30 sek síðar. Svo líður það bara hjá. Hann tekur hins vegar meira svona inná sig og finnst þetta einmitt smitandi. Þegar ég er að röfla á neikvæðan hátt sem ég finn varla fyrir þá finnst honum það hafa rosa áhrif á hans líða. 


Ég lít þannig á þetta að hans viðhorf er miklu heilbrigðara en mitt, þ.e. að einbeita sér frekar að hinum góða og sleppa helst að ræða hitt. Svo ég er að temja mér þetta. Hann segir einmitt oft við mig " æi, ég nenni ekki að tala um þetta lengur eða pirra mig á þessum" og þá veit ég að ég er að detta í neikvæðni og stoppa. 
Alveg hægt að laga þetta en það tekur smá tíma og þú verður bara að hjálpa honum pínulítið. 

Sikana | 27. mar. '15, kl: 20:11:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á þetta til líka. Svona vinn ég úr svekkelsi og álagi, með því að tala um það. Sem betur fer er maðurinn minn eins, og við lítum bæði á þetta sem útblástur sem er síðan bara búinn og hægt að snúa sér að einhverju skemmtilegra, en ég á vinkonu sem þolir þetta mjög illa og finnst þetta vera smitandi og neikvætt. Ég sé ekki fyrir mér að ég hætti að þurfa að tjá mig um það sem liggur mér á hjarta, en ég vanda mig mjög í kring um hana. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

12stock | 27. mar. '15, kl: 18:25:24 | Svara | Er.is | 8

Hann ætti bara að slökkva á Útvarpi Sögu.

-------------------------------------------------------------------------------------------
$50 gjafabréf á Amazon.com til sölu, 5.500 kr.
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=2961315

Steina67 | 27. mar. '15, kl: 18:28:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ha ha ha akkúrat það sem ég ætlaði að fara að segja, eða hætta að hanga í leigubílaröðinni uppi á flugvelli, þar eru neikvæðustu menn landsins og þeir taka á móti túristum.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

donaldduck | 27. mar. '15, kl: 20:06:53 | Svara | Er.is | 0

eg er að vinna með einni svona, það er alveg sama hvað er í gangi í kringum hana eða hvað er verið að ræða í kaffitímanum - hún sér aldrei annað en neikvæðuhliðarnar á hlutunum. 

Silaqui | 27. mar. '15, kl: 21:48:09 | Svara | Er.is | 1

Prófa að hunsa hann þegar hann byrjar. Bara humma og byrja svo að tala um eitthvað annað. Og vera virk í að taka jákvætt í þegar hann er jákvæður. Ekki taka undir með honum þegar hann er kominn á skrið með þetta.
Ég held að svona neikvæðni sé stundum slæmur vani. Maður fær eitthvað út úr því að röfla svona og hin heilaga reiði sem maður upplifir er einkennilega þægileg, á svolítið öfugsnúinn hátt. En auðvitað er líka til fólk sem er bara svona. Ef hann hefur alltaf verið svona frá því þið kynntust er líklegt að svo sé. En ef hann hefur orðið svona smá saman er alveg eins líklegt að hann sé í einhverju fari þar sem fílupúkahátturinn borgar betur en jákvæðni.

Sikana | 27. mar. '15, kl: 23:16:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vá hvað ég yrði sár ef maki minn hummaði og skipti um umræðuefni þegar ég byrjaði að tala við hann um eitthvað sem mér lægi á hjarta. Mamma mín notaði þá tækni mikið þegar ég var krakki og það er fátt meira niðurlægjandi en að finna að maður sé ekki þess virði að hlusta á. 

__________________________________________
The government you elect is the government you deserve.
-Thomas Jefferson

Silaqui | 28. mar. '15, kl: 11:32:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Sko, ef þú værir búin að "ræða" ríkisstjórnina út í eitt síðan 2008, þá held ég að það væri algerlega kominn tími fyrir makann að hunsa þig þegar þú byrjar einu sinni enn. Líka ef þú byrjar allar matarumræður á því hvað þessi eða hinn maturinn er agalega vondur en kemur aldrei með neinar tillögur að góðum mat. Stöðug neikvæðni er ekki það sama og að tala um það sem manni liggur á hjarta.
Ég sagði líka að það ætti að taka jákvætt undir það sem væri sagt á jákvæðan hátt. Þetta er í raun einfalt uppeldisráð. Hunsa neikvæða hegðun en hrósa fyrir jákvæða.
Það er bara allt í lagi að setja mörk fyrir svona hegðun og bara snúa sér að öðru ef það er orðið ljóst að það á enn einu sinni að ræða hvað allt er ömurlegt, án þess að nokkurn tíman finnist neinn endir á neikvæðninni.

Fuzknes | 27. mar. '15, kl: 22:00:11 | Svara | Er.is | 0

pullaðu bara zero tólerans á þetta.

öskraða á hann 'hættu að vera svona fokking leiðinlegur GAUR!!' og labbaðu út...

Fuzknes | 27. mar. '15, kl: 23:07:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur líka strítt honum og uppnefnt hann þegar hann byrjar

'ha!, neikvæði Nonni bara mættur'

lillion | 28. mar. '15, kl: 02:35:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Versta ráðlegging ever

eira | 27. mar. '15, kl: 22:51:26 | Svara | Er.is | 1

Maðurinn á þetta oft til.  Meinar ekkert með því.  Þetta er fjölskyldumynstur hjá honum þaul leitast eftir að hugsa um neikvæða hluti.  Þau hafa líka ákveðið hamfarahugarfar þar sem þau búast alltaf við að allt fari á versta veg. 
 
Ég hef enga patent lausn. Því miður.  Ræða málin og benda á þegar neikvæðnin tekur öll völd. 


En þetta getur verið alveg ferlegt.  Ég vil ekki að börnin venjist á þetta viðhorf.  Vorum erlendis í flottum dýragarði og börnin okkar höfðu aldri farið í dýragarð.  En þá fór hann að tuða yfir öllu og tala um að einhver dýragarður sem hann hefði farið í í Singapoor væri miklu flottari. Þá fór eldri dóttir mín að tala um að það væri ekki búin að sjá nein hættuleg dýr ( vorum bara að byrja).  Þá tók ég hann til hliðar og spurði hann hvort að hann vildi alveg skemma upplifun barnanna á dýragarðinum með neikvæðni.  Áttum síðan góðan dag.  Hann áttar sig ekki á þeim áhrifum sem hans neikvæðni hefur á aðra.

lillion | 28. mar. '15, kl: 02:32:51 | Svara | Er.is | 0

Er betra að birgja allt inni og springa svo kannski einn daginn.
Á maður ekki líka að elska maka sinn eins og hann er. Eflaust er eitthvað sem hann getur sett út á þig. Kannski er bara málið að taka því slæma með því góða.

Enginn er fullkominn

lulli04 | 28. mar. '15, kl: 05:39:47 | Svara | Er.is | 1

Þú átt alla mína samúð og ég skil þig mjög vel. Ég var að vissu leyti sjálf í þessum pakka í nokkur ár. Frekar neikvæð að eðlisfari. Neikvæð orka dregur að sér neikvæðni og jákvæð að sér jákvæðni. Hefði sjálf ekki trúað því hversu auðvelt er að snúa þessu við. Þegar ég var komin á botninn í neikvæðninni og sjálsvorkunni gerðist eitthvað einn daginn. Ég fór að lesa ýmsar bækur og sanka að mér öllu efni á netinu um jákvætt hugarfar. Bækurnar eftir Rhondu Byrne breyttu mínu lífi. Ef þú getur fengið manninn þinn til að að lesa bók þá myndi ég byrja á The Secret .Ef sú bók hefur enginn áhrif á hann þá þarf hann væntanlega að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi/geðlækni. Svo eru hinar bækurnar líka æði The Power,The Magic, The Hero eru líka allt frábærar bækur. Búin að lesa þær allar. Það sem þesar bækur hafa breytt mínu lífi. Núna lifi ég samvæmt jákvæðu hugarfari og lífið er svo miklu auðveldara og skemmtilegra. Það er líka svo skrítið að það dragast að mér jákvæðir hlutir. Núna tala allir um hversu jákvæð ég er og systir mín sagði við mig um daginn að ég væri jákvæðasta persóna sem hún þekkti. Eitthvað hlýt ég að vera gera rétt :) Þessar bækur eiga að fást í Pennanum/Eymundsson. Getur líka séð upplýsingar hérna: http://thesecret.tv/index.html Mæli líka með að lesa Secret stories á þessari heimasíðu. Gangi þér rosalega vel og ég mæli líka með því að þú lesir einhverja af þessum bókum. Allir geta bætt sig í jákvæðu hugarfari.

ftbm | 28. mar. '15, kl: 08:53:10 | Svara | Er.is | 1

Ég var gift svona manni. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir að ég skildi (eftir 10 ára samband) hvað hans viðhorf og viðmót höfðu mikil áhrif á mig. Mitt líf hefur amk tekið stakkaskiptum eftir það. Vonandi náiði að vinna ykkur útúr þessu.

Walkin | 3. apr. '15, kl: 00:46:09 | Svara | Er.is | 0

Mjög einfalt, segir honum bara að þegja ef hann hafi ekkert jákvætt að segja ...

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 15:06
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47616 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, annarut123, Paul O'Brien, Guddie, Bland.is, tinnzy123, Kristler, paulobrien