Örorka

umraeda | 7. des. '19, kl: 16:41:14 | 185 | Svara | Er.is | 0

Hæhæ. Mig langar að forvitnast fyrir dóttur mína sem var að greinast með tvær erfiðar geðraskanir. Dóttir min er á þrítugsaldri. Hún er fullfær um að hugsa um sig sjálf og kemur vel fyrir, það myndi engum gruna að eitthvað væri að hjá henni. En hún er mjög brotin og helst ekki í neinni vinnu vegna einkenna sem fylgja þessum geðröskunum. Hún mun hefja lyfjagjöf og verður alltaf á lyfjum, ásamt því að hefja (vonandi tímabundna) samtalsmeðferð hjá geðlækni. Hún mun ekki ná fullum bata af þessum röskunun en getur náð góðum bata með lyfjagjöf og stuðningi og lifað góðu lífi ásamt því að geta sinnt starfi. Hún stundar háskólanám (ekki fullt nám) og á börn. En getur ekkert unnið. En hún þarf að borga leigu, reikninga og leikskólagjöld osfrv. Þannig örorkubætur eru líklegast það eina í stöðunni fyrir hana þá á meðan hún er að reyna að ná stjórn á þessum röskunum, eða hvað? Allavega þá vil ég spurja fyrir hennar hönd, en hún hefur miklar áhyggjur af þessu og skammast sin (sem hún auðvitað ætti ekki að gera en þetta er alltaf erfitt). Ef hún fer í örorkumat og fær einhverja örorku(sem eg efast ekki um) mun hún þurfa að sýna framtíðar vinnuveitendum að hún hafi verið á örorku vegna geðraskana? Hún sem sagt vill ná góðum bata geta unnið við það sem hún er að læra og vonandi með hjálp lækna mun hún geta það, en hún er sem sagt hrædd um að þeir sem hún sækir um vinnu hjá í framtíðinni munu vita að hún sé með þessar raskanir og munu þá kannski ekki ráða hana. Og getur hún fengið að stunda nám með örorkubótum/lífeyri? Ef einhver þekkir þetta vel má hann endilega segja okkur sem mest þar sem við vitum ekki hvernig þetta gengur fyrir sig.

 

Therese | 7. des. '19, kl: 18:19:09 | Svara | Er.is | 0

Ég er sjálf búin að vera á örorku síðan á þrítugsaldri vegna geðraskana og hef verið í háskólanámi með svo það er ekkert mál. Var samt fyrst á endurhæfingalífeyri í 18 mánuði sem er oftast gert áður en einstaklingur er settur á örorku. Á því tímabili þarf að vera í einhverri endurhæfingu, ég var í endurhæfingu og í skóla með. Nú er ég útskrifuð og komin með vinnu. Það þarf ekkert að segja atvinnuveitendum meira en maður vill, en ég persónulega var mjög opin með mín veikindi en tók það líka fram að ég væri í góðum bata. Veit ekki hvort það hafi haft einhver áhrif á atvinnumöguleikana mína en ég var í nokkra mánuði að leita mér að sótti um nokkuð margar vinnur. Mæli svo með að vera ekki bara hjá geðlækni heldur líka sálfræðing, því mín reynsla er sú að hún hjálpaði mér langmest.

Geiri85 | 7. des. '19, kl: 18:42:21 | Svara | Er.is | 0

Þegar maður er með götótta ferilskrá þá getur verið betra að segja frá hvers vegna frekar en að leyfa viðkomandi að ímynda sér mögulegar ástæður. En maður ræður svo auðvitað hversu langt maður fer með það. Getur t.d. bara sagt andleg örorka án þess að endilega fara út í einhverjar greiningar.

Splæs | 8. des. '19, kl: 11:27:42 | Svara | Er.is | 0

Vinnuveitandi má ekki spyrja um heilsufar í atvinnuviðtali og dóttir þín þarf ekki að segja frá því heldur að hún hafi verið á örorku vegna geðraskana.
Til að skýra göt í ferilskrá getur hún vissulega sagt að fyrra bragði að hún hafi tímabundið verið frá vinnu vegna veikinda en verið í skóla á meðan og þetta muni ekki aftra henni frá vinnu.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Skírn međ heilögum anda og eldi Baldvin2 23.4.2024 23.4.2024 | 13:54
0,00002 krónur frá íslandi ! Zjonni71 21.4.2024 22.4.2024 | 20:02
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 22.4.2024 | 09:36
Dúkkunöfn..hvað hétu dúkkurnar ykkar? Estro 2.6.2004 22.4.2024 | 09:17
Óska eftir aðstöðu til leigu á snyrtistofu/hárgreiðslustofu.Selfoss/Hveragerði/Reykjavík Bjalla17 21.4.2024
Challenge Your Reflexes and Skills slopegame1168 21.4.2024
Af hverju eru flugvélar ekki hraðari í dag? R2 D2 19.4.2024 21.4.2024 | 00:19
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 19.4.2024 | 16:11
Stofnun minningarsjóðs mánaskin 19.4.2024
what kind of extra activities for 3 half years boy? 007008 10.10.2014 19.4.2024 | 09:23
New York Ròs 18.4.2024 19.4.2024 | 03:26
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Síða 1 af 47853 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Bland.is, annarut123, tinnzy123, Kristler, Paul O'Brien, paulobrien, Guddie