ömurlegt af Hagkaup og Bónus

seago | 29. okt. '18, kl: 19:38:58 | 783 | Svara | Er.is | -1


http://www.ruv.is/frett/hagkaup-aetlar-ad-fylgja-fordaemi-bonuss
Hagkaup ætlar að fylgja fordæmi Bónuss innan tíðar og hætta sölu á plastburðarpokum
hér eftir verlsar maður bara í netto og krónunni ég ætla ekki að láta bjóða mér einhverja rándýra korn poka því ég hef alltaf notað plastburðarpokanna sem ruslapoka

 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Gréta Þórunn Rúnarsdóttir | 29. okt. '18, kl: 19:44:27 | Svara | Er.is | 8

fyrirgefðu en mér finnst það bara fokking geggjað. þú þarft ekki að nota plastpokana þeir eru óumhverfis vænir og þú getur keypt stærra magni af pokum sem eru umhverfisvænni (í hagkaup og bónus) til að setja í ruslið þitt. en svo geturðu bara notað fjölnotapoka og þarft því ekki að kaupa "rándýra korn poka". keyptu þér bara ruslapoka sem eru umhverfisvænir í stærra magni og eru ódýrari þess þá heldur en að alltaf vera kaupa plast poka

seago | 30. okt. '18, kl: 01:15:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég vil bara kaupa sterka og góða poka sem halda meira en 2 lítrum af mjólk ég nenni ekki að vera alltaf með fjölnota poka á mér ef ég skyldi nú þurfa að koma við í búð

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

askjaingva | 30. okt. '18, kl: 12:06:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Þetta er bara framtíðin eins og t.d. að flokka rusl, afsakanir um að nenna ekki blífa bara ekki lengur.

Kaffinörd | 1. nóv. '18, kl: 22:24:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hrikaleg hræsni í þessu fólgið á sama tíma og íslenskir garðyrkjubændur hafa harðneitað að hætta að setja vörur sínar í plastumbúðir og bera fyrir sig að það blandist of mikiðv erlendu grænmeti sé það í boði í lausu. Botninn tók síðan úr þessu öllu í fyrravor þegar átak var gegn plastpokum í matvöruverslunum á sama tíma og ég mætti í Krónuna og þar var skilti í miðju grænmetisborðinu þar sem stóð "Þarftu virkilega poka undir grænmetið" í miðjunni á lífrænu grænmeti og ávöxtum allt saman pakkað inn í plast.

Friðrik Fríkaði | 9. nóv. '18, kl: 00:43:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Búðir hafa stundað það í áratugina að setja túmata og epli og vínber undir plastfilmu með slæmu hliðina niður, þetta vita allir.

Óskettir konu með breytt bak húsmæði og sjálskirptan bíl áhugasamt kvenfólk hafa sanband í skilabot.

seago | 16. nóv. '18, kl: 18:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/16/pokarnir_eru_ekki_svo_slaemir/

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

túss | 29. okt. '18, kl: 19:54:06 | Svara | Er.is | 3

Bónus hefur verið að gefa fjölnota poka þessa viku,
Finnst þetta bara alveg frábært og vona að Nettó og krónan og aðrar verslanir geri hið sama.
Það er nóg plast í heiminum og flestir farnir að huga að umhverfisvernd. Allt plast sem framleitt hefur verið í heiminum er enn til. Hefur ekki enn brotnað niður svo að .....
Um að gera að nota fjölnota poka :)

seago | 16. nóv. '18, kl: 18:37:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/16/pokarnir_eru_ekki_svo_slaemir/

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

TheMadOne | 29. okt. '18, kl: 20:43:01 | Svara | Er.is | 1

Þú kaupir bara ruslapoka sem eru úr efni sem brotnar auðveldar niður en innkaupapokarnir og kaupir síðan fjölnota nælonpoka, ég keypti einn í Krónunni á mig minnir 299 krónur, stór og sterkur, og þarft ekki að kaupa innkaupapoka framar.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

seago | 30. okt. '18, kl: 01:17:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

á ég þá alltaf að vera með 4 til 5 poka á mér þetta er nú orðin meiri andskotans vitleysan í þessu þjóðfélagi

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

TheMadOne | 30. okt. '18, kl: 12:04:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þrír duga mér ágætlega og svo held ég á stórum hlutum ef þeir komast ekki í poka. Það er oft hægt að brjóta eða vöðla pokana saman í áfestan lítinn poka, þá tekur þetta miklu minna pláss.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Zagara | 29. okt. '18, kl: 20:46:12 | Svara | Er.is | 3

Fólk hefur verið á móti alls konar samfélagsbreytingum í gegnum tíðina. Skemmtu þér bara vel í Krónunni og Nettó þar til þau munu einnig taka þetta skref.

fólin | 30. okt. '18, kl: 10:07:00 | Svara | Er.is | 2

Þetta venst, manni fannst skrítið að ekki væri hægt að kaupa poka í costco en svo bara hætti maður að spá í þessu

Sodapop
TheMadOne | 2. nóv. '18, kl: 00:10:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Reyndar eru stór hluti af þessum plastpakkningum hjá Costco til þess fallinn að halda niðri matarsóun og heldur niðri verðinu á vörunni vegna miklu minni rýrnunar, svo er slatti í pakkningum sem eru þær sömu og aðrar verslanir fá sínar vörur í en henda þegar varan fer í hillurnar. Litlir snakkpokar í stærri pakkningu hentar vel til að fá passlegann skammt í stað þess að borða heilan stórann poka eða láta restina verða ólystuga og svo endurvinnur maður plastið. Óþarfi að bæta innkaupapokanum ofan á það...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

icegirl73 | 30. okt. '18, kl: 11:06:06 | Svara | Er.is | 3

Í staðinn fyrir að bölva þessu frábæra framtaki Hagkaupa og Bónus ættir þú kannski að hugsa um allt plastið sem flýtur í sjónum um allan heim. Það þarf að minnka plastnotkun og þetta er mjög góð leið til þess. Það er ekkert mál að geyma fjölnota poka t.d. í bílnum, eða í vasanum, geri hvoru tveggja. Þetta kemst fljótlega upp í vana. 

Strákamamma á Norðurlandi

seago | 16. nóv. '18, kl: 18:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/16/pokarnir_eru_ekki_svo_slaemir/

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 30. okt. '18, kl: 11:31:22 | Svara | Er.is | 1

Það  bauðst nú alltaf sterkir bréfpokar við kassann þegar ég var í matvörubúð í Svíþjóð. Er það ekkert í boði hér? Hvað kallið þið poka sem eru umhverfisvænni? Þessir maíspokar sem hafa verið dýrari en plastpokarnir? Eru þeir örugglega eitthvað umhverfisvænni en plastpokarnir? Þetta les ég inná sorpa.is (fréttir frá 2015) :

"Í viðtali við Bjarna Hjarðar, yfirverkfræðing SORPU, í sjónvarpsfréttum sunnudaginn 10. maí kom fram að umhverfisáhrif maíspoka væru meiri en hins hefðbundna plastburðarpoka. Sótspor maíspokans er til að mynda 69 gr CO 2  á móti 12,8 gr CO 2  sem er sótspor hefðbundins plastburðarpoka. Sótspor er samnefnari yfir áætluð heildaráhrif losunar gróðurhúsalofttegunda sem allur lífsferill pokanna veldur. Upplýsingarnar eru fengnar úr lífsferilsgreiningu sem Umhverfisstofnun Bretlands lét gera á þeim tegundum poka sem stóðu neytendum í Bretlandi til boða sem burðarpokar og kom skýrsla með niðurstöðum þeirrar greiningar út árið 2011. Þess skal getið að Umhverfisstofnunin er opinber og óháður aðili sem er leiðandi í hagsmunagæslu náttúru og umhverfis á Bretlandi og í Wales."


Líklega best að nota poka sem komið er með í matvörubúðina, sem hægt er að nota aftur og aftur. En hvað á að nota sem ruslapoka fyrir heimilissorpið sem er hent út í tunnu, maíspokana? 

askjaingva | 30. okt. '18, kl: 12:08:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þú bara flokkar allt sem hægt er, restin fer bara laust í ruslatunnuna. Þetta er ekki vandamál nema fólk geri þetta að vandamáli.

TheMadOne | 30. okt. '18, kl: 12:26:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Síðast þegar ég vissi var bannað að setja blandaða ruslið laust í ruslatunnuna. Setur þú matarleyfar bara beint af diskunum í tunnuna?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 30. okt. '18, kl: 14:12:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei ég er með moltutunnu og þangað fara allar matarleyfar, hendi engu lífrænu.

TheMadOne | 30. okt. '18, kl: 15:49:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ertu upp í sveit? Ég er með moltukassa en ég set ekki kjöt eða fiskafganga í hann. Finnst betra að halda nágrönnunum góðum

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 30. okt. '18, kl: 15:55:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Nei ég reyndar bý í miðbænum. Nágrannarnir hafa ekkert kvartað ennþá enda er þetta nú bara afsökun fyir leti. Það er auðvitað heilmikil vinna að flokka og vera umhverfisvænn en það er ekki eins og það gangi til lengdar að láta sem það sé ekki nauðsynlegt.

Venja | 2. nóv. '18, kl: 22:38:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þar sem ég bý er bannað að setja kjöt og fisk með lífrænum úrgangi út af rottum og músum og annarri óværu sem það laðar að sér

Melodie | 1. nóv. '18, kl: 18:33:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Hef séð nokkrum sinnum í Facebook hóp sem ég er í tengdum endurvinnslumálum að Sorpa svarar fyrirspurnum um þetta mál að það sé í góðu lagi að setja blandaða ruslið laust í tunnuna. Maður ber síðan sjálfur ábyrgð á því að þrífa hana.

TheMadOne | 2. nóv. '18, kl: 00:21:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok þeir hafa þá breytt því þegar endurvinnslan byrjaði. Ég leitaði að þessu á heimasíðunni og fann ekkert.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 7. nóv. '18, kl: 14:26:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já við þrífum tunnuna okkar reglulega enda kemur alltaf ólykt af rusli, en við erum með mjög lítið af rusli því við flokkum og endurvinnum eiginlega allt.

TheMadOne | 30. okt. '18, kl: 12:11:15 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Þetta er víst ekki alveg klippt og skorið http://www.allaboutbags.ca/papervplastic.html

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 30. okt. '18, kl: 12:21:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er vandlifað í þessum heimi. Meira að segja pappírspokar valda meiri aukningu í losun gróðurhúsaloftteguna heldur en plastpokar! Ég flokka allataf bréf/pappa frá venjulegu sorpi en viðurkenni að ég er ekki dugleg við að flokka plastið frá. Gæti örugglega tekið mig á í þeim efnum. En ég sé ekki ennþá hvað maður ætti að nota fyrir heimilissorpið, ég vil hafa poka fyrir það þó svo ég geti eitthvað flokkað meira.

TheMadOne | 30. okt. '18, kl: 13:04:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Endurvinnsla er svolítið í stíl við heilsufæði og aðra umhverfisvernd. Liggur meira á sama stað í hausnum á fólki og trúarbrögð heldur en staðreyndir þar sem fólk getur farið með upplýsingar sem heilagan sannleika og látið allt snúast um það en tekið 180° snúning án þess að hugsa einu sinni út í að það gæti verið jafn vitlaust

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 30. okt. '18, kl: 13:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég er eiginlega alveg sammála þér þarna TheMadOne. 

askjaingva | 7. nóv. '18, kl: 14:50:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Aðalástæðan fyrir því að hætta að nota plastpoka er ekki gróðurhúsalofttegundir heldur plastmengun. Plastið, eins og þú eflaust veist, brotnar ekki niður í náttúrunni heldur safnast upp allstaðar. Þú þarft ekki plastpoka undir heimilisorpið, það eru aðar leiðir ef fólk nennir. Taktu þér tíma og skoðaðu ástandið í heiminum varðandi plast og rusluppsöfnun, þér mun örugglega bregða og þó sumir láti eins og þetta sé fanatík þá er staðreyndin sú að við íslendingar róum lífróður í umhverfismálum og stöndum okkar vægast sagt illa. Það er sama þó þú takir einhvern 180 gráðu snúning það er ekki nóg gert.

TheMadOne | 7. nóv. '18, kl: 15:12:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Langlanglangmesta mengunin kemur frá iðnaði og þá stóriðnaði sem er mjög erfitt fyrir einstaklinga að gera eitthvað í. Þar liggur ábyrgðin hjá stórfyrirtækjum og iðnaðarveldum sem hlusta ekki einu sinni á stjórnvöld heldur stjórna þeim eftir eigin geðþótta. Þar snýr allt um arð og hitt er "eðlilegur fórnarkostnaður". Þú getur séð míkrómynd af þessu í stjórnvöldum landsins, fjármálaöflunum og svo hagsmuni þeirra fátækustu í landinu. Það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að endurvinna og gera það auðvelt fyrir almenning að þurfa ekki að standa í stórkosnaði til að gera það almennilega (t.d. grenndargáma sem hægt er að henda heilum pappakössum) en fram að þessu hefur víða verið endurvinnsluruslið urðað eða brennt með hinu heimilissorpinu þar sem það hefur ekkert tekið við því. Þarna er verið að láta okkur halda að við séum að gera eitthvað jákvætt en er bara sálfræði.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

askjaingva | 7. nóv. '18, kl: 15:22:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já og af því þú stjórnar ekki stórfyrirtækjum sem menga mest þá þarft þú sem einstaklingur ekki að taka neina ábyrgð á eigin mengun því einhverjir aðrir menga miklu meira. Hvernig væri að hver og einn tæki ábyrgð á eigin neyslu og eigin umhverfi. Ef allir gera það kemur restin á eftir.

TheMadOne | 7. nóv. '18, kl: 16:06:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ok ekki lesa það sem ég skrifaði.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. nóv. '18, kl: 16:06:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú villt meina að sorpið sem fólkið er að flokka  sé bara sett með hinu sorpinu sem urðað er ef ég skil þig  rrétt ?
Og svo segirðu líka: 


"   Þarna er verið að láta okkur halda að við séum að gera eitthvað jákvætt en er bara sálfræði."


Þú ert þessi uppbyggilega typa í umhverfismálum. 

TheMadOne | 7. nóv. '18, kl: 16:16:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta hefur verið gert frá upphafi endurvinnslu á landinu. Hefur minnkað eftir því sem farið hefur verið að selja ruslið í gámum til útlanda með meðfylgjandi mengun. Þarna kemur þú með ágæt dæmi um strámann og ég held frekar "appeal to emotion" en "no true scotsman" rökvillu.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

kaldbakur | 7. nóv. '18, kl: 16:12:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ég skil núna vel að þú sért með harðlífi. 

TheMadOne | 7. nóv. '18, kl: 16:17:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ad hominem

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

seago | 16. nóv. '18, kl: 18:50:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

málið er að plastmengun frá plast pokum á íslandi er engin 90 % af plastmengun í höfunum kemur frá afríku þar er rusli bara hent í árnar sem bera það út í sjó 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Júlí 78 | 7. nóv. '18, kl: 17:48:56 | Svara | Er.is | 0

Eru þetta maíspokar sem eru í Bónus núna? Hef ekki farið þangað eftir að nýju pokarnir komu. Hlýtur að vera því það var sagt við mig, hefurðu séð nýju pokana í Bónus núna? Ég sagði nei og þá sagði viðkomandi, þeir þola engann þunga og hrynja bara í sundur. Þá varð mér hugsað til sjálfrar mín sem ætlaði að sleppa plastinu og nota undir blöð og fernur maíspoka sem ég hafði keypt og átti á rúllu í skúffunni . Maíspokinn var nú fljótur að molna í sundur, ég varð að henda honum og fara með þetta í bláu tunnuna í plastpoka, tók reyndar plastpokann inn aftur. Lítið gagn af maíspokum ef þeir þola ekkert!  Vei mér er engin vorkunn að fara með sterka poka í búðina sem ég get notað aftur og aftur en ekki fer ég að nota maíspoka fyrir ruslið sem fer í svörtu tunnuna sem þola ekkert!

TheMadOne | 7. nóv. '18, kl: 19:13:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit ekki hvernig þetta er með maíspokana en ég var með rúllu af pokum fyrir hundaskít sem voru alveg fínir, hún gleymdist í skúffu örugglega í meira en ár en þegar ég ætlaði að nota þá aftur þá rifnuðu þeir bara eins og pappír. Það er kannski eðlilegt að pokar sem eiga að brotna miklu fyrr niður en venjulegir plastpokar séu hreinlega með "notist fyrir" dagsetningu.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

BjarnarFen | 16. nóv. '18, kl: 20:58:05 | Svara | Er.is | 1

Það var flott frétt á RUV fyrir nokkru þar sem var rætt við forstjóra Sorpu. Hann sagði að ef þú ferð með plastpokann aftur útí búð eina ferð og notar hann svo sem ruslapoka, þá er plastpokinn umhverfisvænni en nýji bónuspokinn. Ísland er orðið eitt mest mengandi löndum í Evrópu samkvæmt nýjustu fréttum. Þannig að núna á að skella skuldinni á almenning í staðinn fyrir að fá mengandi fyritæki til að taka til heima hjá sér. Týpískur aumingjaháttur hjá þeim sem eiga auð og þingmenn. Skellandi skuldinni á almenning á meðan við erum að niðurgreiða rafmagn til mengandi álverksmiðja sem skila nokkur hundruð störfum.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Leigusali með lykla og skipting á sílender Notaðar Gæðavörur 25.4.2019 26.4.2019 | 00:00
Köngulær eins og íslenkar konur ? kaldbakur 23.4.2019 25.4.2019 | 23:29
Hvaða störf hér á landi eru hæst launuðustu? garfield45 28.3.2019 25.4.2019 | 23:22
Netgíró - skipting á greiðslum Bumbukella 24.4.2019 25.4.2019 | 21:01
Hvað nefnduð þið bílinn?? 😄 dominos pizza 22.4.2019 25.4.2019 | 19:29
Getið þið mælt með góðu og barnvænu hóteli á Almeria ? wiiii 24.4.2019 25.4.2019 | 19:25
Að skipta sér af því hvað aðrir á heimilinu borða SantanaSmythe 24.4.2019 25.4.2019 | 18:07
Fánastöng Ardiles 25.4.2019 25.4.2019 | 14:25
Sobril-tafil disaskviza 3.11.2017 25.4.2019 | 04:15
álagningarseðill 2019 onlyme 24.4.2019 25.4.2019 | 00:37
Stofna hljómsveit? kaanuen 20.10.2014 24.4.2019 | 19:38
Grúppa á FB fyrir fólk sem hefur gaman af Nerf Byssum Jakobdan 21.2.2017 24.4.2019 | 17:34
Hvert á að fara fyrir fæðingablettatöku? Ameza 24.4.2019 24.4.2019 | 17:17
sobril Stella í orlofi 9.1.2011 24.4.2019 | 10:22
Pústa og væla... Ljónsgyðja 21.4.2019 24.4.2019 | 03:20
Bið eftir lyfjum í apótekum Skólastíka 23.4.2019 24.4.2019 | 01:53
Að bjarga mannslífum. Dehli 22.4.2019 23.4.2019 | 22:05
Besta pre workoutið Gengar 23.4.2019
Sýslumaður. Mikið um mistök ? Einhverheima 21.4.2019 23.4.2019 | 17:12
Kirkjuklukkur láv 21.4.2019 23.4.2019 | 15:12
Gulvestungaskríllinn sem sumir vilja apa eftir. spikkblue 23.4.2019
Að fá sér sæti heima hjá öðrum... SantanaSmythe 23.4.2019 23.4.2019 | 13:21
hvar fæ ég hydrogen peroxide Eldur Árni Eiríksson 23.4.2019
Þroskaþjálfanám vs heilbrigðisgagnafræðinám ekkjan12 23.4.2019 23.4.2019 | 11:58
Ég hata allt Euphemia 21.4.2019 23.4.2019 | 11:43
Góða fólkið í Kanada svipað og hér á landi? Hr85 19.4.2019 23.4.2019 | 11:01
Forsteypt hús janefox 21.4.2019 23.4.2019 | 10:17
Vilja ekki búa út á landi... umraeda 14.4.2019 23.4.2019 | 09:58
sobril theburn 14.11.2018 23.4.2019 | 07:42
Nafnapælingar Shenzi 15.4.2019 23.4.2019 | 00:41
Reglur fyrir Verðbréfaspilið! nar0z 31.1.2012 22.4.2019 | 16:43
Karlmenn bakkynjur 2.4.2019 22.4.2019 | 16:40
vandræði með að panta zenni gleraugu arna1234 22.4.2019
Hvað er fólk að brasa hér í kvöld? Twitters 20.4.2019 21.4.2019 | 15:00
Draumaráðendur Blands? Hræðilegur draumur, verri en í Horror Story þáttunum... GullaHauks 20.4.2019 21.4.2019 | 04:07
Dreyma fólk tala saman um mynd í sv/hv sem ég á af pabba heitnum GullaHauks 20.4.2019
Breyta léttum vegg þarf maður teikningar og fl? ljos1 15.4.2019 20.4.2019 | 12:59
Kynlöngun eftir hjáveituaðgerð mialitla82 20.4.2019
Magn af steypu í plan? disskvis 18.4.2019 20.4.2019 | 09:06
Fyrir hverja er Laugavegurinn? Júlí 78 16.4.2019 19.4.2019 | 23:03
Svona menn á nú að fara beint í geðrannsókn. BjarnarFen 15.4.2019 19.4.2019 | 22:25
Hjólhýsageymsla teings 19.4.2019
Kominn tími til að skipta um yfirstjórn hjá Vegagerðinni spikkblue 17.4.2019 19.4.2019 | 16:12
Brúðkaup + Grillmatur = Hvernig áfengi passar? moli95 18.4.2019 19.4.2019 | 15:59
Axlarspeglun RiceAndCurry 15.3.2018 19.4.2019 | 07:32
peterpen peterpen 19.4.2019
game peterpen 19.4.2019
Ríkasti maður Kína, JackMa segir að 72 tíma vinnuvika sé „gjöf sem sé meira virði en peningar“ kaldbakur 17.4.2019 19.4.2019 | 02:26
Hjálp hvar finn ég þetta dominos pizza 18.4.2019 19.4.2019 | 02:25
Tilfinningar gagnvart bíl áburður 18.4.2019 18.4.2019 | 18:17
Síða 1 af 19695 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, 2pjakkar, Coco LaDiva, vkg, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, MagnaAron