Ólétt af fyrsta barni-bugun.

magnea90 | 11. mar. '19, kl: 23:33:00 | 355 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag/kvöldið/nótt eða hvað sem það er. Ég er ólétt af mínu fyrsta barni og er komin ca. 10 vikur á leið. Ég er alveg gjörsamlega að bugast á lífinu akkurat núna. Ég er ekki í sambandi með barnsföður mínum, hann er búinn að vera í miklu rugli og hefur ekki viljað tala um þetta komandi barn. Ég veit að það að ég er komin það stutt á leið að allt getur gerst en þessi mánuður sem er núna liðinn frá því ég komst að því að ég væri ólétt er búinn að vera endalaust lengi að líða, bara búið að vera hreint helvíti. Vinkona mín er hætt að tala við mig útaf öllu þessu, barnsfaðir minn finnst ég frekar uppáþrengjandi og allt er einhvernveginn í lausu lofti finnst mér. Ég upplifi svo mikið vonleysi, veit ekki hvernig ég fer að. Fjölskyldan mín býr útá landi þannig að ég hef verið að hugsa um að flytja þangað, mig langar samt líka að vinna eins lengi og ég get á meðgöngunni en sé ekki hvernig ég á að fara að því að flytja kasólétt, mig líka langar alls ekkert að flytja þangað en ég þarf að hugsa um mig og barnið, hvernig er best fyrir okkur. Þar sem ég er á leigumarkaði sé ég ekki fyrir mér hvernig ég á að fara að í fæðingarorlofinu ef ég flyt ekki. Þetta kannski lítur út eins og fyrsta heims vandamál og er það eflaust. En ég er mikið ein, eiginlega alltaf ein, föst með þessar hugsanir sem spilast aftur og aftur í höfðinu á mér. Vonleysið, er hrædd um að verða dæmd fyrir að vera ekki í sambandi með barnsföðurinum, en það er auðvitað 2019 og ég alls ekki sú fyrsta né sú síðasta sem að lendir í þessum aðstæðum. Ég vil samt taka það fram að ég hugsa ekki um barnið sem rót vandans, barnið er bara saklaus lítill einstaklingur sem valdi sér ekki þessa stöðu. Ég er samt alveg pínu hrædd um að mér muni mistakast í móðurhlutverkinu en það er samt víst líka eðlilegt að hugsa um það. Kannski eru þetta bara hormónarnir að naga mig að innan, en mér finnst samt erfitt að geta ekki talað um þetta. Kannski verða hlutirnir auðveldari eftir 12 vikurnar þegar ég get sagt fólki frá þessu og kannski rætt þetta. En já ég hef aldrei skrifað neitt hérna inná áður og mér finnst þessi póstur minn asnalegur og óskiljanlegur. En ég er bara gjörsamlega að gefast upp, hrædd og sár. Ég veit þetta mun allt ganga upp á endanum en eins og er finnst mér þetta algjört helvíti.

 

LSP | 11. mar. '19, kl: 23:44:58 | Svara | Er.is | 0

Æjj knús til þín.
Ég myndi ekki vera að setja 12 vikurnar fyrir mig ef þú heldur að það hjálpi að tala við einhvern. 
Vinkonan hljómar ekki beint eins og góð vinkona ef hún er að loka á þig út af þessu. Skil ég rétt að hún veit af óléttunni?

*******************
Oh my Glob!

magnea90 | 11. mar. '19, kl: 23:51:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já hún veit af henni og er með endalaus skot á mig varðandi það og henni er heldur mikið illa við barnsföðurinn minn þó hún hafi aldrei hitt hann eða neitt svoleiðis. Hann er kannski ekki alveg að standa sig eins og er, mun kannski ekki gera það en hann er alls ekkert slæmur gaur fyrir það. Pirrar mig mjög mikið hvernig hún talar um hann þó hún þekki hann ekki neitt, hann er ekki mr. Perfect en á heldur ekki skilið að það sé talað illa um hann af manneskju sem þekkir hann ekki neitt. Baktal og það að dæma manneskjur hefur ekkert uppá sig.

Tulum | 12. mar. '19, kl: 01:15:25 | Svara | Er.is | 0

Ég er mörgum árum eldri en þú og átti mitt fysta og eina barn 38 ára. Eftir að hafa lesið í gegn um raunir þínar sé ég að þú ert einstaklega vel gefin. Þú lýsir raunum þínum svo vel og ert samt svo óendanlega skynsöm. Ef þú átt góða fjölskyldu út á landi þá myndi ég ráðleggja þér að fara heim í þeirra faðm. Ef ekki þá finnur þú þinn takt og verandi sú sem þú ert þá raðast gott fólk í kring um þig.
Ég man ekki til þess að hafa tekið þátt í spjalli hér en þín frásögn þykir mér áhrifarík og einlæg.

Gangi þér alltaf allt í haginn

Erla234 | 13. mar. '19, kl: 09:30:07 | Svara | Er.is | 0

Ég vona svo sannarlega að þèr fari að líða betur, eg er sjálf föðurlaus og ég trui ekki öðru en að þu standir þig vel!!???? Ef þig langar eh að tala saman um meðgöngu þa máttu alltaf leita til mín, er ólètt sjálf af minu fyrsta 6 vikur í dag! Eg er alveg jafn clueless i þessu öllu!??

donaldduck | 13. mar. '19, kl: 10:57:12 | Svara | Er.is | 0

gætiru farið heim núna í nokkra daga, rætt málin við foreldra og fjöslskylduna. þá sérðu hvað þau eru tilbúin að gera með þér og fyrir þig. kanski er það bara lausn að halda áfram þar sem þú ert, ganga með barnið, hætta svo að vinna í kringum 8 mánuðu og fara heim til fjöl. og vera þar amk í fæðingarorlofinu. 

malata | 13. mar. '19, kl: 20:47:34 | Svara | Er.is | 0

Fyrst þá er ekkert asnalegt að vera hrædd og hafa erfitt í þína stöðu. Það er mikið tilfinningarússibani að vera ólétt og enn meira ef þú ert ein í þessu. Það væri skynsamlegt að reyna að taka smá frí og kíkja til fjölskyldunnar úti á landi ef þú ert að íhuga að flytja þangað, bara til að sjá til hvernig þér líður þar og hvað gæti verið þitt líf þar. Svo má endilega hafa samband við mæðraverndina, og fengið að fá tíma með félagsráðgjafa sem getur hjálpað þér að finna út úr þessu - hvað þú hefur rétt á í þinni stöðu og svoleiðis.
Og að vera hrædd að mistakast í móðurhlutverkinu er bara eðlilegt. Það sýnir bara að þú vill það besta fyrir barnið þitt og tekur þetta mál sem fullorðin manneskja.
Gangi þér sem best og farðu vel með þig.

magnea90 | 13. mar. '19, kl: 20:52:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, mér líður mun betur núna. Var bara hálf sár og móðguð yfir því að barnsfaðirinn væri að kalla mig uppáþrengjandi því ég var það alls ekki. Honum fannst það kannski en æji veit ekki, útskýrði fyrir honum að hann vissi alveg af hverju ég væri svona uppáþrengjandi eins og hann sagði. Hann talaði um að setjast niður að spjalla fljótlega, hefur sagt þetta áður. Mig hálfpartinn langar ekkert að ræða þetta nánar við hann miðað við hvernig hann hefur verið en auðvitað verð ég að gera það:).

Draumadisin | 15. mar. '19, kl: 16:27:54 | Svara | Er.is | 0

Æji leiðinlegt að heyra. Ef ég væri þú þá myndi ég flytja til fjölskyldunar þinnar sem fyrst þar sem þú hefur stuðningsnet og fólk sem skilur þig og veitir þér styrk. Alls ekki vera hugsa út í það hvað fólki finnst um þig, það kemur það bara engum við hvað þú gerir eða hvað ákvarðanir þú tekur. Það sem skiptir máli hér og nú ert þú og litla krílið og velferð ykkar. Ég mæli með að þú finnir þér einhvern sem þú treystir og talar við hann/hana. Ferð út með vinum eða vinkonum aðeins til að leiða hugann frá þessu. Einnig mæli ég með að tala við sálfræðing á meðan á öllu þessu stendur og þessi lægð er sem dýpst, því ekki viljum við að neitt komi fyrir. Það er oft líka þægilegt að tala við einhvern sem hægt er að treysta og er hlutlaus. Gangi þér ofboðslega vel. Ef það er eitthvað endilega bara senda skilaboð eða skrifa inn þræði :)

adaptor | 15. mar. '19, kl: 19:52:08 | Svara | Er.is | 0

hvað eru konur að gera með að láta svona vesalinga ríða sér 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

magnea90 | 15. mar. '19, kl: 20:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stundum verður maður bara að láta ríða sér, er það ekki?

adaptor | 15. mar. '19, kl: 22:16:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já um að gera að halda aumingja genunum gangandi

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

magnea90 | 15. mar. '19, kl: 22:56:41 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hann er nú enginn aumingji þó hann hafi farið útaf beinu brautinni. Bara ekki nógu sterkur til að takast á við sín vandamál á eðlilegan hátt. Skil ekki alveg hvaða tilgang þessi komment hjá þér hafa. Til þess að láta mér líða verr en mér líður. Eða viltu frekar að ég fari í fóstureyðingu? Mitt líf og mínar ákvarðanir kemur þér nákvæmlega ekkert við. Það er ekki til neitt sem heitir aumingjagen.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47866 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, annarut123, Paul O'Brien, tinnzy123, Guddie, Bland.is, paulobrien