NY- hversu mikinn gjaldeyri?

helgagests | 14. apr. '15, kl: 19:25:29 | 813 | Svara | Er.is | 0

Ég er að fara til New York eftir nokkra daga, hef aldrei farið þangað áður, og er að spá hvað væri sniðugt að gera ráð fyrir miklum gjaldeyri. Þetta er vinnuferð og verður einum og hálfum degi eytt á ráðstefnu. Annan daginn er innifalinn hádegisverður.
Ég flýg út á miðvikudegi og heim á sunnudegi. Hef ekki í hug að versla neitt að ráði, en verð með visakort með lágri heimi til vonar og vara. 

 

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

helgagests | 14. apr. '15, kl: 19:26:10 | Svara | Er.is | 0

Ég er þá aðallega að spá í dollurum til að nota í þjórfé og smotterís útgjöld.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Gunnýkr | 15. apr. '15, kl: 00:07:58 | Svara | Er.is | 0

skrifaðu niður allt skemmtilegt og áhugavert :) er að fara í haust :)

helgagests | 15. apr. '15, kl: 21:27:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Reyni það! :)

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

minnipokinn | 16. apr. '15, kl: 21:07:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hef farið einu sinni og mig langar aðallega aftur bara til þess að hanga í Whole Foods hahah úff grenja bara við það eitt að þurfa að fara að versla hérna heimaí svona óspennandi matvöruverslunum. 

☆★

helgagests | 16. apr. '15, kl: 21:47:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó ég ætla sko að kíkja í whole foods.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 06:13:23 | Svara | Er.is | 0

Oh. Ég myndi bara labba um og skoða. Ekkert merkilegt að fara i frelsisstyttuna. Möst að fara i litlu Ítalíu og kínahverfið og Central Park.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

helgagests | 15. apr. '15, kl: 21:27:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei guð ég nenni engu túristadrasli. 

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 06:46:52 | Svara | Er.is | 1

Og ja, eg myndi gera rad fyrir 200.000 kalli i gjaldeyri ef thu aetlar ekki ad versla. Thu kemur samt alveg til med ad kaupa eitthvad.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 13:31:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Tvö hundruð þúsund íslenskar fyrir fimm daga? Það eru fjörutíu þúsund á dag!

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 13:32:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja, hvad, finnst ther thad mikid fyrir NY ferd?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 13:35:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, ég verð að segja það, ef manneskjan ætlar ekki að versla mikið. Hvernig sérð þú útgjaldaliðina fyrir þér?

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 13:35:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Matur, drykkir, sma innkaup a hverjum degi,.. madur kaupir alltaf eitthvad, og gengid a ISK - USD er ekki gott nuna.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 13:57:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Nú skil ég betur af hverju fólk verður hissa þegar blanka ég hef samt efni á því að fara til útlanda, ef þetta eru upphæðirnar sem fólk fer venjulega með í ekkiverslunarferðir. Hvað myndi þá þykja hæfileg upphæð í fimm daga verslunarferð til New York?

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 13:58:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Eg faeri ekki med minna en milljon.

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 14:01:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er svo aldeilis. 

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 14:06:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Til samanburðar myndi ég taka með mér 150.000 kr í verslunarferð (sem væri þá líka fyrir mat, samgöngur osfrv) og þykja það vel í lagt. 

1122334455 | 15. apr. '15, kl: 23:01:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Áttu 3 börn?

Vasadiskó | 16. apr. '15, kl: 10:33:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, fylgja peningar með þeim?

1122334455 | 16. apr. '15, kl: 10:34:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mig minnir að KT eigi 3 börn, það þýðir mögulega þrisvar sinnum meiri fatakaup en fyrir einstakling.

Vasadiskó | 16. apr. '15, kl: 10:48:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Væntanlega á hún líka maka eða er á mun hærri launum en ég, því ég væri nokkur ár að safna milljón. Eitt er ekkert réttara en annað í þessum efnum, mér brá bara við að sjá þessar upphæðir því þetta er svo fjarri mínum raunveruleika. Ef manneskja á milljón til að hafa með sér í gjaldeyri í helgarferð í útlöndum þá gerir hún það bara.

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:06:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég gæti aldrei réttlætt svona upphæð í helgarvinnuferð.

KilgoreTrout | 16. apr. '15, kl: 14:25:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eg a ekkert svona peninga til, en ef eg vaeri ad plana verslunarferd til NY tha myndi eg passa upp a thad ad vera med thessa fjarhaed med mer.  

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:29:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Með þá yfirdrætti eða smáláni ?

KilgoreTrout | 16. apr. '15, kl: 14:32:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Eg myndi ekki fara til utlanda a lani. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 16. apr. '15, kl: 14:33:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Myndi þér þá ekki hugnast að fara í verslunarferð til New York eða sambærilegrar borgar ef þú gætir ekki útvegað þessa upphæð? Bara forvitni sko, þú þarft ekkert að svara frekar en þú nennir.

KilgoreTrout | 16. apr. '15, kl: 14:36:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei, ef eg vaeri ad fara til utlanda tha vil eg geta eytt pening, eg nenni ekki ad stara i aurana og budgeta erlendis. 

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Vasadiskó | 16. apr. '15, kl: 14:45:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já svoleiðis. Svona er fólk mismunandi, mér er hvort sem er eðlislægt að spara svo ég breyti þeirri hegðun ekkert þegar ég fer út. Fínir veitingastaðir og leigubílar eru ekki hluti af útlandaupplifuninni sem ég ólst upp við svo ég sakna þess ekkert. 

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 15:38:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég setti mér 200.000 kr budget fyrir 6 daga og spáði ekkert í þessu og samt tókst mér ekki að eyða nema rétt um 125 þúsund kalli.

xlnt | 16. apr. '15, kl: 14:22:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég á 4 börn, færi samt aldrei með milljón í föt á 5 dögum...

Jarðaberið | 16. apr. '15, kl: 23:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér er með 4 börn og þær ameríkuferðir sem ég hef farið í seinast núna í september hafa verið upp á 300 til 400þús með hótel kostnaði og  bensíni (keyrt frá Boston alla leið til Portland Maine) og fötum á alla krakkana og mig og kallinn plús fullt af einhverju bíladrasli.

Erum t.d að fara núna í maí og gerum ráð fyrir c.a 500þús  fyrir 10 daga og við erum 3 og eigum eftir að keyra c.a 4þús km. Þarf reyndar bara að kaupa gistingu fyrir 3-4 nætur.

Þannig fyrir mér myndi milljón duga í 2-3 ferðir til USA. 

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 23:02:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú þyrftir þá að hanga í búðunum á við heilan vinnudag á degi hverjum.

Laaadyglow | 16. apr. '15, kl: 01:17:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vá !
við fórum í fyrra í 2 vikur til NY .. fórum út með 500 þús og versluðum HELLING
komum heim með 200 þús
bún að versla og versla (versluðum reyndar mest fyrir utan manhattan því það munar rosalega )
og vorum boðin í mat ansi oft og borguðum ekki gistingu
:)

.

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:08:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja ekki myndi ég nenna að ferðast út fyrir Manhattan/Williamsburgh til að hanga í leiðinlegum mollum og outlettum.

Laaadyglow | 19. apr. '15, kl: 02:35:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hefði kanski átt að taka frammað við vorum hjá vini okkar sem býr ca 20-30 mín fyrir utan manhattan :)
við vorum ekki að ferðast út fyrir manhattan til að versla ;)
nýttum bara verðin þar og vorum bara að skoða og skemmta okkur í manhattan :)

.

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:11:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo það fari nú ekki á milli mála að þá er gistingin ekki inn í þeirri upphæð sem ég eyddi í minni 6 daga dvöl í New York.


En segðu mér annars hvað gerir maður í 2 vikur í New York ? Mér fannst 6 daga eiginlega alveg passlegt hefði ekki viljað vera lengur nema ég hefði kannski verið að heimsækja einhvern sem býr þarna.

Laaadyglow | 19. apr. '15, kl: 02:35:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við fórum til vinar okkar .. auk þess sem maðurinn minn var gesta artisti á tattoo stofu :)
svo þetta var vinnu / skemmti ferð :)

.

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:22:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki hef ég efni á því að fara með svona upphæðir í borgarferðir. Gat sett mér allt að 200.000 kr budget þegar ég fór til New York í fyrra enda búinn að safna lengi og var að halda upp á stórafmæli. 

xlnt | 15. apr. '15, kl: 19:47:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég er í sama pakka. Ég hef ekki farið í neina spes verslunarferð en kíki náttúrulega í búðir þegar maður er á röltinu í útlöndum. Fyrir 3 árum gat ég fyllt innkaupapoka af fötum á mig fyrir 15-20.000 ISK í H&M í Danmörku svo ég ætti erfitt með að eyða háum upphæðum nema ef maður færi frekar í fínni og dýrari búðir. En svo telur líka það sem maður eyðir í fríhöfninni, bjór og nammi, oþh :)

Abbagirl | 15. apr. '15, kl: 20:23:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þú færð ekki mikið fyrir 15-20.000 í HM í Danmörku í dag.

_________________________________________________________________

If you have a garden and a library, you have everything you need. ~Cicero

xlnt | 15. apr. '15, kl: 22:26:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jújú, útsölur á fullu :) 

 :

Hugfangin | 15. apr. '15, kl: 13:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kaffibollar, matur, leigubílar oþh myndi ég segja að sé lágmark 15 þús á dag í NY. Ég er sammála KT með þessa fjárhæð (ef maður skyldi slysast inn í  nokkrar búðir eða sjá einhvern bráðnauðsynlegan óþarfa á t.d. Canal)

Hugfangin | 15. apr. '15, kl: 13:45:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kokteill á bar kostar um 20 dollara, vínglas ca 18. Forréttur 15, aðalréttur 25-30...
Þetta er ógeðslega dýr borg ef maður er ekki á Mc Donalds

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 14:07:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvar í ósköpunum fékkstu vínglas á 18$ okkar vínglös voru flest á 8-10$ og einstaka á 12$

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 14:08:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars mæli ég eindregið með TripAdvisor. Hægt að finna þar mjög góða staði á skikkanlegu verði. 

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 14:11:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Get bara sem dæmi nefnt að London og Kaupmannahöfn eru dýrari borgir og frekar óhagstæðar fyrir okkur Íslendinga en margt í New York var svipað og hér heima en líka margt mun ódýrara eins og t.d. að fara á kaffihús og út að borða í hádeginu.

Ágúst prins | 16. apr. '15, kl: 23:00:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

London dyr?

Ég var þar í jan
5 nætur 6 daga
Eyddi 150 þús í að fata upp 3 manneskjur
Lestarkort og mat ;0

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 13:50:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Kannski leigubílar séu svona dýrir, ég veit það ekki. Ég ferðast venjulega með almenningssamgöngum í útlöndum. Það er hægt að fá MetroCard sem gildir í viku á 4000 kr, það virkar bæði fyrir strætókerfið og neðanjarðarlestarkerfið.

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður tekur ekki leigubíl í New York maður ferðast með metro.

bababu | 15. apr. '15, kl: 22:47:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Eru það lög? Ferðast maður ekki bara eins og manni langar til?

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 22:59:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín reynsla er sú að þú ert bara býsna fljótur með metróinu en borgar bara brot af því sem kostar að taka leigubíl. Svo finnst mér metróið mjög þægilegt og t.d. miklu betra heldur en í London.

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:59:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef ég hefði átt að eyða 200.000 kalli þarna úti þá hefði ég þurft að eyða c.a. 3 sinnum meiri tíma í búðaráp.

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:38:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég var út í New York í 6 daga um páskana í fyrra og verslaði slatta og fór fínt út að borða og á flott kaffihús og ég náði ekki einu sinni 150 kalli. Manneskja í 5 daga vinnuferð og ætlar sér ekkert að versla að ráði hefur ekkert með 200.000 kr í gjaldeyri að gera.

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 13:39:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

A hverju lifdirdu?
Macdonalds og Wendys?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

neibb fór á fína staði. Kom mér satt best að segja á óvart að ég hafi ekki náð 150 þús kalli ætli mig minni ekki að ég hafi eytt 125 þúsund kalli alla ferðina. Hafði sjálfur gert ráð fyrir að ég gæti farið með 200.000 kall en New York er ekki eins dýr og margar aðrar borgir.

KilgoreTrout | 15. apr. '15, kl: 13:43:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvad kallardu fina stadi?

-----------------------------------------------------------------

"Eina sem ég hef heyrt að sé varasamt við að borða svona mikið skyr er að maður getur fengið skyrbjúg af því." bananana 13.2.13 "

http://i1360.photobucket.com/albums/r660/thai_gm/gifs/YENbu_zpsc5bce43e.gif

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:45:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég man nú ekki nöfnin á þessum stöðum en flestir kvöldverðastaðirnir voru á c.a. 30-40$ á mann með drykk.

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:46:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Morgunmaturinn var svona 8-10$ á mann

Panda Bacon | 16. apr. '15, kl: 06:52:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

hvar? endilega segðu mér ég bý nefnilega í New York og þar er ekki séns að borga 30-40 á mann fyrir mat, hvað þá með víni, á almennilegum veitingastað! Nema að þú kallir 2f1 á Chilli's almennilegt!!

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:15:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við fórum á mjög flottan sushi stað ekki langt frá Rockafeller Center og einn mexíkóskan í Williamsburgh og flottan hamborgarastað á Broadway svo dæmi sé tekið og þetta var það sem við vorum að borga. Við bara fórum á TripAdvisor og þar var hægt að fá meðmæli með fullt af stöðum sem kostuðu ekki hönd og fótlegg. 

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 13:44:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sorrý nú hljóp ég á mig. Er ekki gengið 138 í dag. Úpps er að m.v. þegar ég var úti fyrir akkurat ári síðan og gengið var 115kr. 

Þjóðarblómið | 15. apr. '15, kl: 13:47:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vinnuferðin hjá henni er reyndar bara einn og hálfur dagur - þrír og hálfur dagur nýtist þá væntanlega í rölt um borgina.

_____________
Þjóðarblómið
* Rassgatas!!*

helgagests | 15. apr. '15, kl: 21:28:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Éééééég held ég reyni að komast af með örlítið minna en 200. Leikskólalaun og allt það...ég verð bara svöng :P

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Kaffinörd | 15. apr. '15, kl: 23:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

TripAdvisor er besti vinur þinn þegar kemur að því að velja veitingastaði. Völdum næstum alla veitingastaði af TripAdvisor og vorum ánægð með allt. Eina skiptið sem við vorum ekki ánægð var þegar við álpuðumst niður í Rockafeller Center. Dýrt,mjög óspennandi og léleg þjónusta.  

Panda Bacon | 16. apr. '15, kl: 06:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

okey hvað ertu að fara að versla? hvar og hvernig langar þig að borða? ég bý í NY og get alveg gefið þér helling af ráðum en það skiptir bara svo miklu hversskonar upplifun þú ert að sækjast eftir, eins og t.d var sagt hérna að ofan "Fínn matur með víni á $30-40" jújú kannski fínt fyrir þá sem vilja lélega steik og Corrs light sem "vín með matnum" skiluru

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:16:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fer maður til útlanda til að hanga á dýrum steikhúsum öll kvöld ?

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:22:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir gera það já, þó svo að þú tímir því ekki eða sjáir ekki mun á fínum mat og skyndibitasteikum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:25:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja það hlýtur þá að vera einstaklingur á ansi hærri launum en lægstur taxtar eða þá bara taxtar innan BHM.

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:27:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekkert frekar, mismunandi er smekkur manna.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:30:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Maður verður væntanlega að eiga fyrir því sem maður kaupir sér 

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:31:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar getum við verið sammála.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:34:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið með mig er líka þannig að ég get farið t.d. inn í Uniqlo eða H&M og verið þar í 2-3klst og komið með1-4 flíkur út. Fyrir mig þyrfti ég að eyða allavegana helmingnum af tímanum mínum í verslanir til að getað farið að ná að eyða svona upphæðum. Og þegar ég er að koma til borgar í fyrsta skipti að þá langar manni nú líka að skoða sig um og njóta lífsins.

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:36:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst þér Starbucks vera með gott kaffi?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:38:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei mér finnst það lélegt kaffi og alltof dýrt. Nánast öll kaffihúsin sem ég fór á og þá er ég að tala um þau flottustu Blue Bottle,Stumptown,Toby's Estate,Cafe Grumpy og fleiri voru með kaffibollan töluvert ódýrari en hér heima.

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:38:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þ.e, alltof dýrt m.v. gæði

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:41:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mörgum finnst 30$ fyrir lélega steik og rauðvínssull með ógeðslega dýrt m.v. gæði.

Öðrum finnst Starbucks geðveikt, varla væri það svona vinsælt annars.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 15:40:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda var ég ekki að kaupa steik fyrir þetta verð. 

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:40:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, sumir elska Starbucks, aðrir elska góðan alvöru mat, þá meina ég safaríkar steikur og gott vín, ekki eitthvað færibandadrasl og ódýrt sull með og borga því meira fyrir betri gæði.

Sérðu betur núna hvað ég á við?

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 15:43:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil vel að ef þú ætlar að fá þér steik þurfiru að borga vel fyrir það til að fá eitthvað sem eitthvað er varið í. En það er bara til svo fullt af alskonar mat þarna að manni langar nú að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 15:46:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hamborgari og sushi eitthvað nýtt og spennandi fyrir þér?


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 15:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hamborgarinn sem ég fékk á 5 Napkin Burger  sló út alla þessa overhypuðu borgar hér heima og sushiið var algjörlega einstakt. Hinsvegar var steikin sem við ég og mamma borguðum 200$ dollar fyrir með víni á New York Steak sem er rosalega stór og flottur staður nokkuð góð en ég hef fengið betri mat á Hereford fyrir minni pening hér heima.

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 15:57:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nú erum við komin í hring.

Upphafsspurningin var þessi:

Fer maður til útlanda til að hanga á dýrum steikhúsum öll kvöld ?

Og ég svaraði, sumir gera það já. Þú talaðir um ,,fínt út að borða", þetta kallast ekki fínt út að borða.

Mér finnst stórmunur á Hereford á Íslandi og í Danmörku, og ef ég er að fara til útlanda á annað borð þá vil ég borða góðan mat til að gera upplifunina enn betri, en það er ekki þar með sagt að maður geti ekki prófað eitthvað annað sem maður hefur aldrei prófað áður, og líkt og áður sagði, misjafn er smekkur manna.


_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Nói22 | 16. apr. '15, kl: 15:52:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í USA myndi ég telja hamborgara vera eitthvað nýtt já. Og sushi líka. 

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 16:01:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, ég myndi örugglega líka prófa einhvern amerískan hamborgarastað í USA, en tæpast sushi.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:29:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Annars fór ég ekki til New York til að hanga í steikum valdi fjölbreytta staði eins og ég nefndi mexíkóskt,sushi og flottur hamborgarastaður. Fór á eitt steikhús reyndar sem kostaði slatta en pabbi bauð út af afmælinu mínu og þetta var greinilega með flottustu stöðum borgarinnar en ég verð nú eiginlega að segja alveg eins og er að ég var hrifnari af hinum stöðunum sem kostuðu alveg a.m.k. 1/3 af því sem kostaði á steikhúsinu.

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:30:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sumir kaupa föt, aðrir kaupa góðan mat, enn aðrir gera bæði.

Þó svo að þú þekkir þessa menningu er til fullt af fólki sem gerir það.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

Kaffinörd | 16. apr. '15, kl: 14:31:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og enn aðrir fara hinn hófsama meðalveg

Helvítis | 16. apr. '15, kl: 14:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú skilur ekki svarið mitt.

Fyrir mörgum er t.d. helgarferð til útlanda til að gista á dýrum hótelum og borða flottan mat akkúrat tilgangurinn.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

helgagests | 16. apr. '15, kl: 16:58:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sko ég er í mesta lagi að fara að versla smotterí í hm, EF ég nenni :)
Mig lanlangar bara á rölta um og setjast nipur of fá mér bjór.
Matur er stærsta málið, ég borða engar dýraafurðir og þoli margt mjög illa. En að sama skapi er ég matgrönn og kemst af með lítið yfir daginn :)
Ég verð á Park 79 hotel.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Vasadiskó | 15. apr. '15, kl: 14:16:30 | Svara | Er.is | 2

Eins og sést þá hefur fólk mjög mismunandi hugmyndir um gjaldeyrisþörf í svona ferðum. Í þínum sporum myndi ég íhuga hvaða samgöngur þú ætlar þér að nota, og skoða veitingastaði í nágrenni við gististaðinn. Oft er hægt að fá mjög góðan mat á hóflegu verði (miðað við New York) á veitingastöðum sem sérhæfa sig í mat frá ákveðnu landi, eins og t.d. víetnömskum stöðum, svo ég mæli með því að skoða það, og á TripAdvisor og fleiri síðum er oft hægt að finna t.d. litla samlokustaði sem þurfa ekki að kosta mikið.

helgagests | 16. apr. '15, kl: 17:00:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég ætla að leggja höfuð í bleyti :)

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

bdi | 16. apr. '15, kl: 14:23:34 | Svara | Er.is | 0

Allt sem þú átt og getur notað í þetta :)

soley27 | 16. apr. '15, kl: 20:05:05 | Svara | Er.is | 0

Myndi taka í kringum 70-80 þúsund midad vid þessar upplýsingar sem tu gefur

helgagests | 16. apr. '15, kl: 20:52:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hljómar eins og eitthvað sem ég gæti sæst við að eyða. 

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Medister | 16. apr. '15, kl: 22:23:45 | Svara | Er.is | 1

Ég er líka að fara bráðum og hef ákveðið að versla lítið sem ekkert, átta mig samt ekkert á hvað ég mun eyða. Hef bara pening inná kortinu. Ætla bara njóta borgarinnar, elska N.Y.

helgagests | 16. apr. '15, kl: 22:30:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er svo spennt að fara.

NEI SIGMUNDIR, ÞÉR MUNIÐ SPRINGA!!
-Andý

Medister | 16. apr. '15, kl: 23:06:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hlakkihlakk :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Að mála götur og flagga fyrir venjulegu fólki ? jaðraka 10.8.2023 14.8.2023 | 03:50
Stórnendu Strætó kom á óvart að fjöldi fólks myndi sækja miðborgina vegna gelðigöngu. jaðraka 13.8.2023
vantar saumakonu ? looo 27.6.2023 12.8.2023 | 09:16
Síða 8 af 47850 síðum
 

Umræðustjórar: Guddie, Hr Tölva, Kristler, Paul O'Brien, Bland.is, annarut123, paulobrien, tinnzy123