ok nú er ég forvitin - er þetta rasismi? hvert er ykkar álit??

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 12:58:30 | 1485 | Svara | Er.is | 0

Á fb bt er verið að rökræða um rasisma. Þar er einhver sem vill fá sér fléttur (þessar mini) í hárið en einhver segir að það sé rasískt af því að það er úr sögu svartra kvenna og eitthvað fleira. Segir að þetta sé cultural appropiation. Segir að setja í sig fléttur sé alveg jafn slæmt og blackface. Finnst ykkur það vera það? Önnur segir svo að það sé slæmt því hvítt forréttindafólk býr til trend úr því sem aðrir eiga.
Þá fer ein að segja hvað með kimono golluna frá japan sem er svo vinsæl núna, henna því indverjar komu með það, eyeliner útaf egyptum og so on.. 


Ég man ekki nákvæmlega hvað var sagt en þetta er svona nálægt því. En hvað finnst ykkur um þetta? 


Plís nenniði að gera langt og skemmtilegt drama um þetta því mér leiðist:) haha 
Þið HLJÓTIÐ að hafa einhverja skoðun á þessu. Ég eiginlega veit ekki sjálf hvaða skoðun ég hef. Finnst þetta að hluta til satt og hluta til vera of mikið og jafnvel ekki hjálpa í baráttunni við rasismann. Eða ég veit það ekki.


Ég eiginlega hugsa til hryllingi um það að mér finnst kimono gollan flott og hefði viljað svoleiðis en aðrir hefðu horft á mig sem rasista fyrir það. Ég eiginlega veit ekkert hvað má og hvað ekki lengur.

 

Louise Brooks | 29. júl. '15, kl: 13:07:31 | Svara | Er.is | 20

Ó mæ god hvað þetta er kjánalegt. Þetta er hárgreiðsla for kræíng át lád. 

,,That which is ideal does not exist"

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 13:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en þessi hárgreiðsla kemur frá svörtum konu og þær hafa orðið fyrir rasisma útaf hárinu á sér en hjá hvítum konum er þetta trend og flott af því að þær eru hvítar. Eða þannig eru rökin.

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og hvað?

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 21:17:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

og ekki neitt? nema þú viljir bæta einhverju við.. 

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 18:56:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rasisma út af hárinu á sér?

veganöfgafemínisti

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 21:17:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já einhverjar þarna segja það. Því þær eru með svo erfitt hár og notuðu flétturnar til að ráða við það eða eitthvað í þá áttina

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 21:36:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Hvenær verður einelti að rasisma og hvenær verður rasismi einelti?

veganöfgafemínisti

raudmagi | 30. júl. '15, kl: 11:01:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mér finnst þetta svipað og setja röndótt yfir myndina á sér á fésinu til stuðnings samkynhneigðum. Það er alveg hægt að líta á flétturnar sem stuðning við svartar konur.

presto | 2. ágú. '15, kl: 11:40:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rök?

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 13:15:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það sama með kimono golluna. Hvítir græða á menningu annarra. Ég væri til í að fá lista yfir hvað má og hvað má ekki lengur varðandi rasisma

bdi | 30. júl. '15, kl: 09:50:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En þegar japanar selja þetta sjálfir og græða á því?

bdi | 30. júl. '15, kl: 09:51:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Já og lopapeysan þótti nú lúðaleg herna einu sinni, eru ferðamennirnir ekki bara rasistar að kaupa af okkur lopapeysur? Eru þeir bara að gera grín að okkur?
Heimskulegt!

Felis | 30. júl. '15, kl: 10:18:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

hafa íslendingar einhverntíman orðið fyrir aðkasti fyrir að vera í lopapeysum? 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

raudmagi | 30. júl. '15, kl: 11:03:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Íslendingarnir notuðu lopapeysurnar sérstaklega af því þeir voru fátækir og þetta var efni sem þeir gátu unnið með litlum kostnaði áður en við komumst upp úr moldarkofunum.

Felis | 30. júl. '15, kl: 12:54:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

það sem er almennt kallað íslenskar lopapeysur er fyrirbæri sem kom fram eftir að við komumst upp úr moldarkofunum. 


Anyway þá er þetta ekki svar við spurningunni þar sem að fátækt er ekki það sama og aðkast. 

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Helvítis | 30. júl. '15, kl: 18:59:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Og við lærðum af norsurum.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

T.M.O | 30. júl. '15, kl: 13:05:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Íslenska lopapeysan er hönnun frá miðri síðustu öld sem var stolin og stílfærð frá grænlensku munstri.

Helvítis | 30. júl. '15, kl: 18:59:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mig minnir endilega að það hafi verið norskt frekar en grænlenskt.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

T.M.O | 30. júl. '15, kl: 19:26:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Norsku peysurnar eru allt öðruvísi

Helvítis | 30. júl. '15, kl: 20:10:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já, ég veit það.

En við lærðum samt að prjóna af þeim.

_______________________________________________
Snjóflóð..

https://scontent-lhr3-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xtf1/v/t1.0-9/11846777_10153647360716435_3445424888195937400_n.jpg?oh=0c986fd0aeb2bbc7e985842e4230f20e&oe=567F6BFB

ert | 30. júl. '15, kl: 20:12:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Talið er að prjónakunnátta hafi borist til Íslands á 16.öld með enskum, þýskum eða hollenskum kaupmönnum sem sigldu reglulega hingað til lands. Líklegt þykir að þýskir kaupmenn hafi átt þar stærstan hluta að máli. Hér á landi náði prjón strax mikilli útbreiðslu og kann meginástæðan að vera sú að miklu fljótlegra var að framleiða ullarvarning með þessu nýja verklagi heldur en í kljásteinsvefstólum sem þá voru notaðir til að vefa vaðmál til fatagerðar. Samt sem áður voru kljásteinsvefstólar í notkun allt fram á 19. öld.

http://www.istex.is/islenska/frodleikur/frodleiksmolar/saga-prjons/

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Kattarskott | 1. ágú. '15, kl: 10:45:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hér er ágæt grein um uppruna peysunnar sem er hönnuð undir bæði grænlenskum og norksum áhrifum http://harpa.blogg.is/2010-12-26/hin-eina-sanna-eskimo-peysa-i-tilefni-80-ara-afmaelis-3/

fálkaorðan | 29. júl. '15, kl: 16:42:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó mæ god hvað þú ert kjánaleg.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 18:56:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

For crying outloud people get a life.

veganöfgafemínisti

evitadogg | 29. júl. '15, kl: 13:34:24 | Svara | Er.is | 2

Já ég hef séð svona umræður líka og veit ekki alveg hvað mér finnst. Mér finnst eiginlega eitt að fara í grímubúning og vera svört kona eða whatever (ekki viðeigandi) og annað þegar flíkur með vísun í aðra menningu komast í tísku. En eg skil samt alveg þessa umræðu, ég hef ekki upplifað það a eigin skinni að vera hluti af minnihlutahópi þar sem forfeður mínir voru jafnvel myrtir/hnepptir í þrældóm fyrir það eitt að tilheyra þessum hópi og á erfitt með að setja mig í þeirra spor. Eg spurði einu sinni mexíkóska vini mína út í þetta en ég klæddi mig sem Frida Kahlo sem eg held mikið uppá og einu sinni sem La Catrina. Einum fannst þetta frábært og gaman en annar sagði að hannværi ekki alveg viss hvaða tilfinningar hann hefði til þessa en upplifði þetta samt ekki endilega neikvætt því hann vissi hvaðan þetta kom hjá mér, semsagt af fullri virðingu og af því að ég er hrifin af mexíkóskri menningu, ekki gripið afbakaða poppmynd af menningunni. Kann eiginlega ekki að útskýra þetta öðruvísi.

Máni | 29. júl. '15, kl: 13:43:42 | Svara | Er.is | 11

Mér finnst þetta rosalega áhugavert en tel mig sem hvít forréttindakona ekki til þess bæra að skilgreina hvað telst menningarstuldur og hvar mörkin liggja. Mér finnst það vera minnihlutahópanna að gera það og mitt að fræðast, skilja og meðtaka.

minx | 29. júl. '15, kl: 13:45:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Algjörlega sammála.

evitadogg | 29. júl. '15, kl: 13:47:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Haha við eiginmaðurinn forum að ræða þetta ut fra umræðunni og eg orðaði þetta nanast alveg eins við hann. Er semsagt sammala ;)

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 14:30:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En ef minnihlutahóparnir eru ósammála? En hvernig áttu að vita hvort þetta má eða ekki ef það er ekki mikið talað um þetta?

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:47:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það er ekki hægt að "stela" menningu. Eðli menningar er að hún breiðist út og breytist. 


Það "á" enginn tiltekna hárgreiðslu. Skárra væri það nú. 

tóin | 29. júl. '15, kl: 13:48:31 | Svara | Er.is | 14

Ég held að fólk sé að missa sig í tóma vitleysu í þessari umræðu.

fálkaorðan | 29. júl. '15, kl: 16:43:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þú ert sérstaklega vel til þess fallin að dæma um þessa hluti verandi hvít forréttinda pía.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tóin | 29. júl. '15, kl: 17:08:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Ég er ekkert sérstaklega vel til þess fallin að dæma um eitt né neitt í sjálfu sér og hversu hvít eða ekki hvít ég eða mitt fólk eða mínir vinir og samstarfsmenn eru breytir engu um það að hárgreiðsla er ekki kynþáttamál og algerlega út úr kú að blanda rasisma inn í þá umræðu.

sesamfræ | 30. júl. '15, kl: 09:58:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er hárgreiðsla ekki kynþáttamál? Hvernig geturðu fullyrt um það? Það hafa verið gerðar heimildamyndir um tabúið sem fylgir „svörtu“ hári og þetta er reyndar mjög stórt mál fyrir marga. Ég legg til að þú fræðist aðeins um málið, það er hægt að finna helling um þetta með léttu gúggli.

tóin | 30. júl. '15, kl: 11:08:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég þarf ekki að fara út fyrir fjölskylduna mína til að fræðast um "svart" hár - ég held hins vegar að hugtakið fjölmenning sé algjörlega týnt í þessari umræðu.

Mér finnst öllu merkilegra að það er næstum því ómögulegt að finna t.d. dúkkur hér á landi sem eru með "svart" hár eða "asískar" - þær sem eru á annað borð ekki bleik-hvítar á litinn eru sköllóttar (ég hef þó ekki skoðað hverja einustu dúkku sem fæst á landinu).

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:55:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Er það ekki alveg eins menningarstuldur þegar svartar konur slétta á sér hárið?

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 18:57:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Já sammála og sérstaklega þessi fálkaorða sem þykist vita eitthvað.

veganöfgafemínisti

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 29. júl. '15, kl: 13:56:57 | Svara | Er.is | 7

Mér finnst ekki rasismi að kunna að meta menningu annara kynþátta


Það er hins vegar rasismi að hreinlega stela menningu og segja að hún sé eftir hvíta listamenn


Svo nei, það er ekki rasismi að hvít kona vilji fá sér hárgreiðslu sem er uppruninn í menningu svartra en það væri rasismi að halda því fram að hvítir hefðu fundið upp hárgreiðsluna eða eitthvað

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

1122334455 | 29. júl. '15, kl: 14:29:15 | Svara | Er.is | 5

Mér finnst að fólk eigi að vera ánægt með það að aðrir menningarhópar séu hrifnir af þeirra menningu (hvort sem það er í hári, mat, fatnaði eða öðru) og vilji bera hana stoltir. 
Ég get samt alveg skilið hitt sjónarmiðið, en mér finnst það bara svo langsótt.

Herra Lampi | 2. ágú. '15, kl: 05:50:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já en svo er sama fólkið sér t.d. asíska manneskju í kimono og gerir grín að þeim.

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

lagatil | 29. júl. '15, kl: 14:58:01 | Svara | Er.is | 2

Er ekki rasismi að ganga með hàrkollur.
Bara krabbameinssjúkir eða veikt fólk mà nota þær.

Tjelsí | 29. júl. '15, kl: 15:47:48 | Svara | Er.is | 1


 

 

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:56:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Jahá, svo að allir sem borða búrrító eða tælenskan mat eru að "stela" menningu. Heimskan tíður ekki við einteyming. 

PassionFruit | 29. júl. '15, kl: 16:37:19 | Svara | Er.is | 0

Hvað finnst ykkur um ef þið ættuð barn með hvítum ameríkana og móðir ykkar væri að spjalla við ykkur yfir kaffibolla og væri að tala um mann í næsta húsi við sig sem væri hálfur ameríkani og segði, já hann er ástandsbarn. Þetta er þekktur maður í þjóðfélaginu, finnst ykkur þetta ekki lykta af fordómum og biturleika? Og btw hún segir þetta fyrir framan barnið líka...

amazona | 29. júl. '15, kl: 17:11:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Móðir þín er barn síns tíma og talar það málfar sem að hún ólst upp við.

nerdofnature | 29. júl. '15, kl: 22:35:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst það ekki skipta máli hvort hann sé þjóðþekktur eða ekki.
Svo skiptir máli hvort hann sé í alvöru ástandsbarn eða hvort hún fullyrði það bara af því að hann er hálfur kani.
En sama hvað, þá finnst mér það ekki rasískt. Gæti verið móðgandi fyrir manninn sjálfan en sé ekki af hverju ég, með mitt hálf ameríska barn, ætti að taka það nærri mér. Nema ég hafi eignast það með amerískum hermanni sem hafi svo farið til baka og skilið mig eftir.

Catalyst | 3. ágú. '15, kl: 01:44:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju tekuru fram að hann sé hvítur ameríkaninn sem þú átt barn með?
En allavega, afi minn er ástandsbarn. Þannig er það bara og ekkert móðgandi við það. Móðir hans varð ólétt eftir ameríkana, fæddi afa minn og fór svo (skildi hann eftir). Ameríkaninn kom um tíma og heimsótti hann og til að byrja með var sagt að hann hafi ætlað að taka hann með sér til Ameríku. En svo hætti hann að koma og þegar hann var nokkra mánaða var hann ættleiddur.

fálkaorðan | 29. júl. '15, kl: 16:42:36 | Svara | Er.is | 6

Það er ekki okkar sem hvítra forréttindapésa að gagnrýna þegar að aðrir menningarhópar tala um menningarstuld. Það er yfirmáta hrokafullt.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 17:04:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

En ef þeir tala ekki um það heldur hvíta fólkið?

fálkaorðan | 29. júl. '15, kl: 17:20:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvítir meiga alveg tala um menningarstuld og vera meðvitaðir.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:56:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 12

Þannig að þú borðar bara íslenskan mat?

þreytta | 31. júl. '15, kl: 22:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

hvernig er það menningarstuld að flétta á sér hárið?

Sinni | 29. júl. '15, kl: 17:15:30 | Svara | Er.is | 12

Mér finnst þetta frekar hallærislegt!
Finnst þetta svolítið viðhalda steríótýpum!

Bara hvítir bandaríkjamenn mega vera í köflóttum skyrtum (kúrekar)
Bara Fólk frá Asíu má vera í Kimono
Bara svart fólk má vera með fastar fléttur!

Bara þeir sem hlusta á Reggae mega vera með dredda...?


Persónulega finnst mér þetta vera leið til að halda öllum í sínum kassa.


* Já, ég veit að hvítir eru með mestu forréttindin - en það breytir því ekki að við eigum okkar menningu.  Má semsagt bara taka hluti úr meirihlutahópa en ekki minnihlutahópa? *

Ég vildi helst að allir myndu vera eins og þeim líður best!  
Ég t.d. hef verið með svona fléttur og þótti mjög fallegt.  Ég hef verið í Kimono.  Ég elda asískan, indverskan, ítalskan og ALLSKONAR mat.  Ég geng í allskonar fatastílum og ér er mjög sátt í eigin skinni.

Tjelsí | 30. júl. '15, kl: 04:08:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er ekki málið að það megi ekki njóta kúltúrs sem er ekki hvíta fólksins, en á meðan við njótum kúltúrs fólks án þess að virða fólkið sjálft, þá erum við að stuðla að cultural appropriation. T.d. á meðan svart fólk er síður ráðið í störf þegar þau eru með sitt náttúrulega hár (afró, eða dredda og fléttur, sem er þeirra leið til að maintaina hárinu sínu), en það telst rosa svalt þegar hvítt fólk er með svona hárgreiðslu (um daginn var frétt um Kylie Jenner og hennar "awesome og edgy cornrows) að þá er ekki í lagi að við hvíta fólkið tökum bara það sem okkur hentar úr kúltúr annarra kynþátta.

Sinni | 30. júl. '15, kl: 09:07:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Auðvitað.  En þeir sem eru að mótmæla hér eru ekki að dæma aðra.  Auðvitað er rasismi vandamál, en ég held að þetta sé bara ekki hluti af því.
(eða amk virkilega lítill hluti sem á einungis við um fáa)

Sinni | 30. júl. '15, kl: 09:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

*úps, ýtti á enter óvart*  EN það sem ég ætlaði að bæta við var að þeir sem ekki ráða inn svarta manneskju með fléttur en ræður hvíta með eins fléttur - þá held ég að vinnuveitandinn hafi því miður horft á húðlitinn, en ekki hárstílinn!

Allegro | 29. júl. '15, kl: 17:23:33 | Svara | Er.is | 3

Vona ekki. 


Persónulega finnst mér jákvætt þegar fólk, siðir, menning og jafnvel trúarbrögð blandast. En ég skil samt vel pælinguna.

Silaqui | 29. júl. '15, kl: 17:28:47 | Svara | Er.is | 9

Tja, ég bara veit ekki.
Það sem mér finnst hins vegar almennt er að það væri afskaplega fátt sem við islendingar mættum taka okkur fyrir hendur ef þessari hugsun væri fylgt út i æsar. Það er bara svo afskaplega margt í okkar dægurmenningu komið úr bandarískri blökkumenningu.
Það má líka velta því fyrir sér hvort það sé gott að aðskilja fólk á þennan hátt. Ef að íslenskar konur mega ekki vera með afrófléttur, mega karlmenn frá Senegal þá vera í lopapeysum? Þó að fólk eigi auðvitað að sýna menningu annars fólks virðingu og stíga varlega til jarðar, ætti að vera í lagi að sjóða ólíkar stefnur saman og alger aðskilnaðarstefna getur varla stuðlað af auknum skilningi milli fólks.
Svo er það líka varhugavert að skella fólki, sem kannski hefur ekkert margt sameiginlegt, saman í hóp og ákveða fyrir þann hóp hvað hann þolir. Til dæmis er "svart fólk" aldeilis fjölbreyttur hópur, frá mörgum löndum og með fjölbreitta menningu sem sum hver (og kannski bara flest) er minnst byggð upp á húðlit þeirra. Það er varla hægt að fullyrða nokkuð um þau sem hóp.
En það er vissulega áhugaverð pæling af hverju fólk sækist í að vera með hárgreiðslu sem líklega var helst hugsuð sem hægðarauki fyrir konur með erfitt hár. Það er líka áhugavert af hverju mér (eins og mörgum öðrum) finnst þessi hárgreiðsla hjákátleg á slétthærðum einstakling, en finnst ekkert athugavert við að sjá konu með afrískar krullur vera með snúð í hnakkanum eða slétt slegið hár.
Æji, það er svo margt til í þessu og bara afskaplega hollt að pæla svona fram og til baka.

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 21:20:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Þegar ég hugsa um þetta þá er ég að hugsa um eins og aðskilnaðarstefnu. Frekar en að leyfa öllu bara að blandast. Ég allavega held að þannig losnum við frekar við rasisma heldur en að tipla á tám.

Andý | 29. júl. '15, kl: 17:48:04 | Svara | Er.is | 12

Mér finnst þetta fyndið. Og nei mér finnst þetta jafnmikill rasismi eins og hrísgrjónin og karríið sem ég var að troða í mig

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

Andý | 29. júl. '15, kl: 17:55:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

https://41.media.tumblr.com/tumblr_m8ifck0Wnz1r5n4fqo1_500.jpg

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:57:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Þú ert menningarþjófur. Sem Íslendingur máttu bara borða kindakjöt, fisk og súrmat. 

Andý | 30. júl. '15, kl: 13:11:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Borðiggidýr. Væri þér sama ef ég borða bara sænsk bláber?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

ID10T | 30. júl. '15, kl: 18:13:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei þú mátt bara borða íslensk fjallagrös

Vasadiskó | 29. júl. '15, kl: 18:15:05 | Svara | Er.is | 3

Til að skilja cultural appropriation finnst mér gott að horfa á umrædda hluti í stærra samhengi. Ef við tökum smáflétturnar sem dæmi, þá lítur dæmið svona út: Þetta er hárgreiðsla sem svart fólk í ýmsum löndum hefur notað í þúsundir ára. Greiðslan hentar vel í fínkrullað hár og er þægileg af því hún getur enst í margar vikur með góðri umhirðu. Hvað er þá vandamálið? 
Vandamálið er að í vestrænum samfélögum hefur lengi verið litið niður á fínkrullað (afrískt) hár og hefðbundnar hárgreiðslur sem henta vel í þannig hár. Margar slíkar hárgreiðslur voru t.d. bannaðar í bandaríska hernum á tímabili af því þær þóttu ekki "snyrtilegar", og eins hafa svona bönn verið sett í reglur um klæðaburð á venjulegum vinnustöðum, sjá t.d. þessa grein  http://www.nytimes.com/2014/05/01/opinion/when-black-hair-is-against-the-rules.html?_r=0
Eins og minnst er á í greininni hefur svart fólk í Bandaríkjunum beinlínis þurft að berjast fyrir því að borin sé virðing fyrir hárgreiðslum sem henta þeirra hári. Þá finnst mér ekkert skrýtið að fólk verði alla vega örlítið pirrað þegar greiðslan kemst skyndilega í tísku hjá hvítu fólki sem pælir ekkert í sögunni á bak við þetta.

noneofyourbusiness | 29. júl. '15, kl: 18:58:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

En hvað með mexikanska matinn? Er skiljanlegt að hann sé´bannaður líka?

Vasadiskó | 29. júl. '15, kl: 20:53:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég veit ekki til þess að mexíkanskur matur sé bannaður. Hvað áttu við?

noneofyourbusiness | 31. júl. '15, kl: 02:57:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kemur fram í hlekknum sem var bent á að það að hvítt (ekki spænskt) fólk borði mexíkanskan mat sé menningarstuldur. 

T.M.O | 31. júl. '15, kl: 22:57:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

á ákveðnum veitingastað er skellihlegið að mér ef ég byrja að borða með prjónum og mér er réttur gaffall með tilþrifum, ég upplifði þetta sem kunningjagrín en hann er greinilega í rusli innra með sér að horfa fá mig stúta menningararfinum hans.

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 18:59:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Æ þetta er bara væll maður.

veganöfgafemínisti

Vasadiskó | 29. júl. '15, kl: 21:16:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég hefði átt að byrja á því að vitna í þetta:
"Appropriation occurs when a style leads to racist generalizations or
stereotypes where it originated but is deemed as high-fashion, cool or
funny when the privileged take it for themselves. Appropriation occurs
when the appropriator is not aware of the deep significance of the
culture that they are partaking in." - Amandla Stenberg.
Held að þetta sé það sem skiptir mestu máli - skilningur, þekking og virðing er það sem skilur milli "cultural appropriation" og "cultural exchange".

Rauði steininn | 29. júl. '15, kl: 22:00:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En er ekki fint að allir sem vilja noti þessa greiðslu þannig verður hun ekki óviðeigandi.

Vasadiskó | 29. júl. '15, kl: 22:20:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Ég held það sé að minnsta kosti gott fyrir okkur að pæla aðeins í af hverju það að allir noti einhverja greiðslu, sem var áður bara notuð af ákveðnum minnihlutahópi, geti gert það að verkum að greiðslan verði minna "óviðeigandi". Ég er mjög hlynnt því sem flestir fræðist um mismunandi menningarheima og menningarkima, því fordómar þrífast í fáfræði og einangrun, en mér finnst mikilvægt að fólk geri sér líka grein fyrir því að menningarheimar/kimar standa ekki allir jafnfætis í heiminum eins og hann er í dag.

Bella C | 30. júl. '15, kl: 00:10:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég er búin að vera lesa mér aðeins til um þetta og yfirleitt í kommentum við pistlana talar fólk um að það sé ekki það að hvítir megi ekki vera með svona hárgreiðslu, heldur það að hvítar konur fá "viðurkenningu" fyrir að vera með svona greiðslu á meðan það er sett út á svartar konur fyrir að vera með eins samanber Kylie Jenner vs. Zendaya og dreadlocks. Eða þegar hvítar konur fá heiðurinn af því að hafa komið þessar greiðslu í tísku þegar raunin er að svartar konur hafa verið með þessa greiðslu í fleiri ár.

Vasadiskó | 30. júl. '15, kl: 10:29:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, þetta með lokkana sem Zendaya var með var alveg fáránlegt. Hún var rosa flott.

alboa | 30. júl. '15, kl: 00:41:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 11

Það má samt ekki ganga svo langt að ákveða að kúgun og ranglæti svartra í Bandaríkjunum sé saga og menning allra svartra einstaklinga í heiminum. Margir Íslendingar eru t.d. að láta gera þessar greiðslur í sig á Spáni og jafnvel við Miðjarðarhafið sem hafa lítið sem ekkert með sögu svartra í BNA að gera.

Þó BNA telji sig vera upphaf og endirinn af heiminum er það samt ekki svo.

kv. alboa

Vasadiskó | 30. júl. '15, kl: 10:36:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta trend er samt sem áður að koma til okkar frá Bandaríkjunum núna. 

Litla Svarta Perlan | 29. júl. '15, kl: 18:55:54 | Svara | Er.is | 1

Já sæll er ekki í lagi?

veganöfgafemínisti

nennskiggi | 29. júl. '15, kl: 19:00:18 | Svara | Er.is | 1

Æj

nennskiggi | 29. júl. '15, kl: 19:00:51 | Svara | Er.is | 0

Æj

Medister | 29. júl. '15, kl: 19:12:07 | Svara | Er.is | 6

Þvæla. Og þær sem eru akkúrat að flétta hvíta fólkið t.d á ferðamannastöðum, eru kolandi svartar. Virðist ekki pirra þær mjög mikið.

Alpha❤ | 29. júl. '15, kl: 21:23:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

já það er það sem ég var að hugsa líka. Ég hef margoft farið erlendis þar sem var verið að flétta túristana og þetta voru allt svartar konur sem gerðu þetta. 
ætli þetta sé ekki meira útaf svörtu fólki í usa frekar en annarsstaðar? útaf sögunni þar. Semsagt þessi aðskilnaðarstefna sem virðist enn vera í gangi nema að öðru leyti. 

GrouchoMarxisti | 29. júl. '15, kl: 21:50:55 | Svara | Er.is | 4

Að vera á móti því að fatnaður eða hárgreiðslur eða tónlist blandist milli menningarheima er í raun að vera á móti fjölmenningu. Það er skiljanlegt að vera á móti þessu ef fólk er að gera þetta í einhverju gríni eða sem partur af grímubúning. Það getur verið niðrandi.

Kaffinörd | 29. júl. '15, kl: 22:24:52 | Svara | Er.is | 1

Ruglið. Og Dionne Warwick dragið hjá Páli Óskari var þá líka rasismi ?

GrouchoMarxisti | 30. júl. '15, kl: 00:32:10 | Svara | Er.is | 4

Hef tekið eftir því að sumt fólk virðist halda að Japanir séu kúguð fyrrverandi nýlenda þegar þeir voru í raun nýlenduherrar og með þeim grimmustu.

miramis | 30. júl. '15, kl: 06:55:07 | Svara | Er.is | 4

Það er augljóst að,fæstir hér skilja um hvað málið snýst. Frekar sad að lesa þessi komment hér, sum svo bara beinlínis heimskuleg.

Tjelsí | 30. júl. '15, kl: 17:51:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sammála. Það er ekki okkar að ákveða hvort að það sem minnihlutahópum finnst ekki í lagi sé rétt eða rangt.

sigmabeta | 30. júl. '15, kl: 20:45:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Það ákveður enginn skoðanir annarra. En að láta skoðanir annarra stjórna manni af litlu tilefni er ekkert sjálfsagt. Eiginlega bara kjánalegt.

bdi | 30. júl. '15, kl: 09:49:26 | Svara | Er.is | 2

Hvaða rugl er þetta? 
Hvernig getur það verið niðrandi að taka það sem manni þykir flott og gera slíkt sjálfur? 
Kannski eftirherma en tilgangurinn er að vera flottur, gera það sem viðkomandi líkar. 
Mér finnst þetta átakanlega heimskulegt og varla svara vert. 

randomnafn | 30. júl. '15, kl: 10:07:24 | Svara | Er.is | 4

Get ekki séð af hverju ein þjóð eða einn kynþáttur ætti að hafa rétt á tísku frekar en mat eða öðru sem tekið er upp.
Enginn skráður höfundaréttur þar.
ef þ
Held þetta sé algjört túlkunaratriði og persónubundið og fer eftir umhverfi og heimsýn þinni.
Það er líka hægt að líta á þetta sem virðingu gagnvart svörtum ef út í það er farið.

Svo er annað mál hvort fólki þyki þetta flott eða ekki en fólk ætti að fá að gera það sem það vill.
Nema þetta sé manneskja sem sýni oft rasíska hegðun þá kemur þetta klárlega út eins og e-ð diss á svart fólk en ef þetta er e-ð sem hún ætlar að vera með í dálítinn tíma þá sé ekki annað að þetta sé bara hennar mál og ef henni þykir þetta töff þá af hverju að finnast það asnalegt að hún sé með þetta.

Við tökum upp allskonar tísku hvaðan af úr heiminum (er svo lítið inn í tísku ég man ekki nöfn eða nákvæm dæmi þó ég gæti líklegast gúgglað það) og það er hvorki diss né stuldur eða rasísk hegðun að neinu leyti.
Sumt er meira bundið við ákveðin þjóðerni og jafnvel litarhaft (eins og Löer frekar mikið bundið við Austurlönd fjær https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/5/53/TraditionalChineseWeddingDress.jpg ).

En jabb kjarninn frá mér kominn:
Kynþættir hafa ekki einkarétt á hár-stíl, fötum eða slíku og að vera með slíkt ætti ekki að flokkast sem rasískt nema manneskjan sýni oft rasíska hegðun og væri líkleg til að dissa fólk með þessum hætti.

raudmagi | 30. júl. '15, kl: 10:59:02 | Svara | Er.is | 2

Mér finnst það frekar vera jákvætt að taka upp það sem manni finnst fallegt í annari menningu. Skil ekki hvernig það getur verið rasismin að viðurkenna að manni finnist litla fléttur fallegar bara af því að það kemur úr annari menningu. Myndi frekar telja það sem stuðning.

Tjelsí | 30. júl. '15, kl: 17:54:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ekki rasismi, cultural appropriation. En það er vegna rasisma sem cultural appropriation er ekki í lagi. Á meðan samfélagið samþykkir hluti úr kúltúr annarra þjóða en er samt enn fordómafullt gagnvart fólkinu sem hlutirnir koma frá, þá er það ekki í lagi.

Alpha❤ | 30. júl. '15, kl: 20:58:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

en ef manneskjan er ekki fordómafull gagnvart fólkinu?

þreytta | 31. júl. '15, kl: 23:03:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En hvernig breytir maður samfélaginu? Ég mundi halda að samfélagi einmitt breytist um leið og allir hafa tekið eitthvað í sátt og opin umræða. 

randomnafn | 1. ágú. '15, kl: 04:23:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég hugsa að fólkinu sem að vill vera með fléttaðar krullur, eða í kínverskum silki-kjól eða annað sé yfirleitt ekki haldinn fordómum gagnvart öðrum kynþáttum.
Hugsa að þetta sé ekki algeng "mótmæla-aðgerð" þeas ef þú færð þér "svertingja-fléttur" þá ertu líklega ekki rasisti.
Ef þú ert rasisti og ert með e-ð sem kemur úr menningu frá dökku fólki þá kemurðu út í mínum augum sem anti-racist þó þitt potential sé annað.

Tjelsí | 1. ágú. '15, kl: 05:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég tek eitt dæmi: Einstaklingurinn ekki sjálfur rasisti, en hann er óvitandi að styrkja gróða hvíta mannsins á kúltúr annarra kynþátta eða þjóða með t.d. að fara í yoga. Ég ætla að quota úr greininni sem ég póstaði hér neðar:


The sweeping trend of yoga in  the  US is an example of this.

Did you know yoga was once banned in India as part of the “racist and orientalist narratives”  that characterized Indians as perverse heathens who had to conform to Western ways? The bands of yogis who resisted  the ban rose up to challenge the oppressive British rule.

These days, it seems like yoga’s everywhere, and practitioners don’t have to challenge the rules of the government to reach it. It can bring up some sensitive feelings to say that non-South Asian people who do yoga are appropriating culture, because the practice benefits many people throughout the US.

But you know who’s not benefiting from the commercialization of yoga like middle class white women are? The South Asian people for whom yoga has a deep cultural and religious significance.

A touching moment in this discussion with South Asian yoga teachers  from South Asian Art & Perspectives on Yoga and America (SAAPYA) shows one woman’s tearful explanation of how the elders in her community don’t have access to the yoga studios dominating the industry of a practice so important to them.

Nói22 | 1. ágú. '15, kl: 06:47:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Oh for the love of god. Öllu er nú hægt að reyna að snúa upp í rasisma. Sjitt.

Pippí | 1. ágú. '15, kl: 07:33:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Slakaðu á, það er enginn að kalla þetta rasisma það er meira að segja tekið fram í byrjun.

Það er hinsvegar bara allt í lagi fyrir okkur sem höfum aldrei þurft að berjast fyrir menningu okkar og tilverurétti að vera bara pínulítið meðvituð um þá hluti sem við erum að fá lánaða úr öðrum menningum.

ID10T | 1. ágú. '15, kl: 08:12:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Hvorki ég né forfeður mínir stóðu fyrir því að gera þessar þjóðir að nýlendum og arðræna þær, ég þarf því ekki að svara fyrir þetta eða að fá eitthvað sérstagt samviskubit yfir þessu.

Pippí | 1. ágú. '15, kl: 09:05:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Hvaða svaka vörn er þetta? Það er enginn að biðja þig að svara fyrir eitt né neitt eða fá eitthvað samviskubit. 
Er bara ómögulegt að hugsa sér að sýna öðru fólki virðingu?

Það er bara allt í lagi að þegar maður er að taka hluti úr menningu annara að á sama tíma gera sér grein fyrir og viðurkenna að það fólk hefur þurft að berjast fyrir (og þarf oft enn) því að þeirra menning sé jafn metin okkar eða annara sambærilegra. 

Við erum í þeirri forréttindastöðu að geta valið og hafnað því úr menningu þeirra sem að okku hentar. Við getum tekið það sem okkur hentar en þurfum ekki takast á við erfiðleikana sem því fylgja. Er svo hræðilegt að vera bara pínu meðvitaður um þetta og viðurkenna forréttindi sín á sumum sviðum?

ID10T | 1. ágú. '15, kl: 09:12:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Menning er flæðandi, öll menning tekur frá annari menningu.
Með því að taka upp hluti frá annari menningu þá er ég á vissan hátt að virða hana.

Eina vin mannkyns er að blanda menningu, ekki að einangra hana, flokka og úthluta.

ID10T | 1. ágú. '15, kl: 09:13:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Átti að vera "eina von"

Pippí | 1. ágú. '15, kl: 09:18:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er alveg sammála þér að við eigum ekki að eingangra menningu. 
Mér finnst bara að við eigum að vera meðvituð um hvernig menningin hefur þróast í gegnum aldirnar og sérstaklega finnst mér að við eigum að vera meðvituð um þau forréttindi sem við fæddumst með.

ID10T | 1. ágú. '15, kl: 10:15:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Við fæðumst með mismunadi mikill forréttindi og þau ráðast ekki bara af lit.
En að því sögðu vill ég bendaá að mér finnst það rasismi af vestu gerð að ætla að hafa áhrif á hvernig fólk hagar sér eða klæðir eftir því hvaða lit húðin hefur.

Pippí | 1. ágú. '15, kl: 13:44:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þau ráðast ekki bara af lit en þau ráðast samt sem áður meðal annars af lit og menningu.

Silaqui | 2. ágú. '15, kl: 10:27:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Ég er svosem nokkuð sammála því sem þú ert að segja en;
Þó að í dag séum við Íslendingar ansi samdauna restinni af Evrópu menningalega höfum við algerlega sögu af því að vera við það að missa menningu okkar frá okkur og vera litið niður á okkur sem menningarhóp. Það vill bara svo til að hin yfirgnæfandi nýlendumenning var dönsk, ekki einhver menningarhópur mjög ólíkur okkur. Og okkar menning var kannski ekkert til að vera svakalega stolt af. En við vorum samt næstum búin að missa málið okkar og misstum þjóðdansana okkar, og það var eitthvað (ekki raunhæft örugglega) tal um að sópa öllum forforeldrum okkar upp í skip og planta niður á Jótlandi. Við þóttum líka skítug og dónaleg og drykkfelld, eins og var við hæfi að hugsa um heimamenn af hinu ríku yfirboðurum víða um heim.
Við vorum nefnilega ekki nýlenduherrar, við vorum nýlendan (þó með séríslensku sniði eins og alltaf).

Pippí | 2. ágú. '15, kl: 16:06:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já þetta er alveg rétt hjá þér, ég hugsaði einmitt út í þetta þegar ég var að svara.
En við fæðumst samt sem áður með hellings forréttindi við það eitt að fæðast á Íslandi.

Silaqui | 2. ágú. '15, kl: 16:25:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, við eru alveg rosalega heppin að fæðast hér. En saga okkar er öðruvísi en þeirra sem skrifa "söguna". Það auðvelt að gleyma því þegar nánast allt sem maður les og heyrir um þessi mál kemur frá þjóðum sem voru nýlenduþjóðir.

Pippí | 2. ágú. '15, kl: 16:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já það er rétt. Gott að hafa það í huga líka :)

randomnafn | 1. ágú. '15, kl: 23:42:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Gætirðu ekki með sömu rökum sagt að vestræn vísindi ættu bara að vera í vestrænum löndum?
Yoga er meira en bara teygjur og þekki ég það af eigin reynslu og annara manna reynslu.
Það er stundum ákveðið dogma í kringum þetta og allt það og þetta er náttúrulega að hluta til upprunið í Hindúisma og jafnvel búddisma (Svo sem Zen o.fl. ef við teljum hugleiðslu með í þetta).

Tíska og yoga er ekki sambærilegt að því leyti að yoga er eins og hreyfing (skokk, hokkí...).
Það á enginn að eiga einkarétt á neinu og það á enginn einkarétt á neinu fyrirbæri sem hann fann upp (hvað þá heil þjóð) nema skráð sé einkaréttur á því sbr. aðferðir Apple.

ID10T | 30. júl. '15, kl: 18:11:25 | Svara | Er.is | 1

Ég er allt í einu að fatta að ég er líklega bullandi rassisti, ég hlusta nefnilega á rapp.
Ætla að hætta því nú þegar og fara að venja mig á að hlusta bara á Jóðl og Kántrí.

Andý | 30. júl. '15, kl: 19:21:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Mér finnst allt svona vera til að heiðra kúltúra, strákurinn minn var alltaf með buxurnar niðrum sig og hlustandi á Tupac og ég fékk mér gat í nefið þegar ég var 13 ára (1983) vegna þess að ég var svo heilluð af Indlandi og mér fannst inverskar konur svo fallegar. Ef einhver hefði sagt okkur að við værum óviðeigandi og móðgandi þá hefðum við girt í brók og rifið lokk úr nefi. Er þessi umræða ekki djók? Er ég kannski bara bullandi skítarasisti?

__________________

✨🌟 Virk í athugasemdum 🌟✨

"So now I’m starting to feel a bit strange about these questions because it’s like you are accusing me of something..."


#hæsæta

randomnafn | 3. ágú. '15, kl: 01:23:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rasimsi gagnvart svörtum!

"Rapping can be traced back to its African roots. Centuries before hip-hop music existed, the griots of West Africa were delivering stories rhythmically, over drums and sparse instrumentation. "
- https://en.wikipedia.org/wiki/Rapping#Roots

XD :P

randomnafn | 3. ágú. '15, kl: 01:22:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rapp er upprunið (ef við förum lengst aftur í söguna og ræturnar) í Afríku þannig já BULLANDI rasismi!

:P XD

baratt | 31. júl. '15, kl: 16:23:19 | Svara | Er.is | 3

Jújú mikið rétt rasismi útí eitt..
Og kona með dökkt hörund sem sléttar hárið er klárlega með eiginkynþáttafordóma!

Ehhh þetta er hár???

Ég hef persónulega heillast af þessum fléttum síðan ég var smákrakki (aldrei fengið mér þannig samt)
Er ég þá rasisti?

- - - - - - - - - - - - -

alli nuke

"For crying out loud.. líkt og ég hafi fundið upp gyllinæðina og ferðist um að næturlagi til að klína henni á valda einstaklinga."

þreytta | 31. júl. '15, kl: 22:47:44 | Svara | Er.is | 2

hvernig er það rasismi að vilja greiða sé eins og einhver annar? Eða mála sig eins og einhver annar?


Er það ekki einmitt mjög jákvætt að fólk taki upp og viðurkenni siði, venjur, klæðaburð og hárgreiðslu margra menningarhópa?

orkustöng | 31. júl. '15, kl: 23:15:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

en væri það rasismi að hvetja ungar konur sem oftast og mest til að forðast mök við afríkanska til að forða þeim frá hiv

tóin | 31. júl. '15, kl: 23:23:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þú forðar hvorki körlum né konum frá HIV smiti með því að sleppa samförum við fólk frá tiltekinni heimsálfu - það á að hvetja fólk af báðum kynjum til að nota smokk við samfarir

orkustöng | 31. júl. '15, kl: 23:34:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

tjah mætti hvetja til að forðast menn frá öðrum hiv svæðum líka , það hefði forðað þessum sem smituðust ef það hefði komist inn hjá þeim. . smokkar rifna oft og þá lítlil vörn , réttara að láta elskhuga fara í athugun og nota hendur þangað til.

tóin | 31. júl. '15, kl: 23:44:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það mætti hvetja fólk til skírlífis - eða hoppa ekki upp í rúm með einhverjum af djamminu - lágmark að bæði fari í blóðprufur og strok og svo í einangrun í 6 mánuði - áður en þau fara að slefa upp í hvort annað, hvað þá að pota líkamspörtum þvers og kruss.

Hin leiðin er að nota smokk - hann er ekki 100%, en hann kemst ansi nálægt því - svo lengi sem að fólk er ekki með opin sár og deilandi vessum í allar áttir . . . já, eða skírlífi - það er minnsta vesenið :)

HIV veiran þarf að komast inn í systemið til að smita - karlmaður sem sefur hjá smitaðri konu smitast síður en kona sem sefur hjá smituðum karli etc.

Smokkar kosta ekki hönd og fót - fjárfesta í slíkum og nota hann er góð forvörn

T.M.O | 31. júl. '15, kl: 23:38:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

já, hvorki litarháttur eða fæðingarland smitar hiv

orkustöng
T.M.O | 31. júl. '15, kl: 23:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

þetta er eins og að vara við öllum múslimum vegna þess að það eru hópar sem eru hryðjuverkamenn sem eru múslimar. Þú dæmir mörgum sinnum stærri hóp af fullkomnlega saklausu fólki í leiðinni.

orkustöng
orkustöng
T.M.O | 1. ágú. '15, kl: 00:06:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það eru meiri líkur á að lenda í vondu ef maður hættir sér út og treystir fólki.

aebb | 1. ágú. '15, kl: 03:57:20 | Svara | Er.is | 4

Æi fólk alveg farið að röntgengreina allt niður í kjölinn,rasisimi er fyrst og fremst hugarástand sem verður að orðum sem við svo notum fyrst á eðlilegan hátt eins og með flest önnur orð en svo kemur greiningarliðið og býr til skrímsli úr öllu og í þessu tilfelli er allt týnt til sem mögulega er hægt að klína á rasisma.
Orð,föt og svipað trend sem áður var viðhaft algjörlega án rasískrar hugsunar er ekki rasismi að mínu mati en við mannfólkið erum snillingar að eitra fyrir okkur sjálfum.
Rasismi er fyrst og fremst hugarástand

Myken | 1. ágú. '15, kl: 13:12:05 | Svara | Er.is | 0

meira bullið

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Herra Lampi | 2. ágú. '15, kl: 05:49:44 | Svara | Er.is | 3

ja ég meina þetta er eitt af þessu. sem fólkið sjálf má ekki vera með því þá er því strítt og whatnot þó það sé úr þeirra menningu. en hvít manneskja gerir þetta og þá allt í einu "vá en flott hár"

Ég er alltaf að heyra  "If I cannot wear my own cutlure in public. You cannot either"

____________________________________________
I am the king of lamps and curtains.

**The lamp will light your way to safety.**

"An apple a day will keep anyone away if you throw it hard enough." Stephen Colbert
If you think anyone is sane you just don't know enough about them.

"ég myndi ekki láta einhvern "líta eftir" dýrinu mínu í tvær vikur. Þannig gerir maður við pottaplöntur" - Andý

Á 3 fallega lampa <3

bleika mamma | 2. ágú. '15, kl: 09:22:20 | Svara | Er.is | 0

Við "hvíta" fólkið erum alltaf að rembast við að fá lit á húðina sem öðrum kynþáttum kemur eðlilega til. Við setjum á okkur farða, förum í ljós og/eða förum erlendis í sólina. Allt sem kostar mikinn pening. Ef við erum að borga svona mikinn pening í að "líkjast" öðrum þá tel ég það alls ekki kynþáttarfordómar. 

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Síða 1 af 47629 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, tinnzy123, paulobrien, Bland.is, Paul O'Brien, annarut123, Kristler, Guddie