Pappirar til usa fyrir barn með sameiginlega forsjá

Janef | 12. nóv. '18, kl: 04:47:32 | 162 | Svara | Er.is | 0

Hvaða pappira þarf til usa fyrir barn ef forsjá er sameiginleg, er ekki að tala um VISA heldur aðra pappira

 

T.M.O | 12. nóv. '18, kl: 11:09:45 | Svara | Er.is | 0

Þú prentar út eyðublað https://www.syslumenn.is/media/malefni-barna/samthykkt-ferd-barns-til-utlanda--utf.-.pdf Þetta á að duga.

Janef | 13. nóv. '18, kl: 14:40:39 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dugar þa að hafa bara votta og sleppa stimpli hja syslumanni ?

T.M.O | 13. nóv. '18, kl: 15:13:52 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

ég hef sent krakka með skyldmennum, vinafólki og íþróttafélögum. Þessi möguleiki er fyrir hendi á eyðublaðinu en hann er ekki nauðsynlegur. Þessi pappír er ekki skylda lögum samkvæmt en tollverðirnir geta stoppað þig farið fram á einhverja staðfestingu að barnið sé með samþykki foreldra. Ég hef verið beðin um einhverja sönnun að dóttir mín sé dóttir mín í útlöndum en það virtist ganga meira út á að sjá viðbrögð þar sem ég hafði þetta blað og þeir höfðu engan áhuga á að skoða það. Það er auðvitað gott mál að það sé verið að fylgjast með mannsali á börnum og maður bara fer í gegnum ferlið.

icegirl73 | 12. nóv. '18, kl: 11:55:58 | Svara | Er.is | 0

Ertu að fara ein með barnið eða farið þið bæði?

Strákamamma á Norðurlandi

Janef | 12. nóv. '18, kl: 12:10:35 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Dòttir min og eg...en þau eru ekki i sambuð

icegirl73 | 12. nóv. '18, kl: 13:59:42 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ég fór með minn son í haust, pabbi hans fór ekki með, erum gift. Ég tók með mér ferðaleyfi. Til að fá það verða báðir foreldar að fara til sýslumanns og skrifa undir í viðurvist lögbókara. Ég tók líka með mér forsjárvottorð ( https://www.skra.is/umsoknir/eydublod-umsoknir-og-vottord/stok-vara/?productid=96e95961-1379-11e6-943e-005056851dd2). Sumir segja að þú þurfir líka fæðingarvottorð en ég tók það ekki með. 

Strákamamma á Norðurlandi

Janef | 12. nóv. '18, kl: 14:05:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Þurftiru að syna þessa pappíra ?

Janef | 12. nóv. '18, kl: 14:21:57 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

En e mòðirin hefur alfarið færræði yfir barninu, þarf þa nokkuð að sýna eitthvað ?

icegirl73 | 12. nóv. '18, kl: 18:29:13 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Nei þegar til kom þurfti ég ekki að sýna einn einasta snefil af pappír. Eg mætti veeel undirbúin með alla pappíra sem mér var sagt að hafa + vottorð fyrir lyfjunum sem hann tekur en NEI það eina sem tollvörðurinn hafði áhuga á var hvernig við bærum nöfnin okkar fram. Ég veit ekki hvernig það er ef þú er ein með forræði. Þú gætir mögulega þurft forsjárvottorð samt sem áður til að staðfesta einmitt það. 

Strákamamma á Norðurlandi

T.M.O | 13. nóv. '18, kl: 00:32:53 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Það þarf ekki að undirrita þetta í viðurvist lögbókara, það þarf bara votta. Það fer líka tvennum sögum hversu mikil lögskilda það er að hafa þessa pappíra fyrir foreldri. Ég hef einu sinni verið spurð um þá þegar ég vissi ekki af þeim möguleika að ég þyrfti að þá og einu sinni var ég beðin að sanna að dóttir mín væri dóttir mín, þeir höfðu engan áhuga á þessum pappírum. Aftur veit ég að það er öruggara ef einhverjir aðrir eru að ferðast með börn óskyldir eða aðrir fjölskyldumeðlimir, ég hef vitað af fólki stoppað í útlöndum á leiðinni heim af því það hafði ekkert í höndunum

icegirl73 | 13. nóv. '18, kl: 08:07:50 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Við hjónin þurftum að undirrita ferðaleyfið í viðurvist fulltrúa sýslumanns hér á Akureyri.  Mögulega er þetta eitthvað misjafnt eftir landshlutum. 

Strákamamma á Norðurlandi

Zagara | 13. nóv. '18, kl: 11:27:09 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

" Sé ætlunin að annar forsjáraðili eða aðrir ferðist með barn erlendis, eða að barn ferðist eitt, er ráðlagt að útbúin sé  sérstök samþykkisyfirlýsing  fyrir ferð barnsins. Ekki er lagaskylda að hafa meðferðis slíka yfirlýsingu en mælt er með því að slík sérstök heimild sé útbúin og höfð meðferðis.   "


 

Utanlandsferð barns
 



Þetta eru ekkert nema ráðlegging. Sýslumaður er með ákveðið eyðublað sem fólk getur sjálft prentað út en það gæti allt eins líka bara útbúið eitthvað í Word hema hjá sér og látið kvitta undir.
Sýslumaður mælir pottþétt með því að fólk borgi þeim fyrir stimpilinn. Samt ferðast fólk milli landa alla daga ársins og maður heyrir aldrei af neinum sem lenda í vandræðum.

T.M.O | 13. nóv. '18, kl: 14:20:56 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

þetta virðist vera svolítið "making it up as you go along". Þegar ég skildi við barnsföður minn fyrir nokkrum árum síðan þá fullyrti fulltrúi sýslumanns að það eina sem breyttist við sameiginlegt forræði væri að það þyrftu báðir að samþykkja að sækja um vegabréf fyrir barnið, það þyrfti leyfi til að flytja úr landi og það þyrfti samþykki beggja ef það þyrfti að taka ákvarðanir eins og að slökkva á öndunarvél ef barnið slasast. Þetta sagði hún sennilega til þess að ég væri ekki með neitt vesen þar sem raunin virðist vera allt önnur. Ég hef heyrt um að forsjárlaust foreldri hafi komið í veg fyrir flutninga innanlands og komið í veg fyrir að fjölskyldan gæti farið í frí til útlanda en það virðist vera skýrt að þetta með ferðir til  útlanda sé byggt á misskilningi eins og Zagara vitnar í.

Janef | 14. nóv. '18, kl: 15:03:25 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Ef maðir tekur þessa pappíra með um samþykki þarf þa lika að hafa forsjárvottorð ? Eða samþykki/pappír föðurins

Janef | 14. nóv. '18, kl: 15:04:22 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Meina er samþykki/pappirar frá föður æ nòg ?

T.M.O | 14. nóv. '18, kl: 15:56:19 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

það á að vera nóg að taka þetta blað undirritað af föður og vottum, nöfnin ykkar beggja eru á blaðinu og það er komið út í allt annað mál ef tollverðir ætla að efast um að börnin þín séu börnin þín. Eins og ég sagði þá hef ég einu sinni lennt í að vera spurð að því í röðinni að vegabréfsskoðuninni, hugsa að þeir hafi verið bara að taka rassíu þar sem í þessu landi er mannsal á börnum alvarlegt vandamál. Þegar þeir voru búnir að sjá hversu ringlaðar við urðum báðar þá töluðu þeir ekkert meira við okkur.

Litla klifurmús | 14. nóv. '18, kl: 20:20:45 | Svara | Er.is | 0

Það er betra að vera með pappírana og vera ekki spurð um þá heldur en að vera spurð og ekki vera með þá!! Myndi taka leyfisbréfið og svo forsjárvottorð og/eða fæðingarvottorð! Og ef móðirin er ein með forræði þá þarf samt að hafa fæðingar-/forsjárvottorð því hvernig ætlarðu annars að sanna að móðirin er móðirin! Þeir vita ekkert um það og á Íslandi eru fjölskyldur ekki með sama eftirnafn eins og í mörgum öðrum löndum.

boldie | 15. nóv. '18, kl: 18:36:28 | Svara | Fyrri færsla | Er.is | 0

Akkúrat. Ég fer ein með forsjá og þurfti að sýna bæði fæðingar og forsjárvottorð í sumar.

Fyrirsögn Nafn Dagur Uppfært
HarbuDarbu lagið - Geggjað flott! FuckHamas 18.4.2024 18.4.2024 | 16:32
New York Ròs 18.4.2024
Orðhlutafræði austurland1 18.4.2024
Þjóðskrá barst tilkynning listaverk1 17.4.2024 17.4.2024 | 21:20
packers and movers rehousingindia 17.4.2024
perluprjón pisa 9.8.2009 16.4.2024 | 06:09
**vhbvhjweiookdshbvwei* MarcDeven 16.4.2024
Game stöðin cheap 23.11.2009 15.4.2024 | 02:15
Aðalfundur húsfélags tapularasa 13.4.2024 13.4.2024 | 23:39
User feedback and improvements regarding chat GPT GerdaGerda 12.4.2024 13.4.2024 | 07:34
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 23:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024 12.4.2024 | 16:05
Endurhæfingarlyferir Rokkvvi 12.4.2024
Grín neyðarkassi á brúðkaupsnótt Finnsk trukkapía 11.4.2024
Vantar svo nudd helst í kvöld Gulla trukkur 20.9.2013 11.4.2024 | 15:15
Aumingja umræðan varðandi húsaleigu. _Svartbakur 30.3.2023 11.4.2024 | 10:00
Sjónskerðing hjá ungabarni Elisabetheida 10.4.2024 11.4.2024 | 09:19
Selfoss eða Þorlákshöfn Mayla 2.7.2004 10.4.2024 | 11:40
Skyldmenni böbblí 20.1.2005 8.4.2024 | 20:14
Loksins fær Reykjavíkurflugvöllur nýja flugstöð ! _Svartbakur 15.6.2023 8.4.2024 | 14:24
Bæklunarlæknar barbafín 27.4.2011 8.4.2024 | 11:04
Nýr forseti Íslands ? Hver verður hann eða hún ? jaðraka 14.3.2024 8.4.2024 | 10:47
Desemberbumbur 2024 h1999 6.4.2024 8.4.2024 | 07:56
Aðstoðarmaður fasteignasala icelandicjesus 3.7.2022 8.4.2024 | 07:55
Gifurleg fjölgun erlendra afrotamanna í glæpum hérlendis ! _Svartbakur 18.6.2023 7.4.2024 | 12:02
Harmlrkur á Suðurnesjum selur hús ofan af öryrkja fyri brot af verðmæti. _Svartbakur 28.6.2023 7.4.2024 | 11:21
Rafskútur flytja álíka marga farþega og Strætó en menga sennilega 1 þúsundasta á við Strætót jaðraka 16.6.2023 7.4.2024 | 09:01
fermingarkort dæsí 15.4.2011 7.4.2024 | 02:53
"Kappakstur" mattabg 30.9.2013 6.4.2024 | 14:08
N.Y jarðskjálftinn Zjonni71 6.4.2024
Páska Flensan eythorjonas 29.3.2024 5.4.2024 | 21:33
vitiði hvar hægt er að leigja bingó ?? skrauma85 30.3.2009 5.4.2024 | 21:20
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
hbomax.com/tvsignin Guide by GetFactified.com getfactifiedme 5.4.2024 5.4.2024 | 19:37
Ferming - endurnýta skraut Svetlana Álfheiður Malyutina 3.4.2024 5.4.2024 | 14:33
Óska eftir veitingastað Aura Pain 5.4.2024
Veit einhver - twentyfiveyears 1.3.2024 4.4.2024 | 22:01
50 cent og Game Bíædz 16.1.2008 4.4.2024 | 15:49
Game boy 26sigbjo 24.3.2007 4.4.2024 | 15:48
Dúkku spítali Ròs 3.4.2024 4.4.2024 | 14:48
Game Boy leikir jigsaw 18.4.2005 4.4.2024 | 09:58
Game boy suama 7.4.2009 4.4.2024 | 09:34
Strætó til Kef Herra Lampi 28.6.2023 3.4.2024 | 16:02
Könnun/lokaverkefni Krabbipatti12 2.4.2024
Ættarmót á Suðurlandi? Fanney79 27.3.2024 1.4.2024 | 21:02
Fönix veitingastaður matareitrun thundercat 30.3.2024 1.4.2024 | 20:57
Hvað kosta sígarettur á sölustöðum? Krokodillinn 27.3.2024 1.4.2024 | 18:50
Klósett tennisolnbogi 30.7.2014 1.4.2024 | 10:12
Hvar tilkynnir maður svona horbjóð út? TRT99 11.3.2012 1.4.2024 | 01:22
Síða 1 af 47584 síðum
 

Umræðustjórar: Hr Tölva, Kristler, Guddie, tinnzy123, annarut123, Paul O'Brien, Bland.is, paulobrien