Ökupróflaus í 27ár

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 16:13:36 | 290 | Svara | Er.is | 0

Er hægt að eiga bíl án ökuréttinda? Er ekki klippt númer eftir öku missir? Er ekki skrá yfir ökutæki sem hafa verið klippt númer af? Er ekki hægt að vakta þetta betur? 27ár er Svaka tímabil til að vera ólöglegur í umferðinni. Hvað ætli við höfum marga svona í umferðinni hér á landi? https://www.mbl.is/bill/frettir/2018/08/14/ok_i_27_ar_proflaus/

 

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 17:42:07 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft ekki að keyra þinn eigin bíl ökuréttindalaus og þú þarft ekki að keyra bíl þó að þú eigir hann. Þetta hangir ekkert saman

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 18:18:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lánar fólk bílana til fólk sem er próflaust? Verslar fólk bíla próflaust?

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 18:58:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það vita ekkert allir hverjir eru próflausir. Það er fólk þarna úti sem er búið að vera próflaust í mörg ár og enginn veit af því samanber manninn í fréttinni

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 19:37:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tilhvers er ökuskirteini? Ef fólk lánar eða selur próflausum bíla ætti það ekki jafn mikla sök þegar slysin eiga sér stað hjá próflausum í umferðinni.

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 19:51:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

human nature. Þetta geta verið bræður og systur og synir og dætur. Það eru ekkert allir að auglýsa að þeir hafi misst ökuréttindin. Þó að einhver kaupi af þér bíl þá er það ekki þitt að kanna hvort hann hefur ökuréttindin eða ætli yfir höfuð að nota bílinn sjálfur. Almennir borgarar eru ekki lögreglan og lögreglan vill ekki að almennir borgarar þykist vera lögreglan

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 20:28:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru bílasölur ekki að biðja um ökuskirteini áður en þú verslar bíl?

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 20:37:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er engin skylda að vera með ökuréttindi til að eiga bíl. peningakrimmar hafa skráð bílana sína á börn á grunnskólaaldri

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 21:44:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er gallinn í kerfinu fyrst maður getur verslað faratæki án skirteini. Byssueigendur þurfa próf! byrja hafa betra aðhald um bílakaup fólks. T.d borga tryggingar (biðja um skirteinið) Borga viðgerð (biðja um skirteini) Kaupa bíl (biðja um skirteini) og svo framveigis.. Gera próflausum erfiðara að komast upp með að keyra á götum.

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 21:53:45 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þú mátt eiga bíl án þess að keyra hann. Þannig er það. Ef allt væri gert til þess að koma í veg fyrir öll slys þá væri þjóðfélagið lamað. Ef kona er próflaus má þá ekki selja manninum hennar bíl af því að hún gæti notað hann?  Ef það hentaði betur að konan ætti bílinn en notaði hann aldrei, af hverju ætti það að vera bannað? Þetta er svona forræðishyggju rugl. Þú ert alveg heit í nákvæmlega þessu máli, það eru hundrað manns með nákvæmlega sömu tilfinningar út af allt öðrum hlutum, unglingar og eiturlyf, hraðaakstur, reykingar, hættuleg leiktæki á skólalóðum... flestir sem eru að keyra próflausir eru ekkert verri ökumenn en við hin og fullt af fólki sem er með full ökuréttindi keyra eins og fávitar og valda hrikalegum slysum.

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 22:44:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Konan þarf prófskirteini ef hún vill selja karlinum því hún ætti ekki bílinn án skirteinis. Dópista pakkið myndi ekki hafa bíla nema hnupla þeim án ökuskirteinis. Auðvita eru líka fólk í umferðinni með prófið og valda slysum en það er með réttinn á að keyra svo það breytist ekki og lítið við því að gera. En þarna er hægt að draga verulega á próflausum einstaklingum með hertum reglum um ökuskirteini. Ef þú átt próflausann kærasta ættirðu að tilkynna hann. Því ef hann veldur slysi þá átt þú sök með vitneskju að hann keyrði próflaus.

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 23:13:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

nei hún þarf það ekki, ef ég veit ekki að kærastinn er próflaus??? fattarðu það virkilega ekki að fólk skuli ekki vera að auglýsa það að það sé próflaust? Þetta er bara ekkert eins og að keyra undir áhrifum, slysahættan af próflausum einstaklingum er ekkert stórkostlega mikið meiri en venjulegs fólks og örugglega mun minni en þeirra sem eru búnir að keyra í minna en 3 ár. Eigum við ekki bara að taka þá alla af götunum af því að það eru þeir sem valda flestum slysum

Sessaja | 15. ágú. '18, kl: 00:19:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú fattar mig ekki. Vilt hafa próflausa í umferð og ætlar að rökræða að það sé í lægi.

T.M.O | 15. ágú. '18, kl: 00:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég vil ekki að börn og unglingar deyji úr ofneyslu eiturlyfja en ég læsi börnin mín ekki inni. Yfir heildina er þetta ekki það sem veldur mestum skaða bæði fjárhagslega og í líkamsskaða. Þú ert að tala um veruleg íþyngjandi lög út af tilfinningum ekki neinum rökum

Myken | 16. ágú. '18, kl: 23:01:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það er engin sem vill nein próflausan í umferðinni hvort sem þeir hafa aldrei haft próf eða misst það timabundið..

En ertu ekki að ná því að það kemur bílaeign ekkert við....

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Myken | 16. ágú. '18, kl: 22:59:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ökuskírteini er til að sanna að þú hafir ökuréttindi..

Þau eru ekki til að kaupa bíl ...

----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

karamellusósa | 14. ágú. '18, kl: 19:41:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hmmm eg eg myndi kynnast þér og við yrðum vinir, eg þyrfti að komast eitthvað... og bæði þig um greiða, lána mer bilinn i eitt skutl. Eða öfugt. Eg myndi örugglega lána þér minn. Og Myndi alveg örugglega ekki spyrja þig um ökuskírteini áður.

..................................................................................


https://www.facebook.com/icelandcottage

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 20:26:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er að tala um að þessi hugsun er sama og keyra drukkinn undir stýri. Þessi vinur er kannski próflaus og á þínum bíl og keyrir á barn. Ætlarðu að segja þá ég vissi ekki að hann væri próflaus? Það er ykkar að spyrja um skirteini áður en þið lánið ökutækið.

T.M.O | 14. ágú. '18, kl: 20:38:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það getur verið siðferðislega rétt en það stendur hvergi í lögum

adaptor | 14. ágú. '18, kl: 20:52:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

finnst þér að fólk sem er ekki með ökuréttindi geti átt verktakafyrirtæki rútufyrirtæki heildsölur eða önnur fyrirtæki sem notast við bíla eða fólk sem er ekki með flugpróf geti átt flugfélög ?

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sessaja | 14. ágú. '18, kl: 21:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Já finnst það.

ingbó | 16. ágú. '18, kl: 11:46:03 | Svara | Er.is | 0

Þú mátt eiga bíl þó þú hafir ekki bílpróf.

daggz | 16. ágú. '18, kl: 15:04:15 | Svara | Er.is | 0

Þú þarft ekki próf til að eiga bíl. Sumir með fötlun geta t.d. ekki keyrt en eiga samt bíl sem þá aðstoðarfólk/vinir/ættingjar keyra fyrir þau. Enda oft sem þarf sérútbúinn bíl.

--------------------------------

Myken | 16. ágú. '18, kl: 22:58:38 | Svara | Er.is | 0

Veit ekki til þess að þú þurfir að sýna ökuskýrteini þegar þú kaupir bíl. til að kaupa og eiga bíl hvort sem það er í gegnum prívat manneskju eða bílasölu þarftu ekki að hafa ökuréttindi eða sanna þau.

Maðurinn minn var ökuréttindalaus í nokkur ár en var samt skráður eigandi á bíl..engin sem getur bannað það.


----------------------------------------------------------------------
- Til að forðast gagnrýni - gerðu ekkert, segðu ekkert, vertu ekkert -

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Bílavesen (exhaust pressure control valve) Hákon Konráðsson 12.4.2023 12.8.2023 | 08:04
sterar? drjóli 20.9.2010 11.8.2023 | 20:38
Bumbuhópur fyrir janúar 2022 krullukjúkklingurogsósa 31.5.2021 11.8.2023 | 02:36
Kratom Daviid 23.2.2022 10.8.2023 | 14:52
Haha.. skrýtið að sjá Magna með hár!! ZENSITIVE 3.9.2006 10.8.2023 | 11:22
Letromazol sigva 2.8.2023 8.8.2023 | 14:38
Hvað er coronary vasospasm á Íslensku? (hjartavandamál) Splattenburgers 31.7.2023 7.8.2023 | 23:11
Harðparket og hundar? Ilmati 5.8.2023 7.8.2023 | 21:59
rafmagnsorf 19merkur 7.8.2023
Flýtimeðferð vegabréf zhetta 7.8.2023 7.8.2023 | 12:27
Misnotw réttindi trans fólks neutralist 27.7.2023 4.8.2023 | 19:54
Hvað merkir orðið hégómi? la1la2la3 4.5.2015 4.8.2023 | 12:10
Lútur í Matargerðr? / Food Safe Lye danielrunar 3.8.2023
Kransakaka Synyster 28.3.2007 2.8.2023 | 13:01
Kransakaka Actron 5.12.2009 2.8.2023 | 03:55
Flugvöllur fyrir þyrlur á Hólmsheiði jaðraka 1.8.2023 1.8.2023 | 21:20
rifbeinsbrot oneko 12.12.2015 1.8.2023 | 15:18
Bögg ljomalind 20.5.2004 1.8.2023 | 12:52
Alpinestars jakkar CooperRama 27.7.2023 1.8.2023 | 07:31
Kubbasteik asthildureir 8.1.2012 1.8.2023 | 02:16
hrossabjúgur ljosmyndanemi 27.11.2011 1.8.2023 | 02:16
Hjàlp! HM000 23.7.2023 31.7.2023 | 17:55
Kattarbit en ég 2.5.2009 29.7.2023 | 09:12
kattarbit bbb4 5.7.2008 29.7.2023 | 09:11
Fyrirspurn stress stelpa 8.10.2009 29.7.2023 | 07:16
Hnakkastífleiki v/heilahimnubólgu Lind A 5.2.2014 27.7.2023 | 20:52
Skilja 10 að verða 11 ára gamalt barn heima..ykkar álit Norðlenska mærin 17.7.2023 27.7.2023 | 20:37
Biskupsráðningar ? jaðraka 27.7.2023 27.7.2023 | 16:00
Hvassahraun sem nýr flugvöllur fyrir Reykjavíkurflugvöll jaðraka 12.7.2023 27.7.2023 | 08:37
pókemonspil hvar fást túss 7.5.2023 27.7.2023 | 07:16
Eldsumbrot æa Reykjanesi. _Svartbakur 22.7.2023 27.7.2023 | 06:25
barnaefni á tímab. 1980-1990 hello.kitty 5.12.2011 26.7.2023 | 20:35
Leigubílapróf gaedi 17.1.2011 26.7.2023 | 14:24
Hvar fæst loftdýna (yfirdýna) vegna verkja? leyndó22 25.7.2023
Nýja flokkunarkerfi sorps. jaðraka 22.7.2023 25.7.2023 | 10:39
Sorphirðu ruglið hjá Reykjavíkurborg _Svartbakur 24.7.2023
Hann er Framsóknarmaður. Við hverju býst fólk. Heilindum?? Hauksen 22.7.2023
Matarvagn Aura Pain 22.7.2023 22.7.2023 | 22:32
óþarfa comment í gestabók Tannfríður Tannan 3.10.2003 20.7.2023 | 07:56
Boðskort SoHappy 8.2.2023 20.7.2023 | 07:15
Laun leikskólakennara ómenntaðan Bananabrund 13.9.2022 20.7.2023 | 04:30
Vinnumálastofnun Husþak 3.6.2023 18.7.2023 | 13:27
Barnateppi yokan 16.1.2010 18.7.2023 | 10:35
vantar comment! sTaurinn 22.1.2007 18.7.2023 | 10:03
Jakkaföt í hreinsun Fagmennska 3.7.2023 17.7.2023 | 06:23
Fasteignakaup snullisnull 17.1.2013 17.7.2023 | 03:43
flóabit einiber 11.5.2004 17.7.2023 | 03:41
Að fara í sund - hrikaleg dýrt tátá 26.5.2009 16.7.2023 | 21:26
hjúkrunarfræði klásus lisamagga 16.7.2023
55" sjónvarp, hversu langt frá? Zwandyz8 9.12.2010 16.7.2023 | 12:16
Síða 9 af 47829 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, paulobrien, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, Guddie