Öryrkjar og íþróttastyrkir

alv | 14. jan. '20, kl: 08:46:51 | 289 | Svara | Er.is | 0

Veit einhver hér hvort öryrkjar fái íþróttastyrk ??

 

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 09:19:59 | Svara | Er.is | 0

Ég býst nú við að það sé álitið að öryrkjar hafa ekki heilsu til að stunda íþróttir á almennum líkamsræktarstöðvum. En ég prófaði að fara inn á eina sjúkraþjálfunarstöðina og kíkti í gjaldskrána þar hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs. Þar segir t.d. í gjaldskránni sem er birt þar sem er frá 1. jan. 2018 (veit ekki hvort gjaldskráin hefur breyst núna 2020): "Aldraðir og öryrkjar greiða 60% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum
sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiða aldraðir og öryrkjar að hámarki 17.400 kr.
fyrir heilbrigðisþjónustu en að lágmarki 2.900 kr."

ert | 14. jan. '20, kl: 09:38:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Jú, jú það er alveg gert ráð fyrir að öryrkjar geti stunda líkamsrækt. Þess vegna er oft sér gjald fyrir þá á líkamsræktarstöðvum sjá t.d.
 

Kort í World Class
 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alv | 14. jan. '20, kl: 09:43:00 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok frábært takk takk

Fokk | 14. jan. '20, kl: 16:15:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Ha? Það er hægt að vera öryrki af fjölmörgum ástæðum og mjög stór hópur öryrkja hefur bara mjög gott af því að hreyfa sig reglulega.

spikkblue | 15. jan. '20, kl: 12:46:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég hefði einmitt haldið að stór hópur öryrkja hefði sérstaklega gott af því að stunda alla þá hreyfingu sem þau geta, rétt eins og flest fólk ætti að gera.

Mjóna | 16. jan. '20, kl: 17:05:51 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju í býstu við því? Fólk getur verið líkamlega vel á sig komið þó það sé á örorku!

Kveðjur
Mjóna

Blómabeð | 19. jan. '20, kl: 14:53:30 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það eru ekki allur öryrkjar hreyfihamlaðir t.d heyrnaskertir,sjónskertir,geðraskanir.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 09:24:18 | Svara | Er.is | 0

Fyrirgefðu, gjaldskráin er frá 1. jan. 2019 sem er birt þarna hjá Sjúkraþjálfun Kópavogs

alv | 14. jan. '20, kl: 09:39:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Takk fyrir svarið gott að vita . það er nú mjög mikill misskilningur að örorkuþegar geti og eigi ekki að stunda íþróttir , ég hef bæði stundað joga og golf sem gerir mjög gott fyrir mína heilsu , en fjárráð leyfa ekki nú á þessum fátæktarstyrk.

ert | 14. jan. '20, kl: 09:40:02 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Skoðaðu joga í gegnum samtök eins hugarafl og hlutverkasetur - það er ókeypis

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

alv | 14. jan. '20, kl: 09:44:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ok takk skoða það ??

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 09:46:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég sagði ekki að örorkuþegar geti og eigi ekki að stunda íþróttir. Örugglega mismunandi heilsa hjá þeim. En það er skrýtið þetta batterí hjá TR. Held þeir vilja helst þar að þessir hópar séu bara heima hjá sér að gera ekki neitt því það eru endalausar skerðingar þar á bæ og fólk hefur janvel varla efni á að fá sér kaffibolla á kaffihúsi hvað þá meira.

alv | 14. jan. '20, kl: 09:52:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Júli 78 nei nei vissi alveg hvað þú meintir og varst að fara ?? allsekki talað til þín , en rétt hjá þér TR er ömuleg batterý og þessar skerðingar guð minn góður , en gott mál sem Grái herinn er að fara með núna og vonandi geta öryrkjar komið á eftir

ert | 14. jan. '20, kl: 09:52:03 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 2

Það er almennt álitið að flestir öryrkjar (en vissuelga ekki allir) geti stundað líkamsrækt á almennum líkamsræktarstöðvum. Fyrir flesta er þetta bara spurning um peninga.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 09:39:32 | Svara | Er.is | 0

En skoðaðu sundlaugarnar. Ég skoðaði t.d. núna Sundlaug Kópavogs, þar segir: " Börn yngri en 18 ára, öryrkjar og 67 ára og eldri fá frítt í sund."  Oft er nú líka boðið upp á sundleikfimi fyrir öryrkja og aldraða í sundlaugum. Ekkert víst að þú þurfir að borga eða þá að þú fengir góðan afslátt.

alv | 14. jan. '20, kl: 09:52:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

takk

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 11:26:07 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Og ef þú vilt fara bara í tæki í sundlaugum þá held ég að það sé hægt að fá leiðsögn á þau til að byrja með. Ekki víst að það kosti mikið að fara þangað fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. T.d. núna er ekki skemmtilegt að labba úti ef það er leiðinlegt veður, því væri upplagt að fara á göngubretti í einhverri sundlauginni ef þú hefur heilsu í það. 

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 11:57:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Var að lesa núna hvernig þetta er í Reykjavík (gjaldskrá vegna öryrkja) ef þú vilt fara þangað í sund, þeir segja þar: " Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis gefið út af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Reykjavík, sem skal endurnýjað árlega.  Einnig eru þeir ekki gjaldskyldir sem framvísa skírteini Tryggingastofnunar ríkisins „grænu skírteini“ vegna varanlegrar örorku, skírteini Blindrafélags „bláu skírteini“ og  umönnunarkorti „gulu skírteini“ vegna sérstakrar umönnunar barns. "

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 16:00:17 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

hvaða græna kort er það? maður prentar núna sjálfur út örorkuskírteini og það er bara hvítt...

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:02:59 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þá hafa þeir hjá Reykjavíkurborg ekki uppfært þessar upplýsingar. En já ég held að það séu engin lituð kort hjá Tryggingastofnun núna.

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 16:07:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

hahaha þú tekur enga ábyrgð á því sem þú setur á netið, er það nokkuð?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:13:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú meinar Reykjavíkurborg? Heldurðu að þeir beri enga ábyrgð þar? Þetta er gjaldskrá yfir sundlaugarnar - hvað kostar þar.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 12:07:36 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ferlega asnalegt að það virðist vera að gjaldskráin sé mismunandi fyrir fólk að fara í sund eftir því hvaða sveitarfélag um ræðir hér á höfuðborgarsvæðinu. T.d. held ég að það sé lítið mál að skreppa í Kópavoginn í sund fyrir manneskju sem kannski býr í Fossvoginum (Reykjavík) og öfugt. Lítið mál fyrir marga í Kópavogi að skreppa í sund í Breiðholtslaug til dæmis. En fólk þarf greinilega að kanna gjaldskrána hjá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvar sé hagstæðast að fara í sund! Eða tæki þar, eða í sundleikfimi! Ég hef aldrei skilið þegar það er mismunandi verð á sömu þjónustu hjá sveitarfélögum. 

daggz | 14. jan. '20, kl: 15:27:49 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hahh? Finnst þér skrítið að sveitarfélög sjái sjálf um sín eigin gjaldskrá? Það vita það nú flest allir að gjaldskrá fyrir hina ýmsu þjínustu er mjög misjöfn eftir bæjarfélögum. Ekki bara þegar kemur að sundi heldur bara almennt (og auðvitað eru sundlaugar ekki undanskildar). Ekki eru sömu leikskólagjöld yfir landið? Ekki sama greitt fyrir hina ýmsu félagsþjónustu, ekki sömu frítstundastyrkir og svo mætti lengi telja.


Það er alveg sama hvert þú lítur, gjaldskrán sundstaða er mjög misjöfn eftir bæjarfélögum. Ég (öryrki) þarf t.d. að greiða eða kaupa árskort á lægra veðri í laugina í mínu bæjarfélagi. Þannig ég kalla þetta mjög gott að fá frítt í flestar laugar á höfuðborgarsvæðinu.

--------------------------------

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:07:33 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þætti þér ekki skrýtið ef þú þyrftir að borga meira fyrir læknisþjónustu í Reykjavík heldur en í Kópavogi til dæmis. Mér finnst annað hvort um er að ræða ríki og sveitarfélög heldur en einkaaðilar úti í bæ. A.m.k. ætti að vera jafn dýrt að borga t.d. matinn í skólanum fyrir krakkana á höfuðborgarsvæðinu, hvaða rök ættu að vera fyrir því að maturinn væri dýrari í einu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu heldur en öðru. Flutningskostnaður? Nei, held ekki.

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 16:11:01 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

ríki og sveitarfélag er sitt hvort batteríið. Hvert sveitarfélag hlýtur að verða að meta hvað þeir þurfa til að halda uppi ákveðinni þjónustu.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 16:15:43 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit vel að ríki og sveitarfélög er sitt hvort batteríið. Það ætti samt að vera samræmi í sömu þjónustu á milli sveitarfélaga a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu.

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 18:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ætti?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

daggz | 14. jan. '20, kl: 20:38:46 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei. Það kemur Kópavogi ekkert við hvað Rvk. rukkar fyrir þjónustu. Ekki frekar en að gjaldskrá Fjarðabyggðar miðist við Rvk. Rekstrarkostnaður er mjög misjafn eftir stærð og forgangsföðun bæjarfélaga.

--------------------------------

daggz | 14. jan. '20, kl: 20:36:31 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 5

Mér þætti auðvitað skrítið að borga meira fyrir þjónustu RÍKISINS eftir því hvar á landinu ég er. Sundlaugarnar eru hins vegar reknar af sveitarfélögunum sjálfum og því alls ekki óeðlilegt að gjaldskráin sé misjöfn. Sama með skólamatinn. Sveitarfélögin ákveða sjálf hversu mikið þeir niðurgreiða máltíðirnar í skólanum og því ekki óeðlilegt að greiðsluþáttaka foreldra sé misjöfn eftir sveiarfélögum. Kemur flutningskostnaði ekki rassgat við. Heldur hversu mikið sveitarfélögin vilja (og geta) niðurgreitt þjónustuna sem þeir veita.

--------------------------------

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 21:21:18 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég átti nú við að kannski kemur flutningskostnaður á matvælum inní aukalega þegar flytja þarf matvörur langar leiðir. Samt ekkert réttlæti í því að fólk úti á landi þurfi alltaf að borga meira en höfuðborgarbúar. En höfuðborgarsvæðið er sama svæðið, ekki satt? Hvernig þætti þér annars ef það væri dýrara að fara í Strætó í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða Hafnarfirði? Þetta er bara þannig hér á höfuðborgarsvæðinu að við erum vön mismunandi verði með allt mögulegt eftir því í hvaða sveitarfélagi fólk býr, þá segir fólk lítið við því eða talar um hvað sveitarfélögin vilja og geta. Jú kannski sannleikskorn í því, en ég hef ekki heyrt um eitthvað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem er eitthvað súper blankt. Þarf að sameina þessi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu? Nei, það er örugglega ekki hægt, alltof margir í pólitík sem vilja vera í góðum sveitarstjórnarstörfum ekki síst bæjarstjórarnir. Svo líka kannski hræðsla við að þá verði bara einu svæði sinnt en ekki komi nóg fjármagn á önnur svæði. Miðað við hvernig þessi stjórn í Reykjavík stjórnar málum þá skil ég það vel, held þeir spái mest í miðbæ Reykjavíkur. En alveg sama hvernig við veltum þessu fyrir okkur fram og aftur og hvað sé gert, sameining eða ekki sameining. Það er einfaldlega ekki réttlátt að fólk borgi mismunandi verð fyrir sömu þjónustu á höfuðborgarsvæðinu þegar þjónustuaðilinn er sveitarfélag eða þá ríkið.

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 21:36:58 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þú veist að kaffið kostar mis mikið eftir kaffihúsum?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 21:56:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já ætli að einkaaðilar reki þau ekki yfirleitt? 

TheMadOne | 14. jan. '20, kl: 22:23:16 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Sveitarfélög eru sjálfstæðar einingar með sinn eigin sjálfstæða rekstur. Ástæðan fyrir því að það kostar það sama í strætó á höfuðborgarsvæðinu er að það er eitt fyrirtæki rekið af nokkrum sveitarfélögum. Það er ekki eitt fyrirtæki sem rekur sundlaugarnar eða eldhúsin í skólunum og því minni sveitarfélög því erfiðari rekstur. Reykjavík getur jafnað kostnað á milli. Hvað manni finnst sanngjarnt án þess að skilja forsendurnar kemur raunveruleikanum ekkert við.

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 23:41:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég veit allt um það sem þú segir TheMadOne. Held bara að það sé enginn vilji eða áhugi á að hafa samræmi á gjöldum vegna þjónustu í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri raunverulegur vilji til þess þá væri það ekki vandamál held ég. Þá má ekki gleyma að við erum ekkert að tala um einhver gæluverkefni, frekar grunnþjónustu eða þjónustu sem þykir sjálfsögð í nútíma þjóðfélagi sem sveitarfélög jafnvel niðurgreiða á einhvern hátt. Þessi niðurgreiðsla er hins vegar mismikil á milli sveitarfélaga.

ert | 14. jan. '20, kl: 23:45:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Þannig að í sumum sveitarfélögum eiga útsvarsgreiðendur að greiða með sundlaugum en annars staðar geta þær staðið undir sér. Þú gerir þér grein fyrir að með því að takmarka aðra tekjustofna sveitarfélaga en útsvarsprósentu þá ertu að setja verulegar hömlur á rekstur þeirra. Enginn sem rekur fyrirtæki yrði ánægður með að hann væri skyldaður til að selja vöru sína á ákveðnu verði óháð því hvort það verð nægir fyrir kostnaði eða ekki?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 23:49:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Kosta ekki skólar eitthvað og ætli kostnaður vegna þeirra sé ekki mismikill?, það yrði aldrei talað svona um skóla, kostnað vegna þeirra. Þykir bara sjálfsögð þjónusta þó sumum þyki ennþá sjálfsagt að borga matinn fyrir börnin í skólunum. 

ert | 14. jan. '20, kl: 23:53:48 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

VIð erum ekki að tala um skóla. Við erum að tala um þjónustu eins og sund sem er eðlilegt að greiða fyrir og fellur ekki undir jöfnunarsjóð sveitarfélaga eins og t.d. sund. Þannig að þér þætti í lagi ef eitt sveitarfélag tapaði 50 milljónum á ári út af rekstri sundlauga en annað græddi 1 miljón. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 14. jan. '20, kl: 23:51:05 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Auk þess, hef ekki heyrt að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu séu í gjörgæslu eða í einhverjum vandræðum.

ert | 14. jan. '20, kl: 23:55:11 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Hvað kemur það málinu við? Hvernig er heimilisbókhaldið hjá þér? Ef þú ert ekki í gjaldþrotameðferð þá skiptir engu máli hvaða tekjur þú færð og það er í góðu lagi að minnka þær?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. jan. '20, kl: 00:05:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Jæja þú skilur ekki málið þá ætla ég ekki að reyna að útskýra það of mikið. Mér finnst bara einfalt að svona þjónusta eigi að vera sú sama á milli sveitarfélaga. Ekki það að það komi mér persónulega í hag að breyta málum, ég segi þetta ekki vegna mín heldur vegna fólks almennt. Fólk hefur lent í alls konar klúðri af því að þjónustan kostar meira á einum stað á höfuðborgarsvæðinu en kostar svo annað á öðrum stað þar eða þjónustan er misjöfn. Svo þarf það að berjast fyrir einhverju réttlæti. Jafnvel blindir, það hefur skeð líka! Af því að eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill ekki niðurgreiða leigubílaakstur fyrir blinda en annað kannski vill það. Réttlæti? Nei. Þá er kannski bara í boði einhver ómöguleg þjónusta fyrir fatlaða sem kemur ekki einu sinni á réttum tíma og allir vita hvernig hefur reynst (illa). Veit þó ekki nákvæmlega hvernig það mál er í dag (var svoleiðis fyrir nokkrum árum) en alveg hægt að kynna sér það.

ert | 15. jan. '20, kl: 00:10:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Viltu þá að verð þjónustu verði miðuð við hæsta verð sem hvert sveitarfélag telur sig þurfa til að ná upp í kostnað eða jafnvel fyrir öllum kostnaði? 


Hvernig ætlarðu að hafa þetta - nú ákveður sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu að reka skautahöll - eiga þá öll hin sveiatfélögin að reka sínar skautahallir á sama verði óháð byggingarkostnaði? Hvernig tryggjum við að skautahallirnar verði tilbúnar á sama tíma


Af hverju ertu að blanda þjónustu við fatlaða sem fellur undir jöfnunarsjóð sveitarfélaga við rekstur sundlauga sem fellur ekki undir jöfnunarsjóð sveitarfélaga? 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 15. jan. '20, kl: 01:45:54 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hugsa ekki bara sé enginn vilji heldur dettur engum í hug að þetta sé eitthvað sem þarf að gera nema þér. Eru sundlaugar grunnþjónusta?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 15. jan. '20, kl: 01:50:34 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Já sundlaugar eru lögbundin þjónusta þannig þarf hvert sveitarfélag að hafa amk eina útisundlaug og þau sveitarfélög sem hafa ekki heitt vatn verða bara að kynda útisundlaugina með olíu. 

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

TheMadOne | 15. jan. '20, kl: 01:58:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

........jaaaaá......?

------------------------------------
http://viralswarm.s3.amazonaws.com/wp-content/uploads/2014/10/r8wsFYY-34547-36e7-300x170.jpg

ert | 15. jan. '20, kl: 02:00:44 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Listasöfn eru önnur lögboðin starfsemi. Hverju sveitarfélagi er skylt að reka eitt listasafn.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78 | 15. jan. '20, kl: 11:21:47 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Talaði ég ekki um þjónustu sem þykir sjálfsögð í nútíma þjóðfélagi? Mér finnst það sjálfsagt að allir geti farið í sund. En ykkur TheMadOne þykir það kannski lúxus sem ætti bara að vera fyrir suma? Er ekkert asnalegt við það að verðið er mismunandi á milli staða á höfuðborgarsvæðinu? Ok, þið TheMadOne  virðist ekkert þykja það asnalegt. ÉG SKIL. Mér er nákvæmlega sama í hvaða flokk svona þjónusta fer, þetta er í mínum huga sjálfsögð þjónusta. Mér er nokk sama sjálfri um einhverjar skautahallir en veit um konu sem þykir það sjálfsögð þjónusta fyrir sín börn svo leyfum þeim þarna í bæjarstjórnum að ákveða hvort það þykir sjálfsögð þjónusta. En skautahallir eru svo sem ekkert út um allt land...og þessi kona sem ég minntist á, hún er ekkert blönk og hefur alveg efni á að borga fyrir skauta, búnað og keppnisferðir og hvaðeina svo henni er nú ekki mikil vorkunn. En líka spurning hvort það þyki ekki sjálfsagt að þeir fátæku ættu líka að geta leyft sínum börnum að skauta þó markmiðið sé ekki að gera börnin að skautadrottningum eða skautakóngum, alltaf hægt að bjóða upp á skauta til leigu sem kostar ekki mikið. 
Jæja en ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Segi bara að það er ekki mitt að ákveða hvað sé sjálfsögð þjónusta í nútíma þjóðfélagi. Bæjarfulltrúar geta það sjálfsagt miklu betur en ég. En ég skal líka minnast á listasöfnin. Ég er nú ekkert alltaf þar en það er kannski af því að mér finnst svo margt vera "ekki list" sem einhverjum spekingum finnst vera svo mikil list. En ég býst við að borgarfulltrúum þykir það sjálfsagt í dag að allir geti farið á listasöfn. En það þykir kannski ekki endilega ástæða til að vera niðurgreiða almennt verð þar, frekar þá að hafa ódýrt eða frítt fyrir aldraða og öryrkja, eða hvað? Bæjarfulltrúar mega líka ákveða hvort þeim þykir þetta sjálfsögð þjónusta. En já mér finnst nú skrýtið ef það er eitt verð í Kópavogi á svona stað en annað verð í Reykjavík. 

ert | 15. jan. '20, kl: 12:01:26 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0


Ég skil ekki - þannig að þér finnst eðlilegt að rukka það sam fyrir sjálfsagða þjónustu eins og skólagöngu og sund? Finnst þér í alvörunni eðlilegt að rukka fyrir grunnskólagöngu barna bar ef það kostar það sama á höfuðborgarsvæðinu?


Viltu lögbinda skyldu sveitarfélaga  til að hafa útisundlaugar? Er þá nóg að hafa eina útisundlaug í sveitarféllagi eða þarf eina útisundlaug á X íbúa þannig að það sé raunhæft að þeir geti nýtt sér þjónustuna. Ef það þarf bara eina útisundlaug í hver sveitarfélag þarf þá ekki bara einn grunnskóla í hvert sveitarfélag? Hver er munurinn? Finnst þér það eðlilegt að rekstur sundlauga falli undir jöfnunarsjóð sveitarfélaga þannig að við sem búum á heitasvæðum greiðum öðrum sveitarfélögum fyrir að hita upp útsundlaugar sína með olíu? Þetta er jú sjálfsögð þjónusta og á par við að reka grunnskóla.

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Júlí 78
ert
daggz | 16. jan. '20, kl: 20:34:32 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 1

Ég bý nú ansi langt frá höfuðborgarsvæðinu. Hér kostar skólamaturinn örugglega mun minna en í Rvk og stefnan er að hann verði gjaldfrjáls eftir 2 ár. Samt er örugglega töluverður flutningskostnaður á matvælunum. Hins vegar snýst þetta bara um hvernig samfélag bærinn vill byggja upp og hvaða hann leggur áherslu á. Þeir kjósa að styðja við barnafólk á þennan máta.


Á tímabili var ég samt að borga mun meira fyrir leikskóla hér heldur en í Rvk. Og þjónustan var minni (styttri opnunartími og enginn morgunmatur). Leikskólagjöldin eru enn mun hærri og ekki niðurgreiðsla fyrir öryrkja eins og var amk í Rvk. Enn og aftur þá skiptir engu máli hvort um sé að ræða Rvk og Kópasker eða Reykjavík og Kópavog. Þetta er sitthvort sveitarfélagið og rekstur þeirra og staða er misjafnlega góð.


Strætó er bara alls ekki sambærilegt vegna þess að það er einkafyrirtæki sem þjónustar allt höfuðborgarsvæðið. Og er styrkt af öllum þessum sveitarfélögum. Höfuðborgarsvæðið er nefnilega ekki bara Rvk heldur nokkur sveitarfélög með sinn sjálfstæða rekstur. Það er bara ekkert skrítið við það að borga mismunandi verð fyrir mismunandi þjónustu. Ég fer ekki í Hagkaup og verð brjáluð yfir því að þar er ekki sama verð og í Bónus.

--------------------------------

Júlí 78 | 17. jan. '20, kl: 07:23:37 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég hef hvergi sagt það að einkafyrirtæki ættu að vera með sama verð. Þeim er frjálst að hafa sitt verð og það er samkeppni um kúnnann. Þannig á það líka að vera, ég myndi alls ekki kæra mig um að hafa það öðruvísi. Ríki og sveitarfélög er bara allt annar handleggur. Svo var ég aðallega að tala um höfuðborgarsvæðið, hef ekki heyrt að staða sveitarfélaganna þar sé eitthvað slæm. Alveg möguleiki á að sveitarstjórnarfólk í Reykjavík, Kópvogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosó, Seltjarnarnesi haldi fundi og samræmi verð fyrir ýmsa þjónustu sem þessi sveitarfélög bjóða uppá. 

ert | 19. jan. '20, kl: 15:30:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Af hverju eiga sveitarfélög að hafa þjónustu sem er ekki lögbundin á sama verði? Viltu í alvörunni að það sé valin einstaklingur sem velji hvaða frjálsa þjónusta sveitarfélaganna skuli vera á sama verði? Og hvað ef sá einstaklingur verður ekki þú og sá einstaklingur velur einhverja allt aðra þjónustu en verð í sund t.d. verð á söfn?

--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
Útskrift dóttur- ræða. brother 4.3.2020 4.3.2020 | 21:05
BA verkefni Grassi18 27.2.2020 4.3.2020 | 19:29
Þá vitum við það! gummi1983 4.3.2020
Hundapössun steffy og sandra 4.3.2020
Skrá sig i sambúð Janefonda 3.3.2020 4.3.2020 | 09:17
Íslensk Hönnun - Dagatöl Lekar000 26.2.2020 3.3.2020 | 20:01
Slow Cow drykkur gegn svefntruflunum ADHD og annarra aðila ? DMP 2.3.2020 3.3.2020 | 14:56
Að leigja ný uppgerða íbúð eða flytja inn sjálf. Sagus 2.3.2020 3.3.2020 | 11:47
Kæru karlar hliney 2.3.2020
Tungldagatöl Lekar000 2.3.2020 2.3.2020 | 17:33
Íslensku námakeið ardandk 2.3.2020
Er einhver á lyfinu Celecoxib? capital one 27.2.2020 2.3.2020 | 12:01
Ný hljómtæki - ráð? zebraaa 2.3.2020
ætti ég að hafa áhyggjur? Twitters 29.2.2020 2.3.2020 | 01:52
Bosch VitaBoost blandari Tyra32 1.3.2020
Framtíð heimsins til næstu aldamóta 2000 til 2100 kaldbakur 1.3.2020 1.3.2020 | 20:08
Þið sem eigið hjól Kisukall 20.9.2014 1.3.2020 | 18:46
Indian hárskart batomi 1.3.2020
að láta símann vekja sig?? va group 17.10.2007 1.3.2020 | 09:23
Tæknimenn Hr85 29.2.2020 1.3.2020 | 01:07
Íbúdarsjódur, hversu sidblind eda sidblindur tarf madur af vinna tar? karlg79 29.2.2020 29.2.2020 | 23:59
"Þeir sem reykja.. KilgoreTrout 1.5.2009 29.2.2020 | 23:45
Eigendur Land Rover Hjödda171 13.2.2020 29.2.2020 | 23:39
Er Covid -19 Snjallveira ? kaldbakur 27.2.2020 29.2.2020 | 22:39
Ljósmyndari fyrir brúðkaup ? DM21 29.2.2020 29.2.2020 | 21:29
Hvar fæst handspritt? fannykristin 29.2.2020 29.2.2020 | 18:58
Sálfræðikönnun hliney 29.2.2020
Spritt og fleira bakkynjur 29.2.2020 29.2.2020 | 18:03
Einhver bar sem sýnir sögnvakeppnona í kvöld? Jónbrask 29.2.2020
Bóluplast Frú1 29.2.2020 29.2.2020 | 12:32
Lgg plús hollt? Sessaja 27.2.2020 28.2.2020 | 21:52
Tálmun? Júlí 78 27.2.2020 28.2.2020 | 14:20
Hólmavað StacyLace 28.2.2020
Pelavél - óskast bea 28.2.2020
Heilsudýna fyrir mjóbak nörd2 27.2.2020 28.2.2020 | 02:09
Sálfræðikönnun hliney 27.2.2020
3 miljónir munu deyja í ár útaf hættulegasta meini samtímans! BjarnarFen 25.2.2020 27.2.2020 | 18:30
Er rétt að fara að huga að lokun landamæra Íslands vegna COVID-19 ? kaldbakur 25.2.2020 27.2.2020 | 16:16
Algjör geðveiki ? Flactuz 20.2.2020 27.2.2020 | 14:00
Leiguverð á fm í 300 og 310? Stóramaría 26.2.2020 27.2.2020 | 12:57
Munum eftir smáfuglunum allt á kafi í snjó isbjarnaamma 27.2.2020
Þakvinna ehf thiss 27.2.2020
Hérna sko! Hr85 26.2.2020 27.2.2020 | 00:29
Hjartsláttartruflanir sankalpa 24.2.2020 26.2.2020 | 17:19
Augnlokaaðgerð 0206 26.2.2020 26.2.2020 | 15:03
verð á hringsvuntu og meðmæli mialitla82 25.2.2020
Hvernig skiptir maður um nef ? kaldbakur 15.2.2020 25.2.2020 | 20:13
Sóðar Reykjavikur Flactuz 25.2.2020 25.2.2020 | 19:53
kynlífsmiðstöð hefur einhver prufað terrorist 21.2.2020 25.2.2020 | 19:15
Bókhald aallex 25.2.2020 25.2.2020 | 17:44
Síða 4 af 20919 síðum
 

Umræðustjórar: ingig, Coco LaDiva, vkg, TheMadOne, joga80, tinnzy123, krulla27, superman2, aronbj, rockybland, Bland.is, flippkisi, Gabríella S, mentonised, Krani8, anon, MagnaAron