Já ég hef séð 25 - 30 % afláttartilboð. En varan var til sölu áður á öðru verði en tilboðið miðar við ! Jafnvel að vara sé auglýst á 20 - 25% aflætti en verðið var það sama fyrir 2-3 dögum og hækkaði þá. Verslanir hækka verð 2-3 dögum fyrir tilboð. Og auglýsa mikla verðlækkun. Þetta hef ég séð þetta hjá þessum stóru byggingarvöru nverslunum. Já og líka þeir sem sérhæfa sig í verkfærum. Verið gagnrýnin og kvartið og gerið athugasemdir.
Hversvegna auglýsir Bónus og Krónan og Netto ekki vöruverðslækkanir á Black Friday ? Jú kúnnarnir vita um verðið og það er ekki svo auðvelt að blekkja fólk með vöruverð sem það borgar fyrir daglega. Kaupmenn sem ekki eru með dagvörur spila á ykkur :)
Júlí 78 | Já og t.d. Húsgagnahöllin auglýsir 20% verðlækkun á húsgögnum og 20-30% verð...
Já og t.d. Húsgagnahöllin auglýsir 20% verðlækkun á húsgögnum og 20-30% verðlækkun á sérvöru, segja að Black Friday vikan sé hafin. Það vita það allir að húsgögnin þarna eru yfirleitt dýr. Hvað ætli álagningin sé yfirleitt há þarna? Þó það lækki um 20% þá er það alls ekki mikið þegar varan var kannski rándýr fyrir. Það er alltaf öðru hverju svo 20% afsláttardagar í Kringlu og eða Smáralind, er það ekki? Ætti þá ekki að vera meiri afsláttur á Black Friday degi? Þetta þarf nú varla að heita Black Friday ef það er bara venjulegur 20% afsláttur sem er ekkert nýtt á einhverjum "sparidögum" eða hvað þeir kalla það í Kringlu og Smáralind. Og já a.m.k. sumar verslanir hækkka alveg örugglega rétt fyrir þennan dag, það var talað um það í fyrra minnir mig að það var gert. .
_Svartbakur | Já nú erum við að sjá að kapphlaup um nánast ekkert er að koma í bakið á okk...
Já nú erum við að sjá að kapphlaup um nánast ekkert er að koma í bakið á okkur. F+olk hópast í storar verslurnarmiðstöðvar og gramsar í tilboðum sem eru oft blekking. Jú og hver er uppskeran Kórónusmit ! Íslendingar eru spretthlaupaarar þegar boðin er vara á afslætti Ég held að bestu viðskiptin séu að hægja á sér og hugsa málið.
Mikið djöfull er smitið fljótt að koma fram - tilboðin byrjuðu á mánudag og strax komin fram smittoppur út af þeim - fólk dúndraðist í próf á miðvikudeginum vegna einkenni út af smitunum á mánudag og þriðjudag. En heimsóknirnar í síðustu viku voru öruggar Það eru tilboðin sem eru hættuleg - sérstaklega þau á netinu - ekki það að vera flækjast um að óþörfum.
--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.
_Svartbakur | Já .þú hefur náð í þínar gallabuxur með 10% aflætti á ný hækkaðri vöru.
Þ...
Já .þú hefur náð í þínar gallabuxur með 10% aflætti á ný hækkaðri vöru. Þú ert besta ókeypis beitan fyrir kaupmanninn í þessu svarta föstudags rugli. Vonandi sleppurðu með smit en mátt bíða í 15 daga til að teljast örugg en sumir segja að 30 dagar sé líklegri smittími.
ert | Einmitt þannig Fössarinn er nú ekki ástæða fyrir þessari smit aukningu núna...
Þórólfur og Rögnvaldur segja: "Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu."
Auðvitað er það augljóst að þessar stóru vrslunarmiðstöðvar eru stórhættulegar. Þar sem fjöldi fólks fer um stigar og gangar allir þessir snertifletir og svo auðvitað hætta á loftsmiti.
ert | Þannig að fólk sem smitaðist í vinnunni á skrifstofu sem var staðsett í Krin...
Þannig að fólk sem smitaðist í vinnunni á skrifstofu sem var staðsett í Kringlunni - var alls ekki í vinnu, heldur í biðröð fyrir Fössaratilboð þar á morgun? Ég frétti að það hefði smitast af geimverum á halloween. Reyndu nú fylgjast með
--------------------------
Sel og leigi heykvíslir og kyndla, veiti einnig ráðgjöf um brennur og grýtingar.
_Svartbakur | Það var talað um miklar hópmyndanir á göngum Kringlunnar.
Það er eins og allt verði ómögulegt á jólunum ef ekki er farið í búðir eða stórverslanir og þuklað á alls konar vörum. En aldrei auðveldara en núna að panta á netinu, ekki bara matvörur heldur alls konar vörur! Margir virðast halda að það sé í góðu lagi að haga sér eins og fyrir Covid en það er ekkert í lagi! Hvernig væri að hugsa um sjálfa/n sig og náungann - reyna að verjast smiti! Ekki bara að þvo sér oft og spritta heldur reyna að panta a.m.k. mest á netinu þessar jólagjafir! Nóg af bæði innlendum og erlendum vefverslunum. Það er ekki alltaf þörf á að æða í allar búðirnar.