Örorka og atvinna.

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 22:44:12 | 1386 | Svara | Er.is | 1

Nú er ég að læra á þetta blessaðakerfi og óh my dog! hvað það er mótsagnakennt.


Orðið á götunni er að öryrki megi vinna sér inn 110þ á mánuði áður en bætur fara að skerðast og þessu trúði ég. Neibb.


Ég er metin öryrki 36 ára í fyrsta sinn sem gerir það að verkum að 30þ kr sirka af örorkulifeyrinum mínum heitir framfærsluppbót. Þessi partur skerðist krónu á móti krónu um leið og ég hef einhverjar tekjur.


Spurning 1. 
Ef ég hef í eitt skipti tekjur upp á 100þ krónur yfir árið skerðist þá lífeyririnn bara um þennan 30þ kall þann mánuðinn eða er þetta reiknað þannig að lífeyrir skerðist krónu á móti krónu upp á 340þ krónur á ári?


Spurning 2.
Teljast þessar tekjur sem skerða framfærsluuppbótina krónu á móti krónu með í 110þ króna frítekjumarkinu áður en örorkulífeyririnn fer að skerðast eða get ég haft tekjur upp á þessar 110þ krónur ofan á tekjurnar sem þegar eru skertar á móti framfærsluuppbótinni?


Er eðlilegt að ég hafi engan fjárhagslegan ávinning af því að skapa mér tekjur upp á 30þ krónur á mánuði? Þetta er ekki beint vinnu hvetjandi kerfi.

 

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ljosamadur | 1. júl. '15, kl: 22:47:54 | Svara | Er.is | 0

Öryrkjar mega vinna fyrir 110.000 kr á mánuði án þess að bætur skerðast. Ýmislegt annað sem skerðir bætur eins og lífeyrissjóðstekjur og tekjur maka t.d
Vinnulaunin ein og sér eiga ekki að skerða bæturnar.

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 22:55:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Neibb, ekki rétt. Sá partur örorkulífeyrisins sem heitir framfærsluuppbót skerðist krónu á móti krónu strax við fyrstu krónu af tekjum af atvinnu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ljosamadur | 1. júl. '15, kl: 22:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Á ekki að vera, skal athuga þetta

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 22:58:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðaðu reiknivélina hjá TR hún reiknar þetta svona. Er að fletta upp lögunum til að sjá hvernig þetta er útfært þar.


Mínar forsendur eru á maka, bý ekki ein og svo set ég 30þ í reitinn atvinnutekjur á mánuði.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 22:56:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem er í mínu tilfelli 30þ krónur, ég fæ ekkert aukalega í vasann fyrir að vinna mér inn 30þ krónur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

saedis88 | 1. júl. '15, kl: 22:59:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

vá en upplífgandi og hvetjandi kerfi?!?!

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 23:03:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég skil kerfið rétt þá gerir þetta það að ég þarf að hafa yfir 340þ krónur á ári til að hafa eitthvað aukalega í vasann. Vonandi er það rangur skilningur. Spurning um að henda eitt stykki fyrirspurn á TR svona þar sem ég er búin að átta mig á því hver spurningin mín er.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Louise Brooks | 1. júl. '15, kl: 23:05:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Djöfull er þetta glatað! 


Ég veit að vinkona mín sem fór mjög ung á örorku hefur verið í ca 50% vinnu síðastliðið ár og hún er ekki að lenda í þessari skerðingu. Hún er með fulla aldurstengda örorkuuppbót og er held ég ekki með þessa sérstöku framfærsluuppbót. Þetta kerfi er vont því það mismunar greinilega mjög fólki eftir því á hvaða aldri það fer á örorku. Það finnst mér ekki réttlátt.

,,That which is ideal does not exist"

fálkaorðan | 1. júl. '15, kl: 23:12:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Mér finnst þetta rosalega glatað og þetta hjálpar mér ekki við að vera framtakssöm og vinna það sem ég get.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

daggz | 2. júl. '15, kl: 10:45:10 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Ég bara VERÐ að kommenta á þetta. Tekjur maka hafa EKKI áhrif á bæturnar. Það er löngu búið að afnema það!

Hins vegar skiptir það máli hvort þú átt maka (heimilisuppbót) og svo eru fjármagnstekjur sameiginlegar og þær skerða. Já öryrkjar mega ekki einu sinni eiga sparifé án þess að það skerði bætur. Vúhú!

--------------------------------

Kattarskott | 14. des. '15, kl: 16:45:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Börn eldri en 18 mega heldur ekki búa heima þá fellur heimilisuppbótin niður.  Nema þau séu í framhaldsnámi og vinni lítið sem ekkert með þá heldur maður heimilisuppbótinni.

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:48:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Og maður getur sótt um barnalífeyrinn ef þau eru í námi og með litlar tekjur, þau fá hann þá sjálf.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

*vonin* | 14. des. '15, kl: 23:41:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ja nema börnin séu fötluð, þá fá þau ekki barnalífeyri (sem ég skil alveg svo sem) og foreldrið missir sína heimilisuppbót þó barnið sé í skóla.. Getur s.s. ekki fengið að halda henni til 20 ára eins og ef um heilbrigt barn í skóla er að ræða.

Kveðja, *vonin*

fálkaorðan | 17. des. '15, kl: 21:25:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Engar undanþágur?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

*vonin* | 17. des. '15, kl: 22:06:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Virðist ekki vera. Ég fæ alla vega bara þau svör að TR líti svo á að ég hafi fjárhagslegan ávinning af því að hafa hana heima. Talaði við konu hjá kærunefndinni en hún gat ekkert sagt mér nema að ég verð að mæta í TR og sækja skriflega um heimilisuppbót aftur og fá neitun skriflega, þá get ég áfrýjað til þessarar nefndar en það muni samt ekkert gerast. Hef bara ekki komist í það ennþá að fara og sækja um skriflega

Kveðja, *vonin*

fálkaorðan | 17. des. '15, kl: 22:07:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kræst.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

*vonin* | 17. des. '15, kl: 22:09:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Fékk að vita þetta örfáum dögum fyrir 1.des, að ég fengi ekki heimilisuppbót sem þýddi að ég fékk mun minna en ég hafði gert ráð fyrir frá TR 1.des og þarf svo pottþétt að endurgreiða heimilisuppbótina sem ég fékk 1.nóv því barnið varð jú 18 ára í okt.
Svo já, dásamleg jól á þessum bæ (já eða þannig)  :(

Kveðja, *vonin*

fálkaorðan | 17. des. '15, kl: 22:15:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta er svo klikkað kerfi. Svona ef við horfum fram hjá því hvað það er galið að hafa þetta heimilisuppbóarsýstem.


Hversvegna má fólk ekki hafa af því fjárhagslegan ávinning að það búi aðrir á heimilinu? Hversvegna á td ég rétt á lægri framfærslu af því að maðurinn minn hefur tekjur?


Það þarf að taka rækilega til þarna.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

*vonin* | 17. des. '15, kl: 22:20:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Finnst líka fáránlegt að það sé ætlast til þess að 18 ára krakki í skóla borgi það mikið til heimilisins að það dekki heimilisuppbót foreldrisins plús að vinna meira svo það hafi efni á að leyfa sér eitthvað, sjá fyrir sér með skólanum eða hvað það nú er.
Og að ég fæ ekki heimilisuppbót af því ég á fatlað barn en hefði fengið ef barnið mitt væri heilbrigt finnst mér ótrúlega fáránlegt. Missti fáránlega mikið af innkomu til heimilisins við að hún varð 18 ára, skiljanlega, en þetta fannst mér mest glatað.

Kveðja, *vonin*

fabia69 | 14. des. '15, kl: 17:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

18 ára eiga bara að borga heim jafnvel þótt þau séu í skóla geta þau alveg unnið smá 

Lljóska | 14. des. '15, kl: 20:37:04 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Nú??

XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
„Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra,þetta er svo sætt"

ingbó | 3. júl. '15, kl: 14:29:29 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Tekjur maka skerða ekki örorkubætur frá TR - eða frá lífeyrissjóði.

ljosamadur | 1. júl. '15, kl: 23:01:06 | Svara | Er.is | 0

Sé það núna, já frekar glatað kerfi :-(
Vildi að ég gæti eitthvað gert.

alboa | 1. júl. '15, kl: 23:18:05 | Svara | Er.is | 2

Tekjum er dreift yfir árið þannig þessum 100 þús yrði deilt niður á 12 mánuði og skerðingin eftir því. Það er bara þessi uppbót (ekki lífeyririn sjálfur) sem skerðist krónu á móti krónu. 


Já, þær tekjur teljast með í frítekjumarkinu. 


Nei og það hefur mikið verið gagnrýnt fyrir hversu vinnuletjandi það er.


kv. alboa

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 08:50:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þeinkjú.


Það er ekki beint uppörfandi að hugsa til þess að ég þurfi að hafa tekjur yfir 340þ krónum á ári til að fá eitthvað extra í vasann. Efast um að ég nái þeim tekjum satt best að segja. Gerir það að verkum að ég er að fara með viðskiptahugmyndina mína í endurskoðanda fyrirtækisins okkar að sjá hvað ég kemmst upp með að gera lítinn part af þessu að launum á mig í staðinn fyrir að hafa starfsemina bara á minni kennitölu.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

tjúa | 1. júl. '15, kl: 23:37:09 | Svara | Er.is | 4

Ekki bara það, heldur ef þú reynir, og mistekst, að koma þér á atvinnumarkaðinn, þá þarftu fyrst og fremst að borga til baka skuld við TR, og reyna að lifa af með skertar bætur fram á næsta ár. 
Þetta er ekki bara letjandi, heldur ógnvekjandi. Ég er skíthrædd við að reyna að fara að vinna. Er í hlutastarfi núna og er ekkert að ná 100% þátttöku, en ég hef ekki efni á áframhaldandi/auknu hlutastarfi heldur. 

hlynur2565 | 2. júl. '15, kl: 00:13:32 | Svara | Er.is | 1

Ég er með fulla örorku.
Fæ greiðslur úr 3 sjóðum.

Sjóður 1 greiðir mér ca 129 á mánuði.
Sjóður 2 greiðir mér heilar 10.000 kr , var í þeim sjóði í heilan mánuð !
Sjóður 3 greiðir mér ca ? , þeir skerða greiðslurnar ef upphæðin fer yrfir eitthverja upphæð sem sjóður 1 og 2 greiða. FÁRANLEGT !
Bara það komi fram þá hef ég greitt langmest íi þennan sjóð og hann gefur LANG minnst af sér (efling-stafir).

Svo til að toppa þessa vitleysu þá skerðast örorkubæturnar frá TR.

Spurning : tilhvers erum við að borga í sjóði þegar þetta skerðir tekjur frá t.d. TR ?

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

tóin | 2. júl. '15, kl: 09:14:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Þetta eru ekki "tekjur" frá TR heldur bætur - til að vega upp á móti tekjumissi.  Það er eðlilegt að þær séu tekjutengdar og að þær skerðist hafi viðkomandi tekjur annars staðar frá.

Við borgum í sjóði til að fá samtryggingu sem tekur þá við ef við þurfum á henni að halda - við borgum í lífeyrissjóði af sömu ástæðu og þær greiðslur skerða bætur frá ríkinu þegar við tökum út ellilífeyri.

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 09:20:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Þetta er lifeyrir, lífeyrir eru tekjur. Þetta eru ekki bætur.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

ert | 2. júl. '15, kl: 10:39:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Lífeyrir frá TR eru greiðslur úr almannatryggingakerfi oft kallað bótakerfi. Lífeyrir er tekjur þess sem fær þær.

Annað sjónarhornið horfir á hver greiðslum í kerfið er háttað. Hitt horfir á hvernig greiðslum úr kerfinu er háttað.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

raudmagi | 2. júl. '15, kl: 21:12:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta eru tekjur en ekki laun ;)

hlynur2565 | 3. júl. '15, kl: 17:55:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Örorka og ellilífeyrir er ekki sami hluturinn.
Þú hefur ekki fattað að ég skrifaði "skerðast örorkubæturnar frá TR" og "skerðir tekjur frá t.d. TR" .

Ég fæ örorku frá TR og sjóðirnir 3 skerða tekjurnar sem er örorkubæturnar frá TR.
Til hvers að borga í einhverja sjóði sem skerða þessar bætur frá TR. Jú við fáum ellilífeyrir EFTIR 67 ára aldur en það á ekki við í þessu dæmi.

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

daggz | 2. júl. '15, kl: 10:43:24 | Svara | Er.is | 0

Þetta kerfi er svo fáránlega vinnuletjandi að það er ekki eðlilegt.

Þetta ,,þú mátt vina fyrir þessa upphæð án þess að það skerðist" er svo villandi. Þetta fer mikið eftir því hvernig forsendurnar þínar eru.

http://www.tr.is/oryrkjar/ororkulifeyrir/utreikningur-lifeyris/

Ég get ekki betur séð en að þarna sé tekið fram að frítekjumark tekjutryggingarinnar sé kr 0! Og eins með framfærsluuppbótina. Það er einungis frítekjumark á lífeyrinum sjálfum sem er bara svo pínu, pínu lítill hluti af heildarupphæðinni.

Ég er öryrki og er með fulla aldurstengdauppbót. Hef verið með heimilisuppbót og án hennar, verið með bætur áður en framfærsluuppbótin kom til og ég hef alltaf unnið smá með (nema núna, get það ekki lengur). Ég hef alltaf þurft að borga til baka og/eða tekjur hafa minnkað þegar ég hef sett meira inn á tekjuáætlunina.

--------------------------------

alboa | 2. júl. '15, kl: 11:19:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Frítekjumörkin fyrir tekjutryggingunni eru tekin fram í töflu 1 í þessu skjali sem þú linkar á. Það er frítekjumark á fleiri bótaflokkum en bara grunnlífeyrirnum og það er sýnt í þessum töflum.

kv. alboa

daggz | 2. júl. '15, kl: 18:58:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað með töflu 2? Það er tekið fram að það er 0 kr frítekjumark á tekjutrygginguna. Sem passar svo sannarlega við mína reynslu því um leið og ég var með einhverjar tekjur lækkaði upphæðin í tekjutryggingunni.

--------------------------------

alboa | 3. júl. '15, kl: 09:18:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Í töflu 2 er verið að sýna hvenær tekjur hafa áhrif á grunnlífeyrir og hvenær aðrir bótaflokkar falla alveg niður. Þetta stendur allt í textanum með töflunum.

Ef tekjutryggingin var skert strax við fyrstu krónu í tekjur, ekki framfærsluuppbótin, þá ættir þú að krefjast endurútreiknings. Það er frítekjumark á tekjutryggingunni en það hefur verið mishátt í gegnum árin.

kv. alboa

disarfan | 2. júl. '15, kl: 11:25:16 | Svara | Er.is | 3

Framfærsluuppbót er nokkurs konar bætur fyrir það hvað þú ert réttindalítil úr lífeyrissjóðum og til að tryggja einhverjar lágmarstekjur fyrir þig. Ef þú færð tekjur annars staðar frá þá er litið svo á að þú þurfir ekki lengur þessa tryggingu - eða uppbót - því þú ert þá að fá þessar lágmarkstekjur. Ekki það að ég vilji réttlæta kerfið, en þetta er ástæðan fyrir krónu á móti krónu skerðingu á þessum hluta örorkulífeyris. 

Blade runner | 2. júl. '15, kl: 15:23:02 | Svara | Er.is | 0

sko, þú ert að nota skattkortið þitt að fullu í bæturnar en getur flutt það á vinnustaðinn eða skipt því á milli en það kemur í raun út á það sama og þá ertu að fá hálfgert klink útborgað (af því þú borgar fullan skatt) en tæknilega séð skerðir það ekki bæturnar...!

eða þetta er allavega mín reynsla af því að reyna að mjaka mér út á vinnumarkaðinn.

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 16:17:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þetta meikar engan sens. Ég fæ ekki krónu extra í vasann alveg sama hvar ég læt draga frá skattinn.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

hlynur2565 | 3. júl. '15, kl: 18:01:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég er með skattkortið skift niður í 92% fyrir TR og 8 fyrir sjóðina.
Svo bíðst okkur að vinna inn cirka 1,3 yfir árið en borgum 100% skatt af því.
Ef við vinnum 50% vinnu þá borgum við jafnmikið í skatt og sá sem vinnur 100% vinnu því skattkortið er ráðstafað 100% annarsstaðar.

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

Nói22 | 2. júl. '15, kl: 15:30:26 | Svara | Er.is | 3

Jamm þetta er svakalega vinnuletjandi. Ein vinkona mín hefur verið óvinnufær en hefur verið að reyna að komast út á vinnumarkaðinn með hjálp Virk. Þegar hún og ráðgjafinn voru að ræða framfærslu við t.d 50% starfsgetu að þá sagði ráðgjafinn að það væri eiginlega versta útkomann peningalega. Þá væri fólk ekki á örorku heldur fengi eitthvað sem héti örorkustyrkur en hann væri bara eitthvað 30.000 krónur. Og svo er ætlunin að þú reddir þér bara á 50% launum. Sumir hafa víst getað notað lífeyrissjóðinn sinn eitthvað en það er þó aðallega fólk sem er komið á góðan aldur og hefur því safnað vel í lífeyrissjóð.


Þannig að það er í raun betra fyrir þessa konu að fara ekkert út á vinnumarkaðinn aftur. Alveg svakalega fíflalegt kerfi.

Tipzy | 2. júl. '15, kl: 15:39:24 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er allt fíflalegt við þetta kerfi, allt frá a-ö.

...................................................................

Nói22 | 2. júl. '15, kl: 17:19:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 4

Akkúrat og ég skil ekki hvernig þeir fatta þetta ekki. ef það er raunverulegur vilji til að fækka öryrkjum og hjálpa fólki út á vinnumarkað að þá þarf að gera það þannig að fólk geti lifað þannig. Ekki bara henda fólki af örorku, setja það á einhvern örorkustyrk upp á 30.000 og ætlast svo til að fólk meiki það. Þá endar það bara með því að manneskjan fer ekkert af örorkunni enda hvernig á hún að geta lifað annars? 


það mætti halda að fólkið sem hannaði þetta kerfi væri alveg innantómt í hausnum.

Tipzy | 2. júl. '15, kl: 17:59:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Það sýnist mér amk :-/ og þegar það er á endurhæfingarlífeyri þá fer öll orkan í að hlaupa eftir kröfum frá tr nánnast í hverjum mánuði í stað þess að vera einbeita sér að endurhæfingunni. svo skilj þeir ekkert afhverju örykjum fjölgar. Ég er alveg svona á svipinn þegar kemur að umræðum um TR.


https://wanderbugchronicles.files.wordpress.com/2014/07/wtf-meme.jpg

http://treasure.diylol.com/uploads/post/image/629596/resized_picard-wtf-meme-generator-wtf-who-the-hell-hired-these-incompetent-people-9b9eaf.jpg

http://phoneticbells.com/madworldradio/wp-content/uploads/2015/01/pauly-dee-wtf-meme.jpg



Og svona er amma gamla
http://www.quickmeme.com/img/22/227859f57b79cf9dedd773f735abbcd24477b4cc1e20c1eda31cfc002fde8112.jpg

...................................................................

Tipzy | 2. júl. '15, kl: 17:59:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Meina svona er amma gamla...en ég gefst upp haha


http://assets.diylol.com/hfs/254/7c9/9fc/resized/grandma-finds-the-internet-meme-generator-wtf-b12499.jpg

...................................................................

Nói22 | 2. júl. '15, kl: 18:15:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 6

Akkúrat. Vinkona mín var alltaf í því að sækja um á þriggja mánaða fresti, einn mánuður fór svo í stress yfir því hvort TR myndi samþykkja þetta, gefa styttri tíma en sem beðið var um eða hvort þeir segðu bara þvert nei. Hvernig á svona að hjálpa manneskju í endurhæfingu? þetta er svo galið að það hálfa væri nóg. 


Enda var hún hérna í einhverjum hitting nánast grátandi að segja frá þessu og hversu slítandi og erfitt þetta er allt saman. 


Held í alvörunni að þeir sem hafa ákveðið að hafa kerfið svona ættu að prófa að lifa við það svona í ár. Sjá hvernig það er að þurfa að díla við það.

Horision | 2. júl. '15, kl: 19:29:50 | Svara | Er.is | 1

Örorkubótum er ekki ætlað að vera vinnuhvetjandi, end hvers vegna er fólk öryrkjar ef þeir vilja hella sér í vinnu ? Sá sem er 75 % öryrki er óvinnufær með öllu og óeðlilegt að hann hafi aukatekjur af vinnu.

daggz | 2. júl. '15, kl: 19:32:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 9

Það er reinlega mjög nausðynlegt að geta haft trygga afkomu en jafn framt hafa möguleika á að eiga einhvers konar líf. Það er virkilega hollt fyrir sálina að hafa eitthvað að gera og actually hafa ástæðu til að vakna á morgnana!

Og já takk fyrir að taka mínusahrinu á mig af því ég gaf þér einn mínus fyrir fkn fáááránlegt svar sem er angar svoleiðis af fordómum og heimsku.

--------------------------------

Horision | 2. júl. '15, kl: 19:33:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ef svo hollt er fyrir öryrkja að vinna, hvers vegna vinnur hann þá ekki ?

daggz | 2. júl. '15, kl: 19:37:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 7

Það eru hreinlega mjög margvíslegar ástæður fyrir því að öryrkjar geta ekki unnið fulla vinnu. Sumir eiga góða daga, aðrir geta bara unnið af og til. Sumir geta bara unnið svo litla vinnu að það dugir ekki fyrir framfærslu.

Það er töluverður munur á að geta verið í fullri vinnu allt árið og svo að taka að sér aukavinnu hér og þar. Og það þarf að vera möguleiki fyrir fólk að kannski komast aðeins út á vinnumarkaðinn, aðlagast aðeins og þá kannski, bara kannski kemst það aftur út á vinnumarkaðinn.

--------------------------------

fálkaorðan | 2. júl. '15, kl: 20:43:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Á góðri viku er ég að ná 8-9 tímum, og eins og er þá er enginn að borga mér fyrir þessa vinnu.


Fekk samt sjúklega hvetjandi viðbrögð við því sem ég er að gera í dag. Skrík.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Tipzy | 2. júl. '15, kl: 19:51:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 8

Vegna þess að þó öryrki gegn unnið einhverja agnarögn í kannski 2 mánuði, þá getur hann það svo kannski ekki næstu 3 mánuði osfrv. Eins þarf hann oftar frí ofl. Ef öryrki sem er metin 75% sé metin óvinnufær með öllu, þá væri ekki boðið upp á þennan möguleika. Það er öllum í hag að öryrki vinni þó lítið sé þegar hann getur og tryestir sér til, honum, ríkinu, fjölskyldu hans...bara öllum. 

...................................................................

hlynur2565 | 3. júl. '15, kl: 18:19:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef ég gæti myndi ég vilja vinna , en vegna niðurskurðar missti ég vinnuna.

Það skipti engi hvort ég hafi skilað 100% vinni ,
Það skipti engi hvort ég hafi mætt 100% (aldrei komið of seint) ,

"þegar þú skarar framúr , þá fer fólk að hata þig "

Þetta eru orð að sönnu !

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

She is | 2. júl. '15, kl: 20:22:38 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

heilsa sumra er betri á tímabilum, þá geta þeir etv unnið hlutastarf sem svo er ekki hægt á öðrum tímum. Ég vinn alltaf annað slagið, mér finnst mjög jákvætt að geta líka lagt til samfélagsins og tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi. Ég gleðst yfir þeim krónum sem ég greiði í skatt því ég er þá ekki bara þyggjandi. bætur er líka svo lágar að allt umfram daglegt líf (húsnæði, mat, lyf) þarf að koma frá aukatekjum.

Lallieee | 2. júl. '15, kl: 20:35:55 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 3

Fólk getur verið 75% öryrkjar (t.d. lamað fyrir neðan mitti, held a.m.k. að það sé 75%) en samt unnið við ýmislegt. Ekkert óeðlilegt við að fólk vinni þótt það sé öryrkjar, það getur bara ekki unnið við hvað sem er.

tóin | 3. júl. '15, kl: 09:11:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Enda þekki ég fólk sem eru öryrkjar og samt í fullri vinnu og fá þar af leiðandi ekki örorkubætur (lífeyri, tekjur eða hvaða nafni sem það nefnist) - enda tekjurnar yfir þeim viðmiðum sem sett eru.

Það er ekki samasem merki milli þess að vera með örorku, þó að hún feli í sér líkamlega fötlun svo viðkomandi er bundinn við hjólastól (eins og þú nefnir), og þess að vera óvinnufær eða þess að hafa litlar sem engar tekjur.

Innkaupakerran | 3. júl. '15, kl: 20:25:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Það getur hjálpað manneskju að hafa eitthvað smá fyrir stafni. Kannski 2 tima á dag.
Öryrkjar þurfa líka að komast út og hitta fólk og hafa eitthvað að gera.

Auk þess eru bara ekki allir sem ná endum saman á öryrkjabótunum einum saman & neyðast því til þess að vinna smotterí til að geta keypt í matinn þó svo það geri þeim erfitt fyrir t.d líkamlega.

Þetta er kaldur sannleikur. Fólk þarf að lifa af.

Heimurinn er ekki bara svartur & hvítur.

Máni | 3. júl. '15, kl: 09:13:27 | Svara | Er.is | 0

Sumt af lífeyrisgreiðslum telst vera félagsleg aðstoð og um hana gilda aðrar reglur.

hlynur2565 | 3. júl. '15, kl: 18:06:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvaða reglur skyldu það vera ?

Óska eftir JVC DD-9 Segulbandi !
http://www.hugi.is/media/contentimages/157573.jpg

Hvað hefur enginn átt segulbandstæki !

Santa Maria | 14. des. '15, kl: 13:20:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Rakst á þessa umræðu eg skil ekki þetta kerfi var ad reyna ad vinna sma i sumar fekk um 90 þús i heildarlaun stendur er það ekki ad þú matt hafa um 109 þús i tekjur án þess ad skerdast?er ein samt fæ eg um 180 þús fra TR á eg ekki ad fa um 192 þús sem einstaklingur það stendur i reikningsvelinni framfærsluuppót eg fæ hana ekki af hverju? ekki er eitthv sem kann á þetta hundleiðinlega kerfi það er svo ömurlega leiðinlegt ad hringja í TR svara manni alltaf eins og madur se faviti mjög niðurlægjandi..

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 14:24:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Í mínu tilfelli þá skerðast örorkubæturnar um krónu á móti krónu fyrsta 350þ kallinn ca sem ég vinn mér inn á ári svo eftir það get ég haft eitthvað undir milljón áður en að bætur skerðist eitthvað frekar.


Mjög flókið, ógagnsætt og beinlínis lygi að bætur skerðist ekki.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Santa Maria | 14. des. '15, kl: 15:21:08 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ætti eg þa ekki ad hækka ad hækka á næsta ári?engar aukatekjur siðan i águst?

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:24:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú gerir nýja tekjuáætlun strax eftir áramótin.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Santa Maria | 14. des. '15, kl: 16:27:27 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ja en eg er ekki med aukatekjur siðan i águst kemur þa fram i jan eins og eg se med tekjur en ;/skil ekki þetta kerfi var ad vinna 40%vinnu sem eg redi ekki einu sinni við og eg lækka i bótum..

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:31:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nýtt ár byrjar um áramót.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:25:40 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég skil ekki hvað þú meinar að fyrstu 350 þús skerðist krónu á móti krónu?

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 17:44:20 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég verð öryrki fyrst 36 ára svo þetta er 340-350 hjá mér miðað við 2015. Þeir sem verða öryrkjar fyrst 18 ára hafa þessa tölu í 0.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:29:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það er bara framfærslu uppbótin hjá mér sem skerðist, hún er 10 þús hjá mér

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Cheddar | 14. des. '15, kl: 16:34:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

já eðlilega hún er bara fyrir þá sem hafa engar aðrar tekjur, um leið og fólk fær einhverjar tekjur þá er hún út, hún er heldur ekki hluti af grunnbótakerfinu ekki frekar en heimilisuppbót sem dettur strax út ef fólk er ekki eitt til lögheimilis eða skráð í sambúð/hjónaband.

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:35:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já nákvæmlega og ekkert að því. Allt sem tilheyrir ekki grunnbótakerfinu dettur út við tekjur.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

Cheddar | 14. des. '15, kl: 16:38:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ekki reyndar heimilisuppbót en dettur út á öðrum forsendum. Mér finnst alltaf ávinningur af því að vinna, ég er þá þátttakandi á vinnumarkaði, greiða skatta, greiði í lifeyrissjóð, mynda réttindi hjá stéttarfélagi og fæ tekjur. en ég hef samt ekkert alltaf heilsu til að sinna vinnu, því miður.

Steina67 | 14. des. '15, kl: 16:51:21 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Öryrkjum er ekki gert beint auðvelt að vera á vinnumarkaðnum og lítið um hlutastörf og enn minna um hlutastörf mrð sveigjanlegum vinnutíma. Ég get sem betur fer stjórnað mínum vinnutíma sem er ca 30-40% staða. Get gert það hvenær sem mér hentar.

*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-*-
Í dag er dagurinn í dag og á morgun kemur annar dagur

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 17:45:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Mér finnst helvíti skítt að grunnbótakerfið þýðir 110þ kr á mánuði hjá mér á meðan það þýðir hærri tala hjá öðrum (og lægri hjá öðrum líka).

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Cheddar | 14. des. '15, kl: 18:09:12 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

það er eitthvað alveg sérstakt við þína örorku, hún stemmir ekki við neitt sem ég hef áður séð eða heyrt.

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 19:29:23 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hún stemmir alveg 100% við reiknivélina hjá TR.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 19:35:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En já 110þ er eftir minni skal kíkja snöggvast hvað það raunverulega er.


Tekjutryggingin er 116þ það er hún sem ég var að tala um.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 19:39:14 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sem sagt 110 hefði átt að vera 164 hjá mér en hærra hjá öðrum (og minna hjá enn öðrum)


Fer frá 189 og niður í 157 þ á mánuði.

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Santa Maria | 14. des. '15, kl: 20:24:06 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju svona látt?

fálkaorðan | 14. des. '15, kl: 20:32:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Afhverju hvað lágt?

http://i.imgur.com/mVrNx4L.jpg

Charo | 17. des. '15, kl: 21:10:27 | Svara | Er.is | 0

Það er bara ekkert hvetjandi né eðlilegt við þetta kerfi hjá þeim. Það er ekki eðlilegt að fólk sé ekki hvatt til þess að vinna þegar heilsan leyfir það, heldur er fólki refsað fyrir að reyna að vinna og leggja sitt af mörkum. Alveg óþolandi!!

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
**casbcbpqeifyvbabcm MarcDeven 19.4.2024
dhvbisoqnwbnsvas** MarcDeven 19.4.2024
**cpJjndakBkkdvbsvlef MarcDeven 19.4.2024
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Síða 1 af 47611 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Bland.is, paulobrien, Paul O'Brien, annarut123, tinnzy123, Guddie