Já auðvitað sjáum við sem aldrei fyrr viðsnúning sem engu er líkur. Covid tröllið er að fótum komið þar sem bólusetningin sveltir og drepur covid veiruna. Já örugglega kapphlaup um allt mögulegt loksins þegar fólk getur sleppt súrefniskútnum og grímunni.
_Svartbakur | Já þó við séum braðum laus vid Covid veirua þá þurfum við að berjast áfram.
...
Já þó við séum braðum laus vid Covid veirua þá þurfum við að berjast áfram. Borgarlínuveiran virðist hafa verið í uppgangi en merki um að hún sé að fjara út. en við þurfu að vera varkár. Góð grein frá yþóri Arnalds um fyrirbærið í mbl í dag.
"Nú hafa verið kynnt drög að borgarlínu þar sem útfærslan kemur loks fyrir sjónir almennings. Það er gott. Þetta eru reyndar ekki bara drög, heldur frumdrög. Það sem vekur athygli margra er að nú stendur til að taka akreinar úr almennri umferð undir borgarlínu. Þetta samræmist ekki því sem samþykkt var af samgöngunefnd Alþingis þar sem sérstaklega var tekið fram að ekki mætti draga úr afkastagetu vegakerfisins með tilkomu borgarlínu. Samkvæmt frumdrögunum á að taka helminginn af akreinum á Suðurlandsbraut úr almennri umferð. Jafnframt að taka Hverfisgötuna að mestu leyti undir borgarlínu. Rétt er að benda á að 95% farþega sem fara með vélknúnum farartækjum fara með einkabíl. Flest erum við sammála um að bæta þurfi samgöngur í Reykjavík. Ekki síst almenningssamgöngur. Sú leið að þrengja að umferð leysir ekki samgönguvandann."
Júlí 78 | Ég skil nú ekki hvernig á að taka helminginn af akreinum á Suðurlandsbraut. ...
Ég skil nú ekki hvernig á að taka helminginn af akreinum á Suðurlandsbraut. Á að fara að gera þetta eins og var kannski fyrir einhverjum áratugum síðan? Meiri dellan. Og hvað er markmiðið með Hverfisgötuna? Eiga þar engir venjulegir bílar að fara um? bara Borgarlínustrætóinn?
_Svartbakur | Já Hverfisgatan verður tekin undir borgarlínuna sem sér akrein fram og til b...
Já Hverfisgatan verður tekin undir borgarlínuna sem sér akrein fram og til baka og það komast ekki aðrir að nema gangstétt til beggja hliða. Þetta eyðileggur auðvitað líka aðgengi að Laugavegi sem búið er að gera að göngugötu. Suðurlandsbraut verður bara með einfalda akrein fyrir bíla borgarlínan hefur tvær akreinar þar. Auðvitað gengur þetta engan vegin upp það vantar alveg að gera ráð fyrir farþegum í borgarlínu, þeir eru bara ekki til staðar. Síðan er auðvitað alltof þröngt fyrir þessa borgarlínu vagna að beygja af/til Hverfisgötu inn á eða frá Lækjartorgi og Lækjargötu þær götur rúma ekki þetta borgarlínu skrímsli. Borgarlínan á svo að faraa um Vonarstræti og Suðurgötu og líka út Lækjargötu og yfir Tjarnarbrú. Þarna þarf að fylla útí tjönina sem átti að hlífa. Borgarlínuvagnar sem eiga að vera að minnsta kosti helmingi stærri en strætó og rúma að lágmarki 100 manns eiga síðan að fara þessa leið á c. 5 mín fresti fram og til baka. Og það verða sennilega ekki nema um 2 -3 farþegar í hverjum vagni. Svo það verður mjög gaman að sjá þegar þessi vitleysa fer af stað, við megum ekki missa af þeirri uppákomu :)