Örorka

umraeda | 7. des. '19, kl: 16:41:14 | 180 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ. Mig langar að forvitnast fyrir dóttur mína sem var að greinast með tvær erfiðar geðraskanir. Dóttir min er á þrítugsaldri. Hún er fullfær um að hugsa um sig sjálf og kemur vel fyrir, það myndi engum gruna að eitthvað væri að hjá henni. En hún er mjög brotin og helst ekki í neinni vinnu vegna einkenna sem fylgja þessum geðröskunum. Hún mun hefja lyfjagjöf og verður alltaf á lyfjum, ásamt því að hefja (vonandi tímabundna) samtalsmeðferð hjá geðlækni. Hún mun ekki ná fullum bata af þessum röskunun en getur náð góðum bata með lyfjagjöf og stuðningi og lifað góðu lífi ásamt því að geta sinnt starfi. Hún stundar háskólanám (ekki fullt nám) og á börn. En getur ekkert unnið. En hún þarf að borga leigu, reikninga og leikskólagjöld osfrv. Þannig örorkubætur eru líklegast það eina í stöðunni fyrir hana þá á meðan hún er að reyna að ná stjórn á þessum röskunum, eða hvað? Allavega þá vil ég spurja fyrir hennar hönd, en hún hefur miklar áhyggjur af þessu og skammast sin (sem hún auðvitað ætti ekki að gera en þetta er alltaf erfitt). Ef hún fer í örorkumat og fær einhverja örorku(sem eg efast ekki um) mun hún þurfa að sýna framtíðar vinnuveitendum að hún hafi verið á örorku vegna geðraskana? Hún sem sagt vill ná góðum bata geta unnið við það sem hún er að læra og vonandi með hjálp lækna mun hún geta það, en hún er sem sagt hrædd um að þeir sem hún sækir um vinnu hjá í framtíðinni munu vita að hún sé með þessar raskanir og munu þá kannski ekki ráða hana. Og getur hún fengið að stunda nám með örorkubótum/lífeyri? Ef einhver þekkir þetta vel má hann endilega segja okkur sem mest þar sem við vitum ekki hvernig þetta gengur fyrir sig.

 

Therese | 7. des. '19, kl: 18:19:09 | Svara | Er.is | 0

Ég er sjálf búin að vera á örorku síðan á þrítugsaldri vegna geðraskana og hef verið í háskólanámi með svo það er ekkert mál. Var samt fyrst á endurhæfingalífeyri í 18 mánuði sem er oftast gert áður en einstaklingur er settur á örorku. Á því tímabili þarf að vera í einhverri endurhæfingu, ég var í endurhæfingu og í skóla með. Nú er ég útskrifuð og komin með vinnu. Það þarf ekkert að segja atvinnuveitendum meira en maður vill, en ég persónulega var mjög opin með mín veikindi en tók það líka fram að ég væri í góðum bata. Veit ekki hvort það hafi haft einhver áhrif á atvinnumöguleikana mína en ég var í nokkra mánuði að leita mér að sótti um nokkuð margar vinnur. Mæli svo með að vera ekki bara hjá geðlækni heldur líka sálfræðing, því mín reynsla er sú að hún hjálpaði mér langmest.

Hr85 | 7. des. '19, kl: 18:42:21 | Svara | Er.is | 0

Þegar maður er með götótta ferilskrá þá getur verið betra að segja frá hvers vegna frekar en að leyfa viðkomandi að ímynda sér mögulegar ástæður. En maður ræður svo auðvitað hversu langt maður fer með það. Getur t.d. bara sagt andleg örorka án þess að endilega fara út í einhverjar greiningar.

Splæs | 8. des. '19, kl: 11:27:42 | Svara | Er.is | 0

Vinnuveitandi má ekki spyrja um heilsufar í atvinnuviðtali og dóttir þín þarf ekki að segja frá því heldur að hún hafi verið á örorku vegna geðraskana.
Til að skýra göt í ferilskrá getur hún vissulega sagt að fyrra bragði að hún hafi tímabundið verið frá vinnu vegna veikinda en verið í skóla á meðan og þetta muni ekki aftra henni frá vinnu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Aðeins um þetta betlarahyski (þjófahyski) sem er á landinu. spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 13:49
Plata og skrúfur eftir beinbrot fanneyrut 17.1.2020 22.1.2020 | 12:30
Er einhver hérna sem kaus VG í síðustu kosningum? spikkblue 21.1.2020 22.1.2020 | 09:57
fá leyfi fyrir garðhúsi eða gám begzi 21.1.2020 22.1.2020 | 02:31
uppskrift af lakkríssósu (með lambi) eins og á tapas karamellusósa 5.11.2014 22.1.2020 | 02:11
Varðandi leigutekjur af íbúð hjóna V J 21.1.2020 21.1.2020 | 08:41
Uppgefinn á sálinni get ekki meira Vestarinn 4.1.2020 20.1.2020 | 22:10
Að vinna í gegnum netið/síma JD 19.1.2020 20.1.2020 | 21:04
Handbolti markmaðurinn? Blómabeð 19.1.2020 20.1.2020 | 19:48
Smurning Kimura 16.1.2020 20.1.2020 | 19:17
skattskil notandi50 20.1.2020 20.1.2020 | 16:41
síberískur kettir á Íslandi olga1986 5.10.2014 20.1.2020 | 16:14
Hvernig þvæ ég þórsmörk úlpu Notandi1122 20.1.2020 20.1.2020 | 15:27
Hvar finn ég dýrasíðu til að kaupa hund Natalía Ósk 15.1.2006 20.1.2020 | 12:48
TAXI sankalpa 18.1.2020 20.1.2020 | 06:58
Fögnum fóstrinu. Flactuz 8.1.2020 19.1.2020 | 22:09
Vantar mann í lið? treiszi95 19.1.2020
Utlendinga stofnun. yo542 17.1.2020 19.1.2020 | 18:00
Aðstaða fyrir smáviðgerðir Buka 19.1.2020 19.1.2020 | 16:15
Öryrkjar og íþróttastyrkir alv 14.1.2020 19.1.2020 | 15:30
"vina"skuld patrekuris 12.1.2020 19.1.2020 | 14:50
Bachelor Peter Weber. Stella9 18.1.2020 19.1.2020 | 08:55
Sölumyndir á FB hdfatboy 18.1.2020
Myndband sent Alltaf40 18.1.2020 18.1.2020 | 22:28
Hraunvallarskóli vs. Skarðshlíðarskóli ardandk 16.1.2020 18.1.2020 | 22:07
Laugardagur Twitters 18.1.2020
bílaskipti kalli1999 15.1.2020 18.1.2020 | 21:08
Ég þarf einkalán upp á 650.000 vobis3 18.1.2020
Stutt skoðunarkönnun varðandi djúpslökun og hugleiðslu, aðeins 2 spurningar !!! Ljónsi 18.1.2020
Baráttukona á bak við tjöldin Júlí 78 18.1.2020 18.1.2020 | 13:55
Lán ibam looking posaibility to take lan vobis3 15.1.2020 18.1.2020 | 13:30
Led ljós undir bíl... mikaelvidar 17.1.2020 18.1.2020 | 00:14
Septemberbumbur 2020 tisulingur 15.1.2020 17.1.2020 | 17:34
Panta kynlífsleikföng í pósti. Spyrpost 17.1.2020 17.1.2020 | 16:23
Retro Gamers clanki 13.1.2020 17.1.2020 | 07:37
Er einhver banki á Íslandi skárri en aðrir? Burnirót 16.1.2020 17.1.2020 | 03:44
Kírópraktor egillgests 11.1.2020 16.1.2020 | 22:18
Mannasiðir Kingsgard 15.1.2020 16.1.2020 | 18:10
Kulnun, kvíði - sálfræðingur blendinaragg 4.1.2020 16.1.2020 | 15:40
hvað fæ eg goða uppskrift af brauði fyrir sykursjuka kolmar 16.1.2020 16.1.2020 | 12:07
Hjálpumst að á Flateyri RaggiHS 15.1.2020
Varað við nýjum veirufaraldri - engar áhyggjur Svandís er með lausnina spikkblue 14.1.2020 15.1.2020 | 12:44
Stærðfræðikennsla í boði lara1123 15.1.2020
Samband - Hvað á að gera? agustkrili2016 14.1.2020 15.1.2020 | 10:31
Munum eftir smáfuglunum, isbjarnaamma 14.1.2020 15.1.2020 | 00:08
Samskipti - Rannsókn - Endilega takið þátt! palmarr 14.1.2020
víkingahúfa með íslands fánanum hvellur 14.1.2020 14.1.2020 | 12:10
Andlegur miski minstrels 13.1.2020 14.1.2020 | 11:00
Gleðilegan föstudag Twitters 10.1.2020 13.1.2020 | 23:10
Salur fyrir athöfn og gott partý :) redvine 12.1.2020 12.1.2020 | 18:34
Síða 1 af 19718 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron