Ófrjósemisaðgerð gegn vilja makans?

auglysingarnar | 25. jún. '16, kl: 20:56:14 | 1203 | Svara | Er.is | 0

Hvað finnst ykkur um slíkt ?
Er þetta alltaf ákvörðun þess sem á líkamann og hinum óviðkomandi?

 

Zagara | 25. jún. '16, kl: 21:24:58 | Svara | Er.is | 7

Mér finnst það vera ákvörðun einstaklings fyrst og fremst.


En ef það er ósætti vegna ákvörðunarinnar þá er kannski djúpstæðari vandi í sambandinu sjálfu sem þarf að leysa úr óháð aðgerð eða ekki.

fólin | 25. jún. '16, kl: 21:27:38 | Svara | Er.is | 0

Auðvitað er það þannig að þetta er þinn líkami og þín ákvörðun en ég yrði mjög sjokkeruð ef makinn minn mundi fara ófrjósemisaðgerð ef við værum en í barnahugleiðingum en ef fólk er hætt í barneignum er þetta hentugt.

Petrís | 25. jún. '16, kl: 21:59:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Ef að makinn þinn vill fara í ófrjósemisaðgerð eruð þið ekki í barneiganrhugleiðingum

fólin | 25. jún. '16, kl: 23:30:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá augljóslega væri hann búinn að skipta um skoðun, sjokkið væri nú samt ekkert minna enda vill ég eignast eitt barn en.

Petrís | 25. jún. '16, kl: 23:46:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er hans réttur eins og þinn

fólin | 26. jún. '16, kl: 10:41:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er alveg rétt og þá væri það bara skilnaður.

Petrís | 26. jún. '16, kl: 13:25:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það væru ansi harkaleg viðbrögð við rétti fólks til að ákvarða eigin barneignir, fyndist þér það jafn réttlátt ef þú vildir ekki eiga fleiri en hann vildi. 

Þönderkats | 26. jún. '16, kl: 13:55:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hún væntanlega er búin að taka þá ákvörðun að hún vilji frekar eignast annað barn en halda áfram með manninum. Ég myndi gera það sama ef ég myndi vera í sambandi við mann sem ákveður að hann vilji ekki eignast fleiri börn.

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 14:50:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta svo hörð viðbrögð.
Ég á tvö börn og mig langar í þriðja. Maðurinn minn var lengi vel ekki á því aðvilja annað, en samt ekki tilbúinn til að fara í ófrjósemisaðgerð. Ef hann hefði verið mjög harður á því og fullviss um að vilja ekki þriðja hugsaði ég með mér að ég myndi fara sjálf í ófrjósemisaðgerð ef hann vildi það ekki, sá ekki tilgang í að vera ða jappla á hormónavörnum ef barneignum væri lokið. Málið er að ég er ánægð með mitt samband og mitt líf með mínum manni og tveimur börnum og þó mig dauðlangi í þriðja og geti ekki hugsað um annað þá gæti ég ekki hugsað mér að neyða hann út í það og missa það líf sem ég á með honum og þeim tveimur börnum sem ég á. Hinsvegar hefði ég orðið mjög sár ef hann ákvæði þetta og færi án þess að ræða við mig, ekki til að fá leyfi heldur bara ræða það, útskýra af hverju hann hefði tekið þessa ákvörðun og til að láta mig vita að að þetta væri að fara að gerast.

Finndist þetta öðruvísi ef þetta væri fyrsta barnið...

Þönderkats | 26. jún. '16, kl: 16:07:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Málið er að ég á ekki börn. Ef ég ætti börn fyrir þá væri þetta kannski öðruvísi. Mig langar í börn og ef ég ætti mann sem ákvæði að fara í svona aðgerð og við barnlaus eða hann ætti bara börn þá myndi ég fara frá honum.

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 16:12:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já e´g held ég segi það neðar að þetta er ekki eins aðstæður.. það skiptir máli hvort um er að ræða barn nr 1 eða barn 2,3 eða 4.
Ég myndi gera það sama, ef um væri að ræða barn nr. 1, en ekki ef um barn nr 3 væri að ræða t.d.

auglysingarnar | 26. jún. '16, kl: 19:57:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svörin.
Börnin eru þegar orðin 3, sem er frábært.
"Hormónatöflujappl" hefur ekki reynst vel
"Slys" myndi kalla á stærra hús og stærri bíl. Já og ganga aftur í gegnum "bleiu-tímabilið" o.fl.

KK vill ófrjósemisaðgerð en KVK finnst það of "endanlegt", t.d. ef slys bæri að höndum, og er því ósátt.

Allegro | 26. jún. '16, kl: 20:01:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En liggur á að taka þessa ákvörðun? Ég man að það tók mig lengri tíma að verða alveg viss og vera tilbúna. Tveim árum eftir að maðurinn minn var til í að fara í aðgerð, varð ég tilbúin að taka þessa ákvörðun. Finnst gott að hafa fengið þennan tíma.

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 20:05:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Á þá að halda valmöguleikanum opnum á frekari barneign ef svo illa færi að eitthvert barnanna myndi deyja í slysi?

Felis | 26. jún. '16, kl: 20:57:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvernig slys?
3 börn eru hellingur

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

auglysingarnar | 26. jún. '16, kl: 21:28:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Andlát vegna einhverra ástæðna, bílslys veikindi eða hvað sem er.
3 er hellingur já. Mikil gleði (og vinna)

Unicornthis | 27. jún. '16, kl: 16:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo að mögulegt barn er varaskeifa.. svo þegar það stækkar þá hvað.. "elskan mín ef að við hefðum ekki misst eitt barn hefðir þú aldrei orðið til"

Æjj´eg veit ekki. Ég myndi allavega ekki verða eitthvað rosalega sár ef þetta er ástæða min fyrir því að halda barneignum opnum og maðurinn minn ákvæði að fara í ófrjósemisaðgerð, ja kannski smá ef hann gerði það og kæmi heim og "tada! ég get ekki átt fleiri börn"

Myken | 27. jún. '16, kl: 14:06:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

nr 1 þessi umræða hefur verið hérna áður mann ekki hvernær hvort það var á þessu ári eðaí fyrra.

Og ef ég myndi missa öll börnin mín í slysi gætu önnur börn ALDREI komið í staðin fyrir þau. Og mér finnst sú ástæða eiginlega svoldið kjánaleg.
Hvernig hefur hormónatöflu jappl ekki reynst vel. Það er lika til aðrar aðferðir eins og stafurinn, lykjan (hormóna og kopar), sprautan, smokkur.


Og hann ræður líka sjálfur yfir sínum líkama og getur farið í aðgerð án þess að tala við kong né prest sama hvað kv finnst um það.
Og það sama með hana.
Hann er að taka ábyrgð á sjálfum sér sem mér finnst bara gott mál.

En að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem er gott að tala um sama hvað hann ákveður 

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 27. jún. '16, kl: 14:06:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og hvað er aldurinn á börnunum og forelrunum

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

ert | 27. jún. '16, kl: 14:14:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En ófrjósemisaðgerðir karla eru yfirleitt ekki endanlegar. Það er yfirleitt hægt að tengja aftur

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alboa | 27. jún. '16, kl: 17:59:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Konur geta líla sett klemmur sem hægt er að taka af aftur.

kv. alboa

daggz | 27. jún. '16, kl: 14:12:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er kannski ekki mikilvægt fyrir þér en hjá öðrum er þetta kannski það stórt issue og skilnaðarorsök.


Ég get alveg skilið bæði sjónarmið. Og ég gæti alveg séð mig fara frá eiginmanninum ef okkur kæmi ekki saman um eins stór málefni og barneignir. Þá er ég ekki að segja að ég myndi neyða hann í eitthvað (eða sætta mig við öfugt) heldur einfaldlega að ég kýs að geta komist að samkomulagi. Þó þú viljir frekar taka manninn fram yfir annað barn þá er það endilega ekki það sama upp á teningnum hjá öðrum. Og kannski spila aðrar ástæður þar inn í.

--------------------------------

fólin | 26. jún. '16, kl: 20:02:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hver og einn ákveður hvað hann vill sætta sig við og hvað ekki, ég sjálf er einkabarn og hef altaf syrgt það á vissan hátt að eiga engin systkini, samband mannsins míns og hans sysktina er yndislegt og það er eitthvað sem vonandi barnið mitt á eftir að upplifa, hann hefur altaf vitað að ég vilji 2-3 börn ef hann vill bara tvö þá er það fínt.

Herra Lampi | 25. jún. '16, kl: 21:38:47 | Svara | Er.is | 1

númer eitt tvö og þrjú og upp í þrjúhundruðsextíuogfimm finnst mér þessi ákvörðun vera einstaklingsins sem er með viðkomandi líkama.

geturu ímyndað þér að verða ólétt án þess að vilja það? og með heila klabbinu sem því fylgir? í heila 9 mánuði? og þú vilt það ekki?

algörlega út í hött.

hinsvegar er alveg fínt að láta vita. þið eruð jú saman.

og ef makinn er svo mikið á móti því að þið endið á að hætta saman (eins og gerðist hjá mér) þá sé ég ekkert að því. ekki vil ég vera með manneskju sem myndi vilja neyða mig að verða óléttur.
það er ekki eins og ólétta sé göngutúr í garðinum.

En ég myndi láta vita. tala um það. koma makanum í skilning um að ég vill ekki verða óléttur og ef makinn er samt alveg á móti þá færi ég bara í fóstureyðingu af því þetta er minn líkami. svo bara sjá hvernig fer úr því. 

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

Felis | 25. jún. '16, kl: 21:44:46 | Svara | Er.is | 2

Þetta er algerlega ákvörðun þess sem á líkamann

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svarta kisa | 25. jún. '16, kl: 22:11:07 | Svara | Er.is | 2

Eins og með allar stórar ákvarðanir finnst mér eðlilegt að pör tali sig saman um þetta og reyni að komast að sameiginlegri ákvörðun. Hafandi sagt það, þá er þetta samt alltaf ákvörðun einstaklingsins á endanum.

Chaos | 25. jún. '16, kl: 22:14:12 | Svara | Er.is | 2

Á endanum er þetta ákvörðun þess sem á líkamann - eins og allar aðrar ákvarðanir sem eigandinn tekur. En að láta eins og það sé makanum óviðkomandi finnst mér fáránlegt. Myndi aldrei vilja vera í sambandi þar sem mögulegar barnseignir koma mér ekki við - né heldur að inngrip annars okkar í eigin líkama væri mér óviðkomandi, hvað er það? 


Á sama tíma myndi ég heldur ekki vilja vera í sambandi þar sem ég þyrfti að fara aktíft gegn vilja maka míns ef ég gæti ekki hugsað mér frekari barnseignir.


Fyrir mér er þetta allt spurning og samtal og sameiginlega lausn. Ef hún finnst ekki í jafn stóru máli þá er hvorugum greiði gerður að halda áfram. Ég gæti ekki hugsað mér að vera konan sem kæmi í veg fyrir djúpstæðan barnseignardraum maka né heldur vera konan sem fékk ekki barnið sem hún svo mikið þráði, vegna ákvarðana hans.

Felis | 25. jún. '16, kl: 22:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndi aldrei fara í einhverjar málamiðlanir um frjósemi mína.
Það þýðir ekki að barneignir séu ekki ræddar í sambandinu.

Ég er meira að segja búin að taka ákvörðun um ófrjósemisaðgerð og tilkynna mínum maka um hana. Ef hann gæti ekki sætt sig við þá ákvörðun þá yrði hann bara að leyta annað eftir frjósömum maka.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 27. jún. '16, kl: 09:30:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Vona þú hafir ekki orðað þetta svona við hann þegar þú tilkynntir ákvörðunina ;)

Felis | 27. jún. '16, kl: 13:41:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það hefði verið heldur passive agressive
Nei ég sagði honum að ég gæti ekki gengið aftur með barn. Ég gæti ekki lagt það á mig aftur að vera ólétt eða þurfa að taka ákvörðun um meðgöngurof.

Ef hann myndi ekki skilja það þá væri hann ekkert sérlega góður maður.

En þetta var ekki til umræðu á þann máta að það væri möguleiki á að ég myndi skipta um skoðun.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

LaRose | 27. jún. '16, kl: 14:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Verð að spyrja; sagðirðu orðrétt  "Ef hann myndi ekki skilja það þá væri hann ekkert sérlega góður maður"?


auglysingarnar | 25. jún. '16, kl: 23:28:13 | Svara | Er.is | 0

Takk fyrir svörin
"Samtalið" hefur ekki skilað nægum árangri. Það eru ólík sjónarmið sem bæði eru rétt, en erfitt að vega og meta mikilvægi sjónarmiðanna.
Takk fyrir innleggin

saedis88 | 26. jún. '16, kl: 07:08:46 | Svara | Er.is | 0

maður ræður sínum líkama en að sama skapi er ekkert eðlilegt við það að fara í svona aðgerð án þess að gera það í sátt og samlynd við sinn maka. Ég yrði til dæmis mjög reið ef ég yrði "blindsided" og maki minn kæmi heim einn daginn og hafi farið í slíka aðgerð mér að óvörum.  Það er ekkert nema eðlilegt að fólk sé á sömu blaðsíður hvað varðar barneignir í sambandi og ef fólk er sammála um að eignst ekki börn þá er ekkert að þþví að fara í svona aðgerð. En ef fólk er ekki á sömu blaðsíðu þarf að komast að niðurstöðu finnst mér. 

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 12:00:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

en ef hann kæmi heim og myndi segjast vilja fara í aðgerðina en er ekki búinn að  því?
og komast að niðurstöðu? er hann ekki kominn með þá niðurstöðu að vilja ekki börn ef hann vill fara í aðgerðina?

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 14:56:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála þessu.

Minnir mig á að mig langaði í börn miklu fyrr en maninum mínum. Hann vissi að hann vildi börn, bara ekki strax. Svo ég lét hann í friði, þrýsti ekki og jú barneignir komu af og til til umræðu og ég lét það nægja og einn daginn var það bara komið. En á meðan ég beið og stundum pirruð að bíða (beið í 4 ár) þá fékk ég ráð frá vinkonum eins og að hætta bara að taka pilluna osfrv. Semsagt neyða hann til að eignast barn með mér.

Ef að hann kæmi heim einn daginn og segði að hann hefði hugsað málið og hann hefði tekið þá ákvörðun að frekari börn væru ekki eitthvað sem hann vildi og hann væri sáttur með þá ákvörðun þá finnst mér ég þurfa að svoldið stíga til baka og hugsa hvað mig langar, hversu mikið mig langi það osfrv. T.d. finnst mér mikill munur á því ef að þetta er spurning um að langa í fyrsta barn eða þriðja barn. Veit að sumar konur hafa séð fyrir sér að eiga x mörg börn, finnist þær ekki búnar osfrv þrátt fyrir að eiga 1,2 jafnvel 3 börn. En ég tel það mun auðveldara að sætta sig við heldur en að ætla að sætta sig við ekkert barn. En þetta er auðvitað voðalega persónubundið, en fyrir mig þó mig langi rosalega í annað þá held ég gæti ekki þrýst á við minn mann að gefa eftir ef hann tæki þessa ákvörðun.. reyndar finndist mér það mjög sárt ef við hefðum verið að reyna eða planað að reyna í nánustu framtíð og svo allt í einu nei. Þá finndist mér hann ekki hafa komið hreint fram við mig og vakið óþarfa vonir hjá mér.

en ég er sammála samt því að mér finndist ekki í lagi ef minn maður kæmi einn daginn heim og segðist hafa látið klippa hjá sér. Finndist annað ef hann kæmi heim og segðist hafa hugsað þetta í þaula, svona liði honum hann vildi ræða þetta við mig og við myndum ræða þetta þar til við værum bæði sátt, þýðir samt ekki að það væri verið að reyna að sannfæra hinn aðilann í aðra hvora áttina, meira bara ða tala út um þetta svo þetta sé að fullu rætt og allar skoðanir og tilfinningar um það upp á borðinu.

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 15:02:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hversu algengt ætli það sé að stelpur hætta bara á getnaðarvörninni án þess að láta makann vita? Ég sá póst um daginn á facebook þar sem stelpa vildi verða ólétt en kærastinn vildi bíða og það voru svo margar stelpur að ráðleggja henni að hætta bara á pillunni og "oops". 

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 15:37:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Veit ekki, en þessi sem ráðlagði mér þetta fékk "are you crazy!" augnaráðið og svarið að ég gæti ekki hugsað mér að gera manninum mínum það að eignast barn þannig, ég vildi að hann ákvæði það sjálfur að hann vildi eignast barn og síðan myndum við reyna. Þannig varð það síðan og þó það hafi tekið tíma að bíða eftir að hann yrði tilbúinn þá var það svo þess virði.

tóin | 26. jún. '16, kl: 16:26:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og "ooops"? hvers konar fiðurhænsn eru þetta eiginlega?  vona innilega að enginn á mínum vegum lendi í svona týpu :)

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 17:02:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Furðulega er að sú sem ráðlagði mér þetta er nú frekar klár kona sko, kom mér svo á óvart að hún skyldi stinga upp á þessu!

saedis88 | 26. jún. '16, kl: 16:26:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég mundi vilja ða maki minn mundi láta mig vita af svona áætlunum sínum. Ef staðan er þannig að annar aðilinn vill ekki eignast fleiri börn og ætlar í aðgerð en hinn aðilinn er á því að eignast fleiri börn er þarna samrður sem þarf að útkljá, það er ekki hægt að eignast hálft barn, það er ekki hægt að neyða einhvern til að eignast barn né að neyða einhvern að sætta sig við að barneignum sé lokið. Svo það þarf að ræða þá hluti og komast að niðurstöðu hversu mikilvægt þetta er fólkinu og hvort þau fara hvor sína leið. En það er bara mjög óeðlilegt að fara í slíka aðgerð án þess að ráðfæra sig við maka sinn. Það væri bara með öllu óeðlilegt og ekki samband sem ég hefði áhuga að vera í. 

Unicornthis | 26. jún. '16, kl: 17:04:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála því og það er ekki þar með sagt að það sé til þess ætlað að sannfæra annan aðilann í eitthvað sem hann vill ekki, bara ræða og tjá skoðanir og tilfinningar. Mín reynsla er sú að ef það er gert þá er oft hægt að sætta sig við ýmislegt því það er rætt í þaula frá öllum hliðum.

Zagara | 26. jún. '16, kl: 17:06:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Enda er upphafsnikk svo sem ekki að segja að þetta sé án samráðs heldur gegn vilja. Ég myndi aldrei fara bakvið makann með svona en ef hann væri á annari skoðun þá þyrfti hann á endanum að taka persónulega ákvörðun um að sætta sig við minn vilja eða slíta sambandinu. Það breytir í raun engu með ákvörðunina hvort að þessi sem vill ekki börn fari svo í aðgerð eða ekki þar sem viljinn til að eignast ekki fleiri börn er ansi sterkur þegar einhvern langar í ófrjósemisaðgerð.

Felis | 26. jún. '16, kl: 17:44:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér. Ég er ólétt núna og ætla ekki að verða það aftur (jafnvel þó að þessi meðganga myndi enda illa). Maðurinn minn veit það og ef hann ætlaði að eignast fleiri börn þá væri hann að velja það að ljúka þessu sambandi. Ég ætla ekki að ganga í gegnum aðra meðgöngu og ef hann getur ekki virt það þá höfum við ekkert að gera saman.
Ég er svo ákveðin í þessu að ég hugsa að ég láti klippa hjá mér þó að hann myndi gera það líka hjá sér. Allar heimsins umræður um málið myndu ekki breyta neinu.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

svartasunna | 26. jún. '16, kl: 08:16:18 | Svara | Er.is | 1

Alveg eins og maki hættir ekki að nota getnaðarvarnir án samráðs, þá finnst mèr að ófrjósemisaðgerð sè á sama borði. S.s. þetta eru hlutir sem hafa áhrif á sambandið og ber því að ræða þrátt fyrir að hver og einn hafi vald yfir sínim líkama.

______________________________________________________________________

UngaDaman | 26. jún. '16, kl: 11:54:45 | Svara | Er.is | 2

Fyrir mitt leyti, þá er mínum maka ekki óviðkomandi hvort ég fari í ófrjósemisaðgerð eður ei. En að sama skapi á ég loka orðið, sem makl ætti að virða eftir að við höfum rætt málin.


Ég gæti aldrei farið í svona aðgerð, án vitneskju maka. Finnst það rangt og óvirðing af minni hálfu, svona hluti ætti fólk að geta rætt saman um.

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 11:59:53 | Svara | Er.is | 3

af hverju þarf samt að rökræða þetta af því að ef einn tekur ákvörðun um að vilja aðgerðina af hverju þá að ræða þetta til að þrýsta á að gera það ekki eða skipta um skoðun? Er það ekki frekar mikil stjórnsemi? 
Ég væri ekkert voðalega sátt ef ég vildi fara í svona aðgerð og maki minn myndi þrýsta á mig að gera það ekki eða þrýsta á mig að eignast barn eða fleiri börn ef ég myndi ekki vilja það. Af hverju ætti hann eitthvað að hafa um það að segja ef það er minn líkami? Þá verður hann eða hún bara að finna aðra manneskju sem vill barn. 

Bakasana | 26. jún. '16, kl: 12:19:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

af hverju þarf að rökræða það ef ég vil búa í einbýli en makinn ekki, ef ég vil flytja til útlanda en makinn ekki, ef ég vil ættleiða barn en makinn ekki? Það er bara það sem fólk sem hefur tekið ákvörðun um að tækla lífið saman gerir. Þú getur alveg verið komin á þá skoðun að vilja alls ekki eignast (fleiri)börn og það er 100% valid val. En þú sest samt niður og segir honum/henni hvers vegna og hvernig þú komst að þeirri niðurstöðu. Hann/hún getur að sama skapi sagt þér frá því hvers vegna hann/hún geti ekki hugsað sér að eignast ekki börn ef það er málið. Kannski enda rökræðurnar með því að annar aðilinn ákveður að sætta sig við barneignir/barnleysi. Kannski enda þær í því að þið ákveðið að skilja. Og þetta með "þinn líkama" á auðvitað eingöngu við um hluta þeirra sem vilja/vilja ekki eignast börn. 

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 12:22:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Barn er mikið stærri ákvörðun heldur en allt hitt sem þú nefnir og eiginlega bara ekki sambærilegt

Bakasana | 26. jún. '16, kl: 13:16:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

allt hitt sem ég nefni er td ættleiðing. Frekar sambærilegt hefði ég haldið. 
Þú getur auðvitað tekið ákvörðun um þetta allt út frá sjálfri þér og tilkynnt það svo heima hjá þér frekar en kalla það samræður/rökræður. Sleppt umræðum og sagt maka þínum að nú sé það hans/hennar að ákveða hvort hann/hún vilji vera í sambandinu áfram. Fyrir mig væri þannig samskiptamáti líklega meiri dílbreaker en það að við værum a sitthvorri skoðuninni um frekari barneignir. 

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 13:21:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Músamamma orðaði þetta vel ef þú lest svar hennar

Zagara | 26. jún. '16, kl: 16:47:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ættleiðingar barna gerast ekki með ákvörðun bara annars svo það er bara allt annað dæmi og snýr að því að fólk er sameiginlega að taka ákvörðun um að bera ábyrgð á barni og ganga í gegnum allt ferlið sem snýr að því. Bara eins og þegar fólk eignast börn þá er það sameiginlega ábyrgð sem báðir axla. Það er ábyrgð sem mun vara fram yfir sambandsslit og er fyrst og fremst gagnvart barninu.


Að binda endi á eigin frjósemi er því ekki sambærilegt við ættleiðingu.

musamamma | 26. jún. '16, kl: 12:46:10 | Svara | Er.is | 9

Minn líkami hættir aldrei að vera minn líkami, sama þó ég sé í sambandi. Ef ég vil fara í ófrjósemisaðgerð þá er það mín ákvörðun. Ef maki er ósáttur þá er það hans eða hennar að ákveða hvort það þýði sambandsslit. Gildir það sama ef dæminu er snúið við.


musamamma

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 13:02:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Akkúrat það sem èg hefði viljað sagt en kann ekki orða. Er alveg hræðilegur að orða hluti

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 13:02:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk autocorrect. Breytti hræðileg í hræðilegur

Felis | 26. jún. '16, kl: 14:01:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Algerlega.

Það sama á við um fóstureyðingu. Ef ég er ólétt þá er það mín ákvörðun hvort ég fer í fóstureyðingu eða ekki. Makinn má segja sína skoðun og taka sína ákvörðun út frá gjörðum mínum en það er ekki hans að ákveða hvort ég fer í fóstureyðingu eða ekki.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Skreamer | 26. jún. '16, kl: 15:18:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála

-------------------------------


True love doesn't happen by accident
just like it does'nt not happen by accident.

Pappakassi dauðans
musamamma | 26. jún. '16, kl: 12:58:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Segjum að þú lútir ákvörðun maka og ferð ekki í klippingu. Svo skiljið þið. Færðu þá aftur ákvörðunarrétt yfir þínum líkama?


musamamma

Pappakassi dauðans | 27. jún. '16, kl: 01:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Alpha❤ | 26. jún. '16, kl: 13:01:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha voðalega gamaldags er þetta. Af hverju er það sameiginleg ákvörðun frekar ef þau eru gift? Eru þau sameiginleg eign?

Pappakassi dauðans | 27. jún. '16, kl: 01:11:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eiginlega sko

musamamma | 26. jún. '16, kl: 13:03:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjón eru líka alltaf með sameiginlegan Facebookreikning.


musamamma

Pappakassi dauðans | 27. jún. '16, kl: 01:12:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í mörgum tilfellum, ekki öllum því miður er það þannig

Silaqui | 26. jún. '16, kl: 14:43:28 | Svara | Er.is | 3

Það sem hver gerir við sinn líkama er hans/hennar mál. En viðkomandi ætti kannski ekki að ætlast til þess að makinn sætti sig við ákvörðina og haldi sambandinu áfram. Þeas ef hann hefur sterkar skoðanir á málinu.
Mér finnst mikilvægast að fólk tali saman um svona mál og viti afstöðu hvers annars, útskýri sína afstöðu og sé opið með sínar ákvarðanir. Og ætlist ekki af makanum að viðkomandi verði bara að samþykkja þær ákvarðanir. Og alls ekki taka ákvörðun fyrir hönd hins aðilans (td með að leyna ófrjósemisaðgerð eða hætta að taka pilluna einhliða). Það er líklega með því eigingjarnara sem finnst í sambandspólitík.

Felis | 26. jún. '16, kl: 15:07:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er sammála. Það er fáránlegt að rjúka til og framkvæma stóra hluti sem varða sambandið og heimilið án þess að ræða þá fyrst. Alveg sama ákvörðunin sé eingöngu annarrar manneskjunnar þá er umræðan hluti af eðlilegu sambandi.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Silaqui | 26. jún. '16, kl: 15:12:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já. Ég sé þetta svipað og td að ákveða að fara í nám erlendis (nú eða bara til Reykjavíkur fyrir norðlending). Eitthvað sem einstaklingurinn getur tæknilega gert einn og sjálfur en hefur alveg gríðarleg áhrif á hinn einstaklinginn. Svoleiðis þarf að ræða og fara rétt í ákvarðanirnar hverjar svosem þær verða.

Felis | 26. jún. '16, kl: 17:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar, búferlaflutningar, stór fjárútlát (miðað við fjárhagsstöðu heimilis) eða mál sem hafa mikil áhrif á innkomu t.d. uppsögn vinnu o.s.fr eru svona mál að mínu mati.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

júbb | 26. jún. '16, kl: 15:40:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fyrir mér snýst þessi pæling miklu frekar um eðlileg samskipti í sambandi en umráðarétt yfir eigin líkama því að sjálfsögðu á þetta fyrst og síðast að vera ákvörðun þess sem í aðgerðina fer. Það að þurfa að fara í felur með slíka aðgerð eða að fara í hana án þess að ræða það við hinn aðilann í sambandinu segir mér að það er eitthvað ekki eðlilegt í samskiptamynstri þess sambands.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

júbb | 26. jún. '16, kl: 15:40:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

og ég veit ekki afhverju þetta færðist niður undir þitt svar Silaqui

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

tóin | 26. jún. '16, kl: 16:39:42 | Svara | Er.is | 0

Svo ég svari fyrirsögninni og spurningunni - það er hreinlega ólöglegt að láta framkvæma ófrjósemisaðgerð á makanum gegn vilja hans/hennar - þetta er nefninlega alltaf ákvörðun þess sem á líkamann :)

*fliss*

louboutin | 26. jún. '16, kl: 23:59:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég þekki raunar dæmi um slíkt. Maður hélt framhjá konu sem ég kannast við svo úr varð barn. Konan samþykkti að taka við manninum aftur en með mjög ströngum skilyrðum, meðal annars að hann færi í herraklippingu (þau voru búin með sínar barneignir). Hann gekkst undir aðgerðina mjög ófús en þau eru ennþá gift.

tóin | 27. jún. '16, kl: 09:15:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hafi typpið ekki beinlínis verið klippt af honum, þá sé ég ekki pointið með skilyrði um herraklippingu - nema að það hafi ekki verið framhjáhaldið sem böggaði hana heldur auka-erfinginn.

Ef ég sný þessu við og hugsa til konu sem heldur framhjá manninum sínum og hann "tekur ekki við henni aftur" nema hún fari í ófrjósemisaðgerð - þetta er stjórnun sem ég gæti ekki sætt mig við.

Allegro | 26. jún. '16, kl: 19:54:03 | Svara | Er.is | 0

Ekki hinum óviðkomandi en alltaf loka ákvörðun þess sam á líkamann.

LaRose | 27. jún. '16, kl: 09:35:54 | Svara | Er.is | 0

Fólk ræður yfir sínum eigin líkama en í góðum samböndum finnst mér að fólk eigi að geta rætt saman og komist að lausn.

Við erum smá í sama pakka. Eigum 2 börn og höfum verið að velta fyrir okkur þriðja barninu. Ekki verið að ræða ófrjósemisaðgerð þó, lykkjan virkar fínt.

Maðurinn minn er ekki tilbúinn að taka barn 3 út af borðinu enn, þótt honum finnist ekki vera tíminn núna til að eignast það og kannski aldrei.

Ég finn meira að ég er ekki tilbúin í fleiri börn en þessi tvö sem við eigum og hef sagt honum það að mig langi (95%) ekki í fleiri börn. Ég hef þó gert fyrir hann að taka það ekki algerlega út af borðinu fyrr en eftir 2-3 ár ef eitthvað breytist. Hef sagt samt að ég haldi ekki að líðan mín breytist en þetta er málamiðlunin.


Við tökum þetta ekki af borðinu fyrr en eftir 2-3 ár og þá gerist eitt af þrennu ;)

1. Hann langar enn í 3.barnið en virðir mína ákvörðun og verður glaður með þessi 2 góðu sem við eigum.

2. Hann langar heldur ekki í 3.barnið og málið er dautt.

3. Ég tek kast rétt áður en ég dett úr barneign og athuga hvar hann stendur varðandi að eignast 3.barnið. Ef hann vill það skellum við í þriðja. Ef ekki þá verð ég glöð með mín tvö.



stjarnaogmani | 27. jún. '16, kl: 16:50:51 | Svara | Er.is | 0

já allveg einsog ef kona fer í fóstureiðingu án þess að ræða það við makann vegna þess að þetta er hennar líkami

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47825 síðum
 

Umræðustjórar: tinnzy123, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien, Hr Tölva, Guddie, Bland.is