Pælingar með fæðingarorlof

efima | 25. sep. '15, kl: 10:19:26 | 269 | Svara | Meðganga | 0

Ég veit að þetta stendur allt á fæðingarorlofssíðunni en mér finnst ég svo oft vera að heyra að það sé búið að breyta þessu og þetta eigi að fara vera svona og hinssegin.

1. Var ekki búið að lengja fæðingarorlof, átti ekki að lengja það um 2 vikur 2015 og svo 2 vikur 2016?

2. Og annað, ég á að eiga núna í lok apríl/byrjun maí. Er fæðingarorlofið mitt þá ekki reiknað út frá meðaltekjum mínum frá sirka nóv 2015 - nóv 2014? (meðal tekjur í 1 ár, 6 mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag)

 

sellofan | 25. sep. '15, kl: 10:57:10 | Svara | Meðganga | 0

1. Nei, fæðingarorlofsbreytingar eru ekki á forgangslista þessarar ríkisstjórnar. 


2. Já, það passar. 

efima | 25. sep. '15, kl: 11:04:19 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Kærar þakkir :)
Nei ríkisstjórnin er svo sannarlega ekki að einbeita sér að fæðingarorlofi eða fjölskyldufólki! Ég á sem betur fer rétt á mjög góðu fæðingarorlofi, en það er bara svo fáranleg hugsun að þegar þú ert að fara að halda uppi öðrum einstakling, og það er nú alveg mikið dót og búnaður sem að fylgir þessum litlu krílum - að þá eigi að skerða tekjurnar þínar! Já frábært...

sellofan | 25. sep. '15, kl: 14:52:58 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já einmitt, er alveg sammála. Öll útgjöld aukast en maður á að búa við minna. Og koma barninu í gæslu 6/9 mánaða - til hvers að eignast það ef maður fær ekki tíma með því? 

nóvemberpons | 26. sep. '15, kl: 13:35:34 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

mjög góðu fæðingarorlofi ?

öllum 220 þúsund kallinum fyrir skatt þá eða ?

4 gullmola mamma :)

Mammzzl | 26. sep. '15, kl: 14:29:03 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Hvaðan hefuru þessa tölu ef ég má spurja? Sá á síðunni hjá fæðingarorlofssjóði að hámarkið er 370 þús - en lágmarkið auðvitað skítlegt!

nóvemberpons | 26. sep. '15, kl: 14:34:46 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hámarks talan sem þeir nota þegar þeir reikna 80% af laununum þínum sem þú færð í fæðingarorlof... 

4 gullmola mamma :)

nóvemberpons | 26. sep. '15, kl: 14:36:39 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

jæja ok var að misminna eitthvað, fannst þetta vera lægra fannst eins og þeir hefðu reiknað 80% af 370 síðan.. breytir því ekki að hámarksgreiðslan er ekki nema 270 þúsund eftir skatt. Sem er nú ekkrt rosalgt

4 gullmola mamma :)

efima | 27. sep. '15, kl: 12:18:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Samkvæmt reiknivélinni hjá fæðingarorlofssjóð fæ ég 160 þúsund greitt á mánuði (eftir skatt og stéttafélag) ef að dreyfi orlofinu í 12 mánuði, sem að ég kalla nú bara gott meðað við það sem að margar eru að fá.
Vinkona mín dreyfði sínu í 12 mánuði og hún fékk tæpan 90 þúsund greiddan á mánuði, svo að já ég ætla að kalla 160 þúsund gott í ljósi þess að ég fæ að vera heima með barninu mínu í heilt ár.

marsbui16 | 27. sep. '15, kl: 09:40:38 | Svara | Meðganga | 0

má ég forvitnast hérna inni. Þekki ekkert þetta fæðingarorlofsvesen allt saman. Hvernig er það ef manneskja er ekki ráðin til vinnu allt árið heldur bara segjum frá nóv-júni. Getur maður tekið fæðingarorlofið sitt þá t.d. frá júlí-september?

Og er ekkert lágmark sem að maður fær ef maður er t.d. bara ráðin í 60% vinnu (heildarlaun eru 160 þús fyrir það) Og getur maður dreift orlofinu sínu á meira en 6 mánuði?

redneck | 28. sep. '15, kl: 17:37:28 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

hvernig er það ef maður er atvinnulaus á meðgöngu er maður þá bara í skelfilegum málum

sveitó og stollt af því

sellofan | 28. sep. '15, kl: 18:38:38 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Atvinnuleysisbætur teljast sem tekjur. Þú færð þá 80% af atvinnuleysisbótunum í fæðingarorlof. 

redneck | 28. sep. '15, kl: 19:14:13 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

gvuð sé lof ég er búin að hafa miklar áhyggjuraf þessu :D

sveitó og stollt af því

marsbui16 | 28. sep. '15, kl: 19:37:14 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok en ef barn fæðist í mars reikna ég þá út frá ca. okt 2014-okt2015 til að vita hvað ég er með í fæðingarorlof?

sellofan | 28. sep. '15, kl: 20:41:25 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

sept2014-sept2015, ár sem endar 6 mánuðum fyrir áætlaðan fæðingardag.

marsbui16 | 28. sep. '15, kl: 20:55:52 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok takk fyrir þetta. Og alveg pottþétt að atvinnuleysibætur telja inn í þessa talningu?

sellofan | 29. sep. '15, kl: 12:35:11 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Já, mágkona mín var að eignast barn fyrir 2 vikum og var á atvinnuleysisbótum og er núna í fæðingarorlofi :) 

marsbui16 | 29. sep. '15, kl: 16:37:02 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

ok takk þá anda ég aðeins léttar með þetta allt saman. En hvenær þarf maður að senda inn umsóknina?

sellofan | 29. sep. '15, kl: 18:13:44 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

7v fyrir áætlaðan fæðingardag. Athugaðu líka að það þarf að senda sér fyrir mömmu og sér fyrir pabbann (þ.e. ef hann ætlar að taka fæðingarorlof líka). Mágkonan klikkaði á því ;) 

marsbui16 | 29. sep. '15, kl: 21:10:36 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Takk kærlega fyrir þetta. Finnst þessi síða hjá fæðingarorlofssjóð ekki segja manni neitt í raun og lítið á henni að græða. Nema að segja manni að maður fái lítið sem ekkert af peningum á þessum tíma

ullarmold | 29. sep. '15, kl: 23:32:05 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Ég þéna alveg ágætlega og sé framm á að fá þokkalega mikið, launaskerðing er einhver en ég er bara í sjokki hvað ég mun fá hátt (miðað við reiknivél)

marsbui16 | 30. sep. '15, kl: 12:15:55 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

já mín laun eru ekki svo há að ég sé að fara að fá einhverja svaka upphæð. Ég áætlaði á mig meðallaun og miðað við þau í 9 mánuði fæ ég 100 þús

ullarmold | 30. sep. '15, kl: 18:36:15 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

sæll, ég er yfir 180 á 9 mánuðum, pælinginn er samt að taka 6 mánuði og byrja þá, makinn er mikið heima.

sellofan | 1. okt. '15, kl: 13:13:31 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

Sama hér. Ég ætla að taka 12 mánuði og fæ þá 111þús á mánuði... Maðurinn minn er reyndar með skattkortið mitt og verður áfram með það, annars væri þetta 162þús á mánuði. 

marsbui16 | 1. okt. '15, kl: 17:15:28 | Svara | Fyrri færsla | Meðganga | 0

mitt er með mínu skattkorti og allt inni :(

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
kvennsi flokid 10.10.2006 28.3.2024 | 07:57
Meðgönguhópar? asadrottning4 15.2.2024
Búa inni á foreldrum með nýfætt barn Kosy Kisan 29.8.2023 15.2.2024 | 04:03
magaspeglun á meðgöngu? jallo 24.11.2008 26.1.2024 | 10:33
JANÚAR 2023 bumbuhópur❤️ Kitt Kat 25.5.2022 2.10.2023 | 18:32
Rifbeinsbrot á meðgöngu Flöffy 6.1.2005 29.9.2023 | 07:06
Hópar fyrir ófrjósemi/Erfiðleika að geta barn lemonsherbert 16.7.2020 20.9.2023 | 02:52
Desember 2022? Villa3 19.4.2022 25.8.2023 | 04:42
Nafnalisti?? momsí 17.8.2011 18.8.2023 | 20:32
Hreiðurblæðing ímyndun 4.2.2008 17.7.2023 | 03:43
Desemberbumbur 2023??? bull123bull 2.4.2023 4.7.2023 | 02:10
Maíbumbur 2022 Erla89 5.10.2021 22.6.2023 | 04:27
Eggjarauður sumarást 28.11.2012 22.6.2023 | 03:26
Maíbumbur 2021 eplii 23.9.2020 5.4.2023 | 09:04
Maibumbur????? NalaMax 24.9.2005 5.4.2023 | 09:02
Maíbumbur!! MissWorld75 10.3.2005 29.3.2023 | 18:37
Ágústbumbur 2023 runa20 21.12.2022 29.3.2023 | 18:33
google helsenki 22.2.2023
ótillitssamur yfirmaður happytime 26.2.2009 8.2.2023 | 17:48
Júní bumbur 2023 Birth 18.10.2022 20.12.2022 | 07:29
Maíbumbur !! centrino 15.5.2006 11.10.2022 | 01:59
Maíbumbur 2023 frettir 3.10.2022 9.10.2022 | 16:51
Nóvemberbumur 2022 birgittafjola 22.3.2022 7.10.2022 | 02:28
Magaspeglun á meðgöngu? obbossí 11.1.2008 12.9.2022 | 07:29
tvíburar, hvenar uppgötvaðist? Myslalitla 21.2.2012 13.8.2022 | 09:47
Hvenær er hægt að greina tvíbura tomasina3 27.5.2009 13.8.2022 | 09:44
Fylgjupæling Rust 2.5.2022 7.7.2022 | 10:03
Sorbitol seint á meðgöngu Ofurkindin 8.10.2008 28.6.2022 | 18:14
Sjúkraþjálfari vegna hnémeiðsla seo 16.11.2020 18.5.2022 | 07:39
Septembermömmur 2022 Mimimosa 24.1.2022 19.4.2022 | 13:20
Snemmsónar allian 17.11.2021
Júníbumbur 2022 Vilborg8 2.10.2021
Apríl 2021 Apríl21 9.8.2020 7.9.2021 | 05:40
Marsbumbur 2022 mussla 13.7.2021 5.8.2021 | 18:28
Janúarbumbur 2022 appelsínatalandi 24.5.2021 3.6.2021 | 19:54
Desember bumbur 2021 Bumba2021 25.4.2021 28.4.2021 | 18:23
Nóvemberbumbur 2021 gauja123 5.4.2021
Októberbumbur 2021 sukkuladiast 7.2.2021 16.3.2021 | 21:31
langaði að deila þessu fallega myndbandi:-) mjasa13 17.10.2012 26.1.2021 | 11:38
Desember 2020 Cs1914 5.4.2020 10.12.2020 | 08:47
Júníbumbur 2021 Mjaaaalm 3.10.2020 9.12.2020 | 14:55
Ágústbumbur?????? gitarstelpa 26.11.2020 29.11.2020 | 11:37
Meðgöngu eitrun !!ATH!! bananananana 27.8.2020 11.10.2020 | 18:01
Maxi cosi lila XP Hanna95 29.9.2020
Aprílbumbur 2021 facebook hópur Apríl21 10.8.2020 1.9.2020 | 09:03
FebrúarBumbur 2021 viktoriaa95 5.6.2020 13.8.2020 | 15:48
Janúarbumbur 2021 beeeebe 26.5.2020 23.7.2020 | 12:15
Marsbumbur 2021 Vilborg8 8.7.2020 9.7.2020 | 14:43
Viltu selja nýru þína? Elviswhyte 13.8.2019 20.6.2020 | 08:57
fyrir ykkur sem eigið svipaðan barnsföður.... *BlueLight* 15.6.2020 15.6.2020 | 13:11
Síða 1 af 8136 síðum
 

Umræðustjórar: Kristler, Paul O'Brien, Guddie, Hr Tölva, tinnzy123, Bland.is, annarut123, paulobrien