Of lítið legvatn

flicker25 | 10. júl. '13, kl: 14:25:28 | 492 | Svara | Meðganga | 0

Ég var í 20 vikna sónar um daginn og allt leit vel út nema að ljósan sagði mig vera með of lítið legvatn. Ég þarf að vera undir auknu eftirliti og fara aftur í sónar eftir 4 vikur.
Veit einhver hvað þetta getur þýtt, eða hvað sé hægt að gera til að sporna við þessu. Ljósan
vildi svo lítið segja til um þetta heldur löbbuðum við út sem eitt stórt spurningarmerki.

 

Espanjola | 14. júl. '13, kl: 10:27:53 | Svara | Meðganga | 0

það sama kom í ljós hjá mér og hef ég farið í vaxtarsónar reglulega eftir það. Þetta getur bent til þess að barnið vaxi ekki nóg en þetta getur líka bara verið tilfallandi. Hjá mér mældist það um 8 minnir mig í 20v svo hefur það verið að mælast frá 8 upp í 11. Þegar nær dregur 30v verður líka framkvæmd flæðismæling í vaxtasónar hjá þér, þ.e hvort flæðið í naflastreng sé eðlilegt. Hjá sumum er legvatnið bara í minni kantinum og ekki til nein skýring á því. Ég er sem sagt komin 40 vikur og allt er í góðu lagi hjá mér, bara frábært að það sé fylgst svona vel með manni. Var í síðasta vaxtarsónar á 39+2 og mældist barnið þá rúmar 12 merkur og flæðið mjög gott.

TylerD | 14. júl. '13, kl: 20:52:21 | Svara | Meðganga | 0

hversu mikið var það?
Það getur verið svo mikið sem þetta getur þítt.. þess vegna gteur ljósmóðirin ekkert sagt nema bara fylgjast með, leit ekki annars allt vel út? nýrun og þvagblaðran t.d? Svo er legvatnið alltaf að endurnýja sig, kanski verður það svo orðið meira næst. Sagði hún aðeins minkað legvatn eða sagði hún alltof lítið? ef hún sagði alltof lítið þá getur það sterklega bent til þess að eitthvað sé að hjá barninu sem þarf að fylgjast með, en ef hún sagði að það væri aðeins minkað þá getur það verið bara tilfallandi

Espanjola | 14. júl. '13, kl: 21:11:00 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Mér þætti skrítið að ef legvatnið væri allt of lítið hjá þér, sem er þá nálægt eða undir 5 (viðmiðið er að legvatnið sé á bilinu 5-25), að hún hefði þá ekki útskýrt þetta betur. Og jafnvel sent þig í frekari rannsóknir... en ég veit svosem ekki hvernig það gengur fyrir sig. Held það sé ekkert sem þú getur gert til að auka legvatnið, engar ábendingar sem ég fékk amk.

Vonandi er þetta bara tilfallandi eins og það er í mörgum tilfellum. Gangi þér vel ;)

flicker25 | 29. júl. '13, kl: 23:05:18 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Jú konan sagði of lítið legvatn og að ég þurfti að vera undir auknu eftirliti svo ekkert meir. Fer eftir eina viku í vaxtarsónar og þá kemur þetta vonandi betur í ljós. Ljósan mín vissi sjálf ekki hvað þetta nkl þýddi og hefði þurft að undirúa sig áður en ég kom til hennar en það sem hún var ekki búin að fá svarið úr 20v sónarnum þá gat hún ekkert sagt mér neitt heldur! En sagði þetta undarleg vinnubrögð hjá fósturgreiningardeildinni og hringdi sjálf niðureftir til að fá betri svör. Hún sagði að það ætti alls ekki að senda konur heim án þess að skýra út fyrir þeim hvað þetta nkl þýddi. Ég fékk alveg rosalegan kvíða í marga daga og krafðist betri svara frá þeim. Hvað þetta gæti þýtt fyrir barnið og fl.

athorste | 31. júl. '13, kl: 00:07:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

getur þytt að barnið sé að fá of litla næringu ég lenti í þessu og ekkert var að gert. Reyndi að fæða í margar klst en ekkert vatn kom . Endaði svo í bráðakeisara. Barnið í léttari kantinum og pínu slappt en hraust barn í dag. En ég myndi heimta eftirlit og svör. Mér var sagt af lækni ´´i 5 daga skoðun að fósturgreingardeildin hefði greinilega eitthvað klikkað. En allt fór þetta nú vel á endanum

athorste

Hygieia | 30. júl. '13, kl: 08:25:09 | Svara | Meðganga | 0

Þetta getur líka stafað af vökvaskorti. Oft er aukin vatnsdrykkja besta lækningin.

california | 31. júl. '13, kl: 22:11:48 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ég var með of lítið legvatn.. Kom í ljós við 35 vikur. ég frekjaðist þangað til ég fékk sónar því allar hreyfingar meiddu mig svo rosalega. En í raun var bara fylgst með og þegar hún fæddist kom lítið sem ekkert vatn og hún var örlítið slöpp en annars allt í góðu

lukkuleg82 | 7. júl. '16, kl: 15:27:21 | Svara | Meðganga | 0

Veit að þetta er 3ja ára gömul umræða en mig langar bara svo að vita hvernig meðgangan gekk? Er sjálf með legvatn í minni kantinum og er mjög stressuð yfir því.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Október bumbur á facebook Tiga 2.4.2017 31.5.2017 | 17:44
fósturmissir eða ? Serenity 28.5.2017 31.5.2017 | 15:25
Ágústbumbuhopur enn og aftur Mambonumber3 19.2.2017 27.5.2017 | 00:28
Gallblöðruaðgerð fittyfly 24.4.2017 24.5.2017 | 15:03
Angel care eða Snuze hero rosewood 11.5.2017
Leggangafæðing eftir 2 keisara raindropsonroses 30.4.2017 9.5.2017 | 13:41
JÚLÍ BUMBUR skonsa123 28.10.2016 6.5.2017 | 22:25
eru einhverjar Nóvember bumbur hér??? Bangsakrútt 11.3.2008 30.4.2017 | 18:26
Lokaður Nóv.17 hópur dullurnar2 24.3.2017 27.4.2017 | 22:44
Blöðrur á eggjastokk?? bjútíbína 21.4.2017
Nafnlausir bumbuhópar? sykurbjalla 9.11.2016 27.3.2017 | 23:14
Doppler everything is doable 18.3.2017 23.3.2017 | 12:38
kk sem langar í barn Clanmcloud 18.3.2017 20.3.2017 | 11:41
Ófrísk og áttavillt :/ Bumba McBumb 2.2.2013 12.3.2017 | 08:18
Bumbuhópur Ágúst 2017 gosk90 27.1.2017 7.3.2017 | 07:21
Jákvætt egglospróf, hvenær er þá egglosið? kimo9 4.3.2017 6.3.2017 | 17:57
PCOS konur - meðganga og mataræði Heiddís 2.2.2017 6.3.2017 | 09:11
septemberbumbur á FB? chichirivichi 26.2.2017 2.3.2017 | 17:02
Október 2017 linda79 23.2.2017 23.2.2017 | 20:35
einhver að selja ? bumbus94 13.2.2017 14.2.2017 | 11:46
Verkir og brún útferð juliana94 31.12.2016 10.2.2017 | 07:23
Silver cross pioneer - Mæliði með? Mosi2103 7.2.2017 9.2.2017 | 15:31
Alltaf svöng !!!! hjálp! starfslið 23.10.2016 8.2.2017 | 09:22
Maxi Cosi ungbarnastóll frá USA ?? fabulera 5.2.2017 6.2.2017 | 20:41
Mars 2017 huldablondal 6.7.2016 5.2.2017 | 20:31
Október bumbur Tiga 1.2.2017
Fósturhreyfingar gobal123 21.1.2017 31.1.2017 | 22:57
sept 2017 svanlilja 7.1.2017 31.1.2017 | 22:55
Sumarbumbur 35+ rosewood 12.1.2017 31.1.2017 | 22:18
Sumarbumbur 2017, 35+ - hlekkur inn á hóp rosewood 31.1.2017
bumbuhópur júní 2017? MMargret 17.10.2016 26.1.2017 | 21:02
Júlíbumbur 2017 anur28 24.1.2017
Ágúst 2017 loksins hægt að finna hóp JuliaCr 13.1.2017 22.1.2017 | 07:57
Litil kúla jessie j 21.1.2017 21.1.2017 | 21:13
Snapchat Tiga 19.1.2017
Júlíbumbur 2017 Glinglo88 15.1.2017
clearblue digital sevenup77 12.1.2017 13.1.2017 | 18:00
Ágústbumbuhopur Mambonumber3 23.12.2016 12.1.2017 | 15:42
Stjörnumerki Draumabaunir1989 12.1.2017 12.1.2017 | 15:37
FB-febrúarbumbur millifærslan 17.6.2016 12.1.2017 | 07:49
Ágúst 2017 5.1.2017 11.1.2017 | 21:53
Fæðingarorlof nám Mytwin 9.1.2017 10.1.2017 | 15:06
Egglos og tíðarhringur elisabetosk13 6.12.2016 7.1.2017 | 21:42
Júníbumbur Unicornthis 13.11.2016 7.1.2017 | 17:50
Egglospróf af netinu MarinH 5.1.2017
á einhver Pergotima eb84 1.1.2017
Ágúst bumbuhópur 2017? bubblelover 27.12.2016 27.12.2016 | 21:01
Gerilsneydd egg anur28 18.12.2016 23.12.2016 | 22:01
Legvatnsástunga HelgaS13 26.10.2016 19.12.2016 | 14:19
morgunógleði og yfirmaður ljoshaerd92 13.10.2016 18.12.2016 | 20:34
Síða 5 af 8012 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, Kristler, paulobrien, Guddie