Nýleg reynsla af sængurlegu eftir keisara?

Kirsuber | 14. apr. '15, kl: 16:05:40 | 345 | Svara | Er.is | 0

Prófa hérna megin líka, var búin að setja þessa umræðu í meðgönguþráðinn líka :)

Ég er að fara í keisara í ágúst, fór síðast árið 2006 og skilst að aðstaðan sé eitthvað breytt og bætt. Er einhver sem hefur nýlega reynslu af þessu? Ég er pínu kvíðin fyrir sængurlegunni, var á fjögra manna stofu síðast og var úrvinda eftir það en einhver sagði mér að nú væri betri aðstaða, hægt að leyfa maka að gista og stofurnar betri.

 

yarisinn | 14. apr. '15, kl: 22:36:55 | Svara | Er.is | 0

Ef tu ert i rvk ta var eg allavega i keisara 2011 og ta fekk eg eins mans herbergi en tad var litid ad gera ta. 2008 var eg i tveggja manna stofu. Fer i keisara i juni reyndar a skaganum, hef aldrei verid tar adur.

Strákurinn kom 13.nóv 2008
strákur tvö fæddist 18 janúar 2011

isora | 14. apr. '15, kl: 22:52:06 | Svara | Er.is | 0

Ég var reyndar með svæsna meðgöngueitrun þegar ég fór í keisara (plús að stelpan var síðfyrirburi og léttburi). Við höfðum það mjög kósý. Vorum með sérherbergi og fengum rúm fyrir manninn minn. Enda fórum við ekki heim fyrr en eftir 5 daga skoðun hjá litlu stelpunni

ninamagga | 15. apr. '15, kl: 12:45:22 | Svara | Er.is | 0

Ég var á sængulegu eftir keisara. Ég lenti með annari á herbergi og manni mínum var sagt að fara heim það var allt fullt þá, þetta var 2013.

chérie | 16. apr. '15, kl: 10:34:15 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í keisara í fyrra og var ein í herbergi með manninn minn með mér :)

bjutikvin | 16. apr. '15, kl: 14:06:58 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í bráðakeisara í apríl 2013 eftir tvær eðlilegar fæðingar áður. Var á herbergi með annarri konu strax eftir keisarann (kom kl.4 um nótt). Á hádegi daginn eftir fengum við sérherbergi og maðurinn minn í hinu rúminu. Við fórum svo heim um 10 einum og hálfum sólarhring eftir keisarann þar sem von var á annarri konu með barn í herbergið þá um daginn og við öll úrvinda eftir tvær svefnlitlar nætur. Það var reyndar óvenjulega mikið að gera á þessum tíma fyrir tveimur árum skildist mér. Mér fannst að minnsta kosti dásamlegt að koma heim og hefði ekki viljað vera lengur en í þessa 30 tíma.

Kirsuber | 16. apr. '15, kl: 14:35:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er rosalega ánægð með þá þróun að maður fái að fara fyrr heim. Fyrsti keisarinn hjá mér var bráðakeisari og ég fór heim á 6. degi, næsti var planaður og ég slapp út á 4. degi. Í bæði skiptin leið mér ekki vel á spítalanum og fannst ég ekkert hvílast fyrr en ég komst heim. Samt var ég með einn tveggja ára þegar seinna barnið fæddist og maðurinn minn tók ekki fæðingarorlof.
Ég vona bara að ég verði eins heppin og margar hér og fái að hafa kallinn hjá mér og fái að fara heim eftir þessa tvo sólarhringa :)

Tipzy | 25. apr. '15, kl: 14:34:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst ég ekki hvílast vel á spítölunum, maður er einhvern vegin alltaf með annað augað opið ef þú skilur hvað ég meina og fyrir vikið hvílist maður ekki vel

...................................................................

Kirsuber | 25. apr. '15, kl: 18:38:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alveg sammála, ég man hvað mér létti svakalega síðast þegar ég fékk að fara heim. Fór beina leið upp í rúm og svaf þþó klukkan væri rúmlega hádegi. Ég kvíði því eiginlega meira að þurfa að vera á spítalanum en að fara í keisarann.

Tipzy | 25. apr. '15, kl: 18:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér, ég er að fara í keisara í endan okt og hlakka ekkert sérstaklea til sængurlegunnar þó mér finnist keisarinn ekkert mál. Enda ætla ég í þetta sinn að fá flýtimeðferðina til að komast sem fyrst heim.

...................................................................

nefnilega | 25. apr. '15, kl: 20:20:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nema þú eigir einn 2ja ára heima ;)

Tipzy | 25. apr. '15, kl: 20:23:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Well var bara með 7 ára, og næst 6 ára og 14 ára. Svo er ég með kallinn heima, og svo eru þetta almennt frekar auðveld börn. :)

...................................................................

nefnilega | 25. apr. '15, kl: 20:25:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hehe. Já þínir krakkar orðnir svo stórir.


Minn er voða góður en veröld hans hrundi þegar hann varð stóri bróðir. Fékk eiginlega taugaáfall.

Tipzy | 25. apr. '15, kl: 20:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hehe æjæj erfitt að fara úr því að vera eina litla barnið í að þurfa deila þessu með einhverjum sem þarf meiri athygli. Mér finnst voða gott að hafa svona langt á milli, þá er maður frekar með hjálparhellur en annað.

...................................................................

Kirsuber | 26. apr. '15, kl: 00:17:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð bara með stór börn heima núna og á von á lúxusmeðferð! En elsti var tveggja ára þegar stelpan fæddist og ég náði samt að sofa og hvílast mun betur heima en á spítalanum.

Kirsuber | 26. apr. '15, kl: 00:20:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann var reyndar einstaklega meðfærilegur og sáttur við nýja hlutverkið, það skiptir auðvitað máli.

Kirsuber | 16. apr. '15, kl: 14:36:01 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir svörin allar, ég er bara frekar bjartsýn á að þetta gangi allt upp eins og ég myndi helst óska :)

Barbakær | 16. apr. '15, kl: 14:37:09 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í bráðakeisara haustið 2012 og ég fékk einkasvítu þar sem var dekrað við mig, kallinn minn og dóttur okkar allann sólahringinn! Var í þrjá daga og fengum að vera þarna öll saman alla dagana.

happhapp | 19. apr. '15, kl: 22:54:09 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í bráðakeisara í fyrra og var ein í herbergi með manninum mínum, hann fékk rúm líka. Var hugsað mjög vel um mig.

Purple0 | 21. apr. '15, kl: 01:17:20 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í keisara í september í fyrra og ég var inni á spítala í 5 daga en ég eignaðist tvíbura og þeir voru fyrstu börn. Maðurinn minn fékk að vera hjá mér og það var voðalega vel hugsað um okkur. En svo veit ég um konur sem hafa bara verið eina nótt inni á spítala sem áttu á svipuðum tíma og ég.

ruggla | 22. apr. '15, kl: 15:36:38 | Svara | Er.is | 0

Fór í keisara 2013 og svo í síðustu viku og vorum ein í herbergi í bæði skiptin og mjög vel hugsað um okkur. Var 3 nætur 2013 en bara 2 núna um daginn.

Kristabech | 23. apr. '15, kl: 14:12:08 | Svara | Er.is | 0

Fór í keisara uppá skaga núna í janúar og það var æðislegt :) Vorum ein í herbergi og hugsað ótrúlega vel um okkur, ég hef átti inná landspítala líka og mér fannst það hörmung svo ég valdi að eiga uppá skaga núna :)

Kirsuber | 23. apr. '15, kl: 18:48:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fattaði náttúrulega ekkert að taka það fram að ég hefði verið og yrði í Reykjavík :) Ég vissi ekki einu sinni að það væri hægt að fara í valkeisara á Skaganum, svona er maður fáfróður! Kannski maður ætti að kanna það.

Kristabech | 24. apr. '15, kl: 17:22:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég bý í Keflavík og valdi frekar að fara uppá skaga, en ég vildi líka að Konráð myndi skera mig svo þetta gekk allt frábærlega upp ljósurnar voru allar æðislegar og mjög skilningsríkar og hjálpsamar, ég valdi nuna að hafa barnið ekki á brjósti ( átti mjög erfitt með það síðast og missti svo mjólkina eftir allt stressið) og það var ekkert röfl og tuð eins og ég lenti í inná lansa og engin að reyna pranga uppá mig þessari eða hinni aðferðinni, mínar skoðanir voru bara virtar og allt gert til þess að okkur liði sem best :) Svo ég mæli alveg 100% með skaganum :)

krúttan | 28. apr. '15, kl: 20:29:45 | Svara | Er.is | 0

Ég fór í keisara í lok janúar á þessu ári, var á Sængurkvennahlutanum í Hreiðrinu, en það er núna orðin partur af sængurkvennadeildinni. Við vorum saman ein í herbergi og vorum í 3 sólarhringa :) Voða fínt....

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 25.4.2024 | 11:18
Train Your Duckling mimef83807 25.4.2024 25.4.2024 | 08:36
I farangur frá Spáni Helga31 24.4.2024 24.4.2024 | 12:47
Hjàlp! HM000 23.7.2023 24.4.2024 | 08:51
FRÍ EINKAþJÁlFUN! Gróðurinn 9.3.2024 24.4.2024 | 08:50
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Síða 1 af 47946 síðum
 

Umræðustjórar: Paul O'Brien, tinnzy123, annarut123, paulobrien, Hr Tölva, Kristler, Bland.is, Guddie