Ólétt af fyrsta barni og á ekki bót fyrir borunni!

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 11:22:36 | 1453 | Svara | Er.is | 0

Góðan dag.
Ég er komin 2 mánuði á leið með mitt fyrsta barn og annað barn kærasta míns.
Við búum í foreldrahúsum og eigum ekki bót fyrir borunni á okkur!
Lítið barn var ekki á dagskrá hjá okkur á næstunni en við erum auðvitað óskaplega hamingjusöm með þetta og kemur ekki annað til greina en að eiga barnið.
Við erum bæði í fastri vinnu og erum dugleg en höfum lítið náð að spara útaf mánaðarlegum afborgunum.
Nú liggur á að komast í eigið húsnæði og kaupa öruggari bíl. Svo auðvitað kaupa allt það sem lítið barn þarf.
Ég get ekki verið sú eina sem hefur verið í þessari stöðu.
Góðu konur, hvernig í ósköpunum fóruð þið að þessu sem höfðuð ekkert á milli handanna?
Þetta liggur allt svo þungt á okkur parinu og við erum hræðilega stressuð.

Með bestu kveðju *

 

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 11:32:34 | Svara | Er.is | 1

hverjar eru þessar mánaðalegu afborganir hjá ykkur núna?

nautagullas | 26. jan. '16, kl: 11:35:55 | Svara | Er.is | 15

Í fyrsta lagi: til hamingju með óléttuna.
Í öðru lagi (og ég er ekki að reyna að vera leiðinleg): Hvernig í ósköpunum getið þið ekki lagt fyrir á meðan þið eruð bæði í vinnu og búið í foreldrahúsum? 
Hvað eruð þið að borga í leigu? Hvað flokkast undir mánaðarlegar afborganir?

Það er ekki gott að vera stressuð á meðgöngu, kannski væri ráð að fara á eitthvað fjármálanámskeið. Hef samt enga hugmynd um hvar það er í boði.  
Annars mæli ég með því að þið  búið enn í foreldrahúsum á meðan þið hafið ekkert á milli handanna (ef það er í boði).


Gangi ykkur vel 

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 11:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það sem flokkast undir mánaðarlegar afborganir eru m.a. allt sem tengist bílnum, leiga, matarinnkaup á heimilið, meðlag og allt sem tengist barninu, sími, net og síðast en ekki síst blessuð námslánin. :) Auk þess vita allir að það er dýrt að lifa. Við fluttum í foreldrahús til að geta lagt meira fyrir, en við höfum ekki getað lagt eins mikið fyrir og við höfðum viljað.

saedis88 | 26. jan. '16, kl: 12:09:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

vera með heimilisbókhald og sjá hvert eyðsan er fara. mikilvægt að vera heiðarlegurgagnvart sjálfum sér. 


www.skuldlaus.is er með gott excel skjal. 

miramis | 26. jan. '16, kl: 17:22:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 10

Eruð þið í alvöru bæði í fullri vinnu og búið heim ahjá foreldrum annars ykkar en náið samt ekki að leggja fyrir? :/



Mainstream | 26. jan. '16, kl: 17:49:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Já, plús pillan og einn virkur eggjaleiðari. Þetta er besti togarinn sem ég hef séð hérna lengi. 

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 18:12:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

jújú við náum að leggja eitthvað fyrir, en ekki nóg finnst mér. Við búum heldur ekki frítt, borgum leigu, net, síma og mat :)

miramis | 26. jan. '16, kl: 18:23:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eruð þið að borga mjög háa leigu? Eða eruð þið með mjög lágar tekjur? Ef ekki þá eru útgjöldin of há. 

Roswell | 26. jan. '16, kl: 12:19:24 | Svara | Er.is | 0

Til hamingju!
Ég og minn kærasti ætlum að prófa í næsta mánuði að byrja að vera (loksins) með sameiginlegan reikning sem við erum bæði með kort. Leggja inn bæði x upphæð í byrjun mánaðar og bara gjörasvovel og láta það duga út mánuðinn- semsagt fyrir matarinnkaupum, bensíni og öllu sem viðkemur heimilinu. Ég mun þurfa að blæða út af mínum eigin reikning þegar og ef ég fer í plokk&lit eða eyði í aðra vitleysu handa sjálfri mér. 
Varðandi innkaup áður en baby kemur, þá skilst mér að börn þurfi miklu minna en maður heldur fyrstu mánuðina. T.d . þá þurfti systir mín ekki þessar 20 samfellur sem ég keypti handa hennar krakka fyrstu vikurnar. Og líklega best að reyna að kaupa notað eða fá gefins og lánað. 

---------------------------------------

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 12:24:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir :) Við höfum einmitt verið að ræða það taka út einhverja X upphæð á mánuði og láta endast út mánuðinn, held maður hafi meiri tilfinningu fyrir peningunum ef maður sér þá.
Og já það verður sennilega flest keypt notað, kannski ef maður kaupir einn (stærri) hlut í mánuði ætti maður ekki að finna eins mikið fyrir þessu?

Dalía 1979 | 26. jan. '16, kl: 14:12:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Eru þið bæði í vinnu myndi nota tækifærið ef þið eruð í heimahúsi hjá foreldrum að reyna að safna fyrir útborgun í íbuð 

amazona | 26. jan. '16, kl: 17:42:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það er alltaf verið að gefa barnarúm inni á gefinsallt gefins, með dýnum eða án þeirra, kaupir notaðan vagn eða færð hann lánaðan, kannski gefa foreldrar ykkar ykkur vagn, ég fékk sængurgjafir og fulla ferðatösku af notuðum barnafötum, svo keypti ég öll föt á ADHD barnið mitt í Hertex eða Kolaportinu þegar það stækkaði, svo fær barnið jóla og afmælisgjafir, það dugði eldra barninu mínu, þurfti aldrei að kaupa föt á það

Ice1986 | 26. jan. '16, kl: 17:02:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Mín reynsla er einmitt að börn þurfa meira en maður heldur. Maður fær mikið gefins fyrst í nýburastærðum og þá notaði maður oft ekki öll fötin. En eftir st. 68-74 eru þau að kúka og sulla yfir sig, allt með blettum og það þarf að endurnýja flíkurnar. Svo þurfa þau ullarföt sem eru dýr. Og svo telst allskonar bossakrem, brjóstakrem, stílar, bleijur, matur ( hver skvísa/krukka er svona 150 kr og telur hratt). Svo borgar maður dagmömmum hálfa hendi fyrir daggæslu. Bílstólar og vagn eru stór útgjöld sem er samt oftast nauðsynlegt.  Mér finnst ég alltaf vera kaupa eitthvað smotterí sem lilla vantar.


Og meðgönguföt - dúddamía þau eru dýr. 


Er ekki að reyna láta neinn fá hnút í magann en bara að láta vita að þetta er fljótt að telja. Kannski hægt að gera þetta ódýrara ef maður reynir að fá allt notað 

Roswell | 26. jan. '16, kl: 17:05:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ó, það getur reyndar vel verið. Ég á ekki nein börn svo ég hef ekki reynsluna :) Vissi reyndar þetta með dagmömmur, að þær séu fokdýrar!

---------------------------------------

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 17:22:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það þarf nú ekki alltaf að kaupa meðgönguföt, ég keypti einar meðgöngunælonsokkabuxur

Ziha | 26. jan. '16, kl: 18:32:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég keypti á fjórum meðgöngum alveg eina, nei tvær peysur/boli  og einar buxur, saumaði svo einar.... og já, 2 brjóstagjafabrjóstahaldara.


Það var samt bara annar bolurinn sem var meðgöngu, hinn var bara svona hentugur í sniðinu.  Ah og jú, ég keypti víst einar smekkbuxur þegar ég gekk með fyrsta barnið.... :o)  Var búin að gleyma þeim....   

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 18:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er reyndar eitt sem þarf að passa sig á, ég passaði vel í nokkrar uppáhaldsflíkur á meðgöngunni en ég gat ekki hugsað mér að nota þær eftir meðgöngu því þá leið mér alltaf eins og ég væri ólétt en nota reyndar allavega eina flík 15 árum síðar

júbb | 26. jan. '16, kl: 18:37:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Svo má líka benda á að það eru til óléttuföt í Debenhams sem eru ekki eins dýr og annarsstaðar. En þau eru líka í línu sem er í frekar ódýrari kantinum og endast kannski ekki eins lengi og fínar buxur úr dýrari búðunum en endast samt alveg nóg því maður þarf kannski ekki margar buxur sem endast í fjölda ára þó svo maður ætli að nýta föt á annarri meðgöngu.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

nefnilega | 26. jan. '16, kl: 21:08:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og þegar þau byrja á leikskóla! Stígvél, kuldaskór, regngalli, snjógalli... 

Degustelpa | 27. jan. '16, kl: 12:13:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

við þurftum nú að eiga þetta þegar drengurinn byrjaði hjá dagmömmu

Mainstream
Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 12:33:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 25

Þakka þér kærlega fyrir þetta hugulsamlega svar!
Gott það virkaði hjá þér. Það virtist ekki virka hjá mér þó ég væri á pillunni og með einn eggjaleiðara í lagi.
Óska þér alls hins besta <3

Mainstream | 26. jan. '16, kl: 17:43:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Eruð þið háskólamenntuð, búið í foreldrahúsum, eruð í fullri vinnu og eigið ekki krónu? 

Medister | 26. jan. '16, kl: 18:28:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Togari?

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 12:37:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 21

hvernig er útsýnið þarna uppi??

passoa | 26. jan. '16, kl: 14:05:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 17

Hahahahahaha! Hversu margir ætli hafa eignast barn eftir háskólanám og enn ekki átt bót fyrir borunni á sér?? :p

notendaskilmalar | 26. jan. '16, kl: 20:24:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Sem sagt, börnum háskólamenntaðra skortir aldrei neitt?

Heiðlóan ♫♬♪ ♩ | 27. jan. '16, kl: 00:26:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Leyfðu mér að giska. Þið hjónin eruð menntaðir þroskaþjálfar eða leikskólakennarar?


Nei?

---------
Er með lítið notaðan fetal doppler til sölu

♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩ ♫♬♪ ♩

Mainstream | 27. jan. '16, kl: 00:34:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei og heldur ekki lögfræðingar eða tæknifræðingar.

anitaosk123 | 27. jan. '16, kl: 22:52:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Djöfull ertu leiðinleg

Orgínal | 26. jan. '16, kl: 12:39:02 | Svara | Er.is | 2

Ég var í þessum sporum með fyrsta barn. Við reyndar leigðum 50 fm kjallaraíbúð og ég var ein með tekjur, nýbyrjuð í fyrstu vinnunni minni eftir nám.
Þetta blessaðist allt saman.
Fékk sumt lánað, annað gefins og sumt keyp notað og nýtt. Ég sleppti gerviþarfahlutum eins og pelahitara, pelasuðutæki, rafdrifnum ömmustól og ýmsu öðru sem ég öfundaði vinkonur mínar pínu af en sá svo að ég komst vel af án.
Ef þið eruð í vinnu fáið þið væntanlega fæðingarorlof þannig að þið verðið ekki tekjulaus. Þetta blessast.

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 12:41:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Takk fyrir, bara það að lesa þetta róar mig. Kannski ég sé að mikla þetta fyrir mér.

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 13:29:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

skiptiborð er heldur ekki nauðsynlegt, hef aldrei skilið þegar fólk kaupir sér skiptiborð því að í flestum tilvikum er þetta forljót plássfrek mubla

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 13:30:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hehehe já ég þarf kannski að endurskoða að kaupa skiptiborð :P

júbb | 26. jan. '16, kl: 16:59:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Það er svo ótalmargt sem maður sér á listum hjá fólki sem eru ekki nauðsyn. T.d. er rosalega í tísku núna að vera með svokallað hreiður þar sem barnið sefur í og maður getur lyft í heilu lagi yfir í rúm barnsins, það er alls engin nauðsyn þó sumum finnist það þægilegt. Eins eru vöggur ekki nauðsynlegt millistig, það er alveg hægt að kaupa bara rimlarúm strax en verð að viðurkenna að það er nú þægilegra að vera með rimlarúm sem hægt er að stilla hæðina á botninum á. Stuðkantur á rimlarúmið er heldur engin nauðsyn og ætti hreinlega ekki að vera í notkun yfir höfuð vegna slysahættu. Þú þarft heldur ekkert að kaupa neitt pelatengt eða mjaltatengt fyrirfram ef þú ætlar að hafa barnið á brjósti. En það er ágætt að hafa í huga að það gætu verið útgjöld seinna meir ef eitthvað gengur ekki upp en algjör sóun að eyða í svona fyrirfram.


Þannig að, vertu meðvituð um að þegar þú lest og spyrð um hvað þarf að kaupa að þú færð kannski svör um eitthvað sem gæti verið óþarfi. Leitaðu þér upplýsinga og vertu pínu gagnrýnin.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 17:24:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

veit ekki hvernig það er núna en á tímabili urðu allir að kaupa rándýrar ruslafötur undir bleyjur, finnst það eiginlega bara sóðaskapur ef eitthvað er

strákamamma | 26. jan. '16, kl: 19:06:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég á bara kommóðu fyrir föt barnsins...og er með skiptipúða ofaná henni til að skipta á gæjanum...  

strákamamman;)

woonda | 27. jan. '16, kl: 10:53:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þarft ekki nauðsynlega skiptiborð. Átti ekki skiptiborð með fyrsta barni og það gekk bara vel. Var með svona dúk sem ég lagði ýmist á rúmið eða sófann þegar ég var að skipta á því. Baðaði hana síðan bara upp úr balanum sem annars var notaður undir þvott eða tóka hana með mér í sturtu/bað.

Hedwig | 26. jan. '16, kl: 13:38:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst einmitt skiptiborðið vera svo þarft. Skil ekki að nenna að skipta í sófanum eða álíka þehar maður getur staðið við borðið í réttri hæð með allt til alls. Skiptum aldrei á henni annarsstaðar og ef við erum í heimsókn annarsstaðar skipti ég á borði með smá mjúkt undir.

Brindisi | 26. jan. '16, kl: 13:44:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

notaði rimlarúmið fyrst, þá var það upphækkað í réttri hæð og svo einmitt fannst mér bara mjög þægilegt að skipta bara í rúminu eða sófanum

júbb | 26. jan. '16, kl: 16:51:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

En það er hinsvegar hægt að útbúa skiptiaðstöðu í réttri hæð án þess að eyða í húsgagn sem er svo bara notað í takmarkaðan tíma. Ég skil alveg að finnast óþægilegt að skipta alltaf í sófanum eða rúminu, það myndi ekki henta mínum líkama. En t.d. kommóða sem nýtist áfram getur verið ágætislausn, svo bara skiptidýna ofan á. Eða lítið borð í réttri hæð með dýnu ofan á. 

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Hedwig | 26. jan. '16, kl: 19:13:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Er með skiptiborð úr ikea sem verður svo hilla þegar skiptitimabilið er búið þannig að þetta er snilldar skiptiborð sem kostaði ekki mikið og nýtist eftirá líka.

Degustelpa | 27. jan. '16, kl: 12:17:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

við vorum með skiptiborð en ég gat ekki skipt á honum þar. Ég varð svo tóm að innan að ég gat ekki staðið það lengi til að skipta á barninu svo við vöndumst því að vera með skiptidýnuna við hliðina á sófanum sem við tókum upp þegar þurfti. Þurftum reyndar að skila dýnunni fyrir nokkrum mánuðum svo núna notum við bara handklæði

nefnilega | 26. jan. '16, kl: 21:10:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég þurfti reyndar skiptiborð, þar sem ég gat ekki beygt mig niður í margar vikur eftir fæðingu. Lét kaupa það fyrir mig þegar ég kom heim af spítalanum.

ÓRÍ73 | 26. jan. '16, kl: 13:47:35 | Svara | Er.is | 0

sleppa bílnum og nota strætó? 

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 15:59:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

úff það yrði sennilega erfiðast að hætta að nota bílinn af öllu öðru. Ég er í tveim vinnum, kallinn í vinnu og stjúpbarnið býr lengst í burtu frá okkur. :)

alboa | 26. jan. '16, kl: 16:13:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Minnka notkunina ef hægt er?


Þú segist vera í tveim vinnum, hafið þið pælt í fjármálum og öðru eftir að barnið fæðist? Eruð þið í vinnum sem gerir ráð fyrir að einhver sæki barn alla virka daga kl 16-17? 


kv. alboa

ÓRÍ73 | 26. jan. '16, kl: 13:48:09 | Svara | Er.is | 0

svo þarf heldur ekkert ,,allt sem lítið barn þarf", lítið barn þarf í byrjun oftast ekki mikið meira en rúm og kannski vagn og föt. 

passoa | 26. jan. '16, kl: 14:03:35 | Svara | Er.is | 1

Það sem mér finnst virka best fyrir okkur er að vera með nokkur plastumslög með rennilás, þar sem ég legg pening í í hverjum mánuði, eitt af þeim eru matarpeningar fyrir hvern mánuð, og svo er ég með nokkur umslög fyrir svona stærri útgjöld sem eru kannski bara einu sinni eða tvisvar í mánuði og svo erum við með sitthvort umslagið sem við leggjum í vasapening fyrir hvort okkar, x-upphæð á viku, sem á að duga í t.d. að kaupa hádegismat í vinnu, áhugamál og afþreygingu, eða í raun það sem við viljum eyða því í, en það á í raun bara að vera innan þessa ramma. Mér finnst þetta virka mjög vel og erum þá að nota kortið nánast eingöngu í bensín og boðgreiðslur (sími, tryggingar og þess háttar).


Mér finnst maður oft eyða minna "smá hér og smá þar" ef maður er frekar með pening en kort, og ég sé það líka á afgreiðslufólki að það er einstaklega óvant því að taka við peningum þar sem það þarf alltaf að halla sér fram og ýta á x-ið á posannum :p


Tek svo undir það með öðrum, skiptiborð er ofmetnasti hluturinn, við erum með fína skiptidýnu úr Ikea (þessi uppblásanlega) með coveri, hangi bara á einu horninu framan á einum fataskápnum og svo bara skellt á rúmið þegar þarf að skipta á :)


Þarft alls ekki að kaupa allt það fínasta og flottasta, hægt að fá þetta nánast allt notað á öllum þessum facebook sölusíðum :) Gangi ykkur vel og til hamingju með laumufarþegann :)

passoa | 26. jan. '16, kl: 14:04:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Stærri útgjöld sem eru kannski bara einu sinni eða tvisvar á ÁRI! :p

Steina67 | 26. jan. '16, kl: 15:35:48 | Svara | Er.is | 1

Ég bjó hjá tengdó þegar ég varð ófrísk af mínum elsta fyrir 28 árum. Það var voða kósý og eftir að hann fæddist þá flutti ég til foreldra minna alveg en ekki bara um helgar.

Við vorum að safna pening en þáverandi maðurinn minn var með þráhyggju fyrir peningum. Hann var ekki tilbúinn að fara að búa því að þá þurfi að eyða peningunum. Og honum fannst gott að búa heima hjá mömmu og láta hugsa um sig þar.


En þegar strákurinn var mánaðargamall að þá flutti ég í íbúð sem ég leigði. Var búin að leigja hana og fékk afhent eitthvað eftir að strákurinn fæddist. Pabbi vildi bara ekki að við flyttum strax, hann vildo að ég væri alveg búin að jafna mig eftir fåðinguna áður en við flyttum. Þáverandi fékk bara skilmála og hann fékk að ráða hvar hann vildi búa og hann valdi að búa með mér.


Ég fékk fullt lánað, foreldrar okkar gáfu okkur eitthvað og svo keypti ég ársgamlan vagn sem ég notaði fyrir öll börnin mín fjögur og fæddust á 12 ára tímabili.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Petrís | 26. jan. '16, kl: 19:16:59 | Svara | Er.is | 7

Ef þið eruð blönk núna búandi heima hjá pabba og mömmu, bæði menntuð í fullri vinnu verðið þið alltaf á rassgatinu nema þið lærið nýja hegðun

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 20:01:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

takk fyrir, ég er ekki að biðja um einhverja lexíu. Mig langaði að heyra frá þeim sem urðu óléttar og voru ekki tilbúnar til að eignast barn peningalega séð.
Ég sagði aldrei að við værum bæði menntuð. Hvers vegna hefur fólk þörf fyrir að buna svona út úr sér að hinn og þessi þurfi að breyta til hjá sér.
Ég þykist nú vita það að ég þarf að tækla ýmis mál hjá mér og betrumbæta, læra. Þá finnst mér frábært að fá að læra af þeim sem hafa verið í sömu stöðu og ég.

Petrís | 26. jan. '16, kl: 20:06:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þú velur ekkert svör sem þú færð hér, ef þú ert viðkvæm fyrir umræðunni ættir'u ekki að vera hér

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 21:42:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 15

Ég á svo bágt með að skilja fólk og þá helst konur sem eru hreint út sagt hundleiðinlegar við aðra á netinu.
T.d. veist þú ekkert hver ég er, ég gæti alveg eins verið kunningi þinn, frænka, skyld manninum þínum eða jafnvel unnið með þér, myndir þú þá svara mér svona ef ég kæmi og leitaði til þín?
Ég er viðkvæm að því leiti að ég þoli ekki fólk sem getur ekki verið nice við nágunann.

Petrís | 26. jan. '16, kl: 21:54:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég myndir svo sannarlega gera það já, ef þú værir frænka mín og þú flyttir inn á foreldra þína til að spara og sparaðir svo ekki neitt myndi eg ekkert vera að leyna því sem mér fyndist ef þú spyrðir

Gunnýkr | 26. jan. '16, kl: 21:16:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ég var ein, átti ár eftir af stúdentsprofi. Þetta var bara púsl og nægjusemi. 
Fékk fullt lánað og svo voru ættingjar duglegir að spyrja hvað mig vantaði í sængurgjöf. 
ég þurfti ansi oft að lifa á skyri og súpum .. :p en þetta tókst.

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 21:44:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Flott hjá þér :) Já þetta gengur eflaust allt upp, ég er bara svo stressuð ég veit ekkert hvað ég er að fara út í.
Takk fyrir þetta :)

staðalfrávik | 26. jan. '16, kl: 23:12:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Engin mamma í fyrsta skipti hefur hugmynd um hvað hún er að fara út í. Hamingjuóskir BTW, ég skal hugsa hvort ég get bætt einhverju úr eigin reynslubanka þessa umræðu.

.

Gunnýkr | 27. jan. '16, kl: 20:42:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

þetta kemur allt i ljós bara smá saman... 
Ég held bara oft að kröfurnar séu of miklar. 
Sumir halda að börnin þeirra þurfi að eiga allt... og það þurfi að kaupa allt. 
Þú bara sniður stakk eftir vexti og gerir það sem þú getur. 

ove | 27. jan. '16, kl: 20:35:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hér vantar ekki svörin. Og skítkastið í leiðinni.

Gunnýkr | 26. jan. '16, kl: 21:07:22 | Svara | Er.is | 0

ég flutti út á land. 

Ice1986 | 26. jan. '16, kl: 21:33:12 | Svara | Er.is | 3

Þú ert alls ekkert ein í þessari stöðu. En þetta er kannski ekki skemmtilegasta staða í heimi. Eru þið mikið skuldsett? 
Þið skuluð nr 1. 2. og 3 tala saman núna og koma ykkur á sömu blaðsíðu. Það er rosalegt álag á samband að eignast barn - trúðu mér þótt allt sé gott núna þá breytist lífið mikið eftir 7 mánuði og þegar þið eruð þreytt, úrvinda að hugsa um lítið kríli þá reynir á. Og peningaáhyggjur ofaná þetta munu gera hlutina snúna. Svo þið þurfið að stilla saman strengi - hvað ætlið þið að "leyfa" ykkur og hvað ekki? Má hann t.d. fara í bíó með vinum sínum eins og hann vill og þú á kaffihús? Hvaða reglur ætlið þið að setja um skyndibita eða kaupa föt? Þetta þarf allt að vera á hreinu því ef bara eitt ykkar er að spara á fullu en ekki hitt þá verður til pirringur


Þið getið þetta auðvitað eins og aðrir en bara passa að stilla væntingum í hóf. Það eru þá bara framundan sparsamir mánuðir/ár og báðir þurfa að vera tilbúnir í það. 


Varðandi það sem þarf fyrir barnið. Það er dýrt. Og þú munt ekki geta keypt allt sem þig langar. Keyptu notaða fatapakka á facebook, leitaðu að notuðum hlutum gefins/ódýrt og byrjaðu snemma að reyna sanka þessu að þér. Ertu með eitthvað stuðningsnet? Kannski foreldra sem geta gefið vagn/bílstól eða eitthvað af þessum dýrari hlutum?

Lif2016 | 26. jan. '16, kl: 21:48:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Takk kærlega fyrir. Ég hef fengið nokkur góð ráð í dag og er mjög þakklát, átti gott spjall við kallinn eftir vinnu og settum niður markmið fyrir næstu mánuði.

Arel | 26. jan. '16, kl: 21:57:34 | Svara | Er.is | 0

Mér fannst ég aldrei fjárhagslega tilbúin, en þetta gekk upp í bæði skiptin. Maður bara aðlagar sig. Maður hugsar í dag um hvað maður var að eyða áður í mikinn óþarfa, sem manni fannst vera mikilvægt þá.

klemenz uggi | 27. jan. '16, kl: 09:43:17 | Svara | Er.is | 0

Þið sníðið bara stakk eftir vexti. Það eina sem mér fannst nauðsynlegt að eiga nýtt var bílstóll. Rimlarúm dugar frá fæðingu til allavega 2 ára og má fá notað á bland fyrir lítinn pening. Fyrst kemur holskefla af fötum gefins frá fólki í kringum ykkur þar sem allir virðast fá eitthvað kikk yfir að versla ungbarnaföt. Svo er mikið af notuðum "fatapökkum" til sölu hér líka eftir stærðum og hægt að gera mjög góð kaup. Skráið ykkur í fb grúbbur sem selja barnaföt og vörur.Þau stækka svo hratt fyrst að stundum náði barnið mitt bara að nota samfellu í 2 vikur og svo var hún orðin of lítil og því rugl að kaupa allt nýtt á mánaðafresti.

Svo er gott að eiga leikteppi,bala og ömmustól. Taliði við ættingja og vini eða auglýsið á facebook í ykkar vinahóp eftir ýmsu sem tengist barninu að láni eða ódýrt enda eiga margir fullar geymslur af dóti og búnir í barneign og hefðu gaman af því að sjá gamla barnadótið sitt endurnýja lífdagana.

Svo eru það bleyjur, blautklútar og ad krem.

Sækið svo um ungbarnaleikskóla um leið og barnið sér dagsljós(langir biðlistar) því þá þarf það bara 3 mánuði hjá dagmömmu. Auðvitað kjósa sumir dagmömmu frekar og þið gerið það bara upp við ykkir sjálf :)

Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en svona hef ég þetta og mér finnst nýja barnið okkar varla hafa nein áhrif á okkar fjárhag. Ég á annað barn fyrir og þegar það var lítið þá keypti ég margt sem ég taldi nauðsyn en notað svo aldrei eins og t.d skiptiborð. Mér fannst svo bara best að nota hjónarúmið eða leikteppið. Þegar barnið er pínulítið að þá er gott að nota skiptidýnu(fæst í rúmfó á 2900) og setja hana bara á borðstofuborðið.

Afsakið langlokuna og gangi ykkur vel :)

ÓRÍ73 | 27. jan. '16, kl: 09:53:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju þarf barnið 3 mánuði hjá dagmömmu ef það fer á ungbarnaleikskóla? Þeir taka alveg jafn ungt og dagmömmur? 

klemenz uggi | 27. jan. '16, kl: 10:34:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér fannst eins og þessi sem ég sótti um hjá tæki frá níu mánaða. Taka ekki dagmömmur frá 6 mánaða? Ég hef þá bara ekki vitað betur fyrirgefðu

ÓRÍ73 | 27. jan. '16, kl: 12:12:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það var amk 6 mánaða barn þegar mín var á ungbarnaleikskóla. En þau eiga saman 9 mánuði í fæðingarorlof hvort sem er. 

Zagara | 27. jan. '16, kl: 19:24:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hjá sambúðarfólki er bara niðurgreitt eftir 9 mánuði.

Felis | 27. jan. '16, kl: 17:42:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rífa niður gamalt handklæði frekar en að nota blautklúta
Nota taubleyjur (kaupa notað), það er ódýrara.

En já varðandi fötin þá er litli minn búinn að eiga böns af fötum sem hann hefur aldrei farið í og við keyptum afar lítið af fötum sjálf.

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

Brindisi | 27. jan. '16, kl: 17:51:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

eða bara nota þvottapoka......nema þú sért að tala um rifin handklæði og soðið vatn fyrir heimafæðingu like in the movies :)

Felis | 27. jan. '16, kl: 19:30:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er að tala um til að þrífa bleyjusvæðið við skiptingar. Mér finnst þvottapokar of stórir í það, fyrir utan að ég á ekki nærri nógu marga

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

júbb | 27. jan. '16, kl: 17:57:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og jafnvel að nýjar taubleiur koma oft betur út á heildina litið þó það sé meiri kostnaður að koma sér upp bleyjunum.

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Felis | 27. jan. '16, kl: 19:31:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já eina er að startkostnaðurinn er mikill

___________________
“Why do people say 'grow some balls'? Balls are weak and sensitive. If you wanna be tough, grow a vagina. Those things can take a pounding.”
― Betty White

júbb | 27. jan. '16, kl: 19:53:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já, það er vandamálið

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

raggsigg | 27. jan. '16, kl: 21:43:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

af hverju er gott að bílstóll sé nýr?

júbb | 27. jan. '16, kl: 21:49:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Vegna þess að plastið í þeim rennur út eftir ákveðinn tíma og eins ef þeir hafa verið í bíl sem hefur lent í slysi (óháð því hvort barn var í honum eða ekki). Því er oft öruggara að kaupa nýjan eða að minnsta kosti að nota ekki notaðan stól nema vita fullkomlega hvernig hann hefur verið notaður (og auðvitað ekki of gamall).

Júbb
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
“It is said that your life flashes before your eyes just before you die. That is true, it's called Life.” Terry Pratchett - The Last Continent
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

raudmagi | 27. jan. '16, kl: 10:31:00 | Svara | Er.is | 0

Með fyrsta barnið mitt þá keypti ég ekkert. Fékk gamlan vagn hjá systur minni og ömmustól í fæðingargjöf. Föt fékk ég NÓG af í fæðingargjöf. Var ekki með skiptiborð eða neitt annað dótarí. Lítið barn þarf ekki allt það sem verið er að reyna að selja óléttum konum og nýbökuðum mæðrum. Reyndu að hugsa þetta þannig að vera bara með það sem BARNIÐ þarf en ekki það sem þig langi til að eiga fyrir það ;) Kannski ekki alveg rétt hjá mér því ég keypti snuð og taubleyjur :) 

klemenz uggi | 27. jan. '16, kl: 10:37:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Taubleyjur eru ómissandi sem bleyjur,smekkur, æluvörn á öxl, undir þegar skipt er á sprengju bleyjum, Í stað kodda fyrir barnið svo það gubbi ekki á lakið og svo geta þær endað sem tuskur ;)

kindaleg | 27. jan. '16, kl: 10:35:16 | Svara | Er.is | 0

Ég komst að þvi að ég væri ólétt daginn eftir að við foreldrarnir misstum vinnuna okkar (unnum saman).
Við bjuggum hjá foreldrum mínum frítt og vorum ekki beint að plana barneignir. En á 2 mánuðum fékk hann aðra vinnu og við fundum okkur íbúð. Við keyptum flest inn á bland eða í góða hirðinum. Maður breytti bara neyslumynstrinu og þá fór peningur að safnast inná reikningnum....
Barnavagn fengum við lánaðan og barnaföt keypti ég ýmist a útsölum, nýtti ferðir annarra til útlanda og pantaði á h&m og meðgönguföt (meðgönguföt i h&m eru á fínu verði og oft útsölur)
Svo þegar barnið varð 5 mánaða fluttum við út og lifið varð einhvern veginn mun auðveldara fjárhagslega og við þroskuðumst sem par og foreldrar :) gangi ykkur vel og til hamingju! Börn þurfa bara mömmufang,brjóst og bleiur fyrstu mánuðina það þarf ekki allt að vera 100% keypt fyrir fæðingardag.

Smákökudrottning | 27. jan. '16, kl: 12:18:17 | Svara | Er.is | 0

Þegar ég átti fyrsta barn fyrir löngu síðan fékk ég allt notað. Við vorum bláfátæk og áttum ekki krónu. En allir í kring voru sífellt að láta okkur fá fatapakka með notuðum fötum að ég þurfti fyrst að kaupa föt þegar barnið var 6 ára.

En nú á ég einn lítinn og bý annars staðar þar sem föt eru ekki gefin áfram heldur seld. Ég gerði lista yfir allt sem mig vantaði og verslaði eitt og eitt yfir meðgönguna. Fann varla fyrir því. Þú getur googlað lista hvað barnið þarfnast fyrsta árið.

Eina sem ég keypti ekki notað var bílstóllinn. Hann keypti ég nýjan.

Gangi þér vel.

Smákökudrottning | 27. jan. '16, kl: 12:20:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ég átti skiptiborð með fyrsta barninu. Notaði það aldrei, svo ég hafði aldrei fyrir því að ná mér í annað fyrir næstu börn ;)

Leynóbumba | 27. jan. '16, kl: 17:45:20 | Svara | Er.is | 0

Hvaða dag ertu sett? Ertu í óléttu facebook hóp?

kindaleg | 27. jan. '16, kl: 18:19:09 | Svara | Er.is | 1

Og já eitt, allir sögðu við mig hvað bleyjur væru hræðilega dýrar svo ég greip alltaf með bleiupakka þegar ég var í búðinni og ólétt (og hafði efni á) og átti HELLING þegar barnið fæddist...held ég hafi ekki keypt bleiur fyrr en barnið varð 4 mánaða :)

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Spilling.is Hauksen 5.7.2023 11.7.2023 | 16:08
Hjálp vegna uppsagnarfresti Burgerman 29.6.2023 11.7.2023 | 10:51
stór maður - lítið typpi?? punkass 4.1.2012 11.7.2023 | 10:20
Aldrei betra útlit hérlendis. jaðraka 9.7.2023 9.7.2023 | 16:20
Nudd fjola77 1.2.2022 7.7.2023 | 08:34
Streptókokkar Halliwell 5.5.2008 4.7.2023 | 01:58
Viðgerð á kúreka hatt Kolbeinn_Orri 3.7.2023
Leyninúmer Audrey Hepburn 8.3.2008 3.7.2023 | 20:09
Barn upplifir 2 mismunandi heimilisaðstæður Lovlyrose75 1.7.2023 1.7.2023 | 16:07
Bílasölu sölulaun ef keypt á bland.is smart11 23.6.2023 28.6.2023 | 11:06
Nýja sorppoka fyrirkomulagið - aukin fyrirhöfn og engin ávinningur. _Svartbakur 26.6.2023 26.6.2023 | 17:52
Chania Krít Gullogdemantar 26.6.2023
Múmín á íslensku Selja2012 24.6.2023
Eggjarauður 19merkur 20.12.2022 22.6.2023 | 03:25
Er ad fara sja barnabarn mitt i fyrsta sinn. kmarus21 21.6.2023
Já munið þið nú elskurnar að skola vel mjólkurfernur og fernur undan ávaxtadrykkum. _Svartbakur 6.6.2023 21.6.2023 | 15:34
Spá í spil 2500 alex159 16.6.2023 21.6.2023 | 10:22
perluprjón Þjóðarblómið 18.11.2009 20.6.2023 | 09:26
Ristilpokar leigan 19.6.2023
BSRB búin að kreista fram kauphækkun sem engin innistæða var fyrir. _Svartbakur 13.6.2023 19.6.2023 | 14:04
Daður Brandur1 19.6.2023
Selja Gull merida 15.6.2023 18.6.2023 | 03:25
Vantar mann í pallasmíði zjobbikj 16.6.2023
Barnabætur alltafmamman 15.6.2023 16.6.2023 | 00:19
Kaupa fasteign af foreldrum hringurfat 15.6.2023 15.6.2023 | 20:50
Um umsóknir í framhaldsskóla hg24 15.6.2023
Sorpa - Jú fyrirtækið hefur haft fólk að fíflum í áraraðir - og ætlar að gera áfram ! jaðraka 6.6.2023 14.6.2023 | 07:43
Mig vanta hjálp við að setja inn smáauglýsingu. Silja Sif 25.2.2008 14.6.2023 | 06:45
Vinna fyrir 16 ára Gando 12.6.2023 14.6.2023 | 04:55
Verðbólgan er afleiðing kauphækkana sem ekki eiga sér innistæðu. _Svartbakur 26.5.2023 11.6.2023 | 23:02
Smellir á íslensku, ensku og dönsku Pedro Ebeling de Carvalho 11.6.2023
Januarbumbur 2024 leyndarmál89 23.5.2023 9.6.2023 | 17:54
Skipta um heilsugæslt Ljósljós 7.6.2023 8.6.2023 | 14:49
"Leikum okkur á leiksvæðum" í nýrri upptöku Pedro Ebeling de Carvalho 6.6.2023
Íslebdingar skola mjólkurfernur með vatni og flokka sem pappír - Sorphirðan brennir _Svartbakur 5.6.2023 6.6.2023 | 15:14
Ferret sýklar 21.2.2013 6.6.2023 | 07:55
Skrýtið typpi? bernes 4.12.2007 5.6.2023 | 21:53
Vinnutíma stytting úr 40 klst á viku í 36 klst er nærri 10% kauphækkun _Svartbakur 26.5.2023 5.6.2023 | 15:00
Barna roleplay Prinsessan93 5.6.2023
Þvagprufa Noname8 3.6.2023 3.6.2023 | 23:02
Að selja mat Auddio 3.6.2023 3.6.2023 | 15:03
jakkaföt til leigu, veit einhver? looo 3.6.2023
Ísland úr Nató herinn burt ! _Svartbakur 2.6.2023 3.6.2023 | 01:12
Sorphirða og flokkun - og svo er öllu blandað saman !! jaðraka 2.6.2023 2.6.2023 | 23:45
Heimilistekjur - Fátækt _Svartbakur 2.6.2023
Lífskorn, 5 kjarna rúgbrauð frá Kristjáns uppskrift. Milly76 2.6.2023
Umsókn í háskóla synjað :( Fudge 1.6.2023
Eru Prairie Dogs leyfðir sem gæludýr á Íslandi Sigglindur 31.5.2023 1.6.2023 | 20:28
Vextir hækka - fólk þarf að greiða hundruð þúsunda vegna íbúðarhúsalána _Svartbakur 31.5.2023 1.6.2023 | 06:25
Ógeðslegt þjóðfélag Hauksen 29.5.2023 31.5.2023 | 09:25
Síða 10 af 47593 síðum
 

Umræðustjórar: annarut123, Hr Tölva, tinnzy123, Guddie, Kristler, Bland.is, Paul O'Brien, paulobrien