Neyðarástand hjá Strætó - þessir tveir farþegar sem áður komu eru hættir að koma !

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 11:50:20 | 364 | Svara | Er.is | 0

Já það er svart útlitið hjá Strætó eftir að kórónu veiran kom. Tölur úr rekstrarreikningum Strætó sýndu að 2 farþegar voru að meðaltali á hvern ekinn kílómetra undanfarin ár.
Þessir tveir farþegar eru hættir að mæta í Strætó, en ennþá keyra þó vagnarnir á forgangsakreinum hring eftir hring í von um að þessir tveir sýni sig á einhverri stoppustöðinni.
Nú verðum við bara að bíða og vona að "Eyjólfur hresist".

 

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 12:34:17 | Svara | Er.is | 0

Uppi hafa verið hugmyndir í borgarstjórn að flýta skuli Borgarlínu framkvæmdum til að auka farþegafjöldann.
Við verðum að vona að eftir að Borgarlínan er komin í gang þá muni þessir tveir farþegar að lokum skila sér í leiðakerfi Strætó.
Á meðan við bíðum eftir Borgarlínunni ber auðvitað að fjölga leiðum og efla Strætó í von um að það náist að halda í þessa tvo farþega sem eru að meðaltali í öllu leiðakerfi Strætó pr. ekinn kílómetra. Já það eru nærri 100 strætisvagnar akandi frá morgni til kvölds útum allar trissur og aka þúsundir kílómetra og það kama að meðaltali 2 farþegar inní alla vagnana - ekki inní hvern vagn - já tveir farþegar …. við meigum ekki glutra þessu forskoti niður.
Hræðilegt ef þessir tveir farþegar tækju uppá því að ganga eða hjóla eða enn hræðilegra ef þeir vildu verjast kórónu pestinni og nýta sér einkabílinn.
:

ert | 9. apr. '20, kl: 12:47:09 | Svara | Er.is | 0


Nú var það í morgun? Því það var fólk í gær þó ekki þannig að það yrði vísa fólki frá. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 13:22:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við erum að tala um meðaltal 100 vagnar og þúsundir ekna km. hjá Strætisvögnum höfuðborgarsvæðisins.
Tveir farþegar að meðaltali á ekinn kílómetra samkvæmt ársskýrslum Strætó.
Væri fróðlegt hvort þú Ert værir ekki tilbúin að fá tölur og sambærilegar upplýsingar erlendis frá um farþega pr. ekinn km ?

Við vitum að í þjöppuðum lestarkerfum t.d New York og London eru hundruð ef ekki þúsundir farþega pr. ekinn kilometer.
Við viljum ná svipuðum árangri með Borgarlínu ekki satt ? Jú vissulega eftir að kórónu flensan er gengin yfir.
En auðvitað skortir okkur kannski nokkrar milljónir manna hingað á höfuðborgarsvæðið en því marki væri kannski hægt að ná með
því sem kallað er "Oben Border" ?

ert | 9. apr. '20, kl: 13:36:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já mér finnst sniðugt að leggja strætó niður núna.
Sjúkraðliðar og starfsfólk á spítölunum þarf ekkert að komast í vinnuna núna.
Við þurfum ekki að koma láglauna fólki sem vinnur í verslunum í vinnuna.
Strætó er óþarfur á þessum tímum.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 18:52:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðsjáanlega hægt að veita betri akstursþjónustu en Strætó gerir með öðrum hætti.
Strætó hentar afar illa mörgum stéttum sem vinna næturvaktir og eru með óreglulegan vinnutíma kannski á nætur og um helgar. Strætó gengur bara oftast ekki á þeim tímum sem næturvaktafólk þyrfti að nýta þjónustuna. Það er engine þörf á að láta vagnana keyra yfir 99% ferða sinna tóma til að réttláta einhverja ferð með 1- 2 farþega í strætisvagni sem skráður ery fyrir yfir 70 farþega. Sennilega ódýrara að hafa sérstakan vagn sem myndi eingöngu sinna starfsfólki spítalanna þegar hanns væri þörf.

ert | 9. apr. '20, kl: 19:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þannig að sveitarfélög eru reiðubúin að borga leigubíla undir starfsfólk? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 13:09:34 | Svara | Er.is | 0

Ég hef haft það sem hálfgert hobbý að kíkja inní Strætó þegar hann hefur keyrt um götur bæjarins undanfarin ár. Talið farþega ef einhverjir eru. oft 2 -3 og stundum allt að 5 stykki en mjög oft enginn farþegi. Þetta er ekki svo ólíkt því sem sumir stunda varðandi fuglaskoðun.
Þá þarf maður reyndar að leynast og jafnvel liggja í skurðum og skríða á jörðinni til að sjá sjaldgæfa fugla.
Það er langtum þægilegra og kannski skemmtilegra að fylgjast með þeim farþegum (fuglum) sem ferðast með strætó. Þeim fer að vísu fækkandi en maður getur verið heppinn. Ég sá t.d. einn farþega í gær sem reyndi að láta sem minnst bera á sér sat álútur með derhúfu á leið um Miklubraut. Annars eru flestir vagnar tómir en aka samt um á forgangi og mikið liggur stundum á að því er virðist og þá getur verið erfiðara að ná að finna hvort farþegi er um borð eða vagninn tómur eins og venjulega.

ert | 9. apr. '20, kl: 13:40:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig kíkirðu inn í strætó? Bankarðu á hurðina og kíkir inn og telur. Þú hefur aldrei komið inn í vagn sem ég er í og ég tek c. 4 vagna að meðaltali á dag? Viltu hafa vagnanna fulla núna? Viltu sem sagt brjóta lög? Er þú einn af þessum sem treður þér alltaf upp að næsta manni í búðum og annars staðar?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 16:07:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig ég sé farþegana ?. Jú ég er einn af mörgum sem ferðast um borgina á bíl og jú líka stundum fótgangandi og svo á rafhjólinu mínu.
Ég tel ekkert inní vagnana "Innstigið" eins það er kallað þega farþegi kemur inn. Barasé í gegnum rúður vagnanna sem eru skyggðar hverju sem það nú veldur að farþegar eru fair og oft vagnarnir tómir.
Ég hef reyndar ekki komið inní strætisvagn í kannski 10 - 15 ár man ekki alveg, hvenær síðast.
Mér var bent á þetta af útlendingi sem hingað kom að þessir vagnar væru að hringsóla um hverfin án tilgangs því engir væru um borð nema bílstjórinn.
Þannig eru nú mín vísindi um þetta fyrirbæri. Síðan flettti ég ársskýrslu Strætó og sá auðvitað að það var nánast enginn áhugi á að ná einhverjum markmiðum varðandi hagkvæmni í rekstri og aðgæslu um skattfé borgaranna. Markmið skortir og því er staðan eins og hún er.

ert | 9. apr. '20, kl: 19:29:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1


"   Barasé í gegnum rúður vagnanna sem eru skyggðar"
Þannig þú ert með einhvers konar röntgensjón? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 9. apr. '20, kl: 16:32:15 | Svara | Er.is | 0

Hver vagn ekur um 100.000 km á ári og flytur þá 200.000 farþega ef 2 farþegar ferðast á hvern kílómeter.

https://straeto.is/uploads/files/854-078da4e189.pdf

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 16:49:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég setti hér nýlega inn tölur um nýtingu vagnanna, sem ég vann uppúr Ársskýrslu Strætó fyrir 2018.
Þar geturðu farið ofaní þetta. En miðað við heildarakstur vagnanna yfir árið og svo heildar farþega fjölda þá var niðurstaðan þessi Ca 2 farþegar pr. hvern ekinn kilómetra vagnanna. Það hlýtur að vera mjög léleg nýting held ég. Og engin áform í skýrslunni um betri nýtingu. Reyndar forðast Strætó eins og heitan eldinn að sýna hve nýting vagnanna er léleg. Innstigið eins og þeir kalla þetta þegar farþegi fer inní vagninn er vissulega hagkvæmt fyrir reksturinn því þú borgar jafn mikið þó þú farir úr á næstu stoppustöð en virkar aftur á mót sem betri nýting gagnvart "farþegi pr. km". Þannig að nýting vagnanna er sennilega enn minni en 2 farþegar pr. ekinn km.
Þetta styður við kannanir mínar að vagnarnir eru oftast að aka galtómir án farþega. Náttúrulega mikil mengun af 2-3 þús kg bíl að aka í tilgangsleysi bara með bílstjórann. En sennilega miklu ódýrar að hafa þessa vitleysu í gangi þó dýr sé en að stigmagna vitleysuna og koma upp einhverskonar lestarkerfi með Borgarlíu ruglinu. Guð forði okkur frá því.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 17:01:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ef bílstjórinn er einn í vagninum þá er hann jú að meðaltali bara 1 pr hvern km.
En ég reikna þetta pr . farþega sem Strætó kallar "innstig" og reikna þetta alveg eins og með bílstjórann.
Strætó fer ekkert án bílstjórans og ég myndi reikna hann sem 1 farþega pr . hvern kílómetra.
Ég reikna líka hvert "innstig" sem farþeginn fari allan hringinn eins og bílstjórinn en auðvitað eru farþegar oftast að fara skemmri leið.
Þannig að nýtingin er auðvitað langtum minni en 2 farþegar pr. km. Kannski 0,3 farþegar pr. km gæti ég trúað.
En Strætó hefur engan áhuga á "sætanýtingu" eða neinni nýtingu bara að bullast áfram í blindni að því er virðist.

ert | 9. apr. '20, kl: 19:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ok þannig að þú getur ákveðið að talning á innstigum innfeli strætóstjórann. Líkast af því að hann hleypur út og inn á hverri stoppistöð OK.
Hérna hvað ertu að drekka? Mig er farið að langa til að smakka.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 01:06:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Má ekki bjóða þér Kórónu líkkjör ?

Kingsgard | 9. apr. '20, kl: 19:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég man rétt ekur strætó 1.000.000 km á ári. Það gerir samkvæmt tölu þinnar um 2 farþega á kílómetra 2.000.000 farþega á ári.
Svo einfalt er það.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 19:45:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er kannski heppilegra fyrir þig að lesa Ársskýrslu Strætó það er hægt að krafsa sig framúr henni og finna hluti sem skipta máli, þó að ýmsar gagnlegar upplýsingar skorti þar.
Ég held að það sé betra en að treysta á minnið.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 19:53:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Úr ásskýrslu Strætó fann ég þetta:


Farþegafjöldi 2018 var um 900 þús að meðaltali á mánuði.
Akstur var að meðaltali um 470 þús km á mánuði.

===> Þetta gerir ca 2 farþegar á ekinn km. <=====

Kingsgard | 9. apr. '20, kl: 21:18:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef farþegafjöldi er 900 þúsund að meðaltali á mánuði, þá gerir það 10.800.000 á ári. Þetta virðist sýna að " sumir " taka strætó. Af hverju viltu leggja þjónustuna af ?

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 07:37:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef einungis 2 farþegar eru pr. hvern ekinn km þá er nýtingin mjög léleg.
Nýtingin er æi raun enn minni því flestir eru farþegar að fara milli einhverra stoppistöðva og enginn ferallan hringinn nema bílstjórinn.
Þannig að ég giska á að nýtingin sé ca. 0,5 faþegi pr.km

Það er svipuð nýting og ef 1/2 maður væri alltaf í einkabíl !

ert | 10. apr. '20, kl: 11:03:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er Meðal ferð í einkabíl 2 km?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. apr. '20, kl: 11:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eða varstu að meina að meðalferð í einkabíl sé 500 m?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kingsgard | 10. apr. '20, kl: 16:31:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er flestum ljóst að afar fáir fara allann hringinn með strætó og þarf ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá.
Hálfsmanns kenningin er eins og þú segir, ágiskun og er því frekar trúaratriði hlaðið ósk á trúverðugleika predikarans og ekki til þess fallin að varpa ljósi á rekstrarumhverfi strætó.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 17:14:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já já við verðum að vera vakandi þegar svona gullkorn falla til jarðar:

"Það er flestum ljóst að afar fáir fara allann hringinn með strætó og þarf ekki mikla rannsóknarvinnu til að sjá.
Hálfsmanns kenningin er eins og þú segir, ágiskun og er því frekar trúaratriði hlaðið ósk á trúverðugleika predikarans og ekki til þess fallin að varpa ljósi á rekstrarumhverfi strætó. "

ert | 10. apr. '20, kl: 17:24:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Værirðu ánægður ef það væri 100% nýting á vögnunum? Þannig að allir færu heilan hring?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 18:56:34 | Svara | Er.is | 0

Það var í raun spaugileg fréttin um að Strætó hefði farið útaf veginum í mikilli hálku og sem betur fer haldist á hjólunum.
Þegar fréttamaður spurði um hvort farþegar hafi slasast eða hvenig þeim hefði reitt af var svarið: "Faþeginn fékk bara far með einkabíl sem ´tti leið framhjá" :)

T.M.O | 9. apr. '20, kl: 20:12:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hún er að verða hálf sorgleg þessi þráhyggja þín um strætó. En hvað það var heppilegt að það var bara einn farþegi. Ég hef stoppað og boðið aðstoð ef bílar fara útaf, breytir engu hvort það er strætó eða rúta.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 20:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrirgefðu en þetta átti nú bara að vera svona léttur brandari, en það er engin skylda að hlæja sko.

Oftast myndi maður óttast ef stór farþegarúta eins og Strætó fer útaf veginum að ræsa þyrfti út hópslysateymi.

En það á ekki við þegar Strætó á í hlut. Líklegast að enginn farþegi sé um borð. Í þau tvö skipti sem ég man eftir
þá var bara einn farþegi í hvort skipti. Í annað skiptið varð slysið í brekkunni við Hveravelli á leið til Selfoss og farþeginn hafði ekki tíma til að bíða og fékk far með einkabíl til Selfoss. Hitt skiptið var hér á höfuðborgarsvæðinu og líkt og við Hveravelli lét farþeginn sig bara hverfa.

T.M.O | 9. apr. '20, kl: 21:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún er samt sorgleg þessi þráhyggja þín.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 21:25:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En nú verðum við bara að fara að gleðjast því Kórónu pestin er komin á flótta :)

T.M.O | 9. apr. '20, kl: 21:34:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ennþá hægt að smitast svo slakaðu bara á.

ert | 9. apr. '20, kl: 22:29:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


og verður þangað til bóluefni finnst - ef veiran stökkbreytist ekki reglulega. Ef hún gerir það þá erum við í smá skít þar til nógu margir sem eru viðkvæmir fyrir þessu deyja og þeir þola þetta vel verða eftir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 01:00:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já má vera rétt hjá þér.
Það verður þó vonandi skárra ef við skiljum betur ganginn í "kvikindinu" og þekkjum
hvernig er best að verjast. Mikilvæg reynsla ef aðferð þríeykisins gengur upp. A
ðferðin gefur okkur þá kannski tíma til að bíða eftir bóluefni eða öðrum vörnum sem kynnu að finnast fljótlega. Annars þurfa kannski ekki svo margir að deyja nóg ef smitið nær eingöngu til þess stóra hóps sem kennir sér einskis eða lítils meins þó sýktir séu.
Eftir mánuð vitum við sennilega mikið meira um framhaldið og vonandi gengur þetta bærilega fram að þeim tíma.

ert | 10. apr. '20, kl: 01:05:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Hámarks álag á heilbrigðiskerfið er eftir.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 9. apr. '20, kl: 21:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf samt að koma heilbrigðisstarfsfólki og almennu starfsfólki á spítölum og heilbrigðisstofnunum í vinnuna.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 9. apr. '20, kl: 22:21:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verða bara allir að taka þátt í gleðinni :)

ert | 9. apr. '20, kl: 22:37:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað áttu við? VIltu loka spítölunum?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 11:40:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil þig bara ekki - ertu ekki að spritta þig fullmikið ?

ert | 10. apr. '20, kl: 12:45:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég var að tala um að það þyrfti að heilbrigðisstarfsfólki og öðru starfsfólki á spítalana.
Þú vilt að allir taki þátt í gleðinni.
Það er brjálað álag á spítölunum.
Hvernig hafðirðu hugsað þér að fólk sem er að reyna að halda covid-sjúklingum á lífi í óþægilegum búningum, fólk sem er með fyrirmæli um að umgangast sem fæsta og fara sem minnst í frítíma sínum, tæki þátt í gleðinni og hvaða gleði? Gleðinni yfir því að það er fólk að berjast fyrir lífi sínu og þeim á enn eftir að fjölga?
Prófaðu að drekka minna og lesa hægar.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 10. apr. '20, kl: 12:57:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var að tala um að það þyrfti að koma heilbrigðisstarfsfólki og öðru starfsfólki á spítalana.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 13:43:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja … veiran er á undanhaldi og því gegtum við fagnað.
En pestin á eflaust eftir að taka marga í viðbót - við erum ekkert að gera lítið úr þeim sem eru að vinna gegn þessu öðru nær.
Milljónir eftir að deyja þar sem pestin hefur ekki geysað enn,
Engu að síður er verian vonandi á undanhaldi hér og því getum við fagnað.

ert | 10. apr. '20, kl: 13:50:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Já það er eitt að geta glaðst, annað að allir geti tekið þátt í gleðinni. Það er fólk að berjast fyrir lífi sínu núna og sumir tapa.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

T.M.O | 10. apr. '20, kl: 14:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er viss um að aðstandendur þess sem lést síðast eru tilbúnir að fagna með þér. Þú ættir kannski að bíða aðeins með að opna kampavínið. Það eru flestir að taka einn dag í einu og vona það besta, betri tölur í dag eru bara það, betri tölur í dag. þýðir ekki að lesa allt of mikið út úr því og ranta svo dögum saman þegar fantasían gengur ekki eftir og kenna öllum öðrum um að þú misskildir.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 14:54:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þið eruð dramtískar systurnar en hægið nú bara á ykkur og hættið að lemja á fólki í kringum ykkur.
Virðið tveggja metra regluna og reglan á líka við á netmiðlum.
Gleðilega Páska :)

T.M.O | 10. apr. '20, kl: 15:19:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 metra regla á netmiðlum? Þú ert semsagt að segja, hættið að vera eins og ég. Týpískt tröll.

kaldbakur | 10. apr. '20, kl: 19:43:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe gaman að þessu :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47845 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Paul O'Brien, Guddie