óhamingjusöm = skilnaður ?

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 09:27:16 | 1155 | Svara | Er.is | 0

hæ hæ

ég er ný hérna og langar mikið til að fá ráð eða reynslusögur frá ykkur.
hérna er sagan mín :)
ég og maðurinn minn eru búin að vera saman í 9 ár. við eigum 3 börn yngri en 7 ára.
ég er stundun kvíðin, stressuð og með hugsanaskekkjur og veit því ekki hvort þetta tengist því einhverju.

í byrjun árs þá langaði mig útúr sambandinu en ég ræddi það við hann og við fórum í ráðgjöf. svo gerðist aftur í mars og þá ráðlagði yoga kennarinn mér að gera það ekki.
ég hrundi svo niður í kvíða og streytu í lok júlí og er búin að vera óhamingjusöm síðan og alltaf er ég meira og meira óhamingjsöm með honum. núna vil ég ekki að hann sjái mig nakta. við erum ekki búin að stunda kynlíf í marga mánuði og undanfarin ár hefur kynlíf verið stundað fyrir hann og ég fæ ekkert útúr því.
ég verð pirruð í kringum hann og langar varla til að sofa í sama rúmi. ég er lítið sem ekkert heima þegar hann er heima eða loka mig inn í herbergi. ef við tölum saman þá er það í pirringi.
ég bara nenni ekki að standa í skilnaði.
hvað á ég að gera ???

 

djido
Allegro | 26. sep. '15, kl: 09:47:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hefur þú lesið þér til um málið eða er þetta þín persónulega reynsla?

Nokkuð | 26. sep. '15, kl: 09:51:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

What a load of crap!

Degustelpa | 26. sep. '15, kl: 10:28:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

vá hvað ég er ósammála þér. Ég er fegin að mamma og pabbi skildu á sínum tíma í staðin fyrir að lifa saman í ósátt og óhamingju!

Moulinex | 26. sep. '15, kl: 12:29:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjartanlega sammála!

mars | 26. sep. '15, kl: 11:56:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég finn pínu til með þér djido. Ég er sjálf á því að skilanður eigi aldrei að fara fram nema búið sé að fullreyna hvort hægt er að laga hjónaband. Sé það hins vegar fullreyhnt án árangurs þá er skilnaður eina lausnin.
Ég átti sjálf foreldra sem  þoldu ekki hvort annað og þegar ég komst að því sem barn að eitthvað væri til sem heitir skilnaður þá óskaði ég þess heitt að þau myndu skilja.
Því miður gerðu þau það ekki og lifðu óhamingjusöm saman þar til annað þeirra dó, mikil sóun á lífi að lifa því þannig.
Ég vildi óska þess bæði þeirra vegna og mín að þau hefðu bara skilið og fundið hamingjuna sitt í hvoru lagi.
Ég lenti sjálf í skilna'ði sem ég vildi á sínum tíma ekki en vá hvað ég hef oft verið því fegin að eiginmaðurinn ákvað að fara, ég komst nefnilega að því eftir skilnað hvernig karakter hann í raun er.
Ég á tvö skilnaðarbörn sem eru hamingjusamir einstaklingar og þetta með að eiga verr með að aðlagast öðru fólki er bara bull.

247259 | 26. sep. '15, kl: 12:33:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég var reyndar ekki barn þegar mamma og pabbi skildu (var ný orðin 18 ára) en ég sá það (kanski meira segja enn betur) að það var miklu betra að hafa þau hamingjusöm í sitthvoru lagi en að hafa þau óhamingjusöm saman. 
Og þar sem ég bjó (og bý reyndar) heima þá hafði óhamingjan þeirra á milli mikil og þá meina ég sko MIKIL áhrif á mig! Jú, fyrst til að byrja með var þetta erfitt og fólk var reitt en svo þegar maður leisti úr þeim tilfinningum leið öllum betur.

Galieve | 26. sep. '15, kl: 14:07:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það besta sem kom fyrir mig þegar að ég var barn var skilnaðurinn hjá mömmu og pabba. 

Gale | 26. sep. '15, kl: 15:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sama hér.

AyoTech | 26. sep. '15, kl: 15:56:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Fávita verðlaun ársins, envelope please.....Hey þú vannst.

......................................
Skilaboðin eru biluð! Það þarf að láta mig vita í umræðunni að ég eigi skilaboð því ég þarf að fletta þeim upp til að geta séð þau.

Rakindel | 26. sep. '15, kl: 22:47:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, ef þú lest þér aðeins til þá munt þú fljótt gera þér grein fyrir því að er ekkert til í staðhæfingum þínum. Börnum líður betur hjá foreldrum símum ef foreldrar sínir eru skilin en hamingjusöm heldur en ef þau eru saman og óhamingjusöm, því óhamingjan er ekkert sem þú felur fyrir börnunum þínum.

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 09:50:31 | Svara | Er.is | 9

Sæl, það að þú hafir þjáðst af kvíða og streitu getur verið ástæðan fyrir þessum kulda sem þú lýsir varðandi sambandið. 
Spurningin er hvort þú teljir að líðan þín gagnvart maka sé vegna þess hvernig þér líður sjálfri. Yrðir þú hamingjusamari ein? Kannsi velurðu skilnað en finnur ekki jákvæðari breytingu samt sem áður. Þess vegna er mikilvægt að stökkva ekki til og skilja fyrr en þú veist hvað raunverulega amar að.
Þetta er eitthvað sem þú þarft að finna útúr, með hjálp býst ég við.


Hunsaðu þetta rugl svar frá dijdo því þetta meikar engan sens.

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 10:00:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei ég hef ekki lent í ofbeldi af neinu tagi. ég hef verið með minna sjálfsálit en ég er búin að læra að elska sjálfa mig. ég er búin að vera í mikilli tilfininga vinnu undanfarin 2 ár.
hef einmitt verið að spá í hvort ég sé betur stödd ein. en kannski segir það sig sjálft ef ég er alltaf pirruð í kringum hann. auðvitað væri hægt að ara aftur í ráðgjöf en þetta er að gerast á 3-4ja mán fresti og erum búin að prufa allt. og ég er orðin frekar þreytt á þessu. auðvitað þarf að vinna að góðu sambandi en almáttugru ég er búin að reyna finnst mér. hann er að vinna mikið og ég verð líka alltaf pirruðyfir því því mér finnst hann ekkert vera með okkur og hugsar bara um peninga en ekki að eyða tímanum með fjölskyldunni.

sigurlas | 26. sep. '15, kl: 18:20:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvað gerir hann við peningana? Þarf hann á þeim að halda ?

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 19:31:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

honum finnst hann þurfa að vinna svo við eigum pening til að lifa. sem er auðvitað rétt. en það er allta hægt að ráðstafa peningnum öðruvísi. skera niður á ýmsum stöðum og svoleiðis. peningurinn sem hann fær fer allur í heimilið. við eigum ekki mikin afgang en lifum alveg fínt. bara eins og hver annar.

sigurlas | 27. sep. '15, kl: 11:56:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok skil þig

fálkaorðan | 26. sep. '15, kl: 10:03:05 | Svara | Er.is | 11

Ok nr 1 afhverju ert þú ekki að fá eitthvað út úr kynlífinu? Færðu fulnægjingar með sjálfri þér? Er þetta hans leti eða þinn tilfinningadoði?
Nr 2 óhamingjusemi ein og sér á ekki að vera ástæða til skilnaðar. En orsök óhamingjunnar gæti verið það. Ef þú ert veik og þessvegna óhamingjusöm þá held ég að þú ættir að leita læknishjálpar fyrst og fremst og skoða svo hvort þú villt raunverulega skilnað. Ég hef verið þarna, mjög þunglynd og með mikinn hamlandi kvíða ólétt af þriðja barni okkar og ég ætlaði að skilja. Uppgötvaði svo sjálf í bataferlinu að það var ekki það sem mig langaði til að gera.
Nr 3 að bæta samskiptin, æfið ykkur að tala saman. Bara um daginn og veginn yfir kvöldmatnum. Mér finnst ekkert skrítið að það sé pirringur í samskiptunum með vandamál í kynlífinu og þú með kvíða. Mér þætti í raun óeðlilegt ef svo væri ekki.


En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarftu að finna út úr því með sjálfri þér hvað það er sem þú villt. Þú átt skilið að lifa því lífi sem þig langar til og njóta þess.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Kabumm | 26. sep. '15, kl: 14:22:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vá, flott svar!

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 14:55:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir flott svar :)
hann er fljótur að fá það. hann gerir sitt besta en ég næ samt ekki að njóta mín og þarf meira. ég stunda ekki sjálsfróun, allavegana hef ekki gert það lengi. ég fæ ekki fullnægingu en finnst sjálfsfróun bara notaleg hhahah er það ekki dáltið sorglegt hahha
já það er rétt, ég hef verið að gera hluti sem gera mig hamingjusama og það virkar alveg.
við tölum saman og oftast náum við að ráða úr hlutunum sem kemur heimilinu og krökkunum við. en þetta með ástina og hamingjuna með hvort öðru virðist koma og fara.

Myken | 26. sep. '15, kl: 20:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er eðlilegt að ástin sé að koma og fara..það er engin á rósrauðu skýi alltaf ...
Annað hvort geriru eitthvað í sambandinu ef það er vanda málið hvort sem það er að enda það eða vina í því  ( finnst að halda honum í sambandi sem þú getur ekki hugsað þér vera í vera eigingirni ) eða vinnu í því sem er að hjá þér ef það er vandamálið og svo gæti hitt komið þegar þér fer að líða betur

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

leonóra | 26. sep. '15, kl: 11:12:01 | Svara | Er.is | 1

Þú elskar hann ekki lengur og getur ekki talað við hann og vilt ekki hafa hann nálægt þér - en þú nennir ekki að standa í skilnaði.  Hvurslags prinsessa ertu ?   Ætlarðu að bjóða honum og börnunum upp á svona heimilislíf og ekki síst sjálfri þér.  Þú verður bara veikari og veikari ef þú "nennir" ekki að gera eitthvað í málunum.
Það er ekkert sældarlíf að vera einstæður með börn (tala af mikilli reynslu) en það er margfalt erfiðara að vera í óhamingjusömu hjónabandi (tala líka af mikilli reynslu) bæðu fyrir þig og börnin.

Dreifbýlistúttan | 26. sep. '15, kl: 13:17:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað er að frétta?

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 15:03:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

"nenni ekki" er kannski ekki rétta lýsingin. veit ekki hvernig ég á að orða það. kannski frekar að það er álag að skilja. en eins og fram hefur komið að það er þá bara fyrstu mánuðina. og það er einmitt það sem ég er að spá í. ég vil ekki vera að bjóða honum, mér og börnunum uppá þetta heimilislíf. og ég finn það alveg hvað allt verður afslappað þegar hann er ekki heima og hvað allt æsist upp þegar hann kemur. þetta er auðvitað allt spurning um viðhorf. kannski ákveða það að hætta að vera pirruð þegar hann er nálægt og hætta þessu bulli ? en svo kemur þetta allt upp á yfirborðið fattaru. þetta eru hugleiðingarnar mínar. svona eins og ég sé í afneytun og sópa þessu bara undir teppið og vona það besta.
en kannski finn ég það á endanum "núna er rétti tíminn" eins og þegar maður er búinn að vera í ógeðis vinnu endalaust og segir stopp.

sorry, hausinn á mér er á fullu hahha

Kaffibætir | 26. sep. '15, kl: 12:19:07 | Svara | Er.is | 7

Með 3 börn undir 7 ára og maðurinn vinnur mikið. Sorry finnst eðlilegt að þú sért pirruð og þreytt og það er skiljanlegt.
Í þínum sporum myndi ég byrja á sjálfri mér og byggja mig upp. Taka inn skemmtilega tómstund og hreyfingu, þegar þér er farið að líða betur taka þá ákvörðun um skilnað.

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 15:06:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk fyrir þetta. kannski vantar mér bara þetta, að vita að þetta sé allt saman eðlilegt miðavið aðstæður og afnvel er þetta spurning um að bíða og sjá til.

Kaffibætir | 26. sep. '15, kl: 18:35:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Við vorum með mörg ung börn um tíma og það var drulluerfitt að viðhalda rómantíkinni með kúkableyur, svefnlitlar nætur og veikindi, en almáttugur hvað það var mikils virðir.
Minnst einu sinni stundum tvisvar fórum við burt tvö ein og sintum okkur og það er eitt af því skynsamlegasta sem við gerðum.

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 19:35:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk :) takk æðislega :) þetta er alveg rétt hjá þér :)

Steina67 | 26. sep. '15, kl: 23:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Svo er bara drullu mikil vinna að "finna" ástina og rómantíkina aftur þegar börnin eldast

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Mjóna | 6. júl. '21, kl: 16:19:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju er það mikil vinna? Við eigum 18 og 21 árs börn, núna getum við gert hluti sem ekki var hægt áður þvi við vorum með ung börn og áttum ekki pening. Finnst svo æðislegt að fara í helgarferð til útlanda eða í bústað, út að labba, elda saman og allt mögulegt. Kynlífið aldrei betra því nú erum við ekki dauðþreytt eftir svefnlausar nætur.

Kveðjur
Mjóna

raudmagi | 26. sep. '15, kl: 15:26:28 | Svara | Er.is | 1

Ég myndi halda að þessi óhamingja væri tengd kvíðanum og þunglyndinu. Farðu til læknis strax og fáðu lyf eða enduskoða lyfin ef þú ert á. Ég fékk nakvæmlega svona tímabil og þú ert að lýsa en sem betur fer skildi ég ekki því að þegar ég var komin á rett lyf þá sá ég það að ég elskaði manninn minn mjög mikið og liður vel með honum. Þunglyndið og kvíðinn gerði það að verkum að mér leið almennt mjög illa og ég setti þá líðan of mikið á manninn minn.

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 15:46:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk :) já ég ætla að leita til læknis :)

Dalía 1979 | 26. sep. '15, kl: 18:30:17 | Svara | Er.is | 0

Ertu ekki bara þunglynd tekurðu inn kviðalyf 

orma mamma | 26. sep. '15, kl: 19:38:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég var á lyfjum en ég var svo syfjuð eða slow á þeim. var hálf dofin.

Myken | 26. sep. '15, kl: 20:10:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kannski önnur lyfjategund virki betur

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Dalía 1979 | 26. sep. '15, kl: 20:38:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

kanski þyrftirðu annað lyf þetta gæti tengst þunglyndi hja þer 

akvosum | 27. sep. '15, kl: 01:30:43 | Svara | Er.is | 1

mamma mín og pabbi skildu þegar ég var 9 ára og loftið heima var orðið mjög þunngt i endan hjá þeim og okkur og við vorum 4 systkyni, ég er á því að folk á ekki að vera saman ut af börnum en að sjálfsögðu er það floknara, þegar lýt yfir mörgum árin seina var þetta besta sem þau gerðu og þegar allt hefur reynt þá getur skilanður verið blessun

Airborn | 6. júl. '21, kl: 09:54:46 | Svara | Er.is | 0

Ég las allan þráðinn og langar til að vita hvernig þetta endaði Orma Mamma? Er á svipuðum tímamótum og veit ekkert hvað ég á að gera :(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Beinverkir Gunsmoke 17.9.2023 17.9.2023 | 08:15
Lindarholsskýrslan birt og enginn hefur áhuga. jaðraka 16.9.2023 16.9.2023 | 17:43
Hengja upp þvott eða þurkara? amhj123 28.8.2023 16.9.2023 | 15:59
laga þak mariac 16.9.2023 16.9.2023 | 15:49
er með iphone sima kolmar 15.9.2023
Spilið Kani??? sólarlag 8.12.2009 14.9.2023 | 09:41
ER ELVANSE TIL Í EINHVERJU APÓTEKI? TAKK Eagleson 11.9.2023 13.9.2023 | 11:38
Merki Dýrsins. Dehli 25.8.2019 13.9.2023 | 08:00
Ljós í mælaborði á WV Bora 2003 Unnsa6 4.9.2023 13.9.2023 | 06:15
Þá vitum við það. Það er víst ekki sjens að auglýsa lóðir einhverra hluta vegna. SPILLING.IS Hauksen 24.8.2023 13.9.2023 | 06:13
Barnateppi temmý 14.8.2013 12.9.2023 | 23:02
Reykjavíkurborg í miklum vanda og borgarstjórinn vill setja upp parísarhjól ! _Svartbakur 7.9.2023 12.9.2023 | 21:48
hvenær eru barnabætur greiddar? ellyh 17.1.2011 12.9.2023 | 15:33
Upplýsingar um lóir í Skammadal Mosó ? tégéjoð 26.8.2023 12.9.2023 | 10:22
Berjaspretta maaestro 8.8.2023 12.9.2023 | 02:56
Kírópraktor siggathora 4.9.2023 8.9.2023 | 09:40
Bremsuklossar og diskar. Verð f.skifti se 3.9.2023 7.9.2023 | 14:12
Hvar er til? cz 22.1.2008 7.9.2023 | 10:41
Flutningur á harmóníumi frá Akureyri til Reykjavíkur-tilboð GGBLAND 6.9.2023
Biluð Dúkka stubbur88 2.9.2023 3.9.2023 | 20:19
Lífið eftir hjartaáfall Janef 16.8.2023 3.9.2023 | 15:12
Setja gólfefni yfir annað gólfefni. Mrsbrunette 2.1.2012 3.9.2023 | 02:02
Umboð til að leyfa öðrum að skrifa undir pappíra? faxinn40 29.8.2023 2.9.2023 | 21:58
Kvarnir á eldhúsvaska leysa þetta leiðinlega verkefni að setja matarleyfar í sérstakan poka, _Svartbakur 21.8.2023 2.9.2023 | 21:42
Brúnu matarleyfa tunnurnar fyllast ad flugum og hvitum möðkum. _Svartbakur 2.9.2023 2.9.2023 | 15:16
Er í lagi að nota utanhússmálningu innanhúss? Begónía 30.8.2023 30.8.2023 | 22:57
Gardínur í eldhús glugga astridh 29.8.2023 29.8.2023 | 21:19
Ísaksskóli sigva 17.8.2023 28.8.2023 | 06:07
Límmiðaprentari reikniv123 10.8.2023 28.8.2023 | 06:06
Salan á Íslandsbanka - svipuð vinnubrögð og voru í bankhruninu _Svartbakur 26.6.2023 27.8.2023 | 14:11
Bílastæði til leigu! kimma 26.8.2007 26.8.2023 | 20:00
Árið 2022 - jú næsta ár. Hvernig er staða Íslands ? _Svartbakur 21.11.2021 26.8.2023 | 07:00
Símaland í Ármúla - Frábær þjónusta glerbrot 28.7.2004 25.8.2023 | 04:41
Íbúð til leigu nærri miðborginni. _Svartbakur 22.8.2023 25.8.2023 | 03:51
spamm linkar 2023 tlaicegutti 24.8.2023 25.8.2023 | 01:18
Nýjar tillögur um húsa­leigu­lög­un­um jaðraka 23.8.2023
Thema Nuova honeyfox 8.2.2014 23.8.2023 | 08:53
Óbærilegur hiti víða í Evrópu. _Svartbakur 22.8.2023
þriðjudagstilboð Jósep Jakobsson 22.8.2023
ekki tannlæknir í Miðstræti , dentist on Miðstræti street gonee kris88 17.8.2023 21.8.2023 | 13:48
áGjaldþrota fyrirtæki sem aldrei hefur sýnt neitt framtak af viti með tekjuhán forstjóra. jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:34
Sorphirðan í Reykjavik jaðraka 20.8.2023 20.8.2023 | 15:23
Vandræði alltafmamman 18.8.2023 19.8.2023 | 16:04
Nafnalisti Maxamil 22.3.2011 19.8.2023 | 14:37
Kynblinda sbr Lesblinda jaðraka 13.8.2023 19.8.2023 | 07:23
Myndir úr þæfri ull olla2 18.8.2023
Flott fyrstu kaup Start 12.8.2023 17.8.2023 | 17:04
Ömurleg comment á bloggum Austurgella 9.10.2005 17.8.2023 | 03:48
Expedia Erna S 14.8.2023
Jæja Guðmundur VG ráðherra vega félagsmála - hann er jú utan gátta. jaðraka 14.8.2023
Síða 8 af 47950 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Guddie, tinnzy123, Kristler, Bland.is, annarut123, Paul O'Brien, paulobrien