Ólétt af fyrsta barni-bugun.

magnea90 | 11. mar. '19, kl: 23:33:00 | 350 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag/kvöldið/nótt eða hvað sem það er. Ég er ólétt af mínu fyrsta barni og er komin ca. 10 vikur á leið. Ég er alveg gjörsamlega að bugast á lífinu akkurat núna. Ég er ekki í sambandi með barnsföður mínum, hann er búinn að vera í miklu rugli og hefur ekki viljað tala um þetta komandi barn. Ég veit að það að ég er komin það stutt á leið að allt getur gerst en þessi mánuður sem er núna liðinn frá því ég komst að því að ég væri ólétt er búinn að vera endalaust lengi að líða, bara búið að vera hreint helvíti. Vinkona mín er hætt að tala við mig útaf öllu þessu, barnsfaðir minn finnst ég frekar uppáþrengjandi og allt er einhvernveginn í lausu lofti finnst mér. Ég upplifi svo mikið vonleysi, veit ekki hvernig ég fer að. Fjölskyldan mín býr útá landi þannig að ég hef verið að hugsa um að flytja þangað, mig langar samt líka að vinna eins lengi og ég get á meðgöngunni en sé ekki hvernig ég á að fara að því að flytja kasólétt, mig líka langar alls ekkert að flytja þangað en ég þarf að hugsa um mig og barnið, hvernig er best fyrir okkur. Þar sem ég er á leigumarkaði sé ég ekki fyrir mér hvernig ég á að fara að í fæðingarorlofinu ef ég flyt ekki. Þetta kannski lítur út eins og fyrsta heims vandamál og er það eflaust. En ég er mikið ein, eiginlega alltaf ein, föst með þessar hugsanir sem spilast aftur og aftur í höfðinu á mér. Vonleysið, er hrædd um að verða dæmd fyrir að vera ekki í sambandi með barnsföðurinum, en það er auðvitað 2019 og ég alls ekki sú fyrsta né sú síðasta sem að lendir í þessum aðstæðum. Ég vil samt taka það fram að ég hugsa ekki um barnið sem rót vandans, barnið er bara saklaus lítill einstaklingur sem valdi sér ekki þessa stöðu. Ég er samt alveg pínu hrædd um að mér muni mistakast í móðurhlutverkinu en það er samt víst líka eðlilegt að hugsa um það. Kannski eru þetta bara hormónarnir að naga mig að innan, en mér finnst samt erfitt að geta ekki talað um þetta. Kannski verða hlutirnir auðveldari eftir 12 vikurnar þegar ég get sagt fólki frá þessu og kannski rætt þetta. En já ég hef aldrei skrifað neitt hérna inná áður og mér finnst þessi póstur minn asnalegur og óskiljanlegur. En ég er bara gjörsamlega að gefast upp, hrædd og sár. Ég veit þetta mun allt ganga upp á endanum en eins og er finnst mér þetta algjört helvíti.

 

LSP | 11. mar. '19, kl: 23:44:58 | Svara | Er.is | 0

Æjj knús til þín.
Ég myndi ekki vera að setja 12 vikurnar fyrir mig ef þú heldur að það hjálpi að tala við einhvern. 
Vinkonan hljómar ekki beint eins og góð vinkona ef hún er að loka á þig út af þessu. Skil ég rétt að hún veit af óléttunni?

*******************
Oh my Glob!

magnea90 | 11. mar. '19, kl: 23:51:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún veit af henni og er með endalaus skot á mig varðandi það og henni er heldur mikið illa við barnsföðurinn minn þó hún hafi aldrei hitt hann eða neitt svoleiðis. Hann er kannski ekki alveg að standa sig eins og er, mun kannski ekki gera það en hann er alls ekkert slæmur gaur fyrir það. Pirrar mig mjög mikið hvernig hún talar um hann þó hún þekki hann ekki neitt, hann er ekki mr. Perfect en á heldur ekki skilið að það sé talað illa um hann af manneskju sem þekkir hann ekki neitt. Baktal og það að dæma manneskjur hefur ekkert uppá sig.

Júlí 78 | 12. mar. '19, kl: 00:08:55 | Svara | Er.is | 0

Elsku hjartans þú, ekki vera hrædd um að einhver dæmi þig fyrir það að vera ekki með barnsföður þínum. Hvað má þá konan segja sem fór í tæknisæðingu og enginn pabbi þar með í spilinu (sæðið kom frá Danmörku) og hún veit varla held ég hvernig pabbinn lítur út! Og eignaðist þríbura! Hún er bara ofur hamingjusöm með litlu krílin sín. (sjá tengilinn hér fyrir neðan, það er fjallað um hennar mál). En ég skil þig samt mjög vel, erfitt að hafa engan stuðning frá pabbanum og því finnst mér þú ættir að tala um þetta við fjölskyldu þína og jafnvel flytja þó ekki væri nema í nokkur ár á gömlu heimaslóðirnar úti á landi. Ég er viss um að fjölskyldan myndi líka vilja hjálpa þér að flytja. Ekki vera að burðast með þetta ein, þú þarft að ræða um hlutina. Allt í lagi að biðja um hjálp, það er engin skömm að því. Oft líka betra að kynnast fólki úti á landi heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu. Á minni svæðum stendur oft fólk betur saman. Best væri líka ef þú gætir eignast góða vinkonu, það eru ekki bestu vinirnir sem hverfa þegar þegar það koma upp vandamál. Ég á mér þá ósk að þú náir að verða hamingjusöm þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. 


http://www.visir.is/g/2017170929943

magnea90 | 12. mar. '19, kl: 00:21:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, en þessi vinkona mín er einmitt besta vinkona mín og við erum búnar að vera vinkonur í 18-19 ár. Hún er frá sama stað og ég útá landi. Ég einhvernveginn tengdist aldrei neinum þar, var lögð í einelti og á slæmar minningar þaðan. En ég tel samt sem áður að það sé betra að vera nær foreldrum mínum í þessari stöðu. En það sem mig vantar bara frá barnsföðurinum er að vita hvort hann ætli að vera til staðar fyrir barnið eða ekki og hvað hann vill gera. Hef engan áhuga á peningum frá honum eða neitt svoleiðis, það er oft fyrsta ályktun. Ég vil bara að barnið mitt sé í sambandi við föður sinn og þá bræður líka því hann á börn fyrir. Ég mun alveg redda mér, hef meiri áhyggjur af tilfinningartengslunum en fjárhagslegu hlutunum. Ég upplifði lítil tilfinningatengsl og umhyggju sem barn, ekki að segja að þau hafi ekki verið til staðar, en ég bara upplifði það ekki. Fannst ég bara vera fyrir eða oftast fannst mér ég bara vera þarna en upplifði ekki tilganginn hvers vegna ég var þarna eða hvers vegna ég fæddist. Ég vil ekki að barnið mitt upplifi það sama og ég gerði, að pabbi þess þyki ekki vænt um það.

Júlí 78 | 12. mar. '19, kl: 00:59:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En þú segir að barnsfaðirinn sé búinn að vera í miklu rugli. Það er alveg óvíst að hann sé orðinn nógu þroskaður til að vera til staðar fyrir barnið. Og enn síður hægt að teysta á hann ef hann er í einhverju rugli. Það er ekkert hægt að teysta á einstakling sem er ef til vill í áfengis og eða fíknivanda. Vill hann fara í einhverja meðferð? Það er ekki hægt að stjórna eða breyta öðrum en reyndar hægt að hvetja viðkomandi til að leita sér hjálpar. Margir eru í engu sambandi við sinn blóðföður. Ég er samt viss um að það sé hægt að láta barni líða vel án pabbans. Miklu skiptir bara að sýna því ást og hlýju. Líka gott að barn sé í góðum samskiptum við afa og ömmu ef þau eru ágætisfólk. Svo líka skiptir mjög miklu máli með þig sjálfa ef þú tekur upp samband við annan mann að sá maður geti hugsað sér að koma fram við barnið eins og sín eigin börn ef þið mynduð eiga börn saman. Því barni getur ekki liðið vel með það ef það finnur að gert sé upp á milli systkinanna. Ég veit ekki hvort þið vinkonurnar getið haft samskipti áfram, a.m.k. er ekki hægt að neyða einhvern til að vera vinur eða vinkona sín. Svo getur vel verið að hún vilji bara vera frekar í samskiptum við einhverja sem er ekki með barn/börn þar sem hún sé sjálf ekki með barn. En auðvitað geturðu hringt og spurt hana af hverju hún sé hætt að tala við þig. Þú átt alveg rétt á að vita af hverju, sérstaklega af því að vinasambandið er búið að vera lengi. 

magnea90 | 12. mar. '19, kl: 01:16:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég treysti barnsföður mínum ekki eins og er, hann er búin að vera jójó heima hjá mér síðustu vikur. Sefur nokkra daga og fer svo á djammið. En núna segist hann hafa verið að vinna síðustu daga svo ég veit ekki með það. En jú hann er búinn að fara í meðferð en féll strax. En ég vona allavega að hann sé að segja satt með vinnuna og að hann sé að koma lífinu á rétt ról. En með vinkonu mína þá erum við kannski ekki alveg hættar að tala saman, bara búinn að vera ágreiningur okkar á milli. Aðallega því hún er með hörð skot á mig sem mér finnst ég endilega ekki eiga skilið óháð því hvað henni finnst, stundum er bara best að þegja. En hún hefur alltaf verið mjög dómhörð á mig og hvað ég geri, ef ég svara henni og segi henni að ég vilji ekki láta tala svona við mig og stundum er allt í lagi að halda skoðunum útaf fyrir sig, þá finnst henni hún ekki vera góð vinkona að segja ekki sitt. Hef líka fengið að heyra að það sé ekki hægt að tala við mig eftir að ég varð ólétt því ég sé svo viðkvæm. Hvort ég sé komin með mommybrain því að hún man ekki eftir einhverju sem ég hef sagt henni. Ég fæ bara óþarfa skít frá henni, ef ég svara henni og útskýri mál mitt þá fæ ég bara svarið "ok!"

Tulum | 12. mar. '19, kl: 01:19:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Elsku þú, ef hann er ekki á góðum stað þá færð þú ekki nein haldbær svör. Það eina sem skiptir máli er að þér líði nógu vel til þess að taka á móti yndislega gullinu þínu.

magnea90 | 12. mar. '19, kl: 01:29:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já auðvitað. Ég er alveg komin með nóg af honum en samt reyni ég alltaf áfram, veit ekki hvað er að mér. En áður en ég komst að því að ég væri ólétt ætlaði ég alveg að loka á hann. En fannst ekki beint rétt að gera það verandi ólétt. Ég held samt í vonina að hann komi til. Ég er ekki að ætlast til sambands eða neitt svoleiðis, mig vantar bara stuðning. Þó svo að þessi meðganga einsog er gangi bara eins og í sögu og ég finn ekki fyrir neinu, þá vil ég vita að hann sé til staðar.

Tulum | 12. mar. '19, kl: 01:15:25 | Svara | Er.is | 0

Ég er mörgum árum eldri en þú og átti mitt fysta og eina barn 38 ára. Eftir að hafa lesið í gegn um raunir þínar sé ég að þú ert einstaklega vel gefin. Þú lýsir raunum þínum svo vel og ert samt svo óendanlega skynsöm. Ef þú átt góða fjölskyldu út á landi þá myndi ég ráðleggja þér að fara heim í þeirra faðm. Ef ekki þá finnur þú þinn takt og verandi sú sem þú ert þá raðast gott fólk í kring um þig.
Ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í spjalli hér en þín frásögn þykir mér áhrifarík og einlæg.

Gangi þér alltaf allt í haginn

Erla234 | 13. mar. '19, kl: 09:30:07 | Svara | Er.is | 0

Ég vona svo sannarlega að þèr fari að líða betur, eg er sjálf föðurlaus og ég trui ekki öðru en að þu standir þig vel!!???? Ef þig langar eh að tala saman um meðgöngu þa máttu alltaf leita til mín, er ólètt sjálf af minu fyrsta 6 vikur í dag! Eg er alveg jafn clueless i þessu öllu!??

donaldduck | 13. mar. '19, kl: 10:57:12 | Svara | Er.is | 0

gætiru farið heim núna í nokkra daga, rætt málin við foreldra og fjöslskylduna. þá sérðu hvað þau eru tilbúin að gera með þér og fyrir þig. kanski er það bara lausn að halda áfram þar sem þú ert, ganga með barnið, hætta svo að vinna í kringum 8 mánuðu og fara heim til fjöl. og vera þar amk í fæðingarorlofinu. 

malata | 13. mar. '19, kl: 20:47:34 | Svara | Er.is | 0

Fyrst þá er ekkert asnalegt að vera hrædd og hafa erfitt í þína stöðu. Það er mikið tilfinningarússibani að vera ólétt og enn meira ef þú ert ein í þessu. Það væri skynsamlegt að reyna að taka smá frí og kíkja til fjölskyldunnar úti á landi ef þú ert að íhuga að flytja þangað, bara til að sjá til hvernig þér líður þar og hvað gæti verið þitt líf þar. Svo má endilega hafa samband við mæðraverndina, og fengið að fá tíma með félagsráðgjafa sem getur hjálpað þér að finna út úr þessu - hvað þú hefur rétt á í þinni stöðu og svoleiðis.
Og að vera hrædd að mistakast í móðurhlutverkinu er bara eðlilegt. Það sýnir bara að þú vill það besta fyrir barnið þitt og tekur þetta mál sem fullorðin manneskja.
Gangi þér sem best og farðu vel með þig.

magnea90 | 13. mar. '19, kl: 20:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mér líður mun betur núna. Var bara hálf sár og móðguð yfir því að barnsfaðirinn væri að kalla mig uppáþrengjandi því ég var það alls ekki. Honum fannst það kannski en æji veit ekki, útskýrði fyrir honum að hann vissi alveg af hverju ég væri svona uppáþrengjandi eins og hann sagði. Hann talaði um að setjast niður að spjalla fljótlega, hefur sagt þetta áður. Mig hálfpartinn langar ekkert að ræða þetta nánar við hann miðað við hvernig hann hefur verið en auðvitað verð ég að gera það:).

Draumadisin | 15. mar. '19, kl: 16:27:54 | Svara | Er.is | 0

Æji leiðinlegt að heyra. Ef ég væri þú þá myndi ég flytja til fjölskyldunar þinnar sem fyrst þar sem þú hefur stuðningsnet og fólk sem skilur þig og veitir þér styrk. Alls ekki vera hugsa út í það hvað fólki finnst um þig, það kemur það bara engum við hvað þú gerir eða hvað ákvarðanir þú tekur. Það sem skiptir máli hér og nú ert þú og litla krílið og velferð ykkar. Ég mæli með að þú finnir þér einhvern sem þú treystir og talar við hann/hana. Ferð út með vinum eða vinkonum aðeins til að leiða hugann frá þessu. Einnig mæli ég með að tala við sálfræðing á meðan á öllu þessu stendur og þessi lægð er sem dýpst, því ekki viljum við að neitt komi fyrir. Það er oft líka þægilegt að tala við einhvern sem hægt er að treysta og er hlutlaus. Gangi þér ofboðslega vel. Ef það er eitthvað endilega bara senda skilaboð eða skrifa inn þræði :)

seago | 15. mar. '19, kl: 19:52:08 | Svara | Er.is | 0

hvað eru konur að gera með að láta svona vesalinga ríða sér 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

magnea90 | 15. mar. '19, kl: 20:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum verður maður bara að láta ríða sér, er það ekki?

seago | 15. mar. '19, kl: 22:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já um að gera að halda aumingja genunum gangandi

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

magnea90 | 15. mar. '19, kl: 22:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er nú enginn aumingji þó hann hafi farið útaf beinu brautinni. Bara ekki nógu sterkur til að takast á við sín vandamál á eðlilegan hátt. Skil ekki alveg hvaða tilgang þessi komment hjá þér hafa. Til þess að láta mér líða verr en mér líður. Eða viltu frekar að ég fari í fóstureyðingu? Mitt líf og mínar ákvarðanir kemur þér nákvæmlega ekkert við. Það er ekki til neitt sem heitir aumingjagen.

Júlí 78 | 16. mar. '19, kl: 00:09:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ekki láta seago hafa áhrif á þig magnea90. Hann virðist ekki hafa hugmynd um hvernig það virkar þegar fólk er í einhverri neyslu áfengis og eða fíkniefna. Þetta getur verið mjög gott fólk að upplagi (góðir einsaklingar) en við það að lenda í svona neyslu eða of mikilli neyslu þá tekur hún oft völdin og þá verður oft breytt hegðun t.d. lygi með allt mögulegt og allt það sem getur valdið sárindum hjá aðstandendum eða þeim sem næst standa. Svo er fáránlegt að tala eins og seago gerir. Börnin eru saklaus sem eiga pabba eða mömmu sem er orðin/n háð/ur áfengi og eða fíkniefnum. Og þó að einhverjir segi að t.d. alkahólismi geti erfst þá þarf það alls ekki að vera. Ég reyndar tel það tóma þvælu. Ég tel það miklu fremur vera umhverfisþættir sem hafa áhrif á hvort barn verður alkahólisti seinna meir eða ekki. Best fyrir barn að fá næga ást og að það finni fyrir öryggi hjá þeim sem það elst upp hjá. Því miður er það oft svo að barn finnur fyrir öryggisleysi ef barnið býr hjá foreldri sem er háð/ur áfengi og/eða fíkniefnum. Þess vegna myndi ég segja að framtíð með þessum manni sem þú segir að sé núna í "rugli" sé ekki góð fyrir barnið nema að hann nái að snúa við blaðinu og fara í meðferð.

magnea90 | 16. mar. '19, kl: 00:25:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Einmitt, þessi manneskja er nú ekkert að hafa nein áhrif á mig. Það kemur líka honum ekkert við hvort að barnið mitt verði aumingji eða ekki;). Fólk sem talar svona þarf bara að upphefja sjálfan sig einhvernveginn, láta sig líta vel út, eða í þessu tilfelli reyndar heldur illa.

Júlí 78 | 15. mar. '19, kl: 20:12:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Seago...Allir karlmenn láta bara siðprúðar og grandvarar konur "ríða sér" en alls ekki einhverjar vesalings konur sem gætu verið í einhverju "rugli".

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Leigusali með lykla og skipting á sílender Notaðar Gæðavörur 25.4.2019 25.4.2019 | 23:56
Köngulær eins og íslenkar konur ? kaldbakur 23.4.2019 25.4.2019 | 23:24
Hvaða störf hér á landi eru hæst launuðustu? garfield45 28.3.2019 25.4.2019 | 23:18
Netgíró - skipting á greiðslum Bumbukella 24.4.2019 25.4.2019 | 20:57
Hvað nefnduð þið bílinn?? 😄 dominos pizza 22.4.2019 25.4.2019 | 19:25
Getið þið mælt með góðu og barnvænu hóteli á Almeria ? wiiii 24.4.2019 25.4.2019 | 19:20
Að skipta sér af því hvað aðrir á heimilinu borða SantanaSmythe 24.4.2019 25.4.2019 | 18:03
Fánastöng Ardiles 25.4.2019 25.4.2019 | 14:21
Sobril-tafil disaskviza 3.11.2017 25.4.2019 | 04:15
álagningarseðill 2019 onlyme 24.4.2019 25.4.2019 | 00:37
Stofna hljómsveit? kaanuen 20.10.2014 24.4.2019 | 19:38
Grúppa á FB fyrir fólk sem hefur gaman af Nerf Byssum Jakobdan 21.2.2017 24.4.2019 | 17:34
Hvert á að fara fyrir fæðingablettatöku? Ameza 24.4.2019 24.4.2019 | 17:17
sobril Stella í orlofi 9.1.2011 24.4.2019 | 10:22
Pústa og væla... Ljónsgyðja 21.4.2019 24.4.2019 | 03:20
Bið eftir lyfjum í apótekum Skólastíka 23.4.2019 24.4.2019 | 01:53
Að bjarga mannslífum. Dehli 22.4.2019 23.4.2019 | 22:05
Besta pre workoutið Gengar 23.4.2019
Sýslumaður. Mikið um mistök ? Einhverheima 21.4.2019 23.4.2019 | 17:12
Kirkjuklukkur láv 21.4.2019 23.4.2019 | 15:12
Gulvestungaskríllinn sem sumir vilja apa eftir. spikkblue 23.4.2019
Að fá sér sæti heima hjá öðrum... SantanaSmythe 23.4.2019 23.4.2019 | 13:21
hvar fæ ég hydrogen peroxide Eldur Árni Eiríksson 23.4.2019
Þroskaþjálfanám vs heilbrigðisgagnafræðinám ekkjan12 23.4.2019 23.4.2019 | 11:58
Ég hata allt Euphemia 21.4.2019 23.4.2019 | 11:43
Góða fólkið í Kanada svipað og hér á landi? Hr85 19.4.2019 23.4.2019 | 11:01
Forsteypt hús janefox 21.4.2019 23.4.2019 | 10:17
Vilja ekki búa út á landi... umraeda 14.4.2019 23.4.2019 | 09:58
sobril theburn 14.11.2018 23.4.2019 | 07:42
Nafnapælingar Shenzi 15.4.2019 23.4.2019 | 00:41
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 22.4.2019 | 16:43
Karlmenn bakkynjur 2.4.2019 22.4.2019 | 16:40
vandræði með að panta zenni gleraugu arna1234 22.4.2019
Hvað er fólk að brasa hér í kvöld? Twitters 20.4.2019 21.4.2019 | 15:00
Draumaráðendur Blands? Hræðilegur draumur, verri en í Horror Story þáttunum... GullaHauks 20.4.2019 21.4.2019 | 04:07
Dreyma fólk tala saman um mynd í sv/hv sem ég á af pabba heitnum GullaHauks 20.4.2019
Breyta léttum vegg þarf maður teikningar og fl? ljos1 15.4.2019 20.4.2019 | 12:59
Kynlöngun eftir hjáveituaðgerð mialitla82 20.4.2019
Magn af steypu í plan? disskvis 18.4.2019 20.4.2019 | 09:06
Fyrir hverja er Laugavegurinn? Júlí 78 16.4.2019 19.4.2019 | 23:03
Svona menn á nú að fara beint í geðrannsókn. BjarnarFen 15.4.2019 19.4.2019 | 22:25
Hjólhýsageymsla teings 19.4.2019
Kominn tími til að skipta um yfirstjórn hjá Vegagerðinni spikkblue 17.4.2019 19.4.2019 | 16:12
Brúðkaup + Grillmatur = Hvernig áfengi passar? moli95 18.4.2019 19.4.2019 | 15:59
Axlarspeglun RiceAndCurry 15.3.2018 19.4.2019 | 07:32
peterpen peterpen 19.4.2019
game peterpen 19.4.2019
Ríkasti maður Kína, JackMa segir að 72 tíma vinnuvika sé „gjöf sem sé meira virði en peningar“ kaldbakur 17.4.2019 19.4.2019 | 02:26
Hjálp hvar finn ég þetta dominos pizza 18.4.2019 19.4.2019 | 02:25
Tilfinningar gagnvart bíl áburður 18.4.2019 18.4.2019 | 18:17
Síða 1 af 19695 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron