Ný forysta fyrir verkalýðsfélög - Verkföll framundan ?

kaldbakur | 7. mar. '18, kl: 20:24:42 | 412 | Svara | Er.is | 0

Já Nú vann Sólveig Anna glæsilegan sigur í Eflingu.
Ný stjórn Efligar mun ásamt stjórn VR og verkalýðsfélags Akraness
mun mjög líklega verða hvassari í samningum og Sólveig boðar harða stefnu
og mun heimta mjög bætt kjör fyrir sitt félag.
Er líklegt að við sjáum nýja launastefnu á Íslandi ?

 

Hr85 | 7. mar. '18, kl: 20:41:43 | Svara | Er.is | 0

Hún er víst kommúnisti svo það má alveg búast við því að hún skilji eftir sig slóð eyðileggingar það gerist alltaf þegar kommar ná völdum. 

kaldbakur | 7. mar. '18, kl: 21:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Já Sólveig er sósíalisti að eigin sögn.
En ég held að hún leggi málin skynsamlega fyrir og muni fá fullan stuðning félaga í Eflingu.
Það þarf að gera fólki mögulegt að lifa á dagvinnulaunum.
Það þarf rækilga launahækkun lægstu launa úr 300 þús í 400 þús og hækkun persónuafsláttar eða skattfrelsi lægstu launa.

sakkinn | 8. mar. '18, kl: 21:51:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ertu bilaður...

kaldbakur | 9. mar. '18, kl: 04:15:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sigur Sólveigar í Eflingu á eftir að hafa mikil áhrif.
Þú verður að láta athuga hvrt þú ert bilaður......

sakkinn | 10. mar. '18, kl: 09:48:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þau verða kaffærð. Hellingur af fólki sem er í VR og mun skrá sig úr VR. Það verður að vera innistæða fyrir launahækkunum. Nú þegar verður fólki sagt upp vegna launa sem detta inn 1 maí. Ekki halda að peningar vaxi á trjánum. Líttu til dæmis á starfsfólk búða í dag. Þetta eru allt börn því launakostnaður er orðinn allt af hár miðað við vinnuframlag á Íslandi. Ekki koma með eitthvað bull um jöfnuð því hanner mestur á Íslandi í öllum heiminum. Bilið er jú að aukast en það er bara GOTT því það hvetur fólk að sækja sér menntun og sérhæfa sig.

kaldbakur | 10. mar. '18, kl: 10:25:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að miklar kauphækkanir upp allan launastigan ganga ekki í dag.
En það verður að leiðrétta lægstu laun.
Stóru mistökin sem við erum núna að sjá afleiðingar af var hækkun kjararáðs til alþingismanna og forstjóra ríkisins.
Þetta voru hækkanir uppá 45% og tvö ár afturvirkt.
En margir aðrir fengu aðeins 3-7% og ekki afturvirkt.
Ríkisstjórnin brást þegar hún lagfærði þetta ekki,
Afleiðingrnar eru augljósar.

sakkinn | 10. mar. '18, kl: 11:22:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það bara skiptir nákvæmlega ENGU máli hvaða launahækkanir þingmenn fengu þegar er verið að ákvarða laun þeirra lægstu. Laun þeirra lægstu eru svo nálægt miðgildi launa á Íslandi að þetta fer upp allan skalan sjáðu til.

kaldbakur | 10. mar. '18, kl: 12:35:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þingmenn og forstjórar og aðrir á kjararáðslaunum fengu launahækkun langt umfram allt annað.
Það var í gangi s.k. Salek samkomulg og þessi Kjararáðshrellir eyðilagði í raun öll þau áform sem Salek boðaði. Það var slæmt. Nú við sjáum afleiðingarnar VR, Efling og ýmis verkalýðsfélög munu hafna Salek samkomulaginu. Það verður ófriður á vinnumarkaði.

kaldbakur | 10. mar. '18, kl: 20:45:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það verða verkföll og mikil spenna á vinnumarkaði þegar samningar verða lausir.
Kennarar og leikskólafólk munu stöðva allt atvinnulíf og hafa því mjög sterka samningsstöðu.
Það er borðliggjandi að það verður ekki samið um lágmarkslaun undir 400 þús kr.
Eftirlaunaþegar og öryrkjar munu njóta góðs af nýrri forystu ASÍ.

sakkinn | 10. mar. '18, kl: 21:07:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er ekki til innistæða fyrir 400 þús krónum í lágmarkslaun. Sama hvaða tilfinningar þú hefur til málsins. Skoðaðu td skráð félög á markaði í dag og hvernig þau hafa að mörgu leyti tæklað þetta. Þau hafa sagt upp fólki. Fyrirtæki eru á leið úr landi og veit ekki betur en Marorka sé að hætta vegna launa. Össur farið úr kauphöllinni. Hver eru laun kennara í Noregi? Tel að þau séu vel lægri

kaldbakur | 10. mar. '18, kl: 21:27:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Atvinnulífið á Íslandi er auðvitað of einhæft. Ferðamnnaiðnaðurinn mun neyðast til að laga sinn launastructur.
Byggingariðaðurinn er rekinn líkt og í þrælahaldi með starfsmannaleigum. Þessu neyðast menn til að breyta
því útlendingarnir munu að lokum gera uppreisn gegn þessu fyrirkomulagi.
Innflutt vinnuafl tímabundið og þeir sem ætla sér að dvelja hér lengur jafnvel til framtíðar verður brátt sterkara afl
í launabaráttunni. Hér er jafnvel um 25 - 35 þús manns að ræða.
Opinberi geirinn er auðvitað alltof stór en þeir verða samt að lagfæra lágmarkslaunin t.d. hjá Eflingu.
Ríkisstjórnin mun neyðast til að draga úr kauphækkunum kjararáðs ef hún vill halda völdum.
Hvernig þessu öllu fram vindur ræðst á næstu mánuðum, en það verða breytingar á kjörum þessa fólks sem minnst hefur,
húsnæðismál og launamál verða þar fremst.

sakkinn | 11. mar. '18, kl: 12:27:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvernig ætlast þú til að húsnæðismál breytist þegar laun hækka í byggingargeiranum. Ég veit vel að proftit er um 30% per íbúð í dag en það er fljótt að fara þegar laun fara að hækka. Einnig til að hækka laun í opinberageiranum þarf mögulega að hækka lóðagjöld. Þá hækkar verð á íbúðum. Þegar laun hækka yfir línuna þá eykst verð á íbúðum.

Varðandi verkamenn sem eru ístarfsmannaleigum. Það er auðveldlega hægt að skipta þeim út og fá nýja inn.

Ég er sammála þér með opinberageiran. Hann er líka of stór þar sem við erum of fámenn.

Ég veit að reiðin er vegna kjararáðs en það eru bara nokkrar hræður þar á móti massanum. Það má ekki gleymast að fólkið sem er í Eflingu eru launþegar fjármagnseigenda og í mörgum tilfellum hafa þeir ekki áhuga á að lækka sinn hagnað.

kaldbakur | 11. mar. '18, kl: 13:40:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er flest rétt hjá þér.
En það þarf kerfisbreytingu t.d. varðandi húsnæði laga reglur og leita að lausnum - þær munu finnast.
Rekstur hins opinbera t.d. í Reykjavík er arfavitlaus og má þar spara mikið. Það má segja upp 30% starfsmanna og engin mun verða var við breytta þjónustu. En þatta má ekki segja en væri hægt að gera áætlun um þessa framkvæmd t.d. til 5-6 ára. Að spara í mannahaldi og losa sig við 30% launakosnaðar árlega myndi spara ca 10 þúsund milljónir árlega !

kaldbakur | 11. mar. '18, kl: 17:40:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sakkinn ættir kannski að lesa þessa grein https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/03/11/laun_stjornmalamanna_otrulega_ha/

sakkinn | 11. mar. '18, kl: 21:57:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hélt að þeir erlendu nálægt okkur væri á hærri launum eða sambærilegum. Breytir ekki minni skoðun að þeir eigi að vera á háum launum. Hinsvegar ráðuneytisstjórar og ríkisstarfsmenn eigi alls ekki að vera á hærri launum en einkageirinn.

kaldbakur | 11. mar. '18, kl: 22:22:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jú það þurfti að hækka laun alþingismanna það er engin spurning. En hækkunin var óhófleg og setti allt á annan endann.

veg | 12. mar. '18, kl: 09:54:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áhugavert!  hvaðan ætti að segja upp 30% starfsmanna reykjavíkurborgar?  og hvað eru þeir margir?

kaldbakur | 12. mar. '18, kl: 12:57:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætli þetta séu ekki um 9 þús manns hjá Rvk. Já kannski 3 þús. mættu bara vera heima í 2-3 ár á hálfum launum . Mundi ekki skifta neinu varðandi þjónustu. Þetta er eflaust svipað hjá ríkinu þar er álíka fjöldi og sparnaðurinn væri ekki minni. Sparnaður uppá 15-20 þús milljónir árlega.
Auðvitað þarf þetta fólk sem missir vinnuna endurhæfingu og þyrftu aðstoð og kæmist ekki allt í vinnu aftur.
Þannig að netta sparnaður þjóðfélgsins væri kannski bara 7 til 10 þúsund milljónir árlega ef bæði ríki og borg myndu fara í þessar aðgerðir.

veg | 12. mar. '18, kl: 17:12:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

fyrir tveimu og hálfu ári voru borgarstarfsmenn 6900, hverja af þeim finnst þér að ætti að senda heim?

kaldbakur | 12. mar. '18, kl: 17:33:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér skilst samkv. uppl. í blöðum nýlega að það séu 9 þús. á launum í dag. Auðvitað eru þetta ekki allt 100% stöðugildi kannski tæplega 7 þús. stöðugildi.
Hverja má senda heim ? Það er ekki hægt að gefa línuna þvert yfir hópinn. Það þarf að vinna þá greiningu en ég tel að það séu um 30%. Þetta er reyndar þekkt víða ekki al Íslenskt. Það var dæmi hér í blöðunum þar sem átti að verðlauna einhvern starfsmann í Evrópu fyrir góða þjónust í 30 ár. Maðurinn svaraði ekki boðunum og þá kom í ljós að hann hafði ekki mætt í vinnuna í mörg ár en var á góðum launum.

veg | 12. mar. '18, kl: 19:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég skil, þú hefur semsagt ekki neina hugmynd hvaða starfsmenn mega missa sín? hvar megi skera niður?  er það í grunnskólum? leikskólum? aðstoð við fatlaða? barnaverndarstarfsmenn? starfsfólk hjá eldri borgurum? áhaldahúsin? sorpa? ...?

kaldbakur | 12. mar. '18, kl: 19:16:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má skera niður allsstaðar. Allstaðar til fólk sem má missa sín bæði hjá borg og ríki.
Það er ekki rétt að nefna einhverja staði umfram aðra en af því þú spyrð þá má örugglega líka skera niður á spítölum, hjúkrunarfólk og annað. Fullt af fólki sem er algjörlega óþarft og vinnur ekkert.

veg | 12. mar. '18, kl: 19:29:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

varstu ekki að tala um starfsfólk hjá reykjavíkurborg? 30% af þeim? og getur samt ekki nefnt nein störf sem mega missa sín!
ferð bara að tala um eitthvað annað!

ingbó | 12. mar. '18, kl: 11:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu með samanburð á launum kennara hér og í Noregi ?  Það eru ekki rök að segja að þú teljir þau mun lægri. 

sakkinn | 12. mar. '18, kl: 12:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg var að tala um Alþingismenn. Veit það eru ekki rök. Hinsvegar hef ég séð (man ekki hvar) að laun eru núna hærri á Íslandi en í Noregi. Hví þarf alltaf að bera okkur saman við Noreg sem er land með um 70.000 dollara í VLF á mann en Ísland með um 60.000 VLF á mann.

Raunlaun geta vart hækkað meir en VLF að mínu mati

veg | 12. mar. '18, kl: 17:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vinkona mín er grunnskólakennari í noregi, hún er með um 550 þúsund norskar á ári, af því greiðir hún 27% skatt.

veg | 12. mar. '18, kl: 17:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo greiða norðmenn bara skatt í 10 og hálfan mánuð á ári.  engin skattur í júlí og hálfur í desember.

veg | 14. mar. '18, kl: 09:48:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og svo koma afslættir ef þú átt börn, ert einstæður o.s.fr.

sakkinn | 14. mar. '18, kl: 20:15:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þú getur ekki borið það saman. Það er bara stupid

Júlí 78 | 7. mar. '18, kl: 21:58:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eimitt, er betra að hún segi bara já og amen sem hinir leggja til, laun sem ekki er hægt að lifa á? Eina fólkið sem mér finnst vera eitthvað vit er er Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og svo núna Sólveig Anna Jónsdóttir. Sem betur fer ætla þau að stilla sína strengi saman og vonandi koma með hressilegra útspil heldur en verið hefur þegar það hefur verið samið um kaup og kjör. Mér er alveg sama um hvaða nöfnum fólk vill kalla þau, kommúnista, sósalista eða eitthvað annað. Bara að þetta fólk láti ekki yfir sig ganga eins og verið hefur, svona smá úr hnefa. Það er ekki boðlegt að fólk þurfi að vera í tveim vinnum til að reyna að láta enda ná saman. Það er heldur ekki boðlegt að þegar sérfræðingar Velferðarráðuneytis hafa reiknað út hvað fólk þurfi að hafa í peningum sér til framfærslu auk húsnæðiskostnaðar að launin séu langt fyrir neðan þær tölur.

ingbó | 12. mar. '18, kl: 11:29:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er auðveldara að tala um launahækkanir en að ná þeim fram í Karphúsinu.

Júlí 78 | 14. mar. '18, kl: 09:25:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ef viðsemjendur hlusta ekki á neitt til að bæta kjör hinna lægst launuðu þannig að það sé hægt að lifa á laununum þá er hægt að gera ýmislegt. Það er alveg hægt að fara í verkfall. Þetta þjóðfélag færi á hliðina ef að ekki væri neitt fólk til að gæta barnanna á leikskólum til dæmis, ræstingafólkið kæmi ekki til vinnu, fólkið sem er á vinnu á kössum í matvörubúðum og fleiri hópar. Það er líka hægt að hlusta  á kröfur þeirra Vilhjálms, Ragnars Þórs og Sólveigar. Það er til dæmis verið að ræða það að þurfi skattkerfisbreytingar og sem kæmi láglaunafólki til góða. Er eitthvað sanngjarnt að þegar Velferðarráðuneytið segir að fólk þurfi 223.046 útborgað ÁN húsnæðiskostnaðar að láglaunafólk sé jafnvel að fá svipaða eða lítið hærri upphæð útborgað? Er ætlast til að fólk borgi 0 krónur í húsnæðiskostnað? Eða liggi uppá mömmu sinni og pabba? Eða liggi uppá vinum eða ættingjum? Hvers lags þjóðfélag er þetta?!!!

sakkinn | 13. mar. '18, kl: 22:25:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er strax búið að benda Ragnari á það að ef hann ætlar í einhverjar vitleysu þá hættir bara stór hluti félagsmanna í VR. VR er ekki láglauna félag. Flestir sérfræðingar eru þar með svons 700-1200 á mánuði. Þú getur nú bara hlustað á tóninn í honum í Silfrinu.

Júlí 78 | 14. mar. '18, kl: 00:34:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vitleysu, ertu þá að tala um verkföll sakkinn? Hann veit vel að VR er með öðruvísi hóp félagsmanna heldur en t.d. í Eflingu. En hann hlýtur líka að vita að honum er skylt að vinna einnig fyrir þann hóp félagsmann í VR sem eru á lágum launum.

sakkinn | 14. mar. '18, kl: 20:16:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verkföll eru vitleysa nú til dags. Flest allir hafa það gott. Kennaraverkföll í denn kostuðu meir en þau áorkuðu.

Júlí 78 | 14. mar. '18, kl: 21:49:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Held þú (sakkinn) sért ekki með nein rök fyrir því að flest allir hafi það gott. Jafnvel þó svo væri þá hefur láglaunafólkið alveg rétt á miklu betri kjörum. Finnst þér sjálfsagt að manneskja sem vinnur á leikskóla og leggur mikið á sig til að gæta barnanna þinna og kenna þeim ýmislegt sé á skítalaunum? Eða manneskja sem situr á kassa t.d. í einhverri lágvöruversluninni í alveg bilaðri traffík og afgreiðir þig með matvörurnar að hún sé á skítalaunum? Eða finnst þér ekki að ræstingafólkið eigi skilið gott kaup fyrir að þrífa í kringum þig á þínum vinnustað og þar á meðal klósettin og vaskana sem þú notar? Eða finnst þér kannski þitt starf eitthvað mikið merkilegra en þessi störf sem ég nefni (hvað svo sem þú ert að vinna við ef þú ert í vinnu). Eða finnst þér kannski að alþingismenn séu í miklu merkilegra starfi eða eitthvað fólk sem situr á skrifstofu sinni mest allan vinnutímann? Ekki mér. Það er KRAFA láglaunafólks að fá miklu betri kjör en það hefur í dag, að hægt sé að lifa á laununum.

sakkinn | 14. mar. '18, kl: 22:38:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auðvitað myndi ég vilja að allir hefðu góð laun. Það er ekki málið. Hinsvegar snýst þetta allt um virði og hvað fólk metur til virðis.
Varðandi leikskólakennara þá er ég sammála þér.
Varðandi kassafólk er ég mjög ósammála þér. Vitu til.... það verður enginn að vinna á kassa eftir 10 ár.
Já Alþingismenn eru í merkilegri störfum. Annað er asnalegt að segja. Hinsvegar getum við vart deilt um að hvort besta fólkið sé á Alþingi. Nenni ekki út í þá sálma hérna.
Af hverju ætti ræstingafólk að vera á háum launum?? ég bara spyr?

Snýst þetta ekki soldið um það ef hægt sé að skipta auðveldlega út fólki eða ekki? Því meiri sérfræðingur sem þú ert á þínu sviði og ert að skapa virði þá eru líkur á því að launin séu eftir því. Þannig er það bara.

Júlí 78 | 15. mar. '18, kl: 00:18:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú bara hlýtur að misskilja það sem ég er að tala um sakkinn. Jú ég get alveg fallist á það að þeir sem eru með góða menntun eigi að fá hærri laun en aðrir sem ekki hafa lagt á sig nám. En mér finnst alþingismenn (sem eru með mismikla menntun) eða fólk sem situr á skrifstofu allan daginn (sem er líka með mismikla menntun) ekkert vera í merkilegri störfum heldur en t.d. starfsfólk á leikskóla sem er margt ófaglært, kassafólk í matvörubúð, ræstingafólk eða fólk sem hugsar um gamla fólkið á elliheimilum. Því allt eru þetta mjög mikilvæg störf ekki síður en hin störfin sem ég nefndi fyrst. Þegar ég er að tala um gott kaup fyrir þetta fólk þá er ég að tala um að grunnlaunin dugi fyrir framfærslu auk húsnæðiskostnaðar. Eða finnst þér eitthvað réttlæti í því að þetta fólk þurfi að vera í 2 eða 3 störfum? Eða að þurfa að taka á sig svo mikla aukavinnu að enginn sé frítíminn? Ég er að lesa Í DAG um fólk sem vinnur eins og skepnur, á nánast aldrei frí, þarf að vera kannski í 2-3 vinnum og sem þarf að vinna líka einhvers staðar í sumarfríinu! Fólk ætti nú að reyna að setja sig í þessi spor. Enginn vill hafa líf sitt þannig að eiga aldrei frítíma. Ekki þú, ekki ég eða neinn annar.

sakkinn | 16. mar. '18, kl: 23:37:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er alveg sammála þér en...... á atvinnuveitandinn að hækka laun umfram það sem hann getur þar sem leiga hefur hækkað mikið? Það er svo erfitt að segja hvað er sanngjarnt.... sanngjarnt fyrir hvern? Ekki gleyma því að fyrir vinnuna er fjármagnseigandi og hann/hún þarf líka sitt.

Ég spái því að verkalýðsfélög minnki í umfangi á komandi árum.

veg | 17. mar. '18, kl: 10:09:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

áttu við að verkafólk sé síðast í röðinni alltaf?

Júlí 78 | 17. mar. '18, kl: 15:00:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er örugglega eitthvað um það að atvinnurekandi yfirborgar fólki miðað við samninga sem hafa verið gerðir. En það má aldrei gleyma hinum sem fá bara greitt eftir taxta. 

veg | 18. mar. '18, kl: 18:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kjarasamningar eru alltaf lágmarkslaun, það má alltaf borga hærri laun.

sakkinn | 18. mar. '18, kl: 19:46:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er það....en ekki síðustu ár á Íslandi því það hefur hækkað hraðast í prósentum

veg | 19. mar. '18, kl: 10:08:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það étur engin prósentur, og hærri prósentur af mjög lágum launum eru alltaf mjög fáar krónur.

sakkinn | 19. mar. '18, kl: 22:37:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki koma með einhver svona rök. Þetta er rökleysa. Þó þetta séu fáar krónur þá er þetta samt hlutfallslega aukning. Ef hún verður of mikil og munurinn á milli þeirra sem eru lægst launaðir og til dæmis sérfræðinga er of lítið þá sér líklega enginn hag í því að mennta sig og öðlast sérfræðiþekkingu og landið dreggst bara aftur úr. Bara gott dæmi um communist

veg | 20. mar. '18, kl: 09:46:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ef fólk nær ekki að éta, þrátt fyrir fullt starf er eitthvað alvarlegt að.  Gott dæmi um arðrán.

sakkinn | 20. mar. '18, kl: 23:32:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er ekki dæmi um arðrán. Þú ert að tala um ekki það stórt prósent borgara Íslands sem ná ekki að borða. Það er eitthvað mikið sem hefur gengið á áður hjá viðkomandi þegar í það efni er komið.

Júlí 78 | 21. mar. '18, kl: 00:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það mætti halda á svari þínu að dæma sakkinn að þér fyndist í lagi að einhver hluti landsmanna eigi ekki fyrir mat. Nei, það er ekkert víst að eitthvað mikið hafi gengið á hjá viðkomandi þegar svo er komið, heldurðu virkilega að allur sá fjöldi sem leitar til hjálparstofnana sé af því út af því að það hafi svo og svo mikið gengið á hjá því? Jú ekkert nema fátækt!! Það mætti halda að þú héldir að allt þetta fólk væri að eyða í tóma vitleysu eða væru dópistar, alkahólistar eða eitthvað slíkt. Svo er nú búið að koma í fréttum að jafnvel sumt gamalt fólk neitar sér um mat a.m.k. seinni hluta mánaðarins Heldurðu að mikið hafi gengið á hjá því fólki? Nei, það kom fram ef ég man rétt að orsökin voru lágar tekjur sem duga ekki fyrir framfærslu (með húsnæðiskostnaði) og þetta blessaða gamla fólk átti varla aura til að gefa barnabörnum sínum gjafir.

sakkinn | 21. mar. '18, kl: 20:12:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mikið af eldra fólki sem á ekki fyrir mat hefur aldrei greitt í lífeyrissjóð og aldrei keypt íbúð eða neitt þannig. Það stenst varla skoðun annað. Ég er EKKI að segja að eþtta sé í lagi en ég VEIT það að mikið af fólki í dag er einmitt að gera það sama og eyðir td peningum í DAG en ekki á morgun sem gerir það að verkum að ég og aðrir þurfa að halda því uppi í ellinni.

Júlí 78 | 21. mar. '18, kl: 22:36:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mikið af eldra fólki sem ekki hefur greitt í lífeyrissjóð nema þá kannski mjög takmarkað eru eldri konur sem voru mikið til heimavinnandi húsmæður. Í gamla daga þótti sjálfsagt að konur væru  heimavinnandi. Þær voru ekki bara að gæta barnanna sinna heldur voru oft hörkuduglegar húsmæður, saumuðu fötin á börnin sín, prjónuðu lopapeysur og allskonar, vettlinga, húfur og margt annað. Tóku slátur og gerðu úr því, gerðu sultur og berjasaft og jafnvel saumuðu út líka. Margt gerðu þær sem nútímakonan kaupir bara tilbúið út í búð nú til dags. Og mörgum nútímakonum finnst ekki taka því að sauma fötin á börnin núna, hægt að fá þau mörg á góðu verði. Sumar útivinnandi konur núna eru reyndar duglegar með margt þó þær séu útivinnandi en mér finnst samt mjög skiljanlegt ef þær nenna ekki að gera allt sem ég taldi upp og vera líka að vinna kannski 5 daga vikuna frá 8-17. Ég hef talað við gamalt fólk, margt af því hefur þurft að vera mjög nægjusamt um ævina en samt ekkert fallið verk úr hendi eins og sagt er. Ég myndi aldrei tala þannig um þetta fólk að þjóðfélagið væri að halda því uppi þegar það er orðið gamalt og lúið. Mér finnst sjálfsagt að það fái sinn ellilífeyrir og það ríflegan takk fyrir. 

Júlí 78 | 17. mar. '18, kl: 14:58:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eins og staðan er núna þá getur einstaklingur á lágmarkslaunum varla leigt sér eitt herbergi úti í bæ með aðstöðu (aðgangur að eldhús, þvottahúsi og baði). Sá sem er með 300 þús. mánaðartekjur er ekkert að fá það útborgað, þarf að borga skatt og þegar það er búið þá eru varla nokkrar krónur eftir til að borga húsnæðiskostnað. Er það sanngjarnt? Nei og aftur nei. Atvinnurekendur syngja alltaf sama sönginn áður en samið er, segjast ekki hafa efni á hlutunum. Ef þeir hafa ekki efni á að borga fólki mannsæmandi laun þá eiga þeir að loka fyrirtækinu sem þeir reka.

Hauksen | 21. mar. '18, kl: 23:14:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svona eins og bankahrunið. a la KAPÍTALIÐ? eða tugMilljarða afskriftir eftir hrun. Voru þessir svokölludu kommar þínir sem fengu allar þessar afskriftir eftir hrunid. Ó nei. Það voru sjallar og framsóknarmenn sem fengu þær. Jafnvel þótt margir af þeim færu í fangelsi.

Framsóknarflokkurinn keypti DV í nóvember 2014.

neutralist | 8. mar. '18, kl: 21:01:39 | Svara | Er.is | 0

Það væri nú óskandi að við sæjum nýja launastefnu á Íslandi, sem myndi til dæmis felast í því að borga laun sem fólk getur lifað á. Þá fengist aftur fólk á leikskola og í sambærileg störf.

Fuzknes | 17. mar. '18, kl: 04:05:04 | Svara | Er.is | 0

öflugasta kjarabótin sem er í boði er að lækka framfærslukostnað. Kostnaður við að búa undir þaki er útúr korti. Það ætti að byrja þar. 

Kaffinörd | 17. mar. '18, kl: 17:35:13 | Svara | Er.is | 0

Til hamingju. Flokkspólitíkin hefur tekið sér bólfestu inn í verkalýðsfélögunum. Kann ekki góðri lukku að stýra

kaldbakur | 17. mar. '18, kl: 18:31:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Gekk þetta ekki bara best þegar pólitíkusar eða menn með skoðanir réðu einhverju í félögunum ?
Ég nefni t.d. Guðmund Jaka, Bj0rn Jónsson, Hannibal og Héðinn Valdimarsson.
Ja og kannski seinna Sverrir Hermannson og Pétur Sjómann ?

kaldbakur | 17. mar. '18, kl: 18:49:47 | Svara | Er.is | 0

Já þetta verður sennilega upphaf verkalýðsforystu kannski táknrænt fyrir okkur á öldinni 2000
Fólk á rétt á lífvænlegum launum og forstjórar sjálftökumenn og stjórnmálamenn eiga ekki að vera í forgangi.
Það þarf að leiðrétta síðustu afglöpin eins og hækkanir Kjararáðs.... það er nauðsyn.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Hvernig get ég haldið jól :( allalone 12.12.2018 15.12.2018 | 09:32
Að borga fyrir brotið í búð Sossa17 1.12.2018 15.12.2018 | 09:12
Getur maður treyst WOW kronna 14.12.2018 15.12.2018 | 07:45
Afhverju má ekki gera grín að feitu fólki lengur? Lýðheilsustofa 12.12.2018 15.12.2018 | 02:24
Hlutfall feitra stefnir í að verða 70% fyrir næstu kynslóð BjarnarFen 14.12.2018 15.12.2018 | 00:10
Kaþólska í krísu ? Dehli 2.12.2018 14.12.2018 | 22:57
Barnaníðingarnir í Landsrétti passa upp á sína spikkblue 14.12.2018 14.12.2018 | 22:55
Gleðileg jól frá alþingi BjarnarFen 13.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Gunnar Nelson Sessaja 10.12.2018 14.12.2018 | 22:49
Út að borða Auja123 14.12.2018
Playstation 4 leikir fyrir 11 ára bros30 14.12.2018 14.12.2018 | 22:43
Mín fyrrverandi JæjaLOL 29.11.2018 14.12.2018 | 21:54
Ástæða fyrir sambandsslitum? Maggarena 9.7.2011 14.12.2018 | 21:51
Þessi hrokabykkja gefur sig ekki spikkblue 8.12.2018 14.12.2018 | 21:34
Neglur kringlunni 0206 14.12.2018
Hárblásari didda1968 13.12.2018 14.12.2018 | 16:39
Vægara orð yfir vanvirkni... minnipokinn 17.11.2018 14.12.2018 | 15:27
Hvaða vörur vantar á íslandi sem eru seldar erlendis? karma14 14.12.2018 14.12.2018 | 14:59
Kópavogsbær kókó87 14.12.2018
Jólahlaðborð sunnudagskvöld? Stóramaría 13.12.2018 14.12.2018 | 09:12
Farþegaflug til og frá Íslandi Wow 32% Icelandair 45% kaldbakur 13.12.2018 13.12.2018 | 22:00
Er að leita eftir Towncar limma eins og Ahansen var með til nota. karlg79 13.12.2018
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018 13.12.2018 | 21:26
barnavernd .fósturbörn vallieva 13.12.2018 13.12.2018 | 21:20
ég gerði mistök... Euphemia 12.12.2018 13.12.2018 | 20:47
jólagjöf fyrir vin! 1616 13.12.2018 13.12.2018 | 18:33
BARNARVERND ÓGEÐSLEG VINNUBROGÐ vallieva 24.10.2018 13.12.2018 | 15:34
Að borga fyrir brotið í búð viðbót omaha 13.12.2018 13.12.2018 | 13:30
Í síma við stýrið Sessaja 12.12.2018 13.12.2018 | 00:29
Desember uppót langveikra barna Flottt 1.12.2018 12.12.2018 | 20:36
Svo sem vér og fyrirgefum.... Júlí 78 4.12.2018 12.12.2018 | 19:24
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
3% lánstilboð demetriosd 12.12.2018
Árni Jón Geirsson gigtarlæknir ny1 8.12.2018 12.12.2018 | 18:03
Karcher skúringarvel 2kruttamamma 10.12.2018 12.12.2018 | 11:40
Hefur einhver hér sent formlega kvörtun varðandi lækni? Catperson 10.12.2018 12.12.2018 | 11:26
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018 12.12.2018 | 11:17
Jolakjóll Helga31 11.12.2018 12.12.2018 | 00:32
Afhverju er fátækt fólk á Íslandi feitt? Lýðheilsustofa 22.11.2018 11.12.2018 | 20:55
"Listaverkið" Litla hafpulsan í Reykjavíkurtjörn Júlí 78 7.12.2018 11.12.2018 | 17:19
Hvaðan kemur þessi kuldi? tralli10 9.12.2018 11.12.2018 | 12:32
Hvar finn ég námsferilinn minn? Selja dót 24.7.2014 11.12.2018 | 12:02
12 vikna sónar - tekur það langan tíma? malata 11.12.2018 11.12.2018 | 11:32
Jólatré í potti AYAS 11.12.2018 11.12.2018 | 10:11
Karcher skúringarvél 2kruttamamma 10.12.2018 11.12.2018 | 09:05
Ljós vandamál heyyy 11.12.2018
Jóla bílaljos 12v - hvar fást slík? Ljufa 6.12.2018 11.12.2018 | 00:01
Landsbyggðarfólk vill að ríkið niðurgreiði flug polyester 4.12.2018 10.12.2018 | 23:49
Stytta strimlagardínur úr Rúmfatalagernum rkv 10.12.2018 10.12.2018 | 20:23
Síða 1 af 19679 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron