Ný Ríkisstjórn - Hvað þarf hún að gera ?

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 08:03:53 | 208 | Svara | Er.is | 0

Nú verður kosið eftir stuttan tíma og ný ríkisstjórn verður vonandi komin eftir nokkrar vikur.
Hvað mynduð þið telja að ný ríkisstjórn þurfi að gera sem fyrst.
Kannski að nefna 4 til 5 atriði sem brýnt væri að koma í framkvæmd sem fyrst.

 

Svarthetta | 8. okt. '17, kl: 08:20:35 | Svara | Er.is | 2

1. Setja lög um lægstu laun 350 - 400 þús skattfrjáls.
3. Afnema öll frítekjumörk á greiðslum Tryggingastofnunar
4. Koma upp nýju kerfi verkamannabústaða í samvinnu við stéttarfélögin
5. Gera alla heilbrigðisþjónustu gjaldfría þar með talið tannlæknaþjónustu.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 08:46:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hettumáfur minn kæri þú ert bjartsýnn þykir mér.

Til að koma svona róttækum aðgerðum í gegn þarf
nokkuð róttæka vinstri stjórn.

Stjórn sem gæti farið í þetta væri sennilega best samsett úr VG, Flokki Fólksins og Miðflokki.
Til þess þyrfti VG að fá um 30% atkvæða og hinir tveir flokkarnir 11% atkvæða hvor og þá samtals
fyrir þessa ríkisstjón 52% atkvæða og um 34 þingmenn.

Sennilega ólíkleg úrslit a.m.k. hvað VG varðar.

polyester | 8. okt. '17, kl: 15:16:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2


VG myndi ALDREI gera þetta fyrsta sem VG myndi gera er að skattleggja allt upp í rjáfur sem myndi valda því að fjármagnseigendur myndu draga sig til baka fyrirtæki myndu leggjast af og tekjur ríkisjóðs myndu minka 
þetta er nákvæmlega það sem sagan segir okkur að gerist þegar vinstri öfl ná völdum hérna þess vegna finnst mér með ólíkindum hvað fólk er nautheimskt að styðja við VG þetta á eftir að enda með ósköpum ef þeir ná völdum

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:27:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Upp á hversu mikla útgjaldaaukningu ertu til að kvitta upp á ?

óskin10 | 10. okt. '17, kl: 11:49:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver a að borga þe tta

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Svarthetta | 10. okt. '17, kl: 11:59:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf að hækka skatta á hæstu tekjur og bónusa.
65% tekjuskattur á tekjur yfir 2 millj.
Sett verði auðlindagjald á raforkuframleiðslu (Vatnsafl/jarðvarmi Landsvirkjun og HS orka).
Það þarf að koma aftur á auðlegðarskatti á eignir yfir 200 milljónir
Skattur á greiðslur í lifeyrissjóð verði tekinn af strax við launaútborgun í stað þess að taka þegar lifeyrir gr. út.
Kerfi verkamannabústaða, þar þarf að fá lífeyrissjóði til fjárfestingar þeir láni fé í þessar fasteignir með lægri vöxtum en á venjulegum íbúðarlánum.
Heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrí - þetta verði gert á 5 árum - skattfé notað í þetta.

polyester | 10. okt. '17, kl: 12:14:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

úff sem betur fer ert þú ekki við stjórnvöllinn 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Guðmundur1993 | 12. okt. '17, kl: 13:43:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvar vilt þú að ríkið skeri niður á móti? Kostar allt tugi milljarða.

kaldbakur | 13. okt. '17, kl: 00:54:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má hækka skatta á tekjur yfir 2 millj á mánuði og það má setja á eignarskatta á eignir yfir 300 milljónir.
Svo má taka skatt af greiðslum áður en sett í lífeyrissjóð ekki taka skattinn eftirá í lífeyrissjóði.
Allt þetta myndi auka tekjur ríkisins og nægja til að greiða þessar tillögur.

Júlí 78 | 8. okt. '17, kl: 10:19:26 | Svara | Er.is | 0


Þegar það var mikil umræða að hækka lífeyristekjur í 300 þús. eins og lægstu laun þá voru VG, Samfylking, Píratar og Björt framtíð öll sammála um að gera það strax ef ég man rétt. Þau hins vegar töluðu ekkert um að hafa lægstu laun og lífeyristekjur skattfrjálsar. Hver getur lifað á 240-250 þús. útborgað (eftir skatt) ? Ég segi enginn, ekki þá og ekki núna. Ég er sammála þessum orðum Björgvins Guðmundssonar 1. okt. 2017 (formaður kjaranefndar Félags eldri borgara og stuðningsmaður Flokk fólksins) " Ég tel,að hækka þurfi lífeyrinn í 425 þúsund kr á mánuði fyrir skatt, í 320 þús á mánuði eftir skatt. Það er lágmark til þess að lifa af.Þessi upphæð er í samræmi við meðaltalsneyslu í landinu samkvæmt könnun Hagstofunnar.Það er komið nóg af smáskammtalækningum.Það þarf að lagfæra kjörin svo sómi sé að og unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim."  


Ég er líka sammála Björgvin Guðmundssyni þegar hann segir: " Ég tel að stefna eigi að því að skerðing lífeyris sjóðfélaga hjá TR vegna lífeyrissjóða verði afnumin.Það má gera það í áföngum. En það verður að afnema skerðinguna.Síðan þarf líka að greiða sjóðfélögum til baka það sem tekið hefur verið af þeim síðustu ár og áratugi.Miðað við forsöguna tel ég, að það haf verið ólögmætt að skerða lífeyrisgreiðslur eldri borgara (sjóðfelaga) jafnmikið og gert hefur verið undanfarna áratugi.Það verður því að endurgreiða eldri borgurum þessar fjárhæðir. –Það skiptir engu máli þó endurgreiðslan verði kostnaðarsöm fyrir ríkið.Áður hefur ríkið sparað sér mikla fjármuni með því að stunda umræddar skerðingar.Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu."


Ég er hlynnt því að í boði verði leiguíbúðir fyrir alla á góðu verði í gegnum húsnæðisfélög (spurning hvort ríkið liðki fyrir stofnun þeirra). Fólk fari einfaldlega í biðröð með íbúð. Fólk með lágar tekjur á að geta leitað til sveitarfélagsins og fengið húsnæðisbætur. Sveitarfélagð á að geta sinnt þeim skyldum sínum að útvega húsnæði fyrir þá sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði svo það er því nauðsynlegt held ég að sveitarfélög eigi líka sjálft íbúðir til útleigu.


Það væri fínt að hafa heilbrígðisþjónustu fría og að fólk geti t.d. farið inná sjúkrahús án þess að borga (eins og í Danmörku) en ég held að það sé ekki að fara að gerast hér því miður. Það væri líka óskandi að a.m.k. tekjulágir hópar fengju tannlæknaþjónustu fría en það er líklega ekki að fara að ske heldur.


Ég vil fá almennilega umræðu um samgöngumál í þessum kosningum. Hvernig standa vegir landsins? Er ekki mikil þörf á að laga vegi landsins og jafnvel breikka þá eitthvað í leiðinni? Eru ekki margir þessir vegir hættulegir nú þegar fólk fer um með beiða húsbíla um þá? Og hvað með mikið holótta vegi? Eiga þeir bara að vera svoleiðis áfram án þess að fólk viti hvenær eigi að lagfæra þá?


kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 10:44:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sammála þér

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:25:05 | Svara | Er.is | 0

1. klára nýju stjórnarskrána á hámark næstu 2 árum. 2. Koma á myntráði og fastsetja gengið. 3. Klára þjóðaratkvæði um framhald ESB viðræðna. 4. Allan kvóta á markað. 5. Endurskoða landbúnaðarkerfið með hliðsjón af leið Nýsjálendinga þar sem öll sjónarmið hafa aðkomu að borðinu.

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 15:26:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

vil bæta við einu. Tel húsnæðisvandan vera mál fyrir sveitastjórnakosningar næsta vor.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 16:44:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já flott svör.
Það eru ekki allir á sömu skoðun, en frábært hjá þér þessi kaffi smekkmaður ... Bragakaffi ?

Kaffinörd | 8. okt. '17, kl: 23:51:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta fóður var ekki ætlað þér. Þú þarft í megrun annars verðuru eins og aðal tröllið hann Simmi von Hrafnabjörg.

kaldbakur | 8. okt. '17, kl: 23:54:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ertu kominn í teið ?

wildthing | 9. okt. '17, kl: 09:02:00 | Svara | Er.is | 0

Trump er enn að reyna gera margt af því sem hann lofaði og næstum komið ár síðan hann var kosinn. Ekki búast við bættum kjörum hér frekar en þar. Það lofa allir öllu betra en ekkert batnar aðeins versnar. Innflytjendur og flóttafólk ganga fyrir og allt hitt mætir afgangi.

Sodapop | 9. okt. '17, kl: 09:49:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Trump er enn að reyna að gera margt af því sem hann lofaði, vegna þess að kosningaloforðin hans voru mörg hver á engan hátt í takt við raunveruleikann og ekki möguleiki að koma þeim í framkvæmd í óbreyttri mynd vegna þess að þá myndi hann brjóta á grunn-mannréttindum, grafa Bandaríkin í skuldafeni (Mexíkó er ekkert að fara að borga fyrir þennan fjandans múr, eins og hann lofaði), eða að hans lausnir eru bara svo mikið verri en það sem er í gangi núna, að það er enginn af þingmönnunum að fara að samþykkja það.

----------------------------------------------------------------------
Don't grow up. It's a trick!!

wildthing | 9. okt. '17, kl: 15:01:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Raunveruleikinn! Ef skattleysismörk hækka þá mun nefskattur hækka. Ef dregið er meir skattur af æðri stétt þá munu þeir grafa af lægri annarstaðar. Ef frítt verður til læknis munu þeir hækka lyf meir. Þetta kerfi er svona blekking. Fylgist vel með.

Svarthetta | 10. okt. '17, kl: 11:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Læknisþjónusta - heilbrigðisþjónusta - lyf þetta á allt að vera nánast frítt.

polyester | 10. okt. '17, kl: 12:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

jú mexikó er einmitt að fara að borga múrinn Múrinn verður borgaður með skatti á vörur frá Mexíkó

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Öðruvísi leigusögur vigfusd 23.9.2018 23.9.2018 | 21:27
Icelandair flugfreyja Gunnhildur Sara 23.9.2018
Veit einhver um kósý náttúrulega laug eða pott SOS14 22.9.2018 23.9.2018 | 20:26
-58 Dehli 23.9.2018
Tengja sjónvarp í annað herb. Ljósleiðari? tégéjoð 23.9.2018
Hvort er dagurinn í dag, dagurinn í dag eða í gær eða á morgun ? kaldbakur 23.9.2018 23.9.2018 | 20:02
ER TIL MYND AF JESÚ ? Dehli 12.9.2018 23.9.2018 | 19:58
Gisting í Stokkhólmi bessý 21.9.2018 23.9.2018 | 19:58
Lífskjör hvergi betri í Evrópu en Íslandi. kaldbakur 21.9.2018 23.9.2018 | 19:57
Spurning fyrir bátaeigendur orkki 23.9.2018
Laun barþjóna? logi616 23.9.2018
Reglur. Innkeyrsla. Bílastæði. Herbalife 23.9.2018 23.9.2018 | 18:50
Líkamsrækt SamsungMamma 20.12.2017 23.9.2018 | 18:43
Iceland air flugfreyjur dúbbí 21.9.2018 23.9.2018 | 17:05
Vantar álit ein kona er alltaf ad senda manni minum skilab.. sólogsæla 17.9.2018 23.9.2018 | 14:09
Flugfreyju föt unadis99 21.9.2018 23.9.2018 | 12:00
Sveppur í vegg gormur12 20.9.2018 23.9.2018 | 10:39
Dagvinna umfram vinnuskyldu Alexandar 22.9.2018 23.9.2018 | 09:14
Flutnigur til Spánar catsdogs 18.9.2018 23.9.2018 | 06:36
SamsungMamma 22.9.2018 23.9.2018 | 01:00
hver á Greiðslumiðlunar.(pei.is? KolbeinnUngi 21.9.2018 22.9.2018 | 16:45
Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa ESB og hvað getum við lært af því ? kaldbakur 19.9.2018 22.9.2018 | 16:23
Ofbeldi, fíkniefnanotkun og umgengni barna? Jamaika 22.9.2018
Labrador Oskamamman 21.9.2018 22.9.2018 | 13:05
Þættir og bíómyndir Twitters 21.9.2018 22.9.2018 | 12:04
Tannlæknir á sanngjörnu verði Þórður2 22.9.2018
vantar fyndin texta í afmæliskort Latitude 1.4.2006 21.9.2018 | 19:17
Laun fyrir afgreiðslustörf- Hvað á ég að biðja um? nunan 17.9.2018 21.9.2018 | 17:45
Einhver ráð við útbrotum á höndum hjá 2ja ára? dreamspy 19.9.2018 21.9.2018 | 14:50
Heitur búðingur Nektarína 15.11.2016 21.9.2018 | 13:11
Heimilislausir fá ekki að vera á tjaldsvæðum Júlí 78 15.9.2018 21.9.2018 | 12:27
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018 21.9.2018 | 10:03
MasterCard - dreifa greiðslum happhapp 21.9.2018
Vogur sundaylover 19.9.2018 20.9.2018 | 21:16
Prjónað buff siggathora 20.9.2018
Upplýsingar um ferli skilnaðar hjá Sýslumanni Skilnadur18 20.9.2018 20.9.2018 | 16:17
Svamp í pullu frá Marokkó 060 17.9.2018 20.9.2018 | 10:23
Þetta fékk ég frá Tim Omega Mam40 19.9.2018 20.9.2018 | 06:30
Að losna við fylgju (draug) Skatla 18.9.2018 20.9.2018 | 00:27
Íslendingar í eigin landi Íslandi. kaldbakur 18.9.2018 19.9.2018 | 23:06
landsbanka 14 til 17 sept tlaicegutti 18.9.2018 19.9.2018 | 22:44
Gjafabréf í nudd og dekur Lepre 19.9.2018
Humarhalar 695-9475 danielhomie 19.9.2018 19.9.2018 | 17:55
Blóðleysi soldis77 19.9.2018
Kerrra fyrir 5 ára synn. 19.9.2018
Samband án kynlífs? espoir 16.9.2018 18.9.2018 | 20:22
Er vændi Dehli 15.9.2018 18.9.2018 | 18:37
Algeng byrjunarlaun kerfisstjóra mmcout 24.8.2018 18.9.2018 | 15:46
Tryggingar Buka 18.9.2018 18.9.2018 | 15:44
Skotvopnanámskeið mega83 18.9.2018
Síða 1 af 19669 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron