Nýfætt barn og leikskólabarn

litlaF | 2. maí '16, kl: 13:40:20 | 927 | Svara | Er.is | 0

Þið hafið þurft að snúast svolítið einar í svona hvernig hafið þið farið að?
Ég er með tæplega tveggja vikna barn, sem fæddist vaxtaskert og er þannig búið að vera í verndarbómull og þyngingarherbúðum. Maðurinn minn vinnur í öðru bæjarfélagi svo ef hann ætlar að ná fullum vinnudegi þarf hann að vera farinn úr húsi rúmlega 7 á morgnanna og er að koma heim 16:30-17. Við erum svo með 2,5 árs sem er á leikskóla 8 tíma á dag, seinustu viku var maðurinn minn heima og sá um að fara með það og við skiptumst á að sækja, þessa viku ætlar hann að mæta seinna í vinnu og fara fyrr.
En ég er bara að spá í hvað við eigum að hafa þetta lengi þannig? Hvenær hafið þið verið að fara með svona kríli inn á leikskólann í skutl og sækja?

 

donaldduck | 2. maí '16, kl: 13:45:14 | Svara | Er.is | 0

gætiru ekki labba með krílið í vagni og látið það sofa þegar þú ferð inn. 

litlaF | 2. maí '16, kl: 14:10:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Okkur var ráðlagt að bíða með að fara með það í vagninn strax, er ekki nema rétt rúm 2kg og getur illa haldið á sér hita. Mun gera það þegar það er orðið aðeins þyngra.

ComputerSaysNo | 4. maí '16, kl: 17:55:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Getur verið að þær ráðleggingar hafi miðast við útisvefn en ekki 2x10 mín skreppitúr? Ef það er stutt á leikskólann sem sagt :)

Relevant | 2. maí '16, kl: 13:46:09 | Svara | Er.is | 1

eru ekki afar eða ömmur á svæðinu sem gætu annað hvort farið með og sótt leikskólabarnið eða verið heima hjá litla barninu á meðan þú ferð með leikskólabarnið ?


spurning hvað þið þurfið að vera lengi með litla barnið í bómull. Ef þetta er bara nokkurra vikna tímabil er spurning hvort að einhver getur ekki hjálpað ykkur á þennan hátt

litlaF | 2. maí '16, kl: 14:09:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Jú, gætum eflaust gert það. Maður er bara alltaf svo lélegur að biðja um hjálp.

Myken | 4. maí '16, kl: 19:23:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

góð ástæða til að byrja á því....

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

fallegazta | 2. maí '16, kl: 14:01:03 | Svara | Er.is | 0

Er maðurinn ekki í fæðingarorlofi?

litlaF | 2. maí '16, kl: 14:09:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei, átti bara rétt á fæðingarstyrk þar sem hann var að klára nám í vor og það er ekki lifandi með 2 börn á þeirri innkomu.

fallegazta | 2. maí '16, kl: 14:13:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þá myndi ég bara fara í göngutúr með barnavagninn.

Felis | 2. maí '16, kl: 14:56:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Barnið er of lítið fyrir vagninn

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 2. maí '16, kl: 14:58:38 | Svara | Er.is | 5

Ég myndi hafa þetta sem lengst svona. Amk þar til að litla krílið er orðið 5kg eða eitthvað.

Ég held að ég myndi frekar hafa eldri heima en að fara með svona oggupons í vagn og í svona veikindastíu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

fluflu | 2. maí '16, kl: 16:11:09 | Svara | Er.is | 5

En ef maðurinn þinn gæti á meðan, þetta tímabil gengur yfir, mætt seinna farið með barnið í leikskólann. Þú blikkar einhvern í famelíunni eða hreinlega ræður ungling til að sækja fyrir þig á leikskólann. Það myndi kannski ganga betur að fá einhvern til að sækja á milli 16-17 heldur en að fara með barnið.

Splæs | 2. maí '16, kl: 16:46:13 | Svara | Er.is | 3

Kæmi til greina að athuga hvort eitthvert annað foreldri sem á barn á leikskólanum gæti kippt ykkar barni með? Veit þetta er bílstólamál og allt það, en það þarf að finna lausnir.

fálkaorðan | 2. maí '16, kl: 18:01:04 | Svara | Er.is | 4

Ég ætla að taka undir það sem ein hérna stakk uppá. Maðurinn fer seinna á morgnana og þið ráðið barnapíu til að sækja seinnipartinn. 


Já allavega ef að það er hægt að labba með barnið heim :)


Allavega ekki fara út með ponsið.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

karamellusósa | 3. maí '16, kl: 12:03:06 | Svara | Er.is | 0

er langt á leikskólann?  geturðu gengið þangað með barnið í magapoka?
samt held ég að ég myndi reyna að fá einhvern annanntil að fara með barnið í leikskólann, til dæmis nágranna sem er að fara með sitt barn, eða ömmu/afa.


í hvaða hverfi býrðu?

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Degustelpa | 3. maí '16, kl: 20:49:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

magapokarnir eru ekki fyrir svona lítil börn. Minnir að það sé 4 kg minnst.

karamellusósa | 5. maí '16, kl: 22:53:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru til allskonar magapokar fyrir minni börn, hvað heita þeir aftur. Sling eða sjöl eða hvað, þeir eru alveg fyrir nýfædd börn

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Degustelpa | 6. maí '16, kl: 11:03:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég á ofið sjal og á leiðbeiningunum á því er miðað við 4 kg

Felis | 6. maí '16, kl: 14:28:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öll burðarsjöl sem ég hef séð miðast við 4kg. Ég byrjaði samt að nota mitt aðeins fyrr.

Ég myndi samt ekki fara með svona ungt barn út í göngutúr í burðarsjali þar sem að það hefur of oft gerst að börn kafna þannig. Það er svo auðvelt fyrir þau að enda með hausinn þannig að þau geti ekki andað og sá sem er með þau er of upptekin til að taka eftir því. Þau virðast hvort eð er bara sofa.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Degustelpa | 6. maí '16, kl: 17:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já ég hugsa það. minn fæddist næstum 4 kg en ég fór ekki að nota sjalið fyrr en hann var orðinn aðeins minna bleyglanlegur hahah.

Elisa Day | 3. maí '16, kl: 15:27:18 | Svara | Er.is | 0

Breyta vistunartíma eða labba með litla krílið í burðarsjali? Það hefur þá alltaf ylinn af þér

_____

Mö.

thoraag | 3. maí '16, kl: 20:18:55 | Svara | Er.is | 1

Ég eignaðist barn með vaxtarskerðingu í október 2013, hún var kg við fæðingu. Ég fór mjög fljótlega að fara með hana út um allt. Fórum með hana út að borða þegar hún var 2 vikna, verslaði allar jólagjafir með hana með mér og svo auðvitað oft til læknis. Hún fór reyndar ekki að sofa úti í vagni fyrr en í janúar en ég fór út að labba með hana löngu fyrr.

thoraag | 3. maí '16, kl: 20:42:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

2 kg við fæðingu átti þetta að vera...

Ziha | 4. maí '16, kl: 19:08:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

það er samt ekki sniðugt.. og síst af öllu um vetur þegar fullt af pestum eru í gangi (jafnvel saklaust kvef getur verið stórhættulegt fyrir svona litið barn) .... og kalt úti.    Myndi miða við 4 kg og held að það séu flestir sem fara eftir þvi sem betur fer.


Ég átti sjálf 3.2 kg barn um sumar og ég fór ekki út með hann fyrr en hann var orðinn eða að verða 4kg.  Hann þyngdist n.b. mjög hægt svo það var alveg slatti af vikum.  fór með hann í bíl en ekki út í vagninn.  Hjá mér var það samt eiginlega frekar út af of miklum hita en kulda.... :o)  

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

thoraag | 4. maí '16, kl: 22:21:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mín fór fyrst yfir 4 kg. þegar hún var 4 mànaða svo það hefði verið ansi langur tími inni. Skiptir meira máli að halda þeim frá mestu sýklaberunum, leik- og grunnskóla börnum, ef mögulegt er.

Huppa | 5. maí '16, kl: 15:44:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Verslanir eru nú sýklaberar líka.

bogi | 4. maí '16, kl: 09:04:40 | Svara | Er.is | 2

Það færi eflaust eftir lofthitanum úti, ef það er ágætlega hlýtt þá tæki ég barnið í vagni með mér út. Mér finnst stór munur að barn sé látið sofa úti í vagni í marga klukkutíma og stuttur göngutúr í góðum vagni, vel klætt og í poka/sæng.

Myndi samt reyna að finna eitthvað system fyrsta mánuðinn og svo fara bara að ganga á milli, sérstaklega þar sem það er að koma sumar.

LaRose | 4. maí '16, kl: 09:15:26 | Svara | Er.is | 1

Myndi biðja um hjálp frá ættingjum eða vinum ef þið getið; eða ráða barnapíu til að sækja/fara með barn á leikskólann þegar þess þarf.

Myndi persónulega halda litla inni þar til það er orðið amk 3,5-4 kg.

skófrík | 4. maí '16, kl: 15:58:30 | Svara | Er.is | 0

burðasjal er málið finnst mér, bara labba og sækja hitt barnið, það er yfirleitt ekki svo kalt lengur, og barnið verður lítið vart við veður né vind ef það er inná þér 

yrðlingur | 5. maí '16, kl: 22:58:43 | Svara | Er.is | 0

Ég var í svipuðum sporum, seinna barnið fætt 5v fyrir tíman og akkurat bara 2kg. Og 2,5 ára barn. Maðurinn minn vinnur mikið og seint og gat ómögulega farið alltaf fyrr til að sækja, svo ég fór með litlu á leikskólann um 5v í desember þegar allar pestarnar voru sem hæstar, var bara rosa snögg inn og út og passaði að ekkert barn værí ofan í bílstólnum. :) btw til hamingju með barnið!

Brindisi | 6. maí '16, kl: 10:00:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

er ég alveg úti að aka, er eitthvað að því að skilja litla barnið eftir í heitum bílnum á meðan hlaupið er inn með leikskólabarnið?

Degustelpa | 6. maí '16, kl: 11:05:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég myndi gera það og hafa bara tæki með

alboa | 6. maí '16, kl: 13:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verður fólk ekki að meta það sjálft? Ég gerði það aldrei og fæ alltaf mjög vonda tilfinningu þegar ég sé lítil börn föst í bílstólum ein í bílum. Ég losnaði aldrei við tilfinninguna "Hvað ef" þarna.


kv. alboa

Felis | 6. maí '16, kl: 14:29:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fólk verður að meta það sjálft. Ég myndi aldrei gera það sjálf. Frekar tæki ég það meðvituð inn í sýklabælið.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Felis | 6. maí '16, kl: 14:29:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Uhh tæki ég það með inn í...

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

yrðlingur | 7. maí '16, kl: 15:37:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er svo löng leið frá bílastæðinu og inn að baby monitor myndi ekki drífa.. en aftur á móti myndi ég aldrei skilja barn eftir útí bíl sem væri ólæstur eða í gangi eða þar sem ég sæi hann ekki.

Orgínal | 6. maí '16, kl: 17:24:27 | Svara | Er.is | 0

Hvað með að hafa eldra barnið heima í mánuð eða svo þar til litla barnið kemst út?
Ég sé mest eftir að hafa ekki haft það þannig þegar yngra barið mitt fæddist. Ég lengdi vistunartíman hjá eldra barninu en óska þess að ég hefði frekar notið þess að hafa bæði heima.

Ziha | 6. maí '16, kl: 19:29:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hefði þeim ekki bara leiðst?  Mínum hefði allavega leiðst..... og það mikið!  Allt í lagi að stytta tímann en ég myndi seint taka hann alveg af leikskólabarni.   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Orgínal | 6. maí '16, kl: 19:47:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Barnið var bara rúmlega tveggja og hálfs þannig að það hefði verið yndislegt að geta boðið því meiri tíma heima með mér,

sumarogsol1 | 6. maí '16, kl: 23:08:41 | Svara | Er.is | 0

Myndi hafa eldra barnið heima þangað til ég kæmist út með yngra. Er einmitt sjálf að fara í fæðingarorlof nr2 og eldri er bara 14 mán og ekki komin á leikskóla. Sé fram á að vera með þær báðar heima þar til hún kemst inn á leikskóla.

knusarinn | 6. maí '16, kl: 23:33:56 | Svara | Er.is | 0

Það hlýtur að vera einhver unglingur á menntaskóla aldri sem þú gætir ráðið í smá vinnu. Sá á örugglega að mæta seinna í vinnunnui og gæti þá á móti manninum þínum farið með barnið á leikskólan. Þá þarf hann ekki að mæta seinna alla daga og svo myndi unglingurinn sækja. Vinkona mín er allavega að gera svipað. Hún sækir nágrannabarnið í leikskólan.

ungalíf | 7. maí '16, kl: 22:54:02 | Svara | Er.is | 0

Það er líka kannski hægt að tala við leikskólann og spurt hvort þau geti komið til móts við ykkur sótt hann út ef þú hringir á undan og klætt hann og komið með að hurðinni meðan litli er bara inní bíl. Ég vann á leikskóla þar sem þetta var gert fyrir eina sem var með fyrirbura og 3 ára :)

snsl | 8. maí '16, kl: 12:00:04 | Svara | Er.is | 0

Tala við leikskólann og sjá hvort þau séu tilbúin að taka á móti barninu í fötunum og gera það klárt fyrir pickup (eða þú sótt í útiveru) svo þú getir farið frá ungbarninu í 2 sek í bílnum?

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Uppistand, hvar byrjar maður. helenasibba 24.1.2023 13.7.2023 | 09:48
Háfjallasól Kolka m 1.4.2010 13.7.2023 | 07:13
Hjartasalt Mammathin 18.11.2008 13.7.2023 | 06:55
Teikniforrit lillalitla 4.1.2008 12.7.2023 | 17:05
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Síða 10 af 47641 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, Bland.is, paulobrien, annarut123, Paul O'Brien