Óhagnaður - nógu vitlaust til að allir tapi ?

kaldbakur | 24. jún. '20, kl: 17:07:24 | 176 | Svara | Er.is | 0

Óhagnaður er eins og Jón Steinar Gunnlaugsson sagði eitthvert besta merki þess að fólk ætti að forðast. Það er nánast gulltryggt að þú og allir munu tapa ef fyrirtæki sem þú eða aðrir þér nánir eiga eða eiga hlutdeild í hafa óhagnað í huga Það er nánast ekkert verra en þetta ef hægt er að tala um ásetning eða markmið. Í þessu ljósi skyldu sem flestir skoða fagurgala t.d. borgarsjóðs sem boðar að óhagnaður fyrtirtækja og sem mest tap sé allra hagur. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur auðvitað mikla reynslu af taprekstri t.d eins og Strætó og vill margfalda þann taprekstur margfalt með Borgarlínu sem er auðvitað hinn mesti óhagnaður og að mati Borgarstjórnar afar jákvætt því að skattgreiðendur munu borga.

 

kaldbakur | 24. jún. '20, kl: 17:11:27 | Svara | Er.is | 0

Óhagnaðardrifið hugarfar tryggir auðvitað hinn mesta óhagnað.
Allir munu tapa.

kaldbakur
adaptor | 24. jún. '20, kl: 20:03:04 | Svara | Er.is | 0

sparisjóður reykjavíkur var nokkurn vegin rekin svoleiðis hagnaðurinn fór að miklu leiti í góðgerðarmál þangað til pétur heitinn blöndal fór í krossför til að ná þessu fé eins og allir muna talaði hann um fé án hirðis það tók þá ekki langan tíma að ræna þann banka innan frá 
það er sennilega rétt hjá jóni að svoleiðis módel gangi ekki ef félagið fer að skila einhverju þá er alltaf einhver viðbjóðurinn tilbúin á línunni að stela því

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

kaldbakur | 25. jún. '20, kl: 03:32:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var auðvitað ekkert rekinn án hagnaðar, þá hefði hann að sjálfsögðu ekki lifað eins lengi og raun ber vitni.
Það getur enginn staðið í rekstri án einhvers hagnaðar nema að einhver borgi brúsann. Reykjavík er t.d. að ausa fé í ýmsa vitleysu sem er rekinn með miklu tapi eins og t..d. Strætó. Þeir sem borga brúsann eru skattgreiðendur.
SPRON var étinn innanfrá. Þeir sem áttu að gæta sjóðanna fóru með féð á markað og vou síðar yfirteknir af glæpaklíkunni í Kaupþing.

kaldbakur | 25. jún. '20, kl: 03:40:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vilhjálmur Bjarnason skrifaði ágætaa grein umm þetta fyrirbæri sem kallað er óhagnaðardrifið.

"Nýverið hefur verið fundið upp orðskrípið »óhagnaðar-« í nokkrum orðasamböndum. Sá er þetta ritar er nokkuð vel að sér í reikningsskilum og veit hvað er hagnaður og hvað er tap. Sömuleiðis veit sá er þetta ritar hvað er lán og ólán, og fer einnig nærri um hvað er hamingja og hvað er óhamingja. Af þessu tvennu verður aðeins dregin sú ályktun að óhagnaðardrifinn rekstur sé drifinn áfram af taprekstri. Það er álíka viska, og að halda því fram að augljós taprekstur geti verið þjóðhagslega hagkvæmur. Í samfélaginu er sívaxandi eftirspurn eftir óhagnaði. Á sama tíma fer skilningur á hagnaði, og þar með framförum, síminnkandi."

Það hefðu held ég margir gott af því að lesa þessi skrif Vilhjálms.
https://xd.is/2020/06/19/ohagnadur-og-erfdagreining/

Júlí 78 | 25. jún. '20, kl: 09:25:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég get nú skilið að það sé ekki gott ef að fyrirtæki sýni tap og enn síður ef það sýnir tap ár eftir ár. Stundum er hægt að hagræða í rekstinum og snúa þá blaðinu við eða að láta greina vandann í hverju hann liggur og breyta þá því sem þarf að breyta þegar það liggur fyrir niðurstaða úr því. En nú dettur mér í hug verslanir eða fyrirtæki úti í bæ. Er ekkert orðið skrýtið þegar ekkert er hægt að kaupa hjá sumum verslunum nema að það kosti fúlgu fjár? Ekki allir sem nenna að panta á netinu en ég geri það stundum og jafnvel húsgögn, er lítið fyrir að kaupa til dæmis sófa á hálfa milljón eða á 800 þúsund þó ég vilji vandaða vöru. Eða að kaupa einhvern stól á milljón. En viðhorfið hjá þér kaldbakur er þá kannski: Allt í lagi að okra á fólki ?  Hagnaður skal það vera og það sem mestur? Meiri hagnaður því betra? Svo hægt sé að opna þá fleiri fyrirtæki og þá hagnast meira? 


Sumir sjá þetta öðruvísi, lægra verð þá komi fleiri að versla sem þýðir betra gengi verslunar. Eitthvað í þessa átt talaði sá sem stjórnaði Ikea hér á landi eitt sinn. Ég vil að verslun eða starfsmenn þess sýni mikla þjónustulund og reyni að bæta fyrir mistök, hafi einnig sanngjarnt verð á vörum og borgi sínum starfsmönnum þokkaleg laun. En það má líka taka meira með í dæmið. Sums staðar er há húsaleiga, ég hef heyrt að kaupmenn flýi Laugaveginn líka út af því. Hef líka heyrt að leigan hjá kaupmönnum geti verið há eins og í Kringlu/Smáralind. Þetta fer kannski allt út í vöruverðið? Margir kaupmenn hafa farið t.d. í Skeifuna eða til dæmis Ármúlann út af þessu. En ekkert endilega lækkað verð hjá sér við það. Það er vandlifað hér á landi. Ég er ekkert hissa á að margir panti vörur erlendis frá á netinu jafnvel þó flytja þurfi vöruna með flugvélum sem menga. 


En ég er kannski meira hissa á því hvað margir eru í því að breyta oft híbýlum sínum oft og kaupa nýtt bara af því að eitthvað annað er komið í tísku. Heilu innréttingum er hent út af því að ekki réttur litur er á þeim og ekki öllum sem finnst nóg að láta mála þær. Nei, öllu bókstaflega hent út og nýtt keypt og svo sýnt á netinu þar sem fjöldinn dáist að breytingunum. Þetta hef ég allt séð á netinu. En þó eru líka margir sem bara breyta innréttingum og húsgögnum með því að mála þau, það er víst ekki alltaf sem þarf að kaupa allt nýtt til að tolla í tískunni.


En við getum líka talað um þjónustufyrirtæki eins og Póstinn. Var að heyra að t.d. frænka/frændi geti ekki sent gjöf erlendis frá þó að verðmætið sé innan marka sem sett er nema að gjöfin sem gefin er sé t.d.nálægt afmælisdegi viðtakenda eða nálægt jólum. Las svo að einhver ætlaði að senda jólagjöfina tímanlega og þá í nóv. en það var þá ekki tekið gilt að væri jólagjöf, ekki nógu nálægt jólum!! Við hvað ætli sé þá miðað? Sami mánuður og jólin eru? Des.? En ef afælisdagurinn er kannski um miðjan mánuð, segjum t.d. 15. mars. Hvenær má þá senda gjöfina? Svo eru komin á einhver aukagjöld á pakka sem koma erlendis frá því ekki má nú Pósturinn sýna tap. Á þá ríkið ekkert að vera að styðja við svona fyrirtæki eins og Póstinn þó að fyrirtækið teljist bráðnauðsynlegt fyrir almenning? 

kaldbakur | 25. jún. '20, kl: 23:42:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég held að fyrirtæki eigi almennt séð ekki mikla framtíð ef það okrar á fólki.
Viðskipti verða að vera beggja hagur svo vel fari.

En það sem ég er að segja hér er þetta viðhorf sem stundum er uppi að það sé af hinu góða að fyrirtæki, verktaki eða annað t.d. byggingarverktaki hafi ekki hagnað að leiðarljósi. Að fyrirtæki sé ekki hagnaðardrifið er það kallað.
Auðvitað verður fyrirtæki að vera réttu megin við núllið og hafa hagnað til að endurnýja sig og til að geta greitt starfsfólki eðlileg laun og greitt þeim sanngjarnan sem hefur lagt fé sitt í þá áhættu að ref'ka fyrirtæki.

Júlí 78 | 26. jún. '20, kl: 08:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú minnist líka á Strætó og Borgarlínu. Kannski mun það aldrei verða að sá rekstur beri sig, kannski líka er alveg sama þó að kæmi lest eða eitthvað annað að það myndi ekki bera sig eða reksturinn sýna hagnað. Hvað þá? Leggja almenningsamgöngur niður? Hvað viltu gera þá kaldbakur? Mér finnst nú alveg meiri þörf á því að fólk taki meira strætó, já eða lest ef það væri í boði. Oft klikkuð umferðin hér.

kaldbakur | 26. jún. '20, kl: 08:47:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það má nú kannski líta á ýmsa almannaþjónustu og hagnað/tap af henni á ýmsa vegu, já jafnvel Strætó ef almenningur kýs svo.
Þjónusta sem almenningur notar í ríkum mæli og hefur góðareynslu af og er rekin af skynsemi á auðvitað fullan rétt á sér
eins og t.d. heilsugæsla og heilbrigðisþjónusta.
Strætisvagnaþjónusta okkar er illa nýtt og í raun mikil peningaeyðsla og ber því að leita annara lausna, eins og almenningur hefur gert í ríkum mæli.

Staðreyndin er að Strætó er mjög illa nýttur af almenningi, sem kýs langtum frekar aðra ferðamóta jafnvel þó að ausið sé endalaus skattfé í reksturinn þá hafnar mikill meirihluti borgarbúa þjónustunni og vill ferðast með öðrum leiðum. Borgaryfirvöld og þá sérstaklega skipulagsyfirvöld setja stein í götu borgarbúa til að gera för þeirra erfiðari á heimilisbílnum.
+
Og nú stendur til að eyða tugum og hundruð milljarða í nýjan Strætó sem kölluð er "Borgarlína" og hefta enn meir för annara ökutækja allt gert til að smala lýðnum í nýjan Strætó eða Borgarlínu. Gamli Strætó er mjög illa nýttur þar sem að meðaltali eru einungis rúmlega 1 farþegi í vögnunum sem keyra milljónir kílómetra og menga og blása eitri á forgangsakreinum og oft galtómir. Að ætla sér að eyða milljörðum í enn stærii vögnum sem augljóslega munu verða enn verr nýttir miðað við stærð er auðvitað glapræði. Borgarlína er ekki einungis óhagnaðarfyrirtæki í öllum skilningi en einnig óhugnuður.

Ýmsar almenningsþjónustur sem styðja við almenning og vinnur að hagsmunum fólks er auðvitað rekið með hagnaði í öðrum skilningi þó að kosti skattfé borgaranna sem glaðir borga í þá þjónustu.

Júlí 78 | 26. jún. '20, kl: 10:14:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef svo sem sagt það að ég er ekkert að fara að taka mikið strætó, myndi kannski nenna því á einhverjum góðviðrisdegi til að fara niður í bæ (miðbæ) en nenni því ekkert í hundleiðinlegu veðri. Ég ætla að vera með bíl áfram en þú veist kaldbakur sumir eru ekkert á bíl og hvað þá? Leggja strætó niður? Bjóða upp á að fólk fari í leigubíl sem er jafnódýr og strætó? Kostar það ekki líka heilmikið? Ég hef nú ekki rýnt í tölurnar, hversu margir farþegar eru í vögnunum en veit þó að á vissum leiðum geta vagnarnir verið fullir, jafnvel troðfullir.

ert | 26. jún. '20, kl: 11:14:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég get getið gefið upp hvað ferð í leigubíl má kosta þann sem ferðast.
Árskort hjá strætó er 76 þús ef við gerum ráð fyrir 2 ferðum 5 daga vikunnar í 52 vikur þá eru það 520 ferðir.
Ferðin kostar 146kr.
Nú tek ég stundum leigubíl í vinnuna - það er á bilinu 2100-2600kr eftir því hvað það er mikil umferð. Segjum 2000 kr.
Kostnaður við 520 ferðir er yfir milljón. 


Ég er hins vegar að taka nær fjórum ferðum á dag en gleymum því.


Það er væri ekkert óeðlilegt að kostnaður væri yfir milljón á hvern aðila sem nú er með árskort.
Rekstarskostnaður strætó er milli 8-9 milljarðar. Við getum því komið 8 þús manns á milli staða í leigubíl á dagvinnutíma á ári, frekar stuttar leiðir ef fólkið fer bara í og úr vinnu og nokkrar aukaferðir. Vandamálið er að það eru ekki undir 26 þus innstigum á dag í strætó. Það munar ansi miklu á milli 8 þús og 26 þús. 


Við getum alveg áætla milljón á ári á hvern aðila á þessi 18 þús (26-8)  sem vantar upp á. Þá þarf að greiða 18 miljarða aukalega fyrir þá.


Þannig að kostnaður okkar við leggja strætó af og greiða einfaldlega í leigubíl fyrir fólk ansi mikill.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 27. jún. '20, kl: 09:24:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er ekki skynsamlegur útreikningur hjá þér.
Ef einkaaðili sem hefði hagnað af því að gera reksturinn hagkvæman þá
sæi hann auðvitað strax að það væri kannski ekki nauðsyn á að hver ferð
með "leigubílalausn" tæki eingöngu 1 farþega eins og þú setur dæmið upp.

"Leigubíllinn" gæti hæglega náð 5 "innstigum" kannski 10- 15 "innstigum" á leið sinni
ef leiðsögutölva bílsins og sérstök "Apps" væru notuð.
Þannig að í stað þess að geta annað 8 þúsund farþega þá gæti leigubílalausnin annað 8 x 5 = 40 þús eða allt að 80 þús. farþegum (8x10). Þá eru þessi 26 þúsund instig afgreidd auðveldlega.

Þú segir:
"Við getum því komið 8 þús manns á milli staða í leigubíl á dagvinnutíma á ári, frekar stuttar leiðir ef fólkið fer bara í og úr vinnu og nokkrar aukaferðir. Vandamálið er að það eru ekki undir 26 þus innstigum á dag í strætó. "

Það sorglega við rekstur Strætó er að það eru algjörlega óhæfir áhugalausir aðilar sem sjá um reksturinn. Enda er aðhald borgarinnar með rekstrinum ekkert og við sjáum bara svipaðan rekstur og sóun fjármuna á öllum sviðum borgarinnar. Þar má nefna Sorpu, Braggamálin, Rekstur félagsbústaða, gatnakerfið og niðurstöður borgarsjóðs sem nú vanta minnst 50 þús, milljónir til að ná endum saman. Skuldasöfnunin er gifurleg.

Gott dæmi vitleysu er það sem einn stjórnenda Strætó sagði um daginn.

"Við verðum með mjög hagkvæman rekstur í Borgarlínu því það þarf ekki að koma með aukavagna á álagstímum (tvisvar á dag). " !!!

Þar meinti maðurinn að tíðni ferða mun aukast mjög og vagnarnir taka um 150 - 200 farþega í hverri ferð og strætó tekur um 50 manns. Hann reiknar engan kostnað við dýrt kerfi og stærii vagna og fleiri ferðir ! Svo er eins og að far.egafjöldinn og nýtingin skipt þennan sérfræðing strætó engu máli.

kaldbakur | 27. jún. '20, kl: 09:42:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta dæmi sem þú setur upp hér og má kalla "lrigubílaþjónustu" eða " limousine service"
sýnir glögglega hvað þú og margir aðrir eru blindir á betri og ódýrar lausnir,
en þetta vonlausa kerfi strætó sem keyrir að meðaltali með minna en 2 farþega milljónir kílómetra með flutningsgetu uppá meira en 50 farþega.
Það má fyrirgefa þér sem viðvaningi í þessum útreikningum en það verður að gera meiri kröfur til sérfræðinga á vegum almannaflutningsþjónustu eins og strætó kallar sig.

"Limousine service" eða Snjallbílalausn eins og ég vil kalla þessa leigubílaónustu mundi anna langtum fleiri farþegum (innstigum eins og Strætó kallar farþega sína af svo mikilli virðingu) og veita betri þjónustu fyrir minni tilkostnað en strætó geri í dag.

Galdurinn felst aðllega í því að "Snjallbíllinn" stendur grafkyrr á meðan ekkert er að gera.
Strætó vitleysan keyrir hring eftir hring með tóma vagna á forgangsakreinum.

ert | 27. jún. '20, kl: 11:02:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ók annar punktur. Segjum að 10 þús manna séu að taka strætó á milli 8 og 9. Hver bíll tekur 5 manns. Eins og þú veist úr tölvunarfræðinni þá ræður tölvukerfi illa við að raða sem best úr svona - er þetta ekki travelling salesman dæmi? Það þýðir 2 leigubílar. Er hægt að reka 2 þús leigubíla á 2 ferðum á virkum degi með 5 farþega? Segjum að ferðin sé 10 þús. Það eru 200 þús á mánuði. Hver eru aftur lámarkslaun?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 27. jún. '20, kl: 13:28:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og að sjálfsögðu þarf að kaupa stóra bíla til að ná 5 innstigum = 5 farþegum í hverri ferð. Venjulegur leigubíl tekur bara 4.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 27. jún. '20, kl: 17:49:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú ert loksins farin að sjá að það gætu verið til aðrar lausnir í þessu
Strætó og Borgarlínu dæmi. Það er mikil framför fyrir þig og kannski fleiri.
Mér finnst bara spennandi ef þú getur fundið aðrar góðar lausnir fyrir samfélagið.

ert | 27. jún. '20, kl: 18:29:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já að henda 2 þús fleiri bílum á göturnar í Rvk á annatíma minnkar umferðartafir. Þeim mun fleiri bílar í umferðinni þeim mun minni tafir. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 28. jún. '20, kl: 02:34:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru nú komnir leigubílar sem taka um 8 farþega.
Það þarf ekki að fjölga bílum né auka umferð.
Strætó sem hringsólar tómur allan daginn er á við a.m.k. 200 einkabíla.
Eða hvað er fólk almennt að fara á bílnum sínum oft á dag flestir sennilega 3-4 sinnum.
Strætó hringsólandi hálf tómur er því ígildi nokkur hundruð einkabíla.

ert | 28. jún. '20, kl: 09:36:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekki að fjölga bílum? Það þarf að skila fólki á réttum tíma í skóla og vinnu. Það er rosalegur toppur fyrir leigubílana og svo verður mikið minna að gera. Stundum fær maður á tilfinninguna að þú hafir aldrei komið nálægt rekstri og skiljir ekki rekstur. Er það rétt hjá mér að þér hafir aldrei verið með eigin rekstur eða verið við stjórn í fyrirtæki.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 28. jún. '20, kl: 05:38:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eins og þú veist þá tekur venjulegur heimilisbíll eingöngu 4 farþega þannig að flutningsgetan er mjög takmörkuð ef maður kallar þetta "farþrga" betra að kalla þetta "innstig".

Segjum að leið mín liggji frá Seltjarnarnesi og uppí Árbæ.
Ég stoppa á 5 stöðum á leiðinni sem er:
Seltjnes, Lækjartorg, Hí, LSH, Hlemmur, Kringla og Skeifa.

Fjögur innstig byrja ferðina og fjögur innstig koma inn á Lækjartorgi og jafnmörg út og eins á næstu stoppustöðvum þannig að ég nýti fjölskyldubílinn minn miklu betur hann hefði bara getað flutt fjóra farþega þessa leið en flytur þess í stað 28 "Innstig".

Reiknaðu nú aftur Ert mín og finndu út hvað þarf marga leigubíla sem taka 8 farþega og breytir farþegum í "Innstig" eins og strætó gerir til að blekkja okkur.

ert | 28. jún. '20, kl: 09:40:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er O-ið á forritinu sem sér um finna hvað leið leigubíl inn á að fara til að hámarka nýtingu og tryggja að allir komist á réttum tíma á leiðarenda? Og af hverju leyfir samkeppnisráð að allar stöðvarnar nýti sama forritið?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

kaldbakur | 28. jún. '20, kl: 10:23:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú svarar þessu engu:

"Segjum að læeg aki á heimilsbíl mínum 5 manna frá Seltjarnarnesi og uppí Árbæ.
Ég stoppa á 5 stöðum á leiðinni sem er:
Seltjnes, Lækjartorg, Hí, LSH, Hlemmur, Kringla og Skeifa.

Fjögur innstig byrja ferðina og fjögur innstig koma inn á Lækjartorgi og jafnmörg út og eins á næstu stoppustöðvum þannig að ég nýti fjölskyldubílinn minn miklu betur hann hefði bara getað flutt fjóra farþega þessa leið en flytur þess í stað 28 "Innstig".

Reiknaðu nú aftur Ert mín og finndu út hvað þarf marga leigubíla sem taka 8 farþega og breytir farþegum í "Innstig" eins og strætó gerir til að blekkja okkur.
"
Ef bíll minn tekur 28 "Innstig" já segjum á 30 mínútum hverju afkastar hann
þá á klst og já heilum degi ?

Jú alveg rétt ef einkabíllinn minn væru notaður eins og strætó og látinn flytja þessi 28
"Innstig" eins og Strætó kallar þetta þá væri flutningsgetan rúmlega 1000 innstig á dag.
Strætó er að flytja 28 þús innstig á dag eftir þínum upplýsingum.

Já það þarf ekki svo stórann flota ef það er verið að flytja fólk en ekki loft :)

ert | 28. jún. '20, kl: 14:33:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er hægt en það þarf tölvukerfi til að fólk héti skráð sig og hægt að reikna út hagkvæmustu leiðina. Vandinn eins og þú veist er að þetta er NP-hard problem og því ekki útreiknanlegt fyrir 10 þús manns. Þannig er aldrei hægt að finna hagkkæmustu leiðina og því verður aldrei hægt að hafa kerfið eins og þú lýsir. Fyrir mann sem hefur forritað heilu tölvukerfin í sql þá veistu lítið um tölvunarfræði.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

ert | 26. jún. '20, kl: 09:21:14 | Svara | Er.is | 0


Ryekjavík er vond fyrir að vera í taprekstri. Bandaríkin eru góð fyrir að taka sífelt meiri lán og gera gífulega skuldsett.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

neutralist | 27. jún. '20, kl: 21:28:14 | Svara | Er.is | 0

Hvaða endalausa bull er þetta í þér og svo svarandi sjálfum þér aftur og aftur.

Ekki vera fullur á netinu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Stætó skrímslið að stækka - en heimilsbíllinn að minnka verða rafknúinn og jafnvel sem skutla. kaldbakur 3.7.2020 5.7.2020 | 09:36
Kristleysi í Kína. Kristland 23.6.2020 5.7.2020 | 01:24
Aum tunga ? :/ KuTTer 31.7.2011 5.7.2020 | 00:43
Ríkis Borgarlínu Stræó kaldbakur 4.7.2020 5.7.2020 | 00:31
Þjóðsöngur blands? ert 4.7.2020 4.7.2020 | 23:31
Hundahald í blokk Hjödda171 4.7.2020 4.7.2020 | 22:48
500 þús. milljóna skuldsetning Ríkisins - til að milda áhrifin af Covid19 kaldbakur 4.7.2020 4.7.2020 | 21:28
Geta einstaklingar haldið opið bingó? ny1 4.7.2020
Barnsfaðir SantanaSmythe 3.7.2020 4.7.2020 | 16:58
Rotta?! Erum að fríka út! dudah84 28.6.2020 4.7.2020 | 10:29
Réttur leigjanda geislabaugur22 4.7.2020 4.7.2020 | 09:20
Búið að útrýma MengunarVagnaStrætó af Laugavegi - Næst að hrekja Strætó_ Ósóman frá Miðbænum. kaldbakur 3.7.2020 4.7.2020 | 02:01
Laun miðað við aldur Bjarki45 26.6.2020 3.7.2020 | 21:29
Upp með efnahaginn ! Kristland 3.7.2020
Förðunarvörur fyrir börn/unglinga KollaCoco 28.6.2020 3.7.2020 | 19:40
Silfurskottur - hvað er til ráða ? leo7 9.6.2011 3.7.2020 | 19:33
Lopapeysur til sölu? Tootsie McBoob 5.5.2011 3.7.2020 | 19:31
Kjör forseta - embættistaka og embættisverk Guðna í hættu ? kaldbakur 2.7.2020 3.7.2020 | 11:51
Fasteignagjöld og annað mál: Kjörtímabil forseta Júlí 78 1.7.2020 2.7.2020 | 15:39
Hvar kaupir maður notaðar tölvur? Chaos 8.7.2009 2.7.2020 | 09:42
Halo top ís Davidlo 1.7.2020 2.7.2020 | 09:38
Strætó - Alltaf úti að aka - Já vantar innstig kaldbakur 1.7.2020 2.7.2020 | 07:00
Frelsum Fíkniefnin ! Kristland 30.6.2020 2.7.2020 | 06:08
Kínverji Kjaftar Frá ! Kristland 26.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Byrjum að læra Kínversku ! Kristland 23.6.2020 1.7.2020 | 21:00
Vöðvabólga og kírópraktor baranikk 1.7.2020 1.7.2020 | 19:02
KSí - merki gamlar fréttir - hallærislegt sjomadurinn 1.7.2020
Veit einhver um ódýrt nudd? Steinar Arason Ólafsson 30.6.2020 1.7.2020 | 13:48
Kauptu raunveruleg skráð vegabréf, ökuskírteini, skilríki, (// www.realdocuments48hrs.com/) muellerr028 1.7.2020
BUY HIGH QUALITY REAL/FAKE PASSPORTS,DRIVERS LICENSE,ID CARDS,COUNTERFEIT BANK NOTES Etc muellerr028 1.7.2020
Eldsneytiseyðsla með fellhýsi/tjaldvagn/hjólhýsi í eftirdragi hjá ykkur Svonaerthetta 1.7.2020
Icelandair - er fyrirtækið að fara í þrot ? kaldbakur 30.6.2020 1.7.2020 | 09:36
Hyundai bílar eða Toyota Flower 29.6.2020 30.6.2020 | 22:35
Hvert á ég að leita út af flísafúgu? Selja2012 30.6.2020 30.6.2020 | 21:05
Íslenskur varaforseti - Tveir fyrir einn ? kaldbakur 28.6.2020 30.6.2020 | 18:33
Nefaðgerð/skakkt miðnes agustkrili2016 18.6.2020 30.6.2020 | 16:08
Hvenær byrja sumarútsölur? hamingjanuppmáluð 30.6.2020 30.6.2020 | 08:55
Hvar fær maður Usb kveikjari/plasma á íslandi? sabbi9 29.6.2020
1000 ár að rembast... BjarnarFen 24.6.2020 29.6.2020 | 16:57
Að flytja út með hund hlifstill 25.6.2020 29.6.2020 | 16:31
Jákvætt greiðslumat HannaLP83 24.6.2020 29.6.2020 | 14:50
Lánshæfismat bold 24.6.2020 28.6.2020 | 20:45
Að skipta um grunnskóla/ykkar reynsla sem barn bland20 25.6.2020 28.6.2020 | 16:58
Óhagnaður - nógu vitlaust til að allir tapi ? kaldbakur 24.6.2020 28.6.2020 | 14:33
Metan/bensín bílar sunna1 24.6.2020 28.6.2020 | 11:15
Eplatré - vantar kærustu (blóm af öðru tré) auglysingarnar 28.6.2020
Hungurtilfinning - einhver sem veit spunky 6.1.2015 28.6.2020 | 01:05
Fyrir þá sem búa einir.. sopi1 13.5.2020 27.6.2020 | 19:22
Að kjósa utan kjördæmis?? mammamamma 27.6.2020 27.6.2020 | 16:46
ON +27780171131 HIGH QUALITY S.S.D. CHEMICALS SOLUTION FOR CLEANING BLACK MONEY We are manufact maamazama 27.6.2020
Síða 1 af 26795 síðum
 

Umræðustjórar: TheMadOne, rockybland, MagnaAron, tinnzy123, Bland.is, Krani8, Coco LaDiva, vkg, joga80, aronbj, flippkisi, Gabríella S, mentonised, anon, ingig, krulla27, superman2