Ófrísk og áttavillt :/

Bumba McBumb | 2. feb. '13, kl: 14:07:54 | 1969 | Svara | Meðganga | 0

Sælar allar.
Langaði aðeins að heyra í ykkur og fá smá álit þar sem ég hef engan til að tala við um þessi mál.
Ég er semsagt ófrísk af barni nr. 4, komin í kringum 5 vikur. Það var algjört kæruleysi í mér og manninum mínum sem verður til þess að ég er í þessari stöðu. Ég er búin að vera í nettu sjokki síðan í síðustu viku þegar ég tók prófið og þá sérstaklega þar sem við ætluðum okkur ekki að eignast fleiri börn.
Maðurinn minn er algjörlega á því að ég eigi að fara í fóstureyðingu, rökin hans eru að við höfum ekki tíma eða peninga í annað barn, hann nennir ekki í smábarnapakkann aftur og finnst að við eigum bara að njóta þess að börnin okkar eru orðin "stór" (yngsta barnið er 5 ára). Hann hefur vissulega ýmislegt til síns máls en ég fæ bara trylling við tilhugsunina um að fara í fóstureyðingu og láta eyða fóstrinu og er hrædd um að ég myndi aldrei jafna mig á því. Ég er líka skíthrædd við að eignast barnið og vera aftur með ungabarn en ég veit að við myndum algjörlega komast í gegnum það þó að það yrði erfitt og kosti fórnir.
Æji ég veit bara ekkert hvað ég á að gera og finnst þau rök að við getum loksins sofið út ekki alveg vera málið þegar verið er að tala um fóstur sem maður hefur búið til með einhverjum sem maður elskar.
Sorrý að ég röfla svona, hef bara án gríns engan til að tala við því ég hef engum sagt frá því að ég sé ófrísk og mun ekki gera það neitt í bráð.

 

Bananananai | 2. feb. '13, kl: 14:37:00 | Svara | Meðganga | 9

Ef þú ert efins um fóstureyðingu og heldur að þú mundir aldrei jafna þig á því finnst mér persónulega það nóg ástæða til að eiga barnið :)

Helgust | 2. feb. '13, kl: 19:09:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Hún heldur líka að þau eigi ekki peninga eða tíma til að annast barnið. Vegur það ekki ansi þungt líka?


Maluettan | 2. feb. '13, kl: 23:56:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 2

Hún segir líka þetta: Ég er líka skíthrædd við að eignast barnið og vera aftur með ungabarn en ég veit að við myndum algjörlega komast í gegnum það þó að það yrði erfitt og kosti fórnir.

solmusa | 2. feb. '13, kl: 14:45:40 | Svara | Meðganga | 0

Sammála síðasta ræðumanni.

hmmm89 | 2. feb. '13, kl: 15:17:04 | Svara | Meðganga | 0

þetta er eitthvað sem þú verður að hugsa vel og vandlega fara yfir alla kosti og galla og gera það sem ÞÉR finnst réttast í stöðunni :) Ræðið saman, gefið þessu 2 vikur getur hvort eð er ekki eitt því fyrr en um 7 viku minnir mig... Hugsið þetta og ekki gera eitthvað sem þú ert ekki 100% ánægð með

noneofyourbusiness | 2. feb. '13, kl: 15:36:12 | Svara | Meðganga | 2

Ekki fara í fóstureyðingu af þvi að einhver annar vill það. Ég gerði það einu sinni og hef alltaf séð eftir því.

Ef þú ferð í fóstureyðingu, vertu þá alveg viss um að þú viljir það, alveg burtséð frá skoðunum mannsins þíns eða annarra.

Degustelpa | 2. feb. '13, kl: 18:39:13 | Svara | Meðganga | 3

Ef þú vilt ekki fóstureyðingu þá ferð þú ekki í fóstureyðingu.
Getið þið ekki sest niður saman og talað um þetta, bæði kosti og galla, og horfa á þetta bæði frá hlutlausu sjónarhorni og svo tilfinningalegu sjónarhorni?

En ég myndi aldrei fara á móti tilfinningum mínum, sama hver segi eitthvað annað og ég vona þín vegna að þú gerir ekkert sem þú villt ekki gera.

BossaNova | 2. feb. '13, kl: 21:24:35 | Svara | Meðganga | 1

sæl,

ég á vinkonu sem sagði mér nýlega frá því að hún hafði farið í fórstureyðingu, var í sömu stöðu og þú nema hún var með mun yngra barn og það var kannski það sem vó þyngst hjá þeim að þetta yrði of mikill pakki. Hún sagði mér frá þessu fyrir ekki svo löngu og það eru kannski 2 ár síðan  hún fór í fórstureyðingu. Hún sér ennþá eftir því og er búin að eiga erfitt með að komast yfir það..

Þetta er auðvitað erfið ákvörðun fyrir ykkur, ég get ímyndað mér að spurningar sem þarf að svara eru hvort þú er fyllilega sátt við að fara í fóstureyðingu? Hvernig mun það fara með sambandið? Þið verðið að fara vel yfir stöðuna taka allt inni í myndina og sjá hvort þið getið ekki komist að niðurstöðu..

gangi ykkur vel

porridge | 2. feb. '13, kl: 23:33:12 | Svara | Meðganga | 0

ekki gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. þú ræður þessu, ekki hann : )

bnr1 | 3. feb. '13, kl: 21:46:34 | Svara | Meðganga | 1

Úff ekki öfundsverð staða :/ EN ég segi einsog margar hérna, ef þú villt það ekki og ert efins, ekki gera það því það getur sest svo rosalega á sálina og það getur verið mjög erfitt að vinna sig uppúr því .. hef ekki lent í þessu sjálf, en á mjög góða vinkonu sem sá ekki annan kost en að fara í fóstureyðingu, og hélt hún væri sátt viðþá ákvörðun. en svo er það búið að vega mjög þungt á henni síðan .. þetta er mjög erfið ákvörðun :/ 
Gangi þér rosa vel með það sem þú ákveður !! 

-------------------------------------------------

Barn nr 1, mætti á svæðið á 37v+5d :) Þann 8 des 2011 :)
Barn nr 2 mætti á svæðið á 38v+6d :) þann 18 okt 2013 :)

BusyBee | 6. feb. '13, kl: 01:38:54 | Svara | Meðganga | 1

Sæl ég var í nákvæmlega sömu aðstöðu og þú fyrir ári síðan nema ég var með einn 5 mánaða gutta upp á arminum. Við erum að tala um tæpa 13 mánuði á milli barna.
Maðurinn minn vildi að ég myndi fara í fóstureyðingu. Ég gat ekki hugsað mér það. Fannst það svo hræðileg tilhugsun að vera með einn svona lítinn fullkomin mola í fanginu og fara í fóstureyðingu. Ég veit að ef ég hefði gert það hefði ég aldrei komist yfir það og séð eftir því alla ævi. Ég s.s. ákvað að fyrst þetta barn kom undir svona algerlega óvænt þá væri þetta bara "meant to be" eignaðist litla stelpuskottu í sept. sl.

Eitt sem plagaði mig alla meðgönguna og enn í dag er sú staðreynd að maðurinn minn vildi endilega að ég færi í fóstureyðingu. Ég stend mig stundum að því að hugsa hvort hann elski lilluna ekki eða allavega minna en hin börnin. En það er örugglega alger vitleysa. Karlar upplifa fóstureyðingu með allt allt öðrum hætti en konur held ég. Þetta er mikið minna mál fyrir þá og ég held að þeir geri sér ekki grein fyrir hversu mikið þetta sest á sálina á okkur. Alveg sama þó að við værum sjálfar á því að fara í fóstureyðingu.

En gangi ykkur vel, hlutirnir reddast alltaf hvort heldur sem þið ákveðið.

Geeezus | 11. mar. '17, kl: 23:47:49 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Fór þetta ekki bara vel?
Kv.
Ein í mjög svipsðri stöðu

Geeezus | 12. mar. '17, kl: 08:18:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Æi þetta átti að fara a upphafsaðila. Ekki hingað.

choochoo | 7. feb. '13, kl: 22:11:34 | Svara | Meðganga | 1

Ef þú treystir þér ekki í fóstureyðingu og telur að þú munir ekki jafna þig á henni að þá skaltu alls ekki fara, jafnvel þó aðstæður fyrir fjórða barnið séu ekki nógu góðar. Ég þekki tvær sem voru ekki í aðstöðu til að eignast barn þó þær langaði til þess og fóru í fóstureyðingu og þær hafa aldrei jafnað sig á því.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Marsbumbur 2019 helllokitty 4.9.2018
Mars 2019 bumbuhópur? helllokitty 28.6.2018 3.9.2018 | 20:11
Febrúar 2019 bumbuhópur umraeda 11.6.2018 2.9.2018 | 16:57
Jákvæð próf en ekki ófrísk Butterfly109 26.8.2018
Jakvætt próf Ágúst prins 19.8.2018 22.8.2018 | 17:37
Mjög mikilvægt agentos777 19.8.2018
Maí bumbur 2018? ladybuggie 16.9.2017 15.8.2018 | 14:17
Nóvember hópur donnasumm 16.3.2018 2.8.2018 | 23:36
Tvíburar snemmsónar kokomjolk123 7.5.2018 31.7.2018 | 06:36
janúgar 2019 bumbur Elín1986 13.5.2018 30.7.2018 | 10:51
BuyAbiti.it : Abiti da Sposa, Abiti da Sera, Abiti da Cocktail buyabito 26.7.2018
9 vikur að bugast umraeda 15.7.2018 22.7.2018 | 08:35
Ljòsmæður i grafarvoginum. Undraland1996 15.7.2018
Sumarstarf 2019 - ólétt Frosti_2808 13.7.2018
Hríðarverkir Sumarjakki8 7.7.2018 9.7.2018 | 13:07
útlenskur faðir kokomjolk123 3.7.2018
Desemberbörn 2018 palinaoskomars 2.7.2018
Það er kominn secret lokaður Októberbumbur 2018 Valkas 18.2.2018 28.6.2018 | 19:45
Desember facebook hópur? ElisabetBaldursd 18.4.2018 25.6.2018 | 20:53
50 fæðingarsögur íslenskra kvenna TILBOÐ! 50fæðingarsögur 24.6.2018
Jákvætt þungunarpróf helllokitty 23.6.2018 23.6.2018 | 17:39
Fjögur jákvæð próf, 5v+6d snemmsónar?? Undraland1996 21.6.2018 22.6.2018 | 22:43
Bumbur 40 + Sportína 19.2.2018 6.6.2018 | 21:28
Flug fyrst 12vikurnar 4uss 24.5.2018 3.6.2018 | 22:44
Ágúst bumbur hobnobkex 1.1.2018 19.5.2018 | 22:11
Októberbumbur donnasumm 11.2.2018 14.5.2018 | 20:19
Ólétt fireice 24.4.2018 25.4.2018 | 15:47
3D sónar HVAR? JúlíBumbA 12.4.2018 19.4.2018 | 23:36
Hefur einhver reynslu af Guðfinna Sif ljósmóðir? DRK 13.4.2018
September bumbur earth 8.1.2018 5.4.2018 | 08:58
September-bumbuhópur 2018 :) hilliez 30.1.2018 29.3.2018 | 23:38
Jákvætt og neikvætt 21disa01 21.3.2018 22.3.2018 | 08:27
Letrozole eb84 26.2.2018 14.3.2018 | 22:00
Hjálp! Nafnapælingar bb0105 3.11.2017 14.3.2018 | 18:16
Doppler til sölu - Angel sounds jumper Poulsen222 10.6.2015 14.3.2018 | 18:15
Angel sound hjartahlustunartæki til sölu :) Bellamin7 18.12.2013 14.3.2018 | 18:14
Heitur pottur eb84 11.3.2018 12.3.2018 | 11:42
Júlí bumbur Sumarjakki8 20.11.2017 9.3.2018 | 17:03
September bumbuhópur 2018? ideal 23.1.2018 8.3.2018 | 19:03
Meðgönguvítamín svanlil 8.1.2018 17.2.2018 | 23:33
MJÖG MIKILVÆGT Stanislas Wener 15.2.2018
Snemmsónar Blómína 5.2.2018 7.2.2018 | 15:37
Hnakkaþykktarmæling Sumarjakki8 22.12.2017 6.2.2018 | 21:49
Júní bumbur 18 junibaun 9.10.2017 5.2.2018 | 12:40
Fyrstu einkenni ungalambid 24.1.2018 26.1.2018 | 13:46
Mars 2018 sprutlan 25.6.2017 24.1.2018 | 09:56
12 vikna sónar Sumarjakki8 9.1.2018 17.1.2018 | 17:54
MJÖG MIKILVÆGT agent777 17.1.2018
Febrúar bumbur 2018 holle 3.6.2017 5.1.2018 | 21:15
Að missa fóstur eftir 12 viku. Helga222 4.1.2018 5.1.2018 | 13:40
Síða 3 af 8126 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, annarut123, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, paulobrien