Ný Ríkisstjórn - Hvað þarf hún að gera ?

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 08:03:53 | 207 | Svara | Er.is | 0

Nú verður kosið eftir stuttan tíma og ný ríkisstjórn verður vonandi komin eftir nokkrar vikur.
Hvað mynduð þið telja að ný ríkisstjórn þurfi að gera sem fyrst.
Kannski að nefna 4 til 5 atriði sem brýnt væri að koma í framkvæmd sem fyrst.

 

hettumáfur | 8. okt. '17, kl: 08:20:35 | Svara | Er.is | 2

1. Setja lög um lægstu laun 350 - 400 þús skattfrjáls.
3. Afnema öll frítekjumörk á greiðslum Tryggingastofnunar
4. Koma upp nýju kerfi verkamannabústaða í samvinnu við stéttarfélögin
5. Gera alla heilbrigðisþjónustu gjaldfría þar með talið tannlæknaþjónustu.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 08:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hettumáfur minn kæri þú ert bjartsýnn þykir mér.

Til að koma svona róttækum aðgerðum í gegn þarf
nokkuð róttæka vinstri stjórn.

Stjórn sem gæti farið í þetta væri sennilega best samsett úr VG, Flokki Fólksins og Miðflokki.
Til þess þyrfti VG að fá um 30% atkvæða og hinir tveir flokkarnir 11% atkvæða hvor og þá samtals
fyrir þessa ríkisstjón 52% atkvæða og um 34 þingmenn.

Sennilega ólíkleg úrslit a.m.k. hvað VG varðar.

kleenex | 8. okt. '17, kl: 15:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


VG myndi ALDREI gera þetta fyrsta sem VG myndi gera er að skattleggja allt upp í rjáfur sem myndi valda því að fjármagnseigendur myndu draga sig til baka fyrirtæki myndu leggjast af og tekjur ríkisjóðs myndu minka 
þetta er nákvæmlega það sem sagan segir okkur að gerist þegar vinstri öfl ná völdum hérna þess vegna finnst mér með ólíkindum hvað fólk er nautheimskt að styðja við VG þetta á eftir að enda með ósköpum ef þeir ná völdum

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upp á hversu mikla útgjaldaaukningu ertu til að kvitta upp á ?

óskin10 | 10. okt. '17, kl: 11:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver a að borga þe tta

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

hettumáfur | 10. okt. '17, kl: 11:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að hækka skatta á hæstu tekjur og bónusa.
65% tekjuskattur á tekjur yfir 2 millj.
Sett verði auðlindagjald á raforkuframleiðslu (Vatnsafl/jarðvarmi Landsvirkjun og HS orka).
Það þarf að koma aftur á auðlegðarskatti á eignir yfir 200 milljónir
Skattur á greiðslur í lifeyrissjóð verði tekinn af strax við launaútborgun í stað þess að taka þegar lifeyrir gr. út.
Kerfi verkamannabústaða, þar þarf að fá lífeyrissjóði til fjárfestingar þeir láni fé í þessar fasteignir með lægri vöxtum en á venjulegum íbúðarlánum.
Heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrí - þetta verði gert á 5 árum - skattfé notað í þetta.

kleenex | 10. okt. '17, kl: 12:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff sem betur fer ert þú ekki við stjórnvöllinn 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Guðmundur1993 | 12. okt. '17, kl: 13:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar vilt þú að ríkið skeri niður á móti? Kostar allt tugi milljarða.

kaldbakur | 13. okt. '17, kl: 00:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má hækka skatta á tekjur yfir 2 millj á mánuði og það má setja á eignarskatta á eignir yfir 300 milljónir.
Svo má taka skatt af greiðslum áður en sett í lífeyrissjóð ekki taka skattinn eftirá í lífeyrissjóði.
Allt þetta myndi auka tekjur ríkisins og nægja til að greiða þessar tillögur.

Júlí 78 | 8. okt. '17, kl: 10:19:26 | Svara | Er.is | 0


Þegar það var mikil umræða að hækka lífeyristekjur í 300 þús. eins og lægstu laun þá voru VG, Samfylking, Píratar og Björt framtíð öll sammála um að gera það strax ef ég man rétt. Þau hins vegar töluðu ekkert um að hafa lægstu laun og lífeyristekjur skattfrjálsar. Hver getur lifað á 240-250 þús. útborgað (eftir skatt) ? Ég segi enginn, ekki þá og ekki núna. Ég er sammála þessum orðum Björgvins Guðmundssonar 1. okt. 2017 (formaður kjaranefndar Félags eldri borgara og stuðningsmaður Flokk fólksins) " Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 425 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 320 þús á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að lifa af.Þessi upphæð er í samræmi við meðaltalsneyslu í landinu samkvæmt könnun Hagstofunnar.Það er komið nóg af smáskammtalækningum.Það þarf að lagfæra kjörin svo sómi sé að og unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim."  


Ég er líka sammála Björgvin Guðmundssyni þegar hann segir: " Ég tel að stefna eigi að því að skerðing lífeyris sjóðfélaga hjá TR vegna lífeyrissjóða verði afnumin.Það má gera það í áföngum. En það verður að afnema skerðinguna.Síðan þarf líka að greiða sjóðfélögum til baka það sem tekið hefur verið af þeim síðustu ár og áratugi.Miðað við forsöguna tel ég, að það haf verið ólögmætt að skerða lífeyrisgreiðslur eldri borgara (sjóðfelaga) jafnmikið og gert hefur verið undanfarna áratugi.Það verður því að endurgreiða eldri borgurum þessar fjárhæðir. –Það skiptir engu máli þó endurgreiðslan verði kostnaðarsöm fyrir ríkið.Áður hefur ríkið sparað sér mikla fjármuni með því að stunda umræddar skerðingar.Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu."


Ég er hlynnt því að í boði verði leiguíbúðir fyrir alla á góðu verði í gegnum húsnæðisfélög (spurning hvort ríkið liðki fyrir stofnun þeirra). Fólk fari einfaldlega í biðröð með íbúð. Fólk með lágar tekjur á að geta leitað til sveitarfélagsins og fengið húsnæðisbætur. Sveitarfélagð á að geta sinnt þeim skyldum sínum að útvega húsnæði fyrir þá sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði svo það er því nauðsynlegt held ég að sveitarfélög eigi líka sjálft íbúðir til útleigu.


Það væri fínt að hafa heilbrígðisþjónustu fría og að fólk geti t.d. farið inná sjúkrahús án þess að borga (eins og í Danmörku) en ég held að það sé ekki að fara að gerast hér því miður. Það væri líka óskandi að a.m.k. tekjulágir hópar fengju tannlæknaþjónustu fría en það er líklega ekki að fara að ske heldur.


Ég vil fá almennilega umræðu um samgöngumál í þessum kosningum. Hvernig standa vegir landsins? Er ekki mikil þörf á að laga vegi landsins og jafnvel breikka þá eitthvað í leiðinni? Eru ekki margir þessir vegir hættulegir nú þegar fólk fer um með beiða húsbíla um þá? Og hvað með mikið holótta vegi? Eiga þeir bara að vera svoleiðis áfram án þess að fólk viti hvenær eigi að lagfæra þá?


kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 10:44:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála þér

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:25:05 | Svara | Er.is | 0

1. klára nýju stjórnarskrána á hámark næstu 2 árum. 2. Koma á myntráði og fastsetja gengið. 3. Klára þjóðaratkvæði um framhald ESB viðræðna. 4. Allan kvóta á markað. 5. Endurskoða landbúnaðarkerfið með hliðsjón af leið Nýsjálendinga þar sem öll sjónarmið hafa aðkomu að borðinu.

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vil bæta við einu. Tel húsnæðisvandan vera mál fyrir sveitastjórnakosningar næsta vor.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 16:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já flott svör.
Það eru ekki allir á sömu skoðun, en frábært hjá þér þessi kaffi smekkmaður ... Bragakaffi ?

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 23:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fóður var ekki ætlað þér. Þú þarft í megrun annars verðuru eins og aðal tröllið hann Simmi von Hrafnabjörg.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 23:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu kominn í teið ?

wildthing | 9. okt. '17, kl: 09:02:00 | Svara | Er.is | 0

Trump er enn að reyna gera margt af því sem hann lofaði og næstum komið ár síðan hann var kosinn. Ekki búast við bættum kjörum hér frekar en þar. Það lofa allir öllu betra en ekkert batnar aðeins versnar. Innflytjendur og flóttafólk ganga fyrir og allt hitt mætir afgangi.

Sodapop | 9. okt. '17, kl: 09:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trump er enn að reyna að gera margt af því sem hann lofaði, vegna þess að kosningaloforðin hans voru mörg hver á engan hátt í takt við raunveruleikann og ekki möguleiki að koma þeim í framkvæmd í óbreyttri mynd vegna þess að þá myndi hann brjóta á grunn-mannréttindum, grafa Bandaríkin í skuldafeni (Mexíkó er ekkert að fara að borga fyrir þennan fjandans múr, eins og hann lofaði), eða að hans lausnir eru bara svo mikið verri en það sem er í gangi núna, að það er enginn af þingmönnunum að fara að samþykkja það.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

wildthing | 9. okt. '17, kl: 15:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Raunveruleikinn! Ef skattleysismörk hækka þá mun nefskattur hækka. Ef dregið er meir skattur af æðri stétt þá munu þeir grafa af lægri annarstaðar. Ef frítt verður til læknis munu þeir hækka lyf meir. Þetta kerfi er svona blekking. Fylgist vel með.

hettumáfur | 10. okt. '17, kl: 11:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknisþjónusta - heilbrigðisþjónusta - lyf þetta á allt að vera nánast frítt.

kleenex | 10. okt. '17, kl: 12:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú mexikó er einmitt að fara að borga múrinn Múrinn verður borgaður með skatti á vörur frá Mexíkó

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Að stytta vinnuviku sumra en ekki annara ? Málefnaleg mismunun ? kaldbakur 13.2.2018 24.2.2018 | 09:56
Stúlkan sem slasaðist á Spáni leiðindaskjóða 28.1.2018 24.2.2018 | 01:36
Ódýr kvöldförðun Ho Berta 23.2.2018
A.d.h.d og lyf Hebba91 18.2.2018 23.2.2018 | 22:18
Endurhæfingalífeyrir í fæðingaorlofi Blómína 5.2.2018 23.2.2018 | 21:44
Endaþarmsmök Smuzh 19.2.2018 23.2.2018 | 21:39
fullir vasar aðnorðan 23.2.2018 23.2.2018 | 19:49
Ágústbumbur 2018 30+ kr1234 9.1.2018 23.2.2018 | 19:01
gulrætur gegn krabbamein bonchu 22.2.2018 23.2.2018 | 18:49
Hnémeiðsli Oskamamman 23.2.2018 23.2.2018 | 17:49
Veikindaleyfi jak 3 21.2.2018 23.2.2018 | 16:51
Yfirdýna theburn 21.2.2018 23.2.2018 | 16:32
Maðurinn minn eyðir mikill pening og yfirleitt frekar ónýttur eftir djamm korny 20.2.2018 23.2.2018 | 10:08
Ef einhver er að selja Snus pm mig Puck 23.2.2018
Innsláttarvilla í nafni á flugmiða Nainsi 21.2.2018 23.2.2018 | 00:30
Kæri þingmaður stjarnaogmani 22.2.2018 22.2.2018 | 22:20
Caster sykur selle14 21.2.2018 22.2.2018 | 16:06
ALGJÖRLEGA OFF Nínafína 20.8.2005 22.2.2018 | 15:44
Umgengnissamningur þegar foreldri býr erlendis - HJÁLP! SKH12345 20.2.2018 22.2.2018 | 14:32
Þið sem hafið reynslu af íbúðakaupum og sölu vinsamlegast skoðið hellidemban 21.2.2018 22.2.2018 | 12:14
kjólföt/brúðarkjólar standby 20.2.2018 22.2.2018 | 10:37
Á að banna umskurð drengja? HE1985 5.2.2018 22.2.2018 | 07:21
Bensín og Dieselbílar horfnir eftir 10 ár og rafmagnsbílinn tekinn við ? kaldbakur 18.2.2018 21.2.2018 | 22:36
brennsla bonchu 21.2.2018 21.2.2018 | 21:02
Lögfræði/refsiréttur... smá pælingar GoGoYubari 22.12.2015 21.2.2018 | 19:02
Itsagustasif SNAPPARI Hebba91 21.2.2018
what to do soffia71 19.2.2018 21.2.2018 | 13:16
Endajaxla taka verð? almamma 20.2.2018 21.2.2018 | 10:51
Efling nörd2 21.2.2018
fjáraflanir ny1 20.2.2018 20.2.2018 | 23:23
Leiguokur Pinky2018 14.2.2018 20.2.2018 | 21:40
flugfreyjur kjör, laun o.fl blablú 20.2.2018 20.2.2018 | 20:42
Mikil óþægindi í augunum elsabjorkeinars 14.2.2018 20.2.2018 | 19:43
Fyrsta íbúð - ríkisskattstjóri HE1985 20.2.2018
Fornafn með millinafnið Gestur dondli 17.2.2018 20.2.2018 | 18:45
Bílar sem eyða litlu H258 17.2.2018 20.2.2018 | 16:30
Uppskrift að roadhousesósu? PönkTerTa 19.2.2018 20.2.2018 | 15:22
Ógreind sykursýki ? skrolla123 14.2.2018 20.2.2018 | 15:18
flugfreyja hvenar opnast umsóknir blablú 31.1.2018 20.2.2018 | 11:41
Bæklunarlæknir skrolla123 17.2.2018 20.2.2018 | 11:18
Landspitali launatafla sem er í gildi atlis92 20.2.2018 20.2.2018 | 09:47
Spurningar í sambandi við vinnu Afródít 19.2.2018 20.2.2018 | 07:43
Verktakavinna Tryggvi6 20.2.2018 20.2.2018 | 03:02
Vítamín/Steinefnaskoðun Wilshere19 17.2.2018 20.2.2018 | 01:23
new roof project kohoutek 19.2.2018 20.2.2018 | 00:34
Skemmtilegt að gera í Edinborg? spiladós 18.2.2018 19.2.2018 | 23:48
Byssur og bænaleysi kanans. Dehli 19.2.2018 19.2.2018 | 23:42
Draugahús á íslandi kristbjorgmaggy 19.2.2018 19.2.2018 | 22:37
Hver er besta þvottavélin? Girlnextdoor 18.2.2018 19.2.2018 | 20:37
Háseti 17 ára dossikloss 19.2.2018 19.2.2018 | 20:09
Síða 1 af 19639 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, katasig@msn.com, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron